Lögberg - 27.05.1943, Blaðsíða 4

Lögberg - 27.05.1943, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG. FIMTUDAGINN 27. MAÍ 1943. -----------Hiigberg--------------------- Gefið út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS. LIMITED 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáakriít ritatjórans: EDiTOR LÖGBERG, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Man. Editor: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram The “Lögbergr” is printed and publishea by The Columbia Press, Lámited, 69 5 Sargent Avenue Winnipeg, Manitooa PHONE 86 327 Hmn mikli lýðræðis- frömuður Stjórnarforusta ’ lýðræðislanda er flókin og vandasöm list, sem krefst margháttaðra og óvenjulegra hæfileika. Til þess er gotf að vita, vegna menningar- innar í framtíð, að tvö voldugustu lýðríki heims, njóta forustu tveggja manna, sem gædd- ir eru í ríkum mæli slíkum meginkostum; en það eru þeir Winston Churchill og Franklin D. Ropsevelt^og verður hinn síðarnefndi gerður hér að umtalsefni. Ýmsum af oss, sem njótum blessunar hins frjálsa stjórnarfars, sézt yfir það, að gera oss grein fyrir því, að lýðstjórnarfyrirkomulagið er það lang vandamesta stjórnarkerfi, sem hugs- nst getur. Og ósjaldan kemur það fyrir, einkuijn vegna áróðurs óvina vorra, að vér jafnvel efumst um frumkosti þess, og sláum þess vegna slöku við viðvíkjandi vernd þess; og stundum hvislum vér að sjálfum oss einhverju á þessa leið: “Athugum Hitler! Hann þarf ekki annað en hringja bjöllu til þess að fá vilja sínum framgengt.” Vér gerum oss samt sem áður sjaldnast ljósa grein fyrir því, hvað einræðisskipulagið í eðli sínu er kostnaðarsamt* hvað það er dýrt að vera þræll. Einræðisfyrirkomulagið, er auðveldasta, en jafnframt frumstæðasta stjórnarkerfið, sem hægt er að beita; áhrifavaldið er algerlega í höndum eins manns; hans boði og banjii verða allir að lúta, og beri eitthvað út af, liggur hin þýngsta refsing við; hver einasti og einn þegn, ef þegn mætti kalla, verður að vera auðmjúk- ur skósveinn yfirdrottnarans. Verkamálaráð- herra Hitlers, Dr. R. Ley, lét nýverið þannig um mælt: “í Þýzkalandi eru einkaborgarar ekki lengur til; sérhver þýzkur þegna er her- maður Hitlers”. Roosevelt forseti er lýðræðisfrömuður, í þess orðs sönnustu og beztu merkingu; forusta hans er styrk og óhikandi, en brýtur þó aldrei í. bága við einstaklingsréttinn né þróunarskilyrði hins lögbundna stjórnskipulags. Innan vébanda hins ameríska lýðríkis, eru margir straumar og gagnstraumar, sém samræma þarf, og veita í einn og sama farveg. Mr. Roosevelt er allra manna kunnugastur þessu völundarhúsi og hinum margvíslegu leyndardómum þess, og honum er aldrei hætt við áttavíllu; hann hefir hrundið í framkvæmd slíkum stórvirkjum á sviði hinnar efnahagslegu þróunar, að undrun hlyti að valda, ef slíkt yrði krafið til mergjar eins og vera ætti. • Skipulagningin nýja, sú, er Roosevelt hratt af stokkum, var hvorki meira né minna en gagnger lýðræðisbylting; róttækum umbóta- ákvæðum var hrundið í framkvæmd, án þess að truflunar á sviði viðskiptalífsins yrði vart, og án þess að þröngva að