Lögberg - 19.08.1943, Blaðsíða 2

Lögberg - 19.08.1943, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG. FIMTUDAGINN 19. ÁGÚST. 1943 Arsskýrsla forseta kirkjufélagsins K. K. Ólafssonar Flutt á Mountain, N.D., júní, 1943 Þegar yfir heiminn eru að ganga jafn stórfeldir viðburSir og nú er raun á. svo að allur máttur þjóðanna fer í það öllu öðru fremur að hevja úrslitabaráttu um livort hamslaus yfirgangur á að ráða lögum og lofum, eða þær að fá að njóta sín eftir eigin vild og kjöri, er erfitt að fá greint jafnvel aðal drætti ástansins og horfur, þegar vér litum til baka vfir liðið ár. I'að er ætíð erfitt að setja rétt mat á sam- tiðar viöburði, og þá ekki sízt þegar bogi örlaganna er spentur eins hátt og nú á sér stað. Þeim mun fremur er þörf á vakandi hug og athugun hjá þeim er láta sig sanna velferð mannanna skifta, að átta sig að einhverju leyti á einkennum hinnar mikilúðugu heimsmyndar, sem nú er að birtast og lika að breytast með svo að segja hverjum degi. Oss hlvtur að liggja á hjarta horfur þeirra verðmæta er eiga heima efst á blaði hjá þeim er af skilningi eru kristnir menn og þátt- takendur í lífi kristinnar kirkju. Það greiöir fyrir 'að myndin verði ekki of margbrotin og ómeðfærileg í alla staði að þrátt fyrir þá skálm- öld er yfir stendur, hefir sú staðreynd aldrei verið gleggri eða meir ljóslifandí að þrátt fyrir allar andstæður er heimurinn einn og ókljúf- anlegur — að alt, sem áhrærir einn hluta hans, varöar héildina alla. Engin hreyfing er fær sterkan byr á einum stað, eða hjá einni þjóð, getur skoðast óviðkomandi öðrum þjóðum. Enginn einstaklingur, engin heild, engin þjóð, getur lifað út af fyrir sig. Það er ekki aöeins kenning heldur staðfestur veruleiki að enginn getur lifað sjálfum sér. Sömu heimsöflin eru að togast á um sálir mannanna og mannslífið alstaðar. Það er ekki tilviljun að meginstefnur og hreyfingar mann- lífsins virðast hafa það á tilfinningunni að annaðhvort þurfi þær að ná fvllri tökum alstaðar eða fara halloka alstaðar. Val þeirra er að útbreiðast eða devja. Heimurinn er að verða eins og eitt heimili, ein fjölskylda, eitt húsfélag — og það hús, sem sjálfu sér er sundur- þykt, fær ekki staöist. Heimsástæöur bera þess glöggast vitni. Meiri innbyröis eining virðist lífsins brýnasta þörf. Skortur þess hefir kom- i ðnærri þvi að stefna öllu í strand. í þessu heildarlifi er kristindómurinn og sú stofnun er ber hann uppi — kirkjan — að keppa eftir þvi að láta sín gæta. Hún og hug- sjón sú, er hún á að þjóna leggja áherzlu á einingu, sem lifinu tilheyrir og þarfnast þess að vera tekin til greina og lögð til grundvallar. Hin kristna kenning er að allir menn séu af einum ættstofni, börn hins sama föður. AS allir glataðir og fráviltir synir og dætur eigi aftur- hvarfsvon ef þeir koma til sjálfs sin. AS í hugsun Guðs sé hver mannssál dýrmæt og ætluö til að geta átt þátt í alsherjar bræöralagi. Endurnýjun og endurfæðing mannlífsins og einstaklinga þess sé þýö- ingarmesta hlutverk þessarar jarðnesku tilveru. Það er sjálfsagt að kannast við að mjög hefir verið skortur á að þessi kenning eða hugsjón hafi veriö útþýdd í raunveruleik iífsins. Og nú þegar allur heimur logar i stórfengilegasta og ægilegasta ófriði mannkynssögunnar, má virðast að kotni fram slíkt algjört vonleysi um að þessi grundvallar- atriöi kristinnar lífsskoðunar getKátt nokkurt griöland í nálægri fram- tið. Þess ber þó að minnast að mitt í ófriöinum hefir komið fram greinilegur vottur