Lögberg - 27.05.1943, Side 2
2
LoGBERG, FIMTUDAGINN 27. MAÍ 1943.
Krislín Þ. Thoroddsen:
Hvað segja þeir um okkur í Ameríku
Látið ekki tækifærið ganga
úr greipum yðar!
Verzlunarmenniun er ómissandi nú á dogum. og
það íólk, sem hennar nýiur, hefir æiíð forgangs-
réii þegar um vel launaðar siöður er að ræða.
Það margborgar sig, að finna oss að máli, ef þér
hafið í hyggju að ganga á verzlunarskóla; vér
höfum nokkur námskeið iil sölu við frægusíu og
fullkomnusiu verzlunarskóla vesian lands.
The Columbia Press Limited
Toronio og Sargeni, Winnipeg
Þeir segja að við séum nas-
istar. Flestir halda að við ís-
lendingar hcíum samúð með
glæpaklíku Hitlers!
Hermennirnir á íslandi hafa
enga aðra skýringu á kulda okk-
ar og afskiftaleysi en þessa. Þeir
skrifa ættingjum og vinum
heima þetta álit sitt — og því
er trúað.
Þegar eg skrifa þessar línur,
hefi eg dvalið hér í landi næst-
um því fjóra mánuði og hefi
mestmegnis umgengist amerískt
fólk. Því betur, sem eg kynnist,
því ljósar er mér, að svona líta
menn á hér Þeim dettur ekki í
hug'að efast uni, að “drengirnir”
segi rétt frá.
Eg var í teboði á jólunum,
ásamt fleira fólki. Þar var stödd
kona af norskum ættum, búsett
hér. Þegar hún heyrði að eg
væri íslenzk, starði húr. á mig
undrandi augum — rétt eins og
hún héldi, að íslendingar væru
eitthvað viðundur, sem venju-
legir menn gætu ekki botnað
neitt í. Seinna kom það upp úr
kafinu, þegar við áttum tal sam-
an, að hún hafði nýskeð hlustað
á fyrirlestur verkfræðings nokk-
urs um ísland. Hafði hann dval-
ið þar um 9 mánaða skeið í þjón-
ustu hersins, en ferðaðist nú um
Massachusetts og flutti fræðslu-
erindi um ísland. Fyrirlésturinn
hafði verið ágætur — lýsing á
landi og lifnaðarháttum lifandi
og raunverulega en íslendingar
voru nasistar, samkvæmt frá-
sögn hans. Þjóðverjar höfðu stað
ið fyrir því, að reisa orkuver okk
ar og fyrir öðrum verklegum
framkvæmdum, sem nokkurs
væri um vert. Það væri því eðli-
legt að við stæðum með Þjóð-
verjum.
Mér var alveg nóg boðið. En
konunni virtist létta nokkuð,
þegar eg neitaði þessu eindreg-
ið.
í öðru samkvæmi hitti eg
enska konu, sem gift er amerísk-
um manrii. Hún gekk rakleitt að
mér, þegar hún heyrði um þjóð-
erni mitt og sagði mér eftir
enskum sjómönnum, sem hér
hefðu komið, að íslendingar
hefðu mikla andúð á brezka
hernum og spurði mig hvernig
á því stæði
Eg gat svarað henni því, að
nú, síðan breski herinn hefði
yfirgefið -ísland, hefðum við svo
mikið dálæti á breskum her-
mönnum, að við gætum ekki
hugsað okkur meiri prúðmenni í
allri framkomu, en breska her-
menn.
Þá gall við amerísk kona: Er
það vegna þess, að amerískir
hermenn hegða sér svo illa.
Mér ætlaði að verða orða-
fátt — en áttaði mig þó. Eg
sagði henni, að amerískir her-
menn væri yfirleitt mjög prúðir
í framkomu—en að þeir mundu
ekki skilja viðmót okkar, það
væri okkur að kenna. Við gæf-
um þeim ekki tækifæri til að
kynnast okkur.
Hvað eftir annað hefi eg lent
í þessum útskýringum á fram-
kömu landa minna við ameríska
herinn, en málið er erfitt við-
fangs, því að það er mikið við-
kvæmis- og tilfinningamál.
