Lögberg


Lögberg - 27.05.1943, Qupperneq 6

Lögberg - 27.05.1943, Qupperneq 6
LÖGbERG. FIMTUDAGINN 27. MAÍ 1943. 6 Hin harðsnúna lögreglusveit Eftir Edgar Wallace. “Við meðgöngum það, yðar háæruverðug- heit,” svaraði Durther strax. “Gott, þér eruð sektaðar um tuttugu pund og tíu guineas í málskostnað, og þér eruð sviftar ökuleyfi í tólf mánuði. Við að heyra þetta, var þungu fargi létt af Mark, honum hafði aldrei getað komið til hug- ar, að þetta mundi enda svona vel. Anna stóð sem steinilostin, og studdi sig við grindurnar, sem voru í kringum vitnastúkuna. “Má eg fara og fá yfirhöfnina mína?” spurði hún í lágum róm. Gæslukonan færði henni yfirhöfnina; hún rétti Mark hendina, þegar hún gekk fram hjá út í ganginn, sem lá að klefanum. “ Því í h gerif hún þetta? Hún hlýtur að hata hann,” sagði Mark, eins og við sjáltan sig; en lögmaðurinn var ekki í skapi til að ræða um það. “Komið þér og borgið sektina,” sagði hann. Þetta var síðasta málið á dagskránni, og var komið að matmálstíma, svo réttinum var slitið. Allir fóru sem fljótast út úr réttarsalnum. Dómarinn var þó eftir, að líta yfir einhver skjöl. Hann sá Bradleý og benti horium að koma til sín. “Þetta var óvenjuleg æsing, Mr. Bradley.” “Já, herra.” svaraði Bradley dræmt. Hann var eins og utan við sig og hálf sneyptur. “Þetta er í fyrsta sinn, sem eg hef heyrt fanga ásaka leynilögreglumann fyrir að vera ástfanginn í sér.” Dómaranum var talsverð skemtun að því. “Eg vona að hún hafi verið að Ijúga.” Bradley sagði þetta í fljótfærni áður en hann gætti að hvað hann sagði. “Mjög álitleg stúlka,” sagði dómarinn, góð- látlega. “Auðvitað var það mjög heimskuleg ásökun gegn yður — en eitthvað skáldleg — óvenjuleg!” XIII. kafli. Bradley var nú einsamall eftir í réttar saln- um, hann var að reyna að átta sig á því sem skeð hafði. Allt í einu opnaðist hurðin og Anna kom inn. Hún stansaði er hún sá hann, og svipaðist eftir annari leið út, en hún varð að fara framhjá honum til að komast að dyrunum. “Er þetta leiðin út?” spurði hún, án þess að líta á hann. “Ein leiðin,” hann hreyfði sig ekki; hann stóð við dyrnar sem hún þurfti að fara út um, og sneri bakinu að hurðinni. “Viljið þér gera svo vel og lofa mér að fara út?” spurði hún. Hún mætti sem snögg- vast hinu ásakandi augnaráði hans. “Eg hefði aldrei getað látið mér til hugar koma, að þér væruð svo ótrúlega særandi,” sagði hann rólega. “Get eg fengið að fara út.” “Auðvitað ” Hann opnaði hurðina fyrir hana. “Eg vona að þér vitið hvert þér eigið að fara?” meira þurfti ekki til að vekia aftuf upp ofsann í henni. “Á breiða veginn sem þér reynduð að frelsa mig frá — eins og þér reynduð að frelsa Ronnie.” Hann kinkaði kolli. “Síðasta orð sem Ronnie sagði við mig var: “Guði sé lof, systir mín þekkir ekki Mark Mc Gill.” Hún kipraði saman varirnar við að heyra þetta. “Er þetta nýr tilbúningur — eins og um tómu vasana í bílnum? Þér ættuð að vera skáldsagnahöfundur. Það var auðvitað tilbúin saga. Var ekki svo?” “Eg fleygði burt þessum fimm pökkum sem voru þar.” “Heldur laglegur náungi,” hreytti hún út úr sér. “Og nú vona eg að þér missið stöðu yðar.” Hann bara brosti. “Eg býst ekki við því. en ef þeir vissu að það sem eg fann í bílnum var cocaine —” “Það er lýgi — það var ekki cocaine,” sagði hún í ofsareiði. “Það er djöfulleg lýgi!” “Djöfulleg verzlun,” sagði Bradley alvarlega. “Það var maður í réttarsalnum í morgun, sakaður um morð — einn af fórnardýrum Marks, eiturlyfja neytandi. Það getur vel verið að þér hafið fært honum það.” Nú