Lögberg - 23.09.1943, Blaðsíða 7

Lögberg - 23.09.1943, Blaðsíða 7
7 LÖGBERG. FIMTUDAGINN 23. SEPTEMBER 1943. \ Útdráttur úr fréttaskýrslu upplýsinga ráðuneytisins á íslandi Ræða Vilhjálms Þór, atvinnumálaráðherra, á sjómannadaginn 6. júní fofurlíiið stytt). íslenzkir hlustendur og eðrir góðir áheyrendur! Frá því að land okkar byggð- ist hafa verið tvö höfuðverkefni þeirra manna, er hér búa, að yrkja jörðina og stunda sjóinn. Landbúnaður og sjávarútveg- ur hefur verið er og mur. vænt- anlega verða um langa framtíð þeir atvinnuvegir, sem þessi þjóð lifir á. Þær tvær stéttir, sem þessa atvinnuvegi stunda, fram- leiða raunverulega öll verðmæti þjóðarinnar. í dag er dagur þeirra, sem hafa helgað krafta sína því erf- iða og hættulega starfi, aö sækja gull í greipar Ægis, — dagur sjómannanna, — og þvi skal þeirra minnzt og sérstaklega til þeirra talað. Harka, hreysti og kjarkui garp- anna, sem stundað hafa siósókn á vetrarvertíð hér við land á opnum róðrarbátum um aidarað- ir, eða norðlenzku garpanna, sem börðust við stórhríðar Noið- uríshafsins í svartasta nætur- myrkri skammdegisins, þegar þeir voru í hákarlalegum, er til aðdáunar öllum. Og þið nútíma sjómenn Is- lands, — þið hafið ekki farið var hluta af því að hljóta stormana í vöggugjöf. Nú um skeið haíið þið mátt búa við, auk hinna venjulegu ógna hafsins, einnig ógnir og hættur ófriðarms, — en eigi hafið þið hopað heldur siglt ykkar sjó, og dregið til landsins þarfir okkar hinr.a, sem heima sátum. Um þriggja ára skeið hafið þér dregið föug í bú þjóðarinnar. Heill sé ykkur og þökk. Miðað á okkar mælikvarða hefur Island eignazt gilda sjóði fyrir starf og strit íslenzku sjó- manna og annarra landsins barna. — En ekki er minni vandi að gæta en afla. — Og ríður nú á að gæta fengins fjár. — Hvern- ig verður þessa bezt gætt? Að mínum dómi, með því að geyma mestan hluta þeirra fram yfir dýrtíð stríðsins. Þótt vextir bank anna séu lágir geta innstæðurn- ar þó margfaldast með auknu gildi peninga. Ef við erum hrædd við að eiga peninga, og við Kapp kostum þess vegna að bveyta þeim í eitthvað annað, vinnum við með því að upplausn og verð- hruni. Vissulega viljum við öll varðveita gildi íslenzkrar krónu. Við skulum því öll kappkosta að haga okkur samkvæmt þessu, spara nú, og fresta kaupum á sem flestu, sem komizt verður af án, þar til verðfallið kemur. Fyrir mér er það enginn vafi, að verðfallið kemur. — Að minsta kosti er víst, að strax og stríð- inu lýkur falla hin háu stríðs- tryggingagjöld og hverfa brátt. Þá losnar líka ógnarfjöldi Futn- ingaskipa úr þjónustu heinaðar- þarfa og fást til friðarflutninga, farmgjöldin falla, og starfskraft- ar, sem nú framleiða aðeins her- gögn, taka aftur að búa :.il vör- ur, sem keppst verður um að selja á heimsmarkaðinum með lækkandi verði. Við eigum því að spaia sem mest. Sem vel er sjást nú þess merki, að þessi skilningur fer vax andi. Innstæður sparisjóðanna og bankanná vaxa nú mánuð frá mánuði. Þó megum við ekki halda að okkur höndum. Einstaklir.gar og það opinberai, sam reisa þarf byggingar, verksmiðjur og skip eiga nú að nota timann til ákvarð ana um stærð, gerð og fyrirkomu lag, svo taka megi til óspiltra málanna, þegar tíminn kemrur. Islenzki skipastóllinn gengur úr sér, við höfum misst mörg skip, og hin eldast og ganga úr sér. Vegna fjárhagslegrar afkomu þjóðarinnar, vegna skyldu okkar við sjómannastéttina, burfum við að byggja traustan, sterkan, nýtízku skipastól. Nú er það ekki hægt, en undirbúmng má gera, og verður að gera nú. Athuganir þurfa að fara fram strax, og til þess þarf að kveðja hina beztu menn, hvers konar fiskiskip á helzt að byggja eim- knúin eða olíuvélskip, hvaða stærð og hvaða gerð muni henta okkur