Lögberg - 09.09.1943, Blaðsíða 3

Lögberg - 09.09.1943, Blaðsíða 3
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 9. SEPTEMBER 1943. 3 Norskn leikkonan Gerd Grieg Frelsisþráin, listgáfan og löng- unin til göfugra dáða, eru skvld fyrirbrigði. Þau má stundum greina samtímis í lífi sömu ætta, mann fram af manni. Svo er um ætt norsku leikkonunnar Gerd Grieg Egede-Nissen, sem uú í tvö skipti hefir heimsótt ísland til þess að bregða ljóma yfir leiksvið höfuðborgarinnar. í fyrra skiptið með snildarleg- um leik sínum í sjónleik Ibsens, Hedda Gabler. í síðara skiptið ttieð leikstjórn sinni á öðrum sjónleik eftir sama höfund, Veislunni á Sólhaugum, sem Norræna félagði hér hafði for- göngu um', að sýndur hefir verið á leiksviði Reykjavíkur á þessu vori. Fyrir rúmum 200 árum gerð- ist einn af ættfeðrum frú Grieg í föðurætt sóknarprestur í Vaagen, einni af Lofotenevjun- um, þá nýlega orðinn kandídat í guðfræði. En hann hafði ekki lengi gengt því starfi, þegar greip hann áköf þrá til að fara til Grænlands og boða þar trú. Svo fór, að honum héldu engin bönd heima í Noregi, og 3. júlí 1721 sté hann fæti á land á vesturströnd Grænlanos og gerðist þar kristniboði og le’ð- togi Grænlendinga um margra ára skeið. Þessi maður var Hans Paulsen Egede, hinn ágæti “postuli Grænlands”, sem svo hefur verið nefndur með réttu, en nafn hans munu flestir is- lendingar þekkja og fórnarstar,f hans á Grænlandi einnig að ein hverju leyti. í honum og son- um hans fór saman fórnfýsi og þrá til frelsis fyrir þá þjóð, sem hann hafði verið kailaður til að leiða til meiri þroska. En samfara þessu tvennu var rík listhneigð, sem meðal annars birtist í framúrskarandi hæfileik um til tungumálanáms, enda nam Egede grænlenzku og samdi á þeirri tungu kennslubók í kristnum fræðum, en sondr hans,,Páll, þýddi Nýja-testament ið á grænlenzku. Um moður- sett frú Grieg er sama að segja og föðurættina. Þar gætir hinna sömu einkenna í ríkum mæli. Má þaðan t. d. nefna hinn nafn fræga biskup í Bergensbiskups- dæmi, John Nordahl Biun, og koma þar saman ættir leikkon- unnar Gerd Grieg og skálds- ins Nordahls Grieg, manns hennar, sem heitir fullu nafni Johan Nordahl Brun Griek. Nordahl biskup var ekki aðeins framúrskarandi prédikari, he'd- ur og nafnfrægt ljóð- og le^k- ritaskáld. Ætt þessi hefur því verið og er gædd ríkari list- gáfu, sem hefur meðal arnars opinberast á glæsilegan hátt í tónverkum Edvards Grieg, enda hefur nafn þessa meðlims Nor- dahls-ættarinnar fyrir löngu hlot ið heimsfrægð. Að þessu athuguðu skýrast að Ookkru rökin til hins víðtæka starfs frú Gerd Grieg í þágu Hstarinnar. — Og hver veit noma að einmitt ljóminn af fónsnilli hins fræga frænda bennar, Edvards Grieg, hafi beint hug hennar í æsku inn í sevintýraheima söngs og tóna. Svo mikið er víst, að sjö ára Sómul byrjar hún að iæra á fiðlu, lýkur prófi frá Linde- ^ttannssönglistaskó.la aðeins tólf ara gömul og leikur um sömu ^óundir og síðar opinberlega Verk eftir Grieg, Chopin og ^ach. En þó varð það önnur §rein listarinnar en tónlistin, Sem átti að verða höfuðviðfangs efnið í lifi og starfi hinnar Ungu listakonu. Sú grein var feiklistin. Fjórtán ára gömul tek- ór Gerd Egede-Nissen sína fyrstu vígslu á leiksviði þjóð- feikhússins norska. Það var í aðal-kvenhlutverki ævintýaleiks “Kongens