Lögberg - 26.08.1943, Page 6
6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 26. ÁGÚST 1943.
Hin harðsnúna lögreglusveit
Eítir Edgar Wallace.
555555555555555555555555555555555555555555555555555555555:
Ritchie hafði gefið henni nokkuð til að hugsa
um, þó þetta kæmi eins og reiðarslag á hana,
þá var hún ekki hissa á þessum fréttum sem
hann sagði henni. Hún sannfærðist altaf betur
og betur um, að þær sögur sem Mark hafði
sagt henni um hatur Bradleys á Ronnie, voru
bláber lýgi gerð til að æsa hatur hennar gegn
þeim manni sem Mark hataði.
Ronnie hefur líklega orðið fyrir slysi —
dottið út úr bátnum sem hann var að koma á
frá einhverju skipinu á fljótinu, þegar hann
var að flýja undan lögreglunni. En þá mundi
hún eftir úrskurði líkskoðunar mannsins, sem
gaf þá skýrslu — morð af yfirlögðu ráði —
framið af óþektum manni eða mönnum. —
Hún hafði ekki lesið nákvæmlega um það sem
kom fram í réttinum viðvíkjandi dauða Ronnie
en hún vissi að það hafði farið fram nákvæm
og óhlutdræg rannsókn á því. Svo það var
enginn vafi á því að Ronnie hafði verið myrt-
ur. Hún var með öllu hætt að leggja trúnað
á að Bradley hefði myrt hann, og gat ekki
ímyndað sér neinn, sem hún þekti. Mark? Það
var óhugsanlegt, þó var hún búin að fá næga
sönnun fyrir harðýðgi hans, og ofbeldi. Eli
gamli Josef vissi það. Hún mintist nú sam-
talsins í dimma herberginu í Meyjastiganum —
hvernig hann færðist undan þegar Mark var
að neyða hann til að segja söguna, og hvermg
allt var slitið í sundur, og engin þráður í því
sem hann sagði. Hún var að velta þessu fyrir
sér í huganum, þð^ar hún heyrði barið létti-
lega að dyrum. Það var merki Marks. Hún
sneri af ljósunum, fór svo hljóðlega fram í
forstofuna, og rendi sterkum bolta fyrir hurð-
ina. Hún vissi ekki hvort Mark hefði lykil að
hennar íbúð eða ekki, en hún vildi ekki eiga
það á hættu. Varúð hennar reyndist biátt á
réttum rökum bygð, því hún heyrði að lykli
var stungið í skráargatið og snúið, en stillið í
lásnum stóð fyrir, svo lyklinum var bráðlega
kipt út úr skránni; rétt á eftir heyrði hún að
hurðinni að Marks íbúð var lokað.
Hver drap Ronnie Perryman? Orð hús-
gæslumannsins höfðu vakið þessa hálf gleymdu
spurningu til lífs. Það var orðið allt í einu
það umhugsunar efni sem yfirskygði allt ann-
að í hug hennar, svo hún jafnvel hugsaði ekki
um þá bráðu hættu, sem hún var stödd í.
Hún varð að fá vissu um það. Ef til vill heíur
það stafað frá því, að Bradley var orðinn í
huga hennar, eitthvað annað en vinur, og það
krafðist þess að hinn rétti morðingi yrði
fundinn.
Bráðlega heyrði hún að hurð var lokað. það
var Mark að fara út. Hann gaf sitt vana
merki við hennar forstofuhurð, en hún ansaði
ekki. Merkið var ekki endurtekið, hún slökti
ljósin, og gekk að glugganum sem vissi út
að strætinu. Litlu síðar sá hún hann fara
þvers yfir götuna, og hverfa. Hún reyndi að
sveigja hug sinn að rúminu og svefninum, en
hún var svo glaðvakandi, að hún gat ekki
hugsað til að fara að sofa. Hún kvaldist af
löngun til að komast að því sanna um dauða
bróður síns, en það var bara einn maður sem
gat sagt henni það og það var — Eli Josef.