stjórnskipulegum rétti borgaranna; allar voru þessar mikilvægu ráðstafanir í umbótaátt, grundvallaðar á stjórn arskrá landsins; stjórnarskrá hinna ævarandi niannréttinda amerískra þegna. Það mætti rita stóra bók, eða jafnvel margar bækur, um kosti hinnar nýju skipulagningar, þó hér vinnist vitanlega eigi tími til neins slíks; nokkur nýmæli má þó sérstaklega nefna, svo sem lagabálk um lánsfélög til hagsmuna fyrir bændur, stuðning við samvinnufélög, ásamt margauknum rafleiðslum um landið þvert og endilangt, jafnvel til hinna afskekkt- ustu sveita. Bankamál þjóðarinnar hefir Mr. Roosevelt bætt á margan hátt, svo nú er tryggara um þau en áður voru dæmi til í sögu þjóðarinnar. Kjör verkamanna hafa stórum verið bætt í stjórnartíð Mr. Roosevelts, bæði hvað við- víkur kaupi, reglubundnum vinnutíma og heilbrigðisráðstöfunum í verksmiðjum landsins. Með þessu, og mörgu fleira, hefir skapast í Bandaríkjunum ný Magna Carta, sem Mr. Roosevelt átti frumkvæðið að. Flóðgarðar, þeir mestu i heimi, hafa verið gerðir víðsvegar um landið, og nú eru orkuver landsins komin á það hátt stig, að þau meira en fullnægja þörf- um hins sívaxandi iðnaðar; jafnvel hins risa- fengna og óviðjafnanlega stríðsíðnaðar; áveitu- svæðin hafa mjög fært út kvíarnar, bændum og búalýð til ómetanlegra hagsmuna. Ög þrátt fyrir hina risavöxnu stríðssókn, verður ekki annað með réttu sagt, en þegnar Bandaríkjanna njóti í fullum mæli síns stjórn- skipulega og sögulega frjálsræðis. Og þegar sagnfræðingar framtíðarinnar skrá sögu hinn- ar nýju skipulagningar, og staðreyndirnar einar blasa við, getur ekki hjá því farið, að þeir telji þeftta nýsköpunartímabil, einn allra tákn- rænasta vottinn um þróun lýðræðisins með Bandaríkjaþjóðinni. Þeir Hitler og Mussolíni hatast manna mest við Mr. Roosevelt; þeir hafa gert alt sem í áróðursvaldi þeirra stóð, til þess að veikja traust Bandaríkjaþjóðarinnar á Mr. Roosevelt; og gera hann tortryggilegan í augum annara þjóða; þeim er það ljóst, að alþýða manna, vítt um heim, dáir Mr. Roosevelt, og treystir ör- uggri forustu hans, og þess vegna var það hendi næst, að grípa til áróðursins og rógsins. En nú er svo komið, að það þykir hinn mesti heiður, að vera hataður af Hitler. Roosevelt forseti er alheimsborgari; hann fcer fyrir brjósti heill hins óbreytta manns, hvar sem hann er í sveit settur; ást hans á meðbræðrum sínum, hinum óbreyttu borgur- um, er barnsleg og fölskvalaus; honum er það fyrir löngu ljóst, að friður og hamingja heima fyrir eiga ekki langt líf fyrir höndum nema því aðeins, að tryggt verði um öryggi annara þjóða líka. svo þar fái einnig ríkt friður og hamingja; hve örlög þjóða eru slungin við- kvæmum og fíngerðum þráðum, er tengja þær bræðraböndum frá kyni til kyns. Mr. Roosevelt er þeirrar skoðunar, að fjögur meginskilyrði liggi til grundvallar fyrir við- reisn þjóðanna að loknu stríði, og að án þessara skilyrða sé hvorki varanlegs friðar að vænta á vettvangi innanlands né heldur út um heim; hann er sannfærður um, að kúgun og kvöl með einni þjóð, leiði til hliðstæðs ófarnaðar með annari þjóð, og svo koll af kolli; friður verði