Lögberg - 23.09.1943, Blaðsíða 3

Lögberg - 23.09.1943, Blaðsíða 3
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 23. SEPTEMBER 1943. 3 ARNGRÍMUR FR. BJARNASON: Bardaginn við botnvörpunginn Viðureign Hannesar Hafsteins við botnvörpunginn Royalist, Hull 428. 10. okt. 1899, þar sem þrír Islendingar druknuðu. 1 sambandi viö viöureign varö- skipsins Ægis viS brezka botnvörp- unginn War Grey, sem nú nýlega rændi stýrimanninum af Sæbjörgu, komu fram í hugann minningar frá sögulegustu viöuregin islenzkra stjórn- arvalda og brezkra botnvörpunga, en þaö er viðureign Hannesar Hafsteins við brezka votnvörpunginn Royalist, Hull 428, 10. okt.1899. Frásögn um viðureignina er tekin eftir blaðinu Ujóðviljinn ungi, sem þá var eina blaðið er út kom á ísa- firði. Eg hefi einnig farið yfir frá- sagnir sunnlenzku blaðanna og tel að frásögn Þjóðviljans unga sé nákvæm- ari og fyllri. Eg hefi ekki átt þess kost, að lesa yfir réttarhöldin i máli þessu. Aftur á móti átti eg tal við Jón Gunnarssonar frá Mýrum um at- .burðina. Að kvöldi 9. okt. 1899 kom hraðboði frá Dýrafirði til ísafjarðar, Guðjón iFriðriksson verzlunarmaður í Flauka- dal í Dýrafirði, og tilkynti sýslumanni Hannesi Hafstein að brezkt botn- vörpuskip væri að veiðum inni á Dýra- firði, rétt fyrir utan verzlunarstað- inn í Haukadal, eða þar á móts við. Hannes Hafstein brá þegar við, er honum bárust boð þessi; lagði hann af stað héðan frá ísafirði ásamt sendi- manni kl. 4 að morgni þ. 10. okt. Komu þeir að Mýrum í Dýrafirði um nónbil sama dag. Hittist þá svo á, að, botnvörpungurinn var að veiðum á firðinum út og fram af Mýrum. Vil$li sýslumaður strax komast út í botn- vörpunginn og fékk lánaðan bát á Mýrum og tvo menn, einn mann frá Meira-Garði og einn mann frá Bersa- stöðum, nýbýli skamt frá Mýrum. lUrðu þannig alls 6 á bátnum. Voru það þessir: Hannes Hafstein, sýslumaður; Guð- jón Friðriksson verzlunarmaður; Jón Gunnarsson, vinnumaður á Mýrum; Jón Þórðarson, vinnumaður í Meiri- Garði; Jóhannes Guðmundsson, tómt- húsniaður á Bersastöðum; Guðmund- ur Jónsson, vinnumaður á' Mýrum. Lagt var frá landi við svonefnd Hrólfsnaust um eða laust fyrir kl. 4 um daginn. Var skamt að fara til botnvörpungsins. Sigldu þeir félagar nokkurn kipp fram á fjörðinn, en feldu þá segl og greiddu róður að skipinu; réru fjórir en einn stýrði. Eögðu þeir að stjórnborðshlið botn- vörpungsins. Kallaði sýslumaður upp á skipið, að hann vildi hafa tal af skipstjóra, en því var engu anzað, en bátverjum skipað að hafa sig á brott. Jafnframt sáu skipverjar að mikil umferð var á þiljum botnvörpungsins og einhver viðbúnaður. Voru barefli reist upp við öldustokk. — Meðan á þessu stóð, bar bátinn aftur með botn- vörpungnum, sem var að veiðum og togaði áfram inn og yfir fjörðinn. Tóku bátverjar þá til ráðs, að gripa ' annan botnvörpustrenginn. Þegar skipshöfnin á botnvörpungn- uný varð þess vör, að bátverjum var alvara að komast upp á skipið, varð búti æ háværari og æpti til bátverja og otaði að þeim bareflum. Sýlumað- ur fletti þá frá sér yfirhöfninni og sýndi þeim einkennisbúning sinn. Krafðist hann á nú að fá að hafa tal af skipstjóra og fá að sjá skipsskjölin. En i sömu svifum var snögglega slak- að á botnvörpustrengnum, sem bát- verjar héldu í. Snerist þá báturinn og fór vírstrengurinn undir framstefni hans. Var virsttengurinn þá sam- stundis dreginn inn með gufuafli með feikna hraða, svo báturinn þrýstist niður í