Lögberg - 19.08.1943, Blaðsíða 1

Lögberg - 19.08.1943, Blaðsíða 1
PHONES 86 311 Seven Lines W3 Co«- ers LöU',o^ a iOt^, -cua- oS For Betíer Dry Cleaning and Laundry PHONES 86 311 Seven Lines Cot- * iotA, Jtess* «»^ Service and Satisfaction 56 ÁRGANGUR LÖGBERG. FIMTUDAGINN 19. ÁGÚST. 1943 NÚMER 33 Churchill kominn til Canada Ný ráðstefna í undirbúningi í Quebeoborg Mrs, Churchill í för með manni sínum, ásamt dóttur þeirra Mary Fyrir skömmu var það gert lýðum ljóst að Mr. Churchill væri kominn til Canada, ásarnt frú sinni, dóttur, og öðru fríðu föruneyti; ástæða heimsóknar hins brezka forsætisráðherra er sú, að eiga einn fundinn enn við Roosevelt forseta, King for- sætisráðherra og æðstu hernað- arvöld þessara tveggja vestrænu þjóða. Frá því hefir þegar verið opinberlega skýrt, að þeir Churchill og Roosevelt hafi þeg- ar átt samtalsfund á ónafngreind um stað í Bandaríkjunum, með því að slíkt sé skoðað hernaðar- legt leyndarmál hvar fundum þeirra hafi borið saman. Megin ráðstefnan verður haldin í Quebec, og tekur King forsætis- ráðherra meðal annara cana- diskra forustumanna, þátt í henni; víst má telja, að á ráð- stefnu þessari verði viðhorf styrjaldarinnar rætt frá öllum hliðum; eigi aðeins striðssókn- in í Norðurálfunni, heldur og engu síður baráttan á Kyrra- hafinu við Japani; gehgið er út frá því, að afstaðan gegn ítalíu verði einnig tekin til nákvæmr- ar yfirvegunar á fundinum með það einkum og sér í lagi fyrir augum, að knýja ítölsku þjóð- ina til þess, að leggja skilyrðis- laust niður vopn, eða að öðrum kosti færa henni heim sanninn um það, að með því að spyrnast lengur við, eigi hún það á hættu, að sæta margfalt strang- ari skilmálum fyrir vopnahJé og væntanlegum friði, én ella myndi verið hafa. Baráttan um Sikiley á enda Samkvæmt útvarpsfregnum á þriðjudagsmorguninn, náðu her- sveitir sameinuðu þjóðanna fullu haldi á borginni Messina á Sikiley kvöldið áður og féll þar með síðasta vígið á þessari sögu frægu ey. Hershöfðingi Banda- ríkjahersins á vígstöðvum þess- um lýsti því þá yfir, að sókn- inni á Sikiley myndi verða að fullu lokið innan nokkurra klst. Loftárásir á meginland ítalíu halda áfram jafnt og þétt; eink- um hafa iðnaðarborgirnar Turin og Milan verið hart leiknar; er mælt, að Milan sé nú litlu betur leikin en Hamborg, sem liggur að sögn í rústum, eða því sem næst. Símasambandi milli Sv'ss og ítalíu var skyndilega slitið á mánudaginn án þess að vitað sé hvað til grundvallar lá. + + ¦*¦ YFIRMAÐUR BORGARALÖG- REGLUNNAR í NOREGI TEK- INN AF LÍFI. Símað er frá Stokkhólmi þ. 17. þ. m., að Gunnar Elifsen, yfirmaður borgaralögreglunnar í Noregi, hafi daginn áður verið tekinn af lífi fyrir atbeina þýzku hernámsvaldanna í landinu; var honum til málamynda gefin ó- hlýðni að sök. -f ? -f FRA RÚSSLANDI. Bardaginn um Kharkov stend- ur enn yfir með fáranlegu mann falli af hálfu beggja hernaðar- aðilja. Þjóðverjar hafa sent þangað eina herfylkinguna af annari, ásamt fjölda skriðdreka til þess að reyna að stemma stigu fyrir hinum rússnesku sóknarhersveitum, án þess þó að verulegu haldi hafi komið; þykja líkur standa til, að þessi mikla stáliðnaðarborg muni áður en langt um líður falla Rússum í hendur. Rússar sækja nú að Bryansk úr þremur áttum án þess að mæta verulegri mót- spyrnu, og eru nú innan við þrjátíu mílur suðaustur af borg- inni. KVÆNTIR MENN UPP AÐ 30 ARA ALDRI KVADDIR TIL HERÞJÓNUSTU. Samkvæmt yfirlýsingu verka- málaráðherra