Lögberg - 23.09.1943, Blaðsíða 4
4
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 23. SEPTEMBER 1943.
r..........Högberg^.....................
Gefið út hvern fimtudag af
THE COLUMBIA PRESS. LIMITED
695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba
■ Utanáskrift ritstjórans: ]
; EDITOR LOGBERG,
. 695 Sargent Ave., Winnipeg Man.
Editor: EINAR P. JÓNSSON
Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram
The “Lögberg” is printed and publishea by
The Columbia Press, Liimited, 695 Sargent Avenue 1
! Winnipeg, ManitoDa
PHONE 86 327 1
—...................
Daufheyrumát eigi við
rödd mannúðarinnar
I mannheimum eru í raun og veru ekki til
nema tvær ríkjandi stefnur, lífstefnan cg hel-
stefnan; lífsstefnunni ganga þeir á hönd, sem
eru eins og opið sár gagnvart þeim, sem^líða
og stríða, þeim ellihrumu, þeim sjúku og þeim
munaðarlausu; hinir, sem kaidrifjaðir eru og
stærilátir, ganga undir soramarki helstefnunnar
til daganna enda.
Hérna á dögunum voru tveir hraustir og sæl
legir menn að nöldra um það á gatnamótum,
að fyrir tilstilli stjórnarvaldanna væru dregnar
frá vikukaupi þeirra fjárhæðir til ýmissa ímynd-
aðra þarfa, jafnframt því sem þeir virtust hafa
tilhneigingu til þess, að bera brigður á það, að
áminstar upphæðir lentu í réttan farveg, þó
þeim, engu síður en öðrum, hefði vel mátt vera
það ljóst, að nú á tímum séu viðskiptaskýrslur í
langflestum tilfellum það stranglega yfirskoð
aðar, að um ástæður til véfengingar geti naum-
ast verið að ræða.
Meðan áminstir menn héldu áfram að nöldra
á gatnamótunum, bar þar að aldurhniginn og
sjóndapran mann, er staulaðist áfram við gam-
alt og kvistótt prik; hann var að leita að hús-
númeri, en átti sjóndeprunnar vegna erfitt með
að finna áfangastað sinn; öldungurinn gekk á
hljóðið, og stundi því mæðilega upp úr sér við
mennina tvo, sem alt höfðu á hornum sér og að
öllu fundu, hvort þeir vildu auðsýna honum þann
góðvilja, að vísa honum á húsið, sem hann var
að leita að, og sagði að það væri rétt þar í
grendinni; báðir mennirnir daufheyrðust við
tilmælum hins aldurhnigna og fóthruma manns,
og virtu þau með öllu að vettugi. Er hér var
komið sögu bar hinn miskunnsama Samverja að;
hann tók öldunginn við hönd sér, og leiddi hann
þangað, sem ferðinni var heitið; þarna var á
ferð fulltrúi lífsstefnunnar, hinnar einu og
sönnu mannúðar stefnu, stefnu hins algilda
kærleika.
Ekki er þess ólíklega til getið, að öldungur
sá, sem hér um ræðir, hafi verið einn úr þeirra
hópi, sem vegna öfugstreymis í mannfélaginu
verða að framfleyta sér á liðlega tuttugu doll-
urum á mánuði, og hann gat jafnvel hafa verið
enn ver staddur en það; en hvort heldur sem
var, átti hann heimtingu á nærgætni og samúð
af hálfu samborgara sinna, hvort sem hann
hitti þá á gatnamótunum eða einhverjum öðrum
stað; hann var þó undir öllum kringumstæðum
maður engu síður en þeir, þó nú væri högum
hans þannig háttað, að hann hitti sig sjálfan á
barnanna leið.
Þeir ganga enn ljósum logum, Fariseinn og
Levítinn, og skilja eftir við þjóðveginn með
bróður sinn flakandi í sárum; og þar, sem svo
er ástatt, ber hinn miskunnsama Samveija enn
að með lyfstein í hendi til þess að fægja og
græða sárin.
