Lögberg


Lögberg - 26.08.1943, Qupperneq 4

Lögberg - 26.08.1943, Qupperneq 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 26. ÁGÚST 1943. .........Xðgfaerg..................... Gefið út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS, LIMITED 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjúrans: KDITOR LÖGBBRG, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Man. Editor: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram The “Lögberg" is printed and publisheó by The Columbia Press, Lámited, 695 Sargent Avenue Winnipeg, ManitoDa PHONE 86 327 Öðalsrækt og aðalslund Þeir, sem leggja rækt við óðöl feðra sinna og mæðra, verða að jafnaði menn með mönn- um hvar sem þeim er í sveit komið; þeim vegnar vel og þeir verða langlífir í landinu; hinir, sem afrækja slíkar dyggðir tapa tá- festu og eiga það á hættu að hrapa fyrir björg. — Þó viðtað sé, að allmargir afkom- endur íslenzkra landnámsmanna í þessari álfu, leggi góða rækt við óðöl feðra sinna og sitji þau með sæmd, dylst það þó eigi, að hið gagn- stæða á sér í ýmsum ti-lfellum stað; jafnvel sögufræg býli, sem borið hafa nafn vorra ágætustu landnámsmanna, eru nú komin úr eigu Islendinga og í hendur þeim, sem lítil eða engin skil kunna á verðmætum íslenzkrar menningar; í einstökum tilfellum má ef til vill réttlæta slík afsöl, þó önnur verði ekki auðveldlega afsökuð, vegna auðsæilegrar vönt- unar á heilbrigðum ættarmetnaði; skyldleikinn milli manns og moldar, er það náinn, að hætt er við alvarlegum veilum í skapgerð þeirra manna og kvenna, er afrækja blettinn, þar sem þau voru borin og' barnfædd. Óðalsrækt og aðalslund haldast jafnan í hendur. í rækt- arsemi við óðalið felst hin fegursta þjóðrækni; þar, og hvergi nema þar, eru fyrir hendi þau skilyrði sem nauðsynleg feru til verndar hinum margvíslegu menningar erfðum; upp úr þeim jarðvegi hafa sprottið þeir kvistir, er vaxið hafa upp í laufþrungið tré, sem skýlt hefir nýgróðrinum og vísað honum veg til hollrar þróunar; þar hefir íslenzk tunga átt griðland, og þar á hún líka í hinni vestrænu dreifingu, r.ð eiga enn um langan aldur griðland, ef hug- ur fylgir máli, um viðhald hennar, eins og góðu heilli enn kemur víða í ljós; með því að ferðast um nýbygðir íslendinga vestan hafs, einkum utan borganna, sannfærist maður brátt um það, að þar sem virðingin fyrir landnáms- óðalinu stendur í mestum blóma, skipar tung- an hinn glæsilegasta heiðurssess; í slíku sam- býli skapast aðalslund, sem ógjarna lætur segja sér fyrir verkum, og mun þar að jafnaði verða “hult um heimamann”. Ekki alls fyrir löngu, áttum vér leið um eina alfegurstu nýbygðina í Nýja íslandi, þar sem lifandi kornstangamóða bylgjaðist í heiðsval- anum á báðar hendur, en spegilslétt, vatnið speglaðist norður undan; bílstjórinn var ís- lenzkur sonur þessarar fögru bygðar; beggja vegna fram með akveginum stóðu reisuleg býli; er vér intum hann eftir nöfnum þeirra, kom á hann nokkurt hik. Eftir stundarkorn rauf hann þögnina með svofeldum orðum: “í stóra bænum þarna út við skógarjaðarinn, bjó um langt skeið einn af víkingunum að heiman, er með látlausu striti myrkranna á millí breytti villiskógunum í akra og engi; hann hefir nú safnast til feðra sinna; frum- heiti bæjarins, er nú í þann veginn að falla í gleymsku, en sá, sem nú ræður þar ríkjum heitir víst Slobodowski, eða eitthvað því um