sambandsstjórnar- innar Mr. Mitchells, rnega kvæntir menn upp að 30 ára aldri, vera við því búnir að verða kvaddir til herþjónustu. Ur borg og bygð GUÐSÞJÓNUSTUM ÚTVARPAÐ Vikuna 23-28 ágúst verður stuttum morgunguðsþjónustum útvarpað yfir stöðina C B K ; Watrous, Sask. Útvarp þetta sem séra Valdimar J. Eylands flytur fer fram kl. 9.45 C.D.T. en 8.45 M.D.T. -f ? -f Þakkarorð. Innilegar þakkir til skyldra og vandalausra, fyrir samúð og kærleika, ásamt blómagjofum, við útför móður okkar Mrs. Guðrúnar Björnsson á Vindheim um. Fyrir hönd sistkynanna Halldór Björnsson Riverton, Man. -f ? ? Mr. og Mrs. C. Tomasson frá Hecla komu til borgarinnar á þriðjudagsmorguninn og dvelja hér í nokkra daga. -f -f -f Mr. Helgi Einarsson fiskkaup- maður frá Fairford, Man., kom til borgarinnar í byrjun yfir- standandi viku. -f -f -f Með því að smátt og smátt fer að styttast til jóla, æskjum við utanáskriftar þeirra ís- lenzku hermanna úr Árborg og grend, sem dvelja handan við haf, svo hægt verði að senda þeim jólaböggla. Utanáskrift sendist til undirritaðra: Mrs. Andrea Johnson Mrs. H. G. Gourd Árborg, Man. -f -f -f Mr. Valintinus Valgarðsson skólastjóri og bæjarfulltrúi frá Moose 'Jaw, Sask., sem dvalið hefir undanfarinn mánuð í Mikley ásamt fjölskyldu sinni, kom til borgarinnar á þriðju- daginn, er fjölskyldan nú í þann veginn að leggja af stað vestur. Ávarp Fjallkonunnar á íslendinga- deginum að Gimli, 2. ágúst Kæru íslendingar! Þetta er sæl og gleðirík stund að mega vera hér í nafni og til minningar um okkar ástkæru Fjallkonu, — að færa ykkur öllum. Vestur-íslendingum í hennar um- boði, fagnaðar- og kærleiksóskir frá þjóðinni heimafyrir; því hvar sem íslendingar breiðasi út um heiminn verður þeim ætíð eiit heimaland. — Söguríka eyjan í Norður- Atlantshafi. Frelsisþráin einkenndi hennar íyrstu landnema. og sú þrá hefur lifað með þjóðinni öld eftir öld. þrátl fyrir ósegjanlega örðugleika af náttúrunnar og manna völdum. þar til takmarkinu er nú loksins náð með endurnýjuðu sjálfstæði lands og þjóðar. Þið íslenzku frumbyggjar er komuð til þessa lands, íluituð með ykkur þessa ódauð- legu frelsisþrá, sem verður eitt af ykkar stóra tillagi í hinu fjölbreytta Vesturheims þjóðfélagi. Frelsið er oft dýru verði keypt og sannast það bezt á þessum yfirstandandi tímum, en eins og saga ísiend- inga ber með sér, þá er aldrei of mikið lagt í sölurnar fyrir andlegt og líkamlegt frelsi. Eg þakka ykkur af heilum huga fyrir þann mikla skerf er þið hafið lagt að mörkum í þessari og líka síð- ustu stóru styrjöld gegn ofbeldi og ófrelsi. — Þegar saga þessa stríðs er skrifuð mun sjást að íslendingar og ísland hafa lagt drjúgan skerf til sigurs sambands þjóðanna. Aldrei hefir ísland verið heiminum jafn kunnugt sem nú. Aldrei hefir vegnalengd á milli landanna sýnst svo stutl, aðeins fárra klukkusiunda ferð. Það er því skiljanlegt að samband Austur og Vestur íslendinga, er að ná meiri tökum og skilningur á löndum og þjóðar- brolum meiri, það er þessi viðkynning sem getur komið svo miklu góðu lil leiðar. Með því að rétta hendur yfir hafið, eikur kraftana að vinna að áhugamálum beggja. Sérstaklega er það menntamál íslendinga beggja megin hafsins, sem þeir eru sameinaðir um; en eg er viss um að framtíðin mun leiða það i ljós, að samvinna og framkvæmdir verða meiri og stórvirkari. Þeir sem hafa lifað síðastliðin fimtíu ár undrast yfir þeim miklu breytingum sem hafa átt sér stað, og margar vísindalegar