Lögberg - 23.09.1943, Blaðsíða 2

Lögberg - 23.09.1943, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG. FIMTUDAGINN 23. SEPTEMBER 1943. Hugleiðing um orðið <íHerfjötur,, Þegar við lesum fornsögur okkar íslendinga, fer ekki hjá þvt að við öðru hvoru rekumst á orð, er við af efni sagnanna ekki getum skilið til hlýtar. Kentur okkur þá í hug að slík orð hafi á einhverjum timum, fyrir einhver óþekt atvik, komist inn i sög urnar, ef til vill löngu eftir að hug- takið, sem orðið bygðist á hafði gleymst, og standi nú sem rúnasteinar til minja um útfjarað haf tornþjóð- anna. Við höfum og enga ábvggilega vissu fyrir þvi hvort þeir er loks ttrðu til að færa munnmælin til leturs, þektu þessi hugtök, heldur fanst að orð þessi gæfu sögunum meiri svip fyrir atlturðina, sem þau voru látin standa i sambandi við. Ekki er það lieldur óhugsandi að orð þessi hafi þá verið alþýðu manna ókunn eða litt skiljanleg, því annars kæmu þatt oftar fyrir í sögunum. En gat þ;tð verið að þau hefðu þekst betur í sumúm ættum, þar sent sögurnar mynduðust, og haldið sér þar lengur en annars- staðar, og það væri ástæðan fyrir fá- tíði þeirra. Það ntun óupplýstum al- þýðuntönnum ókleift að skera úr þvf. Eitt slíkt orð er orðið “Herfjötur.” Kemur orð þetta fyrir í nokkrum stöð- utn, en einkunt í sögunni af Herði og Hólmverjuift. Eftirtektavert er það að þessi “Her- fjötur” náði sjaldnast haldi á mönn- ttm, nenta i orustum og þeir jafn- framt staddir í dauðans hættu og feigir. I Harðar sögu er sagt frá þessu fáheyrða ástandi svo sem það væri á allra vitund að væri til, og ekki verður öðru vísi skdið, en menn allir hafi horft á þegar þau lögðust á Hörð, og hann hjó þau af sér hvað eftir annað, að öðrum kosti hefði enginn haft af þessari fátíðu býsn að segja. Að höggva þau af sér var aðeins á færi mestu harðneskju manna, en það var aðeins stundar friðttr, þau lögðust að aftur jafn harðan og hertu stöðugt á takinu, þangað til maðurinn örmagnaðist, og féll loksins dauður fyrir fjandmönn- unum. Eg gat þess að orðið “Herfjötur” kæmi fyrir í fáeinum stöðum og verða þeir nú taldir sem fyrir mig hafa borið. Fyrst kemur það fyrir í Goðafræði Grikkja og Rómverja á bls. 149, í þýðingu Stgr. Thorsteinssonar þar sem Orestes féll í blóðsektina fyrir móðurmorðið og örlaganornin sendi refsinornirnar til að kveða yfir hon- um hinn ógurlega refsinorna-galdur, sem ærir hugann og kemur Herfjötri á glæpamanninn. Hér virðist Stgr. láta orðið Herfjötur þýða örvænt- ingu af samvizkukvölum, en ekki feigð, því Orestes fékk uppgjöf sak- ar við hof Aþenu. Annað dæmið er í Flateyjarbók (Sverris sögu) II. B. bls. 595, þegar skipið á leið sinni nam alt í einu stað- ar, af því akkerið tók niðri, sem þeir af vangá ekki höfðu innbyrt, þá hugðu sumir að kominn mundi vera á þá Herfjötur. Þriðja dæmið er í sögu Harðar og Hólmverja, og verður vikið að því seinna. Fjórða dæmið er í Sturlungu II. B. bls. 337. pr. R. s. þar segir svo . . . Snöru þeir þá upp til sinna manna. Þeir Illugi renna eftir þeim. Guð- mundur fór seint og spurði Svarthöfði hvort herfjötur væri á honum. Hann kvað það eigi. Svarthöfða fanst sein- færi Gyðmundar ekki