Lögberg - 15.04.1943, Blaðsíða 6

Lögberg - 15.04.1943, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG. FIMTUDAGINN 15. APRJL 1943. Hin harðsnúna lögreglusveit Eftir Edgar Wallace. “Ef þig langar að vita því eg kom hingað, skal eg segja þér það. Tiser og eg erum að reyna að gera ofurlítið góðverk í heiminum, að reisa við þá menn, sem þú hefir komið á kné, Brodley —” Bradley brosti kímnislega. “Eg þekki “Hvíldarheimilið”, ef þú átt við þá stofnun”, sagði hann þurlega. “Þægilegt samkomuhús fyrir krókarefi. Stór hugsjón. Mér er sagt að þú prédikir yfir þeim þar, Tiser.” Tiser glotti ógeðslega, en gat ekkert sagt. “Þú meinar þó ekki að segja mér að þú hafir komið hingað til að fá Mr. Eli Josef til að ganga í hið almenna glæpamanna sið- bótafélag? Því ef þú —” Maður kom inn í þessu augnabliki, og gekk rakleitt til Mr. Bradley, og Mark sá undrunar- svip bregða fyrir í andliti hans. “Já, segðu Miss Perryman að hún geti kom- ið inn.” Anna Perryman kom inn í stofuna og rendi rannsakandi augum til allra er inni voru. “Hvar er Mr. Josef?” “Það er einmitt það sem mig langar til að vita,” sagði Brodley. Hún ansaði ekki því sem hann sagði, en endurtók spurninguna. “Eg veit það ekki,” sagði Mark. “Hann var hér fyrir skemstu, en fór út til eínhverra erindagjðrða — en hann hefir ekki komið aftur.” Mr. Brodley tók hendi sinni utan um hægri handlegg hennar, og dró hana til sín. Hún nötraði af reiði út af þessari ókurteisi. “Miss Perryman, viljið þér gera svo vel og segja mér, því þér komuð hingað í kvöld. Eg spyr yður, ekki sem vinuf, heldur sem lögregluþjónn.” Svipurinn á andliti hennar hefði verið nægur til að buga flesta, en Bradley var ekki auð- velt að villa §jónir. “Eg kom af því hann skrifaði mér, og beidd: mig að koma,” svaraði hún með andköfum. “Get eg fengið að sjá bréfið?” Tiser skálmaði til hennar í flýti. Mark varð mjög óþolinmóður á svipinn. Anna Perryman var í vafa um hvað hún ætti að gera, þar til hún í feikna geðshrær- ingu, greip handtösku sína, reif hana opna og tók upp úr henni pappírsblað. Bradley tók bréfið, og las þar tvær línur, sem voru skrifaðar á það, sem voru: “Eg verð að sjá yður kl. 10 í kvöld. Það er mjög áríðandi.” “Hvar er umslagið?” “Eg fleygði því.” Hún var í æstu skapi og dró ótt' andann; málrómufinn óstyrkur, en Bradley hafði ástæðu til að ímynda sér að það stafaði ekki af ótta. “Það var auðvitað ekki sent í pósti. Hann hefir kannske ætlað að gera það. Hann hefir meint annað kvöld — eg hafði og sett mót við hann annað kvöld.” Bradley horfði stöðugt á Mark Mc Gill, en hann lét engin svipbrigði á sér sjá. “Vil'jið þér gera svo vel og segja mér hvað þetta allt meinar.” spurði hún. Hún hafði nú náð fullu valdi yfir tilfinning- um sínum. “Hvað þetta allt meinar?” endurtók Bradley kuldalega. “Þetta er skyndilögreglan — eða partur af henni. Eg er Bradley lögreglueftir- litsmaður. Eg kom hér til að ná Eli Josef, áður en nókkuð kæmi fyrir hann. Hann ætlaði að senda mér bréf í kvöld, eg hafði grun um að hann mundi brúka sama sendimann, sem var brúkaður til að fara með bréfið til yðar. Eg er ekki að ljósta upp neinu leyndarmáli lögreglunnar, þó eg segi yður, að eg var hrædd- ur um að eitthvað kæmi fyrir Eli Josef, og ætlaði að koma honum á óhultari stað„ áður en hanií færi sömu leiðina og bróðir yðar.” Varir Önnu titruðu, en hún stilti tilfinningar sínar. “Áður en lögreglan gerði út af við hann?” Hún talaði svo lágt að varla heyrðist. “Þannig fór bróðir minn — ætluðuð þér gamalmenninu sömu leiðina? Þegar þér hélduð í handlegg minn, og sviftuð mér til, rétt eins og eg væri