Þessa dagana stendur yfir fjársöfnun í sjóð
Líknarsamlags Winnipegborgar, hin tuttugasta
og þriðja í röð. Tuttugu og fimm mannúðar
stofnanir, byggja að miklu leyti starfrækslu
sína á þeim fjárhagslega stuðningi, sem Líknar-
samlagið árlega veitir þeim, en á hinn bóginn
aflar það sér tekna með frjálsum samskotum
af hálfu borgarbúa; það kemur til fulltingis við
sjúkrhús, blindrahæli, elliheimili, stofnanir fvr-
ir barnavernd og ýmis konar munaðarleysingja-
hæli; um það verður því eigi vilst, að Líknar
samlagið sé ein sú allra nytsamasta mannúðar-
stofnun, sem vor fagra borg á innan vébanda
sinna; um það verður heldur ekki deilt, að
margt kalli að um þessar mundir, er Arefjist
sérhverra þeirra fjárframlaga, er efni frekast
standa til. En á hitt ber jafnframt að líta, að
ekkert siðað mannfélag getur látið það viðgang-
ast, að þeir, sem höllustum fæti standa í lífs-
baráttunni þurfi að bera kvíðboga fyrir kom-
andi degi vegna klæðleysis, kulda eða ónógs
viðurværis, og enn síður vegna ónógrar sjúkra
aðhlynningar. Til þess að skilja þetta til hlýtar,
ætti það að nægja, að stungið sé hendi í eiein
barm, því enginn veit sína æfina fyr en öll er.
Upphæð sú, 325 þúsundir dollara, sem farið er
fram á að borgarar þessa bæjarfélags ieggi í
sjóð Líknarsamlagsins að þessu sinni, er nokkru
hærri en í fyrra; mismunurinn stafar af a .ikinni
þörf sem verður að fullnægja, hvað sem það
kostar, og hversu nærri sér, sem menn verða
að taka.
Vetur er nú í þann veginn að ganga í garð,
og hvort hann verður mildur eða strangur, er
vitanlega óráðin gáta; sumir lifa hann af, en
aðrir ekki; hvort sem mönnum ér ætlað langt
líf eða skammt, búa menn sig undir lífið, “því
þegar lífsins löngun hverfur, lífið er eðli sínu
fjær”.
Tökum höndum saman um það, að aaka á
lífshamingju samferðamanna vorra, ungra og
aldinna, sem hjálpar þurfa við í vetur, og það
öldungis án tillits til orsaka, en slíkt verður
best gert, með einhuga samstarfi og stuðningi
við Líknarsamlagið.
Scandinavian Studies
Slíkt er heiti ársfjórðungsrits, sem gefið er
út í Bandaríkjunum, en Albert Marley Sturte-
vant, prófessor við ríkisháskólann í Kansas, er
ritstjóri að. Rit þetta er helgað norrænum
menningarmálum, og kemur víða við; það gerir
Ibsen að ítarlegu umtalsefni, einkum leikrita-
gerð hans, og fer það að vonum, því þó hann
væri mikið ljóðskáld, verður hann vitaskuld
langlífastur í leikritum sínum, svo sem Brandi
og Pétri Gaut. Ibsen kom fram sem róttækur
umbótamaður í leikritum sínum, og hlífðist lítt
við, er hann ýfði við kaunum í lífi þjóðar sinn-
ar; hann var raunsæismaður í orðsins sönnustu
merkingu, og lagði þar af leiðandi á það megin
áherzlu, að persónur hans á leiksviði væra s?.nn
ur spegill af norsku þjóðlífi, eða þeim hluta
þess, er leikritin fjölluðu um. Höfundur þessarar
gagnmerku ritgerðar um konung Norðmanna á
sviði hinnar dramatísku listar, er Norman L.
Willey, prófessor við háskólann í Michigan.
Dr. Richard Beck, prófessor í norrænum
fræðum við ríkisháskólann í North Dakot? á í
riti þessu tvennar ritsmíðar, sem hvor armari
betur eru úr garði gerðar; hin fyrri er um Is
landsvininn og fræðimanninn G. P. Marsh, sem
fæddur var í austurhluta Bandaríkjanna 1801,
en lézt 1882. Þessi fjölfróði maður gaf sig jöfn-
um höndum við stjórnmálum og ritstörfum;
hann átti um hríð sæti í þjóðþingi Bandaríkj-
anna, auk þess sem hann gegndi sendiherra
embætti á Tyrklandi og ítalíu. Að því er Dr.