sjálfrátt. Fimta dæmið er einnig í Sturlungu III. B. bls. 84 pr. R. v. þar sem þeir sáu Gils Þorleifsson í hlíðinni. Hann vildi hlaupa undan i fjallið er hann sá þá, en þá kpm á hann herfjoturr og kunni hann ekki að ganga nema á móti þeim og þó hægt. Hér er ekk ert sem bendir til skilnings á þessu orði, svo sem það væri svo algengt í málinu að ráðningin væri i hvers manns vitund. Sjötta dæmið er í rímum af Þor- geiri Stangarhögg. Huld. R. v. 1935 bls. 23, 30. erindi. Hann borgcir ríður götiina fram og hyggnr scr til náða. /iá cru kornin Hcrfjötur á licstsins fœtur báða. Þar er hesturinn uppgefinn. Sjöunda dæmið kemur fyrir í ís- lenzkum þjóðsögum I. B. bls. 4(53. Þar er orðið Herfjötur notað við særingar. Líklega vargastefnu. Sam- l>er: stattu og vertu að steini. Soeri eg þig við sœla veru sœri eg þig við guðs ccru, sonarins sáru þínti og sínu blóði scm flóði, að mín staiidi stöðitg stefnu orð í skorðum scm foldar fasta veldi og fagur hitninn Itagur. Þessi særingar orð hafS átt að framleiða Herfjötur. Áttunda dæmið er þar sem Guð- mundur skáld Guðmundsson segir um frostið: “Herfjötur lækinn minn set- ur hann í: lækurinn stirðnar upp, frýs. Níunda dæmið. Séra Jóhannes L. Lynge var fyrir tilmæli mín, gegnumi Halldór Danielsson frá Langaholti, spurður að því bréflega, hver skiln- ingur værí lagður í orðið Herfjötur, eins og það liggur fyrir í Harðar sögu. Hann svarar því með’ svofeld- um orðum: “Það er álit sumra að Herfjötur sé ósjálfræði, sem þarna í Harðar sögu háfi stafað af göldrum Kötlu, en það er sama af hverju þetta var. Hitt er höfuðatriðið : hvað var eðli þessarar veiki. Þetta var ósjálf- ráður tryllingur, ofsa hræðsla, sem greip menn í stríði, svo að þeir urðu máttvana eða jafnvel hlupu á móti eltandi fjandmönnum. Þetta er sama eðlis og þegar fult óráð grípur menn í lifsháska, svo þeir gera það sem máske verst gegnir. Meira gét eg ekki sagt um þetta.” Með þessu er það skoðun prestsins, að það hafi verið ofsa hræðsla sem greip Hörð og nefndist Herfjötur, en það er einmitt gagnstætt því sem ráð- ið verður af sögunni; en dæmin, sem talin hafa verið benda fullkomlega á að menn hafi lagt margskonar merk- ingu í þetta orð, og skilningur manna mjög á reiki. í Icelandic-English Dictionary, Ox- ford, 1874, eftir þá Richard Cleasby og Guðbrand Vigfússon, er þessi skýring gefin: Herfjötur m. a. mythical term “warfetter” a valiant man who in the stress of battle feels himself spell- bound and unable to stir, was in the old lore said to be caught in a war- fetter”; this was attributed to the weird sisters of battle (the Valkyria. as is shown by the fact that one of them was called Herfjöturr Shackle Edda (Gl.) ; they were the messengers of Odin, by whom the warriors were doomed to death (kjósa val) þ. e. þeg- ar hugrakkur mðaur í ofraun orust unnar verður svo stað-uppgefinn, að hann ekki getur varið sig. Sami skilningur kemur og fram á þessu orði í orðabók Sigfúsar Blön- dal: Krigslænker, lammelse der griber en i katnpen og gör at han ikke kan foretage sig noget. Þ. e. Herfjötrar. Magnleysi, sem gagn tekur menn i orustum og áldrei nerna í orustum sent þetta kom fyrir, þegar ofureflis