Lögberg - 19.08.1943, Blaðsíða 3

Lögberg - 19.08.1943, Blaðsíða 3
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 19. ÁGÚST, 1943 3 Eg hefi áSur gert grein fyrir starfi m'mu á árinu. ASeins einn mánu8 eftir kirkjuþing vann eg á heimatrúboSssviðinu norSur meS Manitobavatni. Flutti eg guSsþjónustur beggja megin vatnsins, upp- fræddi börn, fermdi á tveimur stöSum (í kirkjunni ^iS Vogar og kirkju BetelssafnaSar), tók til altaris, skírSi mörg börn og heimsótti yfir tuttugu heimili. Fékk eg enn aftur aS reyna hve frábæijega vel er tekiS á móti kennimanni á þessum slóSum, og hve margir eru boönir og búnir aS greiSa fyrir. Flest kvöld var eg viS barnauppfræSslu, og þrátt fyrir mesta annatíma ársins og hina miklu fólkseklu, er leiSir til þess aS hver unglingur er notaSur, komu ungmennin eSa var komiS til uppfræSslunnar, í sumum tilfellum langar leiSir, meS stakri reglu- semi. GuSsþjónusturnar voru mjög vel sóttar, meS afbrigSum ferm- ingardagnin. Mér liefir veriS mjög mikil gleSi aS starfinu meSal þessa fólks á liSnum árum. Þar mun reynast heppilegt starfssvæSi fyrir dugandi mann. — Eg var kvaddur heim aS loknum þessum mánuSi, og gat litlu starfi sint fyr en eftir hátíSir. Þá gafst mér í byrjun febrúar kostur á starfi í túnaSarstöSu fyrir stjórn Bandarikjanna, þar sem bæSi tungumálakunnátta og kunnugleiki viS kirkjulegt starf komu aS liSi. ÞaS dróg mig aS þessu því fremur aS eg vissi aS mér mundi gefast kostur á aS prédika í viSlögum eins og raun hefir oröiS á. Eg fæ rúmra þriggja vikna frí á árinu og er óhindraSur frá aS geta notaS þann stutta tíma hvar sem aS liSi gæti veriS. í brýnni nauSsyn gæti komiS til greina eitthvaS meira meS vissum skilmálum. Annars endist starfiS til ófriSarloka. ÁSur en eg vík stuttlega aS starfsmálum vorum, vil eg gera nokkra grein fyrir tilhögun þessa kirkjuþings. Menn hafa tekiS eftir aö ráS- gerSur er talsvert styttri þingtími en venjulega. Eins og öllum er skiljanlegt, er nú miklum erfiSleikum háS aö taka á móti fjölda gesta þegar þreifa þarf sig áfram á nákvæmum skömtunarmiSum. Leit því all erfiSlega út um tíma meS aS fá þingstaS, nema þá helzt meS því móti aS söfnuSur sæi aSeins fyrir húsnæSi og morgunveröi, en aSrar máltíöir keyptu erindrekar sér hjá geiöasölum. Nálgast þetta meir þaö fyrirkomulag er tíökast á kirkjuþingum ÖSrum liér í álfu. En þá brugSust viS söfnuSirnir í prestakalli séra Haraldar — aö meStöldum GarSarsöfnuSi og ÞingvallasöfnuSi — og buöu þinginu til sín. Þeir mæltust til aS þingtíminn væri styttur, og er þaS mjög í samræmi viS þaS, sem nú er fariS fram á af þjóSunum. Framkvæmdarnefnd kirkju- félagsins tók þessu boöi hiklaust meö þakklæti. Hún mat drenglyndi þessara safnaSa og fanst tilmæli þeirra réttmæt. Vér vissum aS þaS var löngun safnaöanna meS ööru aS stySja þannig aS því aS Harold Sigmar gæti orSiö vígöur á kirkjuþingi i heimasöfnuöi sínum, þar sem afi hans var vigSur fyrir 55 árum. Nutum vér því aS nokkru vinsælda heimaprestsins og fjölskyldu hans. En þetta hefir í för meS sér aS