misti hún alla stjórn á sér. “Þér eruð lygari — andskotans lygari. Eg hefi aldrei farið með slíkt eiturlyf á æfi minni. Eg er að vinna það sama sem Ronnie gerði fyrir Mark.” Hann hneigði sig. “Það var einmitt það, sem Ronnie gerði — keyrði út með eiturlyf, sem Eli Josef og M!c Gill smygluðu inn í landið.” “Jafnvel þeir dauðu eru ekki óhultir fyrir lygasögum yðar,” hún lækkaði róminn. “Ekki einu sinni þeir sem þér hafið myrt.” “Hversu elskulegur bjáni að þér getið verið,” sagði hann áhyggjufullur “Þér reynduð að gera mig tortryggilegan fyrir réttinum í dag — blöðin verða full af þessum kærum yðar — leynilögreglumaður í ástum við anga — það er eitthvað skáldlegt við þetta hjá yður.” “Eg sagði ekki að þér væruð ástfanginn. — Eg sagði að þér væruð flagari! Það er það sem menn eins og þér kallið ást.” Hann kinkaði kolli, og gletnisglampa brá fyrir í augum hans. “Það er satt, þér getið kallað það ást.” Hún hló kuldahlátur. “Ást! Eg vona að þér elskið mig, eg vona að eg hverfi aldrei úr huga yðar, dag eða nótt! Eg vona að eg sé píslarfæri á yður, og kremji hjarta yðar óaflátanlega-” Hún fagnaði yfir þessari grimmu hugsun sinni. “Eg hata yður, og eg hata atvinnu yðar. Þér lifið á bágindum og sorgum manna og kvenna!” Hún sá Bradley brosa að þessum ofsa, og varð hamslaus af bræði. “Þér getið brosað að því, það er víst mesta yndi yðar.” Hann hló mildum hlátri. “Farið þér út úr réttarsalnum, það eru lög- reglumenn hér til að ryðja yður braut., og gæta yðar, svo ekkert komi fyrir yður, þeir vilja og gæta þess að handtösku yðar verði ekki stolið af yður. Ef það væri ekki fyrir mína atvinnu, sem þér kallið, þá eru menn í þessu nágrenni, sem ekki horfðu í að drepa yður, fyrir tíu punda bankaseðil, eða höggva fingurna af höndum yðar til að ná hringunum sem þér berið Þér getið sofið óhult í rúmi yðar af því að lögreglumenn gæta strætisins, og svifhraðalögreglan á næstu grösum, til að elta og ná þeim sem eru á veiðum til að ná gullstássi yðar. Mín iðn, er góð iðn —"það er iðn. laganna.” v‘Mjög átakanlegt.” Hann svaraði ekki hnífilyrðinu. “Það er um yðar iðn að segja. Þér ef til vill haldið áfram á sama hátt og þér hafið gert. Það er iðn sem kemur mönnum og konum í saurinn, inn í réttarsalinn — í gálgann og því svívirðileg iðn, hvort heldur að þér vitið það eða ekki. Eg elska yður eins mikið og nokkur maður getur elskað konu, en eg hef gefið yður, yðar síðasta tækifæri.” < Á þessu augnabliki kom Mark inn, og var vitni að því sem á eftir fór. “Ronnie fór sína eigin leið og dó,” hélt Bradley áfram. “Þér eruð á vondum vegi, sem leiðir sömu, eða verri ógæfu yfir yður!” Hann vildi ekki hafa sagt þetta, en það var komið yfir varir hans áður en hann vissi af. Á sama augnabliki fann hann, svíðandi sársauka undan lófa hennar á annari kinninni. Hún horfði á hann, skelkuð yfir því sem hún hafði gert “Mér þykir leiðinlegt — eg hefði ekki átt að segja það,” sagði Bradley. En Mark mis- skildi þetta atvik algerlega. Hann kom vað- andi að Bradley, og sagði. “Það var þér a mátulegt — hvað meinið þér með þessu Bradley?” Bradley horfði á hann með hálflokuðum augunum. “Þér sáuð hana slá mig,” sagði hann hægt og rólega, en eg ætla að rétta þeim næsta löðrunginn.” Við fyrsta högg lá Mark Mc Gill endilangur á gólfinu. Hann • brölti á fætur, með blátt andlitið. “Sem eg er lifandi, skal eg koma þér úr skyrtunni fyrir þetta, Bradley!” hvæsti hann út úr sér. Fyrst hélt hann að Bradley fmundi berja sig aftur, en hann hreifði sig ekki. “Þetta er ekkert hjá því, þér fáið síðar; eg skal ná yður, Mark Mc Gill, áður þér náið henni!” “Svo þér ætlið að ná mér!” hreytti Mc Gill út úr sér. “Haldið þér að þér getið hrætt mig? Eg er ekki hræddur við yður, eða Scottland Yard, né hinn gleggsta dómara, sem nokkurn- tíma hefir í dómarasæti setið!” 