fangi yðar, opnuðust augu mín fyrir því, hvaða ruddamenni þér-eruð.” “Hver sagði yður að eg hefði drepið bróður yðar?” spurði hann rólega. “Eli Josef,” sagði hún. Hann stóð þegjandi ofurlitla stund. “Þetta er áreiðanlega sú argasta lygasaga, sem eg hefi nokkru sinni heyrt,” var það eina sem hann gat sagt. Hann snéri sér að karl- mönnunum og sagði. “Það getur skeð að eg þurfi að sjá yður aftur í nótt, Mark og þig Tiser. í millitíðinni getið þið farið heim til ykkar, sömu leið og þið komuð hingað. En yður jómfrú fylgi eg sjálfur til bústaðar yðar, eg þarf að tala við yður á morgun.” “Eg þarf ekki fylgd yðar, eg vil fara með Mr. Mc Gill.” “Þér komið með mér,” sagði hann einbeitnis- lega. “Þér veitið mér þá ánægju, að lofa mér að halda yður frá vondum félagsskap eitt kvöld.” “Hvað er þér í hug Bradley?” næstum hróp- aði Mc Gill. “Hvaða sök hefir þú á móti mér? Eg er orðinn uppgefinn á þessum dylgjum og dulbúnu aðdróttunum! Komdu út með það!” Bradley benti einum af mönnum sínum að koma til sín. “Vísaðu Miss Perryman inn í bílinn minn.” Hún hugðist fyrst að sýna mótþróa, en svo áttaði hún sig brátt, og fylgdi lögreglumann- inum ofan stigann. Það var ekki fyr en hún var farin, að Bradley svaraði spurningunni. “Eg skal segja þér hvaða sakir eg hefi a þig, Mc Gill. Um þvert og endilangt landið, héfir hver glæpurinn á fætur öðrum verið framinn með ofbeldi, nú á síðustu dögum. í fyrsta skifti í sögu okkar hafa morðingjar ráðist á lögreglumenn á almannafæri. Lög- reglumaður var skotinn á Oxley Road í síðustu viku; og þegar ræningjarnir brutust inn í Islington skrautgripabúðina, og var komið að óvörum, skutu þeir hvern sem fyrir var, þar til þeir sluppu undan lögreglunni. Þetta er óvanalegt. Þú veist vel að glæpamenn á Eng- landi hafa vanalega ekki byssu á sér. Það er nýskipulagður glæpamannaflokkur í landinu — það er ástæðan fyrir því að eg hef þig grunaðan.” “Ert þú að ímynda þér að þessir skotmenn séu í minni þjónustu?” sagði Mc Gill, og* Bradley kinkaði kolli. “Það er einmitt sem mér er að koma tii hugar — versta morðingjafélag, sem sjálfur djöfullinn gæti stofnað! Hver sem þekkir sögu Amerískra glæpamanna, veit hvað nú er að ske á Englandi. Þú hefir fundið nýja leið til að uppörvk glæpamenn til samtaka í rán- um og morðum — og það er sem þú hefir fyrir stafni. Og þegar eg næ þér, þá næ eg þér svo, að það skulu vera tuttugu ár á milli þess að þú ferð frá dómsstólnum, og þeirrar mínútu sem þér verður slept út úr Dartmoor- fangelsinu.” Hann gekk ofurlítið nær Mark. “Og eg skal segja þér annað. Eg veit ekkf hvað þú ætlar að gera við Miss Perryman, en þú skalt hafa í huga, að eg skal vaka yfir hverri þinni hreifingu, eins og köttur yfir mús, og ef nokkuð kemur fyrir hana þá skal eg finna ráð til að koma þér undir lás, án frekari umsvifa.” “Bera á mig lognar sakir?” hvæsti Mark. “Ágætt Ameríkanskt orð, sem alveg lýsir tilgangi mínum,” svaraði Bradley, með upp- gerðar hæversku. IV: kafli. Anna Perryman, varð þess varla vör, að á leiðinni í gegnum borgina, að hún var undir yfirheyrslu, svo gætilega var orðum hagað. Þau fóru fram hjá mörgum bíla stöðvum, en þau stöpsuðu hvergi, fyr en við hornið á Westminster brúnni og flóðgarðinum. “Eg skal útvega yður leiguvagn, Miss Perry- man,” sagði Bradley. — Morguninn eftir fór Mr. Bradley til sam- tals við. Miss Perryman. Hún mætti honum í stofunni, sém var til hliðar við svefnherbergi hennar. ^ann hafði símað henni áður og beðið hana um leyfi að tala við hana. Þegar hann kom, var hún búin að ná sér að fullu, eftir það sem skeði kvöldið áður, og var vel undir- búin