Lögberg - 01.07.1943, Blaðsíða 1
PHONES 86 311
Seven Lines
\\W
*A
iO*<V. ^Cl^
Cot-
tpV^
For Better
Dry Cleaning
and Laundrv
PHONES 86 311
Seven Lines
I.'
G°T'
iderC
r<
*0
tf&
NM^-
^
Service
and
Satisfaction
56 ÁRGANGUR
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 1. JÚLÍ 1943.
NÚMER 26
Frá sendiráði íslands í Washington, 24. júní/43
Hr. Einar P. Jónsson
ritstjóri Lögbergs,
Winnipeg, Man.,
Canada.
Kæri Einar:
Eg vil ekki láta hjá líða að
tilkynna þér, að sendiráðinu
hefir borist eftirfarandi sím-
skeyti frá utanríkisráðuneytinu
í Reykjavík, varðandi árás er
gerð var á strandferðaskipið
"Súðin" af þýzkri sprengjuflug-
vél:
uEr Súðin miðvikudag (16.
júní) var á siglingu fyrir Norð-
urlandi varð hún fyrir loftárás
frá stórri þýzkri sprengjuflug-
vél. Skipverjar urðu ekki varir
við flugvélina fyrr en hún
renndi sér niður að skipinu,
varpaði hún þremur sprengjum
er féllu í sjóinn bakborðsmegin.
Jafnframt hófst vélbyssu- og
fallbyssuskothrið á skipverja
ofan þilja og særðust sjö, þar
af tveir til ólífs, tveir alvarlega
en þrír minna. Skipverjar fóru
í bátana, en tveir erlendir
togarar nærstaddir aðstoðuðu.
Hinir særðu voru fluttir til
Húsavíkur. Á leiðinni þangað
önduðust tveir þeirra. Skipið
sjálft laskaðist töluvert af
sprengjum og eldi frá skothríð-
inni. Var það flutt til Húsa-
víkur og fær þar bráðabirgða-
viðgerð."
Jafnframt hefir sendiráðinu
verið tilkynnt, að sænsku ríkis-
stjórninni hafi verið falið að
bera fram mótmæli við þýzku
ríkisstjórnina.
Með beztu kveðju.
Thor Thors.
Riverton, B. N. Jónasson, Gimli,
G. O. Einarsson og Mrs. E. L.
Tohnson, Árborg, og Joe Ingi-
mundarson frá Selkirk.
LÝKUR HÁSKÓLAPRÓFI.
HELZTU FRÉTTIR
HAMRAMAR LOFTÁRÁSIR.
Síðastliðna tíu sólarhringa
hafa sameinuðu þjóðirnar hald-
ið uppi látlausum sprengjuárás-
um á helztu vopnabúr og skipa-
kvíar möndulveldanna víðsveg-
ar um Norðurálfuna; mest hefii
þó að þessu kveðið yfir Ruhr-
dalnum, er svo hefir verið hart
leikinn, að staðhæft er, að Þjóð-
verjar hafi flutt þaðan á brott
um þrjár miljónir manna. Ný-
verið fékk og hafnarborgin
gríska, Saloniki, sína vöru selda,
því á föstudaginn og sunnudag-
inn sótti hana heim sægur mikill
brezkra og amerískra sprengju-
flugvéla, er ollu geisilegu tjóni;
ekki hefir ítalía heldur verið
sett hjá, því auk ítrekaðra ár-
ása á Sardiníu og Sikiley hafa
ýmissar helztu iðnaðarborgir
landsins orðið fyrir alvarlegu
skakkafallf? Og nú á aðfaranótt
þriðjudagsins, gerðu bandamenn
hundrað og fertugustu loftárás-
ina á Hamborg síðan núverandi
veraldarstríð hófst. í atrennum
þessum hafa bandaþjóðirnar til
samans, mist eitthvað um þrjú-
hundruð sprengjuflugvélar; um
flugvélatjón möndulveldanna er
ekki að fullu kunnugt, þó víst
sé, að það hafi verið mikið.
-r ? ?
ALVARLEGT UPPÞOT
í DETROIT.
í vikunni, sem leið, gaus upp í
borginni Detroit, alvarlegt upp-
þot milli Negra annars vegar
og hvítra manna hinsvegar;
þóttust Negrar harla ójafnt leikn
ir viðvíkjandi kaupgjaldi til
móts við hvíta menn; leiddi
þetta til svo magnaðs þjóðflokka
stríðs, að lögregla borgarinnar
fékk ekki rönd við reist, og var
því herlið kvatt á vettvang til
þess að skakka leikinn; í upp-
þoti þessu létu um hundrað
manns líf sitt. en um fimm
hundruð sættu meiri og minni
meiðslum, auk þess sem á
fjórða hundrað manns, flest
Negrar, var hnept í varðhald til
yfirheyrslu. Nú hafa óspektir
þessar, að sögn, verið að fullu
til lykta leiddar.
