Lögberg - 27.05.1943, Blaðsíða 5

Lögberg - 27.05.1943, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 27. MAÍ 1943. 5 Mikilmenninu er leikur einn að myndbreyta miklum örðug- leikum í smámuni, og lítil vand- kvæði greiðast að fuliu fyrir nærveru hans, án þess hann gefi þeim frekari gaum. Kínversk sögn telur pólitískt lögmál mæla svo fyrir að kon- ungaættir hafi runnið skeið sitt til enda, ekki einungis siðferðis- lega, heldur einnig iagalega, þegar starfhæfni þeirra brevtist; með öðrum orðum: Þegar sögu- leg stofnun hefir tapað tilveru- gildi sínu og nytsemi, er hún talin dauð og úr sögunni. Hin þýðingarmikla persóna og vald keisarans, innibatt há- mark sögulegra erfðakenninga um tign, vald og óskeikulleik. Rödd guðs var á tungu hans, þó aðeins fyrir kraft þeirrar dygðar, að hann sjálfur væri hin sanna rödd lýðsins. Þannig hóf þjóðin hann á það stig guð- dómsins sem býi: í hjarta manns ins sjálfs. Hugmyndir Kínverja á stjórn- anda landsins voru endurútgáfa og eftirmynd af heilbrygðu heimilislífi. Stjórnandinn varð að vera siðferðislega þjóðhollur, eftir fyrirmælum æðri kraft- ar; hann varð að vera sönn fyrirmynd þegna sinna, á sama hátt og góður faðir sinna eigin barna. Hann var hinn siðferðis- legi, andlegi og félagslegi leið- togi og ráðanautur borgaranna, sem þeri væntu frá innblásturs og handleiðslu. Hegðun hans var fyrirmynd fjöldans. í samræmd fjölskyidunnar finna Kínverjar hina sönnu skýr ingu og fyrirmynd þjóðfélags- ins í heild, af því að í heimilis- bragnum koma nneigðir og til- finningar þjóðarinnar í ljós. Kærleikurinn var þar máttug- asta eðlishvötin. Kínverjar líta á aðstoðarmenn einveldisherrans sem siðferðis- lega fulltrúa, fremur en um- boðsmenn og verði laganna Talið var meiru máli skifta að þeir væru betur heima í sið- ferðislegum dygðum en flókn- um og krókóttum lagabókum. Mannúðleg sanngirni og rök, fremur en kaldrifjaðar ritaðar lagasetningar áttu að skapa sam bandið milli þeirra sem stjórn- uðu og hinna sem stjórnað var. Skynsamleg meginregla var máttugri en lagaboð. í þessum anda og skilningi var kínverski dómarinn faðir og móðir lýðsins; krafist var að speki hans og djúpsæi yfirskyggði þegnana í fullu samræmi við vald hans og réttarfærslu. Málaferli meðal manna voru sjaldgæf og þá aðeins sem hið síðasta úrræði, allar deilur voru taldar að bera vott um dygða- skort; áfrýjun til æðri dóms var viðurkenning fákunnáttu í siðfræði. Köllun fyrir dómstól var ógurlegt áfall fyrir félags- lega afstöðu einstaklingsins. Stjórnin beitti því áhrifum sín- um gegn málaferlum meðal manna eftir föngum, en refsing var venjulega mjög ströng. Ef réttvísinni misheppnaðist sáttaumleitanir, þar á meðal og fyrst og fremst skýrskotun til hins mannúðlega og siðferðis- lega lögmáls, var málið lagt í gjörðardóm sem síðasta úrræði «1 samkomulags eða sakfelling- ar. Hlutverk dómarans fyrir ríkisins hönd var mikilvægt í eðli sínu. Foringi hvers þorps, var kosinn af bæjarbúum í heild, sem sáttasemjari og bar hann ábyrgð á hegðun og ,fram- ferði þorpsbúa. Umboð hans og starf var ekki hlutast til um af hálfu dómarans, meðan fuli sið- semi ríkti í. umdæminu Báðir aðiljar kusu að vera látnir af- shiftalausir í sínu starfi. en það var því aðeins mögulegt ^ið hinni umsvifalitlu landstjórn Vseri kunnugt um og skildi til hiýtar, þýðingu og gildi þessara oembættislegu stjórna er fólk- lð sjálft valdi sér. Kínverjar töldu samhljóðun sjálfra náttúrulaganna og eðlis- fars mannanna í heild, nauð- synlegan hornstein