Lögberg - 19.08.1943, Blaðsíða 4

Lögberg - 19.08.1943, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 19. AGÚST, 1943 %ðgfaerg Gefið út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS. LIMITED 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 693 Sargent Ave., Winnipeg, Man. Editor: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram The “Lögberg” is printed and publishea by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Aveniie Winnipeg, *Manitooa PHONE 86 327 Glæsileg og fjölsótt hátíð íslendingadagshátíðin, hin fimmtugasta óg fjórða í röð, sú, er haldin var á Gimli þann 2. þ. m., var prýðilega sótt og um alt hin virðu- legasta; sannaðist það hér enn sem fyr, hve römm sú taug er, sem tengir afkomendur íslenzku þjóðarinnar í þessu landi órofaböndum við íslenzkar menningarerfðir, uppruna og ætt. íslenzka landnámið vestan hafs er nú komið yfir sjötugt, og þrátt fyrir margskonar mistök á vettvangi hinna þjóðrækhislegu samtaka vorra, meinlokur og jafnvel helspár, verður dánarmerkja tiltölulega lítið vart; enn er viða haldið vel í horfinu, og eyktamörk skýrari um aukin átök til verndar íslenzkunni og þeim andlegu frjómögnum, sem hún býr yfir; er þess að vænta, að kennslubækumar að heiman, sem Þjóðræknisfélagið nýlega aflaði sér. og teknar verða til notkunar við íslenzkunámið næsta vetur, reynist á því sviði holl og raun- hæf lyftistöng. ^ Ekki var laust við það, að nokkurs uggs yrði Vart hér og þar viðvíkjandi Islendinga- dagshátíðinni í ár; töldu ýmsir á því tormerki, að kleift mundi að stofna til hátíðar, er veru- lega, kvæði að, vegna takmárkaðs farkosts, sem frá stríðinu stafar; en er til framkvæmda kom, reyndist slíkur uggur á veikum rökum by^ggður því freklega þrjár þúsundir glaðra gesta heim- sóttu hátíðina, og mun flestum yfirhöfuð hafa komið saman um það, að eigi mundi að jaín- aði áður hafa betur tekist til. Sunnudaginn næstan á undan hátíðinni, var steypiregn á Gimli svo að segja frá morgni til kvölds, og mun þá ýmsum þeim hafa verið órótt innanbrjósts, er hátíðarhaldinu stóðu næst, og unnið höfðu baki brotnu að undir- búningi þess; en hér sannaðist sem oftar hið fornkveðna, að svo gefur hverjum, sem hann góður er til, því á mánudaginn var komið sólfar mikið, en styrkur heiðsvali hafði strokið perluregnið af lundum og trjám, og sJéttan minti á djúpgrænu hinna íslenzku túna, yfir bústað Guðanma við vatnið mikía, þar sem cndvegissúlum hinna látnu landnema skaut á land, hvíldi ómælisfriður; friður þeirra, sem eð loknu löngu og dyggilegu dagsverki hafa skilað ávöxtuðu pundi í þjónustu framtíðar- innar og lífsins. Forseti íslendingadagsins, hr. Hannes Péturs- son og frú hans, höfðu einkar ánægjulegt hádegisboð í sumarbústað sínum á Gimli fyrir það fólk er í skemtiskrá hátiðarinnar tók þátt, þar á meðal Stuart S. Garson forsætisráðherra Manitoba-fylkis og Ilsley fjármálaráðherra Sambandsstjórnar, auk ræðismannshjónanna ís- lenzku, þeirra Mr. og Mrs. Grettir Leo Jó- hannsson. Að morgni dags fóru fram íþróttir undir forustu E. A. ísfelds, en megin skemtiskráin var venju samkvæmt fólgin í