að taka á móti honum. Hann veitti því eftirtekt, að hún horfði stöð- ugt í augu hans meðan hún talaði, og út úr hennar rannsakandi augnaráði las hann, hina djúpu fyrirlitningu, sem hún hafði fyrir hon- um, og stöðu hans. “Það eru engin merkj sjáanleg hvað hefir orðið af Eli Josef,” sagði hann, “en eg vona að hann finnist, nema það hafi verið farið burt með hann. Hann var vanur að hafa lítinn bát, sem hann átti, bundinn við einn póstinn undir húsinu, við fundum bátinn á Themes, en tómann.” Hún horfði stöðugt á hann köldum rann- sakandi augum. Undir vanalegum kringum- stæðum, hefði henni litist vel á hann. Hann hafði gáfulegt andlit, stór glöggskygn og bros- mild augu. Varir hans kipruðust ofurlítið s.’.man, þegar hann talaði um hið vonda ná- grenni, þar sem hús Eli Josef var. Hann leit mjög hreinlega út, næstum fram yfir það, sem staða hans krafðist. Herðar hans og mitti, bentu til þess að hann hafði tamið sér líkams æfingah. Sterklegar, en þó nettar hendur hvíldu á borðinu sem hann stóð við — hún bauð honum ekki sæti. Hatur hennar gegn honum magnaðist í öfugu hlutfalli við þau áhrif, sem utlit hans og öll framkoma hafði á hana. Hún hafði þagað meðan hann talaði — allt í einu segir hún. “Eg held að það sé algjörlega ónauðsynlegt fyrir yður að vera að búa til neinar getgátur, Mr. Bradley,” sagði hún rólega. “Lögreglan hefir að öllum líkindum drepið Eli Josef, — eins og bróður minn!” Tilgátan var svo hlífðar- laus, að Bradley hafði ekkert svar á taktein- um. * “Hann hefir verið barinn — það hygg eg sé skýringin — því hann hefir ekki viljað segja yður það sem þér þráðuð mest að vita. Því átti að láta Eli komast undan, hann var vitni að glæpnum.” Hann lyngdi aftur augunum, eins og hug- urinn væri að skygnast eftir einhverju. “Vitið þér hvað bróðir yðar var að gera áður en hann var drepinn, og því hann var í þessu sambandi við Eli Josef?” Hún svaraði engu. “Mig langar til að hjálpa yður.” Hann hallaði sér áfram yfir borðið, og hann varð mildari í máli, sem undir öðrum kringum- stæðum hefði hljómað fagurt í eyrum hénnar. “Þér kennið við skóla í París, er mér sagt, og eg vona að þér farið þangað sem fljótast aftur, og þér reynið, að gleyma þessum hræði- lega viðburði. Mér geðjaðist vel að bróður yðar, hann var að vissu leyti vinur minn. Eg hef líklega verið sá síðasti af vinum hans,. sem talaði við hann.” Hann sá hana kypra saman varirnar ofurlítið, og hrista höfuðið. “Það hlýtur að stafa af því að þér eruð ‘ekki fyllilega með sjálfum yður, að þér hugsið eins og þér gerið. Því skyldi lögreglan hafa gjört honum nokkurt mein? Því skyldi eg sízt af öllum mönnum í heiminum? Eg hefði lagt lagt á fremsta hlunn til að hjálpa honum. Eg þekti æfi hans út í hörgul. Eg vissi hversu reykull í ráði hann var —” “Eg held að við getum látið þetta samtal falla niður,” sagði hún. “Hvort eg fer aftur til París eða ekki, er mitt sérmál. Eg veit þér hötuðuð hann — eg trúi því að þér hafið drepið hann. Það er hvorki maður né kona, sem á heima í því nágrenni, sem efast um það, að lögreglan hafi drepið Ronnie. .Eg segi ekki að þeir hafi ætlað að myrða hann, en þeir gerðu það.” Hann stóð alveg ráðalaus. “Má eg fá að tala við yður, þegar þér eruð betur fyrir kallaðar?” Nú tapaði hún stillingunni, og sagði í mikilli æsing. “Eg vil aldrei sjá yður framar fyrir augum mér. Eg hata yður og yðar líka! Þér eruð allir svo snyrtilegir og þýðlegir, en svo takmarkalaust óheiðarlegir. Þið eruð lygarar, hver einasti ykkar. Þið hyljið glæpi ykkar með röngum eyðum, og yfirsjónir yðar með ofsóknum. Það er í fyllsta máta djöfulíeg