Lögberg - 27.05.1943, Blaðsíða 1

Lögberg - 27.05.1943, Blaðsíða 1
i PHONES 86 311 Seven Lines tot^ tfss* u<£$ «fjss* Cot- For Better Dry Cleaning and Laundry PHONES 86 311 Seven Lines •*&? IVSS Co«- *•'""> Service and Satisíaction 56 ARGANGUR LÖGBERG, FIMTUDAGINN 27. MAÍ 1943. NÚMER 21 HELZTU FRÉTTIR AÐMÍRALL YAMAMOTO FELLUR í ORUSTU. Sú fregn hefir nýlega verið staðfest af japönskum hernaðar- völdum, að yfirforingi japanska sjóflotans hafi fallið í sjóorustu í apríl-mánuði síðastliðnum; hann var 59 ára að aldri, og var staddur á flugvélaflutningaskipi, er hann beið bana í sprengju- árás. Aðmíráll Yamamoto var ofláti hinn mesti; það var hann sem undirbjó hina sviksamlegu árás á Pearl Harbor, og lét að því loknu mikið yfir því, að þess myndi þá ekki langt að bíða, unz japönsk stjórnarvöld, að fengnum fullum sigri á þeirra hlið, myndu koma til Washington, og láta Bandaríkin ganga að sérhverjum þeim frið- arskilmálum, er Japönum sjálf- um sýndist. Aðmiráll Yamamoto sótti flotamálaráðstefnuna í London 1930 og 1934, og krafðist þess á þeim báðum, að japön:im yrði leyft að auka sjóflota sinn til móts við Breta. FIMMTÍU ÞÚSUND FRAKKAR TEKNIR AF LÍFI. Louis Jacquinat, fyrrum þing- maður í franska þinginu, en nú á heima í Lontton, tjáist hafa fullnaðarsannanir fyrir því, að frá þeim tíma, er Frakkar sömdu um vopnahlé við Þjóðverja, og upp til þessa dags, hafi hernáms- völdin þýzku svipt fimmtíu þús- undir frakkneskra mánna lífi vegna loginna sakargifta, og án þess að einum einasta þeirra veittist þess kostur, að bera hönd fyrir höfuð sér. Öllum þessum firnum sýnist Laval hafa tekið með þegjandi þögninni, eins og í ekkert hefði skorist. ? ? ? RÚSSAR BREYTA UM STEFNUSKRÁ. Þau tíðindi gerðust í lok fyrri viku, að yfirstjórn rússnesku ráð stjórnarríkjanna, lagði niður "Third International", eða þá stefnuskrá, sem að ráði Lenins laut að öreigabyltingu um gerv- allan heim. Fylgdi stjórnin yfir- lýsingu sinni úr hlaði með þeim ummælum, að rússneska þjóðin hefði nóg á sinni könnu heima fyrir við það að verjast yfirgangi Hitlers, án þess að blanda sér inn í áróðursstarf- semi meðal annara þjóða, sem vegna aðstöðu og þjóðlégra sér- kenna væru næsta ólíkar rúss- nesku þjóðinni, og kysu aðrar aðferðir en hún til úrlausnar viðfangsefna sinna." ? ? ? VATNAVEXTIR VALDA STÓRKOSTLEGU TJÓNI. Afskaplegur vöxtur í Missi- sippifljótinu, hefir valdið geysi- legu tjóni í fimm ríkjum, sem að því liggja; um hundrað og sextíu þúsundir fjölskyldur standa uppi ráðþrota og hús- viltar, en eignatap nemur tug- um miljóna. Stjórn Bandaríkj- anna sendi þegar herlið til flóð- svæðanna til þess að halda uppi reglu; eitthvað þó nokkuð var farið að lækka í fljótinu, er síð- ast fréttist; mikill fjöldi verk- fræðinga hafa verið önnum kafnir við það, að reyna að beina flóðinu í þá farvegu, er líklegastir þættu til þess að draga úr skemdum. ! i BÁÐAR DEILDIR ÞINGS AFGREIÐA FRUMVARP UM BILJÓN DOLLARA GJÖF TIL SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA. Efri deild sambandsþingsins í Ottawa, afgreiddi í éinu hljóði, frumvarp neðri málstofunnar um biljón dollara gjöf í vörum, er skipta skyldi í hlutföllum við þarfir, meðal sameinuðu þjóð- anna. Við umræðurnar um frum varp þetta í neðri málstofunni, urðu skoðanir talsvert skiptar; hölluðust ýmsir þingmanna á þa sveif, þar á meðal Mr. Maybank (Winnipeg South Centre), að frá hagfræðilegu sjónarmiði