ræðuhöldum, kvæðum og söng. Karlakór íslendinga í Winni- peg skemmti með"'allmörgum fögrum íslenzk- um lögum undir stjórn Gunnars Erlendssonar; megin skemmtiskráin var hæfilega löng, og stóð aðeins yfir í liðlega tvær klukkustundir; lauk henni með því, að hinn mikli mannsöfn- uður fylkti liði um landnema minnisvarðann með Fjallkonuna, frú Guðrúnu Skaptason í fylkingarbrjósti; helgaði hún minningu þeirra með blómsveig, en að því búnu söng þing- heimur, Ó, Guð vors lands. íslendingadagurinn hefir markað djúp spor í þróunarsögu vor Vestmanna; þar hefir ís- lenzk sál notið sín frjáls og vængstyrk, og þar hafa allir orðið eitt. íslendingadagurinn er eitt af mörgum sönnunargögnum fyrir því, hve þörfin á alíslenzkum mannfélagssamtökum vestan hafs er enn brýn, og hver fjarstæða það væri, að leggja árar í bát viðvíkjandi viðhaldi íslenzkunnar, þó um nokkurar ágjafir sé stundum að ræða, jafnvel úr hörðustu átt. Það var óumræðilegt ánægjuefni, að eiga þess kost, að rabba stundarkorn við frændur og vini í mannþyrpingunni á Gimli að aflok- inni skemmtiskrá; frændur og vini, sem mað- ur hittir kannske ekki nema einu sinni á ári, aðeins á íslendingadaginn; með þessu er lagð- ur grundvollur að ljúfum endurminningum, sem holt er að orna sér við þegar lengra líður á ævi, og kólna tekur í veðri. Norður undan speglaðist vatnið mikla, þar sem “himinn, landnám landnemanna, ljóm- aði yfir Sandy Bar.” Hjálmar Jónsson frá Bólu Ljóðmæli: Jónas Jónsson gaf út. Bókaútgáía Menningarsjóðs, Reykjavík, 1943. Herra Jónas Jónsson, alþingismaður, sýndi ritstjóra Lögbergs þá persónulegu góðvild, að senda honum að gjöf bók þá, sem hér um ræðir, og hefir inni að halda ‘úrval af ljóðum Hjálmars Jónssonar frá Bólu; bókin er í sama formi og af svipaðri stærð, og úrvalsrit Jónasar Hallgrímssonar, þau, er Jónas Jónsson safnaði til og gaf út fyrir tveimur árum. Jónas al- þingismaður situr víst ekki oft auðum höndum, því í hjáverkum við stórbrotin afskifti sín á vettvangi stjórnmálanna, hefir hann gerst einn allra umsvifamesti rithöfundur sinnar samtíð- ' ar; hann skrifar að þessi nýju bók sinni langan formála, eða heildaryfirlit yfir stórbrotna, og á margan hátt raunalega ævi Bólu-Hjálmars, þessa óvenjulega blóðríka skálds, sem svo var stór í sér, að hann jafnvel hafði í hótunum við guð, eins og hin þjóðkunnu vísuorð bera vott um: En viljirðu ekki orð mín heyra eilíf náðin guðdómlig, skal mitt hróp af Jieitum dreyra himininn rjúfa kringum þig. Áminstur formáli, sem Lögberg nú er að birta, er annað og meira en hugleiðingar um Bólu-Hjálmar sjálfan; hann er bersögul lifandi mynd þess tíðaranda, er þá ríkti á íslandi, og vakti í vitund skáldjöfursins slíka beiskju, að honum hlaut að súrna sjáldur í auga. Bólu-Hjálmar túlkaði öllum öðrum skáldum fremur, margháttaðar þjáningar íslenzku þjóð- arinnar í samtíð sinni; hann var ýlustráið, eins og Jónas Jónsson svo meistaralega kemst að orði, er með kveinstöfum vakti þjóðina til fullvitundar meðan aðrir sváfu svefni hinna andvaralausu; val ljóðanna hefir tekist með slíkum ágætum, að á betra verður ekki kosið; þau draga öll fram