at- vinna, sem þér stundið. Þér lifið á ógæfu og yfirsjónum vesalinganna, þér gerið yður dýr- lega með því að kremja hjörtu saklausra barna og kvenna, og eyðileggja líf þeirra og fram- tíð —. Þetta er allt sem eg vil við yður tala.” Hann opnaði munninn eins og til að segja eitt- hvað, en hikaði við; brosti góðlátlega, tók hatt sinn og fór. Þegar hann var farinn, yðraðist hún þess sem hún hafði sagt, og forsmáði sig fyrir að hafa mist svo stjórn á sjálfri sér. — En þessi maður hefir drepið Ronnie — því gat hún ekki hrundið úr huga sér. Hún var ekki sú eina sem hafði þá skoðun. Fólkið þar í nágrenninu trúði því, það þóttist hafa óyggj- andi sönnun fyrir því. Það vissi að Ronnie kom oft til Eli, það vissi að lögreglan hafði komið þangað í rannsóknarferðum, og að bílar, fullir af lögreglumönnum höfðu komið þangað kl. eitt eftir miðnætti, og að Brad, formaður svif- lögreglunnar var foringi þess leiðangurs, og það hafði heyrt hann segja: “Eg skal fá sann- leikann út úr honum, þó eg þurfi að berja haus- inn af honum!” Þetta heyrði Harry Cosh, sem var á fótum, og þar í kring, þegar lögreglan kom. “Þið megið trúa mér,” sagði Cosh — eins og hann var kallaður, því hann hafði tvisvar verið dæmdur til hegningar fyrir að l.rúka barefli á lögreglumenn. — “Þeir náðu mér og börðu mig. En er þeir sáu að þeir gátu ekki sett mig inn, skyldu þeir mig eftir í svaðinu — Eg þekki lögregluna. Eg man hvað þeir dustuðu mig til síðast er þeir tóku mig.” Enginn gat þess til að Eli gamli hefði verið I myrtur, jafnvel ekki lögreglan. Þeir sögðu bara að hann hefði horfið. Sá orðrómur barst út, að þetta kvöld hefði stórt Hollenskt gufu- skip farið ofan eftir fljótinu um flóðið, og Eli gamli hefði komist út í það, og siglt með því. Húsinu hans var lokað, og lyklarnir fengnir emboðsmanni til varðveislu. Eli hafði viðskifti við Woolwich bankann, og gefið bankanum umboð til að borga alla skatta og skvldur fyrir sig. Cosh endurtók það hvað eftir annað, að Bradley hefði sagt, “Eg skal hafa sannleikann út úr honum, þó eg þurfi að berja af honum hausinn.” Cosh sagði Mark Mc Gill þessa sögu, Tiser, Miss Perryman, sem skar hana í hjartað, er hún mintist Ronnie og setti þessa sögu í samband við dauða hans. Klukkustund eftir að Bradley var farinn úr hótelinu, kom Mark Mc Gill til Miss Perryman. Hann var mjög ör í máli. Hann vissi þó ekki hversu mikið Bradley hafði sagt henni. hversu rnikils leyndarmáls að hún hafði orðið áheyr- andi. Það sem hann vissi og sá, að hún var aðdáanlega fríð, og gæti orðið sér að miklu iiði. “Eg dyl yður einskis, Miss Perryman. Ronnie eg og Tiser vorum tollsmyglarar. Eg hefi haft það að atvinnu í mörg ár, og Ronnie var minn besti félagi. Sjáið þér til, eg get ekki treyst Tiser nema að nokkru leyti — hann er af- skaplega drykkfeldur. Hann er, — jæja, ekki vel'áreiðanlegur. Eg er ekki að reyna að láta yður hugsa að eg sé heilagur, en þér vitið hvað lögin eru — það meinar dauðasök fyr*r þann sem brýtur á móti þeim á því sviði- Ruddamenni má hálfdrepa konuna sína, og ekki nema þriggja mánaða fangelsi fyrir, en ef honum verður á að taka fáeina aura ur peningaskáp, eða ræna auðmenn af nokkrum hundruð dollara, þá er hann heppinn ef hann sleppur með sex ára fangelsisvist.” “Það virðist ekki að vera svo hræðileg3 syndsamlegt Anna; það er æfintýralegt.” Hann veitti henni nána eftirtekt meðan hann talaði cg sá að hún var ákveðin. skoðun yðar á því að ganga í félag vort —*• hár innflutningsskattur, svo sem ýmsar sykur og sætindavörur. Við Ronnie höfðum oft þuS' r.nd punda hagnað á viku á þeirri verzlun, en svo voru og