Lögberg - 19.08.1943, Blaðsíða 8

Lögberg - 19.08.1943, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG. FIMTUDAGINN 19. ÁGÚST, 1943 Úr borg og bygð MATREIÐSLUBÓK Kvenfélags Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipag. Pantanir sendist til: Mrs. E. W. Perry, 723 Warsaw Ave.; Mrs; E. S. Feldsted, 525 Dominion Street. Verð $1.00. Burðargjald 5c. 4 4 4 Mr. Árni Johnson frá Gimli kom til borgarinnar í byrjun vikunnar. ♦ ♦ Á laugardaginn var lézt að heimili Magnúsar sonar síns á Gimli Mrs. Guðrún Magnússon, ekkja Sveins Magnússonar, sem lézt þar í bænum árið 1926; hún var 79 ára að aldri, væn kona og, vinsæl. Guðrún var jarðsungin á mánudaginn. Við útförina var tengdabróðir henn- ar héðan úr borginni, Mr. Odd- björn Magnússon. ♦ 4 4 ÁRÍÐANDI Nefnd sú, sem kosin var til þess að annast um hlýhug til drengja Fyrsta Lúterska safnaðar biður aðstendendur þeirra að senda nefndinni utan- áskrift þeirra tafarlaust, því J ólabögglarnir verða sendir héðan í Séptembermánuði til þess að verða komnir í tíma. Mfs. G. Eby, 144 Glenwood Crescent Elmwood, Winnipe, Telephone 501 348 Mrs. A. S. Bardal, 2-841 Sherbrooke St. Winnipeg, Man. Telephone 26 444 Verzlun með pósti Meir en aldarfjórðungs reynsla hefir sannfært menn um, að póstpant- ana verzlun gegnum E A T ON ' S verðskrá er fullkomnasta nýtízku aðferðin. Kynslóð eftir kynslóð hefir EATON'S fullnægt kröfum fólks í dreifbýlinu vestanlnds með þessari verzlunarað- ferð, veitt hefir þægindi sem fólk að öðrum kosti hefði farið á mis við. Þetta hefir náð til af- skekktra bændabýla, námu héraða og sjúkra- hússþjóna í óra fjarlægð. E A T O N ' S verðskrá heimsækir fólk reglu- bundið og gerir því kleift að velja úr vörum eins og um búð í borginni væri að ræða. Verzlið um EATON'S verðskrá "Búðina milli spjaldanna". <*T. EATON C?-™ WINNIPEG CANADA EATONS Messuboð Fyrsia lúierska kirkja, Winnipeg Séra Valdimar J. Eylands, prestur 776 Victor St.—Phone 29 017 Guðsþjónusta á hverjum sunnudegi. Á íslenzku kl. 7. e. h. Allir æfinlega velkomnir. 4 4 4 Skúli Sigurgeirsson guðfræð- ingur flytur messur í Gimli prestakalli næsta sunnudag sem hér segir: Árnes, kl. 2. e. h. Gimli, kl. 7 e. h. Báðar þessar guðsþjónustur verða á íslenzku. 4 4 4 Messur í Vaínabygðum. Sunnudaginn 22. ágúst. Foam Lake kl. 2.30 e. h. ísl. messa, Leslie kl. 7.30 e. h. ensk messa. B. T. Sigurdsson. 4 4 4 Preslakall Norður Nýja íslands 22. ágúst — Geysir, ferming og altarisganga kl. 2. e. h. 29. ágúst. — Hnausa, ferming og altarisganga kl. 2 e. h. B. A. Bjarnason. 4 4 4 Guðsþjónusta í Concordia kirkju sunnudaginn 22. þ. m. og á Red Deer point þ. 29. kl. 11. f. h. og kl. 3. e. h. í Winnipegosis sama dag. s. s. c. 4 4 4 Sunnudaginn 22. ágúst messar séra H. Sigmar í Vídalíns kirkjtf kl. 11 f. h., í Garðar kl. 2.30 e. h. og í Mountain kl. 8 að kveldi. Mountain messan á ensku, hinar á íslenzku. Allir velkomnir. 