í dagsljósið sérkenni þessa mikla skálds. Vel sé Jónasi alþingismanni fyrir vaJ og út- gáfu þessara ljóðmæla, og ritstjóri Lögbergs flytur honum hugheilar þakkir fyrir þessa kærkomnu gjöf úr ljóðheimi ættjarðarinnar. Að loknum leátri Eftir dr. Richard Beck. I. Einhver ónefndur velunnari sendi mér ný- lega bók þá um ameríska setuliðið á ísíandi, sem út kom fyrir nokkru síðan eins og stutt- lega var getið um hér í blaðinu. Hafa setu- liðsmenn sjálfir ritað bókina og gefið út, en hún heitir: Armed Guardians. One Ýear in Iceland. Fjallar hún því, eins og nafnið bendir til, um fyrstu ársdvöl setuliðsins þarlendis, en það steig þar á land hinn söguríka dag 7. júlí 1941. ' Fyrst er í bókinni inngangur um ísland, hernaðarlegt gildi 'legu þess, landið sjáift, þjóðina, sögu hennar og menningu. Er það bæði réttorð frásögn og vinsamleg mjög í garð íslendinga, og ágætlega til þess fallin að fræða setuliðsmenn og aðra útlendinga, sem bókina sjá og lesa, um land vort og þjóð. Aðalefni bókarinnar er síðan margþætt lýs- ing á starfi hinna ýmsu deilda herliðsins: flughernum, landhernum, flotanum og öðrum greinum nútíðar herafla og hernaðar. Hún er einnig prýdd fjölda góðra mynda, sem gera frásögnina lifandi og færa lesandanum heim sanninn um það, að ameríska herliðið á ís- landi hefir sannarlega ekki setið auðum hönd- um, þó að hér sé, af hernaðarlegum ástæðum, eigi skýrt frá miklum viðbúnaði þeirra til sóknar og varnar nema í aðaldráttum, og auð- vitað engir þeir staðir nefndir þar sem setu- liðið hefir bækistöðvar sínar. Eðlilega er hér eigi heldur farið út í það að ræða um sambúð setuliðsins og landsmanna. En um sambúð þeirra sæmir vel að minna á ummæli Stimsons, hermálaráðherra Bandaríkj- anna, sem Hinrik S. Björnsson vitnaði tiJ í Islendingadagsræðu sinni að Gimli. Aftan við bókina eru birtar allmargar prýðis fallegar heilsíðumyndir frá íslandi eftir Vigfús Sigurgeirsson ljósmyndara, og njóta þær sín ágætlega á hinum góða myndapappír. Bókin er tileinkuð Franklin D. Roosevelt forseta Bandaríkjanna með fögrum viðurkenn- ingarorðum um framsýni hans og djarfhuga forystu; fylgir mynd af forsetanum. II. Þá barst mér á dögunum frá Utanríkisráðu- neyti íslands ritlingur eftir dr. Guðmund Finn- bogason, fyrrv. landsbókavörð, sem nefnist: The Icelanders (íslendingar); er það fyrirlestur um íslendinga, sem höfundurinn flutti 11. des. síðastliðinn á fundi “Anglia”, félags ensku- mælandi manna í Reykjavík, er vinnur að gagnkvæmum góðhug og aukinni samvinnu milli hins enskumælandi heims og íslenzku þjóðarinnar. Er ritlingurinn gefinn út af íélag- inu, en framan við hann er gagnort æfiágrip dr. Guðmundar og skrá yfir helstu rit hans. Fyrirlestur 'þessi er efnis- mikill og því hinn fróðlegasti enskumælandi eða öðrum ensku lesandi mönnum. Dregur höf- undur hér saman meginatriði úr hinni merku bók sinni ís- lendingar (1933), en verður að vonum að stikla á stærstu stein- um úr þeirri fjölþættu þjóðar- lýsingu sinni. Hann lítur svo á, að meta beri hverja þjóð eftir því, sem hún hefir best gert á hverju sviði, með öðrum orðum, mæla hana á sama hátt og