séð, myndi hyggilegra að veita þessa miklu upphæð að láni. Fjár- málaráðherrann, Mr. Ilsley, sat fastur við sinn keip, og stað- hæfði, að þörf hinna sameinuðu þjóða væri það brýn, og átök þeirra í þágu sigursins það risa- fengin, að í engan tilkostnað væri framar horfandi; þessi umrædda biljón ætti að vera óskilyrðisbundin gjöf, en ekki lán. WILLIAM ABERHART LÁTINN. Síðastliðinn sunnudag lézt á sjúkrahúsi í Vancouver,, Hon. William Aberhart forsætisráð- herra Albertafylkis, því nær 65 ára að aldri, fæddur 1878 í Huronsveit í Ontario; hann læt- ur eftir sig ekkju og tvær dæt- ur. Mr. Aberhart átti frumkvæði að hinni svonefndu Spcial Credit stjórnmálahreyfingu í þessu landi, og komst til valda í Alberta með því að lofast til að greiða hverju mannsbarni innan vébanda fylkisins $25 á mánuði; ekki lánaðist honum að hrinda þessu í framkvæmd, en þrátt fyrir það, var hann sjálfur og flokkur hans endur- kosinn með allmiklu afli at- kvæða, að loknu hinu fyrsta kjörtímabili. Mr. Aberhart kom til Caigary árið 1910, og stofnaði biblíuskóla og söfnuð; var hann áhugasam- ur mjög um trúmál og flutti tíðum messur á sunnudogum; hann var mælskumaður hinn mesti, og kryddaði hinar póli- tísku ræður sínar með sjald- gæfri fyndni. Ekki er emj vitað hver verður eftirmaður Mr. Aberharts í for- sætisráðherrasessi Albertafylkis, þó líklegt þyki að fylkisritarinn, Mr. Manning, verði fyrir val- inu; hann er yngsti maðurinn í ráðuneytinu, og var alla jafna mjög handgenginn Mr. Aber- hart. LOFTÁRÁSIR FÆRAST í AUKANA. Á laugardagsnóttina var, gerðu sameinuðu þjóðirnar geysimikla loftárás á borgina Dortmund á Þýzkalandj, sem mælt er að þúsund orustuflug- vélar hafi tekið þátt í; vörpuðu þær til samans 2000 smálestum af sprengjum á borgina, er or- sökuðu hina gífurlegustu tortím ingu. Bandamenn mistu 38 or- ustuvélar í þessari atrennu er þúsund flugför stóðu að. Á þriðjudaginn varð Dussel- dorf fyrir svipaðri heimsókn, og komu þar upp svo miklir eldar, að staðhæft er, að þá hafi mátt glögglega greina úr hundrað mílna fjarlægð; þá hafa og Sardinia og Sikiley sætt hinum verstu hrakförum af völdum sprengjuárása. STÓRMERKUR STJÓRN- MÁLAMAÐUR LÁTINN. Hon. W. R. Motherwell, fyrr- um búnaðarmálaráðherra í Sask atchewan, en síðar landbúnaðar- ráðherra sambandsstjórnarinnar, lézt í Regina síðastliðínn mánu- dag eftir nokkurra vikna legu 83 ára að aldri. Mr. Motherwell má réttilega nefnast faðir samvinnustefnunn- ar í þessu landi, að minsta kosti á sviði landbúnaðarins; hann var meðal þeirra, sem stofnuðu Grain Growers samtökin í Sask- atchewan, og gerðist fyrsti for- seti þess félagsskapar. Þegar Mr. King myndaði hið fyrsta ráðu- neyti sitt, kvaddi hann Mr. Motherwell til þess að takast á hendur forustu landbúnaðar- ráðuneytisins, og gegndi hann því embætti fram í ársbyrjun 1930, er hann sagði af sér. Mr. Motherwell var vitur maður og góðgjarn, og eignaðist fjölda trúrra aðdáenda á hinum langa og nytsama stjórnmálaferli sín- um. Mr. Motherwell var prýðilega máli farinn, og annálaður fyrir fyndni sína í.ræðum; hann batt æfilanga trygð við Sir Wilfrid Laurier, og fylgdi honum ein- læglega að málum í herskyldu- kosningunum svonefndu 1917. Háskólinn í Saskatchwan gerði hann að heiðursdoktor í lögum árið 1927. Mr. Motherwell var fæddur í Lanark-byggð í Pntario. 