Beck segist frá, og eigi verður efað, voru það
ritgerðir Marsh, er fyrst vöktu hjá Wiilard
Físke áhuga á norrænum fræðum, og komu hon-
um til að kynnast gaumgæfilega tungum Norð-
urlanda þjóðanna, ekki sízt íslenzkunni, er
hann tók sérstöku ástfóstri við.
Dr. Beck hefir með áminstri ritgerð unnið hið
þarfasta verk, og aukið með því, eins og svo oft
endranær, kynningu Bandaríkjaþjóðarinnsr á
íslenzkum menningarverðmætum. Loks getur
greinarhöfundur þess, að safn íslenzkra bóka
við Vermont háskólann, ásamt safni annara nor-
rænna bóka, hafi vafalaust átt drýgstan þátt í
því, hve háskóli þessi leggi mikla rækt við
norræn fræði, þar sem Eddurnar, auk mikils
fjölda bóka eftir úrvals rithöfunda norræna á
19. og 20. öld, sé árlega lesnar í fyrirtaks ensk-
um þýðingum.
Hitt tillag Dr. Becks í áminstu heftiaf Scandin
avian Studies, er íturhugsaður og fræðimann-
legur ritdómur um hina nýjustu bók Vilhjálms
Stefánssonar, Grænland, sem teljast má í raun-
inni tvíburaþók við Iceland: The First American
Republic.
í íslenzkri þýðingu, lýkur Dr. Beck ritdómi
sínum með svofeldum orðum:
“Stefánsson hefir skygnst víða um eftir efni
í þessa íhyglisverðu bók, og með hinum sterku
tökum sínum á viðfangsefninu, ásamt fræði-
mannlegri frækni, hefir honum lánst aða semja
bók, sem er engu síður skemmtileð aflestrar,
en hún er þrungin af fróðleik”.
í áttina til vinstri
Naumast verður deildar meiníngar um það, að
á vettvangi stjórnmálanna sé skoðun airhenn-
ings smátt og smátt að þokast í áttina til vinstri;
er þetta óumflýjanleg afleiðing þess hversu
íhalds — eða kyrstöðuöflunum hefir mistekist
forustan á vettvangi mannfélagsmálanna, þar
sem ójöfnuður og ofbeldi hafa fallist í faðma.
Kyrstöðumennirnir, sem haldið hafa dauða-
haldi í gatslitnar stjórnmálakenningar hins
gamla skóla, eru í þann veginn að syngja sitt
síðasta vers, en í þeirra stað eru vormenn í
uppsiglingu með víð og fangbreið lífsviðhorf
fyrir stafni; þessir menn flétta inn í átök sín
það, sem nothæft er í reynslu hins liðna, en
stofna til bálfarar fyrir hitt, sem í vegi stendur
fyrir eðlilegri þróun og ekkert erindi a inn í
framtíðina.
Það verða hvorki eintrjáningar né steingerv-
ingar, sem leysa mannkynið úr ánauð; það
verða víðskygnir vormenn hins nýja tíma.
Sumaríör
Eftir séra Sigurð Ólafsson.
(Framh.)
Tímann sem við dvöldum í Blaine,
áttum við indæla dvöl á heimili Mr.
og. Mrs. Halldór B. Johnson. Kristin
kona Halldórs er systir konu minnar,
stórgáfuö ágætiskona. Halldór er
Skagfirðingur að ætt, kendur við
Síeitustaði. Hann fluttist barn að
aldri vestur um haf og ólst upp við
Hallson í N. Dak., en fluttist vestur
að hafi fulltíða maður. Um mörg síð-
ari ár hefir Halldór lagt mikla stund
á blómarækt; hygg eg að fáir íslend-
ingar Fafi lagt aðra eins alúð við
það starf. Heimili þeirra Johnsons
hjóna, 4 milur frá Blaine, en þar
hjuggu þau um mörg ár, mun án efa
hafa verið fegurst allra heimila í því
umhverfi, hvað blómaskrúð snerti.
pérstaklega hefir hann lagt rækt við
að framleðia nýjar tegundir af gladiola
frá sæði og með “polinization.” Eru
margar hinar nýju tegundir undur-
samlega fagrar, enda hafa blóm hans
tekið hæstu verðlaun, ár eftir ár, á
blómasýningum á Kyrrahafsströnd.
