Lögberg - 01.07.1943, Blaðsíða 8

Lögberg - 01.07.1943, Blaðsíða 8
8 JLOGBERG. FIMTUDAGINN 1. JÚLÍ 1943. Úr borg og bygð MATREIÐSLUBÓK Kvenfélags Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg. Pantanir sendist til: Mrs. E. W. Perry, 723 Warsaw Ave.; Mrs. E. S. Feldsted, 525 Dominion Street. Verð $1.00. Burðargjald 5c. ♦ ♦ ♦ Ungmenni fermd í Fyrstu lúlersku kirkju á Hvítasunnu- dag 13. júní 1943. Sigridur Thorun Baldwinson Margaret Gladys Bonnar Elsie Doris Brandson Audrey Aurora Bowley Elene Helga Eylands Margaret Lillian Gunnlaugson Margaret Pearl Halldórson Olive Margaret Jonasson Claire Margaret Lillington Norinne Mabel Mclnnes Margaret Stone Magnus Keith Brandson Einar Albert Burch Christian Alfred Fowler Garðar Herbert Gíslason Lloyd Herold Gunnlaugson Harald Ingvar Haralds William Roland Ingimundson Albert Pétur Johannson Daniel Halldór Johnson Lloyd Albert Johnson Norman Barney Julius Herbert Clarence Matthews * ♦ ♦ Samskot í Útvarpssjóð Fyrstu lútersku kirkju. Winnipeg. Steini Sveinsson, Árnes, Man. $1.00. Mr. og Mrs. H. B. Grím- son, Mountain, N. Dak. $1.00. Kærar þakkir. V. J. E. ♦ ♦ ♦ Gefið í Námskeiðasjóð Banda- lags lúterskra kvenna: Kvenfél. Herðubreið, Lang- ruth -25.00. Mr. og Mrs. L. H. J. Laxdal, Milwaukie $10.00. Kvenfél. Bræðrasafn., Riverton $30.00. Eldra Kvenfél. Fyrsta Lút. safnaðar, Wpg. $25.00. Að- alheiður Benedictson, Otto, Man. $5.00. Kvenfél. Glenboro safn. $15.00. Fyrir allar þessar gjafir og fyrir hin fjölda mörgu vingjarn- legu bréf, sem sýna ótvírætt mikinn áhuga og velvilja til starfsins, þakkar Bandalag lút. kvenna alúðlega. Hólmfríður Danielson. ♦ ♦ ♦ Mrs. H. E. Johnson, kona séra Halldórs E. Johnson, kom til borgarinnar um miðja fyrri viku; heimili prestshjónanna verður að 702 Home Street. ♦ ♦ ♦ Pte Pétur Hallgrímsson, sem nú er í þjónustu stórskotaliðs- ins í Canada, lagði af stað vest- ur að Kyrrahafi á mánudaginn eftir rúma hálfsmánaðar heim- sókn til foreldra sinna, Mr. og Mrs. Th Hallgrímsson í River- ton. ♦ ♦ ♦ Dr. Tweed verður í Árborg á 'fimtudaginn þann 8. þ. m. Mrs. B. S. Benson, bókhaldari Columbia Press Ltd., lagði af stað austur til Ottawa á fifntu- dagskvöldið var í heimsókn tii barna sinna, þeirra Ruth og Barney’s, sem bæði dvelja þar eystra um þessar mundir. Ruth starfar í þágu sambandsstjórn- arinnar í Ottawa, en Barney er við heræfingar. Mrs. Benson bjóst við að verða að heiman í hálfan mánuð. ♦ ♦ ♦ Séra Sigurður Ólafsson og frú Ingibjörg leggja af stað vestur á Kyrrahafsströnd síðari hluta þessarar viku. Hefir séra Sig- urði borist beiðni frá Þrenning- •rsöfnuði á Pt. Roberts, Wash., að vera viðstaddur á þrjátíu ára afmæli safnaðarins, þann 4. júlí, fyrir hönd kirkjufélags- ins. Sömuleiðis flytur hann erindi á íslendingamóti í Blaine, síðla í júlí-mánuði. Einnig munu þau dvelja í Blaine um hríð, en þar býr Kristín, systir frú Ingi- bjargar, kona H. B. Johnson. Séra Sigurður þjónaði Blaine prestakalli nærri 7 ár. Þau ráð- gera að koma aftur í lok júlí- mánaðar. ♦ ♦ ♦ Næsti fundur stúkunnar “Skuldar” verður haldinn í G. T. húsinu, mánudaginn 