Lögberg - 15.04.1943, Blaðsíða 1
PHONES 86 311
Seven Lines
Aöt
Cle^ll
*V^Í^°*
Cot
"55« **4
For Better
Dry Cleaning
and Laundry
PHONES 86 511
Seven Lines
"O "4
Cot-
Service
and
Satisfaction
56 ÁRGANGUR
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 15. APRJL 1943.
NÚMER 15
r&:
-j*am,T
Vinnurisér frama
Þessi glæsilega stúlka, sem
myndin er af, er Carol Joy
Feldsted, dóttir þeirra Mr. og
Mrs. E. S. Feldsted, 525
Dominion Street hér í borg-
inni.
Miss Feldsted útskrifaðist í
Arts og Fine Arts við há-
skólann í Chicago, 1941 og
1942. Nú er hún að búa sig
undir meistaragráðu, og hlaut
nýverið hinn svonefnda Sny-
dacker námsstyrk í lok hins
fyrsta kennslutímabils við
Chicago Art Institute.
ilvara
HELZTU FRÉTTIR
MARÍA MARKAN SYNGUR
í ÚTVARP.
í símskeyti er Grettir Leo
Johannson barst frá hr. George
Ostlund í New York á mánu-
daginn var er skýrt frá því, að
María Markan muni syngja yfir
National Broadcasting Company
Blue network á fimtudagskvöld-
ið, klukkan 7,30 New York tími
(6,30 e. h. Winnipeg tími), 15.
apríl, á prógrami er nefnist
"Metropolitan Opera".
Tilraun hefir verið gjörð við
útvarpsstöðvarnar í Winnipeg
með að flytja þetta útvarp, en
vegna þess, að NBC blue net-
work er ekki leitt til Winnipeg,
og einnig vegna þess, að frétt-
um er útvarpað á þessum tíma,
verður ekki hægt að hlýða á
þetta útvarp frá Vestur-Canada
útvarpsstöðvunum.
CBY, Toron'to, og CFCF, Mon-
treal,. flytur prógram þetta.
-f ? ?
HALDA FUND í
BRENNERSKARÐI.
í vikunni, sem leið, héldu þeir
Hitler og Mússolini sinn fjórða
samtalsfund í Brennerskarði frá
því að núverandi styrjöld hófst;
þangað hafa þeir sótt, er mikið
þótti liggja við, svo sem nú,
vegna hrakfara möndulveldanna
1 Tunisíu; hvað þeim í raun og
veru fór á milli, er ekki vitað,
að öðru leyti en því, að Músso-
iini heimtaði aukinn herstyrk
af fóstbróður sínum; daginn
eftir fundinn hafði Berlínarút-
varpið í hótunum við Banda-
pikjamenn um að senda þýzkar
sprengjuflugvélar til New York
°g sýna þeim í tvo heimana,
hvenær, sem svo byði við að
horfa.
Maður verður ÚTI
Fyrir skömmu varð maður að
^afni Guðbjörn Guðmundsson
frá Isafirði úti á leið að Höfn
1 Hornavík.
Laugardaginn 27. þ. m. varð
Guðbjörn Guðmundsson úti á
ieiðinni frá Búðum í sléttu-
hreppi að höfn í Hornavík í
sama hreppi. Hafði Guðbjörn
rneð sér fylgdarmann, því að
fara þurfti yfir fjallveg s. n.
Skálakamb. Þeger upp á há-
heiðina kemur kveðst Guðbjörn
ekki þarfnast fylgdarmanns leng
Ur og hélt ferðinni áfram einn.
_ Farið var að lengja eftir Guð-
birni er hann kom ekki að
f\öfn á tilsettum tíma og var
Þa þegar hafin leit. Lík Guð-
bJartar 'fanst síðastliðinn þriðju-
dag.
Mbl. 6. marz.
BANDAMENN VINNA
SIGRA í TUNISÍU.
STÓR-
Undanfarna daga hafa herir
sameinuðu þjóðanna í Tunisíu
unnið einn sigurinn öðrum
meiri; eftir að hafa náð bænum ganginum og margar verksmiðj
Sousse á vald sitt, sem gerðist
Gaman og a
VaraSu þig — ís í nánd! Nú
hafa menn fundið svo næma
hitamæla, að þeir geta greint
hita af kveiktum vindli í kíló-
metra-fjarlægð frá hitamælin-
um. Mælir þessi hefir reynst
vel í sjóleiðum, þar sem hætta
getur stafað af hafís. Mælirinn
finnur fljótt, ef jakar nálgast,
þótt þeir séu langar leiðir burtu;
lækkar þá hitinn skyndilega og
varar skipshöfnina og tekur hún
þá til nauðsynlegra ráða.