Það var komið .fram yfir miðnætti, þegar
sú æðiskenda löngun greip hana. Fyrst reyndi
hún að bæla þessa löngun niður, því það
áform væri svo heimskulegt, en hugsunxn
ásótti hana stöðugt, með meiri og meiri ákefð,
þar til hún, næstum án vitundar, var komin í
yfirhöfn sína, og var farin að toga niður á
höfuð sér, lítinn og þröngan hatt; hénni far.st
eins og hún væri að gera eitthvað mjög eðli-
legt, undir tilsvarandi eðlilegum kringum
stæðum. Hún fór út og yfir götuna, sömu leið
og Mark fór, og hún kærði sig alls ekkert um
það hvort hun mætti honum eða ekki.
Á strætunum var engin umferð, nema stöku
bíll, sem var á heimleið og einstöku fótgang-
andi maður. Hún þurfti að ganga æðilengi þar
til hún náði í leigubíl. Bílstjórinn hlustaði á
þær leiðbeiningar sem hún gaf honum og
gretti sig.
“Það borgar sig ekki fyrir mig að keyra
með yður þangað”, sagði hann.
“Eg fæ engann í bílinn þar.”
Hún sagði honum að hann þyrfti að bíða
eftir sér, meðan hún lyki erindinu. Hún vissi
vel um leiðina.
“Það er býsna ógeðslegt pláss fyrir unga
stúlku að fara, einsamla, nema að þér séuð
að heimsækja vini yðar. Meyjastiginn —
drottinn minn sæll, já eg þekki húsið. Gamall
gyðingur bjó þar lengi.” Hann hafði einnig
átt heima í því nágrenni, þar til fyrir fáum
mánuðum.
“Húsið er tómt, ungfrú. Eg var þar yfir írá
í síðustu viku, og mér var sagt að gamli
Gyðingurinn hefði ekki komið aftur.”
Anna var í dálitlum efa um hvort hún ætti
að leggja út í þessa óálitlegu ferð, en hun
réð bráðlega fram úr þvi, opnaði hurðina á
bílnum og fór inn. Þegar bíllinn fór ofan eftir
strætinu, sá hún tvo menn standa við rand-
steinin, og annar gaf merki til bílstjórans um
að stansa, hún hélt að merkið væri gefið til
sín. Þegar bíllin kom nær sá hún að arinar
maðurinn var Mark McGill, og með honum
maður sem hún hafði aldrei séð áður. Það
var sem létti byrði af henni þegar bíllinn þaut
fram hjá þeim. Hún bjóst við að hann væri
á leið í einhvern nætur klúbbinn, sem hann til
heyrði. Hann var mikill spilamaður, og sér-
staklega heppin að vinna stór upphæðir í spil-
um — svo heppin að stjórnendur tveggja slíkra
kiúbba höfðu bannað honum þátttöku í pen-
ingaspili.
Henni leið ekkert illa á leiðinni, nema fyrir
dálítin flökurleika sem hún fann til, þegar bíll-
in var að þræða eftir hinum krókóttu og ó-
sléttu strætum sem lágu í áttina til Meyja
stigans. Bíllin stansaði fyrir framan húsíð, og
hún fór út.
Ekkert ljós sást neinstaðar í þessu skugga-
lega hreysi.
Hún heyrði öldugjálp við flutnings báta sem
láu í sýkinu, og það fór hrollur um hana
“Eg sagði yður að húsið væri mannlaust; eg
býst ekki við að þér finnið neinn þar, nema
ef lögregluþjónn skyldi vera þar á vakti.
Þegar hún kom uppá gangstéttina, datt henni
nokkuð í hug, og snéri aftur til bílstjórans, og
sagði:
“Ef eg kemst inn, viljið þér færa bílin vfir
á hliðarstrætið og bíða mín þar.”