4 4 4 Sunnudaginn 22. ágúst. Engin messa í kirkju Selkirk safnaðar þann dag. Sama dag, méssað á Betel, kl. 9.30 árd. Víðinessöfnuði, kl. 2. síðd. S. Ólafsson. y ------------------- Wartime Prices and Trade Board Nýju skömtunarseðlabækurnar. Það verður bylrjað að út- hluta nýju skömtunarbókunum á miðvikudaginn 25. ágúst. Fyr- irkomulag verður líkt og sein- ast. í Winnipeg er búist v’ð að starfinu verði lokið þann 27, og að skrifstofutímar verði frá klukkan níu að morgni til kl. sjö að kvöldi. Lyfjabúðirnar hafa boðist til að lána húspláss eins og áður var gert, og starfsfcik verður í flestum tilfellum hið sama. Út um land verða afgreiðslu- stofurnar líklega í sömu bygg- ingum og áður, en alstaðar verð- ur fólki tilkynt um stað og tíma í gegnum útvarp og upp- festar auglýsingar. Munið eftir að fylla út spjald- ið sem er aftan til í bókunum (það eru tvö bréfspjöld aftast í bókunum, umsóknarspjaldið er fremra spjaldið). Efst, á að prenta eða skrifa með skýru letri, stafi og númer bókarinnar. Næst er ættarnafn, þar næst Hittið næsta liðssöfnunarmann að máli eiginnafn eða skírnarnafn. Þessu fylgir utanáskrift, dagsetning, og aldur, ef innan sextán ára. Neðst á að undirrita með nafni. Spjöld barna og unglinga innan 16 ára eiga að vera undirrituð af foreldrum eða ábyrgðarmönn um. Aðrir, sem sökum aldurs eða lasleika eiga bágt með undir skrift, geta fengið einhvern á heimilinu til að skrifa fyrir sig. Takið ekki spjaldið úr bókinni. Þeir sem verða við afgreiðslu á úthlutunarstofnunum gera þetta fyrir mann og fá manni svo aftur gömlu bókina með öllum ónotuðum seðlum, ásamt nýju bókinni, sem ekki gengur í gildi fyr en annan september. Reynið að koma fyrsta dag- inn, 25. ágúst. Tímar frá níu til sjö. íslenzku fólki er tilkynnt að Mrs. Wathne verði við úthlutun á skömtunarbókum í Sargent Pharmacy á horninu á Sargent og Toronto St. alla þrjá dagana. Spurningum á íslenzku svarað á íslenzku af Mrs. Albert Wathne, 700 Banning St. Wpg. 0r minnisspjöldum Framh. frá bls. 4. Hörgárdal Þorleifssonar frá Sig- lunesi Þorsteinsson úr Fljótum. Móðir mín Guðrún var Árna- dóttir Árnasonar Magnússonar frá Björgum, en móðir hennar hét Ólöf Jónsdóttir. Hún and- aðist frá þremur ungum börnum og giftist þá Árni í annað sinn Kristínu Jónsdóttur frá Bænda- gerði. Foreldrar mínir eignuðust 4 börn. Ólöf var elst af okkur systkinum, en hún lést nær 8 ára gömul. Eg var næstur að aldri, þá Guðrún, gift Vigfúsi Jónssyni sem dáinn er hér í bygð fyrir nokkrum árum, og Pálína, gift Jóhanni Tómassyni. Hún dó fyrir meir en tveimur árum síðan. Vorið 1869 fluttu faðir minn og móðir búferlum frá Hömrum og að Syðra-Hóli í Kræklinga- hlíð. Eg var þá fjögurra ára gamall. Eftir 5 ára búskap á Hóli, tóku þau sig upp aftur og fluttu fram að Féeggstöðum í Barkárdal, sem er þverdalur vestur úr Hörgárdal. Man eg enn, er eg 9 ára gamall rak fjár- eignina með föður mínum innan úr Kræklingahlíð, vestur yfir Hörgárfljótið á ferju og fram sveitirnar, og eyddust í það 4 dagar. Við vorum mikið gang- andi, en víða var skammt á milli þveránna sem allar voru öskrandi og ógnandi í vorleys- ingum. Komumst þó fram að Féeggstöðum og kom þá fljót- lega vinnukona með dreng, sem lítið var yngri en eg, en faðir minn fór til baka að sækja móð- ur, systur og búslóð. Átta árin á Féeggstöðum tel eg uppvaxtarár mín. 11 ára gamall