* * *
Sykurrófur "deyfðar". Á
hverju ári, þegar sykurrófurnar
eru teknar upp, þá hefst hinn
svonefndi "sykurbardagi"; er sú
orusta í því fólgin að rófunni
þarf að breyta í safa á svo
skömmum tíma sem unnt er;
úr safanum er svo sykurinn
unninn. Meðan á þessum bar-
daga stendur, eru sykurverk-
smiðjurnar í einni háspennu
látlausri; en eftir það dregur úr
á mánudagsnóttina, eru sveitir
þeirra komnar til Enfidaville,
sem liggur um 27 mílur fyrir
norðan áminstan stað. Nú er
það heróp Sir Mortgomery's og
fylkinga hans, að linna eigi sókn
fyr en komið sé alla leið til
Tunis; en þangað eru ekki nema
liðugar þrjátíu mílur. Fylkingar
Rommels eru á látlausu undan-
haldi, og spá hernaðarsérfræð-
ingar því, að hann muni ekki
treystast til að koma við veru-
legri vörn úr því sem komið er,
fyr en þá í hafnarborginni
Bizerta. Mælt er, að um hundr-
að þúsund hermenn möndul-
veldanna hafi fallið Bandamönn-
í hendur í viðureign þessari, auk
ógrynnis af hergögnum.
STÓRTJÓN Á SEYÐISFIRÐI
AF VÖLDUM OFVEÐURS.
Mikið tjón varð á Seyðisfirði
af völdum ofveðurs, sem geisað
hefir um Austurland.
Á Seyðisfirði brotnuðu bæði
loftskeytamöstrin og eyðilögðu
þau m. a. símalínur og trjá-
garða. Línur rafveitunnar slitn-
uðu og á nokkrum stöðum, svo
að sumt af bænum varð raf-
magnslaust um stundarsakir.
Skemdir urðu víða á húsþök-
um, fauk t. d. mikill hluti af
þaki mótorsmiðjunnar. Glugga-
ráður brotnuðu, og síma- og
rafmagnslínur slitnuðu allvíða,
er lauslegt brak fauk á þær.
Mbl. 3. marz.
? '? ?
HOLDSVEIKRASPÍTALINN
í LAUGARNESI BRENNUR
TIL KALDRA KOLA.
í útvarpsfregnum frá íslandi
frá Birni Björnssyni blaðamanni
á þriðjudagskvöldið, var þess
getið, að hoídsveikraspítalinn í
Laugarnesi hefði í vikunni á
undan brunnið til kaldra kola.
Manntjón varð ekkert.
? ? ?
GJÖF TIL
STÚDENTAGARÐSINS.
Stjórn "Anglia". félags ensku-
mælandi mannaj afhenti í gær
kr. 20.000.00 — andvirði \veggja
herbergja — að gjöf til Nýja
Stúdentagarðsins.
Forréttindi til dvalar í her-
bergjum þessum fá enskir stú-
dentar, sem stunda nám við há-
skólann, en að þeim frágengnum
íslenzkir stúdentar, sem leggja
stund á ensk fræði. — Annað
herbergið á að nefnast "Shake-
speare" en hitt "Anglia".
Mbl. 3. marz.
ur standa auðar, þangað til ný
rima hefst. Þessi allóhagkvæma
rekstursaðferð á rót sína í þeim
sérkennileika sykurrófunnar, að
sykurinnihaldið er mest fyrst
eftir það, er hún er tekin upp.
Eftir lítinn tíma fara aðrar efna-
breytingar að gera vart við sig
og minkar við sykurmagnið fljót
lega, sumt fer, meðal annars
burt með "andardrætti" rófunn-
ar. Af þessari ástæðu flýta þeir
sér alt hvað af tekur, að vinna
sykurinn úr rófunum. Nú á
seinni tímum hefir verið re
að koma í veg fyrir þessa skyndi
vinnu með því að deyfa rófurnar
nýuppteknar með klóróformi,
Acetylin og kolsýringi, svo að
sykureyðsla rófunnar til eigin
þarfa minki, og rófurnar megi
geyma alllengi, svo að lítið syk-
urtjón verði að. Nú geta sykur-
verksmiðjurnar unnið árið um
kring að sykurgerðinni. Þessari
nýbreytni er fylgt með mikilli
athygli í þeim löndum, þar sem
sykurrófna-ræktin er mest, fyrst
og fremst í Þýzkalandi.
? ? ?