og kjarkmenn sóttu svo hart fram, eða vörðust fjandmönnum sínum svo vel, að þeir örmögnuðust svo af mæði eða þrevtu, eða hvorutveggja, að þeir komu við engri vörn. Þá var því trúað að ástand þetta stafaði af þvi að valfaðir Óðinn hefði sent sendiboða sína, Valkyrjttrnar — ein þeirra hét Herfjöturr — að kjósa feigð á þessa kapp;u, er strax eftir dauðann fóru viðstöðulaust til Val- hallar, og gengu í sveit Einherja, sem skemtu sér alla daga við bardaga, en að loknu dagsverki gerðust góðglaðii; við nóg af vistum og víni og öðrum fagnaði. Það voru ekki Dleyðurnar, eða þeir sem ærðust af ofsa hræðslu, sem urðu fyrir þessum guðlegu áhrifum, þeir áttu ekkert erindi til Valhallar. Hug leysið var í ásatrúnni fyrirlitið, en hreystin höfð í hávegum með guð- um og mönnum. Eftir aö kristna trúin hafði bolað út ásatrúnni, hvarf htigtakið, og jafn- framt orðið Herfjötur, sem á því hvildi. Þessvegna var það ósæmansji kristnum rithöfundum í alkristnu landi, ef sagt var frá atburðum, sem gerðust eftir kristnitökuna, að nota þetta orð, og álíka httgsunarvilla og nú er altitt í ritmáli, að segja að gufu- eða gasknúin skip sigli, þó engin segl fylgi þeim. Hér verður tekinn upp söguþráð- urinn, þar sem honitm var slept í endi fyrri hluta greinar þessarar, til frekari athugunar. Þegar skipið rendi að landi er flutti þá Hörð, voru þeir allir handteknir. Þar við skipið féllu 4 menn fyrir Herði. Hörður var bundinn, en gat þó með hörku- brögðum losað sig. Þreif öxina af Indriða og stökk yfir þrefaldan mann- hringinn. Refur sté á hest og reið á eftir og gat ekki náð honum. Þá þar við líf og linnt í verzlun og ráns- ferðunt, af þessari atvinnu leiddi það, að sem allra mesta rækt hefir verið lögð við allar líkamlegar iþróttir frá æsku Þeir hafa æft sig á skilming- utn, spjótskot og bogaskot, steinkast stökk, hlaup, glímur, sund og alskonar brögð, sem þeim fylgdu, og að ' höggva stórt” og vafalaust hafa þeir æft sig í að fá lag á að kasta mæði fljótlega, því ekki var lítið undir þv komið, og hver ósigur kostaði oftast lífið. Hvaða aðferð þeir hafa haft til að losna sem fyrst við kófmæð vitum við ekki, en til gamans ætla eg að geta þess' sem mér hefir gefist bezt. Eg stend keikur, veifa hand leggjunum í hring sem armlengdin levfir, dreg andann seni hægast og sleppi honum svo seint sem mér er auðið. Þetta. endurtek eg þrisvar finst mér þá að mæðinni hafi slotað uin helming og margfalt fyr en ef eg hefði staðið hreyfingarlaus. Ekki ábyrgist eg að skilningur minn sé óyggjandi og fornmenn hafi haft þessa aðferð til að kasta af sér mæði, en þó er eg fremur á því og verð eg að una við það til þess að betri gögn koma til greina. (Skrifað fyrir Kvöldvökufélagið “Nemó” á Gimli). E. G. Charles A. Hayes, M.D. F.A.; C. S. Steinunn Hayes Sumarið 1909 stigu á land í Reykjavík, læknarnir og »rúboð- arnir Charles A. og frú Steinunn Hayes frá Kínaveldi, ásamt ung- um syni sínum Arthur Courtney. Vakti koma þeirra almenna at- hygli og aðdáun, því að þrátt fyrir mikinn gestagang í Peykja- vík á þeim dögum, þá var það al- veg óvenjulegt að fá gesti frá þessu fjarlæga og fjölmenna landi, sem að íslendingar voru ekki yfir