5. júlí. ♦ ♦ ♦ Ókominn fram. Sergt. Pilot Clarence /Norris Magnússon, er ókominn fram eftir loftárás á meginland Norð- urálfu; foreldrar hans eru þau Mr. og Mrs. A. G. Magnússon, 145 Evanson Sareet, hér í borg- inni. Þessi ungi hæfileikamaður innritaðist í flugherinn í ágúst- mánuði 1941. ♦ ♦ ♦ Nýlega voru gefin saman í hjónaband Miss Bernice Rae Bjarnason, einkadóttir Boga rit- stjóra Bjarnasonar og frú Dóru Bjarnason í Treherne, Man., og Lieut. W. D. Leydier, sonur Mr. og Mrs. A. Leydier í Kenora. Ungu hjónin luku bæði fulln- aðarprófi við Manitobaháskól- ann síðastliðið vor. * * * Mr. og Mrs. Gísli Sigfússon, og Mrs. John Gíslason, Oak View, Man., komu til borgar- innar síðastliðinn mánudag og héldu aftur heimleiðis í gær. ♦ ♦ ♦ Að tilhlutun Víking Club, verður haldin skemtisamkoma í Swedish Park, Charleswood, þann 17. þ. m., sem búist.er við að fjölsótt verði af norrænu fólki hér í borginni; þar flytur Dr. Richard Beck ræðu; v auk þess er ráðgert, að söngflokkar, norskir, sænskir, danskir og ís- lenzkir, taki þátt í skemtiskrá; nánari umsögn í næsta blaði. ♦ ♦ ♦ Mr. og Mrs. Gísli Sigmunds- son frá Hnausa, voru stpdd í borginni á þriðjudaginn. Messuboð Messa á Lundar. Séra Halldór E. Johnson mess- ar í Sambandskirkjunni á Lund- ar á vanalegum tíma, sunnu- daginn 11. júlí n. k. ♦ ♦ ♦ Messa í Piney. Séra Philip M. Pétursson messar í Piney, sunnudaginr, 11. júlí, á ensku og íslenzku á vana- legum stað og tíma. ♦ ♦ ♦ Messa á Vogar. Séra Philip M. Pétursson messar í kirkjunni á Vogar, sunnudaginn 18. júlí. Guðsþjón- ustan fer fram á rslenzku. Safn- aðarnefndin er að boða til al- menns safnaðarfundar eftir messu, sem allir safnaðarmenn eru beðnir að sækja. ♦ ♦ ♦ Prestakall Norður nýja íslands. 4. júlí—Árborg, ensk messa kl. 11 f. h. Framnes, messa kí. 2. e. h. Víðir, messa kl. 8,30 e. h. 11. júní—Hnausa, messa kl. 11 f. h. Riverto^i, ferming og altarisganga kl. 2,30 e. h. B. A. Bjarnason. * * * Preslakall Séra H. Sigmar. Sunudáginn 4. júlí. Hallson kl. 11. f. h. Fjalakirkja, kl. 2.30 e. h. Gardar, kl. 8 e. h. Allar þessar guðsþjónustur verða á ensku. Eyford kl. 11 f. h. Brown, Man. kl. 2,30 e. h. Þessar guðsþjónustur á ís- lenzku. H. Sigmar. Séra Guðmundur P. Johnson, frá Blaine, Wash., flytur guðs- þjónustu í Piney næstkomandi sunnudag 4. júlí. Síðdegismessan kl. 2 fer fram á íslenzku, en kvöldmessan kl. 8 á ensku. Islenzkar bókmentir á ensku The Americon Scandinavian Foundation 1 New York hefir nýlega gefið út bók er nefnist Ivelandic Poems and Stories. Eins og nafnið ber með sér er bókin safn íslenzkra kvæða og smásagna á ensku. Richard Beck prófessor hefir safnað og valið til bókarinnar. Hefir hann einnig skrifað inn- gang og stuttan þátt um hvern höfund, sem efni á í bókinni. Verk útgefandans hefir verið erfitt. Hann hefir bæði þurft að ákveða hvað væri nógu gott til að birtast í svona safni, og að meta það í þýðingu. Þegar tími til undirbúnings er naumur tak- markast valið einnig við það, sem þegar er til í þýðingu. Út- gefandinn virðist ekki alltaf hafa ráðið við erfiðleikana. Svo