best, til þess að gefa áhöfn inni mest öryggi, til þess að gefa besta rekstrarafkomu og verða samkeppnisfærust við keppinauta okkar á fiskimiðum og fiskmörkuðum heimsins Athugun þarf að gera á því, hvort við íslendingar getum ekki eignazt stóran hafskipaflota, sem sigli um heimshöfin undir blaktandi íslenzkum fána, með trausta íslenzka sjómenn irr.an borðs. Að þessu marki eigum við að keppa og þetta eigum við að undirbúa nú. Athúga þarf meira en gert hefur verið hingað til möguleik- ana á auknu samstarfi og sam- vinnu á sviði útgerðarmála og í sambandi við útgerðina. Sjómenn og útgerðarmenn hafa að vísu þegar sýnt á sumum sviðum loís- verðan áhuga á þessari leið sam- hjálpar og samstarfs og náð góð- um árangri, en þetta má og þarf alt að auka til aukinnar hagsæld- ar sjómönnum og útgerð. Eg ætla, að fátt muni betur skapa skilning á gildi sameigin- legra átaka, samtökum, samvinnu og dug, en líf sjómannanna. Þess vegna ætla eg og, að þér sjómenn skiljið það fullvel að á tímum þeim, sem við lifum á, þarf öll þjóðin að koma ser saman um ráðdeild og hagsýni á með- ferð þeirra verðmæta, sem við höfum eignast. Leggjumst því öll á eitt. Sameinaðir stöndum vér, en sundraðir föllum vér. Samein- umst um það, að vinna Islandi vel. Varðveita landsins verðmæti tilbúin til notkunar á réttum tíma, tilbúin þá til átaka til þess að lyfta þjóðinni enn fram og upp til betra lífs. íslenzkir sjómenn hafa verið og munu verða ein sterkasta stoð in í samstarfi íslenzkra krafta til þess að skapa bætta afkomu og betra líf í þessu landi. Eg óska, að sjómannastéttin megi lengi lifa, lifa við vaxandi hróður, verða áfram atorkusöm, djörf og áræðin, — ekki aðeins við ógnir hafsins, heldur og líka í samstarfi þjóðarinnar i hvers konar örðugleikum hennar, og þann veg leggja drjúgan skerf til þess að “brjóta leið til vegs og nýrrar frægðar” þessari þjóð, svo að fósturjörðinni megi sem bezt vegna. Sjómannastéttin lifi! ísland lengi lifi! Árásin á Súðina. Miðvikudaginn 16. júni, s. 1., skömm eftir hádegi, er Arand- ferðaskipið Súðin var í strand- siglingu á leið frá Þórshöfn til Akureyrar réðst að því stór þvzk hernaðarflugvél, skammt frá Flatey á Skjálfanda og varpaði að því djúpsprengjum. Jafn- framt skaut hún á skipið úr fallbyssum og vélbyssum. Særð- ust sjö menn af skipshöfninni, þar af tveir til ólífs, Hermann Jónsson, háseti frá Reykjavík og Guðjón Kristinsson frá ísafirði. Ríkisstjórnin hefur borið fram þá ósk við sænsku ríkisstjórnina, en hún gætir hagsmuna Islands í Þýzkalandi, að mótmæia sér- staklega fyrir hönd Islendinga þessari lymskulegu og tileínis- lausu árás á skip hlutlausrar þjóð ar í heimasiglingu og tilkynnt, að íslenzka ríkisstjómin áskilji sér rétt til fullra skaðabóta. / ' Síldveiðin. Á fundi stjórnar Síldarverk- smiðja ríkisins, hinn 16. júlí s. 1. var eftirfarandi tillaga sam- þykkt með 4 atkvæðum gegn 1: “Stjórn Síldarverksmiðja ríkis- ins samþykkir að áæ^la verð bræðslusíldar í sumar kr 18.00 pr. mál og er sú áætlun mlðuð við, að samningsverð Viðskipta- nefndar fáist fyrir lýsi og sndar- mjöl, bæði það, sem selt er á inn lendum og erlendum marxaði. Þá samþykkir stjórnin að leita heimildar atvinnumálaráð- herra til þess að kaupa síldina föstu verði kr. 18.00 pr. mál, en þeim, sem þess óska, sé gefinn kostur á að leggja síldina inn til vinnslu gegn 85% útborgun af áætlunarverðinu við móttöku. Verksmiðjustjórnin leggur til, að allar síldarverksmiðjur ríkis- ins, að Norðfjarðarverxsmiðj- unni og Krossanesverksmiðj- an að auki, verði starfrækt.ar í sumar á framangreindum grund- velli.” Atvinnumálaráðherra sam- þykkti ekki tillögu meiri hluta verksmiðjustjórnar um heim'ld handa verksmiðjunum til þess að kaupa síldina