sjóinn, fyrst skuturinn, en varð brátt allur í kafi og allir bát- verjar steyptust í sjóinn. Bátnum skaut brátt upp aftur. Komust tveir bátverjar á kjöl, þeir Jón Gunnarsson og Guðjón Friðriks- son; gátu þeir stöðugt haldið sér við bátinn, þótt honum hvolfdi þrem sinn- um. Sýslumaður bjargaði sér á sundi, en varð þó erfitt, þar sem hann var mikið klæddur og mæddur áður af hroðu ferðalagi. Menn á Mýrum og í Haukadal höfðu fyglzt nákvæmlega með hvernig bátverjum gengi. Er engu líkara en menn hafi uggað, að eitthvað sögulegt myndi gerast, en enginn mun þó hafa búist við þeim ömurlegu tíðindum, sem þarna gerðust. Þeir Friðrik Bjarnason hreppstjóri á Mýrum og Guðmundur Eggertsson ’í Höll í (Haukadal fylgdust með því í sjón- auka, hvað bátverjum leið. Sáu þeir strax þegar bátnum hvolfdi. Voru þá þegar mannaðir bátar frá Mýrum og Haukadal til aðstoðar og hjálpar bátverjum. Þegar skipshöfnin á Royalist sá að fleiri bátar konm frá landi gaf skipstjóri skipun um að bjarga þeim þremur, sem voru að velkjast í sjónum, upp í botnvörpung- inn, en litt var þeim hjúkrað; voru þeir þó allir þrekaðir og Hafstein mest. Bar nú og brátt að bátana úr Iandi. Voru þeir Hafstein og Guöjón fluttir til Haukadals, en Jón Gunn- arsson að Mýrum. Fengu þeir allir beztu hjúkrun, þegar að landi kom og náðu sér furðu fljótt. Þrír bátverjanna druknuðu af völd- um botnvörpungsins, þeir: Jóhanncs Guðmundsson (Hall- grímssonar) ; faðir Ingimundar kenn- ara og skólaeftrilitsmanns. Hann var 38 ára gamall; kvongaður Solveigu Þórðardóttur. Áttu þau 3 ung börn. Jón bórðarson, kvæntur en barn- laus, 47 ára gamall (bróðir Solveigar konu Jóhannesar). Guðmundur Jónsson, tæplega tví- tugur, sonur Jóns Jónssonar tómthús- manns á Bakka í Dýrafirði. Eík Jóns Þórðarsonar fanst á floti skamt frá botnvörpungnum. Voru reyndar lífgunartilraunir, er á land kom, en árangurslaust. Lík Jóhannesar og Guðmundar fundust þá ekki. Bátur frá Sveinseyri í Dýrafirði fann bát þeirra sýslumanns síðar um daginn og flutti hann til lands. Þegar Hafstein hafði náð sér eftir sjóvolkið hóf liann réttarhöld um veiðar botnvörpungsins og atburði þá, sem sagt er frá að framan. Sann- aðist við réttarhöldin, að skipið var Royalist, Hull 428. Hafði skipið fyrst komið til Dýrafjarðar 4. okt. og verið þar að botnvörpuveiðum í tvo daga. ■Hvarf siðan brott og kom aftur 9. októhpr. Sendu Haukdælir þá hrað- boða til sýslumanns sem fyr segir. — Einnig sannaðist í réttarhöldunum, að skipverjar höfðu falsað nafn skips- ins, dregið yfir stafina R—ist og yfir You can’t extend your own hand to help our courageous seamen. But you can be of help through the Navy League . . . the organization devoted to the care and welfare of fighting and . merchant seamen. Contributions of all sizes are welcomed. the NAVY LEAGUE of Canada Manitoba Division 364 Main Street, Winnipeg This space contribured by THE DREWRYS LIMITED MD102 tölustáfinn 8, svo lita skyldi út sem skipið héti “Oyal 42.” Þeir, sem af komust háru það í réttarhöldunum, að þeir liafi ekki get- að hetur séð, en að botnvórpungurinn hafi sökt hátnum af ásettu ráði. Einn íslendingur var á botnvörp- ungnum, Valdimar Rögnvaldsson úr Keflavik syðra; kvað hann liafa þekt sýslumann og gert skipstjóra varan við. Lagðist orðrómur á, að hann hafi ekki verið mannasættir i atburð- um þessum. Þá segir Þjóðviljinn ungi svo frá: “í prófunum kom það og fram, að jKristján Andrésson í