Lögberg - 01.07.1943, Blaðsíða 6

Lögberg - 01.07.1943, Blaðsíða 6
6 LOGbEBG. FIMTUDAGÍNN 1. JÚLÍ 1943. Hin harðsnúna lögreglusveit Eftir Edgar Wallace. “Þér virtust ekki hafa neitt á móti því fyrir svo sem viku síðan,” nöldraði Mark. “Eg get bara ekki skilið hvaða sinnaskiptum þér hafið tekið Anna. Þér rjúkið upp við fólk af hverju minnsta tilfelli.” Mr. Tiser var orðínn að einni afsökunarbón. “Eg vildi enga manneskju í öllum heiminum síður móðga, en yður Miss Perryman. Eg bara hélt þessum úrklippum saman, að gamni mínu, sem sögulegum minjum.” “Það var engu síður hlægilegt, þegar það skeði,” skaut Mark inn í. Anna ypti öxlum, og veik að öðru umtalsefni. “Hverjir voru teknir til fanga?” spurði hún. “Það voru menn, sem gerir svo sem hvorki til eða frá með”, flýtti Tiser sér að segja. “Braldey þóttist þekkja þá, sem auðvitað var lýgi, því þeir höfðu kragana á yfirhöfnum sín- um bretta upp, þegar þeir réðust á hann,” Mark leit glettnislega til hans, og sagði: “Mað- ur mundi halda, eftir því sem þér talið, að yður væri vel kunnugt um það,” og vék að öðru umtalsefni. “Anna, eg hefi hérna dálitla gjöf handa yður.” Hann gekk að arinhillunni, tók ofan af henni dálitla skrautlega öskju. “Við þénuðum laglegan skilding á síðustu sendingunni.” Hún hristi höfuðið. “Eg vil ekki þiggja það,” sagði hún. “Því ekki?” spurði Mark. Hún hugsaði sig um, til að svara honum með sem meinlaus- ustum orðum. “Eg skal segja yður Mr. Mark, að eg er ekki neitt reið yfir því að Mr. Tiser er hér, því hann veit alveg eins mikið um viðskifti yðar, eins og þér sjálfur. Eg hefi verið í þjón- ustu yðar, meir en ár; eg fór tuttugu ferðir, til ýmsra staða, mánuðinn áður en eg var tek- in föst, og eg fór aldrei með meir en tveggja punda sendingu í nokkurri ferð.” “Jæja,” sagði Mark, þegar hún tók sér mál- hvíld, “Það voru fjörutíu pund, eða sex hundr- uð og fjörutíu únsur. Þér sögðuð mér að við þénuðum þrjá skildinga á hverri únsu, af sacc- harene, sem við smyglum — það er minna en hundrað sterlingspunda hagnaður á mánuði — að mínum kostnaði frádregnum, sem var nærri því hundrað sterlingspund á mánuði.” “Það er alls ekki lítill hagnaður, mín kæra Miss Perryman,” flýtti Tiser sér að segja. “Fjölda margar verzlanir mundu vera ánægðar með að þéna hundrað sterlingspund á mán- uði.” “Auk þess hafið þér ekki dreift öllum okkar vörum, góða mín,” sagði Mark. “Þér eruð ein- ungis ein af mörgum.” Hann rétti henni þetta litla og skrautlega eski, sem hann hélt á. “Bradley sagði að eg væri óviðfeldinn, eg vona að eg sé það ekki.. Má eg sjá hvað er í eskinu?” sagði hún. Hún opnaði það, og horfði með aðdáun á það sem í því var. “Hversu elskulegur demantur og svo skær og glitrandi — hversu óvanalegur demant!” “Þeir eru ekki svo óvanalegir,” sagði Mark. Gimsteinasali, sem er gamail vinur minn, slíp- aði þennan demant, og bjó þetta armband, sérstaklega til fyrir mig.” Hún heyrði Tiser nöldra eitthvað við sjálfan sig. “Áttflötungs demant”, endurtók Anna, með hægð. “Eg var að reyna að koma fyrir mig hvar eg hafði heyrt getið um áttflötungs demant. Það var framið rán í Band stræti fyrir nærri tveimur mánuðum — Áttflötungs demant — það er einmitt! Maður sem hét Smith. skaut búðarmanninn til bana.” Hún sá að Mark hvítnaði í andliti. “Eríga heimsku, það eru þúsund demantar með því lagi. Þér haldið þó ekki að eg sé að gefa