hjerte” eftir n°rsku skáldkonuna Barbra ^ng. Þegar eftir fyrsta kvöldið Var það ljóst, að hin kornunga ^eikkona var gædd mikilli list- §afu. Hinn barnslegi yndis- þokki og hrífandi framkoma vakti óblandinn fögnuð áhorf- enda. Á þessa leið voru um- mæli leikdómenda, og frumraun leikkonunnar hafði lyktað með sigri. Eftir þetta rak hvert hlut- verkið annað, óg það er eftir- tektarvert, að áður en frú Grieg nær átján ára aldri, er hún orð- in nafnfræg leikkona, hefur leikið mörg og stór hlutverk og hlotið miklar vinsældir. Hún hefur þá meðal annars leikið aðalkvenhlutverkin í sumum leikritum Ibsens og Bernards Shaw. Þeir, sem sáu frú Gerd Grieg leika hlutverk Heddu Tesman í sjónleik Ibsens, Heddu Gabler, hér í fyrra og höfðu áður :éð aðrar leikkonur leika sama hlut verk, munu hafa veitt því eftir- tekt, að frú Grieg lagði nokkuð sérstæðan og frumlegan skiln- ing í hlutverk sitt, allólíkan því, sem menn höfðli áður kynnst. Sjálfstæður skilningur hennar á hlutverkunum hefur stundum leitt til þess, að hún hefur þótt brjóta freklega í bág við ríkj- andi hefðir um meðferð slíkra hlutverka. Hún hefur með því sýnt sjálfstæði og krufið til mergjar hlutverk sín óháð öll- um eldri fyrirmyndum og með því sýnt persónur leiksins í nýju ljósi. Hún hefur leikið sum erfiðustu kvenhlutverkin, sem til eru í leikritaskáldskap heimsips en skilað þeim með nýjum ein- kennum og yfirbragði sjálfstæðr ar túlkunar, sem hvarvetna aflaði henni fullrar viðurkenn- ingar og sigurs að lokum. Mana Stuart í samnefndu leikriti Schillers og sama hlutverk í samnefndu leikriti Björnsons tel ur hún meðal þeirra hlutverka, sem mest hafi heillað sig .— og þó ef til vill ekkert eins og aðal-kvenhlutverkið í “Den vegelsindede” eftir Holberg. Frú Gerd Grieg hefur leikið sem gestur bæði í Kaupmanna- höfn, Stokkhólmi og víðar, hef- ur meðal annars leikið á móti Páli Peumert á Dagmarleikhús- inu í Kaupmannahöfn. Einrig lék hún um skeið í kvikmyndum hjá Nordisk Film Company. Hún hefur einnig lagt stund á leiklist, söng og hljóðfæraleik í Frakklandi, Þýzkalandii, Eng- landi og víðar erlendis, en þó alltaf verið tengd traustum bönd um þjóðleikhúsinu í Osló, þar sem hún hefur leikið hvert stórhlutverkið eftir annað, unz hinir örlagaríku atburðir vors- ins 1940 rufu þau bönd og frelsisþrá ættarinnar knúði hana til að hverfa úr landi um ó- ákveðinn tíma. En það er önnur og átakanleg saga. Það var íslandsdeild Norræna félagsins, sem gekkst fyrir því að fá frú Gerd Grieg hmgað til lands á þessu vori til þess að annast stjórn á leik Ibsens, Veizlan á Sólhaugum. En Nor- ræna félagið vinnur að gagn- kvæmri kynningu á menningu og þjóðlífi Norðurlandaþjóð- anna fimm, sem svo eru venju- lega taldar. Frú Grieg he^ur því að þessu sinni starfað hér sem leikstjóri eingöngu. Undir leikstjórn getur verið meira komið en sjálfum leikendunum, og varla er það tilviljun em, hve allur heildarsvipur Veizl- unnar á Sólhaugum var lýta- lítill undir leikstjórn hinnar þaulreyndu leikkonu. Sérstaka athygli vakti leikur frú Softiu Guðlaugsdóttur í aðalhlut.verk- inu. Þó að frú Soffía hafi margt áður vel gert á leiksviði Revkja- víkur, var leikur hennar að þessu sinni svo heilsteyptur, að af bar. Leiksviðsútbúnaður all- ur, svo og tónsmíði Páls ísólfs- sonar við leikinn, gerði sitt til að auka á