Lögberg - 26.08.1943, Síða 2
2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 26. ÁGÚST 1943.
Jónas Jónsson, alþingismaður, skrifar um
Bólu-Hjálmar
Frh.
Jón Arnason kastaði þá fram stöku og spurði, hve lengi Hjálmar
mundi dveljast í hinum óvistlegu Brekkuhúsum. Þá svaraði
Hjálmar:
“Ljós á skari líf mitt er,
lagt á veikdóms pressu,
* fyrr en varir útslökkt er
inni í greni þessu.” •
Hjálmar var enn á ferli nokkra stund eftir ferðina að Víði-
mýri. En 5. ágúst 1875 kenndi hann þreytu og vanmáttar.
Förlaðist honum þá sýn, er skrifað var á spjald hans. Þá mælti
Hjálmar: “Bregður hverjum á banadægri, enda eru nú ekki
nema fáar stundir eftir.” Hann andaðist í svefni litlu síöar
þennan. sama dag.
/ XII.
Hjálmar hafði gert nokkrar ráðstafanir viðvíkjandi útt'ör
sinni. Hann lagði mikla áherzlu á, að lík hans yrði flutt að Mikla-
bæ, þar sem kona hans var grafin. Hann bannaði, að nokkur
prestur talaði við gröfina, og hann hafði samið við nokkra merkis-
bændur í Húnaþingi um, að þeir skyldu bera líkama hans til
hinztu hvíldar. Var fyrirmælum Hjálmars um útförina fylgt að
nokkru, en ekki öllu leyti. Jón, bóndi á Víðimýri, lét gera vini
sínum vandaða líkkistu. Prestur úr Húnavatnssýslu flutti eins
konar húskveðju í hinni fornlegu Víðimýrarkirkju. Þaðan lagði
líkfylgdin af stað áleiðis að Miklabæ. Veður var gott þennan
dag, stillt og mikið sólfar. En þegar líkfylgdin nálgaðist kirkju-
staðinn, tóku þungbúin óveðursský að hranna sig yfir Blöndu-
hlíðarfjöllunum. Guðrún Hjálmarsdóttir hélt fast við þá ósk föð-
ur síns, að engin ræðuhöld 'skyldu fara fram við greftrun^hans.
En bræður hennar báru hana ráðum og fengu prestinn í Miklabæ
til að tala yfir moldum hans í kirkjunni. Prestur var enginn
viriur Hjálmars og var í ræðunni þungorður um bresti hans og
veikleika, og líkaði þeim ræðan verst, sem mest höfðn nm
hana beðið.
Meðan þessu fór fram, skall á óveður hið mesta, sannariegur
fellibylur með steypiúrfelli. Líkmennirnir komu kistu Hjálmars
i gröfina, og presturinn kastaði rekunuih með venjulegum fyrir-
bænum. Rétt að segja up leið og útförinni vaY lokið, létti stór-
viðrinu. Stormasamri jarðlífsgöngu umkomulausa drengsins frá
Hallandi var lokið. Logn og sólskin ríkti aftur í byggðinni.
XIII.
Hjálmar var kominn um sextugt, þegar hann sá í fyrsta
sinn eitt af kvæðum sínum á prenti. Eftir það birti hann við og
við einstök kvæði í blöðum, en á þeim tíma mun hvorki Hjálmari
né öðrum hafa komið til hugar, að ljóð hans væru þess verð,
að þau væru gefin út í sérstöku kvæðasafni. Þjóðhátíðaráiið
hafði Hjálmar ort drápu að fornum sið til Kristjáns konungs IX.,
er hann kom til íslands með “frelsisskrá í föðurhendi”. Hjálmar
átti þá heima á Starrastöðum, sem fyrr segir. Tveir af kunnustu
stjórnmálamönnum þeirrar aldar, Jón Sigurðsson á Gautlöndum
og séra Arnljótur Ólafsson, gistu á Mælifelli, er þeir voru á leið
til að mæta konungi á Þingvöllum. Hjálmar kom í veg fyrir þá
félaga og fól þeim konungskvæði sitt til birtingar á þjóðhátíðinni.