Meðaldal hafði haft ýms mök eða vðiskifti við botn- verpinga þessa og að einn hans manna hafi um morguninn 10. þ. m. (þ. e. okt.) sagt botnverpingum, að sýslu- manns væri von. Mælist þetta að von- um illa fyrir hjá almenningi, eins og líka niakk það, sem fullyrt er að Gisli bóndi Oddsson á Lækjarási hafi haft við þessa þokkapilta. Sýnist það og óþarft fyrir efnabændur, að vera að seilast eftir viðskiftum við ránsmenn þessa, sem eru að eyðileggja bjarg- ræðisveg almennings, en fyrir slíkt viðskifti tekur nú væntanlega bráð- lega, ef stjórnin, sem vonandi er, staðfestir lög þau, er afgreidd voru á síðasta þingi.” “Sem dæmi þess, hvílíkur óþjóða- lýður hefir verið á skipi þessu, má geta þess, að einn skipverja kastaði ár, er stefndi á sýslumann, þegar bát- ur hans var að sökkva, og þegar hann var kominn upp á botnvörpuskipiö mjög máttvana, var stolið frá honum tyglihníf og skeiðum, er hann hafði við belti sér.” (Þjóðv. ungi, nr. 55, 1899) Hannes Hafstein mun hafa farið þess á leit, að ríkissjóður legði fram hætur fyrir menn þá, er druknuðu í þessari för, sérstaklega að ekkja Jó- hannesar og börn fengju bætur nokkr- ar. Fékkst loks 50 kr. árlega með hverju barni Solveigar og Jóhannesar. Manndómur þings og stjórnar varð ekki meiri en svo. Þess þarf að geta, að Royalist hélt til hafs strax eftir atburði þá, sem fyr er frá sagt, Spurðist ekkert til hans um skeið. En strax og prófum var lokið sendi Hafstein landshöfð- ingja skýrslu um aðfarir hotnvörp- ungsins og afrit af réttarprófunum. Víkur nú sögu aftur til Royalist. Danski fallbyssubáturinn Absalon, sem annaðist strandgæzlu í Norður- sjó, tók 7. nóv. 1988 botnvörpung að landhelgiSveiðum við Jótlandsskaga og flutti skipið til Friðrikshafnar. iReyndist það vera Royalist 428 frá Hull. 1 réttarhöldunum þóttist skip- stjórinn heita Holmgreen; fékk hann 200 kr. sekt, en afli og veiðarfæri voru gerð upptæk. Skipstjóri greiddi sektina og þótt- is teflaust hafa vel sloppið. En þegar skip hans var um það hil að fara af stað, barst lögreglustjóranum í Friðrikshöfn hraðskeyti frá dóms- málaráðuneytinu danska um aðfarir og lögbrot botnvörpungsins á Dýra- firði. Lét lögreglustjórinn i Friðriks- liöfn bregða skjótt við og taka skip- stjórann fastan. Játaði skipsjtóri eftir nokkrar vífilengjur, að Royalist væri sama s-kipið, sem óskundann gerði á Djýrafirði; jafnframt lýsti Holmgreen þvi yfir, að hann hefði logið því að hann væri skipstjóri á skipinu. Hann væri stýrimaður á því, en skipstjór- inn héti Nilson (mun hafa verið danskur ríkisborgari). Lögreglustjórinn í Friðrikshöfn |kvað því næst upp varðhaldsdóm yfir INilson skipstjóra, Holmgreen stýri- manni, báðum vélmeisturum og þrem- ur öðrum skipverjum. Tveimur há- setum, sem ráðist höfðu á skipið eftir að það fór frá Dýrafirði þ. 10. okt., var slept við varðhaldsdóm. Jafn- framt var eiganda skipsins sent sím- skeyti til Hull um að ráða sér skip- stjóra og nýja skipshöfn, til þess að hirða skipið. 