vér verSum aS fara sérstaklega vel meö timann. ÞaS, sem beint snertir hiS lifandi starf, verSur aS sitja fyrir. Sumu þörfu, sem þolir biS, veröur aS fresta. MeSferS á öSru verSur aS vera sem greiöust og þó gagnleg. Á þetta er bent einnnig meö þaS fyrir augurn aS dag- skrárnefnd gæti þess aS taka ekki of margt til meSferöar. Starfsmál kirkjufélagsins falla aöallega í þrjá flokka. Fyrst eru þau er heyra undir beina umsjón framkvæmdarnefndar milli þinga. Annar flokkurinn eru þau mál er falin hafa veriS sérstökum nefndum til meSferöar. SiSast eru þau mál er koma upp til meöferöar á þing- um viS og viö án þess aö vera falin nefndum milli þinga og snerta oft afstööu kirkjunnar í ákveSnum velferöamálum. Þetta er laus skifting, en getur aö einhverju leyti, ef til vill, dregiö saman efniS til skipu- legrar meSferSar. Milli þessa þarf aö úthluta þeim tíma, sem vér höfum yfir aö ráSa, svo aö sem bezt fari á. Betra aö einhverju, þó þýöingarmikiS sé, verSi frestaö, en aö flaustra nokkru af. í fyrsta flokknum voru þessi mál til meSferöar í fyrra: 1. Samband kirkjufélagsins viö U.L.C.A. 2. Erlent trúboö. 3. Útvarp. 4. Starf kirkju vorrar í þarfir hermanna í sjó óg landher Canada og Bandaríkjanna. 5. Útgáfur. HiS fyrsta þessara mála kemur eölilega fyrir þingiö i sambandi viö aS viröulegur erindreki U.L.C.A. Dr. R. H. Gerberding frá Minne- apolis flytur þinginu boöskap. ÞaS, sem aS veröur aö miöa, er aukinn skilningur á hlutverki voru í hinni stærri heild, svo sambandiö geti reynst sem mest lifandi. Eg vildi hvetja þingmenn til aö spyrja Dr. Gerberding spurninga, er gætu veriö upplýsandi aS fá afgreiddar, svipaö eins og átti sér staö í fyrra er Mr. J. K. Jensen var hjá oss. ÞaS reyndist þá mjög uppbyggilegt. Þetta er málefni, sem ekki verSur afgreitt meS tómum þingsamþyktum, heldur meS stöSugri viöleitni aS styrkja böndin er tengja oss viö málefni hinnar víStækari kristni. Erlent trúboS kemur nú til meöferöar á nokkuö annan hátt en tíökaSist meöan sérstök fjársöfnun var hafin ár hvert því til styrktar. Nú er þaS eitt af starfsmálum þeim, er sameiginlega er safnaS til. ÞaS, sem á ríöur, er aö þetta stórmál kristninnar fái þá meSferö innan safnaöa vorra aö þau auki áhuga fyrir því. Þá græSir líka hin sam- eiginlega innsöfnun á fé til kristilegra velferöarmála. HvaS útvarp snertir, finst mér aS því vera vel borgiS í útvarpi Fyrsta lúterska safnaöar, sem hefir reynst fús til aS gefa kirkjufélaginu hluttöku þegar sérstök ástæöa hefir virst til. Engin ný ráöstöfun er líkleg aö veröa gerö á þessu þingi. FjórSi liöurinn aS ofan bendir til þess mikla starfs, er allar deildir hinnar lútersku kirkju vorrar eru aö vinna aö sameiginlega til vel- ferSar vorum ungu mönnum i her þjóöanna. Þetta er í raun réttri liöur í stærra hlutveki er nefnist Lutheran IVorld Action. ÞaS eru samtök lúterskrar kirkju um aö koma aö liöi sameiginlega þar sem mest ríöur á frá kristilegu sjónarmiöi undir ástæöum hinnar USandi stundar. Eitt stærsta atriöi þar er velferS hermannanna. Hefir kirkja