Lögberg - 27.05.1943, Blaðsíða 7

Lögberg - 27.05.1943, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 27, MAÍ 1943. 1 Frásögn Valdimars Björnssonar: Vestan um haf Nú eru allir synir Gunnars Björnssonar, ritstjóra í Minnea- polis, komnir hingað til lands. Hinn síðasti þeirra fjögurra, Valdimar, er hýmominn og mun starfa hér framvegis sem milligöngumaður íslenzku blað- anna og amerísku herstjórnar- innar. Mun lengi hafa staðið til, að herstjórnin fengi vanan ame- rískan blaðamann, er kvnni ís- lenzku, til þess að gegna þessu embætti, þótt ekki hafi orðið úr hingaðkomu Valdimars fyrr en þetta. Tveir bræður Valdi- mars, Hjálmar og Björn, hafa þegar dvalið hér alllengi og Jón, • yngsti bróðirinn, síðan í júlí- mánuði í sumar. Valdimar Björnsson er Is- lendingum, og ekki sízt íslenzk- um blaðamönnum, aufúsugestur Þeim þykir vænt um, að íslenzk- ur maður skuli hafa verið val- inn til þess að gegna blaðafull- trúastarfi hjá ameríska hern- um, og sérstaklega þykir þeim vænt um, að sá, er fyrir valinu varð, er jafn ram-íslenzkur ágætismaður sem Valdimar Björnsson, samgróinn íslenzkri menningu og búinn mikilli þekkingu á lífi og högum heima þjóðarinnar. , Að ytra útliti er Valdimar hinn vörpulegasti, eins og þeir bræður allir, fríður sýnum og þó karlmannlegur. Það er auð- ráðið að þar fer enginn auk- visi, sem hann er. Valdimar er mjög vel kunnur lífi íslenzku vesturfaranna og þekkir ágæta vel ti] manna og málefna í flestum byggðum Is- lendinga vestan hafs og talar íslepzku svo að með ágætum er. Þótti Tímanum því hlýða, að leita eftir frásögn hans um líf og kjör landa vestra og þa ekki hvað sízt í litlu Islendinga- bygðinni í Minneota, þar sem Gunnar Björnsson og Ingibúörg kona hans bjuggu lengst af og börn þeirra eru fædd og upp- alin. Hefst þá frásögn Valdimars: — Það var upphaf þessarar Islendingabyggðar í Minneota, að Gunnlaugur Pétursson frá Hákonarstöðum á Jökuldal nam þar land árið 1872. Hafði hann áður búið hjá Madison, en flutti þaðan búferlum, ásamt Norð- mönnum, er hann var þá í ná- grenni við. 1 Minneota-þorpi eru nú um 1100 íbúar, og eru margir þeirra af íslenzku bergi brotnir og sama máli gegnir um íbúa sumra nærliggjandi sveita, þótt margir Islendingar hafi flutt búferlum af þessum slóð- um norður til Minneapolis, höf- uðborgar Minnesotaríkis nú hin seinni ár. Um það leyti, sem íslendinga- byggð hófst þarna suður frá, hafði margt íslendinga tekið sér bólfestu á ýmsum stöðum í Bandaríkjunum. Má það meðai annars marka af því, að 2. á- gúst 1874 héldu íslendingar þjóðhátíð í Milwaukee í Wis- ^ eonsin-ríki, þar sem nú er risin upp stórborg, sem hefir stór- kostlega þýðingu fyrir járn- brautarnot í Bandaríkjunum. Á þessari þjóðhátíð flutti Jón Ól- afsson, ritstjóri og skáld, há- tíðarræðuna og séra Jón Bjarnason, hinn mikli kirkju- höfðingi, messaði, og var pað í fyrsta skipti, sem messað var á íslenzku vestán hafs. Bráðlega fjölgaði í litlu ís- lendingabygðinni í Minneota Sá, sem fyrstur settist þar að, var af Austurlandi, og megin- þorri þeirra, er