þess að hin kristnu verðmæti eiga lífsþrótt, sem engin hörmung fær yfirbugaö. Kirkjan hefir haldið jafnvægi margfalt betur yfirleitt en í heimsstyrjöldinni fyrri. Þá voru margir kirkjunn- ar menn mjög glapyrtir, og töluöu yfir sig og tóku í strenginn með þeim er mest voru æstir af hatri og hefndarhug. Nú hefir kirkjan jafnhliða lagt til ákveðnustu og einbeittustu mótstöðumenn yfirdrotn- unarstefnunnar og veriö jákvætt samtengingarafl, þrátt fyrir alt um- rót mannlifsins. Hjá undirokuðu þjóðunum hafa merkisberar hennar í orði og athöfn talaö kjark í þá er óréttinn líöa og sýnt trúmensku, hvaða ofsókn og ógnanir sem yfir þá hafa gengið. Á styrjaldartíma er auðvelt að blása að hatri og hefndarhug, ekki sízt þegar ofbeldið hefir farið í annan eins æðisgang og átt hefir sér stað hjá möndul- ríkjunum í þessum ófriði. En kirkjan hefir undantekningalítið borið gæfu til þess að leggjast á gagnstæða sveif. Enginn hefir í því efni betur sýnt hinn kristilega anda en hin kristna höföingskona Kínaveldis, Madame Chiang Kai-shek. Þjóð hennar hefir troðið þrúgu hörmung- anna lengur og meir en nokkur önnur þjóð á þessari píslarvættistíð. Harðvígur óvinurinn hefir einkis svifist til þess að koma þjóðinni á kné, og Madame Chiang hefir á fylsta hátt sett sig inn í og tekið þátt í hörmungum þjóðar sinnar. En hún forðast að gefa hatrinu nokkurn byr undir vængi og byggir alla von fyrir framtíðina á því að kristilegt göfuglyndi megi ráða fram úr með sanna heill allra þjóða fyrir augum. Fáir, ef nokkrir, geta komið fram með yfirburöa myndugleik þessarar merku konu, en hún hefir veriö talsmaður þess, sem einkent hefir af- fetöðu kirkjunnar þvinær einróma. Þessi andi hefir áhrif á afstöðu í öllum málum, eins og frekar skal gjörð grein fyrir. Þeir, sem muna eftir heimsstyrjöldinni fyrri, minnast þess hve almenn var sú tilfinning, að ef stríöiö aðeins ynnist, væri öllu borgið. Það var eins og menn byggjust við að stríðið, sem átti að binda enda á styrjaldir, mundi af sjálfu sér ráða fram úr vandamálum mannanna og stefna í átt til þeirra hugsjóna, sem vermdu hjörtun til átaka og fórnar meðan hildarleikurinn var háður. Reynsla og skilningur hafa leitt i ljós skammsýnina i þessu. En sama hættan vofir yfir í hverri styrjöld. Kirkjan hefir mjög alment beitt sér fyrir þvi að vekja menn í þessu efni. Þegar svæsinni árás er hrundið, eins og vér treystum að þjóðum vorum auönist enn aftur í þetta sinn, þá vinst það eitt að tilraun möndulríkjanna að sölsa undir sig heiminn og öll sú hörmung er þvi mundi fylgja fyrir menningu, mannúð og frelsi, er á enda. Hvað tekur við er alveg undir því komið hve viturlega og vel verður framfylgt þeim hugsjónum, sem hafnar hafa verið við hún i baráttunni af fyrirliðum vorum og öðrum ágætismönnum. Hér er ekki að ræða um auövelt hlutverk, hvað mjög sem hugur fylgir máli að leysa það af hendi. Svo stórfeldum umbrotum fylgir uppleysing á stórum sviðurn í lifi þjóðanna, og þá er vandinn að koma að þeim áhrifum, sem mest riður á. Samkvæmt hugsjón sinni er kirkjan fyrir munn margra sinna ágætustu manna að hvetja þjóðirnar til auðmýktar og skilnings á þvi að þær mega ekki vera blindar fyrir því marga í eigin fari, sem þarf að gjörbreytast, ef alment á að vera vakin trú á því að hugur fylgi máli i vorum endurteknu hollustujátningum við hinar æðstu hugsjónir. Hjá lýöræðisþjóöunum hefir verið vaxandi skilningur á því innan kirkjunnar að iörun og afturhvarf. þarf að komast að í saqibandi við