Lögberg - 09.09.1943, Blaðsíða 2

Lögberg - 09.09.1943, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG. FIMTUDAGINN 9. SEPTEMBER 1943. Jónas Jónsson, alþingismaður, skrifar um Bólu-Hjálmar Frh. Barátta Hjálmars varð að sjálfsögðu hörðust í þeirri sveit Akrahreppi, þar sem hann átti lengst heima. Fjölmargar af beizkustu vísum hans og kvæðum eru um þessa dvalarsveit. Þar gerðust líka þeir tveir atburðir, frá hálfu mannfélagsins, sem komu sárast við metnað hans og manndóm. Þar var ákveðin og gerð skipuleg húsrannsókn hjá honum haustið 1838, í þeim tilgangi að leiða ótvíræð rök að því, að hann væri glæpamaður. Og þessa sömu sveit varð hann að biðja um framfærsiustyrk, eftir allt, sem var á undan gengið, og eftir að hann hafði birt ’ víðlesnu blaði kvæði, sem byrjar með þessum 'orðum: “Eftir fimmtíu ára dvöl í Akrahreppi, eg má nú deyja úr sulti, nakleika, kröm og kvöl, kvein mitt ei heyrist, skal því þegja. Félagsbræður ei finnast þar, af frjálsum manngæðum lítið eiga, eru því flestir aumingjar, en illgjarnir þeir, sem betur mega.” Kvæðið er miklu lengra og frá Hjálmars hendi eins konar Jokareikningsskil við þetta sveitarfélag. þar sem hann hafði dvalizt svo - lengi. Þeir, sem kynna sér ummæli Hjálmars í þessu kvæði og mörgum öðrum um dvalarsVeit hans, gætu auðveldlega myndað sér þá alröngu skcðun, að á þessum tíma hafi búið í Akrahreppi sérstakur úrhrakslýður. En svc var ekki. Fyrst og fremst átti Hjálmar alla stund bæði vini og velvildarmenn í sveitinni, sem reyndust honum vel öll þau ar, sem hann dvaldist þar. Hjálmar hafði frá æskuárum átt í haráttu við mannfélagið. Hvorki tengdafaðir hans né tengda- móðir buðu honum sambýli á Uppsölum, þó að þau yrðu að leigja meira og minna af jörðinni og vitanlegt væri, að Hjálmar og Guðnýju vantaði staðfestu. 1 Bólu var Hjálmar landseti Guðbjargar, frænku sinnar, en ekki í sambýli. Hjálmar var svo auðsærður, að hann hlaut jafnan að eiga í baráttu við þá, sem næstir bjuggu. Þegar honum þótti ,sér misboðið, orti hann til andstæðinganna og o^tast á þann veg, að ekki þurfti að binda um sárið. Móti slíkum manni hefur mannfélag, þar sem allir lifa af kvikfé í ógirtum landareignum, ekki nema eitt úrvalsvopn: grun og sakfelling um gripdeild úr högum. Við því broti liggur í kvikfjárræktarlöndum óvenjulega hörð begn- ing að lögum og enn harðari dómfeiling almenningsálitsins. Hér fór á þessa leið. Hjálmar og mannfélagið háðu úrslitaglímu. Báðir aðilar beittu vopnum með eitri fáðum eggjum, iil þess að sárin yrðu djúp og greru seint. Sókn Hjálmars á hendur dvalarsveitinni var þess vegna óhjákvæmileg, en um leið óper- sónuleg. Hvar sem Hjálmar hefði átt heima, mundi hafa orðið styrjöld milli hans og samborgaranna. Ádeila hans á Akrahrepp snertir þess vegna engan veginn þá sveit eða það fólk, sem þar átti heima samtíða honum, heldur samtíð hans yfirJeitt, samlanda hans, hvar sem þeir bjuggu á landinu. XVI. fast á hurðir. Flestöll beztu ljóð hans urðu til í þessari baráttu, í sjálfsvörn við að afla sér og sínum daglegs brauðs. Erindin um storminn og líf undirokaðra manna eru tákn- ræn