1 þessu kom Steen út úr fangavarða klef- anum, ömurleg mannsmynd, klæddur svörtum búningi. Bradley sá hann og benti honum að koma. “Hér er maður, sem þér hafið ekki minst á Þessi maður, hann kom hér í dag til að fá lögregluvernd, vegna þess að hann hefir óvin- sælt verk að vinna. Steen!” Andlit Marks hvítnaði upp, af ótta og -skelf- ingu sem greip hann. “Steen!” — “Steen — böðullinn!” sagði Bradley. Mætið þér honum! Þér megið vera vissir um að mæta honum síðar!” XIV. kafli. Þau óku heim hljóðlega, Mark og Miss Perry- mon, og komu til Covendish Squere. Anna hafði ekki sagt eitt einasta orð alla leiðina, þó Mark hefði stundum yrt á hana. Hann var rógu vitur til þess að gera ekki frekari til- raunir til að tala, þegar hann fann að henni var óljúft að tala um það, sem skeð hafði um morguninn. “Viljið þér ekki koma inn og fá yður hress- ingu? Þér hljótið að vera svöng,” sagði Mark. Hann bjóst við að hún vildi ekki þiggja það. Anna hafði látið í ljósi að hana langaði að komast sem fyrst til herbergja sinna. En til siórrar undrunar fyrir Mark, þáði hún boð hans. Hún var dauf; allur sá eldur sem brann í skapi hennar fyrir réttinum, sjálfstjórn, sem hann hafði dáðst svo mikið að, þó hann ótt- r ðist það, var nú eins og það hefði tilheyrt ai.nari manneskju Hún var fölleit og þreytt. Það voru skuggar undir augunum, sem hann myntist ekki að hafa séð áður. Hann ætlaði að fara að hringja borðklukkunni, þegar hún sagði. “Biðjið þér ekki um mat handa mér, bara bolla af te, það er nóg. Svo fer eg strax heim.” “Vesalings stúlka — svínið Bradley!” Hún ypti öxlum og stundi við. “Svínið Bradley,” endurtók hún áherylu laust. “Jæja, þér hafið til allrar hamingju gert honum óbærilegan skaða,” sagði Mark, mjög ánægjulega. “Hann verður að athlægi í allri Lundúnaborg. Það var slæmt að það var eng- inn fréttaritari í réttinum til að heyra hvað þér sögðuð.” “1 hamingjunnarbaenum minnist ekki á rétt- arhaldið,” sagði hún í lágum og óstyrkum rómi. “Eg er ekki mikið upp með mér-af því.” “En þér ættuð að vera það,” sagði hann brosandi. “Ef nokkur á rétt til að vera — Hann Verðskuldaði ekkert Hann var bara að gera skyldu sína. Það gerir mig veika að hugsa til þess.” “Eftirsjá — yðrun, góða mín,” sagði Mark góðlátlega. “Bradley fékk það sem har.n verð- skuldaði, eða að minsta kosti svolítið af því.” Hún leit á hann hugsandi. Hún hnipraði sig upp í hornið á bekknum, eins óg hún helst vddi sem minst láta á sér bera. “Var það böðullinn?” spurði hún, “þessi hræðilega útlítandi maður?” Hann brá lit við þessa spurningu. “Ja—á það var Steen. Heldur álitlegúr náungi, er hann ekki? Eg hef auðvitað aldrei séð hann. Maður hefir ekkert við, slíka hræfugla saman að sælda. Viðbjóðslegur ruddi!” “Hann var fremur vingjarnlegur við mig,” sagði hún, “það var eitthvað leiðinlegt við hann, en á sama tíma eitthvað göfugt.” Hann glenti upp augun “Göfugt við böðulinn? Hvað eruð þér að tala um góða mín!” Hún stundi við og leit niður fyrir sig. “Ekkert sérstakt — eg vildi óska að eg hefði ekki gert það! Ó, eg vildi að eg hefði ekki —”. “Þér hafið sýnt að þér eruð hetja! Sáuð þér ekki kvöldblöðin? Þau hafa öll fréttina á fremstu síðu með stórri fyrirsögn. Fágætt til- felli fyrir réttinum? — Eg