líkt.” í rödd ferðafélaga vors kenndi nokkurs klökkva, og svo benti hann í áttina til vatns- ins. “Þess verður ekki ýkja langt að bíða, að okkur íslendingum verði stökt á flótta undan sjálfum okkur út í þetta mikla vatn”, bætti hann við, “nema því aðeins, að hafin verði á meðal okkar umsvifalaust virk samtök til ijálfsvarnar, er endurveki þann metnað, sem einkendi landnemana íslenzku, og gerði þá að sigurhetjum; sem betur fer, er þetta ekki alveg um seinan enn, þó sýnt sé, að áminst sam- tök megi ekki undir neinum kringumstæðum dragast á langinn.” Sögunnar vegna og landnámsins vestræna, má íslenzka mannfélagið ekki við því, að þvi verði stökt út í vatnið, eða þá að það gerist ómyndugir leiguliðar annara þjóðarbrota, er miklu seinna komu hingað til lands, með fáskrúðugri menningarsögu að baki, þó margt sé vel um mörg þeirra. Það sýnist því nær óhugsandi, að konur og menn af íslenzkum stofni, sætti sig við hús- mennsku eða taki hana jafnvel fram yfir karl- mannleg átök hinna glæsilegu óðalshugsjóna. Þar sem óðalsástin dofnar, er aðalslundinni hætta búin. Rœða Sluarl Garson's íorsætisráðherra Maniioba að Gimli á Islendingadaginn 2. ágúst 1943. Þar til nú hefi eg orðið að neita mér um þá ánægju að vera viðstaddur þetta árlega gleðimót Islendinga. Eg gjöri ekki ráð fvrir að einn einasti úr ráðuneyti Manitobafylkis - - forsætisráðherrann ekki undantekinn — hafi verið eins ótíður gestur á opinberum mótum og eg hefi verið; til þess eru góðar og gildar ástæður. Á kreppuáruum var mér falið það ábyrgðar- mikla starf, að veita forstöðu fjármáladeild Manitobafylkis, er 'þá var í viðsjárverðum fjárhagskringumstæðum, eins og flest önnur fylki í Canada. Af þessum ástæðum hefi eg um síðast Jiðin sex ár, verið svo önnum kafinn á skrifstofu minni, að enginn tími hefir gefist til ferða- laga og kynninga. Nú þegar fjárhagurinn er betri, að minnsta kosti í bráðina, vona eg að þetta taki nokkr- um breytingum. Þegar þess er gætt að eg hefi nú tekið að érfðum aðra stöðu sem er í eðli sínu meira pólitísk en fjármálaráðherra- starfið, vona eg að geta bætt úr vanrækslu liðins tíma. Það er vissulega ekki tilhlýðilegt að eg skuli ekki fyr en nú hafa tekið þátt í þessu árlega hátíðahaldi, meðal annars vegna þess að mér falla Islendingar mjög vel í skap og margir þeirra eru góðir vinir mínir, sem eg hefi þekt í mörg ár og ber mikla virðíngu fyrir. Það út af fyrir sig er ekki svo undra- vert þegar þess er gætt að eg og þér eigum hina sömu forfeður. Faðir minn var fæddur í Orkneyjum; þær eyjar eins og Island voru áður enn Norður- landabúar fluttu inn, bygðar af trúboðum vissrar munkareglu, hverra dvalar er enn í dag minnst þar og margir staðir þar bera nöfn þeirra. Eg er viss um að þér vitið öll að þessir atburðir gjörðust seint á áttundu öld, áður en Norðurlandabúar byrja að koma við sögu. Víkingarnir fóru tvennar mismunandi leiðir: önnur þeirra, sérstaklega farin af Dönum, lá með ströndum Norður-Evrópu og Englands, gegnum Dofrasund, suður með Frakklandi og Spáni til Miðjarðarhafsins. Hin leiðin, er farin var mestmegnis af Norðmönnum, lá þvert yfir Norðursjóinn til Orkneyja, með ströndum Skotlands og Irlands. Eyjar þær er liggja undan Skotlandi, Englandi, írlandi og Frakk- landi, voru teknar herskildi af innrásarmönn- um, er herjuðu þaðan um nærliggjandi lönd. Nokkrir hinna fyrstu norsku landnáms- manna