föstu verði fyrir kr. 18.00 málið, en samþykkti með bréfi, dags 18. júní: “Að greiðsla út á þá síid, sem lögð verður inn til vinnsiu fyúr reik'ning eiganda verði ki. 15.30 fyrir mál (85% af 18 kr.) Að verksmiðjunum sé heimilað á þessu sumri að kaupa föstu verði síld af þeim, sem þess óska, og greiða fyrir síldina eins og hér segir: Nái heildarsíldarmagn, sem verksmiðjunum berst 700 þúsund málum eða meiru, greið- ist 18.00 kr. fyrir málið. Verði heildarsíldarmagnið ekk 700 þúsund, en nái 500 þúsund mál- um, greiðist kr. 17.50 fyrir mál- ið, en nái heildarsíldarmagnið ekki 500 þúsund málum greiðist 17.00 kr. fyrir málið.” Út af þessari ákvörðun atvinnu málaráðherra varð mikil óánægja og voru í flestum blöðum hafn- ar allhvassar ádeilur á þessa ráð- stöfun hans. Gengu þæi jafn- vel svo langt, að haft var í hót- unum, að sjómenn mynda ekki “fara á síld”, nema 18 xrónur fengjust fyrir málið, ems og stjórn síldarverksmiðja ríkisins hafði lagt til. Máli þessu lyktaði þamig, að þrír þingflokkar; Sjálfstæðis- flokkurinn, Socialistaflokkurinn og Alþýðuflokkurinn sendu ríkis stjórninni áskorun um að breyta ákvörðun sinni 1 samræmi við það, sem meiri hluti stjórnar síldarverksmiðjanna hefoi lagt til. Varð atvinnumálaráðherra við þessum tilmælum og sam- þykkti, að fast verð fyrir bræðsiu síld skyldi verða kr. 18.00. Tilkynning frá Viðskipíaráði, dags. 24. júní um innflulning á vörum. sem keyptar eru frá Bandaríkjunum með aðsloð Láns- og leigusíofn- unarinnar. Viðskiptaráðið mun fyrst um sinn, þar til annað verður ákveð- ið annasl innkaup neðangæindra vara fyrir innflytjendur: 1. Járn- og stálvörur: a) plötur og bitar, b) vír og vírnet, c) saumur, d) pípur, e) steypustyrktarjárn. 2. Aðrir málmar: a) kopar, b) aluminium, c) blý, d) tin. e) zink. 3. Gúmmívörur: a) hjólbarðar og slöngur, b) gúmmískófatnaður, c) aðrar vörur úr gúmmí. 4. Sólaleður. 5. Smjörlíkisolíur. 6. Dieselvélar og rafmagrsvélar. 7. Landbúnaðarvélar, bifreiðar. 8. Vélaverkfæri. 9. Efni og varahlutir til sím- stöðva og viðtækja. 10. Skotfæri og byssur. 11 Önglar. 12. Skrifstofuvélár. 13. Rafmagnsrör. 14. Flöskuhettur. Tilkynning þessi tekur þó ekki til þeirra pantana á framangreind um vörum, sem þegar hefur ver- ið leyft að framleiða og ílvtja út frá Bandaríkjunum. Hins veg ar mun Viðskiptaráðið ekki veita aðstoð við útvegun forganga og útflutningsleyfa fyrir þessar vörur, meðan þær verða keyptar til landsins fyrir milligöngu ráðs ins. Viðskiptaráð áskilur sér rétt til að krefjast þess, að irnflýtj- endur sameinist um pantanir á þessum vörum, þar sem því verð- ur við komið, og að hver pöntun nái tilteknu lágmarki, að bví er magn eða verðmæti áhrærir. Tilkynning frá verðlagssljóra, 29. júní. Viðskiptaráðið hefur ábveðið, með tilliti til lækkaðrar visitölu, að frá og með 1. júlí n. k megi saumalaun ekki vera hærri en hér segir: I. Klæðskeraverkstæði: Á klæðskerasaumuðum karl- mannafötum mega saumalaun eigi vera hærri en kr. 300.00 fyrir einhnept föt, en kr. 310.00 fyrir tvíhneppt. Fyrir klæðskerasaumaðar kven kápur mega saumalaun vera hæst kr. 172.50, en fyrir draktir kr. 190.00. Fyrir algenga skinr.a- vinnu á kvenkápum má hæst reikna kr. 19.00, auk hmna á- kveðnu saumalauna. 11. Hraðsaumastofur: Fyrir hraðsaumuð karlmanna- föt mega saumalaun hæst vera kr. 254.00. Hjá klæðskeraverkstæðum og hraðsaumastofum skulu sauma- laun á öðrum tegundum fatnað- ar en að ofan greinir lækka til samræmis. III. Kjólasaumastofur: Saumalaun á kápum mega hæst vera kr. 141.50, nema um algenga skinnavinnu sé að ræða, þá hæst kr. 160.50. Fyrir saum á drökt- um má hæst taka kr. 155 50. Landsýn A sýningu myndlistarmanna, er haldin var vikurnar fyrir páska, var meöal annars stór höggmynd eftir frú 'Gunnfr'röi Jónsdóttur.