Lögberg - 22.04.1943, Qupperneq 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 22. APRÍL 1943.
5
£>ið sem lesið hafið Laxdælu
munið eftir Þorgerði, dóttur
Egils Skallagrímssonar. Hún var
fögur með afbrigðum. Ólafur
Pá, sem einnig var fríður sýnum
og höfðinglegur á velli, hafði
frétt um Þorgerði og fegurð
hennar. Hann girndist hana og
sótti bónorð sitt til Egils. Móðir
Ólafs var ambátt sem var her-
tekin á írlandi, flutt til Noregs
og svo til íslands. Ólafur var
nýkominn úr ferð til írlands þar
sem honum tókst að sanna að
móðir hans var dóttir Mýrkjart-
ans írakonungs.
Egill tók bónorðinu vel, eink-
um þar sem búið var að sanna
ætterni Ólafs, en honum fanst
betra að ræða málið við Þor-
gerði og segir: “Það er engum
manni færi að fá Þorgerðar án
hennar vilja”, Egill gekk til
fundar við dóttur sína og segir
erindi sitt. Hún svarar: “Þat hefi
ek þik heyrt mæla, að þú ynnir
mér mest barna þinna; enn nú
þykki mér þú þat ósanna, ef
þú vill gifta mik ambáttarsyni,
þótt hann sé vænn og rúikill
áburðarmaður.”
Þegar Ólafur fréttir að Þor-
gerður hafi tekið bónorðinu illa
hugsar hann sér að taka málið
í eigin hendur og ná tali af Þor-
gerði sjálfri. Hann gengur til
búðar Egils á Alþingi. í Laxdælu
les maður:
“Ólafur var búinn á þá leið,
at hann var í skarlatsklæðum, er
Haraldr konungur hafði gefit
honum. Hann hafði á höfði
hjálm gullroðinn og sverð búit
í hendi, er Mýrkjartan konung-
ur hafði gefit honum.-Nú ganga
þeir Höskuldr og Ólafr til búðar
Egils; gengur Höskuldr fyrir enn
Ólafr þegar eftir. Egill fagnar
þeim vel, og sezt Höskuldr nið-
ur hjá honum, en Ólafr stóð
upp og litaðist um. Hann sá hvar
kona sat á pallinum í búðinrfl.
Sú kona var væn og stórmann-
leg og vel búin; vita þóttist
hann, at þar mundi vera Þor-
gérðr dóttir Egils. Ólafr gengr
at pallinum ok sezt niðr hjá
henni. Þorgerðr heilsar þessum
manni, og spyrr, hverr hann sé.
Ólafur segir nafn sitt og föður
síns. “Mun þér þykkja djarfr
ambáttarsonurinn, er hann
þorir at sitja hjá þér ok ætlar
at tala við þik.” Þorgerðr svar-
ar: “Þat muntu hugsa, at þú
munt þykkjast hafa gert meiri
þoranraun enn tala við' konur”.
Síðan taka þau* tal milli sín, ok
tala þau þann dag allan. Ekki
heyra aðrir menn til tals þeirra.
Um kvöldið var bónorðsmál-
ið rætt áð nýju og var auðsótt,
og þá trúlofuðust þau Þorgerðr
og Ólafr”.
Eg las þessa frásögn til þess
að gefa ykkur sýnishorn af því
hvernig alt líf þjóðarinnar á
þeim dögum var samantengt
Alþingi. Svipað mætti segja um
Gufuþing í Noregi og mótin á
Englandi. Þessi þing voru lifandi
partur þjóðlífsins. Að vera án
þeirra eða tapa frjálsræðinu sem
stóð að baki þessa þinga var
óhugsandi og jafnvel ómögulegt.
Fyr hefði mátt sneyða hönd eða
fót af líkama.
Frelsisrólin djúp og römm.
Þess vegna segi eg: Frelsisrót
norrænu þjóðanna er djúp og
römm.
Við sjáum hana í Noregi, Dan-
mörku, Svíþjóð og jafnvel Finn-
landi. Skógurinn sem nú vex þar
er mjög svo líkur skógi þeim
er þar óx úr sömu rótum yfir
þúsund árum síðan. Áhrifa má
kenna frá Mið-Evrópu og víð-
ar, og hefir nýr jarðvegur bæzt
við. En það hefir aðeins orðið
til þess að breyta .dálítið ytri
litum norrænu trjánna.