síðar komu, voru Austfirðingar. Stærsti hóp- urinn kom í byggðina árið 1879, alls 160 manns, eingöngu Múl- sýslungar . og flestir af þeim Vopnfirðingar. Sá, er fyrstur gegndi prests- störfum í bygðinni, var séra Halldór Briem, bróðir Páls Briem amtmanns. Hann var löngum trúboðsprestur meðal Vestur-lslendinga. íslenzkt prestakall var þó ekki stofnsett þarna fyrr en árið 1887, og kom fyrstur til embættis séra Stein- grímur Þorláksson frá Stóru- Tjörnum í Ljósavatnsskarði. og er hann enn á lífi, háaldraður maður. Páll bróðir hans, sem var eiginlegur stofnandi fyrstu Íslendingabygðar í Norður- Dakota, var einnig einn meðal fyrstu íslenzku prestanna í Vesturheimi. Síðan var sr. Björn B. Jónsson, bróðursonur Kristjáns Fjalla- skálds, prestur ' safnaðanna i tuttugu ár. Fór hann síðan frá Minneota til Winnipeg og dó þar ekki alls fyrir löngu. Séra Björn var merkur prestur. Hann kom heim til ættlands síns árið 1931 og sat þá presta- stefnu í Reykjavík og gaf út safn af hugvekjum sínum. Enn eru til þrír íslenzkir söfn- uðir á þessum slóðum, einn í Minneota-þorpi og tveir í héraðinu þar umhverfis Er nú prestur þessara safnaða séra Guttormur Guttormsson frá Krossavík í Vopnafirði, sonur Guttorms, er vestur fór til Kan- ada árið 1893. Þorsteinssonar er kallaður var sterki, Guð- mundssonar sýslumanns ríka. Séra Guttormur er einn hinna ritfærustu manna meðal ís- lendinga í Vesturheimi. Sjaldn- ar .er þó messað á íslenzku nú orðið —- venjulega ekki oftar en einu sinni í mánuði. Safnast nú óðum til feðra sinna þeir, sem fæddir voru á íslandi, og fækk- ar þeim, sem íslenzkt mál skilja. En hverjum, sem reikað verður út í gamla kirkjugarðinn í Min- neota, skilst þó, að hér hafa eitt sinn búið Islendingar, og þeir ekki svo allfáir. Eins og eðlilegt var fluttu landnemarnir íslenzku með sér vestur ýmsar þær hugsjónir, sem um þetta leyti voru að vakna, til lífs heima fyrir. Meðal þess- ara hugsjóna var samvinnufélags skapur, í þeirri mynd, sem hann var á hinum fyrstu árum á ís- landi. Reyndu landar sums stað- ar í bygðum sínum að stofna til kaupfélaga og verzlunarsamtaka sér til hagsbóta. 1 Minneota var stofnað pöntunarfélag 1878 og nefnt Veszlunarfélag íslendinga ' (sem sjálfsagt hefir ekki verið ‘ sérlega þjálft nafn í munni enskumælandi fólks). Veitti því alllengi forstöðu Stefán Sigurðs- son frá Ljósavatni í Þingevjar- Give Generously to your local Tag Day, or mail Contributions to Box 3,000 Winnipeg. This space contributed by THE DREV RYS LIMITED HÐ M = sýslu. Gekk rekstur þess félags ágætlega um skeið og höfðu þeir, sem þess nutu, mikinn hagnað af því. En arðurinn gekk jafnóðum til félagsmanna Nokkru síðar komu erfið verzl- unarár, og riðu þau félagsskapn- um að fullu, því að engir sjóðir voru handíbærir' til þess a»ð standast áföll harðærisins. Söfnuðust þess vegna þær skuldir, sem urðu Veszlunarfé- lagi íslendinga í Minneota hengingaról. Engu síður reyndust Islend- ingar duglegir verzlunarmenn í Minneota. Er það til vitnisburð- ar um kaupsýslu þeirra, að um skeið voru