1 réttarhöldunum í Friðrikshöfn héldu þeir Nilson skipstjóri og skip- verjar hans því fram, að þeir ættu enga sök á því, að bátnum hvolfdi á Dýrafirði og mótmæltu yfirleitt öllu, sem á þá var borið í réttarprófunum héðan að heiman. Voru þeir félagar all-lengi i varð- haldi i Friðrikshöfn, en þar kom að slept var öðrum skipverjum en Nilson skipstjóra, Holmgreen stýrimanni, og matsveininum. Sannaðist við prófun í Friðrikshöfn, að matsveinninn hafði stolið tyglihníf Hafsteins sýslumanns, er hann var dreginn ósjálfbjarga upp í botnvörpuskipið. Eigendur skipsins i Hull fengu skipið afhent gegn 6 þúsund króna veði. Nilson skipstjóri þrætti stöðugt, að vera valdur að manntjóninu og kvaðst ekki liafa baft hugmynd um að sýslu- maður væri í bátnum. Clt af staðhæfingum skipverja fyrir- skipaði dómsmálaráðunevtið að taka skyldi ný próf í málum þessum. Var Einar Benediktsson skáld, þáv. cand. jur., valinn til þess og fór hann þang- að vestur í þessu skyni með póstskip- inu Laura i febr. 1900. Tók fyrst við- bótarskýrslu af sýslumanni Hannesi ■Hafstein og hélt síðan vestur til Dýrafjarðar og tók þar ný próf um fyrgreinda atburði. 1 undirrétti í Friðrikshöfn var kveðinn upp svofeldur dómur í máli þessu: Nilson skipstjóri var dæmdur í eins árs betrunarhússvinnu; Holm- green stýrimaður1 í fangelsi við vatn og brauð í 2 sinnum 5 daga, og Bu- gaard matsveinn í fangelsi við vatn og brauð í 6 sinnum 5 daga. Þá greiði Nilson skipstjóri 3 þúsund króna sekt til landssjóðs og 200 krón- ur til ríkissjóðs. Dómur þessi var uppkveðinn í janúar 1900, eða áður en ný próf voru tekin í málinu. Þótti almenningi hér á landi dómurinn vægur, eftir því sem málstaður og málavextir lágu til. Kenslubækur í íslenzku Undanfarin ár hefir vöntun kenslubóka í íslenzku hamlað tilfinnanlega íslenzkukenslu á heimilum og í Laugardagsskól- um. Úr þessari þörf hefir nú verið bætt. Þ.jóðraeknisfélagið hefir fengið allmikið af þeim bókum sem notaðar eru við lestrarkenslu í barnaskólunum á íslandi. Bækurnar eru flokk- aðar (graded) þannig að börn- in geta skrifast úr einum bekk í annan upp í 6. bekk. Eins og kunnugt er, er út- gáfukostnaður á íslandi afar hár á þessum tímum, við hann bæt- ast flutningsgjöld og skattar. Verð það sem lagt hefir verið á bækurnar er eins lágt og mögulegt er og svarar naum- ast samanlögðum kostnaði. Að- al takmarkið er að sem flestir fái notið bókanna. Gagn og gaman Gula hænan I., Gula hænan II., Ungi litli I., Ungi litli II., Lestrarbók 1. fl. Lestrarbók 1. fl. Lestrarbók 1. fl. Lestrarbók 2. fl. Lestrarbók 4. fl. Lestrarbók 4. fl. Lestrarbók 5. fl. Lestrarbók 5. fl. Lestrarbók 5. fl. Bækumar em þessar: (stafrófskver) eftir ísak Jónsson . 45c. Stgr. Arason tók saman . 25c. — — — — 25c. — — — — ......... 25c. _____ 25c. 1. hefti Freyst. Gunnarsson tók saman 30c. 2. hefti — — — — 30c. 3. hefti — — — — 30c. 1. hefti — — — — 30c. 1. hefti — — — — 30c. 2. hefti — — — — 30c. 1. hefti — — — — 30c. 2. hefti — — — — 30c. 3. hefti — — — — 3Öc. Pantanir og andvirði sendist til Miss S. Eydal, 695 Sargent Ave., Winnipeg. Deildir félagsins verða látnar ganga fyrir og eru þær því beðnar að senda pantanir sínar sem fyrst. Fræðslumálan. Þjóðræknisfél. S'röan var mál þeirra félaga þriggja rekiö fyrir landsyfirrétti og hæsta- rétti. Staöfesti hæstiréttur dóm lands- yfirréttar en hann var sá, að Nilson skipstjóri var dæmdur í tveggja ára betrunarhússvinnu; þrjú þús. króna sekt til landssjóös og 200 króna sekt til ríkissjóösins danska og ennfrem- ur til þessara skaðabótalúkninga: Til Solveigar Þórðardóttur (ekkju Jó- hannesar Guðmundssonar) 3,600 kr., Guðnýjar Jónsdóttur (ekkju Jóns Þórðarsonar) 1100 krónur, til Haf- steins sýslumanns 349 krónur, Guð- jóns S. Friðrikssonar 525 krónur 25 aura, Jóns Gunnarssonar 125 krónur og til Kristjás J. Ólafssonar í Meiri- Garöi (húsbónda Jóns Þóröarsonar, sem átti bátinn, sem