er að sjá af innganginum að bókinni sé ætlað að ná yfir bókmenntir seinustu hundrað ára. Hið fyrsta sem maður rek- ur augun í er samt að ekkert kvæði er í bókinni eftir skáld- in, sem koma fram á íslandi seinustu tuttugu árin. En meðal þeirra eru skáld eins og Tómas Guðmundsson, Magnús Stefáns- son, Jóhannes Jónasson úr Kötl- um, Jón Helgason, Steinn Steinarr, Guðmundur Böðvars- son, Sigurður Einarsson, Guð- mundur Ingi, Jón Magnússön og Jóhann Jónsson. Líf íslenzku þjóðarinnar hefir tekið stórkost- Gœtið öryggis! Komið loðkápum yðar og klæðisyfirhöfnum í kæli- vörzlu hjá Perth’s Sími 37 261 Cleaners — Launderers Dyers — Furriers Sumarsins nýjustu og svölustu NÁTTFÖT HIÐ NÝJA KRAGALAUSA SNIÐ Yður mun falla í geð þessi hæfilega víðu náttföt úr sterk- ofnu broadcloth, með skírum og fallegum röndum; hin nýju kragalausa gerð gerir þessi náttföt miklu svalari en ella. Brækur með dráltarband um mittið. Stærðir A lil E $1.95 Karlmannafatadeildin, the Hargrave Shops for men, Main Floor. T. EATON C° LIMITED legum stakkaskiptum þetta tlma- bil. Val yrkisefnanna er miklu fjölskrúðugra en áður. Og þó eru framfarirnar í listinni enn meiri. Útgefandinn hefir s-jnni- lega þá afsökun að kvæð: þeirra séu ekki til í þýðingu. Það er slæmt ef svo er. Kvæði þeirra hygg eg að muni auðþýddari en kvæði eins og Veturinn eft- ir Bjarna Thorsteinsen og Norð- urljós eftir Einar Benediktsson. Eru þýðendur, sem hafa hug- rekki til að leggja í kvæði sem þessi, ekki fáanlegir til að þýða það sem auðveldara er? Þá sakna eg þess að í bók- inni er ekkert eftir þá tvo rit- höfundana heima, sem bezt og fallegast rita óbundið mál, þá Sigurð Nordal og Þórberg Þórð-1 arson. Halldór Laxness er með eina sögu, og hún virðist vera frá skólaárum hans. í nokkrum tilfellum virðist vandséð hvaða erindi kvæðið j eða sagan á til enskumælandi fólks. Kvæði eins og Abba-labba- lá eftir Davíð Stefánsson er á íslenzku naumast annað en músikin ein. í þýðingunni er1 bragarhættinum breytt og því lítið eftir af kvæðinu. Sögurn- ar eru margar frásagnir fremur en smásögur. Einskis hefði verið misst þótt sumar þær ólistrænni hefðu ekki flotið með. Eg r.efni Destitution og leiðarann Ice- landic Heroine. Efnið er marg- endurtekið í hinum sögunum. Og hérna megin hafsins er smá- sagnaframleiðslan stóriðja, rek- in með fullkomnustu tækni, og því ekki hægt að loka augun- um fyrir lágmarkskröfum, sem gera verður til kunnáttu og vinnubragða listamannsins. Þrátt fyrir það þótt samsetn- ing bókarinnar hafi ekki verið gerð af nægilegri vandvirkni, þá eru samt í henni saman komin kvæði og sögur, sem all- góðar hugmyndir gefa um ís- lenzkar bókmenntir frá fyrri hluta síðustu aldar og fram um 1920. En þess sjást naumast merki að neitt hafi gerzt á bók- menntunum heima seinasta ald- arfjórðunginn. Og það er ekkert sem ber vott um að neitt nýtt hafi komið fram. 1 innganginum er sumra höf- undanna getið, sem minnst er á hér að framan, þótt ekkert sé birt eftir þá. Þó er ekki minst á Jón Helgason prófessor, en hann yrkir frábærilega vel. Auk þess er enginn vafi að hann