Hún opnaði handtösku sína og tók upp
bankaseðil og fékk bílstjóranum.
“Eg býst ekki við að nokkkur manneskja sé
hér inni,” sagði hún.
Hún fann dyrabjölluna og hringdi henni. og
ýtti um leið á hurðina, sem strax opnaðist.
Það leit út fyrir eins og Eli Josef hefði veiið
að vonast eftir henni. Hún stóð eitt augnablik
í dyrunum, óráðin T hvað hún ætti að gera, en
gekk svo inn í hinn mjóa og dimma gang.
Uppá lofti sást grilla í ofurlitla skínu af ljósi,
nóg til þess að leiðbeina henni upp. Hún íór
upp stigan, skelfd í hug. Þegar hún var kom-
in miðja vega uppeftir stiganum, sá hún hvað-
an ljósbirttan kom. Hurðin að verelsi Eli Josef
var opin, og dauft rafmagns ljós hékk niður úr
loftinu. Það sáust engin merki til að Eli Josef
væri þar, eða nokkur mannleg vera. Hún stóð
í dyrunum og horfði yfir verelsið.
“Er nokkur þarna?” spurði hún í veikiuleg-
um róm.
Það eina svar sem hún fékk, var bergmálið
af hennar eigin orðum.
Inni í verelsinu var allt í óreglu, en þó hrein-
legra en hún hafði búist við. Hún vissi ekki
fyr en seinna að Mr. og Mrs. Shiffan höfðu
þrifið þar dálítið til.. Gamla járnrúmið sem
Eli Josef hafði sofið í, lá þar sundurtekið; allur
rúmfatnaður hafði verið tekin þaðan fyrir
löngu síðan. Gluggarnir sem snéru ut að
læknum voru sæmilega hreinir, og í gegnum
þá sá hún hin björtu ljós á gufuskipunum, sem
láu í skipakvíunni hinu megin fljótsins.
“Er nokkur hér?” Hún kallaði hærra, en
fékk ekkert svar.
Hún vissi ekki hvað væri bakvið tvær hurðir
sem voru sín á hvorum vegg í herberginu, og
hún þurfti á öllu sínu viljaþreki að halda til að
rannsaka það. Hún var á leiðinni til að opna
aðra hurðina, þegar ljósið allt í einu dó, og hún
stóð þar' í svarta myrkri. Hún færði sig nær
stiganum, en þá heyrði hún, eins og tveim
spítum væri urgað saman, og í miðju gólfinu
var dálítill, sérstakur ferhyrnings flötur. Þessi
flötur hreifðist og upp kom höfuð á manni.
hærra og hærra kom hann upp, og hún sá við
birtu frá lampa sem hann hélt á, andlit þessa
óboðna gests. Það var Eli Josef!
Átti hún að tala við hann?
Áður en hún gat afráðið hvort hún ætti að
tala til hans, heyrði hún rödd hvísla, og ljósið
var slökt. Það var einhver annar á ferðinpi
þar — ekki einn, ekki tveir, heldur þrír.
Hún heyrði þá ganga um gólfið, og eitthvert
hvísl, sem hún gat ekki greint. Hún sá, eða
frekar heyrði, að hlerinn í gólfinu var látin
aftur. Hún beið fáein augnablik, til að reyna
að heyra hvað þeir voru að hvíslast á um.
Hljóðskrafið minkaði ag hún heyrði að lokið
var upp hurð, og á sama augnabliki kom ijósið
á aftur. Það var engin í verelsinu.
Hún stóð hreifingarlaus í dyrunum, bíðandi
þess að eitthvað kæmi fyrir. Það fyrsta sem
hún heyrði, var frá stiganum fyrir eðan. Það
var þunglamalegt fótatak, og komumaðurinn
hefir séð hana, því hún heyrði að nafn sitt var
nemt, með undrandi málróm.
“Anna! Hvað eruð þér að gera hér?”