Njósnarar á stríðstíma deyja
sjaldan ráðalausir. Sumir teikna
hernaðarlandabréf á neglur á
kvenfólki og lakka síðan yfir
uppdrættina. En einn alkunnur
njósnari kom lengi vel skila-
boðum til hernaðaraðilja, án
þess að upp kæmist, hvaða að-
ferð hann hafði til þess. Loks
uppgötvuðu menn, að hann seldi
'alskonar skrautker, prýdd kín-
verskum myndum. Við nánari
athugun kom í ljós, að mynd-
irnar voru ekkert annað en
hernaðarupplýsingar á kín-
versku!
Frá Islendingum
sunnan landamœra
Dr. Keith S. Grimsor, í Dur-
ham, North Carolina, vinnur sér
vaxandi álit sérfróðra manna
fyrir rannsóknir sínar í lækna-
vísindum. Hann er sérfræðing-
ur í þeirri grein lækningatauga-
sjúkdóma, er "sympathectomy"
nefnist, og hefir gert sjálfstæðar
rannsóknir á því sviði. Hefir
hann bæði flutt erindi um þau
efni á læknafundum í Banda-
ríkjunum og ritað um þau í
ýms tímarit, er fjalla um læknis
fræði. ítarleg yfirlitsritgerð um
nýjustu rannsóknir í sérgrein
hans og skyldum fræðum birtist
nylega í tímaritinu "lnternat-
io'nal Abstract of Surgery".
Telja læknisfróðir menn hana
bæði vel samda og um allt hina
athyglisverðustu.
Dr. Grimson er sonur þeirra
Guðmundar Grímson dómara og
frúar hans í Rugby, North
Dakota.
Eins og kunnugt er af frá-
sögnum íslenzku vikublaðanna,
eru margir íslendingar nú við
nám víðsvegar í Bandaríkjunum.
Meðal annars eru tveir íslenzkir
læknar, þeir Dr. Kristján Jó-
hannesson og Dr. Friðrik Kristó-
fersson, við sérfræðinám á
læknaskólanum í Duke Uni-
versity í Durham, North Carol-
ina. Eru þeir styrkþegar Rocke-
feller-stofnunarinnar (Rocke-
feller Fellows). Fyrir stuttu
síðan birtist viðtal við þá í blað-
inu "The Durham Herald-Sun".
Hafði það inni að halda ýmsan
fróðleik um ísland, gagnlegan
amerískum lesendum. Þá véku
þeír læknarnir einnig að sam-
búð Islendinga og ameríska
setuliðsins og að áhrifum her-
námsins á íslenzkt þjóðlíf og
menningu.
Nýlega er komin á prent önn-
ur útgáfa af kennslubók, er
nefnist "Our State, North
Dakota", eftir C. W. Leifur,
skólastjóra í Bismarck, N. Dak.,
en hann er af íslenzkum ættum,
fæddur og uppalinn í íslenzku-
bygðinni við Mountain. Bók
þessi, sem er í sex köflum, fjall-
ar um landafræði og sögu N.
Dakota ríkis, ríkisstjórnina, land
stjórn í Bandaríkjunum, um
notkun mannafla og landgæða
og um borgaralegar skyldur. Er
bók þessi notuð við kennsiu í
ýmsum gagnfræðaskólum í rík-
inu og vel af henni látið.
Richard Beck.
vina, hlýjar árnaðaróskir. Dr. S.
E. Björnson ^rá Árborg, flutti
ræðu, en tengdasystir hans, Mrs.
Árni G. Eggertson, las kvæði
hans með listrænni nákvæmni.
Einar P. Jónsson, mælti nokkur
orð til silfurbrúðhjónanna og
las þeim tvö erindi. Einnig tóku
til máls bróðir silfurbrúðgum-
ans, Mr. Halldór Methusalems-
Swan, frú Lára Klémens frá
Ashern og Konnie Johannesson
flugskólastjóri. Gjafir nokkurar
til minja um atburðinn voru af-
hentar silfurbrúðhjónunum. og
þökkuðu þau hvort um sig
sig gjafirnar, ásarnt þeim hlýhug
í þeirra garð, er samsætið í
heild sinni bæri vott um.
í samsæti þessu, sem var í
alla staði hið virðulegasta, var
mikið um söng; enda
er silfurbrúðguminn annálaður
raddmaður; við hljóðfærið voru
til skiptis þær Fríða Jóhannes-
LIÐSÖFNUNARFULLTRÚI
FYRIR C.W.A.C. í ÁRBORG.
Mrs. E. L. Johnson.
son og Olive Finnbogason. Rík-
mannlegar veitingar voru fram-
bornar, og má með sanni segja
að í veizlu þessari skorti hvorki
gleði n'é góðan fagnað.