ýmsar aðrar vörur, sem við höfð* nm aukreitis, sem gáfu okkur góðan hagnað. Eonnie hafði verið búinn að segja henni þetta allt áður — henni var vel kunnugt um þennan glæpaferil þeirra. Hún áleit þetta bara eins og hver önnur meinlaus lagabrot, það var engum til skaða, nema stjórninni. í sjálfu ser var það almenningi til hagsmuna, því í gegn* um þeirra verzlun gat fólk keypt þessar vör- ur ódýrari. “Auðvitað ætla eg ekki að neyða yður til að breyta um stöðu yðar; ef þér hafið breyÚ skoðun yðar á því að ganga í félag vora —•• Hún hristi bara höfuðið, um neitun gegn því að hún hefði breitt áformi sínu; það var glampi í augum hennar, sem hann þýddi sem svo, að áform hennar að ganga í félag þeirra hefði styrkst við það, að Bradley hvatti hana til að fara sem fyrst aftur til Parísar. “Eg hefi ekki breitt áformi mínu,” svaraði hún. “Bradley segir yður auðvitað, að við gerum ailra handa — smyglum eyturlifjum og alls' lags óþverra. Auðvitað reynir hann að sverta okkur Ronnie eins mikið og hann getur. Eytur- lyf! Eg mundi fyr höggva hægri hendina a^ mér!” Hún tók fram í fyrir honum. “Gerir það í sjálfum sér nokkuð til hvað Bradley segir?” spurði hún. Þennan sama dag gekk hún formlega í féla^ Mark Mc Gill. Það var dálítið undarlegt að hún hugsaði ekki framar um Eli Josef, og hvað hefði valdið hinu dularfulla hvarfi hans. Bradley hafð1 sterkan hug á því, því dag eftir dag hafð1 hann menn í bátum á læknum, með slæður og önnur áhöld, til þess að slæða hann upp ur leðjunni í læknum, en árangurslaust. V. kafli. Rúmu ári síðar, á fögru vorkvöldi, heyrð1 Anna Perryman til flugvélar í fjarska. Hún var að lesa og lagði frá sér bókina og stóð sem skjótast á fætur, af hliðarborðinu á litla bílm um sínum, þar sem hún hafði setið og tali® mínúturnar á litla úrinu, sem hún hafði a úlnlið sér. Klukkan var sjö og fjörutíu of£ fimm mínútur; flugvélin var á hár réttum tíma’ svo varla munaði sekúndu. Hún opnaði hurð' ina á bílnum, og tók út langa þrístrengda gler' stöng, hún gekk frá bílnum, sem stóð þett undir litlum skógarrunni, til þess að sem minst bæri á honum. Þarna 'var flugvélin að renna sér niður, og fór svo varlega, að vart heyrðist til vélarinnar. Hún sneri strax við og fór til bílsitis, sneP litla sveif sem var í framenda bílsins. Þakið á bílnum var svo gert, að það var sett safl1' an úr mjóum og þunnum tréflýsum, sem vorU settar saman eins og venetian gluggablæj3’ þegar hún sneri sveifinni sem hún hélt hend1 sinni á, opnuðust’allar flýsarnar. Undir þakihU voru speglar, eða spegilgler, sem köstuðu ljós' býrtunni frá sér út á milli flýsanna í þakinU þegar þær voru opnaðar. Hún sneri sveifim11 þrisvar, og þrisvar opnaðist þakið og lokaðis1 aftur. Hún skyldi við þakið opið, svo endur' kast ljóssins frá speglunum héldi áfram a® skína. Hún hafði ekki augun af flugvélinni’ sem óðum nálgáðist. Flugmaðurinn háfði séð ljósmerkin, sen1' send voru gegnum þakið á bílnum, og nú var hann kominn beint þar yfir er hún var. Flug' vélin var' varla meir en sextíu fet frá jörðu- þegar pakki var látinn detta út úr hennú Pakkinn var festur við silki fallhlíf sem opn' aðist undir eins, en gerði ekki betur en rétt taka mesta fallhraðann af pakkanum, hann það var trékassi — kom allhart niður. Undú' eins og hún hafði tekið kassan, hóf flugvélin sig upp og var horfin innan stundar. Hún let kassann hið fljótasta inn í bílinn, og kom hon- um fyrir, ásamt fallhlífinni, í þar til gerðu hulstri undir sætinu í bílnumi Kassinn var ekki þungur. Mark Mc Gill lét hana aldre’ (Framhald)

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.