Lögberg - 09.09.1943, Blaðsíða 5

Lögberg - 09.09.1943, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 9. SEPTEMBER 1943. 5 Móðirin brosti dálítið rauna lega. “Þér þektuð hana svo vel, og eg hefi þegar sagt yður svo mikið, að það er líklega best að eg haldi áfram. Já, eg sagði vonbrigði. Hún átti vonir, sem urðu að engu, þegar heilsan bil- aði. Eg veit ekki, hvort þér hafið vitað það, að Emma var sérstaklega listhneigð. — Hún hafði bæði næmt söngeyra og iistamannsauga. Þér sjáið þarna málverkið á veggnum, það mál- aði hún, þegar hún var við teikninám, veturinn eftir að hún var fermd. Eg man ve) þá stund, er hún fór að heiman um haustið. Þá var hún svo glöð og kát og horfði björtum augum fram í tímann. Þegar hún kvaddi mig sagði hún: “Mamma, nú er eg að fá ósk mína uppfylta,. eg skal revna að vera þér til sóma, kæra mamrna mín.” Veturinn eftir ætlaði hún aft- ur. en þá veiktist hún: Það er löng þögn. Konurr.ar horfðu báðar út um gluggann á sólina, sem er að hníga til viðar, en varpar um leið unaðs fögrum roða á himininn. Hún er að hverfa sjónum, eftir að hafa sent vermandi geisla vfir lög og láð. Það er að kvelda eftir stuttan en fagran dag. Móðirin stendur upp og geng- ur hægt og tígulega yfir til ungu stúlkunnar. “Guð gefi yður góða nótt, og hjartans þakkir fyrir að þér komuð í dag og færðuð mér þessar gleðifregnir af Emmu”. Unga stúlkan gengur til hvílu. Sólin er horfin, dag'urinn liðinn. En á morgun bíður hennar ann- ar dagur til starfs. Lilja. Lesbók. Sumarför Efiir séra Sigurð Ólafsson. Frh. Nefndin sem hafði með hönd- um hátíðarundirbúninginn fyiir hönd safnaðarins, hafði sent út boðsbréf til allra meðlima safn- aðarins, er burt höfðu fluzt — en bjuggu í nálægum héruðum •— einnig til allra er um eitt sinn höfðu búið í umhverfinu, þótt nú væru burtu fluttir. Sizt var því að undra þótt mikill mannfjöldi væri þar saman kom inn, er við, kl. hálf ellefu kom- um að kirkjunni, streymdi fólk fþangað, næsta hálf tímann, þar til guðsþjónusta hófst. Kirkjuna sá eg nú í fyrsta sinn. Á minni starfstíð voru guðsþjónustur haldnar í skóla- húsinu, en fermingarguðsþjón- ustur í samkomuhúsi bygðar- innar. Kirkjan var enn óbygð er eg kvaddi söfnuðinn í febrú- arlok 1921. Nægilegt fé var þá fyrir hendi, til þess að byggja hana, var hún bygð þá um vorið'. Hinn fagri blettur þar sem kirkjan stendur á, var gef- inn af Salomons hjónunum, hafði verið hreinsaður, er eg fór. Mynd átti eg af kirkjunni, er dóttir okkar hafði tekið, er hún var á ferð þar vestra, fyrir nokkrum árum. Einnig vissi eg að listakonan, Ásta Normann, málari, hafði ásamt Magnúsi listamanni bróður sínum, málað kirkjuna, var það nægileg sönn- un þess, að vel og smekklega var frá því verki gengið. Nú horfði eg þá loksins á kirkjuna — er eg svo lengi hafði þráð að sjá. Eg sá í anda sögu hins liðna tíma, — þolinmæði og dug frumherja, er að vóí-ki höfðu verið, — og allra þeirra er hlut áttu að máli. Mig minnir að í söfnuðinum væri 14—16 fjöl- skyldur, þótt einnig léðu ýmsir þeirra er