fjallið. Út frá því sjónarmiði rekur hann síðan í höfuðdráttum menn ingar- og stjórnarfarslega sögu þjóðar vorrar, en leggur þó aðal- áhersluna á það að lýsa íslend- ingum sjálfum, eins og þeir hafa fundið eðli sínu og hæfi- leikum framrás í verkum sín- um, og í ljósi uppruna þeirra og umhverfis. Staðnæmist hann, (eins og rök standa til, sérstak- lega við bókmenntir þeirra og tungu, sem verið hafa hvort- tveggja í senn líftaugar og nær- ingarlind þjóðernis þeirra. Annars leitast hann einkum við að túlka mannshugsjón þeirra, eins og hún hefir komið fram í ritum þeirra frá bví á öld Egils Skallagrímssonar og fram á vora daga. Telur hann stórlætið vera aðalþáttinn í skap gerð íslendinga og víkur bæði að kostum þeim og vandkvæð- um, sem fylgja þeirri hugar- hneigð. Vitnar höfundur að málalok- um til ummæla prófessors Andreas Heuslers, er sagði, að íslendingar væru “höfðingja- lýðsinnar” (aristo-democrats) og gaf eftirfarandi ráð um fram- komu við þá: “Farðu með hvern mann, og það þótt hann sé tötrum klæddur, eins og hann væri gentleman, og þér mun vel farnast.” Munu margir mæla, að hinn skarpskygni svissneski fræði- maður hafi þar talað af glögg- ’um skilningi á íslendingseðlinu. En þau orð hins mikilhæfa vin- ar og aðdáanda þjóðar vorrar og menta geta einnig verið oss ærið efni íhugunar og nýs sjálfsmats. Ný jörð og nýr himinn Eflir Wendell Willkie. Lauslega þýtt úr "One World". Jónbjörn Gíslason. (Framhald) Að loknu síðasta stríði, voru slíkar tillögur bornar fram und- ir forystu Woodrow Wilsons, með það augnamið að halda vörð um öryggi allra þjóða gegn hernaðarlegum árásum í fram- tíðinni, að vernda þjóðernis- minnihluta gegn ofsóknum og styrkja traust komandi kvn- slóðar á friðsælli framtíð, án stríðs og styrjalda. Hvað sem hugsa má um ein- stök atriði þessarar stefnuskrár, þá verður því ekki neitað að hún var ákveðin tilraun til al- heimsfriðar. Enginn getur með fullri vissu sagt, hve virk hún hefði reynst, ef Bandaríkin hefðu lagt allann sinn áhrifa- þunga á vogarskálina, en hin gagnstæða leið var valin, eins og öllum er kunnugt. Tímabil ströngustu einar.grun ar rann upp og margir stjórn- málaleiðtogar fullyrtu að við hefðum verið narraðir til þátt- töku í stríðinu og allar okkar hugsjónir sviknar, aldrei framar skyldum við vera flæktir inn í pólitíska refjavefi umheimsins er venjulega leiddu til vopna- viðskipta. Til allrar hamingju vorum við svo heppnir að verá inniluktir af hnattstöðulegum varnarvirkjum, sögðu þeir, og við gætum því kært okkur koll- ótta gagnvart hinum viðbjóðs- legu málaflækjum gamla heims- ins, handan okkar landamæra. Við lokuðum okkur inni frá viðskiftum umheimsins, með órjúfandi tollgörðum og þvoð- um hendur okkar af öllum mál- efnum Norðurálfunnar; við sýndum engann áhuga fyrir for- lögum hennar gagnvart vopna- búnaði Þýzkalands. Við sprengd- um fjármálaþingið í Lundúnum, þegar lýðveldi Bvrópu, með Frakkland í togi, voru að rétta við eftir kreppuna er hafði sogið hjartablóð þeirra, og óvissa er- lendra viðskifta voru aðalhindr- unin fyrir fullum afturbata. Með slíku háttalagi fórnuðum við dýrmætu