tók eg að mér ærnar eftir fráfærur, og fylgdi eg þeim nótt og dag frammi á Féeggstaðadal. Tók eg stundum svo nærri mér, að eg misti nær því matarlyst, en eg vildi þetta, og skildi um leið, að það var svo mikið til bjargar heimilinu. Ekki voru skólarnir á þessum árum í sveitum, en faðir minn og föðurbróðir Þorsteinn kendu mér að skrifa og undirstöðu í reikningi í meimahúsum. Ald- rei hefi eg á skóla gengið,— nema þá “Cow-college” sem eg er búin að reyna við í full 50 ár, í þessu landi, en marka má hæfileika mína á því, að það er fyrst nú nýlega að eg hafi nokk- urn vegin, staðist próf. Mér mun ekki úr minni líða vorið sem eg var 14 ára, en þá urðum við ungmennin sem átt- um að.fermast í þremur kirkju- sóknum að ferðast að prestsset- rinu Bægisá til yfirheyrslu. Þangað áttum við að vera komin svon aflíðandi kl. 9 á morgnana. MINNIST BETEL í ERFÐASKRÁM YÐAR Hinn alkunni gáfu og lærdóms prestur Arnljótu Olafsson spurði okkur og fræddi, og var það tvisvar og þrisvar í viku alt vorið fram á Hvítasunnu. Við gengum öll í kirkjuna eftir að við vorum komin á staðinn, og kom þá séra«Arnljótur og settist framan við altarið og tók að spyrja og fræða fram að mið- degi. Þá fengum við ágæta mál- tíð. Byrjaði svo aftur og lauk við dagsverkið kl. 5 að kvölai. Spurningarnar voru svo auð- veldar og ljúfar framan at, og alt af við þau börnin sem miður voru gafin, en þegar kom fram á vorið herti hann á, svo við þurftum bæði að muna vel og skilja til að geta svarað. Hann fræddi okkur um svo mjög margt sem ekki kom biblíuleg- um málum við. Mörgum trúar- brögðum og trúarflokkum sagði hann okkur frá og skýrði það vel og vandlega, en lagði á- herslu á það, að þó við kynnt- umst fólki á liífsleiðinni sem hefðu aðrar skoðanir á trúnni en við, sem teldum okkur lútersk, gæti það verið alveg eins trúað og góðir menn og góðar konur eins og við. Sá yfirheyslutími var yndislega skemtilegur. Aldren gleymi eg snjóa og frostavetrinum 1881. Þá voru stöðugar hríðar og frostharka, frá því fyrir jól og langt fram á vor, oft með óskapa veðurofsa. Fönnin barðist saman svo, að það mátti ferðast með hesta fram og aftur ofan á breðanum, sá varla á bæina svo víða. Heyrði sagt að það hefðu verið 15 þrep ofan í bæjardyrnar í Hvammi í Möðruvallarsókn. Ekki mistu foreldrar mínir neitt af þeim fáu skepnum sem við höfðum, en nærri lá, þar sem veturinn hélt veldi sínu í af- dalnum fram eftir vorinu, en þá brugðu foreldrar mínir búi. Faðir minn fór til séra Arnljóts á Bægisá sem fjármaður, því hann þótti það með afhrigðum. Móðir mín fór með báðar systur mínar að nokkru leyti sem ráðs- kona að Lönguhlíð til Stefáns, frænda, Thorarensen, en mér var slept lausum. Þá var eg 17 ára að aldri og fékk eg bráðlega vinnu. Það átti vel við mig heyskapur og yfir höfuð öll land vinna. Eg hélt áfram að vinna fyrir kaupi á sumrin, þó lágt væri, en vann fyrir fæðinu mínu á vetrum, ýmist með því að segja til börnum, en stundum var eg við fjármensku (beitar- húsa göngu). Árið 1887 tók eg hæga og við- feldna bújörð og fór að búa með foreldrum mínum og yngri systur Pálínu, hin systirin Guð- rún var þá vistráðin. Okkur búnaðist fram yfir vonir, því eg hafði keypa nokkurar kindur og hafði þær á fóðrum og á fyrsta ári höfðum við 3 hross, tvær kýr og fáeinar kindur. 