— Myndin heitir Landsýn, er þegar orÖin alkunn hér í bænum og hefir oröiö flestum mönnum hugstæö, þeim, er séö liafa. Sagan segir, að endur fyrir löngu hafi farmenn veriö í sjávarháska fyr- ir Suðurlandi. GerÖu þeir þá það lieit aö reisa kirkju, þar sem þeri næöu landi, ef þeim yrði landtöku auðið. Brá þá skjótt til hins betra fyrir þeim, sortinn var rofinn, brimið féll, þeir sáu til lands, og úr landi ljóm- aði gegn þeim ljós frá skínandi veru, sem stóð í flæöarmálinu og visaöi þeim leið til lendingar. Þeir reistu kirkju á þessum stað. Það er Strand- arkirkja. Hún þykir hafa heitum gegnt greiölega alt til þessa. í>essi saga náöi tökum á listakon- unni, frú Gunfríði Jósdóttur. Mynd fæddist i huga hennar, sýn úr öðrum heimi, sem knúði á og krafðist að komast fyrir sjónir mannanna, linti ekki fyr en hún fékk aö klæðast efni. Framúrskarandi elja vann sigur á erfiöum skilyröum. Og nú eigum við allir þá sýn, sem upphaflega var eign listakonunnar einnar. Við sjáum kvenveru, sem horfir af háum staö í mikilli mildi niður til hjálparþurfandi manna. — Úr svipn- tim skin hátign og friður, ljúfur, innri fögnuður, samfara nriklum myndug- leik og miklum kærleika. Andlitið er máttugt. Bros leikur um það, ekki táknaö meö dráttum andlitsins, heldur blæ þess, þessu, sem sérkentiir bvert andlit, en ekki verður heimfært undir neinn sérstakan drátt. Hægri armur liggur niðri með síðunni, höndin reiðubúin til þess að réttast út til hjálpar, þegar þörfin krefur. í vinstri hendi er kross, sem hún heldur upp viö hjarta sér. Hann er vopn hennar, tákn þess kærleika, sem hún þjónar. Þaðan barst ljós til þeirra, sem börö- ust í myrkrinu, sá friöarmáttur, sem lægöi storm og öldur. Myndin þarf aö hafa stórt sviö. (Helgi og máttur svipsins nýtur sín ekki, nema horft sé úr nokkurri fjar- 4ægö aö neöan. En þar sem hún nýtur sín til fulls, — þaö gerði hún ekki á listsýningunni — þá gefur hún manni hugmynd um hið heilaga og háleita, eitthvaö af reynslu þeirra manna, sem guldu Guði heit og hjálpuöust úr dauöans greipum. Strandarkirkja þyrfti aö eignast þéssa mynd. iHún er gerö í kærleika til kirkjunnar og í lotningu fyrir þeim veruleika, sem sögnin er til tákns um. Sigurbjörn Einarsson. ■--------Kirkjublaðið. Borgið Lögberg! Innköllunarmenn LÖGBERGS Amaranth, Man...................B. G. Kjartanson Alcra, N. Dakota ...:...........B. S. Thorvardson Árborg, Man...............................Elías Elíasson Árnes, Man...............................Magnús Einarsson Baldur, Man..................................O. Anderson Bantry, Tí. Dakota ...........Einar J. Breiðfjörð Bellingham, Wash................Arni Símonarson Blaine, Wash....................Arni Símonarson Brown, Man.........................J. S. Gillis Cavalier. N. Dakota ...........B. S. Thorvaldson Cypress River, Man...........................O. Anderson Edinburg, N. Dakota ..............Púll B. Olafson Elfros, Sask..................Mrs. J. H. Goodman Garðar, N. Dakota ................Páll B. Olafson Gerald, Sask.................................C. Paulson Geysir, Man Gimli, Man Glenboro, Man llnausa, Man Husavick, Man O. N. Kárdal Ivanlioe, Minn Langrutli, Man Leslie, Sask • » Jtflss PaUna Bardai Mountain, N. Dakota ... Point Roberts, Wash. .. Reykjavík, 3Ian ;.. Seattle, Wash Selkirk, Man.............................S. W. Nordal Tantalion, Sask.........................J. Kr. Johnson Upham, N. Dakota .................Einar J. Breiðfjörð Víðir, Man..............................Elias Elíasson Westbourne, Man.....................Jón Valdimarsson Winnipeg Beach, Man.....................O N. Kárdal

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.