á íslandi, komu beina leið frá Noregi, en þeir sem fluttu inn um árið 900, voru aftur á móti frá vestureyjunum, eðallega frá Orkn- eyjum og Suðureyjum, hvar bygð hefir ef- laust verið mjög snemma á tímum. Sambandið milli yðar föðurlands og míns er sannað með því að saga Orkneyínga er geymd fyrir oss í fornsögum íslendinga. Sögur hinna gömlu Orkneyinga jarla og annara höfðingja, eru mikið og merkilegt safn og mynda eina heild, er vér köllum Orkneyinga- sögu; hún mun vera rituð af mönnum löngu liðins tíma, og eflaust hafa sumir þeirra verið þátttakendur í ýmsum hinum sögulegu at- burðum. Þó verð eg að játa hreinskilnislega að Orkneyingasaga mun ekki vera talin meðal merkustu sagna fortíðarinnar; mun ástæðan \era sú, að hún er frekar höfuðdrættir en heilsteypt saga. Til viðbótar því er vér fræðumst af sögu Orkneyinga, bætast við -miklar og merkar upplýsingar frá öðrum heimildum, sérstaklega Heimsikringlu, meistaraverki Snorra Sturlu- sonar. Ennfremur eru til norsk fornkvæði, er fræðimenn telja að 'rituð hafi verið í Orkn- eyjum eða öðrum norskum nýlendum, jafn- vel þó höfundarnir séu ókunnir, sýnir efnis- val og meðferð að þeir hafa verið stórskáld, ef til vill merkari en í nokkrum öðrum parti Norðurálfunnar. Ennfremur er nokkur skyldleiki með síðari tíma sögu yðar þjóðar og minnar eigin, — fólksflutningarnir frá báðum stöðum til Mani- toba. Frá árinu 1740, þegar Hudson Bay fé- lagið hafði margháttaða starfsemi í miklum parti Vestur-Canada, flutti það inn og notaði mikið vinnuafl frá Orkneyjum. Nöfn, svo sem York Factory, Norway House, og Red River eru eins kunnug Orkneyingum og Edinburgh, Glasgow og Aberdeen. Fólksflutningar frá íslandi, hingað til lands, aðallega til Manitoba, hófust rúmum hundrað árum síðar. Þegar vér nú athugum, að allir Islendmgar og Orkneyingar samanlagðir, munu ekki að tölunni til mynda tvo bæi á stærð við St. Boniface og Selkirk, þá höfum vér mjög sóma- samlega lagt nýta menn til vors þjóðfélags hér: T. d. starfsmenn ríkisins eins og Thomas Johnson og Joseph Thorson; lögmenn í gildi við Hjálmar Bermann; lækna með listfengi Dr. Thorlákson; landkönnuði líka Stefánson yðar og Orkneyingnum Dr. John Rae. Hér vil eg ennfremur nefna tvo af mímim eigin ætt‘ stofni, yfirburða fræðara og guð fræðing, þá Dr. Wallace for- seta Queens University og Dr. Salter höfuðsmann United Church of Canada. Vér erum einig stolt af hinni alkunnu leikkonu Greer Garson, sem mun vera af ættum Orkney- inga. Af öllum þessum ástæðum er mér sérstök ánægja að færa yður kveðjur og heillaóskir, og að lýsa yfir þakklæti og virð- ingu Manitobastjórnar í garð margra hinna virðulegu borg- ara þessa lands meðal íslend- inga. Eg vona að afrek yðar á kom- andi tíma verði í samræmi við þær sögusagnir sem tengdar eru við yður, ekki einungis í föður- landi yðar, heldur einnig hér í fósturlandinu. Náin framtíð er mjög vafa- söm, bæði hvað viðvíkur frelsi voru og stjórnarfari, en frum- burðarrétt vorn, er forfeður vorir unnu með blóði sínu, lát- um vér aldrei falann fyrir einn súpudisk. Forfeður yðar og mín- ir höfðu um langa hríð sjálf- stjórn, er vor kynslóð hefir átt lítinn þátt í að vinna fyrir og hlúa að, en vér getum auðveld- lega tapað þeim sömu hlutum í leit eftir einhverju öðru af minna verðmæti, ef vér erum ekki varkárir. Somerset Maugham, einn af merkustu núlifandi rithöfund- um