Hér ber hver kona harm í
brjósti út af fjarlægum ástvini,
syni eiginmanni, föður eða bróð-
ur. Sumar hafa þegar orðið fyr-
ir þungu áfalli út af missi eða
örkumlun náinna vina. Allar
geta þær búist við, að eins
i kunni að fara um þeirra eigin
nánustu.
“Drengirnir” eru þjóð-hetj-
urnar. Ekkert er þeim ofgott.
Þeir eru verjendur frelsisins. —
| Það eru þeir, sem öllu fórna.
Stundum hefi eg verið beðin
um að tala um ísland í klúbbum
^ eða á öðrum mannamótum. Þá
hefi eg reynt að gjöra grein
fyrir skaplyndi íslendinga. Eg
hefi sagt frá hörmungum þeim,
sem hafa gengið yfir þjóðina
áður fyr, frá pólitískri undirok-'
un, sem hefir gjört þjóðina tor-
trygga gagnvart öðrum stærri
þjóðum. Um erfið lífsskilyrði,
sem hafa gjört þjóðina einbeitta,
en innilokaða. Ást okkur á tung-
unni og virðingu okkar fyrir
fornum bókmentum. Eg hefi
minst á fæð fólksins, saman-
borið við stærð hersins. Afskekta
afstöðu landsins og trú manna á
að hægt væri að standa fyrir
utan alheimsátökin. Hlutleysis-
ákvæðið í stjórnarskránni. Að
við höfum aldrei í sögu okkar
tekið þátt í ófriði við aðrar
þjóðir. Hve annt okkur er um,
að glata ekki tungunni og þjóð-
erninu o.. s. frv.
Ennfremur hefi eg minst á
truflunina í viðskiptalífi og at-
vinnuvegum, sem leitt hefir af
komu hersins — um húsnæðis-
vandræðin og dýrtíðina.
Þá hlið skilja menn best hér.
Ameríkumenn hafa sjálfir ný-
lega gengið í gegnum ógurlega
krepputíma og komst þá varla
nokkur fjölskylda hjá því, að
líða í sambandi við hana. Þeir
skilja, að við munum óttast af-
leiðingarnar af dýrtíðinni — þeir
eru sjálfir að berjast gegn dýr-
tíð í landinu.
En útskýringar mínar nægja
þó ekki til að sannfæra fólkið
um réttmæti þessa kuldalega af-
skiftaleysis, sem við sýnum am-
erískum hermönnum. Þeir segja:
Ef það er ekki nasismi, þá er
það skortur á mannúð og skiln-
ingi á því, að drengir þessir
hafa þurft að slíta sig burt frá
ættingjum, ástvinum, heimili,
atvinnu og yfirleitt öllu, sem
þeim er kært, til þess að hýrast
í framandi landi við óblíða veðr-
áttu, ókunnugt umhverfi — og
svo fá þeir ískalt viðmót í ofan-
álag.
Amerískar konur eru sárar.
í vikunni sem leið birti “Satur
day Evening Post” grein um ís-
land, eftir fréttaritara United
Press, Phil Ault, sem er nýkom-
inn heim úr ársdvöl á íslandi.
Greinin er lipurt skrifuð og
skýrir hann satt og rétt frá, eft-
ir því sem Ameríkumanni hlýtur
að koma lífið á Islandi fvrir
sjónir. Hann minnist á kulda ís-
lendinga í garð hersins, sem stað
reynd er^illir vita. En hann tel-
ur ekki ástæðuna vera samúð
með nasisma, sem er hin venju-
lega útskýring hermannanna. —
Hann lætur heldur ekki bá skýr-
ingu fylgja, að Islendingar muni
óttast að Bandaríkin efni ekki
loforð sín við íslendinga. um full
komið ájálfstæði að stríðinu
loknu, eins og sumir blaðamenn
hér hafa ^jört. Hann álítur að
Islendingar lifi allir í sögunni
og endurminningu um forna
frægð — að þeir hafi líkt og
steinrunnið og líti aðeins til
baka.