hlakka til að sjá þetta. Eg skal senda kvöldblaðið til yðar þegar það kemur.” Hún stóð snögglega á fætur. “Þér gerið það ekki. Eg vil ekki sjá það! Eg vil ekki vera mint á það sem skeði. Hann var að reyna að hjálpa mér.” Hún horfði strangt og alvarlega á Mark. “Því var það að hann upp á stóð að það væri cocaine, sem eg var að fara með, en ekki saccharine?” “Af því að hann er lygari,” svaraði Mark undir eins. “Af því hann vill reyna að láta það líta svo út, að hann sé að gera meira fyrir yður en hann er að gera Sjáið þér það ekki?” Hún svaraði engu. “Eg held að það hafi verið aðdáanlegt — af yður, að auglýsa hann sem flagara. Þér hafið aldrei sagt mér af því. Allt sem eg vissi áður var að þér fóruð á dans og til kvöldverðar með honum, einu sinni eða tvisvar. En mér datt ekki í hug að hann væri ástganginn í yður. Ef eg hefði — “Ef þér hefðuð?” spurði hún. Mark brosti. “Eg mundi ekki hafa látið hann vita um það, það er allt.” “Því ekki?” Spurningin gerði honum erfitt urti andar- drátt. “Því”, stamaði hann út úr sér. “Ellegar eg mundi ekki leyfa — “En hvers vegna ekki, Mark? Eruð þér allt í einu farnir að líta á yður sem föðurlegan umráðamann minn — finst yður að þér berið ábyrgð á lífi mínu og hegðun?” Mark Mc Gill yissi að hann var staddur á hættulegum vegamótum. “Eg held við séum komin út frá efninu,” ságði hann. Hún kinkaði kolli. / “Eg veit ekki hvað fólkið gerir, en eg veit að yfirvöldin, taka lítið sem ekkert tillit til þess, sem eg sagði. Það kemur varla nokkurt mál fyrir réttinn, svo að fangarnir hafi ekki einhverja ásökun á leynilögregluna, sem hefir tekið þá fasta, og þeir leggja ekki meir upp úr því sem eg sagði, — vona eg.” “Þér vonið?” hreytti hann út úr sér. Hún kinkaði tvisvar kolli, til samþykkis. “Jj. eg vona —. Eg hagaði mér heimskulega — vildi óska að eg hefði ekki gert það.” Mark hnussaði. “Engillinn minn. Þér eru& þó vona eg ekki ástfanginn í honum?” Þjónninn kom með tebollana, svo henni þótti ekki nauðsynlegt að svara Hún drakk úr bollanum rétti hann á borðið, tók hatt sinn, handtösku og yfirhöfn. “Eg fer upp í herbergi mitt,” sagði hún og gekk rakleitt að dvrunum. Hún stansaði sem snöggvast og leit niður fyrir sig. “Því uppástóð hann að það hefði verið cocaine, bæði í þessu tilfelli og eins í Ronnie?” spurði hún aftur. “Ef svo hefir verið þá höf- um við sannarlega verið að leika okkur að hættunni, er ekki svo?” Mark gerði sig eins sakleysislegan og hann gat, og sagði. “Getið þér látið yður til hugar koma, að eg gerði nokkuð svo hræðilegt?” spurði hann. “Auðvitað var það ekki cocaine! Þér hafið séð það, þér hafið bragðað á því sjálf — góður Guð! Hvað er að yður? Eruð þér að missa traust á mér?” Þessi spurning kom eins og að óvörum, en er augu þeirra mættust sá hann glögt að hún hafði þegar mist traust á honum. XV. kafli. Mr. Tiser, bauð stundum uppáhald vistmönn- um á Hvíldar-heimilinu, inn í sitt prívat her- bergi, sem var svefnherbergi hans. Það var á neðstu hæð, og gluggar og hurð sneru út að fáförnu hliðarstræti. Hurðin fyrir útidyrun- um var fóðruð með afarþykkum dúk, sér- staklega búin til, eins og Tiser var vanur að segja gestum sínum, til þess að hávaðinn frá strætinu heyrðist ekki inn, sem þó var sjáan- lega mesti óþarfi. Hitt hefði verið réttara að segja, að þessi vandaði umbúnaður væri til þess að ekki heyrðist neitt út úr herberginu, sem þar var talað. Enda var svo vel frá hurðinni gen^ið, að ekkert hljóð gat hcyrst, þó vandlega væri hlustað við sjálft skráar- gatið, enda var þess