utansafnaðar voru, lið, í ýmsri merkingu, og al- mennt mjög góða fjárhagslega hjálp við kirkjubygginguna. Þó mátti bygging jafn prýðilegs húss, og kirkjan er, teljast þrek virki, af jafn fámennum hópi fólks — í afskektri sveit. — og Pt. Roberts-bygðin mátti þá telj- ast að vera. Góður og gegn Reykvíkingur, Guðbrandur trésmíðameistari Guðbrandsson, smíðaði kukjuna Hann býr nú í Blaine, Wash. Einn sá fyrsti maður er eg átti tal við, eftir að við kom- um til kirkjunnar, var séra Kol- beinn Sigmundsson, prestur í St. James Lútersku kirkjunni, í Seattle borg, er var nú stadd- ur hér ásamt frú sinni og sum- um barna þeirra. Sigmundssons hjónin eru með al stofnenda Þrenningarsafnað- ar, og inntu þar af hendi mikils- vert leiðtogastarf í sunnudaga- skóla, og ýmsa aðra þjónustu í þarfir safnaðarins. Brátt kynti séra Kolbeinn mig prestinum er nú þjónar söfnuðinum á Pt. Roberts, er hann frá Vancouver, heitir hann J. S. Neff, eínilegur dugnaðarmaður, ríkur af áhuga og starfsþrótti, mannvænlegur maður. Er inn í kirkjuna kom, var hún þéttskipuð af fólki, og mikill hátíðablær yfir öllu. Það sem að einna fyrst hreyf huga, er inn í kirkjuna kom, var það, af hve mikilli listræni kirkjan var skreytt. Á orgelinu stóð stór blómsturpottur dökkur að lit. I honum voru rauðar rósir, senni- lega um hundrað að tólu, — undursamlega fagrar. Við aðra hlið prédikunarstólsins var ann- ar blómsturpottur, hvítur að lit, í honum voru hin fögru bláu delphinum-blóm. Fyrir miðju altarinu, við gráturnar, hafði verið raðað madonna-lilj- um, á mismunandi hæð, hneigðu þær efstu blómkrónurnar fyrir ofan grátur-nar. Til vinstri handar við Kristmyndina í alt- arinu stóð lítill hvítur blómst- urvasi, í honum voru einnig madonna liljur. Blóma ilmurinn frá þessari blómamergð, fvlti alla kirkjuna. Við hjónin spurðumst síðar fyrir um það, hvep það væri sem hefði • raðað blómunum svo fagurlega, en það var Mrs. Rúna Thordarson, kona Ben Thordarson, kaupmanns, en dótt ir Helga Thorsteinssonar bónda á PR Robert, en svsiir frú Gróu Simundsson og þeirra systkina. Blómin höfðu öll verið tekin úr hinum fagra blómgarði Thordarsons hjónanna. Fjölmennur íslenzkur . söng- flokkur, undir stjórn Mr. Hálf- dáns Thorlákssonar. Alt Van- couver-fólk annaðist um söng- inn, er fór prýðilega fram. Með- al annara söngva var sunginn íslenzki sálmurinn: “í fornöld á jörðu var frækorni sáð,” hljóm- aði hann einkar fagurlega mér í eyrum. — Því hugur minn var mjög bundinn við hið liðna og elzta fólkið er var upphafsfóik, að verki því er vel hafði blomg- ast og blessast gegn' um árin mörgu, er hjá voru liðin. Til- tölulega fátt var nú af elzta hópi eftirskilið, sumt burtu ílutt — allmargir höfðu hlotið hvíld í hinum fagra grafreit bygðarinnar — nokkrir enn á lífi og viðstaddir þessa hátíð- guðsþjónustu; — annars er alt safnaðarstarf nú í höndum yngra miðaldra fólks. En: — “Endurminningin merlar æ, í mánasilfri það sem var.” Messugjörð hófst á tiisettum tíma, eða þar um bil, Mr. Neff var fyrir altari og stiórnaði