vor hlotiö merkilega viöurkenningu fyrir þetta starf frá yfirmönnum í hermálum. Hafa aörar kirkjtideildir tekiö starfiö til fyrirmyndar. Svo kemur kirkjan aS liöi sameiginlega á trúboössviöinu og hvar sem knýjandi ástæSur eru til. Þessi samvinna er aö sameina krafta kirkj- unnar eins og ekkert annaS hefir gert. Takmarkiö á þessu ári er aö safna einni miljón dollars í þessu augnamiSi. Félag vort þyrfti endi- lega aö vera meS í því. Útgáfur eru ekki aörar en Sameiningin og GjörSabókin. Umsjón á hvortveggja hefir veriS hjá framkvæmdarnefndinni. Engin breyt- ing á því er líkleg á þessu þingi. Þau mál er falin hafa veriö sérstökum nefndum eru: 1. HeimatrúboSiS. 2. Frumvarp til laga fyrir kirkjufélag vort á ensku og íslenzku. 3. Ungmennastarf. 4. Kristileg fræösla. 5. Betel. HeimatrúboSiö er okkar aöal starf. Nefndin er um þaS fjallar leggur fram nákvæma skýrslu. Því ætti aS vera gefinn allur sá tími, sem unt er. Frumvarp til laganijög vandaö er lagt fram bæöi á ís- lenzku og ensku. Því miöur var þaö ekki komiö í hendur þingmanna fyr en svo skömmu fyrir þing aS fáir ef nokkrir hafa átt kost á því aö kynna sér þaS verulega. Þingiö veröur aö skera úr utn hvort þaö sér sér fært aö afgreiöa þaS á þeim tíma, sem vér nú höfum yfir aS ráöa. •—■ Hin málin þrjú finst mér aö þessu sinni eiga aö fá þá meS- ferö aö fjalla um tillögur er frá nefndunum kynni aS koma án þess aö setja þau í þingnefndir. í þriöja flokkrrum var í fyrra aöeins eitt mál: Mannfélagsmál og kirkjan. ÞaS fékk nrjög rækilega afgreiöslu í fyrra, svo tæpast mun verSa sérstök ástæSa til aS bæta þar viS, nema ef einhver þingmaSur hefir sérstaka tillögu fram aö bera. Hér mætti telja einnig ný mál er kynnu aS koma fram. Dagskrárnefnd getur lagt til um hvaö eina er mætti verSa til aö greiöa fyrir. Kæru kirkjuþingsmenn, eg legg málefni kirkjufélags vors í ykkar hendur til meSferSar á þessu þingi í þeirri fullvissu aö þér fariS meS þau meS þaS eitt fyrir augum aS bera þau fram til farsælla úrslita. AS Drottinn leiöbeini oss meö sínum anda er vor allra bæn. Theódóra Thoroddsen áttrœð Hún stóð upp úr skógium hátt upp í hlíð og horfði yfir þúsundir smærri. Eg starði á þá björk, hún var blaðrík og fríð og beinni en þær flestar og hærri. Þ.E. I. Það væri öfugmæli að segja, að það hefði orðið reimt í gamla bænum heima þegar faðir minn kom heim vorið 1911 eftir nok- kurra mánaða dvöl í Reykjvík. En það fjölgaði í bænum. Dularfullar verur voru þar á sveimi, næstum óskiljanlegar í allri sinni fegurð og öllum sín- um mætti. Samt voru þetta ekki beinlínis englar, nei, það var fólkið, sem faðir minn hafði heyrt og séð í Reykjavíkurdvöl sinni. Og þvílíkt fólk! Það bar eikki mikið á því hversdagslega, en þegar góðir gestir komu og sátu leengi með honum einum, þá fékk það líf og gekk fram. Og í huga lítils áheyranda, sem faldi sig bak við einhvern stól- inn, var þetta fólk ekki einungis ágætara og máttugra í eðli sínu en nokkrar aðrar verur, heldur var allt líf þess ótrúlegt æfin- týri, fyllt öllu því sem