Lögberg - 19.08.1943, Side 6

Lögberg - 19.08.1943, Side 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 19. ÁGÚST, 1943 Hin harðsnúna lögreglusveit Eflir Edgar Wallace. “ Að mér líði vel og vonist til að sofa vel í nótt,” svaraði Sedeman alvarlega. “Hann hefur áhyggju mín vegna—það er nýtt fyrir mig að borin sé umhyggja fyrir velferð minni minn kæri Mark. Sú meðvitund að ein- hver sé að hugsa um mann.......” Hann hristí skallan alveg frá sér numinn, og virtist ekki að hafa orð til að birta með hugsanir sínar. “Með öðrum orðum, Bradley er að borga þér til að njósna um mig — er ekki svo?” spurði Mark. “Jæja, látum þá segja þér að þeir ætli að gefa þér þægilega og vellaunaða atvinnu.” Hann breytti umtalsefninu allt í einu og spurði Sedeman hvort hann hefði séð Eli Josef. “Eg hefi heyt orðasveim. Það er undarlegt —dauður maður skuli vera lifnaður aftur.” “Hann var aldrei dauður,” sagði Mark, upphátt. “Hann var ” Hann leit í kring í verelsinu. Tiser stóð við gluggan nötrandi af hræðslu. “Hvað gengur að yður, bölvaður bjánin yðar? spurði Mark, grimdarlega. “Hlustið þið,” Þeir þögðu allir sem snögg- vast. Fyrst heyrði Mark ekkert, en svo heyrði haann veikt fiðlu spil. “Heyrðuð þér það núna?” spnrði Týiser Mark stóð upp og gekk að glugganum, og dróg hlæjurnar til hliðar. Han gat ekkert séð, nema daufa glætu frá götuljósi, sem var langt í burtu. Glugganum var lokað með tveimum boltum, og lás. “Opn- ið þér gluggan Tiser,” sagði hann óþolinmóð- lega. “Mark, í guðanna bænum farið þér ekki út, getum við ekki sent einhvern til að koma hing- að með hann?” “Hvern hafið þér til að senda? Hvað sem því líður, þá vil eg sjá hann — opnið gluggan.” Tiser fór að reyna að skrúfa úr boltana og draga út lokurnar, en hann var svo skjálf- hentur og óstyrkur að Mark varð að ýta honum frá og opna gluggan sjálfur. Þegar hann var búinn að opna gluggan, heyrðist fiðlu spilið miklu gleggra. Hann horfði eftir strætinu, og sá mann á randsteininum mitt á milli tveggja götu ljósa. Á sama augnabliki hætti fiðlu spilið, og hann heyrði talað í skipandi róm. Lögregluþjónn hafði komið útúr skugganum og gekk yfir stætið, þangað sem maðurinn með fiðluna stóð. “Slökkvið ljósin undireins” sagði Mark. Þeir voru svo langt í burtu að hann gat ekki heyrt samtal þeirra, en hann sá þá ganga í hægðum sinum í áttina þaugað sem hann var. Er þeir færðust nær, heyrði hann málróm Eli Josefs: “Gáði vinur mmn, eg er bara að leika á fið- luna mína, fyrir litlu börnin mín” “Litlu börnin þín?” Lögregluþjónnin horfði rankskandi augum á þennan bogna gamla mann. “Þér eruð útlendingur, er ekki svo? Þér getið ekki leikið á hljóðfæri úti á strætum á þessum tíma nætur—hreifið yður úr stað.” Mark horfði stöðugt á þennan hrörlega gamla mann, og hinn þungstíga lögregluþjón, þar til þeir hurfu báðir út í dimmuna. ‘ Ef lögreglu- maðurinn hefði ekki verið með honum, skyldi eg hafa talað við gamla svínið.” “Eli Josef!” sagði Sedemann, og varð allur að einni undrun. “Þér sáuð hann, var það ekki? Er hann dauður eða lifandi?” sagði Mark. “Afsakið mig,” svaraði Sedemann, “eg er svo taugaveiklaður.” Hann fylti ölglas af whisky og sódavatni, og Tiser horfði með eftirsjá á, að sjá gamla mann- inn svolgra whisky-ið sitt eins og vatn. “Jæja, jæja,” sagði Sedemann, og sleikti út um. “Gamli Eli Josef!” Það