? ? 4
LAGABANN
GEGN VERKFÖLLUM.
Báðar málstofur þjóðþingsfns
í Washington hafa afgreitt lög,
sem óheimila verkföll í Banda-
n'kjunum meðan á stríðinu
stendur; eru hegningarákvæði
laga þessara svq . ströng. að
fangelsisvist getur varðað, ef
I
»—.1 — 1 ¦!¦¦,—I, «¦!¦»! », — ,».-,»
VÆNTANLEGUR
TIL WINNIPEG.
brotið er í bág við fyrirmæli
þeirra.
Roosevelt forseti synjaði lög-
um þessum staðfestingar; en
með því að báðar málstofur á
ný samþyktv»"lögin óbreytt, öðl-
ast þau þegar gildi.
Verkamannasamtök víðsvegar
um Bandaríkin, hafa sent for-
seta þakkarskeyti fyrir synjun-
ina.
? ? ?
FRAMBJÓÐENDUR
í SELKIRK.
Eins og vitað er, fer fram
aukakosning til sambandsþings
í Selkirk-kjördæmi þann 9.
ágúst næstkomandi, og hófst
kosninga undirbúningurinn með
því, að á laugardagskvöldið var,
hélt C.C.F.-flokkurinn framboðs
fund í Selkirkbæ; stungið var
upp á þremur mönnum, þeim
William Bryce frá Dugald, R.
G. Patterson frá Petersfield og
S. S. Johnson, Árborg. Mr.
Johnson dró sig þegar í hlé. en
við atkvæðagreiðsluna milli
hinna tveggja, varð Mr. Bryce
hlutskarpari og verður þar af
leiðandi í kjöri af hálfu flokks
síns við áminsta aukakosningu.
Mr. Bryce kom ungur maður
hingað til lands frá Skotlandi;
hann var um eitt skeið forseti
búnaðarsambandsins í Manitaba,
og hefir í síðastliðin tuttugu og
þrjú ár búið búi sínu í
Dugald héraðinu.
Liberflokkurinn kvaddi til
framboðsfuhdar fyrir Selkirk-
kjördæmi í Stonewall síðastlið-
inn mánudag; voru þar sarnan-
komnir erindrekar frá flestum
kjördeildum hins víðlenda kjör-
dæmis, er innibindur sex fylkis-
kjördæmi. Eftir að skoðun kjör-
bréfa lauk, var gengið til kosn-
inga, og urðu úrslitin þau. að
Charles E. Fillmore, Clandeboye,
hlaut útnefningu með miklu at-
kvæðamagni við fyrstu talningu,
umfram keppinaut sinn, R. D.
Laing, bónda í Rockwood bygð-
arlaginu.
Mr. Fillmore kom til Mani-
toba sunnan frá Iowa síðastlið-
ið aldamótaár, og hefir í síðast-
liðin þrjátíu ár búið farsælu
búi í grend við Clandebope;
hann hefir í sjö ár samfleytt haft
á hendi sveitaroddvitasýslan í
St. Andrews-héraði, og nýtur í
hvarvetna óskipts trausts sakir
mannkosta sinna og þeirra
hygginda, sem í hag koma.
Meðal íslendinga, sem fram-
boðsfund sóttu, voru Skúli Sig-
fússon, þingmaður St. George
kjördæmisins, F. , E. Snidal,
Steep Rock, Ólafur Hallson,
Eriksdale, Bjórn Eggertsson,
Vogar, Dr. S. O. Thompson,
Einar Sigurjón Jónasson, B. Sc.
Þessi efnilegi ungi maður, er
sonur Einars S. Jónassonar, fyrr
um þingmanns Gimli kjördæmis,
sem látinn er fyrir nokkrum
árum, og 'eftirlifandi ekkju hans,
Önnu M. Jónasson; hann er
hinn gjörvulegasti maður og
gáfaður vel; enda af góðum
stofni kominn í báðar ættir.
Einar Sigurjón hlaut barna-
og miðskólamenntun sína á
Gimli, en útskrifaðist í búnað-
arvísindum með hárri fyrstu
einkunn af Manitobaháskólanum
í vor, sem leið; hann gekk þeg-
ar í herþjónustu að afloknu
prófi.
um fylkisstjórnarinnar fluttu j voru i sögunefndinni, en fleiri
ræður í Killarney til stuðnings nýjir menn, sem bættust í hóp-
við Mr. Harrison, en tveir inn.