leitt að brjóta tteilann um, nema ef til vill í sambandi við hinn alkunna Kína-liís-elex- ir sem átti að lækna allar kvalir og kvilla o. s. frv. Auðvitað var kom,1 á Hörð Herfjötur og hjó hann | þetta áður en sóma stúlkan há- vaxna og glóhærða Oddný Er- lendsdóttir frá Breiðabólstað á Álftanesi giftist kínverskum mentamanni Dr. Sen. Mer þótti þvi næstum undarlegt að kynn- ast hér í Glendale núna nýlega þessum víðförlu og merkn hjón- um (þökk sé hinum mikiisvirtu hjónum séra S. Octaviusi óg frú Carólínu Thorláksson frá Berkley California). Eg hafði hlustað á fyrirlestra þeirra í Reykjavík, og fræðst mikið um íslendinga vest- an hafs, og svo um Kína, sem var aðal umræðuefnið, en það að hitta þau hér, rifjuðust upp óteljandi endurminningar um þetta yndislega kvöld uni Jóns- messuleýtið, þegar ekki blakti hár á höfði, birtan og fegurðin öllu^n áttum. Auðvitað var þetta á þeim árum æfi minnar sem var svo auðvelt að líta ástar- augum á umhverfið. Esjan líktist konungi dýranna liggjana; fram á lappir sínar, haldandi vörð um af sér i fyrsta sinn og annað. í þriðja sinn kom á hann Herfjötur, og þá gátu þeir kvíað hann og slóu um hann hring, og stökk hann enn út yfir hring- inn og vá áður þrjá menn; hafði Helga Sigmipidarson á baki sér. Hljóp hann þá til fjalls, sóttu þeir þá hart á eftir honum, Refur var fljótastur, því hann var á hesti og þorði eigi að ráða á Hörð. Kom þá enn Herfjöturinn á ÍHörð. Kom þá eftir megin liðið. Kastaði hann þá Helga af baki sér . . . Sóttu þeir þá hart að Herði; varð hann þá enn 0 manna bani. Þá gekk öxin af skaftinu. En leikslokin urðu þau sem vænta mátti, og visast til sögu Harðar. Af þessu sem nú var sagt kemur samræmið bezt í ljós milli atburðanna, og ^skýringarinnar á orðinu Herf jöt- ur. Við vitum að á þessum ofur- megnis eltingaleik gerðist Hörður svo móður að hann ætlar að springa, hann hefir andköf og sogið í andardrætt- inum heyrist alllangan veg, svitinn streymir i lækjum niður um hann all- CANADA CALLING! I serve Canada by releasin^ a man for more Active Duty Because Action is necessary í'm serving Canadá AGAIN Hittið næsta Iiðssöfnunarmann að máli an, og droparnir drjúpa þétt úr and- eyjarnar grænu, sundin b!áu og litinu. Hjartað berst í brjóstholinu sem stórsmíða hamar. Andlitið er þrútið og rautt sem blóð, alt magn er horfið úr líkamanum og sameinað þeirri einu hugsun að bjarga lungun- um frá að springa. Hann hefir num- ið staðar, kemst ekkert og stendur sem dæmdur, og hvert barnið hefði getað drepið hann, og allir sáu hversu var ástatt, að nú var Herfjöturinn kominn á hann og öllum var sýnilegt að þetta voru hin réttu einkenni hans. Þá stóð svo á að þeir, sem eftir sóttu voru ekki komnir nær en svo að Hörð- ur fékk svigrúm til að sljákka nokk- uð mæðina, og á ný logar uþp í sál “bleikhára mannsins” lífslöngunin og hreystin. Þrótturinn streymir út um líkamann. Hann sveiflar öxinni yfir höfði sér og er þá búinn til vígs. Ekki virðist mér vafi geta ieikið á, að svo beri að skilja þetta atriði, að með þvi hafi hann höggvið af sér Herfjöturinn þegar hann náði svo miklu valdi yfir mæðinni að hann komst í varnar eður sóknar stöðu. Á