guðsþjónustunni, og prédikaði; umtalsefni hans var um trúboð, útbreiðslustarf guðsríkis, mælt- ist honum sköruglega. Séra Kol- beinn flutti einnig ávarp á ensku, alvöruþrungin uppörfun- arorð, ásamt árnaðaróskum frá kirkjufélagi því er hann þjónar og stendur í, — The Pacific Synod. — Sá er línur þessar ritar flutti ávarpsorð á íslenzku, og kveðjur fyrir hönd hins Ev. Lúterska kirkjufélags, frá stjórn þess, frá fyrverandi og núver- andi forseta þess, einnig túlkaði hann kveðjuorð frá séra Gutt- ormi Guttormssyni, er fyrstur af prestum kirkjufélagsins starfaði að undirbúningi til safn aðarmyndunar, á Norður nluta Kyrrahafsstrandarinnar, 1911— 1912 — og frá séra Valdimar J. Eylands er þjónaði Blaine presta kalli um all mörg ár, og var síðasti fastaprestur þar, á undan séra G. P. Johnson, er nú þjón- ar Blaine söfnuði. Að guðsþjónustu lokinni var fólki boðið til miðdegisverðar við South-Beach. Er þaðan fag- urt útsýni út á sundin og eyj- arnar, er við sjónum manns blasa. — Veðrið var hið ókjós- anlegasta — einkar hlýtt — bjart í lofti — og ljúf útræna, er á daginn leið. Var ósegjanlega gaman að sjá fólk njóta sin; höfðu margir komið langar leið- ir að, sumir mörg hundruð míl- ur, — til þess að sjá sveit sína og kirkju á ný, endurnýja vin- áttu og kynningu — og. lifa á ný í endurminningu liðinna tíma. Fermingarhópar fyrri og síð- ari ára — sumt, nú miðaldra fólk, áttu þar ljúfa samfundi á ný. Það var glatt og frjálst vfir samræðunum. Fjölmenni mikið, að sögn yfir 400 manns naut þar miðdegis- verðar. Mikill hátíðamatur var þar Síminn er óaðskiljanlegur hluti hinnar canadisku stríðssóknar, bæði hima og á vígvellinum. Siyðjið hann með því að framfylgja þessum reglum: 1. Fyrirbyggið skemdir og úii- lokið dýrar aðgerðir. 2. Sparið benzín og iogleður með því að láia hann selja afurðir, verzla, skipuleggja, heim- sækj a. 3. Nolið firðsíma þegar minzt er um að vera. 4. Talið skýri og svarið greini- lega, er síminn hringir. 5. Sýnið þolinmæði ef samband dregst — stríðsviðskiptin koma fyrst. framreiddur, að minsta kosti fanst okkur hjónunum það, sem komum þangað, beint af lest- inni frá Manitoba. Aðal réttur- inn var bakaður lax. Grunar mig að karlmennirnir hafi átt þar sinn hlut að máli, án efa var fiskurinn af þeim veicMur, einnig var hann af þeim mat- reiddur á einhvern dularfullan hátt, — í grjótgryfju, í fjörunni; — einhvers konar nýmóðins “moðsuða”, er eg þori ekki að leggja út í að lýsa — hefi enda altaí verið duglegri að borða mat, heldur en að tilreiða hann. Eitt er víst, að undursamlega var fiskurinn góður, og máltíð- in öll. — Karlmennirnir létu heldur ekki sitja við það eitt að mat- búa þennan ljúffenga lax, held- ur hjálpuðu þeir konunum enn frekar — með því að skamta á stóra pappírsdiska, en konurnar bættu þar á ýmsu góðgæti, eins og þeim er jafnan lagið. Fór svo hver með sinn disk — eins hlaðinn af góðgæti eins og framast mátti verða — og settist, hvert heldur á grasi gróna völlu við sjóinn, eða á “logga” niðri í fjörunni — og endurnærðust “við náttúru börn”. Öllum viðstöddum var boðið að njóta þarna kvöld- verðar kl. 6 að aftni, áður en kvöldguðsþj ónustan byrjaði. Kvöldguðsþjónustan hófst kl. 8 að fjölmenni viðstöddu. Séra J. S. Neff stjórnaði guðsþjón- ustunni og var fyrir altari. 