yður demant í samslags umgerð?” Hún rétti honum aftur eskið, og í augum hennar mátti sjá, að einhver hræðileg endur- minning speglaði sig. Mark stóð undrandi yfir því, hvað það gæti verið, sem svo allt í einu æsti skap hennar. “Við vorum að bíða í ganginum fyrir framan réttarsalinn, þegar þeir komu inn með Smith,” sagði hún í næstum hvíslandi róm. “Þeir settu okkur inn í fangaklefann, svo við skyldum ekki horfa á andlit morðingjans. Það var hræðilegt.” “Eruð þér orðnar vitlausar?” urraði Mark, og henti gimsteina armbandinu í eskið aftur í bræði sinni. “Hvað gengur að yður? Tiser.” Hann benti á dyrnar. “Eg þarf að sjá yður seinna.” Tiser þurfti að látast þurfa að fara strax, vegna áríðandi erindis. Hann kvaddi Önnu með handabandi, °g þrýsti hönd hennar einkennilega. “Eg verð að flýta mér til að líta eftir þess- um vesalings drengjum, á lögreglustöðinni, því þeir svelta þá í hel ef þeir geta. Svo góða nótt, Miss Peryman.” Mark beið þar til Tiser var farinn og læsti hurðinni. “Setjist þér nú niður, og verið góð stúlka? Það er. eitthvað sem gengur að yður; hvað er það?” Hún lagði handtöskuna sína á borðið, og gekk yfir að eldstæðinu. “Eg veit ekki,” sagði hún algjörlega fjör- laust. í því skapi sem Mark var í, var ekkert líklegra en að hann notaði tækifærið til að vinna það, sem hann hafði í buga. Hann léfr aldrei tækifæri sleppa fram hjá sér. “Það var alveg rétt, sem þér sögðuð um hagnaðinn af því, sem þér keyrðuð út með.” sagði hann ofur rólega. “Hagnaðurinn er ekki eins mikill og ætti að vera. Eg hef verið að hugsa um að lækka starfskostnaðinn.” Hún kinkaði kolli að eldstæðinu. Eg veld yður líklega mesta aukakostnaðar,” sagði hún án þess að líta á hann. “Já,” sagði hann brosandi. “íbúðin yðar kostar mig þúsund sterlingspund á ári ” Hún leit á hann og sagði. “Eg hefi altaf viljað fá ódýrari íbúð,” Mark skelihló að þessu, en það kom ekki oft íyrir að hann hlæi að nokkru. “Eg ætla ekki að reka yður út í kuldann, það er ekki mín meining.” Hann forðaðist að líta á hana? en horfði niður á rósirnar í gólf- dúknum. “Eg hef hér tvö stór herbergi sem eg nota aldrei,” sagði hann. “Á þessu gólfi?” spurði hún með ákafa, hann kinkaði kolli. “Ætlist þér til að eg flytji í þau?” “Það er ekkert athungavert við það,” bvrj- aði hann að segja, en hún brosti og hristi höfuðið. “Það væri ekkert ódýrara fyrir yður,” sagði hún. “Það er eitthvað svo óeðlilegt, eða er það ekki?” sagði Mark ísmeygilega. “Þér einar í þessari stóru íbúð hinu megin við forstofuna, og eg einn í þessum stóru herbergjum!” Hún auðvitað leit á þetta sem sparnaðartil- raun, en sagði. “Eg skal segja yður hvað eg vil. Mig ’ang- ar til að fá íbúð einhverstaðar annarstaðar,” sagði hún. “Langt í burtu frá mér?” Hún kinkaði kolli. “Þér eruð hræddar um að það verði að um- talsefni fyrir fólkið?” “Eg er ekkert að hugsa um það,” sagði hún “Tiser rétt núna mynti mig á, að eg hef verið umtalsefni í hans félagsskap.” Mark gekk til hennar og lagði hendina á herðar hennar. “Hvað gengur að yður Anna? Haldið þér að fólk ímyndi sér að þér búið með mér — eins og Bradley gerir?” Hún leit upp með snöggu viðbragði, og sagði. “Gerir hann það?” “Auðvitað gerir hann það. Hann gaf það í skin fyrir réttinum.” Hún brosti' að þessari tilraun Marks. “Nei, hann gaf ekkert slíkt í skyn. Hann sagði, ef þér hafið ekki nú þegar farið. Hann var þá