Það var Mark, einsamall
Hann ýtti henni með hægð inn í verelsið, tók
utan um herðar hennar og snéri henni að sér,
og rýndi með sínum svörtu augum í andlit
hennar.
“Hver kom með yður hingað?”
“Leigu Bill,” svaraði hún.
“Því fóruð þér hingað? Sendi Bradley
yður?”
Hún glápti stórum augum á hann. “Mr.
Bradley? Nei, eg kom til að sjá Eli Josef.”
“Til hvers?” spurði hann snögt.
“Þér ætlið þó ekki að reyna að segja mér að
þér hafið komið hingað aðeins fyrir forvitnis
sök?”
“Eg segi yður aðeins það sem eg vil segja
yður, Mark,” sagði hún ákveðið, með stillingu.
“Eg þarf ekki að svara yður til athafna minna.”
Hann hugsaði sig um, sem snöggvast, og
hniklaði brýrnar.
“Hafið þér séð Eli Josef?”
Hún var rétt komin að því að segja honum
hvað hún hafði séð, en það var eins oog eitt-
hvað gæfi henni vísbendingu um að gera það
ekki.
“Nei, ég hefi ekki séð hann.”
Til allrar hamingju horfði hann ekki framan
í hana er hún sagði þetta, því Önnu var ólagið
að segjt ósatt.
Hann gekk að dyrunum, sem Anna hafði séð
Eli Josef fara út um, opnaði þær og fór inn í
næsta verelsi. Hann var í burtú svo sem fimm
mínútur, og kom svo til baka og dustaði ryk
af höndum sér.
“Það er engin þar,” sagði hann. Alt í einu
varð honum litið upp. “Hvað er þetta?”
Anna hafði heyrt það líka, lágan hlátur, sem
virttist heyast frá verelsi upp yfir þeim.
XXVII. kafli.
Anna leit til Marks.
“Hver var það?” spurði hún í lágum róm.
‘Það líktist málróm Elis”, svaraði hann og
hleypti brúnum. “Hann er eins vitlaus og ha;m
hefir verið.”
Þau biðu, en ekkert hljóð heyrðist. Einh\er
ótti greip Önnu allt í einu. Það var eins og
hún væri þess vör, að ósýnileg augu, störðu á
hana. Hún snéri það bráðasta til dyranna, en
Mark gekk í veg fyrir hana og beiddi hana að
fara ekki.
“ Eg fer einsömul: Eg hefi leigubíl.”
“Eg skal taka yður til baka í bílnum mínum.”
“Ó, er það bíllinn sem þér komuð í, sem eg
sá standa hér í hliðarstrætinu.”
Hann fylgdi henni ofan stigana og út á
strætið. Hann varð meir en lítið hissa að sjá
þrjá lögreglubíla standa hinumegin í strætinu.
Það sáust engir menn þar í kring, nema
keyrslumennirnir, sem sátu hver við sitt stýris-
hjól.
“Hvað geta þeir verið að gera hér? Eg sá
þá ekki þegar eg kom,” sagði Mark og óstyrk
brá fyrir í málróm hans.
“Hefir Bradley vinur yðar borið fyrir yður
hér?”
Hún svaraði þessu ekki, en flýtti sér þangað
sein billinn beið hennar, og fann bílstjóran
hálf sofandi, iiggjandi fram á styrishjólið.
Mark náði brátt valdi yfir sér, og lét sem
ekkert væri um að vera.
“Eg byst ekki við, að þér kærið yður um.að
taka mig sem farþega? Jæja, það er heldur
ekki nauðsynlegt. Til hvers komuð þér hingað
Anna?” spurði liann í alt öðrum róm. “Vildi
Bradley að þér sæuð gamla manninn?”
“Nel,” svaraði hún stutt., og fór inn í bílinn,
og skelti aftur hurðinni.