áhrif hans. Frú Grieg hafði fengið norskan sviðskrevti, Ferdinant Finne að nafni, srm áður hafði verið starfsmaður við Þjóðleikhúsið í Osló, til þess að gera teikningar af leiksviðinu og búningum leikenda, og reynd ist þetta því vel af hendi leyst. Páll ísólfsson náði í lögum þeim, er hann samdi við leikinn, þeirri þjóðvísnarómantík, sem sjálfur leikurinn er þrunginn af frá höfundarins hendi. Undiitónn þessara lagasmíða var að vísu í anda íslenzkra þjóðvísna, en það spillti á engan hátt áhrifunum, heldur sannaði áheyrendum skyldleikann milli norsks og íslenzks þjóðareðlis. Ibsen læt- ur leikinn gerast á 14. öld, og var enn færra, sem skildi þjóð- irnar að þá en nú. 1 tilefni af komu Grieg hingað á vegum íslandsdeildar Nor- ræna félagsins og leikstiórn hennar hér, átti eg við hana samtal um hlutverk og gildi leiklistarinnar. Það duldist ekki, að leiklistin er, að hennar áliti, máttugt tæki til að lyfta mönn- unum á æðra og fullkomnara stig. Það var sama skoðunin og Indriði heitinn Einarsson iét stundum í ljós, þegar tíðrætt varð um leiklistina. Leiksviðið og kirkjan hafa sama hlutverk og takmark: að göfga mennina og glæða hið fagra í mannlífniu. Og vitaskuld er það þetta, sem er hlutverk og takmark allrar listar, í hvaða formi sem hun birtist. Það er ekki hægt að einangra listarviðleitnina frá sjálfu lífinu, fegurð þess, sið- gæði og trú. Allar tilraunir í þá átt eru unnar fyrir gýg. Þegar eg spurði frú Grieg hvað hún teldi fyrsta skilvrðið til þess að geta orðið góður leik- ari, svaraði hún hiklaust: Vinna, þrotlaus vinna og ást á starfiuu. Hún lét í ljós óblandna gleði yfir komu sinni hingað til lands, fór aðdáunarorðum um hæfi- leika og dugnað ýmsra leikenda vorra, sem hún hafði kvnnst og unnið með hér, og spáði góðu um framtíð íslenzkrar leiklistar með bættum skilyrð- um, þegar þjóðleikhúsið vænt- anlega gæti tekið til starfa. Ást hennar og áhugi á leiklistinni hefur ekki kulnað við hættur styrjaldarinnar. Annars var það þegjandi sam- komulag að minnast ekki á styrjöldina í viðtali mínu við frú Grieg. Hið óeigingjarna starf hennar í þágu norsku sjó- mannanna lýsir betur en nokk- ur orð fá lýst hinum sterka vilja til að fórna sér fyrir þá og málstað Noregs á þessum tímum neyðarinnar. Hljóðleik- inn og helgin um þetta hjartans mál ber þess dýrastan vottinn, að það er endurheimt Noregs og frelsi, sem nú skiptir svo oer.d- anlega meira máli en allt annað. Sveinn Sigurðsson Elimreiðin. í borg einni á vesturströnd Banda- rikjanna hefir maöur einn æft hana í kapphlaupi. f>eir hlaupa af stað þegar slegiö er i “gong-gong'' og að ööru leyti. eru þeir ekki hvattir á neinn hátt til hlaupanna. Er taliö aö þessir veöhlaupahanar sé einu dýr, sem látin eru hlaupa í kapp, án þess að þeim sé stjórnaö til þess, hvött eöa tæld, eins og t. d. þegar um veðreiðar eöa hundahlaup er að ræöa. Edmund Kean Nú eru um eltefu áratugir síðan Edmund Kean dó. En hann var fræg- asti leikari Englands annar en David Garrick. Æfi hans var eins og söng- leikur. Nótt í marz 1787 var tjaldið dregið frá, þegar hin dökkeyga, snotra en gáfnalausa farandleikkona Nancy Carev fæddi son í heiminn. Þaö var í Lundúnum. Fyrst var drengurinn kallaður Ed- mund Carey en svo fékk hann eftir- nafn fööur síns og var nefndur Kean. Faðir hans var skrifstofumaöur og var