En hann minnist lítið eitt á
íslenzkar stúlkur og það er þess
vegna, sem eg gjöri grein hans
að umræðuefni
I graininn segir, að íslenzku
stúlkurnar séu sá hluti þjóðar-
innar, sem fagni komu hersins
og að þær njóti nú lífsins meir
en nokkru sinni fyr. En höfund-
urinn bendir á eitt í fari þessara
stúlkna, sem mér finst að við
íslendingar getum ekki látið
fram hjá okkur fara, sóma okk-
ar vegna.
Hann segir, að þær noti þann-
ig orðbragð, að hermönnum
verði stundum hverft við það,
sem þæj: láta sér um munn fara.
Og hann bætir við, að sannar-
lega mundi slíkur munnsöfnuð-
ur ekki sæipa í fjölskylduboð-
um í Ameríku. Höfundurinn er
nógu mikið prúðmenni til að
kenjna hermönnunúm sjálfum
um að hafa kent þeim þetta og
álítur að stúlkurnar muni tæp-
lega vita hvað þær séu að segja.
En við Islendingar vitum bet-
ur. Við vitum hvernig stúlkur
það eru, sem umgangast her-
mennina. Við vitum, að almenn-
ingsálitið á íslandi meinar sið-
prúðum og vel mentuðum stúlk-
um að láta sjá sig með hermönn-
um. Það eru Vesalings umkomu-
lausu stúlkurnar, sem leitað hafa
til höfuðstaðarins til að fá sér
atvinnu, án þess að geta notið
skjóls góðra heimila, sem leggja
lag sitt við hermennina. Eða þá
hin tegundin af stúlkum, sem
brotið hafa af sér öll bönd og
halda frá ættingjum og vinum, í
leit að skemtanalífi og eru kæru
lausar um mannorð sitt. Með
öðrum orðum: Stúlkur, sem ann
að hvort eiga ekki kost á að
njóta leiðbeininga frá góðum
mæðrum, eða þær, sem ekkert
vilja með þær hafa.
Hermönnunum er ekki kunn-
ugt um þetta “ástand”. Jafnvel
þó þeir noti orðið “ástand”, þá
vita þeir ekki hvaða merkingu
við leggjum í það orð
Það er nauðsynlegt, ef við eig-
um ekki að glata algjörlega
þjóða, að við gjörum eitthvað
til þess að kynna útlendingunum
sem nú gista land vort, íslenskt
heimilislíf. Það væri engu síður
æskilegt, að við reyndum að
fraaða þá um þjóðina, sögu henn
ar, bókmentir og lundarfar. Þetta
ætti hvorttveggja að vera vinn-
andi vegur, ef vel væri á haldið
og framkvæmd þess skipulögð.
Þar sem um fjölda manna er
að ræða, er ekkert hægt að fram
kævma án skipulagningar ■— og
verður að vanda vel til.
Allir vita hve ytra útlit
Reykjavíkur er, sem stendur,
illa til þess fallið, að bera menn-
ingarlífi þjóðarinnar vitni. Ann-
að mál er með heimilin. Reykja-
vík á mörg hundruð prýðileg
einkaheimili og eru þau verk
|þeirra kvenna, sem hafa mótað
þau og viðhalda þeim. Á heim-
ilunum gætu hinir útlendu gest-
ir kynst því, hvers virði konur
íslands eru.
Við íslendingar höfum oft áð-
ur haft samtök um að bjóða i
útlendingum inn á heimili okkar
og hefir það altaf verið þjóðinni
til sóma. Konurnar, sem einu
sinni “settu svip á bæinn” tóku
t. d. á móti mörg hundruð stú-
dentum frá Norðurlöndum til
dvalar á heimilum Reykjavíkur
um nokkurra vikna skeið Sama
var gjört fyrir norska kennara
þá nokkru síðar. Að eg ekki
minnist á að heimili Reykjavík-
ur voru opnuð fyrir úttærðum
austurrískum börnum — og
mætti svo lengi telja.