Þeir tóku við kvæðinu, en ekki er vitað, að það hafi verið þýtt
íyrir konung, og engu launaði hann Hjálmari drápuna. En að
öðru leyti var fundur Hjálmars og þingskörunganna merkiiegur,
því að þeir gerðu á Mælifelli skriflegan samning við Hjálmar um
útgáfurétt á kvæðum hans. Skyldi hann safna ljóðum sínum í
eina heild, eftir því sem föng væru á, og afhenda þeim. En að
launum skyldi hann fá frá þeim 100 dali árlega meðan hann
lifði. Þetta var raunverulega fyrsta fjármunalega viðurkenningin,
sem Hjálmar hlaut fyrir ljóðagerð sína. Hann safnaði kvæðum
sínum úr ýmsum áttum vegna væntanlegrar útgáfu, og eru
allar útgáfur af ljóðum hans að miklu leyti bæggðar á þessu safni.
Fáir lærdómsmenn urðu í fyrstu til að heiðra Hjálmar fyrir
ijóðagerð hans. Vísur og brot úr kvæðum hans lifðu að vísu á
vörum fólksins víða um land. En Hjálmar hafði verið “hjábarn
veraldar”, dvalizt alla ævi meðal hinna snauðu og umkomu-
lausu, í hálfgildings uppreist á móti mannfélaginu. Blöðin gátu
stuttlega um fráfall hans. Allar líkur bentu þá til, að nafn hans
mundi skjótlega gleymt, nema í skýrslum bókfræðinga um lítið
kunna höfunda. En þetta fór á annan veg. Ný skáldskaparsteína
ruddi sér braut sunnan úr löndum til Norðurlanda. Hannes Haf-
stein og Einar Hjörleifsson Kvaran urðu helztu boðberar hennar
á íslandi. Þessi skáld töldu sig vilja leggja megináherzlu á að
lýsa mannlífinu eins og það var. Þeir vildu láta raunveruleikann
njóta sín og nefndu sig veruleikaskáld. Hjálmar hafði vissulega
ekki verið lærisveinn suðrænna skálda í einu né neinu. En hann
hafði fremur en nokkurt annað af skáldum íslendinga á 19. öld
lýst veruleikanum, eirts og hann kom skáldinu fyrir sjón’r, án
þess að vega efnið í glæsilegan tilhaldsskrúða. Hannes Hafstein
stóð fyrir myndarlegri útgáfu af ljóðum Hjálmars og ritaði fyrst-
CAMADA CALLIMG!
Hittið næsta liðssöfnunarmann að máli
ur manna æfisögu hans, nokkrum árum eftir andlát Hjálmars.
En Einar Hjörleifsson Kvaran orti um Hjálmar eina ljóðið, sem
er samboðið minningu hans:
“Orð hans var þungt sem græðis gnýr,
þá gengur að ofsaveður,
og himininn yfir hamförum býr
og hafaldan inngang kveður.
' Og aldrei það hrein sem heimskingjans mál,
þess hljómur var bitur og styrkur
og læsti sig gegnum líf og sál
sem ljósið í gegnum myrkur.”
Aðdáun raunsæisskáldanna Hannesar Hafsteins og Emars
Hjörleifssonar Kvaran á skáldmætti Bólu-Hjálmars var upp-
haf að nýjum skoðunarhætti á ljóðagerð hans. Þjóðin gleymdi
launaferli Hjálmars og yrkisefnum, sem oft voru hvorki hug-
ljúf né listræn. Menn minntust í þess stað hins dapurlega, en
djúpa skilnings skáldsins á mannlegum viðfangsefnum, hins
mikla líkingaauðs og myndgnóttar, sem skapa ljóðum Hjálmars
sérst^kan tignarsess í bókmenntum þjóðarinnar.