aldrei einskorðaður við eitt einasta ríki, eða eina einustu þjóð; friðurinn verði að vera ódeilanlegur, og ná til allra þjóða jafnt, smárra sem stórra. Mr. Roosevelt byggir orð sín og athafnir á því, að viðhorf nútíðarinnar krefjist miklu fremur alheimsþjóðrækni en einstreng- ingslegrar og staðbundinnar þjóðrækni, og hann er staðráðinn í að beita sér fyrir um það, að blessun hins væntanlega friðar falli ekki einni þjóð í skaut um fram aðrar þjóðir, heldur verði sá friður sameign allra þjóða. Eins og nú hagar til, er Mr. Roosevelt önn- um kafinn við það, að veita þjóð sinni trausta og óskeikula forustu í þátttöku hennar í alls- herjar stríðs, og brynja hið djúpstæða, ame- ríska lýðríki til voldugri stríðsátaka, en dæmi voru áður til; þó er það ávalt efst á baugi í vitund hans, að halda lýðhugsjóninni vakandi heima fyrir, og brýna fyrir sjálfum sér og öðrum hinar þegnlegu skyldur, og þá þegnlegu ábyrgð, sem lýðræðið leggur hverjum einstakl- ing á herðar gagnvart þjóðfélaginu, eða fólkinu i heild; honum er það hverjum manni ljósara, hve margfalt auðveldara það getur orðið, að vinna stríðið, en gæta skynsamlega friðarins, sem koma á, og hve auðveldast það er af öllu, að missa af friðnum, ef farið er í hrossakaup1 um heilög grundvallaratriði; hann hefir lagt alt í sölurnar, virðingu sína og sess sinn í sögunni með það fyrir augum, að tryggja mannkyninu sigrandi lýðræðisfrið, er aldrei verði rofinn. Grein þessi um hinn mikla lýðræðisfrömuð,, Roosevelt forseta, styðst við nýlega ritgerð um hann eftir innanríkisráðherra Bandaríkjaþjóð- arinnar, aldavin hans, og samstarfsmann í mörg ár. Þyngra en tárum taki Lögberg birti í vikunni, sem leið, átakanlega ritgerð, er nefndist “Börnin undir oki Hitlers”. Þau hjörtu hljóta að vera steinrunnin, sem eigi kenna nokkurs klökkva vegna þeirr öm- urlegu staðreynda, sem dregnar eru fram í dagsljósið sem spegilmynd af örlögum æskunn- ar í hernámslöndum Hitlers og fylgifiska hans; og þótt áminst grein drepi á margt viður- styggilegt, þá mátti vitaskuld ganga út frá því sem gefnu, að þar væri saga hermdarverk- anna engan veginn sögð að fullu. Og þess var heldur ekki langt að bíða, unz kafla yrði bætt við í áminsta hörmungasögu. Á sunnu- caginn var, bárust þær fregnir frá Bern í Svisslandi, að nú væri svo komið, að því nær helmingur belgizkra barna, væri í þann veg- ,inn að heltakast af brjósttæringu, eða “hvíta ciauða”, vegna næringarskorts. Fram til skamms tíma var belgizka þjóðin hamingjusöm þjóð, og velgengni ríkti í landi; nú er þessu alt á annan veg farið, síðan Hitler hernam landið; nú er æska þessarar starfsömu þjóðar að verða “hvíta dauða” að bráð. Vor hugleiðingar Flutt á sumarmálasamkomu í kirkju Gimli-safnaðar 4. maí. Af Ingibjörgu J. Ólafsson. Eg hefi verið beðin að tala hér nokkur orð um vorið. Ekkert umtalsefni ætti að vera hug- næmara en það. — Vorið, sem kemur nú sem fyr með sinni þögulu tign, með hinn yfirlætis- lausa styrk, sem vald vetrarins verður að lúta, klakaböndin verða að bresta, kuldinn að breytast í hlýindi, nætur að styttast og dagar að lengjast. Danska skáldið