reiður við mig, — hann hefði sagt hvað sem var. En hann meinti ekkert slíkt. Ef eg hefði haldið að hann —.” Hún ypti dálítið öxlum; honum líkaði ekki það, sem hún sagði, en lét ekki á þ,ví bera*. “Þér munduð hlæja yður dauða, eg veit að yður langar til að gera því svíni allt sem þér getið til ill^; og það langar mig til líka. Þér gætuð ekki gert honum neitt- meira til bölv- unar en — breyta til með íbúð.” “Það gæti verið mér meir til ills en honum,” sagði hún með hægð. Eftir litla umhugsun sagði Mark: “Bradley er viðsjáll djöfull. Ronnie talaði oft um hann, þeir voru nærri því vinir.” Hvað var að koma yfir hann upp á síðkastið? Hann spurði sjálfan sig þessarar spurningar, hver fj gekk að honum. Undrunin og óttinn í augum hennar gat honum til kynna að hann hefði stigið feti framar en hann ætlaði sér. Eftir litla þögn sagði hann: “Þeir voru ekki vinir, en —, þér sögðuð mér að Ronnie hataði hann, og að hann hataði Ronnie; eða var það ekki?” “Jú, það var satt, sagði hann upphatt, en það sannfærði hana ekki. “Eg á bágt með að trúa því að ha.nn hafi drepið Ronnie — og eg á með hverjum degi sem líður verra með að trúa því. Eg veit ekki hvers vegna, en það er þó svo, það er sem hann sagði, að hann hefði ,verið vinur Ronnies,” hagði hún í mildum róm. Mr. Mark leið ekki vel. “Það var eitthvað kunningja eða vináttu- samband miili þeirra?” gat hún til. “Þér vitið um það Mark, þér eruð búnir að gera mig dálítið ruglaða í þessu.” “Það er ekkert til að láta rugla sig, þér hafið heyrt allt um það”, sagði hann með óþolinmæði. Hann var kominn í klemmu, sem hann gat ekki auveldlega komist úr. Hún stóð fyrir framan eldstæðið, horfði í hinar kuln- andi glæður í arininum. “Er hægt að taka nokkurt mark á því sem Bradley segir?” spurði hún með hægð. “Nei, ekki viðvíkjandi Ronnie. Eg meina, að þær vörur sem eg hef verslað með, og það sem hefir verið sent til mín í flugvél sé —- eiturlyf.” Hún hélt að það væri; það var sú óþægilegasta uppgötvun, sem honum var nú að verða ljós. Allur sá margfaldi vefur af svikum og lýgi, sem hann hafði ofið til að blekkja hana og skýla sér bak við, hafði að engu orðið — en hvenær? Síðustu viku? Fyrir réttinum? Af einhverju sem hún hafði heyrt? Og hann reyndi að hlægja burt óttann úr huga hennar. “Guð komi til, þér eruð þó ekki að leggja trúnað á það, sem Bradley segir, er það mögu- legt? Hann er lygari. Lögreglumenn eru vana- lega meiri lygarar en glæpamenn. Eiturlyf! Það er voðaleeg ákæra!” Hún svaraði hægt og rólega. “Eg hefi aldrei getað trúað því, eg hefi skilyrðislaust reitt mig á yður — umhugsunin um, að eg væri að vinna sama verk og Ronnie gerði, vakti ef til vill, helst til mikinn metnað í huga mínum; og eg hugsaði ekki mikið um hvað eg var að gera. Eg býst við að eg sé bjáni.” Hún horfði ekki á hann, ef hún hefði gert það hefði honum verið auðveldara að dylja hvað honum bjó í hug, svo hann varð að - reyna að dylja það með málrómnum, en mál- rómurinn gefur það oft til kynna sem menn vilja dylja. “Dropinn holar bergið — Bradley er nærri því búinn að drepa það traust sem þér höfðuð á okkur, Anna, þér eruð farnar að leggja trún- að á það sem hann segir.” Hún svaraði engu. “Eg get ekki gleymt þessum Smith. Þeir létu xennilokið í hurðinni fyrir klefanum sem eg var í, vera opið svo eg sá hann þegar farið var með hann framhjá klefanum — eins og vilt