fyrir Hjálmar: “Linaðu, kári, á leiknum hér ljóra hirti að rugga, æpa stráin undan þér úti fyrir glugga. Líka stormi merkja má menn af aðli háum, þegar níðast ólmir á aumum bóndastráum.” Stormurinn hristir bæinn og lætur stráin hljóða undan átokun- um. Meiri háttar menn þjóðfélagsins fara eins með hina snauðu og umkomulitlu. Þeir eru ólmir, en veiku bóndastráin eru aum. Bér talar Hjálmar fyrir sig og sína jafningja. Hann er eitt af veiku stráunum, sem höfðingjar þessa heims níðast á. Hann biður dauð náttúruöflin að hlífa bænum og stráunum úti fyrir glugganum. En hann biður engrar vægðar, þegar “aðallinn” á í hlut. Hann veit, að þar er og verður barátta, og hann spáir engu um leikslokin. Hjálmar víkur þrásinnis að suitinum og hungurbaráttunni. Fræg, en óverðskulduð var ádeilan út af slátrinu á ríkisheimili í Skagafirði. Hjálmar kom að bænum seint á sumri, fann, að verið var að elda slátur, og bjóst við, að sér yrði boðinn þessi gómsæti þjóðréttur. En það var ekki gert. Húsráðendur áttu ekki slátrið, heldur húskona á bænum. Erindi Hjálmars um vonbrigðin í þetta sinn lýkur með þessum orðum: “Sál mín, vön við sultarhaginn, samt af slórði þennan daginn og vonir sínar allar át.” Svangur maður hlakkar til að fá ýmislegt fleira en nýtt slátur. Kvæðið “Óþolinmæði” hefst með þessari vísu: “Mikið langar mig í fisk x milli rekkjuvoða. Soltinn yfir sit eg disk, senn fer grjót að hnoða.” Enn segir Hjálmar: "“Gefur í brauðs stað grjót á disk, grátinn eg það letra. Höggorm réttir fyrir fisk, fæst ei annað betra.” Hann dreymir vestur yfir fjöll til vina sinna í Húnaþingi: “Draumaguðinn diktað lét dæmi sjónhverfinga, að eg er að borða brauð og ket úr búri Húnvetninga.” Sulturinn nær líka til jólanna: Mikil skáld eru boðberar þeirra hugsjóna, sem gagntaka .'amtíðina. Egill Skallagrímsson er í ljóðum* túlkur víkinpaald arinnar. Eysteinn munkur, Hallgrímur Pétursson og Matthias Jochumsson skýra hið kristilega trúarviðhorf íslendinga frá þrem skarplega aðgreindum tímabilum í andlegu lífi íslendinga. Jónas Hallgrímsson lýsir vonsælli trú þjóðar, sem hefur verið kúguð og bæld, en vill verða frjáls og sterk. Einar Benedikís- son er postuli auðmagnstrúarinnar í sambandi við íslenzka endurreisn, en Stephan G. Stephansson hefur bezt allra manna lýst tilfinningalífi þeirra íslendinga, sem unna landinu úr fjar- lægð, en sjá það aldrei nema í draumum sínum. Hjálmar er skáld íslenzkrar örbirgðar og hungurkvala. Öldum saman hefur þjóðin átt í höggi við hungurvofuna í óteljandi myndum, allt írá þeim tíma, að erlendir valdhafar tóku að mergsjúga atvinnu- vegi landsmanna, og fram í byrjun yfirstandandi aldar. Mikill hluti þjóðarinnar þekkti skortinn í daglegri lífsbaráttu öidum saman, en um þvert bak keyrði, þegar stórfelld eldgos, sarn- stæð hafísár eða mannskæðar pestir herjuðu á land og þjóð. Hjálmar er fyrsti íslenzki uppreistarmaðurinn gegn hungur- vofunni og ef til vill hinn snjallasti. Sumir uppreistarmenn gera tvennt í einu. Þeir brjóta niður úrelt skipulag og byggja annað nýrra og betra. Hjálmar tók aðeins fyrri kostinn. Ef frá eru