álitinn stórgortari. Nokkrum árum eftir að sonur hans fæddist stökk hann ofan af húsþaki í brjálæðiskasti og rotaöist. Móöirin vanrækti Kean. En hann óx upp viö umönnun liinnar fögru leikkonu Miss Tidswell. Og fjögra ára gamall kom hann fram sem Cupido, á Drury Lane leik- húsinu undir vernd Miss Tidswell. Kringum tíu ára aldur gekk hann alla leiö til Portsmouth og- komst á skip um tíma. Síöan lærði hann dans, söng og skylmingar á Drury Lane leikhúsinu., í hringleikahúsi Sanders reið hann ó- tömdum bráðólmum gæöingum og varð frábær línudansari. Sextán ára ferðaöist hann unt sveitahéruðin og lék ýms viðfangsefni alt frá Hamlet til Harlekin. Næstu árin truflaðist starfsemi lians oft af langvinnum sulti. Þegar hann var 2J árs fékk hann lánaðar tiu krónur, til þess aö standast útgjöldin viö giftingu sína, er hann giftist Mary Chambers, sem þá var þritug. “Hann stritaði og stritaði,” sagði kona hans, “og stundum gekk hann mílu vegar meðan hann liföi sig inn í hluverk sin.” En'oft sást hann í háværutn hópi í drykkjukránum. Og minsta kosti einu sinni varö að setja hann undir vatns- bunu, áöur en hann gæti sýnt sig á leiksviðinu. En 26. janúar 1814 lék hann hinn bláfátæka Shylock í Drury Lane. Blöðin buöu hann velkominn, eins og nýfundna stjörnu, og fólkið þyrptist í leikhúsið. Og þegar hann lék hinn kryppuvaxna Richard III. 12. febrúar rigndi • yfir hann aödáunaróputn frá troöfullum áhorfendabekkjum. Meö sgiurhrósi sneri “bezti leikari Englands” heim aftur,* þangaö sent hann hafði orðiö að svelta nokkrum vikum áður. Næstu 0 árin lék hann hvert snild- arhlutverkið öðru betur., en frægastur er hann fyrir Harnlet, Othello og Jago. Árið 1820 fór hann til Ameriku og lék þar. í New York voru mytidir af honum í ýmsum hlutverkum seldar á uppboöi. Og tekjur leikhússins urðu meiri á einu kvöldi, en áður á viku. Til 1825 var Kean alt af álitinn bezti leikari Englands. En svo fór spilaborgin a ðhaggast. Alt komst upp um samband ltans við gifta konu, sem hafði verið borin í yfirliði inn í bún- ingsklefa hans. Þegar Kean sýndi sig í fyrsta skifti eftir það í gerfi Richards III. rigndi yfir hann appel- sínuhýði og þess háttar drasli frá æpandi og skrækjandi áhorfendum. Sýningunni lauk þó — sem bendinga- leik. Nokkru síðar fór Kean í leikferða- lag, en framdi þá alls konar stráka- pör, sagði fram heilar romsur, setn hvergi voru í leikritunum og talaði beint til áhorfendanna. Hann fór aðra ferð til Ameríku, en var klappaður niður viða, en sutn staðar dáður sem fyr. Hann kotn til Englands aftur ofurlítið hughraust- ari, en þegar hann fór. En þessi smávaxni stolti maður var alveg beygður. Síðast lék hann i Covent Garden leikhúsinu 25. marz 1833. Þá lék liann Othello, en fékk slag á tneðan -á sýningunni stóð, og dó tveint mán- uðum siðar.—Heimilisblaðið. Fyrsta loftárás, sem gerð var i Bandaríkjunum, var gerð 12. nóvent- ber 1926 nærri borginni Herrin í Illinois-fylki. Tvö félög bruggara og leynivínsala höfðu eldað grátt silfur um langa hrið og náði stríðið ntilli þeirra hámarki með því, að annað_fé- lagið leigði flugvél og var varpað úr ltenni þrent sprengjum á bóndabæintt þar sem hitt félagið hafði bækistöð sína. Engin sprengjanna sprakk og enginn maður slasaðist, en þeir sem fvrir árásinni urðu, töldu hyggilegast að blanda lögreglunni