C.C.F. þingmenn úr sambands-
, . , c,.. , öllum kom saman um þao a
þingmu, auk Stinson bæiar- ,. r
. * . . ,„. þessum samtalsfundi að Vestur-
raðsmanni í Winnipeg, veittu ^ , __ .
n/r ~, * 'i * Islendingum væri það vanvirða
Mr. Chapman að malum meðan s , „ ,
, , ¦ u -*• *.-* ef verkið vrði latið falla niour.
a kosningahriðinni stoð. - . ...«,,.
Var það þvi akveðið að netj-
ast handa að nýju og halda
itarfinu áfram: í fyrsta lagi að
láta prenta tafarlaust annað
bindi sem er fullgert frá hendi
höfundarins og lesið yfir af
þeim mönnum, sem til þess
voru kjörnir, og í öðru lagi að
halda samtímis áfram að láta
rita þriðja bindi o. s. frv. þang-
að til öllu verkinu væri lokið.
Síðan þetta skeði hefir hin nýja
nefnd látið hendur standa fram
úr ermum; hefir hún haldið
hvern fundinn á- fætur öðrum
og ráðstafað málinu þannig að
innan skamms verður byrjað
4 prentun annars bindis. Verður
það prentað hér í Winnipeg
sökum þess að nálega vi'ðist
ókleift að láta prenta heima á
íslendi nú sem stendur. Þar
hei'ir prentunarkostnaður og alt,
sem tilheyrir útgáfu bóka marg-
faldast. Hér í landi hefir út-
gýfukostnaður aftur á móti
hækkað aðeins lítið eitt í verði
tiltölulega.
Þær gleðifréttir hafa líka bor-
ist vestur að hið nýja mcnta-
málaráð á Islandi muni "fóstra
bókina" eins og það er orðað;
með öðrum orðum að þesbi á-
hrifamikla nefnd gangist íyrir
sölu bókarinnar á íslandi eins
og hún gerði með fyrsta bindi,
og hinn alkunni dugnaðannað-
ur Jónas Jónsson alþingismað-
ur hefir heitið fullu fylgi sínu
við söluna; er það ómetanlega
mikils virði.
Ástæðan fyrir því að hér er
ekki skýrt frá nöfnum þeirra
manna, er skipa þessa nýju
nefnd, er sú að nefndin er ekki
fullskipuð. Verður alt nánar
skýrt innan skamms.
Nefndin væntir þess að hér
sé um gleðifrétt að ræða fyrir
íslenzkan almenning og skorar
hún því á alla þjóðrækna menn
— konur ekki síður en karla —
að hefjast handa nú þegar til
þess að ryðja braut fyrir sölu
bókarinnar.
Fréttir verða birtar öðru
hvoru í íslenzku blöðunum
í umboði nefndarinnar.
ÞIGGUR SÆMD
AF SVÍAKONUNGI.
Hinrik S. Björnsson.
Samkvæmt tilmælum Islend-
ingadagsnefndarinnar, kemur
Hinrik S. Björnsson hingað til
borgarinnar um næstkomandi
mánaðarmót, og flytur ræðu
fyrir minni íslands á íslendinga-
deginum að Gimli þann 2. ágúsl
næstkomandi. Hinrik er sonur
Sveins Björnssonar ríkisstjóra
íslands og frú Björnsson, en
sonarsonur Björns Jónssonar, er
um eitt skeið var forsætisráð-
herra Islands. Henrik er ungur
lögfræðingur, og er um þessar
mundir aðalskrifari íslenzka
sendiráðsins í Washington; hann
er kvæntur maður og á einn
son; líkur eru á, að kona hans
verði með honum í fórinni;
munu margir hlakka til að kynn
ast þessum mæta manni og fá
til þess tækifæri, að hlýða á
mál hans á aðalhátíð Vestur-
Islendinga.
Sig. Júl. Jóhannesson.
AUKAKOSNING
í PAS KJÖRDÆMI.
Þrír frambjóðendur verða í
kjöri við aukakosningu þá til
fylkisþingsins í Manitoba, sem
fram fer á næstunni. Mr.
Bracken var þingmaður þessa
kjördæmis í 20 ár. Þeir, sem nú
bjóða sig fram, eru þeir George
B. Mainwaring, utanflokka; O.
F. Wright, bæjarstjóri í Flin
Flon, er fylgir liberal-flokknum
að málum, og B. R. Richard,
C.C.F. Er hinn síðastnefndi
starfsmaður við Sherridon nám-
urnar.