hefir talsverð áhrif á mál og form skáldanna heima, bæði eldri og yngri. Þá hefði og mátt minnast á Stein Steinarr. Inngangurinn og umsagnirnar um höfundana bera lærdómi útgefandans vitni. Samt virðist áhuginn fyrir aukaatriðunum oft meiri en fyrir aðalatriðunum, og gerir það framsetninguna ekki eins skemmtilega og ellá. I sambandi við raunsæisstefn- una er fyrst rætt um Jón Ólafs- son; síðar eru þeir Gestur Páls- son, Einar H. Kvaran og Hannes Hafstein taldir “the chief representatives ... however.” Þegar rætt er um skáldm í GÓÐAR BÆKUR. Icelandic Poems & Stories, by Dr. R. Beck $5,50 A Primer of Modern Ice- landic, by Snæbjörn Jónss. 2,50 Icelandic Lyrics, by Dr. R. Beck 3,50 Debt-and-tax Finance Must Go, by Solome Halldórss. 0,25 Smoky Bay, by Steingrím- ur Arason .......... 2,25 Undir Ráðstjórn, Hewlett Johnson 3,00 Icelandic Canadian, 4 h. á ári ..................... 1,00 Panlið lista af bókum og Music Björnssons Book Store 702 Sargent Ave. Winnipeg Man MINNIST BETEL t ERFÐASKRAM YÐAR byrjun þeirrar aldar eru fyrst talin þau, sem eru “among the most significant”. Síðan kemur “the twin peaks ... are however, Einar Benediktsson and Stephan G. Stephansson”. . Þannig er fyrst rætt um ljóða- gerð Jóhanns Sigurjónssonar á undan leikritum hans. Þess er einnig getið að út hefir komið eftir ihann iítið ljóðakver á dönsku, Smaadigte. Frá því er ekki sagt að öll helztu kvæðin ofti hann á íslenzku, og að rit hans hafa verið gefin út í heild- arútgáfu af Máli og Menningu í Reykjavdk. Einnig er þess getið að Fjalla-Eyvindur hefir verið gefinn út á ensku af American Scandinavian Founda- tion, en ekki frá því sagt að að Bóndinn á Hrauni og Galdra- Loftur hafa birst á ensku í Poet Lore. I upptalningunni á þýðing- um Matthíasar Jochumssonar er Friðþjófssaga talin seinust. Þá virðist stundum tilviliun- arkennt hvað um höfundinn og verk hans er sagt. 1 bók Bachs, The History of the Scandinavian Litteratures, telur Richard Beck Guðmund Friðjónsson “one of the leading lyric poets of the day,” en telur hann hinsvegar ekki með er hann telur upp ljóðskáldin frá sama tímabili í þessari bók. Einari Benedikts- syni er bjargað úr umsagnaflóð- inu handa hinum ókunnuga les- anda með því að taka það sér- staklega fram, eins og rétt er, að hann sé mesta skáld íslend- inga þötta tímabil. * Bókin ber með sér að ekki svo allfáir fást við að þýða úr íslenzku á ensgu. Flestar eru þýðinganar eftir þau Jakobínu Johnson, W. Kirkconnell og Mekkin S. Perkins. Bera þýðing- ar þeirra allra yfirleitt vott um vandvirkni óg góðan smekk. Einkum eru ljóðaþýðingar Jakobína Johnson vel gerðar, og því er eg fæ bezt séð. Ef Váða má nokkuð af þýð- ingum þeim, sem í bókinni eru, virðist áhugi þýðendanna fyrir íslenzkum nútíðarbókmenntum minni en áhugi þeirra fyrir bók- mentum liðna tímans. En margt hefir gerzt í bókmenntunum á íslandi seinasta aldarfjórðung- inn, sem athyglisvert er fyrir þá, sem áhuga hafa fyrir ís- lenzkri tungu og íslenzkum bók- menntum. Benjamín Eiríksson. Wartime Prices and Trade Board Eftirfylgjandi reglugerðir eru í