dýr.” “Hann var dæmdur til hegningar í gær,” sagði Mark, kæruleysislega. Hún varð ótta- slegin og hrópaði upp. “Já, góða mín, ef menn fremja glæpi, þá verða þeir að vera við því búnir að líða fyrir það. Hann á bara eftir að mæta Mr. Steen.” “Mark!” sagði hún óttaslegin, en Mark brosti kæruleysislega. “Mér þykir vænt um að Tiser var þar ekki, þegar við mættum böðl- inum. Hann hefði fallið í þúsund yfirlið, ef hægt væri. Eg er bara viss um að hann hefði fallið niður, steindauður.” “Þér virðist hafa taugar úr stáli,” sagði hún. “Eg hefi engar!” svaraði Mark léttilega. “Látum okkur halda okkur við efnið. Hvað segið þér um íbúða skiftin? Eg get ekki séð því yður ætti ekki að geta liðið eins vel hér. Þér þurfið ekki að hafa meiri umgengni við mig, en yður sjálfri líkar. Eg skal fá nýtt þjónustufólk.” “Því þá?” spurði hún. “Jæja — yður kannske mundi líka það bet- ur, ókunnugt þjónustufólk.” Og það jafnvel brá fyrir feimni í andliti Marks, þegar hann sá hana brosa að þessari uppástungu sinni. “Eg skil hvað þér meinið,” sagði hún. Mark fann að einhver ómótstæðileg þrá greip hann á þessu augnabliki — einhver ástríða, sem hann gat ekki í svipinn ráðið við, og krafðist fullnæingar án frekari yfirvegunar, og á sama augnabliki hafði hann tekið hana í fang sér og kysti hana af ákefð. Hún reyndi ekki að slíta sig úr örmum hans. Hún stóð grafkyr og teinrétt, rólegheit hennar, sem sefaði ákefðina í honum, og hann slepti henni. Hún gekk rólega yfir aS borðinu, þar sem hún hafði lagt handtöskuna sína og opnaði hana, tók eitthvað upp úr henni. “Þér sjáið þetta, Mark?” Hann sá að hún hélt í hendi sér á lítilli skambyssu. “Því berið þér byssu með yður?” spurði hann, og stóð á öndinni, en hún svar- aði engu. “Ef þér reynið til að gera þetta aftur — þá drep eg yður!” Hún talaði í stilltum, en járn- köldum róm, það var ekki hinn minsti óstyrk- ur í málrómnum. Hann varð eins og steini lostinn. % “Eg er ekki að hóta yður þessu í hefndar- skyni, né augnabliksæsingu, eg er bara að segja yður það.” Mark varpaði mæðilega öndinni, honum var stirt um mál, en sagði loks. “Það er engin ástæða fyrir yður að gera svona mikið úr þessu sem ekkei;t var.” Það var barið að dyrum. “Eg lít öðruvísi á það,” svaraði hún, og gekk út úr stofunni. XX. kafli. Þegar hún opnaði hurðina, sá hún í forstof- unni gamlan og einkennilegan mann, og við að sjá hann sefaðist reiðin sem henni þrann í brjósti. “Gott kvöld, mín fagra og yndæla jómfrú,” sagði Mr. Sedemann í viðhafnar róm. “Jæja, hér er eg frí og frjáls aftur út úr varðhaldinu! Þér hafið öðlast mikla hamingju.” Hún hló að þessari romsu. “Þér vekið samhrygð mína með yður Mr. Sedemann. Mér þótti svo leitt þegar eg heyrði að — ” / Mr. Sedemann hafði oft áður verið það sem hann kallaði gestur þjóðarinnar, og var alls ófeiminn að tala um það. « “Þér þekkið lögregluna, góða mín — þeir láta ekkert ógert til að troða góða menn niður í skarnið. Eg er að hugsa um að skrifa bók um það,” bætti hann við mjög alvarlega. Maxk kom fram í forstofuna, þegar hann heyrði hver var að tala. Hann lét sér vel líka komu Mr. Sedemanns, því hann hélt að hann mundi koma henni aftur í skapsmunalegt iafn- vægi, því hún hafði gaman af Sedemann gamla og einhverja meðaumkun með honum. Hún sá að glaðnaði yfir Mark, og brosti með sjálfri sér. Mr. Sedemann fór inn í stofuna með Mark. Hann litaðist