mistök og vanrækslu er vér eigum sameigin- lega þátt i, alveg eins og i sambandi við einstaklingsframkomu. Þannig eru mannfélagsmálin að skipa sér réttilega á bekk hjá kirkjunni, án þess að sveigja hana frá þvi aðal hlutverki sinu að boða fagnaöar- erindið öllum þjóðum. Þannig færist í það horf að kirkjan geti verið* sem viðkvæm samvizka i lifi þjóðanna og í mannlifinu yfirleitt. Rétt- indi eru þá ekki fráskilin skvldu og ábyrgð, heldur nýtur sín þar heil- brigt jafnvægi. Spámannleg vandlæting og djörf umbótaþrá hafa notið sin á háum stöðum innan kirkjunnar, svo vart hefir áður verið i fyllra mæli. Vegna þessa blasa mörg vandamálin ennþá skýrar við en áður, og er það fyrsta sporið til þess að nálgast megi úrlausn. Þetta eru alt vormerki er ákveðið ber að fagna. Ekki skiftir þaö minstu aö vandlæti kirkjunnar hefir snúist í eigin garð. Það er tiltölulega auðvelt að beita aga vnadlætisins út á við, en lofar meiru þegar það fæst við eigin afstöðu. T. d. hefir tilfinning fyrir því hve skiftir krftar kirkjunnar eru, komið fram mjög ákveðið í siðustu tið. Eg hefi í huga ákveðinn flokk af ritgerðum í útbreidd- asta kristilegu riti Vesturheims, sem um leið er eflaust útbreiddasta kristilegt rit í öllum heimi. Umræðuefnið er tillaga hins víðkunna trúboða Stanley Jones í þá átt að sameina allar kristilegar kirkju- deildir í eina alsherjar heild. Engin deild á að hverfa eða tapa nafni sínu, heldur að gerast þáttur i stærri heild svipað eins og ríkin eru þættir i alþjóðarheild Bandaríkjanna. Með þessu móti hygst hann að •varðveita söguleg verðmæti í lífi kirkjudeildanna án þess að hindra fylstu samvinnu. Ritgerðirnar eru eftir menn úr hinum ýmsu kirkju- deildum. Það, sem vakti sérstaklega athygli mína var hve margir þeirra er hér tóku til máls sneru sér að því að kanna ástæður hjá sinni eigin deild og benda á hvað væri að þar. Hitt hefir verið tíðara að vera glöggskygn á annmarka annara deilda, en láta í veðri vaka að heimafyrir sé alt í bezta lagi. Mér virðist það heilbrigöisvottur að hollusta við eigin kirkju þurfi ekki að vera andstæða við glögg- skygni um hag hennar og ástæður. Slíkur hugsunarháttur á þátt í því að draga saman deildir kirkjunnar til sem ákveðnastar samvinnu, eins og nú er raun -á. Aldrei hefir t. d. verið önnur eins samvinna með deildum lútersku kirkjunnar í Ameríku eins og nú á sér stað. Arang- urinn er sá að kirkja vor er nú í fremstu röð í þjónustu í þarfir her- manna vorra og á öðrum sviðum er snerta brýnustu þarfir hinnar líöandi stundar. Svipað hefir heilbrigð samvinna víöar áorkað. Mönn- um kirkjunnar er að verða ljóst að samvinna fremur en samkepni er brýn þörf samtíöarinnar. Á undan styrjöldinni var þessi samtaka stefna búin að fá allmikinn byr, en siöan hefir hún færst mjög í aukana. Heimssamband kirkjudeildanna (World Council of Churches) var þá. komiö mjög nærri fullnaðar myndun, og viðbúnaður er gerður til þess að strax og styrjöldinni lýkur geti það tekið til starfs og notið sin til hefmsáhrifa. Þessi einingar viðleitni byggir ekki á því að hlut- aðeigendur slái af sannfæringu sinni eða geti nieö voðfeldum oröum hulið allan ágreining, heldur að samvinna geti eflst út frá sameigin- legum grundvallaratriðum án þess að því fylgi þrýstingur að móta alla í sama móti. Þannig geta áhrif eðlilega borist á milli. Það lýsir því betur þessari hreyfingu að minnast þess að jákvæö stefna guðfræðilega er að aukast yfirleitt innan allra kirkjudeilda og tilfinning