6. janúar 1860, og útskrifaðist af landbúnaðarháskólanum í Gu- elph um tvítugsaldur; hann var fyrst kosinn á sambandsþing fyrir Reginabæ, en síðar í Mel- ville kjördæmi. Mr. Motherwell lætur eftir sig ekkju og einn son. ? ? ? FLYTUR ERINDI UM ISLAND. Á föstudagskvöldið 21. þ. m., flutti Mrs. B. S. Benson, bók- haldari hjá Columbia Press Ltd., vandað erindi um Island í Moore's veitingaskálanum hér í borg, fyrir pólsku deildina í I. O. D. E., er kallar sig General Pilsudsky Chapter. Mrs. Benson sýndi fjölda mynda af íslandi erindi sínu til skýringar. Fræðslustarfsemi um ísland og íslenzku þjóðina, er þakkarverð, og skyldi jafnan metin að makl leikum. « LJÚKA PR.ÓFI í HJÚKRUNARFRÆÐI. Nokkrar íslenzkar stúlkur hafa nýlega lokið fullnaðarprófi við hin ýmsu sjúkrahús borgar- innar; ein þeirra, sem stundað hafði nám við Almenna sjúkra- húsið, Miss Ellen S. Johnson, skaraði svo fram úr við prófin, að hún hlaut öll þau þrenn verð- laun, sem í boði voru: A. Mc Tavish Campbell verðlaunin, verðlaun þau, sem kend eru við W. A. Murphy, og W. G. H. School of Nursing verðlaunin; þetta er fágæt frammistaða, sem hvarvetna hlýtur að vekja að- dáun meðal Islendinga. Þessi unga hjúkrunarkona er dóttir þeirra Mr. og Mrs. B. S. Johnson, sem eiga heima í grend við Glenboro. Af Miserieordia sjúkrahúsinu hafa útskrifast í vor þrjár ís- lenzkar hjúkrunarkonur með ágætum vitnisburði, en það eru þær Helga Johnson, Steep Rock, María Jónasson, Silver Bay, og Alma Louise Baldwin, Winni- peg- FRÁ AUSTURVÍGSTÖÐVUNUM. Svo má segja, að alt standi því nær við hið sama á víg- stöðvum Rússlands, að undan- skildum snörpum orustum um- hverfis Novorossisk, og nokkr- um minniháttar skærum á mið- vígstöðvunum. Fldgvélatap af hálfu beggja aðila hefir verið mikið, þó meira hafi að því kveðið á hlið Þjóðverja Því . er nú alment sjáð, að þess verði ekki langt að bíða unz alt fari í bál og brand á hinni löngu víglínu Rússlands, því þar hafi í raun og veru ein- ungis verið hlé um að ræða á undan væntanlesu st6rviðri. Þökk til skáldsins Magnúsar Markússonar Kæra þökk frá mér og mínum vil eg votta þér fyrir þitt snild- arlega vel orta> kvæði Vor, sem birtist í vikublaðinu Lögberg 28. apríl s. 1., núna rétt með sumarkomunni og upprisuliátíð- inni, Páskunum. Eg hef' all oft hlotið gjafir frá vinum mínum og vandamönnum, sem hétu sumargjafir og einmitt fyrir nafnið sem, þær 1aáru, juku þær mér gleði og þakklátsemi til þeirra, sem gáfu mér þær fyrstu sumargjafirnar sem æsku minni hlotnuðust, röktu ættir sínar til flóðs og fjöru, þær hétu skeljar, hörpudiskar og bobbar. í sjón- hending voru þær fögur náttúru listaverk, en brothætt eins og æskan, glerið og bólan, ef þeim var misþyrmt. Nú fyrir löngu eru þessi æskuhnoss mín brotin, týnd og því sem næst gleymd en unnu þó hlutverk sitt í tíman- um meðan þau entust. Nú á eg aðeins eina sumargjöf eftir, hún er sú lang dýrasta og óbrot- hættasta, gerð úr kjörvið í túni braga Það er kvæðið Vor. Sumarpáskaharpan þín Magnús! Eg tileinka mér þessa dýru gjof frá þér, eins langt og eignaréttur minn nær til blaðs- ins, sem hún birtist í, þökk og heiður fyrir vorið 1943. Syngdu lengi, úti á engi allir heyra sönginn þinn. Virðingarfylst, Finnbogi Hjálmarsson. Undanfarið hefir fisksalan til Englands bygst mjög mikið á ufsa. Afla togararnir enn óvenju lega litið af þorski. Þó mikill þorskafli sé. á línu, er þorskur ekki "lagstur" á botninn. Eftir reynslu undanfarinna ára má gera ráð fyrir, að verðlækk- unin á miklum hluta af