allflestar búðir í bænum eign Islendinga. Og su verzlun, sem nú er þar urii- fangsmest, var á sínum tíma stofnsett af íslendingnum Ólafi Arngrímssyni frá Búastöðum í Vopnafirði og er enn í eigu sona hans og Sigurðar Vigfússonar Anderson, sem ættaður er af Vopnafjarðarheiði. Hafa þessir menn vel haldið uppi heiðri Vopnafjarðar og Islands eins og svo margir aðrir. Víða má enn sjá glögglega ís- lendingseðlið, þrátt fyrir 60—70 ára dvöl og starf inni í miðju meginlandi hinnar miklu álfu, mitt meðal fólks af hinum ólík- ustu þjóðernum. Eitt er það meðal annars, sem loðir við landann: A.ð vilja mennta sig og sína. Verða börn íslenzkra bænda vestra iðulega skóla- kennarar, lögfræðingar, læknar og hvað annað. Má geta einnar fjölskyldu úr Vopnafirði sem dæmi um þetta, en að sjálf- sögðu er það dæmi ekki valið af verri endanum. Meðal þeirra, er vestur komu og settust að í Minneotabyggð árið 1879, var Björn gamli dannebrogsmaður Gíslason frá Hauksstöðum í Vopnafirði, er einnig bjó um skeið að Grímsstöðum á fjöll- um, og þar voru tvö elztu börn hansj fædd. Hí<nn átti fjóra sonu, og varð einn þeirra, Árni, héraðsdómari, annar, Jón, bóndi á heimajörðinni, er faðir hans nam og reisti bú á fyrir meira en sextíu árum, og í tíu ár þing- maður í rikisþinginu í St. Paul, hinn þriðji, Halldór, varð’ pró- fessor við Háskólann í Minnea- polis (hann kom hingað heim árið 1937), sá fjórði Þorvaldur, verzlunarmaður og póstmeistari í Minneota og sá fimmti, Björn að nafni, lögfræðingur og fast- eignasali ög merkur stjórnmála- maður. Hann fer nú látinn, en hinir fjórir bræðurnir eru enn á lífi. — Og fleiri en þeir, ís,- lenzku landnemasynirnir, er á- þekkan frama hafa hlotið. Margir íslendingar í Minne- sotaríki eru framúrskarandi duglegir bændur og er bæði skemmtilegt og lærdómsríkt fyr ir íslendinga, sem að heiman koma, eins’ og til dæmis náms- fólkið, sem vestra er, að skoða íslenzku bóndabæina eins og þeir gerast í amerískum stíl. Búskapurinn er oftast marg- þættur. Akuryrkjan er mikil og er aðallega ræktaður maís, hafrar og bygg. Síðastliðið ár var einnig lögð mikil alúð við hörrækt, vegna hvatpingar frá stjórnarvöldunum. Úr hör er nefnilega unnin þlía, sem mikil þörf er á á stríðstímum. Kvik- fjárrækt er einnig mikil, og er meginbústofninn svín og naut- gripir. Enn fýsir íslendingana þó að eiga dálítið af kindum, þótt sauðfjáreignin gangi held- ur saman eftir því sem tímar líða. Til eru bændur, sem aldrei hafa átt færra en 250 fjár. Eru það Grundarbfæður, sem kall- aðir eru, synir Guðjóns Guð- mundssonar ísfelds frá Grund- arhóli á Fjöllum, Tryggvi og Lúther. Guðjón faðir þeirra er enn á lífi, 87 ára gamall, og hefir verið blindur í 18 ár Þrátt fyrri blinduna reykir hann kjöt að íslenzkum sið á hverju ári — hálfgert Hólsfjallahangi- kjöt þótt í miðri Ameríku sé. Ekki veit eg þó, hvort síðurnar eru jafn þykkar í Minnesota og á Möðrudalsöræfum, en ekki kann Guðjón frá Grundarhóli síður að verka sitt hangikjöt, en hinir, sem heima hafa setið á Fjöllum. Má af þessu marka, hve Guðjón