1888 seldu hjónin á Þúfnavöll- um, Tómas Jóhannsson og Guð- rún Árnadóttir bústað sinn og fluttu til Ameríku með skyldu- lið sitt og fór Pálína systir með þeim, en elsta dóttir þeirra Kat- rín, sem verið hafði heitkona mín í tvö ár varð eftir hjá okk- ur og giftumst við vorinu eftir 8 júní. Tel eg það upphaf gæfu minnar, því hún varð mér hin ágætasta kona. Við bjuggum 4 ár á íslandi, og síðasta árið á Bægisá, því séra Arnljótur flutti að Sauðarnesi á Langanesi vorið 1890. Árinu eftir, 1891 seldum við eignir okkar og fluttum til Ameríku með foreldrum mínum Guðrún systir og manni hennar Vigfúsi Jónssyni, ungri dóttur okkar Guðrúnu og nokkuru vina fólki. Við urðum rúm 160 í hópnum og B. L Baldwinsson leiðsögumaðurinn. 16. júní kvöddum við hinn friðsæla og blómlega Eyjafjörð og Island, komum til W-innipeg, héldum þðaan suður til Bandafylkjanna og hér inn í Gardarbygð, því hér var venslafólk mitt heimilisfast og búsett. Þá var 21. júlí og kallaði eg ferðina 5 vikna flæk- ing. Lönd öll voru þá upptekin hér og nær því eins dýr og þau eru nú og var nú fátt til ráða, því að taka daglaunavinnu átti ekki við mig. Lögðum við nú saman ráð okkar Jóhann Tóm- asson sem varð mágur minn, (giftist Pálínu systir) keyptum land og lönd, uxa, hesta og ak- uryrkju áhöld, en margt af þessu var fremur hrörlegt fyrstu árin. Lítil var niðurborgun og urðum við brátt efnaðir af — skuldum. Smámsaman fór þó að rætast fram úr og fór okkur að líða bærilega, en það þjáði mig mjög óyndið hér fyrstu 10- 20 árin. Við hjónin eignuðumst 9 börn og eru þau öll á lífi við bæri- lega líðan, þegar eg er nú að skrifa upp sumt úr mmum minnisspjöldum. Öll eru þau fædd hér í bygð nema elsta barnið Guðrún, sem fæddist á Islandi 29. nóv., 1889, og er gift Sigurði A. Arason á Mauntain. Theaódór, fæddur 24. des. 1891, ógiftur, stundar kartöfluverzlun í Edinburg, N. D., Ólöf, fædd 14. náv. 1894, gift W. K. Halldorsson á Mountain; Friðjón, fæddur 22. júní 1897, kennari við búnaðar- skólann í Park River, N. D., gift- ur Laufeyju Friðriksdóttur, Halldorsson; Thorleifur, fæddur 8. ágúst 1899, ógiftur, heima; Elín fædd 6. ágúst 1902, ógift, og ráðskona heima; Thomas fæddur 6. sept. 1905, prófessor við rik- isháskólann í Grand Forks, gift- ur Margréti Jónsdóttur Hjörtson Svava fædd 13. jan. 1908, gift Daniel Flanagan hér í bygð; Lára, fædd 29. sept. 1913, ógift, heima, en kenslukona á ýmsum stöðum. Nú liðu árin. Börnin okkar fóru að vaxa upp og verða vinnu fær að nokkru. Bújörðin sem við áttum þá aðallega fyrir griparækt, en kornakur mjög nærskorinn. Fórum við nú að kaupa meira af plægðu landi, því áríðandi var að nóg væri vinna fyrir drengina okkar og að fjölskyldan gæti haldið sam- an. Heimilislífið var hið ágæt- asta, börnin okkar svo góð, gest- kvæmt mjög og svipur gleðinn- ar yfir öllu. Nokkurru eftir fimmtugs ald- ur fór að bera á heilsuleysi Kat- rínar konu minnar, og ágerðist það svo, að hún andaðist 3. maí 1926, þá 59 ára að aldri. Sem nærri má geta valda þannig um- skifti svo mörgu sem ekki er hægt að lýsa. Hinn veðurbarði örn sat eftir á bæjardyra-burst- inni og varð nú með börnum sínum að ráða fram úr öllu með svo líkustum aðfeerðum sem verið hafði, en menn tóku ekki eftir því út í frá, að hann var vængbrotinn. 