víkingaöldinni var lagt afar kapp á fjársöfnun, og lögðu menn .blágræn nesin á næstu grösum, og skipin sem voru að kcma og fara, glitrandi fiskarnir komu upp á yfirborð hins bláa og blik- andi hafs, til þess að rjleypa flugur og fiðrildi, sem þar voru að njóta lífsins, en hinir marg- litu fuglar hafsins stungu sér í glampandi hafflötinn til þess að gæða sér á sílum og öðru sælgæti sem þar var að finna, svo að hin dutlunga sama veðr átta landsins heita og kalda hafði farið í sparifötin til þess að taka sem best á móti hinni nú heim- komnu dóttur sinni, frú S*ein- unni „ Jóhannesardóttur Hayes, sem hafði borist með sttaumn- um vestur um haf til Winnipeg átján ára að aldri, og sem notaði vöggugjafir sínar svo að nú var hún orðin bæði prestur og lækn- ir. Hér um kvöldið, þegar eg sat heima hjá þeim hjónum spurði eg frú Steinunni: “Var það ein- göngu víkingslundin sem þar þig í gegn um brim og boða fvum- býlingslífsins, og alla þessa hreinsunarelda, skólann og próf- in?” Hún svaraði að það yrði nú löng saga eg eg skýiði frá því nákvæmlega sem á dagana hefir drifið. Eg vil fara fljótt yfir sumt, en stikla á stólpunum eða því sem mestu varðar. “Eg er fædd 20 janúar 1870, að Eystra-Miðfelli á Hvaifjarðar strönd, en dóttir Jóhannes;-r Jóns sonar og Ellesef Helgadóttur. Þar óx eg upp og var fermd í Saur- bæjarkirkju.” Nú spurði eg frúna, hvort hún hefði ekki orðið snortin af trú- arljóðum séra Hallgríms Péturs- sonar. Hún sagði: “Án efa var eg það og heíi ætíð verið, satt að segja þá var eg ólík öðrum börnum á mínum aldri, eg vildi vera ein dreyma drauma um fjarlæg og brosandi lönd, horfa út á* hafið og sjá öldurnar brotna og hevra skvampið á klettasnösunum, hlusta á lækjarniðinn og fugla- kliðinn, eða með öðrum orðum orðum. sjá hvað hinu megin bjó, og verða að liði eirhvern veginn einhversstaðar, og rétta hlýjar hendur þeim sern voru einir á kaldri og hrjóstrugri braut. Þó finst mér nú þegar eg lít yfir liðna æfi, að vndis legur söngur og hljóðfæraslátt ur og heitar bænir hjálpræðis- hersins á götum Reykjavíkur hafi beint mér á brautina sem eg hefi reynt að ganga á iremur en nokkuð annað. Árið 1888 yfirgaf eg ísland og fór til Canada, þar sem eg dvaldi þrjú ár. Þaðan flutti eg til Norður Dakota og var p,:r um hríð. Síðan fór eg til Chicago og gekk þar á prestaskóla, en að loknu námi þar var eg aðstoðar- prestur í Indiana ríkinu. Eftir að hafa dvalið þar í nokkuð lang- an tíma, flutti eg til Oregon ríkis- ins, en þar starfaði eg sem trú- ooði á meðal Kínverja, en þaðan var ferðinni heitið til Los Ange- les í California á læknaskóla, og Daðan útskrifaðist eg sem læknir. Hinn 11. febrúar 1902, giftist eg mínum góða manni, en hann hafði útskrifast árið áður frá sama skóla sem sérfræðingur í háls, nef og aukna sjúkclómum. Tveimur vikum eftir giftingu okkar sigldum við til Kína. en þar dvöldum við í yfir fjöiutíu ár. Þar biðu okkar margbreyti- leg ný og ervið viðfangsefni, en með hjálp Guðs og góðra manna var árangurinn oft mikið sælu- blandinn og í mörgum mvndum, en þar sem við höfðum það stöð- ugt í minni, að okkur fanst við vera kölluð til þessa starfs. þá gaf það okkur þrótt,-langlundar- geð, og