Hún var svo þreytt, að hún gat varla haldið
sér vakandi, alia leiðina tiJ borgarinnar, og
þegar bíllin kom að húsinu sem hún bjó í var
hún sofnuð. Þegar hún kom út úr bílnum, sá
hún mann, svo sem fjóra faðma þaðan sem
bíllinn stansaði, og meðan hún var að borga
ökumanninum, kom hann beint til hennar, og
hún sá strax að þetta var Tiser.
“Hafið þér séð Mark, Anna?” spurði hann
í skjálfandi róm. “Eg hefi verið að bíða efttir
honum.”
“Hann er í Meyjastiganum,” svaraði hún.
“Meyjastiganum!” endurtók hann. “Og þér
hafið verið þar? Ó, mín kæra Anna, hversu
hættulegt, hversu heimskulegt!”
Hún ætlaði framhjá honum, en hann stóð í
vegi fyrir henni.
“Farið þér ekki strax, kæra Anna,” sagði
hann. “Það er nokkuð sem eg þarf að segja
yður, sem er mjög þýðingarmi'kið, — um —
þær afar slæmu kringumstæður, sem við erum
öll í.”
Hún var meir en lítitð hissa á framkomu
hans. Fyrst hélt hún að hann væri drukkinn;
en hún sá brátt hvað mundi valda framkomu
bans og orðalagi. Hann var ekki mikið drukk-
in.
“Eg vil heldur tala um þetta við yður á morg-
un, Mr. Tiser —” byrjaði hún að segja. Henni
til mestu undrunar fór hann allt í einu irá
henni, og flúði út í dimmuna. Hún heyrði þyt
af bílhjólum og sá tvö björt ljós, og á sama
augnabliki rendi bíll, með miklum hraða upp
að gangstéttinni. Það var einn af lögreglu-
bílnum, hún hafði séð hann áður, og hún
þekti manninn sem þaut út úr bílnum beint
til hennar.
“Því í ósköpunum standið þér hér úti á
stræti? Hafið þér ekki lykil?” spurði Bradley.
Að sjá hann var henni hin mesta uppörfun og
trygging, og hún hló svo hjartanlega.
“Já, — Tiser vildi tala við mig.”
“Tiser hér? Eg hélt að hann væri í herbergj-
um Marks að bíða eftir honum,” sagði Bradley.
“Hvað sagði hann?”
“Hún hristi höfuðið.
“Ekki neitt merkilegt,” svaraði hún.
“Voruð þér í Meyjastiganum?” og svo bæiti
hann við hlæjandi: “Eg þarf ekki að spyija
yður að því. Eg veit að þér voruð þar. Mer
væri kærara að þér færuð þangað ekki, bar
til að eg bið yður að koma þangað — og þá
sxal eg vera þar til þess að gæta þess að
ekkert komi fyrir yður. Má eg koma inr. með
yður?”
Henni fanst alls ekkert athugavert við þessa
beiðni hans, þó klukkan væri orðin þrjú eftir
miðnætti.
“Hvað var Tiser að tala um?”
Hann virtist hafa sterkan áhuga fyrir hvað
Tiser hefði í hyggju. Það var ómögulegt fyrir
hana að segja honum það, því hún hafði ekki
hina mynstu hugmynd um því hann geng' i
veg fyrir sig.
“Það er dálítið skrítið,” sagði hann, þegar
hún var búin að segja honum allt sem Tiser
hafði sagt.
“Það lítur út eins og —”.
Hann lauk ekki við setninguna. Hann tók
lykilinn úr hendi hennar, og opnaði ytri hurð-
ina, og gekk á undan henni upp stigann. Hann
lauk upp hurðinni að íbúð hennar, og gekk
inn á undan henni. Hann opnaði borðstofu-
hurðina og sneri á ljósinu, og stóð kyr sem
snöggvast og horfði með hörkusvip á ósigur
Marks, sem sat við borðið, bíðandi þeinar
ánægju að sjá Önnu yfirbugaða þegar hún
sæi framan í hann.