er ram-íslenzkur karl, þótt Bandaríkjaborgari sé. enda hefir hann aldrei haft fyr- ir því að læra enskuna, og kann ekki með það mikla heimsmál að fara, nema þegar honum hrjóta blótsyrði af vörum. Margir eru þeir, sem vestra hafa dvalið langa ævi, en lifa þó og hrærast að hálfu leyti heima á íslandi, fylgjast þar með öllum málum og láta sig heill og velferð heimaþjóðar- innar eins miklu eða meira skipta heldur en hag sinn. Dæmi um slíka menn er rösk- lega níræður maður í íslend- ingabyggðinni í Norður-Dakota, Kristján G. Kristjánsson að nafni. Hann tekur svo innileg- an þát't í málum íslands. að hann fylgir ákveðnum stjórn- málaflokki að málum — er sem I sé traustur og kappsfullur Framsóknarmaður. Þessi aldurs- hnigni maður man ekki einung- is gerla eftir Þórhalli biskupi og séra Birni föður hans prests í Laufási heldur, og séra Hall- dóri afa hans. Ýmsir íslenzku landnemanna hafa orðið háaldraðir menn. Einn þeirra, Einar Guðmunds- sön í Norður-Dakota, varð 103 ára gamall. Hann dó fyrir skömmu, og hefir sjálfsagt verið elzti íslendingur í heimi. Sonur hans, 81 árs að aldri, andaðist á undan gamla manninum. Óx honum aldur hans ekki í augum að telja má, því að svo lét hann um mælt, “að ekki hefði ellin orðið honum að fjörtjóni.” Svo get eg vikið nokkrum orðum að foreldrum mínum og uppvexti okkar barna þeirra. Forledrar mínir fluttust bæði vestur um haf á barnsaldri. Faðir minn fæddist að Más- seli í Jökulsárhlíð og fluttist vestur með móður sinni tæp- lega fjögurra ára að aldri árið 1876, Þau settust strax að í bygðinni við Minneota, þar sem hann átti jafnan heima, þar til hann var kvaddur til að gegna stjórnarembætti í Min- neapolis árið 1925. Móðir mín er ættuð úr Dölum, fædd að Hóli í Hörgárdal. Jón faðir hennar fór vestur með hana árið 1883. Er margt náið skyldfólk hennar búsett á Vest- urlandi. Við börnin fæddumst öll í Minneota, fjórir drengir (sem nú eru allir á íslandi) og tvær stúlkur, Helga og Stefanía (er báðar komu hingað árið 1938). Við ólumst upp þarna í þorp- inu. Faðir minn keypti viku- blaðið Minneota Mascot árið 1900 og hefir átt það síðan og löngum gefið það út sjálfur og verið ritstjóri þess. Við eldri drengirnir þrír byrjuðum börn að aldri að vinna í prentsmiðju föður okkar og urðum síðar meir blaðamenn og ritstjórar. Skólanám stunduðum við, þeg- ar tóm gafst til frá þessum önn- um. Og stundum voru þær býsna miklar, eins og til dæmis, þegar Bandaríkjamenn skárust í leik- inn milli Þjóðverja og Banda- manna árið 1917. Þá voru ílest- ir vopnfærir menn kvaddir til herþjónustu. Þar á meðal voru prentarar föður míns. Var þá ekki annað til úrræða heldur en við elztu bræðurnir færum að sinna prentarastörfum Þá var Hjálmar 14 ára, en eg 12 ára. Unnum við þá löngum fram á nætur við handsetningu upp á gamla móðinn. Nú eru miklir umbrotatímar. Ef nauðsvn bæri til gæti eg sem best séð mér farborða sem prentari. Björn bróðir minn byrjaði að vinna í prentsmiðjunni 14 ára. Hann er þaulæfður vélsetjari, og naut hann þar þess, að hann var yngri en við