var einhver hreimur í rómnum sem kom Mark til að horfa á hann. “Kom það nokkuð flatt upp á þig?” spurði hann. “Eg skyldi bara segja það,” svaraði Sede- mann mjög alvarlega. McGill gekk þangað sem Sedemann sat og ýlgdi sig framan í hann. “Þú veist að hann var lifandi. Hvar heldur hann nú til? Það er engin ástæða til að við séum að vinna hvor gegn öðrum. Hvað er á seyði? Sendi Bradley hann hingað?” Rétt í þessu var barið að dyrum. “Bradley er við dyrnar, spurjið þér hann um það,” svaraði Sedemann. • Tiser fór, þó hræddur væri, til dyranna. Bradley var einn við dyrnar. Hann kom inn í stofuna og heilsaði Mark, með gletnis brosi. “Mér er sagt, að það hafi einhver verið að leika á fiðlu fyrir yður? Eli Josef er sérstak- lega umhyggjusamt gamalmenni, en eg vissi ekki að vinskapur hans stæði svo djúpum rót- um, að hann færi að leggja sig svo fram til að skemta yður.” “Hann hefur ekki verið hér,” svaraði Mark. Bradley leit gletnislega til hans. “Eg hélt að hann væri orðin vistamaður í yðar merki- legu stofnun—það virðist að vera fátt um sið- betrunga hér nú orðið.” Hann veitti Sedemann enga gthygli og gamli maðurinn gerði enga tilraun til að láta á sér bera, sat grafkyr og starði framundan sér. Án þess honum væri boðið dró Bradley stól að borðinu og settist Hann tók litlar öskjur upp úr vasa sínum, sem hann handlék. Mark starði forvitnislega á þessar öskjur. Það var eins og þær vektu einhverja óró í huga hans. En Bradley gerði enga tilraun til að opna þær. “Þér áttiið hraðskota marghleypu, var ekki svo, McGill? Óvanalega stóra, og ólíka þessum vanalegu Browning marghleypum?” Hann svaraði engu, og Bradley endurtók spurninguna. Mark brosti ofurlítið, og spurði: “Hvað um það? Hefur gamli maðurinn verið að geta þess til að eg hafi skotið hann?” og blóðið í æðum Tisers nærri því stöðvaðist við að heyra Mark spurja þessarar djörfu spurningar. “Nei, ekki beinlínis,” svaraði Bradley með hægð. “En ímyndun okkur að eg gæti þess til. Þegar eg var að rannsaka gólfin í Meyjastigun- um—fann eg í gólfinu í verelsinu þaðan sem Eli Josef hvarf tvær byssu kúlur, rétt nýuega” bætti hann við eins og í hugsunarleysi. Mark þagði, og beið átekta. “Hugsufn okkur,” hélt hann áfram, “að eg ímyndaði mér að þessum kúlum hefði verið skotið úr marghleypu, sem þá var í yðar eign, og sem enn getur verið í yðar vörslum — hvað þá.?” “Hvað meinar þetta?” spurði Mark, kæru- leysislega. “Það að eg hafi gert lítilsháttar skotæfingar í húsi Eli Josefs? Það er áreiðan- lega besti staður til að gera slíkar skotæfingar, án þess að verða nokkrum til skaða, en eg get ekki munað til þess að eg hafi nokkurn tíma verið drukkinn í húsi Eli Josefs — eða að eg hafi nokkurn tíma haft byssu með höndum í húsi hans,” bætti hann við. Bradley tók nú með hægð lokið af öskjunni, og Mark starði forvitnislega á hann. Þegar lokið var af, sá Mark að í öskjunni láu, á bóm- ull, tveir keilumyndaðir hlutir úr nikkeli, mjói endin á öðrum hlutnum var kengbeygður, svo hann nærri því myndaði lykkju. “Hafið þér nokkurn tíma séð þessa hluti áður?” spurði Bradley, og hvoldi þeim úr öskj- unni í lófa sinn. “Snertið þá ekki—bara horfið á þá,” “Eg get ekki munað til þess,” svaraði Mark. “Jæja, takið þér þá í hendina, og gætið vel að, hvort þeir munu ekki vera af þeirri stærð sem passar í marghleypuna