í tilefni af silfurbrúðkaupi
Björns og Bergljótar Mtehúsalemsson.
Að vakna á hverju vori
með vaxandi þroskahug,
að auðgast með hverju ári
að ástum og hetjudug,
er uppfylling þeirra óska,
sem eindrægnin hóf á flug.
Að sigla mót nýju sumri
í sólskini eins og þið,
og þroskast í auðlegð andans
við ástir og hjartafrið,
er kjarninn í íslands eðli
og elskandans stefnumið.
Ur borg og bygð
Séra K. K. Ólafsson forseti
lúterska kirkjufélagsins, var
staddur í borginni í fyrri viku,
og hélt fund með framkvæmda-
nefndinni; hann á nú heima í
Chicago, og hvarf heimleiðis
þegar að loknum fundi.
? ? -?
Mr. Gísli Einarsson frá River-
ton hefir dvalið í borginni
nokkra undanfarna daga.
? ? ?
Mr. Sigurður Sigurðsson frá
Lundar, kom til borgarinnar á
þriðjudaginn.
? ? ?
Lestrarfélagið á Gimli held-
ur sína árlegu samkomu til arðs
fyrir bókasafn sitt í samkomu-
húsi bæjarins á föstudags-
kvöldið; vandað hefir verið hið
Mannfagnaður
Síðastliðið laugardagskvöld,
safnaðist saman all álitlegur hóp
ur manna og kvenna á hinu vin-
gjarnlega heimili þeirra Jónas-
son systkijna að 693 Banning St.
hér í . borginni; tilefni þessa
mannfagnaðar var það, að gleðj-
ast með þeim Birni Methúsalems
syni og frú Bergljótu Methú-
salemson, er þá áttu aldarfjórð-
ungs hjónabandsafmæli. En þó
þarna væri saman komið margt
fólk, var það ekki nema nokkurt
brot úr fjölmennum vinahópi
þessara mætu og velmetnu
hjóna; ekki verður ætt þeirra
rakin hér, en ráða má af kvæði
Dr. Björnssonar, sem birt er í
blaðinu þessa viku, hvar stofn
þeirra liggi heima á Fróni.
Húsráðandi, Mr. Jónas T.
Jónasson, hafði veizlustjórn með
höndum og tókst hið prýðileg-
asta til; skýrði hann með vel
völdum orðum tilgang samsætis-
ins, jafnframt því sem hann
bezta til skemtiskrár. Meðal ann
ars flytur Wolter J. Lindal dóm- flutti heiðursgestunum fyrir sína
ari þar ræðu.
eigin hönd, systkina og náinna
I
Einar P. Jónsson.
Björn og Bergljót Methusalemsson
25 ára giftingarafmæli.
Forðum var Ashern eitt flóatetur
er fjötraður var af eigin gróðri,
starandi fram úr örófi alda
augum blindum í veröld hljóðri.
Hversu lengi hann lá í böndum *
er leyndardómur hins mikla anda,
er yfir djúpunum dulinn svífur
með dásemd lífsins til beggja handa.
En fjöturinn leystist, sem ís í eldi
árdagssólar, á nýju vori;
við átök manna, er afli beittu
orkufegnir, og hvatir í spori.
Þá voru löndin yngd og urin,
og ástin fékk mál, í blómahjali.
En þó þau vildi ekki við það kannast
Þá vantaði ár, óg fjöll og dali.
I byrjun var því úr vöndu að ráða
með valningu lands og hásasmíðin;
því hvorki í baksýn bar við himin
Burstafellið né Reykjahlíðin.
Það vildi þá til á vorri ungu,
í vexti og leysingu nýrrar tíðar,
að söngvarann, Bidda frá Burstarfelli
Begga heyrði til Reykjahlíðar.
Þá Ashern breyttist á einni stundu:
umhverfið birti og gjörvöll tíðin,
í hugans baksýn er báru við himin
Burstarfellið og Reykjahlíðin.
Og nokkru síðar þið heyrðuð hljóma
helgisöngva á feðratungu,
frá brimsins gný, og til hljóðra heiða.
er himininn sjálfur og jörðin sungu.
En áður þið skilduð að ívaf dagsins
í uppistöðu vors lands og þjóðar
er traustast og mýkst úr erfðaefni
Öræfajökuls og Hekluglóðar!
Til hamingju á ykkar heiðursdegi
heilsi' ykkur ár og fjöll og dalir:
frá brimsins gný og til hljóðra heiða.
hljómi nú Ashern gleðisalir!
S. E. Björnsson,
Árborg, Man.