sambandi við byggingar. Ef áætlaður kostnaður fyrir verk og efni er yfir 500 dollar- ar, þá er leyfi frá Director of Construction nauðsynlegt. Um- sóknareyðublöð fást á næstu skrifstofu “Controller of Con- struction”. Ef áætlaður kostnaður fvrir verk og efni er minni en 500 dollarar, en búist er við að timbur og “mill work” kosti yfir 200 dollara, er ekki nauð- synlegt að fá leyfi frá Controller of Construction, en levfi frá “Timber Controller” verður að fást til þess að kaupa efnið. Ef áætlaður kostnaður á efni er fyrir innan 200 dollara er ekkert leyfi nauðsynlegt. Spurningar ogt svör. Spurt. Er leyfilegt að nota hnappa á þunna sumarkjóla? Svar. Já. En ekki fleiri en níu hnappa á kjól. Spurt. Eg veit af búð hér í nágrenninu sem sendir heim pantanir þó verðið sé fyrír inn- an dollar, ætti eg að tilkynna W. P. & T. B. Svar. Það eru ýmislegar vöru- tegundir sem búðum er leyft að senda heim þó verðið sé fyrir innan dollar, svo sem: kjöt, nýr fiskur, ávextir og grænmeti, bakaravörur, mjólkurvörur, egg, svínafeiti og steikarfeiti og vör- ur sem eru of fyrirferðarmikl- ar eða þungar til þess að bera heim. Ef þú veizt af tilfellum þar sem aðrar vörutegundir hafa verið sendar á móti reglugerð- urtum þá ættir þú að tilkynna næstu skrifstofu W. P. & T. B. Spurt. Er ullarband í hespum skamtað. Svar. Nei. En hverri búð fyr- ir sig, er úthlutaður viss skamt- ur af því sem fæst, og k?up- mennirnir verða svo að reyna að takmarka sölu til þess að dreyfing verði sem jöfnust. Spurt. Litla stúlkan okkar kom heim um daginn með • skömtunarseðlabók sem hún hafði fundið, nafnið er svo ó- skýrt að það er ekki hægt að lesa það. Hvað á að gera við bókina? Svar. Það á að skila henni við fyrsta tækifæri á næstu skrifstofu “Local Ration Board”. Spurt. Eg er að hugsa um að ferðast til Vancouver í sumar. Get eg notað skömtunarseðla- bókina mína þar, eða á eg að fá mér bráðabirgða seðla spjald? Svar. Þú átt að fara með bók þína með þér. Skömtunarseðla- bækurnar eru gildar hvar sem er í Canada, og það er ólöglegt að hafa fleiri en eina. Spurt. Eg á von á gesti frá Bandaríkjunum, sem ætlar að vera hjá mér í mánuð. Getur hann fengið bráðabirgða skömt- unarseðla spjald? Sv.^r. Já. Spjaldið fæst á næstu skrifstofu “Local Ration Board”. Spurt. Er leyfilegt, að selja “hot dogs” á þriðjudögum (Meat less Tuesdays). Svar. Nei. “Hot dogs” eru bún- ir til úr kjöti. Það er því bann- að að selja þá á nokkruní veit- ingastöðum frá miðnætti á mánu dögum til miðnættis á þriðjudög um. Spurningum á íslenzku svarað á íslenzku af Mrs. Albert Wathne, 700 Banning St. Wpg. Látið ekki tækifærið ganga úr greipum yðar! Verzlunarmennlun er ómissandi nú á dögum, og það fólk, sem hennar nýiur, hefir æiíð forgangs- réit þegar um vel launaðar stöður er að ræða. Það margborgar sig, að finna oss að máli. ef þér hafið í hyggju að ganga á verzlunarskóla; vér höfum nokkur námskeið til sölu við frægusiu og fullkomnustu verzlunarskóla vesian lands. The Columbia Press Limited Toronio og Sargent. Winnipeg IJ=;

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.