yðar?” En McGill gerði enga tilraun til að snerta þá. “Eg hefi ekki marghleypu,” svaraði hann. “Eg ber aldrei slíkt vopn á mér — Eg held eg sé búin að segja yður frá því einu sinni eða tvisar áður, en þér efist um að eg sé að segja yður satt.” “Það er mín atvinna, að taka ekkert trúan- lega fyr en eg hefi fengið fullnægjandi sönnun, efun, og þolinmæði eru mér nausynlegir hæfi- leikar — eg hefi sagt yður það áður,” sagði Bradley, og lét báðar kúlurnar í öskjuna, og lokaði henni. “Hvar hafið þér vanalega skammbyssuna yðar? Ójá, eg var búin að gleyma því að þér berið hana ekki á yður”. Hann greip til hliðar- vasa Marks. Hann var tómur. Mark lét sér hvergi bregða, ekki einu sinni að sæist drættir í andliti hans. Ofurlítið hörku bros lék um varir hans, og hin dreymandi augu hans voru óútreiknanleg. “Trúið þér nú?” spurði hann. Bradley lét öskjuna með kúlunum í vasa sinn. “Nærri því,” svaraði hann. “Svo þér funduð þessar kúlur í gólfinu, eða var ekki svo?” sagði Mark ertnislega. “Sannarlega eykur þetta álit mitt á lögregl- unni að stórum mun.” “Ef eg skyldi nú hafa fundið aðra í Meyja- stiganum, en náð annari út úr tré í Hyde Park. Sérfræðingar okkar segja að þeim hafi báðum verið skotið úr skammbyssu af nákvæm lega sömu gerð, en auðvitað ekki nauðsynlega úr sömu byssunni. Eg gat hafa sagt þe:m hvar þér voruð kvöldið sem þessari kúlu var skotið. Hann tók öskjuna aftur upp úr vasa sínum, opnaði hana og tók upp kúluna með beygða oddinum. “Þessa fann eg í Meyjastiganum. Eg hef verið að leita að henni í tólf mánuði.” Mark ylgdi sig ofurlítið við það sem Bradley sagði. “Hjálpaði Eli Josef yður til að finna hana?” spurði Mark glettnislega. “Já, Eli Josef vissi hvar átti að leita að henni”, svaraði Bradley. Hann tók upp úr vasa sínum skjal, og lagði á borðið. “Eg ætla að ransaka þetta hús núna. Þarna er skipunarbréfið,” sagði hann í ákveðnum málróm. “Eg hefi mína meiningu — kannske hún sé röng — að eg finni hér samslags skammbyssu og þessum kúlum var skotið úr. Ef yður er sama, þá byrjum við leitina strax.” Sem snöggvast varð Mark ljótur í andliti, og Bradley sá hvað honum bjó í skapi,' og sagði brosandi. “Eg er ekki einsamall, Mark, félagar mínir standa á verði kringum húsið; eg ætla að láta nokkra þeirra koma inn til að rannsaka húsið.” Rannsóknin var gerð svo nákvæmlega, að vesalings skjálfandi Tiser hafði aldrei séð eins nákvæma leit ar áður, og var hann þó búinn að horfa á nokkrar slíkar, þar í húsinu. Hann sat á stólbrík, titrandi af angist, og ótta. Lögreglumennirnir leituðu í hverju herbergi. Gólf voru brotin upp, og á einum stað fundu þeir heilmikið af gömlu silfri. Hver hafði það falið þarna, var ekki hægt að vita um, því í herberginu hafði verið vistmaður, sem hvarf skjótlega, eftir eina árásina sem gerð var á Bradley. “Eg get ekki haldið yður ábyrgðarfullum fyrir þessu,”" sagði Bradley, þegar silfur mun- irnir voru bornir inn og lagðir á borð í stof- unni. “Engin eiturlyf, Simmonds?” “Nei, herra minn.” “Engin byssa heldur?” spurði Mark mjög sakleysislega. “Eg fann þessa í þykkfóðraða herberginu, uppi lofti,” svaraði Simmonds, og Mark nærri gapti af undrun þegar hann sá hann hélt á kvennhandtösku sem hann þekti undir eins. Bradley tók við þessum hlutum og skoðaði þá vandlega, og leit á Mark. “Hver .