undir sam- ræmdri og heilbrygðri ríkis- stjórn. Þegar sjálfur keisarinn stóð aleinn í grárri morgunskímunni á upprisu stund dagsins, undir alstirndri hvelfingu himinsins, við altari guðanna, sem full- trúi og meðalgangari himna- ríkis, jarðarinnar og mannanna, ríkti öryggi og friður. í þeirri einingu aðeins, gat trygging ríkisins hvílt óhult á yfirstand- andi og komandi tí'ma. Fyrirkomulag og form verð- ur að nota með gætni og var- úð, svo það misbjóði ekki eða aflagi hið innsta eðli mannsins, sem Konfúsíus fullyrðir að sé gott. Andi kínverskrar forn-menn- ingar lagði áherzlu á sanngirni jafnt í al'heimsskipulagi sem í innbyrðis byggingu þjóðfélags- ins. Hún gjörði ráð fyrir að árekstrar milli yfirmanna og undirgefinna, ríkra og fátækra leitaði framrásar á friðsamlegan og mannúðlegan hátt. Kínverjinn lifði í samræmi við hið reglubundna hljóðfall for laganna; hann leit ekki á sjálf- an sig sem einangraðann ein- stakling, heldur persónu, um- kringda og innilega nátengdá mannkyninu umhverfis. Elska til náungans var ekk- ert nauðungarefni, heldur sjálf- sagður hlutur, fyrir byggingu hins innri manns. Borgaralegur félagsskapur bar ábyrgð á sköp- un þessara áhrifa er þannig vernduðu og höfðu í heiðri gildandi lög og reglur. Þeir sáu í þessum hlutum, eðlilega og sjálfsagða undirstöðu undir alla menningu þjóðarinnar. Virðing og elska til föðursins og vingjarnleg hlýðni við eldri bróð ur, var byrjunarstigið að drott- inhollustu við keisarann og hlýðni við hina sjálfsögðu yfir- boðara. Virðingin skapaði elsku og elskan skapaði virðingu og skyldurækt, slíkt tengdi þjóðar- fjölskylduna traustari einingar- böndum Eins og himinhvelfingin er þanin yfir jörðina henn’ til varnar, svo mun samstilling og eining halda qfram að vera æðsti veruleiki og útvörður menning- arinnar. Með því að leysa vel af hönd- um einföldustu skyiduverk, verður einstaklingurinn hæfur í virðingarstöðu, fyrir einlægni í áformum og hreinleika hjart- ans. Endir. Fréttabréf frá Islandi Bréf þetta er frá Páli skáldi Guðmundssyni á Hjálmstöðum til aldavinar hans hér í borg, Víglundar Vigfússonar, er sýndi Lögbergi þá góðvild að leyfa því að birta það. Ritstj. Hjálmstöðum 14. marz 1943. Gamli góði vinur! Víglundur Vigfússon frá Úthlíð. Það mun hafa verið í sujnar, að mig minnir í ágúst, sem eg fékk langt og fróðlegt bréf frá þér, sem eg þakka. Einhverntíma lofaði eg þér að senda þér eitt bréf á ári, þau ár er við kynnum að tóra báðir, tek eg mér því penna í hönd að hripa þér, fáeinar línur, sem munu verða bæði fáorðar og fáfróðar. Eg býst við að þú hafir ein- hverja nasasjón af íslenzkum blöðum, mun eg því sneiða hjá almennum stórtíðindum og stór- pólitík í línum þessum. Byrja eg þá á að segja þér frá eigin högum og liðan. Á síðastliðnu vori seldi eg tveimur sonum mínum, Pálma og Andrési, eignar og ábúðar- jörð mína, Hjaltastaði. þessir drengir eru sitt af hvoru hjóna- bandi mínu, báðir hinir nýtustu efnismenn, sjálfur bý eg á jörð- inni þetta ár og sennilega hið næsta. Pálmi gifti sig í vor, kona hans er Ragnhildur Sveinbjörns- dóttir frá Snorrastöðum, efnis- kona, þau eiga dóttur á fyrsta ári. Pálmi bygði hér myndar- legt steinhús í haust, sem er nú ekki fullgert, en hálf jörðin og húsið eins og það er komið er skuldlaus eign hans. Þrír af drengjum mínum stunda nú sjómensku á togurum, þeir Pálmi, Andrés og Sigurður, tíð hefir verið ákaflega slæm síðau miðjan vetur, umhleyp- íngar með ofsaveðrum, og sjó- slys meiri og ægilegri en við höfum átt að