tekin vakningarljóð í sambandi við stofnun fyrsta búnaðar- félags á íslandi, má segja, að ljóðagerð hans snúist nær ein göngu um að gagnrýna og ryðja hindrunum úr vegi. Öll aðstaða hans var vel fallin til að gera honum ljúft að beita sér í and stöðu. Hann átti enga erfð, engan frændagarð, engar hjálpar- stoðir frá mannfélaginu. Þjóðin gaf honum af sameign sinni aðeins til jafns við þá, sem minnst fengu. Hjálmar kunni þessu illa. Hann vildi sitja sólarmegin í tilverunni. En þegar dyrnar að sólskinsdalnum voru lokaðar, þá sótti hann á og knúði “Lífdaga því lækkar sólin, lúrast vinnukraftur minn. Ekkert til að éta um jólin ♦ eg á nú í þetta sinn.” Eitt sinn á efri árum kemur Hjálmar 1 brauðbúð á Akur- eyri. Hann langar í brauðið. En það er ekki nóg: CAHADA CALLIHG! I serve Canada by releasing a man for more Active Duty Because Action is necessary í’m serving Canada AGAIH Hittið næsta liðssöfnunarmann að máli “Örbirgðin mín kemst ekki í lóg, eg hlýt að þola hana. Bakarinn hefur brauðið nóg, en brestur mig peningana. Eg er nú setztur upp í hró, allnærri kominn bana, langar í brauðið þarna þó, — það er af sultarvana.” Þannig gengur hungurbaráttan eins og rauður þráður gegn- um alla ljóðagerð Hjálmars. Hann yrkir bezt, þegar hann snýr sér að skorti og neyð. 1 kvæðinu til Kristjáns konungs IX. lítur hann, eins og allur þorri manna á þeim tímum, á kon- unginn eins og æðri veru, sem standi nær guðum en mönnum. Af þéirri tilfinningu stafar hin djúpa og nálega óskijanlega auðmýkt þess manns, sem var flestum öðrum ófúsari til að beygja bakið fyrir valdamönum, sem hann þekkti. En í þessari konungsdrápu nýtur Hjálmar ekki skáldmáttar síns, fyrr en ættjörðin byrjar að lýsa neyð sinni og sárum hörmungum: “Sjá nú, hvað eg er beinaber, brjóstin visin og fölar kinnar, eldsteyptu lýsa hraunin hér hörðum búsifjum ævi minnar. Kóróna mín er kaldur snjár, klömbrur hafísa mitt aðsetur, þrautir mínar í þúsund ár þekkir guð einn og talið getur.” Hjálmar lýsti meinum lands og þjóðar. Hann mun um langan aldur verða óbrigðult vitni bæði um sínar eigin þján- ingar og þó öllu frekar um ástand þjóðarinnar. Harín lýsti óafvitandi því, sem kalla mátti handselda sök þjóðar sinnar gagnvart vanrækslu og ásetningssyndum þeirra manna, sem höfðu með óstjórn og kúgun lokað auðlindum landsins, þannig að sultur og hungurdauði voru landlægar meinsemdir í íslenzku þjóðlífi um margra alda skeið. Árið áður en Hjálmar andaðist, tók hin beinabera ættjörð, með visin brjóst og fölar kinnar, móti þeirri byrjun að stjórn- írelsi, sem græddi smátt og smátt þau þjóðarmein, sem Hjálmar hafði lýst svo átakanlega í ljóðum sínum. í fótspor hans fetuðu íjölmargir umbótamenn. Fæstir þeirra voru skáld. En þeir opnuðu auðlindir landsins á margvíslega vegu. Landið og þjóð- Á mynd þessari sjást Capt. N. Richmond frá Wellington, Nýja Sjál'andi, M. Maisky, fyrrum sendiherra Rússa á Bretlandi, og Capt. Onslow. Þessir tveir sægarpar voru sæmdir verðlaunapeningi af Josef Stalin forsætisráðherra rússnesku ráðstjórnarríkjanna. in hættu að vera beinaber og með fölar kinnar. Enginn