Hans Christian Andersen hefir, eins og ykkur er kunnugt, skrifað mörg und- urfögur ævintýri. Eitt þeirra nefnir hann “Saga hins nýja árs”. Lýsir hann þar vinum síp- um, litlu fuglunum sem höfðu verið nógu djarfir til að dvelja allan veturinn í hinum köldu norðlægu löndum. Einn þeirra hafði þá gáfu að skilja mál I manna og hann fullvissaði hina ) fuglana um það að nýtt ár væri að koma og fólkið væri að undirbúa mikið gleðimót þar sem bál yrði kynnt, klukkum hringt, hljómsveit mundi spila og fólkið mundi danza, alt þetta sagði hann það gerði til að fagna hinu nýja ári. Fuglunum kom öllum saman um að þetta 'hlyti að meina það að vorið væri að koma. “Því”, sögðu þeir, “það er ómögulegt að nokkur haldi gleðimót meðan ríki vetr- arins stendur. Auðvitað er vorið að koma”, ög þeir hnipruðu sig hver að öðrum til að finna hlýju. “Við skulum herða okkur og þola kuldann í fáa daga lengur”, sögðu þeir, “svo kemur vorið”. Svo kom nýja árið, bálköst- urinn brann út, hávaðinn hljóðn aði, og kuldinn fór vaxandi og smáfuglarnir skildu ekkert í hvernig þessu væri varið. Kuld- inn í dag var meiri en í gær, nýja árið virtist alveg eins og það gamla, og þeir kviðu fyrir að þeir mundu aldrei lifa af þennan kalda vetur. Þá kom fljúgandi stór svartur fugl, sem á enskri tungu nefnist Raven, þó hann væri svona stór og sterklegur lét hann svo lít- ið að fara að tala við litlu fugl- ana þegar hann hafði sest á snjóinn hjá þeim. En róddin var hás og ekkert viðfeldin, svo smáfuglarnir kviðu fréttunum sem hann mundi færa. Hann útskýrði fyrir þeim að þetta væri alt misskilningur, veturinn mundi enn endast í marga mánuði; tímatalið væri alt rangt því það væri útbúið af mönnum. “Auðvitað”, sagði hann, “ætti nýja árið að byrja með vorinu, því á vorin verður alt nýtt”. — Og öllum fuglun- um kom saman um að þessu yrði að breyta. Vorið væri hin nýju tímamót, sem þeir þráðu — þá og ekki fyr, sögðu þeir, ætti að hafa hátíðahöld til að fagna nýju ári. Svo lýsir skáld- ið því, eins og hann einn getur lýst hvernig litlu vinarlausu fuglarnir börðust gegn kuldan- um hinn langa vetur, hve inni- lega þeir fögnuðu sistkynum sínum farfuglunum sem komu með vorinu; og hvað mikil sæla þeim var í að hjálpa til að syngja inn sumarið. Islenzk þjóð hefir verið sam- mála þessari hugsun danska skáldsins að vorið sé í raun og veru byrjun nýs árs — byrjun á nýrri tíð og hinn fyrsti sum- ardagur sé þess vegna einn af stærstu hátíðum ársins. Fyrir nokkrum árum síðan man eg eftir að fólk var að berjast um til að komast á sumardags fyrsta samkomu. í tvo daga áður hafði staðið yfir þetta sumarmálahret, sem eldri Islendingar eiga von á á hverju vori og um kvöldið var krapa- hríð. Þá var hlegið að okkur fyrir þá óskapa heimsku ís- lendinga að vera að fagna sumri í Manitoba í apríl — þannig hefir það altaf verið gegn um aidhýiar að það hefir verið hlegið að þeim sem átt hafa hugsjónir og þorað að sýna það í verki. Einhverjir hafa hlegið að Nóa þegar hann byrjaði að byggja örkina. Einhverjir hafa hlegið að Galileo og Columbus líka. En sáíilær best sem seinast hlær, þannig var það fyrir þeim