afla tog- aranna verði þessir 11 shillingar vegna þess, hve mikið af aflan- um hefir verið ufsi. Er mjög hætt við, að útgerð hinna . minni fiskflutningaskipa til Englands stöðvist við verð- lækkun þessa, og öll útgerð verði stórum hæpnari en áður var, eftir að verðlækkun þessi kemst á. Mbl. 28. marz. Fiskverðið á Englandi verður lœkkað Einkum á ufsa og karía. Orðasveimur hefir verið um það hér í bænum undanfarna daga, að lækkun á hámarks- verði á fiski stæði fyrir dyrum í Englandi. I gær barst stjórn Félags ísl. botnvörpuskipaeigenda bréf frá skrifstofu matvælaráðureytisins breska hér í bænum, þar sem frá því er sagt, að staðfesting væri fengin á því, að þessi verð- lækkun myndi verða sett á. En ekki er ákveðið, hvenær verð- lækkunin gengur í gildi. Er bú- ist við því, að það verði í byrj- un næsta mánaðar. Hámarksverðið á ísfiskmum hefir verið 81 shillingar fyrir "kitt' á öllum fiski öðrum en flatfiski. En samkv. hinu fyrirhugaða verðlag^ verður lægra verð á ufsa, karfa og lýngu, en á ýsu og þorski. Hámarksverð á þorski og ýsu á að verða 75 shillingar 10 pence á "kitt", en á hinum fisktegund- unum, ufsa o. £L, lækkar verðið um rúml. 11 shillinga á "kitt" niður í 70 shillinga 10 pence. Safnaðarfundur. Fundur Fyrsta lúterska safn- aðar verður haldinn þann 6. júní 1943, að aflokinm kvöld- messu. Kosning á 4 erindrek- um fer fram á þessum fundi til að mæta fyrir safnaðarins hönd á kirkjuþingi, sem halda á að Mountain, N. D. dagana 18. til 21. júní n. k. Ennfremur verða þau mál tek in fyrir sem nauðsyn þykir að leggja fram. G. L. Jóhannson, skrifari' safnaðarins. Fœr víkkaðan verkahring Grettir Leo Johannson. Samkvæmt ráðstöfun af hálfu ríkisstjórnar íslands og staðfest- ingu utanríkisráðuneytis Cana- da, hefir Grettir Leo Johannson, sem gengt hefir um nokkur und- anfarin ár ræðismannsembætti fyrir ísland og Danmörku í Manitobafylki, nýlega verið skip aður, jafnframt sínu núverandi embætti, ræðismaður fyrir ís- lands hönd í Saskatchewan og Alberta. Lögberg óskar ftretti ræðismanni gæfu og gengis í hinum víkkaða verkahring. VERÐUG VIÐURKENNING Dr. B. J. Brandson. Á ársfundi læknafélagsins í Winnipeg, sem haldinn var 21. þ. m. að kveldinu í fyrirlestra- sal læknaskólans fór fram at- höfn, sem mig langar til að geta um í íslenzku blöðunum. Þar var fjórum læknum af- hent skrautritað skjal í ramma með tilkynningu um það að þeir hefðu verið kjörnir lífstíðar félagar. Einn þessara lækna var Dr. B. J. Brandson. Er þessi virðing veitt þeim einum, sem skarað hafa fram úr í löngu og óeigin- gjörn starfi. Þeim lækninum, sefh ávarpaði Dr. Brandson, áð- ur en honum var afhent heiðurs- skjalið, fórust orð á þessa leið: "Á meðan Dr. Brandson var prófessor við læknaskólann og skurðlæknir við General hospit- alið hefir ef til vill einhver læknir einhverntíma komist á- líka langt í virðing og vinsæld- um, en mér er óhætt að full- yrða það að allan þann tíma var þar enginn sá er kæmist honum framar." Þetta er merkilegur vitnis- burður. Eg varð samferða af fundin- um einum læknanna, sem heiðr- aðir voru við þetta tækifæri, hann heitir Dr. Elker. Við vor- um.að ræða um þetta samkvæmi og sérstaklega um athöfnina, sem þar fór fram, sagðí hann þá meðal annars: "Dr. Brandson var nú sjálfsagður til þessarar viðurkenningar; hann ber höfuð og herðar yfir okkur hina." Sig. Júl. Jóhannesson.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.