Rótin er djúp og römm.
Hún er í föstum jarðvegi á
Islandi. Af því eyjan hefir verið
afskekt og íbúar heldnir í það
sem þeir vissu að var heilnæmt
og gott þá hafa bæði rætur og
skógur geyrnst þar án nokkura
verulegra breytinga. Þjóðartréin
á íslandi eru þau sömu í lit og
að efni sem þar voru gróðursett
er landið fyrst var numið.
Ræturnar ná víða niður.
Þær er að finna í Bretlandi
og út um allan heim þar sem
brezkar þjóðræðisstofnanir hafa
rutt sér til rúms. En það er ein-
mitt í þessum löndum sem að
aðrar rætur og nýr jarðvegur
hafa sameinast því norræna og
orðið skóginum til mikillar bót-
ar. Ekki það að einstaklings tré-
in séu fallegri heldur hitt að
samband við aðrar tegundir og
viðbætis nýs jarðvegs hefir orð-
ið til þess að skipulag varð betra
allar eyður fyltar, og skógur-
inn í heild sinni varð jafnari, og
þess vegna kraftmeiri til þess
að standast allar árásir að innan
eða utan.
Ræturnar ná djúpt niður.
Maður verður þeirra var í
Úkraníu, Póllandi og í Baltic-
þjóðlöndunum, og svo einnig í
Normandí og Sikiley. En í þess-
um löndum sést nú ekkert nema
gömlu ræturnar. Alt annað er
farið og gleymt — málið, trúin,
siðir og hættir. Þar er vaxinn
nýr skógur. En af því að ómögu-
legt er að gjör-eyðileggja nor-
rænu ræturnar þá draga tréin
dáð og kraft úr þeim og verður
það til þess að slá fegurri blæ
á nýju tréin í hinu ókunna
landi.
Þetta er arfleifðin sem nor-
rænu þjóðirnar hafa afhent heim
inum. íslendingar eru stoltir af
þeirri arfleifð, enda er framlag
þeirra svo afar hreint og há
nocrænt. Nýr skógur er að vaxa
hér í Canada. Það er ósk vor
og ásetningur að það sem við
bætum við geri skóginn fegurri.
Stefán Johnson
Á aðfaranótt síðastliðins laug-
ardags, lézt á heimili foreldra
sinna hér í borginni, Stefán
Johnson, liðlega 48 ára að aldri;
fæddur á Öldulandi í Mikley.
Foreldrar hans eru þau sæmd-
arhjónin Einar og Oddfríður
Johnson, sem fluttust fyrir löngu
frá Mikley til Lundar, en átt
hafa heima í Winnipeg í all-
mörg undanfarin ár. Stefán starf
aði þar til hann þraut að heilsu,
sem farandsali í þjónustu Cod-
ville matvörufélagsins, og gat
sér þar sem annarssfaðar hinn
bezta orðstir fyrir dugnað og
trúmensku. Stefán heitinn var
gáfumaður eins og hann átti
kyn til, manna skemtilegastur í
viðtali, og svo vinfastur, að þar
komast tiltölulega fáir til jafns;
auk foreldra sinna lætur Stefán
eftir sig tvo bræður, þá Berg-
þór Emil í Winnipeg, og Kjart-
an lækni á-Gimli.
Útför Stefáns fór fram frá
Sambandskirkjunni á miðviku-
daginn, að viðstöddum fjölda
vina. Séra Philip M. Pétursson
jarðsöng.
Borgið Lögberg!
Mikilsháttar
Þjóðræknismót
íslenzka mannfélagið á Gimli,
hefir lagt slíka rækt við bóka-
safn sitt, að til fyrirmyndar mun
jafnan talið verða. Lestrarfél-
lag Gimli-búa, er komið yfir
þrítugt og stendur í vaxandi
blóma; það á sín eigin húsa-
kynni, og hefir í þeim efnum
skapað fagurt fordæmi, sem ætti
að geta orðið lestrarfélögum
annara bygða nokkur hvöt til
framtaks.