farið var á) 42 krónur. Þar sem Nilson reyndist öreigi, urðu hinar tildæmdu bætur pappírs- gagn eitt. Eftir aö Nilson skipstjóri hafði tck- ið út hegningu sína í Danmörku fór hann til Englands aftur og fékk brátt skip til stjórnar, þar sem hann var mikill aflamaður. En stuttu síðar fórst skip hans við Reykjanes — og þar fórst Nilson skipstjóri. Rak lik hans nokkru síðar. Var höfuðlaust, en þektist af fötunum. Þótti það guðsdómur í málum þessum. —Vísir. Business and Professional Cards MEÐÖL við óteljandi sjúkdómum SkrlfiS NIKKEL’S SCIENTIFIC LABORATORY CLARKLEIGH, MAN. MANITOBA FISHERIES WINNIPEG, MAN. T. Bercovitch, framkv.stj. Verzla í heíldsölu með nýjan og frosinn fisk. 303 OWENA ST. Skrifstofusími 25 355 Heimasími 55 463 Drummondville CottonCo. LTD. 55 Arthur St., Winnipeg Phone 21020 Manufacturers of BLUENOSE Fish Nets and Sein Twines H. L. HANNESSON, Branch Mgr. Blóm stundvíslega afgreidd THE R0SERY ltd. Stofnað 1905 427 Portage Ave. Winnipeg. líXeifets Stiulios xytd. (argal Pfwtogawtuc OwuujaiumTh Ctuuuh fej ÓHONE 96 647 CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. H. Page, Managing Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish. 311 Chambers St. Office Phone 86 651. Res Phone 73 917. G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. S. M. Baekman, Sec. Treas. Keystone Fisheries Limited 325 Main St. Wholesale Distributors of FRE8H AND FROZEN FI8H Office Phone Res. Phone 87 293 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 109 MEDICAL ARTS BLDG. Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appolntment H. A. BERGMAN, K.C. islenzkur lögfrœSingur Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 165« Phones 95 052 og 39 043 EYOLFSON’S DRUG PARK RIVER, N.D. tslenzkur lyfsali Fölk getur pantað meðul og annað með pösti. Fljöt afgreiðsla. Dr. P. H. T. Thorlakson Phone 22 866 • WINNIPEG CLINIC Vaughan & St. Mary’g Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG., WPG. • Fasteignasalar. Leigja hús. Út- vega peningalán og eldsábyrgð. bifreiðaábyrgð, o. s. frv. Phone 26 821 DR. B. J. BRANDSON 308 Medical Arts Bldg Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Offiee tlmar 3-4.30 • Heimili: 2J4 WAVERIyEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba Legsleinar sem skara framúr Úrvals blágrýti og Manitoba marmarl SkrifiO eftir verOskrd GILLIS QUARRIES, LTD. 1400 SPRUCE ST. Winnlpeg, Man. DR. A. BLONDAL Physician & Surgeon 602 MEDICAL ARTS BLDG. Slmi 22 296 Heimili: 108 Chataway Sími 61 023 ANDREWS, ANDREWS THORVALDSON AND EGGERTSON LögfræOingar 209 Bank of Nova Scotia Bldg. Portage og Garry St. Sími 98 291 DR. A. V. JOHNSON Dentist • 606 SOMERSET BLDG. Telephone 88 124 Home Telephone 202 398 DRS. H. R. and H. W. TWEED Tannlœknar • 406 TORONTO GEN. TRCSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 545 WINNIPEO A. S. BARDAL 848 SHERBROOK ST. Selur likkiatur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá bezti. Ennfremur selur hann aliskonar minnlsvarða og legsteina. Skrifstofu talsimi 86 607 Heimilis talslmi 501 562 DR. ROBERT BLACK Sérfræðingur 1 eyrna, augna, nef og hálssjúkdömum 416 Medical Arts Bldg. Cor. Graham & Kennedy Viðtalstlmi — 11 til 1 og 2 til 5 Skrifstofusimi 22 251 Heimilisslmi 401 991 Dr. S. J. Johannesson 215 RUBY STREET (Beint suöur af Banning) Talsími 30 877 • Viðtalstími 3—5 e. h.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.