fyrir því að kirkjan má ekki við þvi að vanrækja sögulegan kenningargrundvöll sinn. Stefnan er ekki að amast við nútíðar þekkingarviöleitni á neinu sviði, heldur aö krefjast þess að nútíma hugsun geri full skil hinum kristilegu staðreyndum og söuglegri þróun kristinnar kenningar og áhrifa. Hvorki blind íhaldssemi eða hrokakent og sjálfkrýnt frjáls- lyndi fær fyr undir vængi, heldur lifræn viðleitni að bera fram fullan mátt hinnar kristnu lífsskoðunar án skerðingar í nútiðar hugsun og áhrifum. AS merki til þessa koma fram frá yztu takmörkum íhalds- semi og óákveðins kenningarlegs víðfeðmis, gefur nokkurn vott um að markverö hreyfing er að ryðja sér til. rúms. Missouri sýnóckm Iúterska hefir staðið sem ötulasti og einbeittasti málsvari ihaldssemi og einangrunar um langt skeið. Nú er hún í víðtækri samvinnu við aðrar Iúterskar kirkjudeildir þessarar álfu í fyrsta sinn, og ekki ótítt að frá starfsmönnum hennar komi fram löngun að lengra verði komist. Þeir, sem söguna þekkja, kunna að meta þetta tákn frá hægri væng guðfræðilegrar stefnu. En ekki síður markverð fyrirbrigði ber- ast frá vinstri væng guðfræöilegrar hugsunar, en þar hefir únitara kirkjan haslað sér völl. Merkur prestur þeirrar deildar, John Clarence Petrie, lýsir þvi yfir i Christian Ccntury, sem er sama ritið og áður hefir verið vikið að i þessari skýrslu, að kenningargrundvöllur IVorld Council of Churches ætti að geta veriö aögengilegur únítörum, en sá. grundvöllur er fólginn í játningu Péturs postula: “Þú ert Kristur, sonur hins lifanda Guðs.” Ekki hefi eg neina hneigð til þess að gera úr þessu meir en ástæða er til, þó óvanalegt sé fyrir íslenzk eyru af heyra slíkt úr þessari átt. En áherzlu leggur það á ummælin að þau fá frekari skýringu við ýmislegt í ritgerðinni. Þar er þess getiö að við prestaskóla kirkjunnar hafi á mjög áhrifamikinn hátt komist að stefna lúterska guöfræðingsins Karl Barth og haft mikil áhrif meðal nem- enda. En þetta umrót bæði til hægri og vinstri innan kirknanna, virð- ist mér sýna að samdráttarafl sögulegs kristindóms er mjög áberandi. Kirkjunni er að verða meir ant um að efla heildar áhrif sín. Ekki væri rétt skýrt frá horfum og ástæðum, ef ekki væri að því vikið að þrátt fyrir þessi og önnur vormerki í lífi kirkjunnar, ber ekki að loka augum fyrir því að alvarlegar viðsjár í andlegu og siðferöi- legu viðhorfi eru mi|clar í nútíöarlífi. Hvað mjög sem mönnum rétti- lega liggur á hjarta að helsteína nazisma og facisnta lúti í lægra haldi í heimsbaráttunni yfirstandandi, má ekki gleymast að styrjaldir eins og sú, sem yfir stendur, auka með ári hverju sem þær endast sifelt vaxandi siðferðilegan og andlegan vanda, sem ekki er leystur þegar sennunni er lokið. Þar við má bæta þeirri hættu að þegar friður kemst á, verði erfitt að fá full samtök um að láta hugsjónamarkið ekki lækka T.il alls þessa þarf vizku og vilja, auk vakandi og viðkvæmrar samvizku. Fyrir því eru all glögg skil að öll strið er Bandaríkin hafa háð hafa hnekt lífi kirkjunnar hlutfallslega við það hve mikiö hefir reynt á þjóðlífið. Lífsmagn kristninnar hefir sýnt sig í því hvernig viðreisn hefir fengist á ný. Engin styrjöld fram að þessari síðustu greip eins inn í þjóðlífið, ef til vill, eins og þrælastríðið, þegar nánir þjóðbræður bárust á banasjótum. Afturkippur þá greinilegur í lifi kirkjunnar. Sama í frelsisstríðinu og fyrri heimsstyrjöldinni, sömu- leiðis að einhverju leyti í minni styrjöldunum. Áður en búið var að ná sér