Heiðvirðar íslenzkar konur
hafa mátt sitja á sér, er þær
hafa hlustað á hjal manna um
ástandsmálin. Má vera, að það
verði einmitt konurnar, sem eiga
eftir að bjarga heiðri Islands út
á við. •
Það er uppástunga ymín, að
heimili Reykjavíkur myndi með
sér samtök undir forustu ein-
hvers vel metins félagsskapar,
s. s. Rauða Kross íslands, Kven-
réttindafélagsins eða annara
góðra samtaka — eða jafnvel
undir forustu stjórnar landsins
eða bæjarstjórnar. í New York
borg, stendur Kristilegt félag
ungra kvenna fyrir svipaðri starf
semi. Yfirvöldin setji sig síðan
í samband við herstjórnina og
bjóði hepni að taka á móti vissri
tölu af hermönnum kvöld og
kvöld, þeim tíl dægrastyttingar
og til viðkynningar. Herstjórnin
velur síðan úr þá menn, sem
njóta skuli heimboðanna, í það
og það skiftið.
Þetta þarf ekki að vera mikil
fyrirhöfn fyrir húsmæðurnar.
Þær bjóða piltunum í kvöld-
kaffi þremur eða fjórum, rabba
við þá, syngja með þeim eða
eitthvað annað til viðkynningar.
Trakteringar þurfa ekki að vera
miklar — en viðmót þarf að
vera hlýlegt — og það er ís-
lenskum < húsmæðrum lagið
Skipulagning á þessu þarf
heldur ekíki að kosta mikla
fyrirhöfn. Það þarf nefnd, sem
auglýsir sig og tekur a móti
vita um tölu heimboðanna á
hverjum tíma — en þeir setja
sig aftur í samband við her-
stjórnina.
En til að kynna útlendingun-
um sögu okkar og bókmentir
þurfa fræðimenn okkar að fara
á stúfaria. Þessir gestir, sem með
okkur dvelja, hafa ekki hug-
mynd um að meta þjóðerni
okkar eða bókmentir. Þeir skilja
ekki, hvað það er, sem við
viljum varðveita með því að
halda okkur í burtu frá þeim.
Ef við trúum því að bókment-
ir okkur séu mikils virði —
hvers vegna þá ekki að gjöra
það skiljanlegt — og er þá ekki
sjálfsagt að leggja sig fram til
þess að aðrir fái að njóta þeirra?
Hvaða gagn er að bókmentum
uppi í hillum, sem ekki eru lesn-
ar af öðrpm en örfáum fræði-
mönnum?
Það vill svo vel til, að við
eigum ágætum mönnum á að
skipa, sem eru ekki einast vel
að sér í fornum fræðum, held-
ur eiga líka gáfu, að kunna
að blása í þau lífi, svo að nútíma
maðurinn fái notið þeirra. Vil
eg þar fremstan telja próf. Sig-
urð Nordal, sem allir vilja á
hlusta — en það mætti nefna
marga fleiri.
Vilja nú ekki þessir menn
flytja fræðsluerindi fyrir amer-
íska menn, sem dvelja á Islandi
— tína saman nokkur gullkorn
handa þeim úr gullaldar-bók-
mentunum?
Til er Vestur-íslendingafélag
í Reykjavík, sem mundi sjálf-
sagt vel til þess fallið, að veita
þessum framkvæmdum forstöðu.
Erindin þyrftu að vera létt —
ekki of þrungin af fróðleik —
og umfram allt þyrfti að setja
þau þannig saman, að tækifæri
væru gefin til að spyfja og hafa
síðan spurningatíma að erindi
loknu. Það er líf og yndi amer-
ískra drengja og því hafa þeir
vanist.
Jafnvel þó starfsemi þessi byrj
aði smátt’og örfáir — tiltölulega
— fengju að njóta, þá er enginn
vafi á að þeir, sem hlustuðu
mundu láta félaga sína njóta
með sér og mundi því tiltölu-
lega lítil fyrirhöfn bera hundrað
faldan ávöxt, bæði með gagn-
kvæmri velvild og sem uppbyggj
andi mentun, er aftur gæti leitt
íil frekara náms um íslenzk efni.