H. P
Hermanson.
Ræðismaður Svía hér í borg-
inni, H. P. A. Hermanson, var
nýverið sæmdur af Gustaf
Svíakonungi "New Sweden in
America" orðunni, í tilefni af
300 'ára landnámi Svía á megin-
landi Norður-Ameríku.
Þrír aðrir Canadiskir borgar-
ar hlutu samskonar sæmd af
konungi Svía, en það voru þeir
Rt. Hon. W. L Mackenzie King,
forsætisráðherra, Hon. T. A.
Crerar, náttúrufríðindaráðherra,
og Olav Hanson, sambandsþing-
maður og ræðismaður Svía í
Prince Rupert, B. C.
? ? ?
KOSINN Á FYLKISÞING.
Þann 22. f. m., fór fram auka-
kosning til fylkisþings í Kill-
arney kjördæminu, er sótt hafði
verið af allmiklu kappi; úrslit-
in urðu þau, að A. W. Harrison,
sá er bauð sig fram af hálfu
Garson-stjórnarinnar, var kosinn
með 1377 atkvæðum; keppinaut-
ur hans, R. M. Chapman. hlaut
988 atkvæði.
Mr. Harrison hefir alla jafna
fylgt íhaldsflokknum að málum,
en að þessu sinni gekst hann
inn á, að heita samvinnustjórn-
inni fulltingi. Þrír af ráðherr-
Vaknað af svefni
"Sögumálið" hefir sofið —
sofið lengi.
Margir voru hræddir um að
það hefði dáið í svefni og risi
því aldrei upp aftur.
Eg er sannfærður um að það
eru gleðifréttir öllum sönr.um
íslendingum, hvar í heimi sem
eru þegar frá því er hægt að
skýra með sanni, að málið sé
vaknað aftur og starfið hafið á
ný, þó seint sé eins og sumar-
koman í ár.
Þetta er mál, sem snertir alla
íslendinga; þeim hefir ekki ver-
ið skýrt frá því hvernig starfið
gengi um langan tíma að undan-
förnu.
Nú skal það loksins gert með
fáum orðum. Vegna ýmsra erfið-
leika bæði hér og á íslandi,
var starfið látið niður falla um
hríð; söguritaranum var sagt
upp verkinu um óákveðinn
tíma og árar lagðar í bát þang-
að til byrlegar blési.
Þannig stóðu sakir þegar síð-
asta Þjóðræknisþing var haldið
í vetur, sem leið.
Nokkrar vonir voru þó um það
þá þegar að aftur yrði tekið
til starfa, þótt óvænlega horfði
um stund.
Tíminn leið, ekkert var að-
hafst þangað til fyrir hálfum
öðrum mánuði; komu þá saman
nokkrir menn til skrafs og ráða-
gerða; sumir þeirra, sem áður
Til Björns og Kristínar Anderson
Gullbrúðkaupsdaginn, 20. júní 1943.
(Rímuð ræða úr fjarlægð.)
Argyle endurheimtir
unaðsríkan júní brúðkaupsdag,
horfinn fyrir hálfri öld.
Byggðin öll í brúðarklæðum.
Brúðarkrans á skógarhæðum.
Akrar lofa gulli og gæðum.
Gleðin fólkið hrífur.
Árla dags það alt til kirkju drífur.
Hringt er hátíðlega,
helgisiðum ættarlandsins fylgt.
fslenzk ræða — íslenzkt lag.
Fagra brúði lipurt leiðir
landneminn — og svörin greiðir.
Framtíð albjört faðminn breiðir.
Fjöldinn vottar heitin.
Gæfu árnar gætna landnámssveitin.
Veizlu skáli veldur
viðdvöl gesta skarans lengi dags.
örlát hönd í öllu sézt.
Leikur æskan létt í sinni.
Ljóð og ræður heyrast inni.
Margt er Björns og brúðar minni
blíðvæng sumars falið.
Áhreinsorð sem eigi hefir kalið.
Fylgjur föðurlandsins
fluttu bjarta geisla heim í rann
— vinatryggð og varman hug.
Höfðingslund og hógvær yðja
hefja þá sem brautir ryðja.
Landnámsfólk í stormum styðja
stoðir innri máttar.
Næsta tíðum naut hér sunnan áttar.
Argyle endur-rómar
óskir þessa kæra, liðna dags.
Hjónum þakkar hálfa öld.
Gófgi þeirra í hugarheimi
héraðsbúar aldrei gleymi!
Aðalsmerkið mæta geymi
margar friðar aldir.
Landnemarnir góðu — guði^faldir!
Jakobína Johnson.
Seattle, Wash.