eftir fyrsta heimsstríðiö, skall á kreppan, sem einnig hnekti, og áður en áhrif hennar voru bætt, kom heimsstyrjöldin seinni, sem mað- ur vonar að dragi til enda áður en langir timar líða. En þá veröur mörgu að lúka. Einn atkvæðamesti kennimaður ensku kirkjúnnar á þessari tið, Leslie D. Weatherhead, — eins og menn minnast var kirkja hans, City Tcmple eyðilögð af loftsprengjum — hefir mjög nýlega í merkilegri ritgerð lýst kristilegum horfum á Englandi undir ástæðum stríðsins. Hann fagnar yfir hinni heilbrigðu og tilþrifa- miklu forystu erkibiskupsins í Canterbury, William Temple, sem ber höfuð og heröar yfir flesta leiðtoga kristninnar á þessari tíð, og yfir ýmsum merkjum þess að ástæður samtíðarinnar hafi vakiö ýmsa til hugsunar og andlegs gróða. En yfirleitt kemst hann að svipaðri nið- urstöðu og Dr. Hutchins forseti Chicago hásklóans komst nýlega um Bandaríkjaþjóðina, að efnaleg vellíðan og öryggi væri aöal hugsjónin, sem verulega hefði náð tökum, en að skortur væri á þeim þroskuðu hvötum, sem einar gætu trygt að menn vildu leggja það á sig er við þarf til að unna öðrum þessa engu síöur en sjálfum sér. Þessir menn eru sannir mannvinir og liggur á hjarta að jafna tækifæri lífsins og eyða neyðinni. En þeir trúa því aö dýpkun andlegs lífs hjá ein- staklingunum geti ein veitt tryggingu þess að jafnvel æskilegustu ráð reynist ekki einbert hjóm. Þetta er sem bergmál af oröum Krists: “Leitið fyrst ríkis hans og réttlætis, þá mun alt þetta veitast yður að auki.” Á drætti þessa viðhorfs er bent hér með það eitt fyrir augum, að þörfin og tækifæriö í nútíðarlífi að þroska andlegt líf einstaklinganna megi blasa við oss sem mesta nauösynjamálið og aðal hlutverk krist- innar kirkju. Þörfin á Guði eins og hann birtist í Jesú Kristi, er lífs- ins brýnasta þörf. Mesti harmaleikur þegar mennirnir finna sig án Guðs. Hvað oft sem kirkjunni mistekst að gera sjálfri sér og öðrum þetta nægilega Ijóst, birtist það sem leiðarljós út úr lífi þeirra, sem ákveðnast hafa þreifað á veruleika andlegs lífs. Og að Guð er oss of lítið, er undirrót hins sárasta ófarnaðar Iífsins. Þeir, sem brynjaðir eru öruggleika þeim er innilegt samfélag við Guð veitir, fyllast ekki ofmetnaði yfir vormerkjum né tapa kjark vegna þess erfiölega horfir við. í þeim anda einungis getur heilbrigt starf kristinnar kirkju verið borið uppi. Það er einungis eitt viðhorf í þessu efni, og þó vér séum fámennir eigum vér hlutdeild í þvi. Og þýðingarmesti þátturinn í þroska alls kristilegs hjá oss er í lífi einstkalinganna, heimilanna og safnaðanna, sem mynda félagsskap vorn. Þar er grundvöllurinn lagður, og ræktarsemin og þroskinn þar ræður þeim kristilega mann- dóms vexti, er náð verður meðal vor. Þaðan kemur efniviðurinn í viðtækari félagsleg samtök vor of starf. 1 því efni þurfum vér að vera hver öðruf styrkur er vér komum saman á kirkjuþing. • Fjórir erindrekar úr vorum hópi sátu kirkjuþing Unitcd Lutlieran Church in America í Louisville, Kentucky, dagana 14.