venjast. Þeir bræð- urnir eru í öðrum fiskitúr á vertíðinni, í fyrri túrnum öfl- uðu þeir hátt á 3. þúsund kr. hver í tæpan mánuð. í haust urðum við fyrir þeirri þungbæru sorg, að einn af bræðr unum hvarf í hafsins djúp, var það Erlendur 32 ára, hinn prýði- legasti drengur, var hans sárt saknað, ekki einungis af okkur vandafólki hans, heldur öllum sem honum höfðu kynst. Hann átti hér heima alla æfi, og allt- af heima þegar hann var ekki á sjónum, sem sístarfandi augn- aðarmaður. Eigur átti hann all- miklar, og háar stríðstryggingar greiddar, en hvað eru peningar móti lífi ungra óg vaskra drengja. Erlendur sálugi fórst með togaranum “Jóni Ólafssyni” 25. —30. okt. s. 1. Tíðin í vetur var góð, eyður og snjóleysi en úrfelli nokkuð fram að miðjum vetri, síðan slæm tíð eins og áður er sagt. Líðan fólks yfirleitt er góð, efnahagur bænda hefir stór- batnað í þessu stríðs ástandi, velflestir alskuldlausir og eiga það sem þeir hafa með höndum, um sjálfan mig er það að segja, að mig hefir aldrei á lífsleið- inni órað fyrir að eignast þau efni sem eg hef nú að fara með. Hinn 12. febrúar s. 1. átti eg 70 ára afmæli, við það tækiíæri var mér sýndur meiri sómi og veivild, en eg gat búist við. Samsveitungar mínir, Laug- dælir, heimsóttu mig þennan dag og færðu mér að gjöf mjög vandað útvarpsviðtæki, sem kostaði um 1000 kr. auk fleiri gjafa; auk þess heimsóttu mig börn mín, sem búsett eru í Reykjavík og færðu mér gjafir. Þetta hóf stóð með glaum og gleði fram á morgun daginn eftir, um 90 heillaskeyti fékk eg víðsvegar að og voru þau bæði í bundnu og óbundnu máli. Reykjavíkur-blöðin fjögur minntust mín þennan dag sömu- leiðis útvarpið, og margir sendu mér dýrar og vandaðar bækur. Alt þetta veitti mér stóra ánægju og viðurkenningu og gerir mér daginn óglevmanleg ann. Af almennum tíðindum innan þeirra vébanda er þú gætir kann ast við, hef eg fátt eitt. Tvær dánar konur frá Rv. hafa verið fluttar Austur í Dalinn. til hinnar hinztu hvíldar, þær, Guðrún Jónsdóttir frá Mið- dalskoti ekkja Árna er þar bjó í 52 ár og lést vorið 1939 og Þorbjörg Eyvindsdúttir ekkja Ingvars Sigurðssonar frá Útey, hann andaðist 1940. Þorbjörg var 86 ára en Guð- rún 80 ára báðar höfðu þær eignast fjölda barna og báðar voru þær fullar góðvildar og gestrisni, og fylgja þeim góðir hugir samferðafólksins yfir í blámóðu eilífðarinnar. Úr heimkynnum þínum Tung- unum get eg fátt sagt þér, enda eru nú orðið minni samgöngur á milli þessara bygðarlaga en var á okkar ungdómsárum, nú fer enginn maður árum saman ríðandi til Reykjavíkur, enginn aðflutningur á hestum er lengur til. Alt með bílum heim á hlað- ið og valla “spönn úr rassi1’, nema á bíl, en sá þáttur, ferða lögin, eins og þau voru, í æsku okkar, held eg að enginn sjái eftir, en þó þrátt fyrir alla þá fylgdu, á maður þaðan margar bjartar og glaðar endurminn- ingar. Á þessu ári, það er að segja, fardagaári, hafa tveir menn fyr- irfarið sér í Tungunum Annar þeirra Guðmundur Hallsson Guð mundssonar frá Stóra-Fljóti, hann bjó 1 Auðsholti og átti uppkomin börn, drekkti sér í tjörn skamt frá bæ sínum í vor, hafði verið veiklaður í fyrra vestur og um tíma á Kleppi. Hinn maðurinn var Guðmund- ur Helgason, Jónssonar frá Arn- arholti, hann barst ungur, eftir lát föður síns að Böðmóðsstöð- um og ólst þar upp, fór um tvítugsaldur í Tungurnar aftur var lengi vinnumaður í Múla, svo víðsvegar um Tungurnar,, einhleypur alla tíð. Nú síðast var hann á Galtalæk; þaðan gekk hann í fljótið og hefir ekki fundist, Guðmundur