1 “Hollur var eg Hrosshárs- grama,” hefir Grímur Thomsen eftir Starkaði. Hollur hefi eg viljað vera sveitinni minni hér- na, þar sem við fyrst festum bú, eftir að við komum að heim- an og ekki haft löngun til að skifta um bústaði. Hitt fer að líkum, að allir geta ekki verið sammála á ýmsum málefnum, og fer vel á því, annars væri afturför í bygðinni og má hún ekki við því. Það er marg end- urtekin sú reynsla, að þar sem allir eru sammála, dvínar allur áhugi og eyðist í einhvern móðu. Feigðin er þar í fyrir- sátri eins og nú er í surnum okkar aðal málum. Gardar, N. Dak., skrifað í júlí 1943. G. Thorleifsson ^SEEjmME^ áp’HARyEST'jg * Dinrtor, Africnltural Dopariwunt North-WMt Line Elevator* Awocútioe AUTUMN-SOWN GRASSES AND LEGUMES There are, no doubt, large areas in the prairie provinces which will be devoted to straight grain farming for many years to come. In most districts, how- ever, a reasonable acreage of grass, or grass and alfalfa mixed is good for the farmer and good for the farm. A great many farmers have been discouraged because at- tempts to “get a catch” of grass have faailed. Failure is com- monly due to (a) sowing too deeply, (b) no protection from soil drifting and (c) sowing at the wrong timee. In some years and some districts, the use of nurse crops has also caused dis- appointment. Since thee autumn is, alas, not very far away, and since autumn-sowing of grasses is becoming more and more popu- lar, we think it wise to draw attention to some experimental work done at Saskatoon and published in “Scientific Agricul- ture” (Vol. 23, No. 7). The fol- lowing statements are derived from this publication and the authors are Dr. W. J. White and Mr. W. H. Horner. 1. Sweet Clover should not be söwn in autumn. 2. Crested wheat grass, brome grass, slender wheat grass and alfalfa may be sown in autumn if: (a) Sowing is early enough to establish good-sized seed- lings (late August to early September), or (b) Just before freeze-up so 'that seeds don’t germinate until spring. 3. Bptter results are obtained by sowing in stubble or weeds than on bare summerfallow. Since conditions vary from place to place, it is wise to con- sult the nearest experimental farm ar the local agricultural representative. Til Sölu Bújörð með byggingum, á bökkum Íslendingafljóts. — Tvær mílur frá Riverton. Frekari upplýsingar veitir undirritaður. Jóhannes Helgason Box 83 Riverion, Man. CHINESE WAR RELIEF FUND The national objective for this Fund is $1,000,000.00. Manitoba’s share is $60,000.00. Will YOU DO YOUR SHARE? This is the first call we have had for our gallant Chinese ally, who has been fighting our wars for 12 years. NEVER A MORE DESERVING APPEAL This space contributed by THE DREWRYS LIMITED MD 103.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.