Bretá hefir sagt: “Sú þjóð sem verðleggur einhven hlut hærra en frelsið sjálft, missir iþað, séu það peningar og lífs- þægindi, mun það einnig tap- ast. Þjóð sem berst fyrir frelsi sínu, getur vænst sigurs, sé hún gædd eftirtöldum kostum: ráðvendni, hugrekki, drottin- hollustu og sjálfsafneitun; hafi hún ekki þessa kosti, get- ur hún sjálfri sér um kent ef illa fer.” Það verða daprir dagar fyrir þennan heim, ef að vér, sem fullyrðum að þessir kostir séu vorir og höfum hlotið frelsið að erfðum, erum ekki reiðu- búnir að vernda frelsi vort og sjálfstjórnarrétt. Vér höfum ekki efni á að afhenda ábyrgð slíkra hluta í hertdur þeirra manna, sem frelsishugsjónin er ekki heilög. Vér höfum ekki efni á að fela þeim mönnum frelsislaud- varnir vorar sem telja eðlileg og heilbrigð viðskifti að láta af höndum frelsi sitt og einstakl- ingsframtak, fyrri þrjár máltíð- ir á dag. Slík skiftiverslun get- ur framkvæmst með slægum og sviksamlegum hætti. Áður en vér handsömum framboðin við- skifti, spyrjum vér: kostr.r þetta sjálfstæði vort? Ef svo er, neit- um vér að borga, öll önnur svör eru ósæmileg vegna forfeðra vorra of formæðra. Jónbjörn Gíslason, íslenzkaði. Blindi ráðherrann (Gamalt Erindi) Eftir G. J. Oleson. I dag ætla eg að segja ykkur sögu af manni, sem er mjög eftirtektarverð- ur og merkilegur í sögunni, manni, sem yfirsteig jafnvel meiri öröugleika en dæmi eru til, og er óefað einn af merkilegustu mönnum í sögu Breta á siðari hluta 19. aldar. Eru Bretar þó mörgum þjóðum framar auðugir af afburða- og ágætis-mönnum. Hann hét Henry Fawcett, fæddur .26. ágúst 1833 að Salisbury á Englandi; í al- þýðuskóla' fékk hann engan sérstakan orðstýr og þótti jafnvel ónæmur; hann játaði sjálfur að honum leiddist skólaganga; hann var stór og karl- piannlegtir og sterklega vaxinn, mun stærri en flestir jafnaldrar hans. Fjórtán ára var hann sendur á Queens- wood College, og fór hann nú að leggja meiri rækt við námið, og lagði hart á sig; 19 ára innritaðist hann í Cambridge háskólann; var hann mjög vinsæll meðal stúdenta, hann var bjart- sýnn og ljúfmenni í framkomu og alstaðar var hann velkominn gestur. Strax í æsku vaknaði sterk löngun hjá honum til þess að verða þingmaður, og hann ásetti sér að komast á brezka þingið, með þá hugsjón fyrir augum að verða mannfélaginu að gagni; hann kendi í brjósti um hinar lægri stéttir, sem höfðu svo þungar byrðar að bera, hann sá ranglætið sitja við völd í lög- gjöf landsins svo víða, og hann þráði að geta lagt sína krafta fram til þess á einhvern hátt að bæta hag fólksins. Til þess að verða hæfari í þessari baráttu fór hann að Iesa lög, en hann þjáðist um þetta leyti af augnveiki svo alvarlega að læknar ráðlögðu hon- um að hætta við nám um stund. Án þess að kvarta, hlýddi hann þessari ráðleggingu og fór heim til fólks síns til Salisbury. Þar henti hann slys, sem hann aldrei beið bætur af. Það var í september 1858 að hann fór með föður sínum til þess að skjóta fugla; báðir höfðu byssu; fóru þeir upp á hæð eina mikla þar í nágrenni, þar sem útsýni var gott yfir nærliggjandi bygðarlag. Vildi svo til er þeir voru I á göngunni að rjúpa eða skógarhæna flaup upp fyrir framan þá; hinn ungi maður var til hliðar rétt fyrir framan föður sinn; faðirinn, í ofboði, hleypti af byssunni, gætti ekki að syni sinum, en nokkur högl úr byssunni lentu framan i drenginn