—21. okt. á liðnu hausti, tveir prestar og tveir leikmenn. Forseti og skrifari skipuðu kennimannasætin. Leikmennirnir voru G. J. Oleson og Grettir L. Jó- hannson. Allrækilega hefir almennigi verið gerð grein fyrir þinginu, og bar ritgerð Mr. Oleson vott um að fátt á ferðinni eða þinginu fór fram hjá honum. Veit eg að almenningur vor hefir hlotið bæði ánægju og uppbyggingar af. Auk þess hafa í nokkrum söfnuöum verið flutt erindi um þingið,,sem frekar hafa skýrt málefnin. Það var augnamiö U.L.C.A. að frá þinginu yrði skýrt í öllum söfnuðunum munnlega. Ýmsar ástæður og staðhættir gerðu það ómögulegt hjá oss, en hvergi var á prenti itarlegar skýrt frá þinginu en hjá oss. Var það viðleitni að framfylgja anda þeirrar hugsjónar að færa þingið heim til fólks- ins, fremur en bókstaf fyrirkomulagsins. Vona eg að það hafi að miklu leyti náð tilgangi stnum. Varla getur það dulist hvílíkur gróði getur fengist við það að víkka sjóndeildarhringinn í sambandi við kristileg starfsmál og hugsjónir. Hvert árið færir eiliföina nær. Á liverju ári færast margir úr félagshópi vorum inn yfir takmörk eilífðarinnar. Er þar margs að minnast, margt að þakka. Fái ljósiö, sem vill upplýsa hvern mann, að komast að, fá þeir, sem fara, og þeir, sem eftir bíða, að þreifa á að hjálp Guðs bregst ekki í mesta sársauka lífsins. Þó sársaukinn ekki hverfi, eru hjörtun friðuð. Guði sé Iof, sem gefur sigurinn. Heiðursforseti kirkjufélags vors, séra Níels Steingrímur Thor- laksson andaðist í Canton í Suöur Dakota þann áttunda dag febrúar- mánaðar þessa Drottins árs. Rúmra áttatíu og sex ára er hann lézt, var hann meöal hinna síðustu er mundu öll frumbýlingsárin. Prests- þjónusta hans hófst þegar kirkjurfélag vort átti aöeins tveggja ára sögu. Sem sóknarprestur og starfsmaður kirkjufélagsins ávann hann sér miklar vinsældir og álit. Hann skipaði flestar helztu trúnaöar- stöður kirkjufélagsins um lengri eða skemri tíma. Forseti var hann í tvö ár, frá 1921-1923. Hann var eini heiöursforseti í sögu félags vors. Minningarrit um hann hefir verið undirbúið fyrir þetta þing í auknu tölublaði Sameiningarinnar. Þannig vildum vér heiðra minningu vors ágæta bróður og tjá ekkju hans frú Eriku Thorlaksson og öðrum ástmennum hans vora innilegustu samhygð. Kona mín, Friðrika Björnson Ólafson, lézt að heimili okkar í Seattle 14. nóv. 1942. — Eg vil hér leyfa mér að þakka þá hluttekning og vinarhug, er eg og mínir höfum orðiö aðnjótandi frá embættis- bræðrum mínum, einstaklingum og félögum víðs vegar, bæði nú og tólf árin öll er kona min bar sinn sjúkdómskross. Einnig vildi eg vikja að með þakklæti hvernig hennar hefir verið minst með opinber- um og prívat ummælum og með kærleiksgjöfum til góðra fyrirtækja. Þetta hefir verið metiö mjög af mér og fjölskyldu minni. Skarðið, sem er eftirskiliö ár hvert við fráfall þeirra er með oss hafa lifað og starfað, er stórt, en áhrif þeirra lifa eftir þá. Þannigi vill Drottinn uppbyggja sitt ríki og efla lifsins sönnu verðmæti að ein kynslóðin taki við af annari. Það samhengi riður á umfram alt að varðveita. Sunnudaginn 5. júlí setti forseti séra Bjarna A. Bjarnason inn í embætti i prestakalli Norður Nýja íslands, við guðsþjónustu í Ár- ■borg. Sama sunnudaginn flutti hann einnig prédikun við guðsþjón- ustur í Geysis og Bræðra söfnuöum. Aðsókn var góð. Þetta presta- kall er bæði víölent og fjölment. Það á mikilvægan þátt í kirkjusögu vorri. Eins og menn minnast, þjónaði séra Jóhann faðir séra Bjarna þessu prestakalli í tuttugu ár. Erfir séra Bjarni þar miklar vinsældir, og mun með aöstoö sinnar góðu konu bæta þar miklu við. Séra Sigurður Ólafson hefir veitt nokkra þjónustu i Gimli presta- kalli mest af liönu ári samhliða því að rækja söfnuð sinn í Selkirk. Annars hefir ekki náðst föst ráðstöfun fyrir fraffttíðarþjónustu. —< Séra B. Theodore Sigurðsson hefir alt árið verið starfandi i Vatna- bygðunum í Saskatchewan. en gefur sig nú aðallega við þjónustu safnaöanna í