eftir- sóknarvert gat verið í þessum heimi. Það var gott að muna nöfn á Iþessu fólki. Það voru til svo margar vísur um það. Einn hét Benedikt og leit út alveg eins og Gunnar frá Hlíðareenda Hann skildi allar íslendinga- sögurnar, já, vísurnar líka! Annar hét Jón, hann hafði ferð- ast nærri því eins mikið og Sindbað, en varð ekki nærri eins ríkur. Þá voru Bjarni og Björn ekki neeitt hversdagslegir eða þá Skúli! . Sækonungar og kappar fornsagnanna máttu vara sig. Og svo voru það konurnar, Ennþá voru þær tilkomumeiri heldur en jafnvel karlmenn- irnir. Ein hét Guðrún. Hún hafði svo fallegt hár, að það ljómaði af því þegar hún gekk um göturnar. Svo voru þar systur, margar systur, hver annari fallegri og svo töfrandi, að það var í rauninni óskiljan- legt. Og móðursystir þeirra var hún Theódóra. Það var konan hans Skúla. Þessi Theódóra var ekki lík neinum af hinum kon- unum,h ún stóð ein út af fyrir sig. Maðurinn hennar hafði verið sýslumaður eins og hann faðir hans, sýslumaðurinn sálugi á Leirá. Þá bjuggu þau fyrir vestan og gáfu út blað, sem var á móti Dönum og landshöfð- ingjanum. og einu sinni komu margir menn heim í húsið þeirra og spurðu eftir mannin- um hennar og fólkið hélt að þeir ætluðu að gera honum eitthvað illt. Þá bljóp hún í dyrnar og sagði þeim að þeir fengju ekki að koma inn, og að þeir skyldu aldrei ná í mann- inn sinn til þess að gera honum illt. Þeir skyldu bara snauta í burtu. Og þeir náðu heldur aldrei í manninn hennar og gátu ekki gert honum neitt illt af því að hún var svona dugleeg. En svo fluttu þau að Beessa- stöðum, mér var ekki um það nafn, en voldugir hlutu þeir að vera, sem bjuggu á Beessastöð- um. En nýlega höfðu þau flutt til Reykjavíkur og byggt þar stórt og fallegt hús við tjörn. Þau áttu mörg, mörg börn og öll þessi börn voru að læra, stúlk- urnar alveg eins og piltarnir. Samt voru þau ekki alltaf að læra, þau sungu stundum og léku á hljóðfæri, kváðust á og sögðu sögur, því að þetta var skemmtilegasta húsið í Reykja- vík. Stundum voru þar líka ortar vísur, en vísurnar hennar Theódóru voru beztar. I þessu húsi voru líka fleiri börn en þau seem Theódóra átti. Öll börnin, sem léku sér við þau og voru með þeim, máttu koma þangað og fá mat þegar þau voru svöng og Theódóa var góð við þau öll. — Og allir hlýddu henni. Og hún var engum lík. II. Þessar sýnir, séðar í hilling- um æskunnar, rifjuðust upp, þegar eg heyrði að frú Theó- dóra Thoroddsen væri áttræð í dag. Myndin af henni, með kjarkinn, þrekið og fögnuðinn yfir lífinu, eins og eg sá hana sem nokkurs konar þjóðsagna- veru, hefir fylgt mér síðan. Það vantar margt í þá mynd, en svona mun hún hafa ljómað fyrir augum og í hugum margra jafnaldra minna. Frú Theódóra Thoroddseen er fædd að Kvennabrekku 1. júlí, 1863. Dóttir sr. Guðmundar Einarssonar og Katrínar Ólafs- dóttur Sívertsen. Var þannig allmikill skyldleiki með henni og Skúla manni hennar. Það væri ánægjulegt verk fyrir hæfan mann að kynna sér ættir frú Theódóru, ekki aðeins með nafnaromsum og ártalsþulum, heldur til