“Gekk yður nokkuð illa að komast mn?
spurði Bradley, kalt en kurteyslega.
“Eg hafði mína eigin lykla,” svaraði Mark,-
Bradley kinkaði kolli.
“Mér skilst að þér hafið komið rétt á undan
Miss Perryman og sent Tiser út á strætið til
að tefja fyrir henni, meðan þér voruð að koina
yður fyrir í herbergi hennar.”
Anna horfði á Mark undrandi og gat ekkert
sagt. Hún mundi að þegar bíllinn sem hún
var í kom að Westminister brúnni, að stór bill
rendi fram hjá þeim, og þó hún væri ekki
vel vakandi, þá samt sem áður, fanst henni
hún þekkja bílinn.
“Það er tvent sem eg get gert,” sagði Brad-
ley, með hægð.
“Ef eg léti mínar frumlegu tilhneiging ráða,
mundi eg opna glugga og fleygja yður út. Eg
get líka tekið yður til fanga, fyrir eina eða
fleiri smásakir sem eg hef á hendur yðar, en
eg kýs frekar að taka yður til fanga fyrir
stærri glæp.”
“Sem er?” spurði Mark.
Bradley brosti.
“Eg held að það sé óþarfi að gefa yður
frekari skýringu á því, hvað það er.
“Þér fóruð til að sjá Eli Josef — jæja, þér
skuluð fá að sjá hann eitthvert kvöldið, núna
í vikunni, og þér skuluð fá að heyra hann bera
sök og sakir á yður. Eg er forvitinn að hevra
hverju þér hafið að svara til ákærna Eli
Josefs.”
Mark lét sem sér væri skemtun að því sem
Bradley sagði.
“Ætlið þér að koma með hann í vitnastúk-
una, og þér ætlið kannske að kalla svipina
hans fram til að staðfesta vitnisburð hans?”
spurði hann. “Þér getið ekki hrætt mig-
Bradley, og þér getið ekki heldur tælt mig með
orðamælgi. En hvers vegna að eg er hér, þa
veit Miss Perryman af hverju að eg kom hing'
ið. Hún fékk mér lykilinn.”
Þessa ósvífni gat Anna ekki þolað, -og svar-
aði honum í reiði. _ (
“Hvernig dirfist þér að fara með slíka lýgi
byrjaði hún að segja, en Bradley leit til hennar
svo hún þagnaði.
“Hann er ekki að æsa yður, heldur mig-
sagði hann. “En eg læt ekki slíkt hagga geðs-
muna jafnvægi mínu.” Hann benti á hurðma
og sagði.
“Farið þér út Mark.”
Rétt sem snöggvast varð Mark ljót-ur í and-
liti, en hann bara ypti öxlum og gekk út úr
herberginu, og þau heyrðu hann skella hurð-
inni að sinni íbúð, hrottalega.
“Eg hefi aldrei spurt yður að hvort þér eigi®
nokkra ættingja eða vini í London,” sagð1
Bradley.
Hún hristi neitandi höfuðið.
“Þá verðið þér að fá yður herbergi í hótel1
— eg held, að þér séuð ekki í neinni hættu 1
nótt, en þér verðið að fara héðan strax 1
fyrramálið. Hafið þér nokkra peninga?”
Hún brosti ofurlítið að þessu. ((
“Já, eg hefi mína illa fengnu peninga>
sagði hún hrygg í huga.
“Eg held að eg ætti ekki að taka neitt a
þeim héðan. Eg held að eg ætti að fara stra*
á morgun til Parísar.”
“Eg vildi heldur að þér færuð ekki bur
héðan strax,” sagði Braclley.
“Eg þarf að ná Mark, en aðal ástæðan, sen?
eg hefi fyrir því að þér farið ekki strax, er
mín persónulega löngun til að sannfæra yður
um hver drap Ronnie.”
(Framhald)
/