Nú í sumar hafði Halldór gladiola
akur 100 fet á lengd og 50 fet á
breidd, hjá lieimili þeirra í Blaine.
Þar voru hinar ýmsu tegundir, sem
hann hafði framleitt með “poliniza-
tion.” Sumar þeirra hefir hann nefnt
íslenzkum nöfnum svo sem: “Mjöll,”
“Snæfell,” “Árdís,” ásamt ýmsum
fieiri.
Hið fegursta þeirra allra ber nafn
ungrar dótturdóttur þeirra hjónanna,
“Karen Lynn.” —
Það var ufiaðslegt að ganga á
morgnana um blómagarðinn hans
■Halldórs og athuga hve margar nýj-
ar blómategundir hefðu sprungið út
undanfarna nótt og sjá þær lyfta
daggvotum höfðum móti árdagssól.
Oft varð okkur gengið upp á efri hæð
hússins að utanverðu, upp á svalir er
þar voru, en þaðan gat að líta hið
tignarlega fjall “Mount Baker,” er
sást þaðan svo vel, þegar að heiðskirt
var.
Dvölin á þessu heimili, sem í sönn-
ustu merkingu var heimili okkar,
1 meðan við dvöldum i Blaine, er okkur
með öllu ógleymanleg.
Ailmikils hefir Blaine-bær mist í,
við það, að nú eru sögunarmyllurnar
úr sögunni þar. Margir þeir, er þar
höfðu stöðuga atvinnu hafa nú flutt
burtu í atvinnuleit. Mun fólki hafa
fækkað þar að nokkrum mun, hin síð-
ari ár. Skipabyggingastöð t smáum
stíl er þó stofnsett í námunda við bæ-
inn. Einnig mun í ráði, að hið vold-
uga Alaska Packers Association
stofnsetji þar útibú, í sambandi við
hinn mikla útveg sinn í Alaska. Ef
af því verður, itefir það hina mestu
þýðingu fyrir framtíð bæjar og um-
hverfis.
Óvíða þar sem íslnedingar eiga
bygð munu jafnmargir stunda hænsna-
rækt í jafnstóruin stíl eða með jafn-
góðum árangri sem í Blaine; hefir
sú atvinnugrem verið starfrækt af
mörgum íslendingum um síðastliðin
20 ár.
Nokkrir Dakota Islendingar voru
að flytja til Blaine, til dvalar nú í
sumar. Gæti eg trúað að Blaine tnuni
jafnan verða athvarf ýmsra er vest-
ur flytja, ekki sízt þeirra, er búskap
stunda í smærri stíl. — Meðan við
dvöldum í Blaine, heimsóttum við
fjölda marga ættingja og vini, en
þótt enginn dagur liði hjá án heim-
boða, gafst ekki tími til að koma eins
víða og við hefðum óskað. Of langt
mál yrði að minnast allra þeirra með
nafni, er gerðu sitt ýtrasta til þess
að gera okkur dvölina sem allra á-
nægjulegasta — og greiddu fyrir
okkur með því að keyra okkur í um-
hverfinu lengri og skemri veg.
Eg flutti messu í Blaine sunnud.
18. júlí, fyrir fullu húsi. En það er
nú enginn vandi að fá góða aðsókn,
þegar maður kemur á fornar stöðvar,
eftir meira en 20 ára fjærveru, þá er
búið að gleyma öllum göllum og mis-
fellum manns, en beztu endurminn-
ingarnar lifa. Virtist mér sem mér
lýsti í huga og væri léttara í geði
þennan dag, því margt sorglegt hefir
komið fyrir í sögu Blaine-safnaðar,
frá því er eg til þekti og átti um
nokkurra ára skeið góða samvinnu
með fólki þar, og ofurlítinn þátt i
uppbyggingu safnaðarstarfsins.