þurfti Iengur að láta sig dreyma um brauð til að fullnægja gömlum sultarvana. Viðfangsefni Hjálmars hafa þokazt til hliðar, eins og fórnardauðakenning Haílgríms Péturssonar, Maríudýrkun Eysteins munks og blóðstraumar Egils, sem gnúðu um nef og vanga hræfuglanna. En skáldverk, sem túlka með sanniridum dýpstu tilfinningar heillar aldar, lifa eilíflega, þó að hin upp- runalegu tilefni hverfi með þeirri kynslóð, sem skapað heíur .istaverkin. XVII. Hjálmar hafði oft og mörgum sinnum í ljóðum sinum lýst megnri lífsþreytu og einlægri ósk um að mega sem fyrst hvería burtu til betri heimkynna. Hann hafði, svo sem fyrr er sagt, undirbúið útför sína, valið sér gröf, líkmenn og prest. Hann hafði einnig ort sín eigiá erfiljóð, sem væntanlega verða, áður en langir tímar líða, meitluð í legstein yfir leiði hans í Mikla- bæjarkirkjugarði. Þar segir Hjálmar: “Hér er grafið hjábarn veraldar eitt, sem þunginn ævidaga þjáði, augnablikið taldi hvert á láði heim að ná \til hvílu þessarar. Það er Hjálmar heitinn arfi Jóns, sem hér eirir andláts bundinn fjötrum, undan forsmán, hatri, skorti, tötrum lagðist þreyttur lík í skauti fróns.” En honum fór eins og flestum langferðamönnum. Hann ákvað ekki sinn eiginn næturstað. Honum hefði verið mest rð skapi að eiga ríkan ættargarð og mikið frændafylgi, hafa nægilega fjármuni, sinna aðallega andlegri vinnu og njóta til æviloka trausts og hylli samvistarmanna sinna. Honum var neitað um öll þessi gæði, en í þess stað boðin hin þrönga, bratta og grýtta lífsleið. Hjálmar fékk enga vöggugjöi, nema skáldgáfuna og hið hamramma skapferli. Þegar fellibylur æddi í sál hans, urðu til hinar spaklegu vísur hans og sniöllu ljóð. Umkomuleysið, fátæktin, forsmánin, hatrið, ástin og sorgm gerðu Hjálmar að þjóðskáldi. Hinir ríku og voldugu samvistar- menn, sem litu niður á hann fyrir allsleysið, eru nú iöngu gleymdir, nema helzt fyrir baráttu þeirra við Hjálmar. Jafnvei hinn ríki og valdsmannlegi biskup frá Víðivöllum, sem hætti a að senda Hjálmari undir vertíðarlokin nafnlausa gjöf, er ekki nema hálfgleymt nafn í minningu þjóðarinnar. En Hjáimar, hinn ættlausi sonur tveggja lausahjúa úr Reykjadal, sem höfðu komizt með lífsmarki gegnum móðuharðindin, var af hmum hærri máttarvöldum kvaddur til að bera fram fyrir hönd vakn- andi þjóðar kveinstafi þúsunda, sem höfðu öldum saman kvalizt fyrir vanstjórn landsins, en ekki megnað að láta hljóð sín heyrast. Það voru hin þögulu strá. En Hjálmar var ýlustráið, sem hljóðaði, um leið og það skalf, undan átökum stormsins. Hamragörðum, 28. október 1942. Jónas Jónsson. Í=íl Látið ekki tækifærið ganga úr greipum yðar! Verzlunarmennlun er ómissandi nú á dögum, og það fólk, sem hennar nýtur, hefir ætíð forgangs- réít þegar um vel launaðar slöður er að ræða. Það margborgar sig, að finna oss að máli, ef þér hafið í hyggju að ganga á verzlunarskóla; vér höfum nokkur námskeið til sölu við frægustu og fullkomnustu verzlunarskóla veslan lands. The Columbia Press Limited Toronto og Sargent, Winnipeg KAUPIÐ, LESIÐ, BORGIÐ LÖGBERG

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.