ekki í málið og kærðu því ekki árásina. Business and Professional Cards NITAI can biast .fý WBREAK / ^ ENKMVl -a DONT DELAY- Gather ^ Every Bit of SCRAP METAL • AND lAKE TO YOUR NEAREST ~ TOBfN SALVAGE COMMITTEE This space contributed by THE DREWRYS LIMITED MEÐÖL Skrlfið NIICK FI N SCIENTIFIC LABORaTORY CLARKLEIGH, MAN. Drummondville CottonCo. LTD. 55 Arthur St., VVinnipeg Phone 21020 Manufacturers of BLUENOSE Fish Nets and Sein Twines H. L. HANNESSON, Branch Mgr. Blóm stundvíslega afgreidd THE ROSERY StofnaB 1905 427 Portage Ave. Winnipeg. LTÐ. G. F Jonasson, Pres. & Man. Dir'. S. M. Backman, Sec.. Treas. Keystone Fisheries Limited 325 Main St. Wholesale Distributors of FRE8H AND FROZEN FISH H. A. BERGMAN, K.C islenzkur lögfrœOingur Skrifstofa: Room 811 McArthui Building, Portage Ave P.O. Box 165C Phones 95 052 og 39 043 EYOLFSON’S DRUG PARK RIVER, N.D. Islenzkur lyfsali Fólk getur pantað meðui og annað með pðsti. Fljðt afgreiðsla. Dr. P. H. T. Thorlakson Phone 22 866 * WINNIPEG CLINIC Vaughan & St. Mary’s Rts. 114 GRENFELL BLVD Phone 62 200 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG., WPG. • Fasteignasalar. Leigja hús. Út- vega peningalán og eldsábyrgð. bifreiðaábyrgð, o. s. frv. Phone 26 821 DR. B. J. BRANDSON 308 Medical Arts Bldg Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office timar 3-4.30 Heimili: 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Wlnnipeg, Manitoba Legsleinar sem skara framúr Úrvals blágrýti og Manitoba marmari SkrifiO eftir verOskrá GILLIS QUARRIES, LTD. 1400 SPRITCE ST. Winnipeg, Man. DR. A. BLONDAL Physician & Surgeon 602 MEDICAL ARTS BLDG Slmi 22 296 Heimili: 108 Chataway Simi 61 023 MANITOBA FISHERIES WINNIPKG, MAN. T. Bercovitch, framkv.stj. Verzla i heildsölu með nýjan og frosinn fisk. 303 OWENA ST. Skrifstofusími 25 355 Heimastmi 55 463 Hleitets Situlios fid. (arfed PMot/ctirhic OiyanitaítmVi Ctutada 224 Notre Dame- •r-i CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. J. Tt Paoe. Managing Dlrector Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Ií'ish. 311 Chambers St. Office Phone 86 651. Res Phone 73 917. Office Phone 87 293 Res. Phone 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 109 MEDICAL ARTS BLDG. Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and hy appointment ANDREWS, ANDREWS THORV ALDSON AND EGGERTSON LögfrœOingar 209 Bank of Nova Scotia Bldg. Portage og Garry St. Sími 98 291 DR. A. V. JOHNSON Dentist 606 SOMERSET BLDG. Telephone 88 124 Home Telephone 202 398 DRS. H. R. and H. W. TWEED Tannlæknar • 406 TORONTO GEN. TRCSTS BUILDINÖ Cor. Portage Ave. og Smlth St PHONE 26 545 WINNIPEO A. S. BARDAL 848 SHERBROOK ST. Selur llkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá bezti Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talsimi 86 607 Heimilis talsimi 501 562 Dr. S. J. Johannesson 215 RUBY STREET (Beint suður af Banning) Talsfmi 20 877 Vriðtalstfmi 3—6 e. h. DR. ROBERT BLACK Sérfræðingur t eyrna, augna, nef og hálssjúkdðmum 416 Medical Arts Bldg. Cor. Graham & Kennedv Viðtalstlmi — 11 til 1 og 2 til 5 Skrifstofusfmi 22 2 51 Heimilissími 401 991 J.A.Anderson.B A.,IL.B. Barrister and Solidtor and Notary Publlc Trygg-ingar af öllum tegundum. ASHERN, MAN.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.