byr í seglin. Nu erum við leyst frá störfum, og aftur komin til sólhýru Kaliforniu, enda fórum við héðan og fanst að hér væri okkar heimkynr.i.” Nú spurði eg frú Steinunni hvað henni væri minnisstæðast úr íslandsför þeirra hjóna, hún var ekki lengi að hugsa sig um og svaraði: “Okkur verður ætíð ógleyman- legt hve allir voru okkur ein- lægir og góðir, og svo hve næt- urnar voru bjartar. Við vorum svo frá okkur numin (thrilled) að í þessar tvær vikur sem við vorum á íslandi varð okkur ekki svefnsamt, en í staðinn fvrir að sofa, tókum við okkur göngu- túra um miðjar nætur upp að Landakoti, suður með Tjörninni, og upp að Skólavörðu.” Ekki þarf lengi að tala við frú Steinunni til þess að finna að hún er prýðilegum gáfuni gædd, og minni hennar er blátt áfram magnað, enda er hún ein af þessum íslenzku konurn sem sjá í gegn um holt og hæðir með bláum augunum. Frú Steinunn er í hærra meðallagi, kvik á fæti, góðleg og gáfuleg, og heldur sér vel þrátt fyrir langan vinnudag- Nú sneri eg mér að Dr. Carles A. Hayes, og sagði: “Ekki verður saga Mrs. Heyes svo sögð að þú komir ekki þar til greina.” Hann brosti og sagði. “Síðari hluti þess sem kona mín hefir sagt þér er mér nú vel kunnugur og í raun og veru er mín saga líka. Eg er fæddur í Illinois 15. júlí, 1872, en fluttist með foreldrum mínum þegar eg var 15 ára að aldri til Los Angel- es, en þá var Los Angeles á stærð við Reykjavík hvað íbúatölu snertir. Eg er Bandaríkjamáður í húð og hár, hefur fólk mitt verið hér í marga ættliði, og Rutherford B. Hayes, sem var forseti Bandaríkjanna 1876 til 1880, var nákominn ættingi föður míns, nafnið hið sama. Mé’’ hefir fallið sá heiður í skaut að vera gjörður Fellow of the Americon College of Surgeons, þó eí til vill er það mín mesta gæfa að hafa átt íslenzka konu, sem ætið hefir verið mér alt í öllu, og eg vil gefa henni ágóðann af öllum eða um störfin sem okkui voru 'falin til að leysa af höndum- íslandsferð okkar er ekki hægt að lýsa betur en konan mín gjörði í einu orði “Thrilling.” Nu stóð Dr. Hayes upp úr stólnum og kom með mynd af ungum og fríðum manni. “Þetta er sonur okkar, einka- barnið, nú er hann Próíossor i efnafræði við University í North Carolina. Kona hans er Ada Mary Thigpen, og eiga þau tvö börn.” Dr. Charles A. Hayes er mjÖg hár vexti, teinbeinn, höfðmgleg- ur ásýndum og ljúfmenni hið mesta, “clean-cut American”. Þegar eg kvaddi þau úti á göt- unni sagði frú Steinunn: “Já, ennþá hvarflar hugur minn við og við til Hvalijarðar- strandarinnar minnar, og til skáldsins sem þar átti einu rinni heima, og “sem svo vel söng, að sólin skei í gegnum dauðans göng”. Skúli G. Bjarnason Los Angeles. :=í! Látið ekki tækifærið ganga úr greipum yðar! Verzlunarmenníun er ómissandi nú á dögum, og það fólk, sem hennar nýiur, hefir æiíð forgangs- réii þegar um vel launaðar siöður er að ræða. Það margborgar sig, að finna oss að máli, ef þér hafið í hyggju að ganga á verzlunarskóla; vér höfum nokkur námskeið lil sölu við frægusiu og fullkomnustu verzlunarskóla vestan lands. The Coiumbia Press Limited Toronio og Sargent, Winnipeg ífc

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.