um með miklum spekingssvip. eins og hann var vanur, og sagði. “Er kjallarameistarinn yðar farinn?” Hann var æfinlega góðgerðasamur.” “Mark benti honum og sagði: Það er Whisky þarna í skápnum. Hvar heldurðu til núna?” “Eg hefi yfirgefið heimilið, og skift um verustað,” svaraði hann og ypti öxlum. “Maðurinn konunnar sem eg bý hjá, var hræddur um hana fyrir mér. Mér geðjaðtst mjög vel að henni, en það var allt saklaust á milli okkur.” Anna varð alveg forviða .að heyra hversu þessi gamli spekingur var ósvífinn. “Yður er ekki við bjargandisa^ði hún, með viðbjóði. “Það er ekki vonlaust; um það,” sagði hann og tæmdi glasið í einum teig. Það var auðséð að Mr. Sedemann vildi fá að tala við Mark undir fjögur augu, og þegar Anna gat þess til, viðurkendi hann að ávo væri. Anna gekk út, en snéri sér í dyrunum og sagði. “Þér heyrðuð nú, Mark, hvað Sedemann sagði um að búa saman eins og fjölskylda!” Hún fór og beið ekki eftir svari. >‘Jæja, hvað er þér á höndum nú?” spurði Mark hranalega, þegar þeir voru orðnir tveir saman. “Eg þarfnast dálítillar hjálpar, sagði Sede- mann. “Eg þarf að svara út stórri peninga- summu á mánudaginn — læknirinn minn — “Hversu lengi heldurðu að þetta geti gengið?” spurði hann hörkulega. “Alla eilífð vona eg,” svaraði Sedemann of- ur sakleysislega. Mark horfði á hann heiftar- augum, en svaraði rólega. “Heldurðu að eg sé sá maður sem læt hræða út úr mér peninga óaflátanlega? Eg veit ekki til að þú sæir neitt sem fram fór í Meyja- 'stiganum.” “Eg hefi aldrei sagt það,” svaraði Sede- mann, “en eg var í húsinu. Þér vissuð það ekki fyr en eg sagði yður frá því. Eg átti að fara með bréf fyrir minn kæra gamia vin Eli Josef. Það var, að eg held, all þýðingarmikið bréf sem eg átti að fara með til lögreglunnar. Ef eg segi eins og er, þá var það blátt áfram kæra á yður. Eg "var að bíða niðri eftir að hann kæmi með bréfið —”. “Eli Josef fór út,” sagði Mark ákveðinn. “Eg heyrði hann fara út,” sagði Sedemann rólega. “Og eg heyrði hávaðann sem því fylgdi!” Mark fór og gætti þess að Anna hefði látið vel aftur hurðina. “Datt þér þá í hug, að ef eg jafnaði sak- irnar við Eli Josef, að eg mundi hugsa mig tvisvar um að gera það sama við þig?” spurði hann. Mr. Sedemann muldraði eitthvað um, virð- ingu fyrir aldrinum. “Svo er það,” hélt Mark áfram. “Eg veit að þú hefir ekkert nema getgátu. En við skulum segja að þú sért að geta til þess rétta, að eitthvað hafi komið fyrir, og að Tiser, segði frá öllu — hefurðu hugsað út í það, að þú mundir vera flæktur í þessu upp að eyrum?” Sedemann horfði órólegur í kringum sig. “Mr. Tiser mundi aldrei gera neitt sem væri óheiðarlegt,” svaraði hann, “eg mundi aldrei láta mér til hugar koma að hann biti þá hend- ina sem matar okkur.” Mark brosti: “Það er að líta á málið frá öðru sjónarmiði, er ekki svo?” Mr. Sedemann svaraði ekki fyr, en hann hafði svolgrað úr öðru whisky glasi. “Eg sá ekkert — það er bara ágiskun. Eg gaf yður vissar ráðleggingar, og þér lofuðust til að láta mig njóta þess. Eg get ekki gert að því þó fólk sé gott vjð mig. Það er eins og eg veki góðgerðarsemi fólks. Rétt í morgun stöðvaði fín dama mig á götunni og bað mig að gera svo vel og þiggja tvo shillings. Eg veit ekki hvort hún hafði nokkurn ákveðinn tilgang með því. Hún leit mjög virðulega út.” (Framhald)

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.