XIV.
Hjálmar var skáld frá barnsaldri og fram á grafarbakkann.
Hann var ekki nema sex ára, þegar hann gerði þessa vísubyrjun:
“Eitthvað heggur kaldan kjöl,
kippir léið af stafni.”
(
Hér er strax talað í myndum og líkingum. Vísubrot drengsins
fyrnist ekki, þó að langur tími líði. Hann er ekki nema dreng-
ur, þegar hann lýsir Hallands-Möngu, sem flutti hann nýfæddan
að Dálksstöðum. Hjálmar hefur þá þegar vald á dýru rími.
Myndin er glögg, bæði af burðarkonunni, sem fær ekki sérlega
mikið þakklæti fyrir erfiði sitt, og þá ekki síður af lífsbraut
drengsins, eins og hún blasir við honum. Hjálmar er ekki
tvítugur, þegar hann yrkir vísuna:
“Aumt er að sjá í einni lest
áhaldsgögnin slitin flest,
dapra konu og drukkinn prest,
drembinn þræl og meiddan hest.”
Hér vantar ekkert í ömurleikalýsinguna. Hesturinn er meidd-
ur, reiðtýgin slitin, vinnumaðurinn lágsigldur, húsbóndinn drukk-
inn og konan að vonum döpur. Prestar voru löngum skot-
spónn Hjálmars. Um svipað leyti yrkir hann um sóknarprestinn-
sem flytur sömu stólræðuna tvisvar sama daginn, þessa vísu:
“Bullan góma nú á ný
niður og upp sig skekur,
himinrjóma hristir því
helgidóma strokknum í.
Guðamála geymir hér
gilda sköku hnoðar,
inn í skálann andar ber
eilíft sáluhjálpar smér.”
Hér tekur Hjálmar hverja líkinguna af annarri úr búverkamálinu.
Presturinn heitir geymir guðamála. Munnur hans er strokkurinn,
tungan bullan. Hreyfingar tungunnar minna á gang strokkbuilunn
ar. Kenning prestsins er himneskur rjómi, skekinn í helgidóma-
í.trokknum. Við þessa iðju myndast sáluhjálparsmér, eilíft, gild
skaka, sem presturinn ber inn í sálarhallir tilheyrenda. Þegar
slík líking er rakin í óbundnu máli, verður hún hversdagsleg og
einskis virði. En í höndum skáldsins verður efnið magni þrungið
líkingamál. “Mannslát”, eitthvert fullkomnasta erindi eftir Hjálm-
ar, er að öllum líkindum eftirmæli um Guðnýju:
“Mínir vinir fara fjöld,
feigðin þessa heimtar köld.
Eg kem eftir, kannske í kvöld,
með klofinn hjálm og rofinn skjöld,
brynju slitna, sundrað sverð og syndagjöld.”
Hjálmar byggir hér að nokkru leyti á grundvelli kristinna
kennisetninga, en líkingarnar eru úr skáldamáli fornaldarinnar.
Hetjan fylgir dánum vinum að boði feigðarinnar. Hann hefur
barizt hreystilega, meðan unnt var. Vopn hans og verjur sanna,
ð teflt hafði verið um líf og dauða. En inn í þessa heiðnu bardaga-
lýsingu er ofin lífsskoðun kirkjunnar. Hetjan fer ekki aðeins með
sín brotnu vopn og slitnu hlífar inn í annan heim. “Syndagjöldm”
íylgja með inn á óþekktar leiðir dánarheimanna.
Hjálmar gerði tvö hálfgildings gamankvæði um presta, þar
sem mjög gætir hinnar einkennilegu myndauðgi:
“Góðverka varð sjónin sjúk,
svartan bar á skugga,
ágirndar því flygsufjúk
fennti á sálar glugga.”