1 messunni skýrði séra Kol- beinn dóttur-barn Mr. og Mrs. Ben Thordarson, komu foreldr- ar þess úr fjarlægð, til þess að iáta skíra barnið, 1 heimasöín- uði móðurinnar. Sjaldan heíir mér virst barns skírn máttugri að áhrifavaldi, en að þessu sinni. Norskur lúterskur prestur frá Bellingham, séra Earl Soyland, flutti árnaðaróskir frá sötnuði sínum. Áhrifamikinn einsöng, sungu þar tveir menn, þeir Júiíus, sonur Jónasar Samúeis- sonar fyr bónda á Pt. Robert, og. meðlimir og stofnendur Pt. Roberts safnaðar, nú búsettur í Bellingham, og Mr. Irving frá New Westminster, báðir sungu þeir af mætti og snild. Sá er þetta ritar flutti á ný árnaðar- óskir kirkjufélags vors, forseta þess og stjórnarnefndar, og kveðjur presta er þjónað höfðu. Flutti hann því næst prédikun og lagði til grundvallar orðin: “Segið ísraelsmönnum að það haldi áfram.” — Rakin var að nokkru leyti saga bygðarinnar og saga safnaðarins. Vikið var að hugsjónafestu frumherja og trúmennsku og framtaki hinna yngri. Samhliða broti af sögu hins liðna voru flutt uppörfunar orð fyrir komandi tíma. Með sömu festu og dugnaði mun þessi fámenni hópur sækja fram. Kirkja Þrenningarsafnaðar á Pt. Roberts, sem er hin eina kirkja umhverfisins, verður í framtíð, sem á liðnum tíma miðstöð bygðinni til blessunar — sem mun blómgast og blessast — um komandi ár. — Ofursti einn var meö hersveit sinni hjá bóndabæ nokkrum og var honum bo8i8 að boröa meö bónda og fjöl- skyldu bans. HermaSurinn var mat- lystugur eftir langa göngu, svo aS hann át tvo kjúklinga. Þegar málítóinni var lokið, gekk ofurstinn út og sá þá reigingslegan hana á hlaöinu. “Sá er montinn þessi,” sagði ofurstinn. “ÞaS er engin furöa,” svaraöi bóndinn, “því aö hann á tvo syni í hernum.” • 'Hefir sveit yöar ekki veriö kent aö heilsa foringjum ykkar?” spuröi majór nokkur óbreyttan liösmann, sem haföi ekki heilsað honum, er þeir liittust. “Jú, herra majór.” “Hversvegna heilsuöuö þér mér þá ekki ?” “Eg vildi nefnilega ekki vekja ó- þarfa athygli, af því aö eg fór út fyrir herbúöirnar án sérstaks leyfis.” Sr. Friðrik Friðriksson 75 ára. Hinn 25. f. m. var afmælis hans minnzt með hátíðasam- komu í húsi K.F.U.M. Dr theol. Bjarni Jónsson, vígslubiskup, flutti þar aðalræðuna, en auk hans töluðu Magnús Runólfsson cand. theol., framkvæmdarstióri K.F.U.M., Knútur Ziemsen fyrv. borgarstjóri og frú Áslaug Á- gústsdóttir, formaður K.F.U.M. Séra Árni Sigurðsson og biskup, sem þangað voru boðnir ásamt kennurum guðfræðideildar há- skólans og þjónandi prestum í bænum, töluðu þar einnig nokk- ur orð, ennfremur flutti Valdi- mar Björnsson, liðsforingi frá Vesturheimi kveðju að vestan, þar sem séra Friðrik starfaði um hríð, svo og séra Garðar Svavarsson, en honum höfðu þennan dag af formanni K.F.U. M. verið færðar kr. 5.000.00 að gjöf til Laugarnessafnaðar til K.F.U.M.