og í augu hans, og frá þeirri stundu til æfiloka var hann gjörsanilega blindur. Þrátt fyrir þetta átakanlega mótlæti heyrðist ekki æðruorð af hans vörum, hann var bjartsýnn og hugprúður, þó ljósið væri slokknað og liann gengi í myrkri; hann ásetti sér að halda á- fram að búa sig undir lifsstarf sitt og komast á þing, en hann átti undir högg að sækja, því sjónleysi var stærri tálmi en nokkur stjórnmálamað- ur gat búist við að yfirstíga, en hann sýndi frábært hugrekki og þrautseigju. öllum, sem þektu hann ber saman um það, að hann hafi verið hvers manns hugljúfi, glaður og gáskafull- ur, og jafnan með spaugsyrði. Ef hann átti harm i hjarta, þá bar hann harm sinn í hljóði; hann var'ástríkur við foreldra sína, og hrókur alls fagn- aðar á heimilinu, talaði aldrei auka- tekið orð til nokkurs manns, forðaðist alt sem sært gat meðbræðurna; var friðarins boðberi, og var aldrei far- sælli en ef hann gat rétt öðrum hjálp- arhönd, sem í vanda voru staddir. Hann var glöggur á málróm inanna, þekti hvern mann af rödd lians, jafn- vel þó mörg ár liðu. Árið 1863 sótti Fawcett um þing- mensku fyrir Cambridge, en tapaði með 81 atkvæði, og nokkru síðar féll hann í Brighton kjördæminu, en i þriðju atrennunni náði hann kosningu. Það var 1865; þá var hann 32 ára gamall. Það var stór dagur fyrir Fawcett. Eftir að hann misti sjónina, var ekki til maður — ekki einu sinni hans nánustu vinir — sem gat trúað því að það væri mögulegt að hann kæmist á þing. Það var hans óbilandi viljaþrek og staðfesta, sem sigraði. Mitt á mqðal hinna áhrifamestu stjórnmálamanna Bretlands á síðari hluta 19. aldar tók hann sæti sitt í þinginu; hann talaði lítið á fyrsta þinginu, en kynti sér þingsköp og gang málanna. Það ^r í marz 1866, að hann flutti sína fyrstu ræðu; hafði hann ekkert við að styðjast nema minnið. Þingmenn hlustuðu á hann með athygli. Hann var tilkomumik- ill að vallarsýn, sex fet og þrjá þuml- unga á hæð, röddin var sterk og á- hrifamikil og framkoma öll bar vott um drenglyndi og einlægni, og jafn- vel mótstöðumenn hans dáðust að honum. Það var árið 1880, að Fawcett var tekinn inn i ráðuneytið, og skipaður póstmálaráðherra, sýnir það glögg- lega að stjórnin mat hæfileika og mannkosti hans -fnikils og bar traust til hans. Það var ábyrgðarmikil staða; hafði hann yfir að ráða um níutíu þúsund manns, er lutu þeirri stjórn- ardeild. Er hann tók við störfum sínum vildi hann kynnast / flestum í stjórnardeildinni. Var hann nú kynt- ur æðstu embættismönnum, en hann heilsaði öllum með handabandi og hinni mestu ljúfmensku. Var hvíslað að honum að ekki væri það siður að ráðherra heilsaði öðrum en þeim, sem æðstu völd hefðu, en það hitnaði í honum blóðið og sagði hann að sér ætti að vera frjálst að nota hendur sínar eins og sér sýndist. Hann var athafnamaður i embætti sínu, hafði vakandi auga á öllu, smáu sem stóru, eftir því sem kostur var á, og bar fyrir brjósti hag hvers einasta manns í þjónustu deildarinnar og sýndi frábæra mannúð og þolgæði i sínu umsvifamikla starfi, og var ó- þryetandi að bæta kjör starfsfólks deildarinnar. Var það honum ó- blandið gleðiefni að fá viðurkenningu fyrir það að stjórna póstmáladeild landsins með meiri skörungsskap og þjóðinni til meiri hagsmuna en áður voru dæmi til. Einn merkur stjórn- málamaður þeirrar tíðar sagði eitt sinn “að ekki væri hægt að fá hæfari póstmálastjóra