tækifæri til for- ystu við endurreisn lýðveldis- þjóðanna, samtímis þátttöku í varnarráðstöfunum gegn ófriðar blikum er þá voru á uppgöngu. Ábyrgð þessara mistaka liggur ekki að öllu leyti við dyr neins sérstaks stjórnmálaflokks. Hvor- ugur aðalflokkurinn kom fram fyrir almenning sem aðalmáls- vari víðsýnis eða einangrunar. Ef einhver fullyrti að foringjar Republicana hefðu komið þjóða bandalaginu fýrir kattarnef árið þá yrði að bæta því við að Democratar hefðu skutlað fjár- málaþingið í London árið 1933. Eg fyrir mitt leyti bar traust til Bandalagsins, án þess þó að rökræða fyrirætlanir þess með eða móti. Nú er ekki ótímabært að benda á hver spor leiddu til ófara þess hér í Bandaríkjunum; þau tildrög eru sláandi dæmi þess, hverskonar forystu ber að forðast í þessu landi, ef við ætl- um að inna sómasamlega af hendi okkar ábyrgð, sem þjóð er trúir að vonin um frjálsa, réttláta og friðsama veröld sé möguleg og á rökum byggð. Wilson forseti samdi um frið- aruppástungur að Versölum og stofnun Þjóðabandalagsins, án þess að hafa ráðfært sig við foringja Republicana í efri mál- stofunni; hann einskorðaði nið- urstöðu málsins fyrir hönd Democrataflokksins og þvingaði þannig Republicana til andstöðu jafnvel þá sem voru all frjáls- lyndir. Við heimkomu hans var samn ingurinn og sambandsfyrirkomu lagið lagt fyrir efri málstofuna til staðfestingar; með því hófst hið leiksviðslegasta innskot í sögu Bandaríkjanna. Hér er ekki hægt að rekja í einstökum atriðum þá viðureign er endaði með afsölun Ameríku á forystu í heimsmálunum. Þó er mikilsvirði í dag, að rifja upp og muna þá mynd í stórum dráttum. Fyrst kemur við sögu flokkur manna í efri málstofunni, hinir svo kölluðu “the battalion of death”, “the irreconcilables”, eða “the bitter enders”. Þessi hópur bar engann sérstakann flokkslit; foringi hans var mælskumaðurinn James Reed, Demókrat, er skipaði eins frægt sæti og Borah í Republicana- flokknum. I andstöðu gegn þess- um flokki var hinn ótilhliðrun- arsami forseti Woodrow Wilson, er krafðist samþyktar tillögunn- ar án þess breytt væri punkt eða kommu. Milli þessara tveggja andstæðna stóðu aðrir einsttaklingar minna framgjarn- ir, með ýmsum flokkslit og skoðunum, úr báðum aðalflokk- •unum. Það er leyndarmál enn í dag og verður ef til vill ætíð, hvort Henry Cabot Lodge, leiðtogi Republicana í efri málstofunni, — hvers nafn við tengjum við ósigur Bandalagsins, — var á- hugamál að hugmyndin væri viðtekin með vissum varúðar- reglum, eða hvort hann af yfir- lögðu ráði varð banamaður hennar með þeim sömu varúðar- reglum. Jafnvel nánustu vinir hans og ættingjar eru ósammála í þessu efni. Svo mikið er ljóst að þegar málið kom frá efri málstofunni fyrir leiðarþing hinna tveggja miklu pólitísku flokka árið 1920, þá játuðu hvorugir og neituðu ekki heldur samningunum eins og forsetinn bar þá fram. Demo- cratar voru ekki mótfallnir fyrir vara í málinu, en andstæðing- arnir báru fram miðlunartillögu er var svo rúmgóð að hún féll í skap þeirra Republicana er voru aðal hugmyndinni fylgj- andi, en það merkilega var að sumir andstæðingarnir íundu