var tæp- lega sjötugur, vandaður maður og trúr. Nýlega er látin í Reykjavík Ólafía Kristjánsdóttir, frá Auðs- holti. Þá sneiðist um örkina og verður bréfið því ekki lengra. Guð blessi þig og styrki í ellinni. i Þinn einlægur, Páll Guðmundsson. P. S. 22. marz. Síðan eg endaði bréfið hefir brugðið til hláku og góðveðurs, eru nú komnir góðir hagar. Drengirnir mínir nýkomnir í land með mikinn afla. Nýdáinn í Reykjavík, Hösk- uldur Guðmundsson, var hann hér viðloðandi í dalnum fyrir aldamótin. Einnig er nýlátinn Páll Lýðsson hreppstjóri í Hlíð frændi þinn. P. G. Til kirkjuþings erindreka Eftirfylgjandi bréf frá Ame- ríska Consúlnum í Winnipeg sýnir hverjar reglur eru gild- andi nú, viðvíkjandi ferð ykkar til Mountain N.-Dak. Reglur þessar ná ekki til Bandaríkjaþegna, sem ef til vill eiga heima í Canada en hafa aldrei tekið út borgarabréf. En hafi þeir gerst Canada-borgarar gildir reglan fyrir þá sem aðra Canada menn. Leyfi það sem Consúlatið gef- ur þér, kemur ekkert við pen- ingareglugerðum Canada stjórn- arinnar. Þurfir þú á peningum að halda sunnan við línuna verð ur þú að eíga um það við Banka stjórann sem næstur þér er, eða þá vini þína sunnan lín- unnar. Ef þú hefir þegar í höndum gildandi passport eða vegabréf til Bandaríkjanna þarft þú ekki að fá neitt nýtt leyfi til þess- arar sérstöku suðurferðar. Information of Temporary Visitors to the United Slates. To obtain: \ New Type Boarder Crossing Card. This card takes care of visits of less than 29 days. Is issued ónly at the Consulate in Win-| nipeg or Other cities to Cana- dians who have no Canadian passport from Ottawa. 1. Three photographs recently taken, full face, without hat, on thin unglazed paper .one and a half inch square, must be sub- mitted when applying for any permit to enter, So-called “automaton” photos on glazed paper are not accept- able. 2. Letters of recommendation in duplicate, from responsible persons such as employer, bank- er, minister or Government official stating: That the appli cant is of good character, that he permanently resides in Cana- da that he wishes to enter period only (the length of the visit should be given), the length of time he has known the appli- cant; if employed, the length of permanency of his employ- ment; if not employed, how the applicant is supported; and the applicant’s date and place cí birth. 3. A naturalized Canadian should bring Canadian Natur- alization Certificate. 4. Personal appearance at the consular office. Applications can not be made by mail. The head of family may include his wife and childrén up to 16 years of age in his application, in which case a group photo is required and the wife and children need not appear in person. In addition to the foregoing, applicants may present, if available birth certificates, bap- tismal certificate, landing cards, expired passport etc. as proof of their Canadian Citizenship. The foregoing requirements concrns entry into the United States only and do not exempt residents of Canada from comply ing with Canadian regulations regarding Leaving Canada such as the regulations of the Cana- dian Foreign Exchange Control Board, The Canadian Selective Service and the Canadian Nat- ional War Services. Whether or not you are tak- ing money from Canada, you must present to the Canadian officiale' at the border a Travel Permit a Form H issued by your bank as agent for the Foreign Exhange Control Board For information ask your Bank. For American Gasoline ration- ing