á þetta?” og er Mark svaraði ekki spurningunni, opnaði hann handtöskuna. Það fyrsta sem hann fann í töskunni var bréfspjald. Hann leit á Mark ómildum augum. “Hvað var Miss Perrymann að gera hér?” “Hún kemur hingað stöku sinnum,” sagði Mark kæruleysislega. “Við erum góðir vinir — þér haldið það kannske ekki. Miklu betri vinir en þér ímyndið yður. Eg býst við að það sé ekki nokkuð sem einn segir öðrum mikið um, en þér eruð lög- reglumaður, og eg hef það fyrir fasta reglu að segja lögreglunni sannleikann, og ekkert annað en sannleikann. “Svo þið eruð mjög góðir vinir,” sagði Bradley kalt, en stillilega. Hann skelti töskunni í lás. “Þið eruð sjálfsagt miklir vinir?” “Mark brosti, undirhyggjulega. “Þér eruð heimsmaður —” byrjaði hann að segja, en hætti við þegar hann heyrði mildan hlátur Bradleys. “Þér er að fara aftur Mark. Fyrir ári síðan er eins líklegt að eg hefði trúað þér, ef þú hefðir þá sagt það — þér eruð líká búnir að týna listinni að ljúga. Þegar eg sé Eli Josef í kvöld, skal eg segja honum að það sé þess virði að koma í Meyjarstigann til þess að heyra —”. Það var liðinn fjórðungur stundar frá því Bradley fór, þar til Mark sagði nokkuð. Sede- mann hafði læðst út úr stofunni meðan þeir voru að tala saman, og þegar Tiser kom upp í herbergi hans, til að leita að honum, var hann horfinn. Mark gekk fram og aftur um gólf, eins og ljón í búri, með hendurnar í vösunum, og hökuna niður á bringu. Gamli maðurinn var þá kominn aftur í Meyjastigann — undarlegt — því enginn af njósnurum hans hafði orðið þess var. Hann stansaði allt í einu, tók upp úrið sitt og leit á það. “Farið þér strax í frakkann yðar, Tiser,” sagði hann í höstum róm. “Þér ætlist þó ekki til að eg fari út í nótt, Mark?” spurði Tiser skjálfandi af hræðslu. “Þér komið með mér í Meyjarstigann, eg þarf að tala við eli Josef.” XXVII. kafli. Anna komst heim með veikum burðum. Undir eins og hún var búin að loka dyrunum fleygði hún sér, nærri örmagna, niður í stól. Hún hélt að það mundi líða yfir sig, en eftir stuttrar stundar hvíld hrestist hún. Nú þekti hún Mark eins og hann var, og í fyrsta sinn fékk hún samviskubit út af því sem hún hafði unnið í hans þjónustu. Það var hræðileg hugsun, og það var sem hjartað í brjósti hennar hætti að slá, þegar hún fór að hugsa út í það, að hún gæti persónulega verið valdandi margra — henni óafvitandi — glæpa, með starfi sínu í þjónustu Marks. Hún heyrði barið að dyrum og stóð á fætur. Ef það væri Mark ætlaði hún ekki að láta hann koma inn, hún vildi ekki eiga neitt á hættu, og var ráðin í að flytja úr herbergjun- um strax að morgni. Hún fór fram í ganginn, því barið var aftur. “Hver er að berja?” spurði hún, og henni til mikils léttis heyrði hún málróm hús- gæslumannsins. Hún dró frá lokuna og opn- aði hurðina. “Keyrslumaðurinn yðar bíður, og vill fá að vita hvort þér þurfið hans með aftur.” Hún hafði gleymt manninum sem keyrði með hana heim, og fór inn til að ná handtösku sinni, en þá varð hún þess vör að hún hafði mist hana. Hún hafði svolítið af peningum í svefn- herbergi sínu, og borgaði keyrslumanninum. “Gpt eg fengið að tala fáein orð vxð yður, spurði húsgæslumaðurinn. “Núna,” spurði hún forviða. “Já — gerið svo vel og komið inn.” “Það er nokkuð sem liggur á hug mínum, sem gerir mig órólegann, sem mig langar að tala um við yður,” sagði maðurinn. “Til