Og enn segir Hjálmar:
“Nuddaði gegnum nákalt lík
napurt heljarkulið,
því góðverkanna götótt flík
gat það hvergi hulið.”
f síðara kvæðinu segir um þann kennimann:
“Eg fer þá að yrkja um prest,
um sem náði beiða.
Vakrari aldrei vissi eg hest
vítis traðir skeiða.”
Þetta eru niðurlagsorðin:
“í helvíti má heyra brest,
höfn þá tekur greiða
sálarskip af syndum hlesst
segli með og reiða.”
Frh.
Mynd þessi er af amerískri sprengjuflugvél, U. S. B—25,
sem kölluð er Mitchell sprengjuflugvél; hafa vélar af
þessari tegund tekið mikinn þátt í, loftárásum yfir Kína,
Burma, Aleutianeyjum, New Guineau og víða annarsstaðar.
Kenslubækur í íslenzku
Undanfarin ár hefir vöntunin geta skrifast úr einum bekk
kenslubóka í íslenzku hamlað
tilfinnanlega íslenzkukenslu á
heimilum og í Laugardagsskól-
um. Úr þessari þörf hefir nú
verið bætt. Þjóðræknisfélagið
hefir fengið allmikið af þeim
bókum sem notaðar eru við
lestrarkenslu í barnaskólunum
á íslandi. Bækurnar eru flokk-
aðar (graded) þannig að börn-
í annan upp í 6. bekk.
Eins og kunnugt er, er út-
gáfukostnaður á íslandi afar hár
á þessum tímum, við hann bæt-
ast flutningsgjöld og skattar.
Verð það sem lagt hefir verið
á bækurnar er eins lágt og
mögulegt er og svarar naum-
ast samanlögðum kostnaði. Að-
al takmarkið er að sem flestir
fái notið bókanna.
Bækurnar eru þessar:
Gagn og gaman (stafrófskver) eftir ísak Jónsson ..... 45c.
Gula hænan I., Stgr. Arason tók saman ............... 25c.
Gula hænan II., — — — — 25c.
Ungi litli I., — — — — 25c.
Ungi litli II., — — — — 25c.
Lestrarbók 1. fl. 1. hefti Freyst. Gunnarsson tók saman 30c.
Lestrarbók 1. fl. 2. hefti — — — — 30c.
Lestrarbók 1. fl. 3. hefti — — — — 30c.
Lestrarbók 2. fl. 1. hefti — — — — 30c.
Lestrarbók 4. fl. 1. hefti — ■ — — — 30c.
Lestrarbók 4. fl. 2. hefti — — — — 30c.
Lestrarbók 5. fl. 1. hefti — — — — 30c.
Lestrarbók 5. fl. 2. hefti — — — — 30c.
Lestrarbók 5. fl. 3. hefti — — — — 30c.
Pantanir og andvirði sendist
til Miss S. Eydal, 695 Sargent
Ave., Winnipeg.
Deildir félagsins verða látnar
ganga fyrir og eru þær því
beðnar að senda pantanir sínar
sem fyrst.
Fræðslumálan. Þjóðræknisfél.
Hér gefur að líta hinar nýju orustuflugvélar Bandaríkjanna,
sem nefnast Corsairs; er þeim aðallega beitt í pþónustu
ameríska sjóhersins.
Látið ekki tækifærið ganga
úr greipum yðar!
Verzlunarmennlun er ómissandi nú á dögum, og
það fólk, sem hennar nýíur, hefir ætíð forgangs-
réli þegar um vel launaðar stöður er að ræða.
Það margborgar sig, að finna oss að máli, ef þér
hafið í hyggju að ganga á verzlunarskóla; vér
höfum nokkur námskeið til sölu við frægustu og
fullkomnustu verzlunarskóla vestan lands.
The Columbia Press Limited
Toronlo og Sargent, Winnipeg
l
KAUPIÐ, LESIÐ, BORGIÐ LÖGBERG