-starfsemi innan safn- aðarins. Samkoman fór hátíðlega fram að viðstöddu fjölmenni. Séra Friðrik Friðriksson er án efa einhver ástsælasti Is- lendingur, sem nú er á lífi. Vin- sældir sínar hefur hann öðlazt í óvenjufögru æfistarfi sínu. — Hann helgaði ungur líf sitt starfinu fyrir æskulýðinn, fyrst í Danmörku, en síðan hér á ís- landi. Hann var forvígismaður og brautryðjandi K.F.U.M.-íé- lagsskaparins hér á landi. I því starfi var hann með lifi og sál. Hvergi unir hann sér betur en í drengjahópi. Ekkert verk er hon um kærara og ljúfara en að leiða og laða unga menn til Jesú Krists. Til þess átti hann líka undraverða hæfileika og þann kærleika og skilning á sálarlífi ungra manna, sem vekur traust og tiltrú. Vafalaust er séra Frið- rik einn allra áhrifamest’ og bezti æskulýðsleiðtogi, sem þjóð vor hefur átt. Það er því ekki að undra þótt hinn mikli fjöldi vina hans sakni þess, að hann er ekki heima um þessar mundir. Kveðju- og árnaðaróskir berast til hans yfir hafið til Danmerk- ur, þar sem hann hefur dvaiið hin síðustu ár og lokið við að rita æfisögu sína. Þar á hann einnig vinsældum miklum og virðingu að fagna. Megi Guð blessa séra Friðrik og árangur- inn af öllu starfi hans fyrir kristni og kirkju lands vors. Kirkjublaðið, 5. júní. Eyes By Helen Swinburne Eyes, qjany-hued, Indigo, pale amethyst and go<ld, Lilac and ivory, Smile from the flower-fold Of waving meadow-land, And hill and wood. Through Nature’s lovely hand These eyes Reveal the earth’s fair soul In search of Paradise. Eyes, lit with silver mirth, Stud the dark shield of heaven That guards the slumbering earth; Or, wide with wonder, Dimlly haunt a cloud wisp Torn asunder; Or, glimmering pale and worn, Dream of nights departed Of nights unborn. Eyes, Cradled in the vastness of the skies, Commune wlth Earth, Revealing unto her The soul of Paradise. ts SUMMER CLASSES THE DEMAND FOR OFFICE HELP FOR MILITAR\ AND INDUSTRIAL OFFICES IS SO PRESSING THAT WE HAVE INTRODUCED SPECIAL SUMMER WAR EMERGENCY COURSES You máy study individual subjects or groups of subjects from the following; Shorthand, Typewriting, Bookkeeping, Comptometer, Correspondence, Spelling, Arithmetic, Penmanship, Dictaphone, Elliott Fisher or Telephone Switchboard. IT IS PLEASANT STUDYING IN OUR AIR-COOLED, AIR-CONDITIONED CLASSROOMS The “SUCCESS” is the only air-conditioned, air- cooled private Commercial College in Winnipeg. Educational Admittance Standard To our day classes we admit only students of Grade XI, Grade XII, and University standing, a policy to which we strictly adhere. For evening classes we have no educational admittance standard. You may enroll at any time in Day or Evening Classes, which will continue throughout the summer without interruption. TELEPHONE 25 843 CALL OR WRITE FOR OUR FREE 40-PAGE PROSPECTUS. S U C C E S S BUSINESS COLLEGE Portage Ave. at Edmonton St. WINNIPEG.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.