að segja eins og er, er eg í dálitlum vandræðum með að gera grein fyrir nokkru sem skeð hefur.” Hún brosti ofurlítið, og sagði. “Það er mjög undarlegt, Ritchie.” Henni líkaði maðurinn vel, afar reglusamur og umhyggjusamur, með allt sem hann átti að sjá um. Hann var nokkuð roskinn, og hafði verið umsjónarmaður byggingarinnar í tuttugu ár. “Miss Findon kom í gær frá Skotlandi, til þess að gæta að, ef alt væri með góðri reglu í herbergjum þeirra.” “Hún er dóttir Sir Arthurs Findon.” “Stúlkan sem leikur á fiðluna, er það ekki hún?” spurði Anna. “Já, fjarska aðfinslu og smámuna söm og eg get ekki sagt að mér geðjist mjög vel að henni, en það er annað mál. Hún varð þess vör að einhver hafði farið í fiðlu hylkið sitt, og lánað fiðluboga, sem þar var, en ekki látið hann í hylkið aftur, heldur skilið hann eftir á því. Hún kom ekki til mín, en fór til skrif- arans, en þar sem eg hef lyklana að íbúðinni, þá kom þetta illa á, sérstaklega vegna þess að eg hefi ekki minst á þetta við einn. Ef Sir Arthur væri hér, þá væri hægt að finna skýr- ingu á þessu. En eins og er, ef eg þegi um það lendi eg í vandræðum, og eins og eg segi nokkuð um það, er eg eins í klípunni.” Hún mundi eftir fiðluspilinu og vissi upp á víst, hver það var sem hafði lánað bogann, en gleymt að láta hann aftur þar sem hann var. “Þekkið þér Eli Josef?” spurði hún. Hann hugsaði sig um ofurlitla stund. “Eg þekki engan með því nafni,” svaraði hann. “En eg hefi séð gamlan mann af og til koma inn, og eg hélt hann hefði sérstakt leyfi, og lögreglan sagði mér að skifta mér ekki af hon- um — . Hann þagnaði, eins og hann findi til að hann hefði sagt of mikið. “Hvaða lögreglumaður — Mr. Bradley? Þér þekkið Mr. Bradley?” Hann kinkaði kolli. “Já, Miss, eg þekki Mr. Bradley mjög vel. Og eg þekkti bróður yðar líka mjög vel.” Hún horfði fast á hann. Fyrir einhverja ástæðu hafði hún aldrei hugsað um Ronnie verandi í þessari byggingu, hafði aldrei hugsað um hann sem einn þeirra er heimsóttu Mark í hans íbúð. “Þér þekktuð Ronnie bróður minn?” sagði hún. “Já mjög vel,” sagði Ritchie. “Hann svaf í íbúð Marks þegar hann var —” Hann hikaði við að segja meira; hún gat getið sér til hvað hann ætlaði að segja, og kom honum úr klípunni. “Eg veit ekki hvað eg get gert fyrir yður, Ritcrie, nema tala við Mark.” “Nei, talið þér ekki um þetta við hann,” sagði hann undir eins. “En ef þér vilduð gera mér greiða, gætuð þér sagt Mr. Bradley frá því hvað hefur kom- ið fyrir. Eg veit að hann er vinur yðar. Eg vil ógjarnan missa góða stöðu fyrir þetta, og eg vil ógjarnan segja hvers vegna að eg hleypti gamalmenninu inn í Sir Arthurs íbúð — það gæti komið mér í enn meiri vand- ræði.” Þrátt fyrir hennar eigin áhyggjur, gat hún ekki varist því að brosa. “Já, eg skal tala við Mr. Bradley ef eg sé hann,” sagði hún. “Mér þykir ósköp fyrir að þér skylduð verða fyrir þessum óþægindum- Mr. Bradley þekti bróðir minn.” “Já, Mr. Bradley og Mr. Perryman voru bestu vinir. Þegar eg segi að þeir voru góðir vinir, meina eg, að Mr. Bradley var góður vinur bróður yðar. Þeir fóru oft á kvöldin út saman, og eg man hversu nærri sér að Bradley tók það, þegar bróðir yðar lenti í einhverjum vandræðum. Hann gerði allt sem hann gat til að bjarga yðar unga bróður.” (Framhald)

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.