þess að gera sér grein fyrir hinum óvenjulega sterku hneigðum til allra lista, er þar koma fram, ásamt sérstökum mannkostum og óvenjulegu lík- amsatgjörvi. Matthías Jochums- son, Guðmundur Thorsteinsson, Herdís og Ólína eru nöfn. sem allir þekkja. Hinir eru þó miklu fleiri, sem áttu hæfileika, þó þeir hlytu ekki frægðina. Grun- ur minn er sá, að í ætt frú Theódóru komi fram hæfileikar til flestra þeeirra lista, sem ís- lendingar á annað borð hafa iðkað. En ekki meira um það her. Frú Theódóra var kornung sett til mennta, auk þess sem hún nam í föðurgarði, var hún hér í Kvennaskólanum, *en það var þá hin fullkomnasta mennta- un, sem konur áttu völ á hér á landi. “Ung var ek Njáli gefin” Árið 1884 giftist hún Skúla Thoroddsen sýslumanni og fluttist með honum til Isafjarð- ar. Þar reisti Skúli prentsmiðju og hóf að gefa út blað. Það barðist fyrir frelsi landsmanna út á við og frelsi og réttindum smælingjanna í þeirra eigin landi. Að Bessastöðum fluttu þau um s.l. aldamót og héldu þar áfram blaða- og bókaútgáfu og baráttu sinni er óhætt að segja. Til Reykjavíkur fiuttu þau svo 1908 og þar dó Skúli Thoroddsen 1916. Þau eignuðust 13 börn, 1 dó í æsku og tveim sonum hefir hún séð á bak eftir að hún varð ekkja. Skúli yngri andaðist 1917 og Jón nokkrum árum síðar. Báðir voru þeir óvenjulega vel gefnir og verða ógleymanlegir öllum, sem noklkuð þekktu þá. Barnabörn á Theódóra 29 og barnabarnabörn 8, svo engin hætta er á að ætt hennar deyi út í bráð. Eftir að frú Theódóra varð ekkja, hefir hún unnið margvísleg störf, vann lengi í skrifstofu alþingis og við próf- arkalestur, við fornminjasafn- ið og að margvíslegum ritstörf- um. Þá má ekki gleyma prjóna- skapnum og allri handavinn- unni, enda er hún eins og fleiri ættmenn hennar liðtæk til flestra verka, Þetta eru í fáum orðum nokkrir drættir úr umgerðinni um líf frú Theódóru. III. Ef það væri móðins að láta íslenzkar konur njóta sannmæl- is, yrðu menn að kannast við að margar ágætar eiginkonur og mæður hafa verið í þeirra hópi. En það eru fáar einar, sem voru þannig settar að augu næstum allra landsmanna beindust að baráttu þeirra fvr- ir og með manni og börnum. En frú Theódóra stóð jafnan þar, sem kastljós mikilla at- burða léku um, hana sáu allir. Sáu baráttuáhugan, geigleys- ið, stórmennskuna, sem lýsti sér í öllum hlutum. Því fékk barátta hennar al- mennt gildi. Hún hækkaði þann mælikvarða, sem íslenzkar kon- ur voru mældar eftir. Það var ekkert undarlegt þó Skúli Thor- oddsen væri eldheitur og ó- þreytandi málsvari kvenrétt- inda. Hann þurfti ekki að leita að rökunum, þau stóðu þarna ljóslifandi fyrir framan hann. Það er ekki nóg að vilja berj- ast, hvort sem er fyrir ástvini sína eða fyrir rétti smæíingj- ans og þeirra kúguðu. Það verða að vera tæki til þess, — hæfi- leikar. Það þekkja flestir, sem læsir eru, hæfileika frú Theeódóru til ritstarfa, og stíl hennar, sér- kennilegan, hnitmiðaðan, léttan og þó máttugan. (Framh. á bls. 7) Business and Professional Cards MEÐÖL sjúkdómum . SkrifiS NIKKEL’S