Á ári hverju efnir lestrarfél-
agið til vandaðrar skemtisam-
komu til arðs fyrir bókasafn
sitt, og var sú síðasta haldin í
samkomuhúsi bæjarins á föstu-
dagskvöldið var, við meiri að-
sókn, en dæmi voru áður til;
það var síður en svo, að nokkuð
benti þar til dánarmerkja.
Á samkomu þessari flutti W.
J. Lindal héraðsdómari, þá af-
ar fróðlegu ræðu, sem birt er á
öðrum stað hér í blaðinu; rit-
stjóri þessa blaðs las kvæði,
helgað minningu Einars S.
Jónassonar fylkisþingmanns.
Söngflokkur frá Árborg, skipað-
ur tólf ungmeyjum, söng eigi
all fá íslenzk lög; var samræmi
radda hið bezta og framburður
texta glöggur og hreimfagur.
Ungfrú María Bjarnason, píanó-
leikari hafði æft flokkinn, og lék
meðspil; var flokkurinn henni
til mikillar sæmdar. Tvær ung-
ar stúlkur frá Árborg skemtu
með upplestri, og tókst hið bezta
til. Unglingsmaður, Ómar Blön-
dal, skemti með einsöng, og varð
að syngja allmörg aukalög; við
hljóðfærið var Gunnar Erlends-
son píanókennari. Samkomu-
stjórn hafði með höndum Dr.
Kjartan Johnson, er setti þetta
fjölsótta mannamót með prýði-
lega vönduðu og faguryrtu
ávarpi.
KEMST ÞETTfl BRÍF
TIL ÞÍH?
Sonur minn:
Loksins er stríðið á enda og eg er FRJALS! Frjáls til að anda . . . frjáls til að vona
. . . FRJÁLS til að grípa pennan og skrifa að vild . . . án ótta dauðans.
Ffve ókunnugleika þér hlýtur að koma það fyrir hér í Canada, að maður titri, er hann
þakkar Guði fyrir þau forréttindi, að mega skrifa stutt bréf. En sonur minn, þetta er dýpra en orð
á blaði. Þetta er réttlæting trúar minnar . . . mitt óbifandi traust á þér.
/ i I
Mörgum sinnum, sökum hinna beizku blóðsúthellinga, hungurs, örvæntingar, og
meðaumkvun með þeim þjóðum, er lúta drottnurum, sem snúa ásjónu sinni frá Guði . . . hef eg
fundið hina styrku huggun handtaks þíns . . . heyrt í rödd þinni: “Vertu þolinmóður vitund lengur
. . . vertu hugprúður-~því þú ert ekki yfirgefinn.” Og eg, ásamt þúsundum annara manna, höfum
beðið og treyst þér og öðrum þjóðbræðrum vorum til þess að tryggja okkur frelsi.
Þið hafið ekki brugðist okkur. í dag erum við lausir við þær hörmungar og þá
niðurlægingu, er við urðum að taka með þögn. Já, nú megum við mæla, og vor fyrstu orð eru:
“Guði sé þökk fyrir syni okkar, bræður okkar og systur og vini í Canada. Það er vegna hinna
óviðjafnanlegu átaka yðar og sjálfsfórnar, að þrælkunar okinu hefir lyft verið af herðum okkar.”
Sonur minn Canadiski . . . Ættland þitt flytur þér þakkir.
Faðir þinn
SVONA bréf færa Sigurlánsskírteinin
að fengnum sigri. Og því meira
sem þið kaupið, þess fyr fœst sigurinn.
Því Sigurlánsbréfin veita ykkur vald til
þess að losa um þá hlekki, sem drepið
hafa margar þjóðir í dróma.
Kaup Sigurlánsbréfanna flýta komu þess
dags, er fólk nýtur frelsis á ný . . . er
landið sem þér unnuð verður eins og
þið fyrst munduð það . . . þegar ná-
granni treysti nágranna . . . land binnar
friðuðu iðju.
Svarið ákalli fólksins t heimalöndum
ykkar um frelsi . . . berjist fyrir frelsi
þess með samstiltum stuðningi við hið
fjórða Sigurlán Canada-þjóðarinnar.
NATIONAL WAR FINANCE COMMITTEE
32—4
maa
\