og þannig ætti það að vera fyrir þeim sem þora að fagna sumri á sumardaginn fyrsta. Með því eru þeir að búa hugann undir gróð- urinn, hlýindin og birtuna, sem vorinu fylgja. Ekki ætla eg að gera neina tilraun til að útskýra hvernig á því stóð að hinn fyrsti sumar- dagur var svo mikill hátíðis- dagur á ættjörðinni, það þarf ekki mikið ímyndunarafl til að skilja það. Stórhríðar vetrarins, hið langa og dimma skammdegi, hin loftlausu smáu og dimmu híbýli, samgönguleysið yfir vet- urinn, kuldinn hafði leitað inn í huga hins draumkenda, þung- lynda íslendings og með vorinu létti yfir huganum, hann fagn- aði að geta notið sín á ný, börn- in gátu leikið sér úti og tínt sóleyjar í varpanum, fólkið komst bæja á milli. íslenzk náttúrufegurð naut sín. Þjóðin fagnaði á ný hinni “nóttlausu voraldar veröld”. “Bláfjalla geimur með heiðjökla hring”, hreif hugann. “Svanasöngur á heiði”, heillaði þreyttan veg- faranda. Við sem höfum aldrei séð ís- land en kynst því að einhverju leyti gegn um frásagnir feðra okkar og mæðra, teljum okkur það heiður að halda við og sýna virðingu .íslenzkum siðvenjum, og kærum okkur síst þó einhver kunni að brosa að okkur fyrir. Áin sem rennur djúpt er hljóð og hávaðalaus, þannig er trygð- in við það sem íslenzkt er fyrir fjölda íslendinga vestan hafs. Hafin, yfir allt auglýsingaskrum en hávaðalaus og sönn. Þess vegna viljum við gera okkar besta til að gleðjast hver með öðrum á hinum fyrsta sumar- degi jafnvel á þessum tímum. Það er ekki laust við að manni vefjist tunga um tönn þegar á að fara að tala um áhrif vors- ins á mannanna börn, sem ef til vill eru að berjast á móti því að kuldinn leiti inn engu síður en smáfuglarnir í æfin- týrinu, sem eg mintist á í byrjun. Það er erfitt að sam- rýma vorið við allar þær ógnir sem auga mætir ef litið er í' fréttablað, eða það sem maður heyrir þegar útvarpið er opnað til að hlusta á heimsfréttir. Léttleikur vorsins, fegurð þess og birta á ekkert skvlt við dimmuna og þungann sem þá vill þrýsta sér inn í hugann. En aldrei hefir verði meiri þörf á því en nú að opna sál sína fyrir boðskap vorsins, aldrei meiri þörf á að láta vorhug ríkja. — Það er vorhugur æsku- manna og kvenna, sem gerir þeim mögulegt að mæta núver- andi lífskjörum með þreki og með brosi á vörum. Það er vor- hugur, sem gerir hinum eldri og þreyttu mögulegt að starfa örugg og styrk nú sem fyr, yngri og eldri trúa þeim boðskap, sem vorið flytur að öll klakabönd ofbeldis og óréttlætis skuli brot- in, ylur kærleikans lætur hatur og ófrið víkja, tíminn nálgast, sem skáldkonan okkar góða lýs- ir svo fagurlega: “Þegar ástin og æskan og gleðin leiðast óhult um friðarins stíg, þegar heilagur regnboginn hvolfist yfir hatursins útbrunninn gíg. Áður en eg enda þessar vor- hugleiðingar langar mig að segja ykkur annað ævintýri eftir al- þekktan höfund: Austurlenzkur garðyrkjumað- ur hafði ferðast úr éinu héraði í annað í hinu víðáttumikla landi sínu til að gera tilraun til að gróðursetja undurfagra vafningsjurt, sem framleiddi hinar fegurstu rósir. Rós kær- leikans, var nafn hennar og hvar sem hann hafði reynt að