Við íslendingar eigum ekki að
láta það orð festast á okkur úti
í heiminum, að við séum annað-
hvort: Samúðarfullir gagnvart
einhverju því ógurlegasta grimd
aræði, sem sagan getur um —
Hitlersstjórninni —eða þá hitt;
að við séum ómannúðlegir egó-
istar, sem loka sér fyrir lífi og
nauðsynjum líðandi stundar,
vegna umhugsunar um forna
frægð og af ótta við umheiminn
og framandi áhrif
Okkur er sjálfum um að kenna
ef upp vex varanlegur misskiln-
ingur á milli okkar og Ameríku
manna, til óbætanlegs tjóns í
nútíð og framtíð- Skortur á skiln
ingi getur oft orðið að alvarlegu
misklíðarefni — eins og árekstr-
arnir á milli amerískra her-
manna og íslendinga bera vott^
um.
Þessi tvö þjóðerni hafa margt
líkt í eðli sínu, þó ólík ytri skil-
yrði hafi orðið til að móta þau
nokkuð sitt á hvern veg. Sam-
eiginleg er þeim tilfinningin um
það, að allir menn séu jafnir,
hvaða stöðu, sem þeir kunna að,
gegna. Þá er framfarahugurinn,
eða móttækileikinn fyrir nýjung
um annað, sem er líkt með þeim.
Síðast, en ekki síst, er þeim sam
eiginleg hjartagæska og hjálp-
fýsi — þó við Islendingar höfum
að þessu lítið gjört að því, að
láta það ljós skína fyrir ame-
ríska hermenn.
Lesbók.
Hitt og þetta
— Fjandi ertu í fallegum
frakka, en buxurnar þínar eru
herfilegir garmar.
— Já, en hefir þú nokkurn
tíma vitað til þess, að menn
tækju buxur í misgripum í veit-
ingahúsum?
* * *
— Jæja, litli vinur, hvað ætl-
arðu að gera, þegar þú ert orð-
inn stór?
— Spyrja litla krakka bjána-
legra spurninga.
* * X
— Stærðfræðin er nytsamt
fag. Ef eg t. d. margfalda fæð-
ingarár mitt með flibbanúmer-
inu mínu, legg þar við númerið
á bankabókinni minni og deili
síðan í útkomuna með bílnúm-
erinu mínu, þá fæ eg nákvæm-
lega út númerið, sem eg nota
af skóm. i
* ♦ *
Frúin: Þessir skór eru alveg
afleitir og þar að auki altof
litlir. ^ >
— Já, en þetta eru skórnir,
sem frúin kom í hingað.
hinnar . . .
liprustu afgreiðslu
Það er næsta mikilvægt, að eiga greiðan
aðgang að lipurri afgreiðslu, þegar
vélavinna hefst og þörf er á nýjum
vélapörtum.
Á þessum tímum, þegar bændur þurfa
að auka framleiðslu með minni vinnu-
krafti, kemur það sér vel, að geta sím-
að verkfærasalanum, og fengið skjótt þá
hluti, sem mest þörf er á.
Stofnað og starfrækt með það fyrir
augum, að fullnægja kröfum landbún-
aðarins, hefir Messey—Harris sæg úti-
búa og miðstöðva, og umboðsmenn þess
eru við því búnir, að fullnægja kröfum
stríðstímans.
Til aðgerða á vélum, og eins vegna
nýrra parta, skuluð þér finna Massey—
Harris umboðsmann.
MASSEY-HARRIS
COMPANY LIMITED
Slofnað 1847
Toronto Montreal Moncton Winnipeg Brandon
Regina Saskatoon Swift Current Yorkton
Calgary Edmonton Vancouvpr
WOMEN-Serve with the C.W.A.C.
You are wanted — Age limits 18 to 45
Full information can be obtained from your
recruiting representative
Canadian Womens Army Corps
Needs You
Get Into tlte Active Army
Canada's Army Is On The March
Get in Line — Every Fit Man Needed
Age limils 18 lo 45
War Veterans up to 55 needed for
VETERAN S GUARD (Active)
Local Recruiting Representative
I
tilboðum heimilanna í síma og
heiðri okkar í augum annara lætur forustumenn samtakanna