þar einnig fótfestu. Allur þessi ruglingur margfaldaðist við af- stöðu frambjóðanda Republic- ana, Warren Hardings, sem var geðfeldur maður, en þó ekki sérlega stefnufastur. Efalaust var afstaða Cox fyrir hönd Democrata, ákveðin til fylgis við tillögu Wilsons, þó opin leið væri mynduð til fyrir- vara og margir af félögum hans væru í andstöðu. Enginn vissi hvort Harding var í raun og veru á móti Bandlagshugmynd- inni, eða hvort ásetningur hans var að styðja hana í milduðu formi .ef hann næði kosningu. En hitt var öllum ljóst, að hann virtist þurfa að gjöra afsökun sína og vera í andstöðu, af því að Democratar gjörðu málið að pólitísku númeri. í einkasam- tölum gaf hann þau svör er best hentuðu í hvert skifti. Eftir kosningarnar sagði hann hrein- skilnislega að Bandalagið væri dáið. Þegar til kom snérust kosn- ingarnar allhlálega um önnur spursmál. Hið merka mál um samvinnu Ameríku við um- heiminn var sett í prófdeigluna með kosningum er fjölluðu um smærri staðbundin viðfangsefni fyrir mistök beggja flokka. Democratar reyndu óhyggilega að einskorða afstöðu heimsmál- anna sér til framdráttar, og and stæðingarnir voru svo skamm- sýnir að láta ýta sér bragðvís- lega í gagnstæða stefnu. Sá tími er í aðsigi er við verðum enn á ný að ákveða hvort Ameríka er tilbúin að taka ákveðna afstöðu til heims- málanna, og þá verður að úti- loka að flokkskænska hafi úr- slitavald í þeim efnum. Eg fyrir mitt leiti er sann- færður um að alþýða Banda- ríkjanna snéri ekki af ráðnum hug baki við alþjóðasamvinnu; en hún hefði ef til vill kosið einhverjar breytingar á Versala- sáttmálanum, en alls ekki al- gjöra útilokun frá samvinnu annara þjóða. Fólkið var svikið í tryggðum af leiðtogum án sannfæringar, er hugsuðu mest um atkvæðaveiðar á klíkuleg- ann mælikvarða. Hafi brotthlaup okkar frá alþjóðasamvinnu eftir síðasta stríð, átt sinn vissa og ákveðna þátt í yfirstandandi ófriði og fjár hagslegum glundroða síðustu 'tuttugu ára — og það virðist augljóst — þá mundi endur- tekning slíkra mistaka nú, reyn- ast óbætanleg ógæfa. Okkar landfræðilega einangrun er horfin. Niðurl. Úr minnisspjöldum Þess hefir verið farið á leit í blöðunum okkar hér, Heims- kringlu og Lögbergi, að þeir sem hafa dvalist í þessu landi 50 ár, eða lengur, sem fæddir hafa ver- ið á Islandi, sendi blöðupum upplýsingar um nafn sitt, ætt- erni og bústaði báðumegin hafs- ins. Tel eg þetta mjög þarflegt og viturlegt. Það ætti að geta orðið skilmerkilegustu leiðbein- ingar fyrir hinn síðari tíma. * * * Bújörð í Eyjafirði á Islandi heitir að Hömrum, og liggur hún aðeins lítinn spöl suður og upp frá Akureyri, sem hefir ver- ið aðal borg og kauptún Norð- lendinga um langa vegu. Þar bjuggu foreldrar mínir fyrstu búskaparárin í 8 ár, og þar var eg fæddur á sumardaginn fyrsta 21. apríl, 1865, og skírður 20. maí sama ár: Gamalíel Þorleifson. Foreldrar mínir voru: Þorleif- ur Björnsson frá Fornhaga, Þor- lákssonar jarðyrkjumanns frá Skriðu í Hörgárhéraði, en kona hans var Guðrún dóttir séra Gamalíels prests að Myrká í (Framh. á bls. 8)

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.