rækta hana fölnuðu laufin og rósirnar visnuðu áður en jurtin hafði náð nokkrum þroska. Loks fann hann undurfagran dal, sem var inni luktur af fjöllum á báðar hliðar. Ibúar hans lifðu þar í einingu og kærleika og staðurinn var undursamlega friðsæll. Þar gróðursetti garð- yrkjumaðurinn rósina sína, hún óx, jurtin klæddi fjallshlíðarn- ar, rósirnar sprungu út og blær- inn bar ilm þeirra um dalinn. “Nú skil eg það loksins”, sagði hann, “rós kærleikans getur að- eins þroskast þar sem friður og eining ríkir.” íbúar dalsins horfðu upp til fjallanna og báðu hina þögulu tinda þeirra að útiloka allan óróa og hark, sem ríkti í um- heiminum svo rósirnar fögru mættu dafna. Garðyrkjumaður- inn, hlustaði þögull er hann var að hlúa að rósum jurtarinnar en sagði svo: “Fjöllin sem um- kringja dalinn ykkar geta ekk- ert gert til að útiloka neitt — það eruð bara þið sjálf”. — Og vorvindurinn tók við orðunum og lét þau bergmála í fjalla- hnjúkunum — það eruð bara þið sjálf — þið sjálf.” Sumarósk mín er innifalin í því að rós kærleikans mætti finna skilyrði til þroska, sem víðast á hveli jarðar. Sérstak- lega vildi eg óska þess að hér á þessum kæra stað, þar sem bárurnar syngja á aðra hlið og skógurinn heldur vörð á hina, megi hún festa rætur, að á nýju sumri mætti hún klæða hrjóstrin og ilmur rósanna ber- ast í blænum. Svo að endingu vík eg aftur að hugsun danska skáldsins, að með hverju vori séum við í raun og veru að ganga inn í nýtt ár og tilfæri orðin fögru og al- kunnu úr ræðu konungs vors: “Eg sagði við hann, sem stóð við dyr hins nýja árs. Gef mér ljós svo eg megi sjá hinn ó- kunna veg, og hann svaraði: Legg þú hönd þína í hendi guðs, þáð verður þér betra en ljós og óhullara en þó þú þekkir veg- inn. Með það heilræði í huga höf- um við þrek til að ganga á móti hinu nýja sumri. Lífræn eða vélræn stjórnarvöld Eftir Ernesl Nash Þýtt úr Free World Jónbjörn Gíslason. Frh. Eftir • gömlu kínversku mati er traust og trúnaður, eina trygga aflið sem tengir menn- ina saman. Þegar leiðtogarnir hafa tapað tiltrú þjóðar sinnar, eru þeir glataðir, þrátt fyrir öll þau vélavöld sem virðast standa að baki þeirra. Trúnaðartraustið á Stalin, Gandhi og Chiang Kei-shek, heldur milljónUm manna í sam- feldum órjúfandi röðum, þar sem hinsvegar lagaboð, stjórnar skrárákvæði, stjórnarathafnir, undangengin reynsla og hygg- indi, standa sem talandi vitni um þjóðarupplausn, ef traust lýðsins er ekki til staðar. Hinn óútreiknanlegi styrkur Japana á rætur sínar í þessum sálfræði- legu sannindum. “Gófugmennið gengur ekki annars erinda, líf hans er helgað hreinskilni og sannleika, hann getur fært veröldinni hinn sanna frið,” sagði Konfúsíus. Það er dauðasynd að meta skyn- semi gæddann mann á sama mælikvarða og sálarlausa vél. Vegna þessa djúpa innsæis t mannlegt sálarlíf, hefir Kína fram á þennan dag, umsvifa- minni og fámennari stjórnar- völd en við vesturlandabúar, þeir treysta í þess stað á per- sónulega einstaklings yfirburði Með slíkum yfirburðum er fátt ómögulegt, án þeirra verður engu þjóðheilla takmarki náð.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.