uppgötvanir og má maður eiga von á öðrum mikilvægari í náinni framtíð. Nú segir maður ekki lengur með skáldinu "En bak við fjöllin himin há, hefur enginn séð". því nú eru fjöllin engin torfæra lengur. Þegar sigur er unninn fljúga drengirnir heim aftur til yðar, hvílík gleði verður það að heimta sonu og dætur heim aftur. Látið það ekki vera aðeins stundargleði heldur ævarandi fögnuð og hjartnæmt þakklæli til þeirra, og hjálpið þeim sem hafa svo mikið mist. Styrkið börnin þeirra. er hafa lagt lífið í sölurnar. að þau megi fá notað hæfileika sinna. Frá hamrabergi íslands bergmálar Astarómar og árnaðaróskir að þessi fagnaður megi vera hamingjusam- ur og ógleymanlegur öllum sem hafa komið hingað í dag. Vinnið að því að vera sannir og trúverðugir íslend- ingar, hvar í heiminum sem þið búið. Beztu þakkir fyrir þann góða orðsiýr er þið hafið nú þegar getið ykkur, kæru synir og dætur, ásamt því, sem þið hafið haldið tryggð við ykkar gömlu móðir. Guðrún Skapiason. Avarp íorseta Hannesar Péturssonar á íslendingadeginum að Gimli 2. ágúst 1943. Mrs. Guðrún Björnsson ekkja Halla heitins Björnssonar, út- vegsmanns að Vindheimum við Riverton, andaðist að heimili sínu þann 7. ágúst, merk kona og mikilhæf. Útför hennar er var mjög fjölmenn, fór fram þann 11. ágúst. Mrs. Björnsson mun verða getið nánar síðar. Hún var jarðsungin af séra Bjarna A. Bjarnasyni með að- stoð séra Sigurðar Ólafssonar. Þessir menn eru í konunglega indverkska flotanum; sá til hægri var nýlega sæmdur heiðurspeningi fyrir skotfimi. Það er mitt hlutverk í dag að bjóða ykkur velkomin hingað í þennan yndislega skemtigarð til að taka þátt í 54. þjóðhátíð íslendinga í Canada. Nefndin sem hefir haft með höndum undirbúning þessa há- tíðahalds hefir gert alt sem í hennar valdi stóð til að reyna að gera það ánægjulégt, upp- byggilegt og hátíðlegt. Það hafa margir örðugleikar verið í vegi, svo margir að í byrjun þótti vafasamt hvort hægt yrði að halda hátíðina að þessu sinni. Með góðum ráðum og duglegheitum hefir nefndin yfirstigið flesta örðugleikana. Tekist hefir að fá leyfi til að hafa mat og drykk á boðstól- um. Tekist hefir að fá vinnu- hjálp til að skrýða garðinn eins og að undanförnu. Það eina sem nefndtin hefir ekki getað yfirstigið er, að ráðstafa með fólksflutning eins og að undan- förnu. Samt hafa tvær auka- lestir frá Winnipeg stanzað hér við garðinn fyrri part dagsins eg aftur verða tvær er stanza hér við garðinn í kvöld til að flytja fólk aftur til baka til bæjarins. Hin fyrri verður hér við garð- inn til 6.50 en fer frá járn- brautarstöðinni hér á Gimli 7.15 í kvöld; hin síðari verður hér við garðinn til 7.25 en fer frá járnbrautaj-stöðinni 7.45 Hvort verður lest hér síðar, er fer héðan um kl. 11 er óvíst og ekki er órugt að reiða sig á <það. "Senior Sports" gátu ekki haldist og verða ekki endurtek- in fyr en að stríðslokum. Skemtiskráin, sem við bjóð- um ykkur í dag, þolir, að okkar áliti, samanburð og stendur samhliða við þær beztu sem hér hafa áður verið ¦— og er þá mikið sagt. Sextán hljómplötur eftir merka íslenzka söngvara hefir nefndin eignast þetta ár, og hafa þær verið spilaðar hér í garðinum í dag. Alt þetta hef- ir nefndin gert til þess að reyna að gera hátíðina sem á- nægjulegasta, uppbyggilegasta og hátíðlega fyrir ykkur að njóta. En hversu vel sem vandað hefir verið til, hversu góð sem skemtiskráin er, þá er það ekki einhlítt, ekki nægilegt til þess, að gera hátíðina