information, apply to the nearest War Price and Rationing Board, in the United States such as at Hallock, Minnesota; Caval- ier, or Langdon, Rolla, Bottineau and other towns with county seats west along the border, and you will receive reasonable amount of gasoline for your necessary journey. American consular offices do not handle gasoline ration applications. Viðvikjandi meðmælabréfinu í annari grein, nægir fulltrúum að senda mér nöfn sín ef eg hef tíma til að koma beim til consulatsins áður en þeir sjálfir sækja um leyfið. Einnig vildi eg minna þá á sem kosnir eru að geyma það ekki að fá consúls- leyfið þar til síðustu dagana. Skrifstofan er að jafnaði full og nokkur bið óhjákvæmileg. Notið ykkur því ef þið eigið ferð til Winnipeg. Skrifstofan er opin alla daga frá 9 til hálf sex. Skrifstofa Winnipeg Consulats ins er: Tribune Building, Win- nepeg 4th Floor. Leyfið endist í eitt ár, en að- eins 29 daga í hvert sinn, eða hver ferð. E. H. Fáfnis. Skrifari kirkjufélagsnis. Dánarfregn Mrs. El-ín Sveinsdóttir Evans, andaðist að heimili Mr. og Mrs. John Evans, í Selkirk, Man., þann 12. maí árdegis. Hún víb fædd þann 26. okt. 1875 í Reynistaðasókn í Skaga- fjarðarsýslu. Nítján ára að aldri fór hún vestur um haf, árið 1894, og settist að í Winnipeg. Þann 5. marz 1902 giftist hún Alfred John Evans, fór gifting þeirra fram í Souris, Man., þau áttu heima þar, en síðar í Portage la Prairie, og síðast um fjölda mörg ár í Selkirk, Man., Mann sinn misti hún þann 20. okt. 1941. Börn þeirra hjóna eru: Lillie, gift Kapt H. I. Sigurð- son, Selkirk. Alfred Roy, giftur, St. Vital, Man. Edith, Mrs. Done, Selkirk. Albert, giftur, nú í herþjón- ustu utan Canada. Ella, Mrs. Conrad, Old Eng- land. John, kvæntur, Selkirk, Man. Auk barna hennar eru 25 barnabörn á lífi. Systir hennar er Mrs. Suan Oliver, Winnipeg, Man. Mrs. Margrét Nordal, látin 13. des. 1933, var og systir hinnar látnu. Elín heitin átti oft við erfið lífskjör að búa sökum veikinda manns hennar. Skyldustörf sín irinti hún af hendi af fúsum og glöðum hug og lét til þess í té ítrustu krafta sína. Vann hún mikinn sigur í örðugri lífsbar- áttu, — og lauk stóru dags- verki af hehdi. Útför hennar fór fram frá Lútersku kirkjunni í Selkirk, þ. 14. maí, að viðstöddu allmörgu fólki. Sóknarpresturinn jarð- söng. S. Ólafsson. erfiðleika, sem ferðalögunum United States for temporary SPRING and SUMMER CLASSES THE DEMAND FOR OFFICE HELP FOR MILITARY AND INDUSTRIAL OFFICES IS SO PRESSING THAT WE HAVE INTRODUCED SPECIAL SPRING AND SUMMER WAR EMERGENCY COURSES You may study individual subjects or groups of subjects from the following; Shorthand, Typewriting, Bookkeeping, Comptometer, Correspondence, Spelling, Arithmetic, Penmanship, Dictaphone, Elliott Fisher or Telephone Switohboard. IT IS PLEASANT STUDYING IN OUR AIR-COOLED, AIR-CONDITIONED CLASSROOMS The “SUCCESS” is the only air-conditioned, air- cooled private Commercial College in Winnipeg. Educational Admittance Standard To our day classes we admit only students of Grade XI, Grade XII, and University standing, a policv to which we strictly adhere. For evening classes we have no educational admittance standard- You may enroll at any time in Day or Evening Classes, which will continue throughout the summer without interruption. ------------ TELEPHONE 25 843 CALL OR WRITE FOR OUR FREE 40-PAGE PROSPECTUS. S U C C E S S BUSINESS COLLEGE Poríage Ave. aí Edmoníon Sí. WINNIPEG.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.