austurhlutanum í Leslie og Foam Lake umhverfinu. — 'Séra Rúnólfur Marteinsson veitti um hrið þjónustu hér eystra eftir kirkju^ing i fyrra, en hvarf þá aftur til Vancouver, B.C. Hefir hann þar haldiö uppi starfi áfram meðal fólks vors með góðum árangri með því augnamiði að starfið þar mætti komast á fastan fót í ákveðnu safnaðarlífi. Nú laust á undan þessu þingi hefir hann flutt guðsþjón- ustur að Langruth. — Séra Martin Oygard, norskur að ætt, hefir reynst fjög farsæll og ötull starfsmaður að Lunda og þar í grend, en mun nú i þann veginn aS taka stöðu sem herprestur 5 herliöi Canada. Prestarnir i föstum prestaköllum munu flestir eða allir hafa veitt nokkra hjálp á prestslausum sviðum og við sérstök tækifæri utan heimastarfsins. Það lofar miklu hve vel eru að gefast prestsefnin tvö er við guð- fræðinám hafa veriö undanfarandi. Harold Sigmar hefir nú lokið námi við Mt. Airy prestaskólann i iPhiladelphia. Á liðnu sumri starf- aSi hann hjá Hallgrímssöfnuöi í Seattle við bezta vitnisburð. Leiddi sú viðkynning til þess að hann hefir hlotiS og tekið prestsköllun frá þessum söfnuði. Hann verður vígður á þessu þingi og tekur til starfs í Seattle í byrjun næsta mánaSar. Kona hans var meö honum við starfið í fyrra sumar, og veröur ná fast heimili þeirra í Hallgríms- söfnuði íCalvary Lutheran Church). Þessi tilhögun er með fullu samþykki Board of American Missions og heimatrúboSsnefndar kirkjufélags vors. ViShorfið í Seattle er því nijög uppörfandi. Skuld- inni á kirkjunni að undanteknum eitt hundrað dollars, var lokiö 1. júlt í fyrra, en er nú öll greidd. Hafði hún verið söfnuðinum mjög erfið, einkum á kreppuárunum, og tekið mest af gjaldþoli safnaðarins stund- um. Laus við þá byrði og njótandi sama styrks til prestsþjónustu eins og áður frá Board of American Missions, gerir söfnuðurinn nú ráð fyrir að gerast algerlega sjálfstæður fjárhagslega á fimm árum. Ætti þaö því fremur að geta tekist vegna þess fjölda af okkar fólki, sem til Seattle hefir flutt í síðustu tíð, langt fram yfir það, sem nokkurn- tíma áður hefir átt sér stað. Gæfa og gengi fylgi ungu hjónunum inn á þeirra nýja starfssvið. — Skúli Sigurgeirsson á eftir eitt ár við guS- fræöinám. í fyrrasumar starfaSi hann á heimatrúboðssviSinu. Gafst mér góður kostur á að kynnast þvi hvernig hann kom sér við starfiö norður með Manitobavatni. Hans látlausu alþýðleglieit samfara hóg- væru sjálfstæði voru metin, og honum spáð nytsömum starfsferli. 1 sumar er hann aftur við starfið. Er gott til þess að vita að á næsta vori verða hann og kona hans tilbúin til fastrar starfsemi. — Einn væntanlegan guðfræðinema er mér kunnugt um með vissu, Eric Sigmar, bróður Harolds. Mun hann á næsta hausti byrja á guðfræði- námi. Er þar efnilegur liðsmaður. Fleiri hafa veriö á sama rekspöl, en hafi þeir ekki formlega ákvaröaö sig og fengið meSmæli kirkjunn- ar, eru þeir gripnir í stríðiö. Vonandi fer þaS að draga til lykta, svo betur rætist fram úr. Þöfin er mikil og vaxandi. Látið ekki tækifærið ganga úr greipum yðar! Verzlunarmenntun er ómissandi nú á dögum, og það fólk, sem hennar nýtur, hefir ætíð forgangs- rétt þegar um vel launaðar stöður er að ræða. Það margborgar sig, að finna oss að máli, ef þér haíið í hyggju að ganga á verzlunarskóla; vér höfum nokkur námskeið til sölu við frægustu og fullkomnustu verzlunarskóla vestan lands. The Columbia Press Limited Toronto og Sargent, Winnipeg L=============

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.