Hjálmar. I þessari prentsmiðju föður míns í Minneota var prentað eina íslenzka tímaritið, sem komið hefir út í Bandaríkjun- Smjörseðlar númer 6, 7, 8, 9, 10 og 11 falla allir úr gildi 31. um. Það var mánaðarrit og hét' maí. Einnig bláu varftseðlarnir “Vínland”. Til þess að vinna að 1 númer eitt, sem fólki var leyft þessu tímariti var fenginn prentari frá Reykjavík, — Sveinn Oddson hét hann og kom síðar, árið 1913, með fyrstu bifreiðina heim til íslands. Eins og að líkum iætur var oft og mikið rætt um Island og átthagana þar í foreldrahúsum mínum og meðal margra vina okkar og kunningja. Má það til dæmis ráða af því, að eg vissi alveg nákvæmlega, hvernig bæjaröðin var í Vopnafirði þegar eg kom í fyrsta sinn hingað heim árið 1936. Svo tíð- hugsað verður löndum í Vest- urheimi til lands feðia sinna þótt mörg þúsund rasta haf beri á milli og minningin um það hafi gengið að erfðum í þrjá ættliði. Vissulega er af nógu að taka að herma frá löndum í Vestur- | heimi — svo miklu að allmjög væru fyltir dálkar Tímans um sinn, ef þurausið skyldi En fyrir því, að slík frásögn mun þykja einhæf, þótt heima- þjóðinni sé áreiðanlega mjög kært að vita sem mest um frændur sína vestan hafs, þá skal þessi þáttur niður falla að sinni. Ef til vill verður síðar meir ráðrúm til annars frá- söguþáttar. Tíminn, 7. jan. Eftir að grein þessi var sam- in, lézt séra N. S. Thorláksson. Ritstj. Wartime Prices and Trade Board Kjötskömtun. löggild 27. maí. Á, og eftir fimtudaginn 27. maí verður sala á kjöti tak- mörkuð í Canada. Allar ráðstafanir viðvíkjandi kjötskömtun eru nú fullgerðar, samkvæmt skömtunardeild W. P. &T. B. og hverjú heimili verður send skrá yfir reglugerð- irnar og flokkaskipun hinna ýmsu tegunda kjötmatar. Þar verður einnig tekið fram hve mikið af hverri tegund fáist með hverjum skömtunarseðli. Það hefir verið ákveðið að nota brúnu varaseðlana (A), fyrir kjötskamtinn. Þessir seðl- ar eru prentaðir í pöruhn, og það er gert ráð fyrir að hvert par gangi í gildi vikulega. Tíma- bilið verður takmarkað. Þeir seðlar sem ganga í gildi fyrir 15. dag mánaðarins, falla úr. gildi um mánaðarlok, en þeir seðlar sem ganga í gildi eftir þ^nn 15., falla ekki úr gildi fyr en síðasta dag eftirfylgjandi mán aðar. Sykur til niðursuðu ávaxta. Á ölli^m skrifstofum “Local Ration Board í Canada, er verið að undirbúa niðursuðusykur skömtunarspjöld. Þau verða send með pósti snemma í púnf Á hverju spjaldi er nafn og númer umsækjanda. Neðst á spjaldinu er seðlaröð, fimm seðl- ar alls. Hver seðill er fyrir fimm pund. Þá tvo fyrstu má nota í júní, þann þriðja í júlí, þann fjórða í ágúst, þann fimmta í september. Allir fimm falla úr gildi 30. september 1943. Ef nokkrir seðlar eyðileggjast eða tapast þá fást ekki aðrir í þeirra stað. Eins og áður hefir verið tekið fram, er hver seðill fyrir fimm pund. Þar sem ekki er nema einn á heimili, og skamturinn því tíu pund, verða ekki nema tveir fimm punda seðlar áfastir spjaldinu. Þar sem tve'r eru í heimili og fá tuttugu pund, verða fjórir fimm punda seðlar