þörf því mörg mál voru þar rædd, sem qkki var holt að kæmust til eyrna lögreglunnar. Tiser þurfti oft að ræða þar ýms áríðandi mál, bæði við sjálfarf sig og fyrverandi glæpa- menn, sem voru vistmenn í húsinu. Þetta kvöld hafði hann þrjá menn í boði sínu, sem lögreglunni -voru vel kunnugir, og tveir af þeim höfðu þann heiður að vera álitnir afar hættulegir. Einum af þessum náungum hafði þá viku verið slept út úr angelsi, sem hafði verið þar fyrir rán og ofbeldisverk; en nú var hann hinn hamingjusamasti, því lögin gera skilgreiningu á ráni og'árás, eða árás og ráni. Ef maður stelur úri annars, og slær hann svo í höfuðið, þá er það þjófnaður, og dæmist sem slíkt; en ef maðurinn eer fyrst sleginn í höf- uðið óg svo tekið úrið hans, þá er það glæpur, sem hegna má með að binda sakborninginn við þrístrendan járnstólpa, og vera hýddur með svipu sem hefir níu ólar, með ofurlitlum silkihnút á endanum. Harry Cosh, lítill bjálfi, með lítið andlit, var einn af þessum þremur gestum hjá Tiser, með honum var Lew Patho, — hvar hann hafði fengið viður nefnið vissi enginn; og ásamt hinum þriðja, sem ekki var síður hættu- legur, sat Tiser við spilaborðið, og drakk áfengi. Það svipaði eitthvað til nefndarfunda, með Mr. Tiser eins og forseta. “Eg kenni í brjósti um ykkur, þið eruð fátækir vesalingar, sem eruð hundeltir af lögreglunni frá einum stað til annars — og aldrei gefið tækifæri — og aftast sökum vesaldóms ykkar, teknir fastir, dæmdir og settir í fangelsi, eftir upplognum sakargiftum, . þið verðskuldið að ykkur sé sýnd samhygð ” Þessir þrír menn litu hver á annan og álitu svo vera. “Eg segi ekkert á móti lögreglunni,” sagði Mr. Tiser. “Þeir eru oft virðingarverðir menn, eg hefi ekkert illt að segja um Mr. Bradley, sem eg er viss um, að er í hjarta ínu vel kristinn maður. En mér geðjast ekki að því sem hann sagði við mig í dag.” Þeir spurðu Mr. Tiser einskis, þó hann auð- vitað ætlaðist til þess. “Því hafið þér Mr. Tiser, — hann ávarpar mig æfinlega sem Mister, sem er í alla staði viðeigandi — slíka menn í húsi yðar eins og Len Patho og Harry Cosh, og þennan rauð- leita ribbalda, sem var í fangelsi í þrjá m‘án- uði fyrir að berja konuna sína?” Rauðleiti ribbaldihn varð órór í sæti sínu- “Ef hann vill segja nokkuð um mig —” rumdi hann í hásum róm. Mr. Tiser rétti upp hendina “Eg gat ekki varist þess, að það greip mig sú tilfinning að hann mundi aldrei láta ykkur í friði, fyr en hann næði ykkur öllum og hefði ykkur ' lokaða inni, það er í sannleika hræðilegt að nannlegt hjarta, tilbúið af skaparanum, svo sem aðalstöð elsku og kærleika, skuli vera svo vanbrúkað. Mér fanst það skylda mín að aðvara ykkur.” Hann hallaði sér aftur í stólinn, eins og til að gefa félögum sínum tíma til að hugsa um ’iváð hann hafði sagt. Harry Cosh urgaði eitthvað með sjálfum sér, en sagði svo. “Hann skal fá það bráðum.” Mr. Tiser hristi höfuðið, aðvarandi. “Það er- einmitt sem eg er hræddur um. Þér vitið að eg hefi lagt mig eftir að kynna mér háttu Bradleys. Eg veit hvar hann býr, hvenær hann fer heim; eg hefi stundum hugs- að um það, hvað heimskulegt það er af honum, maður sem allir nánleysingjar hata, skuli ganga einsamall heim til sín, klukkan eitt eftir miðnætti, í gegnum Bryanson, þar sem enginn er á ferð, á þeim tíma nætur. Það er mjög heimskulegt af honum. — Það má nærri því segja áð hann sé að freista for- sjónarinnar ” Enginn svaraði þessu, þeir sátu allir og störðu í gaupnir sér. (Framhald)

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.