SCIENTIFIC LABORATORY CLARKLEIGH, MAN. Drummondville CottonCo. LTO. 55 Arthur St., Winnipeg Phone 21020 Manufacturers of BLUENOSE Fish Nets and Sein Twines H. L. HANNESSON, Branch Mgr. Blóm stundvíslega afgreidd THE R0SERY ltd. StofnaS 1905 427 Portage Ave. Winnipeg. G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. S. M. Backman, Sec. Treas. Keystone Fisheries Limited 325 Main St. Wholesale Distributors of FRE8H AND FROZEN FISH H. A. BERGMAN, K.C. islenzkur lögfrceOingur Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 1651 Phones 95 052 og 39 043 EYOLFSON’S DRUG PARK RIVER, N.D. Islenzkur lyfsali F61k getur pantað meSul annað með pósti. Fljót afgreiSsla. og Dr. P. H. T. Thorlakson Phone 22 866 • WINNTPEG CHNIC Vaughan & St. Mary’s • Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG., WPG. • Fasteignasalar. Leigja hös. Út- vega peningalán og eldsábyrgö. bifreiBaábyrgC, o. s. frv. Phone 26 821 DR. B. J. BRANDSON 308 Medical Arts Bldg Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office tfmar 8-4.30 Heimili: 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba Legsieinar sem skara framúr Úrvals blágrýU og Manitoba marmari Skrifiö eftir verOskrd GILLIS QUARRIES, LTD. 1400 SPRUCE ST. Winnipeg, Man. DR. A. BLONDAL Physician & Burgeon 602 MEDICAL, ARTS BLDG. Sfmi 22 296 Heimili: 108 Chataway Slmi 61 023 MANITOBA FISHERIES WINNIPEG, MAN. T. Bercovitch, framkv.stj. Verzla i heildsölu með nýjan og frosinn fisk. 303 OWENA ST. Skrifstofusími 25 355 Heimasími 55 463 1flei/ers Stæ&siJMi. ÓHONE 96 647 CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. J.'H. Page, Managing Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish. 311 Chambers St. Office Phone 86 651. Res Phone 73 917. Office Phone Res. Phone 87 298 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 109 MEDICAL ARTS BLDG. Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appointment ANDREWS. ANDREWS THORVALDSON AND EGGERTSON Lögfrœöingar 209 Bank of Nova Scotia Bldg. Portage og Garry St. Síml 98 291 DR. A. V. JOHNSON Dentist 506 SOMERSET BLDG. Telephone 88 124 Home Telephone' 202 398 ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST., WINNIPEG • ’ Pœgilegur og rólegur bústaöur i miöbiki borgarlnnar Herbergi $2.00 og þar yfir; með baðklefa $3.00 og þar yfir Ágætar máltíðir 40c—60c Free Parking for Ouests DRS. H. R. and H. W. TWEED Tannlœknar • 406 TORONTO GEN. TRCSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 545 WINNIPEO A. S. BARDAL 848 SHERBROOK ST. Selur llkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá beztl. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talslmi 86 607 HeimiUs talsími 501 562 DR. ROBERT BLACK Sérfræðingur 1 eyrna, augna, nef og hálssjúkdðmum 416 Medical Arts Bldg. Cor. Graham tc Kennedy Viðtalstlmi — 11 til 1 og 2 tll 5 Skrifstofusimi 22 261 Heimllisslmi 401 991 Dr. S. J. Johannesson 215 RUBY STREET (Beint suður af Bannlng) Talsími 30 877 Viðtalstlmi 3—6 e. h.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.