en Mr. Fawcett, eða starfsfólkið tryggari vin.” Á meðan Fawcett sat á þingi tók hann áhrifamikinn þátt í þingstörfum og flutti margar ræður; beitti hann sér ætíð sólarmegin; í þjónustu sann- leikans og réttlætisins beitti hann kröftum sínum, og rétti lilut þess undirokaða, ef kostur var á. Var hann ekki einungis málsvari alþýðunnar á Bretlandi, heldur barðist har.n 'éinnig góðri baráttu fyrir hinar undirokuðu miljónir á Indlandi. Sótti hann fram með svo mikilli djörfung, að hann var enginn maður hefði átt sterkari ítök inn fyrir Indland. Á þingi átti hann margar hreður, en andstæðingar hans mátu hann mikils og létu hann njóta sannmælis, og það játuðu allir, að hann reyndi ekki að vinna fyrir sjálfs sins hag; hann vann og barðist fyrir þá, sem hjálpar þurftu, fyrir þá, sem byrðar höfðu að bera og voru undir- okaðir. Mr. Fawcett varð alvarlega veikur í desember 1883; komst hann til heilsu og starfa aftur, en hans naut ekki lengi við, hann dó snögglega í nóvem- ber, 1884. Skömmu áður en hann dó var hann sæmdur heiðursgráðum frá ýmsum merkum hásl&lum, þar á meðal Oxford og Glasgow. » Öll hin brezka þjóð syrgði þennan mæta mann, sem sýnt hafði svo frá- bært hugrekki og átti svo marga gull- væga mannkosti. Hann var jarðaður í grafreitnum í Salisbury þar sem hann var fæddur. Victoria drotning skrifaði ekkju hans hjartnæmt bréf og Hon. W. E. Gladstone sagði að enginn maðu rhefði átt sterkari ítök í hjörtum meðbræðra sinna en hann, og stórmenni þjóðarinnar hver í kapp við annan luku lofsorði á mannkosti hans, hugrekki og fórnfærsluanda.. Bretland stendur fremst allra menn- ingarþjóða heimsins með stjórnfrelsi og mannúðarstarfsemi og það gjörir það vegna þess, að það hefir átt þús- undir af brautryðjendum, sem hafa verið hugrakkir og dugle'gir eins og Fawcett, Wilberforce, Shafsburv lá- ✓ varður, Dr. Barnardo, George MJuller, Rowland Hill og Livingstone. Hvað getum við nú Iært af sögu þessa manns? Við getum lært það, að ef maðurinn hefir trú og mann- göfgi, þá getur hann unnið krafta- verk. Þessi maður gjörði krafta- verk. Mér er ókunnugt um hans sér- trúarskoðun, eg veit ekki hvort hann var, eftir kirkjunnar mælikvarða há- evangeliskur eða sanntrúaður, en eg er sannfærður utn það, að hann var sannkristinn; hann elskaði sannleik- ann og réttlætið og hann elskaði menn- ina, og ef hann elskaði mennina, þá elskaði hann Guð, og það er hpfuð- atriði, hvað sem aukaatriðum sér- trúarflokkanna líður, sem margar eru fávísar mannasetningar. Lífið er ákaflega þýðingarmikið, en það er ákaflega þýðingarmikið að hagnýta sér réttilega öll tækifæri, sem það hefir að bjóða, tækifærin liggja alstkðar á leið okkar, ef við höfum vilja, trú og nianngöfgi á réttu stigi til að handsama þau. Það er skylda þeirra eldri að benda þeim unga á veginn, sem hann á að ganga; margur maðurinn hefir gengið glöt- unarstíg, vegna þess í æsku fékk hann enga leðibeiningu en sá ekki sjálfur sannleik lifsgátunnar fyr en það var um seinan. Það er sárt að vera fríð- ur og vel af Guði gefinn og hafa ótal leiðir til sigurs, en sleppa öllum tæki- færum og daga svo uppi á lífsbraut- inni eins og nátttröll, svo ekkert verði úr manni. Það er sárt að horfa til baka yfir farinn veg og sjá æfina farna til einkis. En það færir manni óumræðilega gleði er maður stendur

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.