uppbyggi- lega og ánægjulega. Það er hugarfar viðstaddra sem verð- ur að gera það. Skemtiskráin stendur aðeins stutta stund; ef þau fræ sem þar er sáð, hitta fyrir sér grýttah og ófrjóan jarðveg geta þau ekki fest rætur og borið ávöxt og þá er ekki til- ganginum náð. Það er í ykkar valdi hversu ánægjuleg og upp- byggileg þessi hátíð* verður. Þegar dimm ský eru í lófti þá er það sólarljósið sem upplýsir þau og eyðir þeim. Eins er á- statt andlega ef móða er fyrir í huga og hjarta verður að veita inn Ijósi til að uppleysa og eyða henni þar til hugurinn er bjartur sem ljós sólar. Ljós- ið berst frá stjörnu til stjörnu og gerir himininn dýrlegan. Eins er með andlega ljósið, það berst frá manni til manns og gerir umhverfið yndislegt. Þetta er í ykkar valdi. Þið getið gert þessa hátíð þá dýrð- legustu sem þið hafið lifað ef þið lofið ykkar andlega ljósi að lýsa upp huga ykkar og hjarta, og lýsa veg þeirra er þið mætið. Látið bros leika á vörum og ljós skína úr augum allan daginn. Látið handtakið vera hlýtt og málróminn þíðan; gleymið skuggum og skýjum og verið ung í huga og full af fjöri, þá verður þetta dýrðleg- ur hátíðisdagur. Það tekur þrek og þolin- mæði að þola mótlæti og örð- ugleika. liátum okkur ís- lendinga sýna það í framKomu og í verki að við látum ekki hrekjast þótt kalt blási á móti, það öp svo margt sem við megum vera þakklát fyrir, að ef við förum að skrásetja það verður skráin löng og skugg- arnir ekki eins áberandi. Can- ada er gott land til að lifa í. Manitoba er miðbik þess — máske þegar á allt er litið, happasælasta fylkið í sam- bandinu, og við erum hér í dag á einum fegursta og bezta stað þess fylkis. Er það ekki sann- arlegt gleðiefni að það skuli vera íslenzk bygð? Er það ekki líka gleðiefni að endurminn- ingarnar frá ættlandinu eru svo hugljúfar og ættararfurinn svo ábyggilegur? Það eru góðir gestir hér við- staddir, sem bíða eftir að á- varpa ykkur og þið með ó- þreyju bíðið eftir að fá að hlusta á þá. Má eg því ekki taka langan tíma enda finst mér að forseti dagsins, eins og tjöldin sem skreyta staðinn, ætti að vera aðaUega til prýð- is. Eg vildi geta þess að nefndin sem stendur fyrir þessu hátíða- haldi er fjölmennari en að und- anförnu, því þetta er sameinuð hátíð Gimli-búa, norður Nýja- íslands og Winnipeg og nefnd- armenn frá öllum þessum bygðum, er það gleðilegur vott- ur um sameiningu og samtök. Vil eg svo enda þetta mál mitt með því að bjóða ykkur velkomin og í von um að þið skemtið ykkur sem bezt og að þið gerið alt sem í ykkar valdi stendur til að gera hátíðina sem hátíðlegasta. FRAMBJÓÐANDI C.C.F. VINNUR í PAS. Við aukakosningu þá til fylkis þings, sem fram fór í Pas kjör- dæminu síðastliðinn þriðjudag, hlaut frambjóðandi C.C.F. fiokks ins, Beresford Richards, 29 ára námumaður, kosningu með yf- irgnæfandi afli atkvæða umfram þrjá gagnsækjendur sína, er all- ir fylgdu Garson stjórninni að málum. Kjördæmi þetta losnaði, er John Bracken tókst á hendur forustu afturhaldsflokksins í Canada. -f ? -?- NAFNKUNNUR DÓMARI LÁTINN. Síðastliðinn sunnudag lézt á sjúkrahúsi í Regina. J. F. L. Embury, dómari í konungsrétti Saskatwhevan fylkis, því nær 68 ára að aldri, lærdómsmaður mikill, og framan af ævi mikið við opinber mál riðinn; hann var fæddur í Thomasburg, Ont., 10. nóv. 1875. Hinn látni dómari tók þátt í fyrra heimsstríðinu sem foringi einnar canadisku herdeildarinnar.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.