áfastir. Þar sem fjórir eru til heimilis og eiga að fá fjörutíu pund verða tvö spjöld send, með átta fimm punda seðlum áföst- um, o. s. frv. að nota til þess að fá auka- skamt af sykri til að sjóða með “rhubarb”. Kaffi og íe seðlar númer 7 og 8, Sykur seðlar númer 7 og 8, og Smjör seðlar númer 12 og 13 ganga allir í gildi 27. maí. Spurningar og svör. Spurt. Dóttir okkar lýkur skólanámi næsta september, og ætlar sér þá að koma heim og halda til hjá okkur. Hvað mik- inn fyrirvara verðum við að gefa leeigjanda, sem nú er hjá okkur og borgar mánaðarlega fyrir fæði og húsnæði. Svar. Engar nýjar reglugerðir hafa verið gerðar 1 sambandi við fólk sem er á heimilum og borgar mánaðarlega fyrir fæði og húsnæði. Þú segir því leigj- andanum upp á vanalpgan hátt, eða, alveg eins og þú mundir hafa gert áður en leigunefndin var skipuð og tók til starfa. Spurt. Eg ætla til Winnipeg núna um helgina og ætla þá meðal annars að kaupa mér skot færi. Mér hefir verið sagt að skotfæri fengjust ekki án sér- staks leyfis, og að eg yrði að sækja um það á Winnipeg-skrif- stofu “Local Ration Board”. Svar. “Winnipeg Local Ration Board”, er ekki nema fyrir þá sem búsettir eru í Winnipeg borg eða grend. Þú átt að sækja um leyfið á þeirri skrifstofu “Local Ration Board”, sem þér er nálægust. Þessar skrifstofur eru í öllum héruðum landsins, og þeir sem þar eru fyrir, hafa verið skipaðir til þess að veita sérstök leyfi og annast um öll mál er viðvíkja þeim sem búa í þeirra umdæmi. Spurt. Mér er sagt að nú sé búið að ákveða sykur skamt- inn til niðursuðu ávaxta, en eg hefi enn ekki fengið neina seðla. Er ætlast til að eg sæki þá, Svar. Nei. Seðlarnir verða sendir með pósti snemma í júní. Spurt. Er nauðsynlegt að nota . kjötskömtunarseðlana jafnóðum og þeir ganga í gildi, eða má geyma þá? Svar. Seðlar sem ganga í gildi fyrir þann fimtánda, falla úr ) gildi um mánaðarlok. Seðlar sem ganga^ í gildi eftir þann fimtánda falla ekki úr gildi fyr en síðasta dag eftir fylgjandi mánaðar. Spurt. Er sykur pundið, sem fæst fyrir “rhubarb” tekið með, í tíu punda skamtinum, sem fæst til niðursuðu, eða er það aukaskamtur? Svar. Það er auka skamtur. Spurt. Við eigum lítinn sumar bústað nálægt bænum, sem við ætlum ekki að nota í sumar. Ættum við að bjóða húsið til leigu? Svar. Já, umfram alt! Það er mikil eftirspurn eftir bráða- birgða 'húsnæði, og margir yrðu fegnir slíkum bústað yfir sumar- mánuðina. Spurningum á íslenzku svarað á íslenzku af Mrs. Albert Wathne, 700 Banning St. Wpg. Árni: Konan mín er altaf að biðja mig um peninga. Friðrik: Hvað gerir hún við alla þá peninga? Árni: Ekkert. Eg læt hana ekki fá -neina. * * * — Hvernig fóru þeir að kom- ast að því, að þetta var njósn- ari, dulbúinn sem kvenmaður? — Hann gekk framhjá kven- hattabúð án þess að líta í glugg- ann. * * * — Konan mín er aldrei á sama máli og eg. —t Já, mér hefir altaf litist gáfulega á konuna þína. * * * Stúdentinn (að reyna að þræða nál): — Sefurðu, ein- eygða svínið þitt litla?

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.