Mér var það sönn gleði að mega
ávarpa ennþá einu sinni mín fyrver-
andi sóknarbörn, — mörg þeirra voru
viðstödd þennan dag — þeirra er um-
hverfið byggja. Ýmsir er vildu við-
staddir vera, gátu það ekki af einum
og öðrum ástæðum.
Að guðsþjónustu afstaðinni bauð
safnaðarnefndin öllum viðstöddum til
kaffidrykkju í hinu vandaða sam-
komuhúsi, sem Kvenfélagið “Líkn”
hefir byggja látið við hlið kirkjunn-
ar.
Mér var það sönn ánægja að verða
var við hinn mikla hlýhug er séra
Guðmundur Páll Johnson og kona
hans, eiga í hugum safnaðarfólks síns,
og hjá fólki umhverfisins yfirleitt.
Unt dugnað hans og konu hans efast
enginn. Að mörgu leyti er starfið í
/Blaine háð takmörkun, sökunt þess
hve söfnuðurinn er tiltölulega fá-
mennur; en starf ekki nóg heima fyrir,
hefir séra Guðmundur því þjónað
enskum söfnuði í Bellingham um
nokkra, hlið, með ágætum árangri.
Árna eg Blaine söfnuði og prestshjón-
ununt alls hins bezta, og trúi því að
framtíð safnaðarins og starfsins verði
góð. Kvenfélagið “Ltkn” er skipað
ágætlega hæfum konum, er því stjórna,
og í því starfa með óbilandi kjarki
og andlegum áhuga, og hefir verið
söfnuðinum hin mesta blessunarhella
þau 26—27 ár, er það hefir að verki
verið.
Stuttu áður en við fórum frá Blaine,
bauð kvenfélagið okkur til kaffi-
drykkju í samkomuhúsinu, nutum við
þar ógleymanlegrar stundar sökum
hlýhugar og kærleika, er við þar mætt-
um, í orðurn og athöfnum. — Að lok-
um var okkur gefin fögur mynd af
Mount Baker (höfum við þá mynd
nú fyrir augum, í dagstofunni heima
itjá okkur).
Sunnudaginn 25. júlí, héldu íslend-
ingar á Norður-Kyrrahafsströnd
þjóðminningardag sinn í Peace Arch
Park í Blaine. Heppnaðist hann á-
gætlega vel, virtist vel undirbúinn á
allan hátt og fór vel fram; veðrið var
hið ákjósanlegasta, hlýtt og óum-
ræðilega fagurt; staðurinn eins á-
kjósanlegur og hægt er, vel valinn ti!
samfagnaðar og hátíðahalds — ef ekki
rignir ! —
Almenn gleði virtist að ríkja í hug-
um fólks vfir þvi að hafa tækifæri til
samfunda. Vancouver íslendingar fjöl-
mentu þar, Pt. Roberts og Blaine búar,
Bellingham-menn og fóik víðsvegar
að úr öllu umhverfinu, einnig nokkr-
ir frá Seattle. Þar höfðum við tæki-
færi til að heilsa upp á marga, er við
höfðum ekki áður mætt, og ekki séð
um mörg ár. — Stundarkynning fornra
kunningja er frjó^ til hressingar og
gleði — þótt timi sé stuttur til við-
tals.
Meðal margra er eg áður hafði
þekt, mætti eg þar Mr. og Mrs. Þor-
steinn Davíðsson, hafði eg verið t
samfylgd með Þorsteini, og undir um-
sjón hans, er eg unglingur fór til
'Vesturheims haustið 1902; en aldrei
um þessi mörgu ár höfðu leiðir okkar
legið saman, þar til þennan áminsta
dag. Gjarnan hefði eg viljað eiga
lengra samtal við þau, og marga aðra,
en hér var tími til; — en það var
mikil ánægja í þessari skyndi-kynn-
ingu, maður styrkist af hlýju hand-
taki fornra samferðamanna og sam-
verkafólks og öðiast nýtt hugrekki
fyrir æfigönguna, sem fram undan
er.
Dánarfregn
Þann 10. sept. síðdgeis, andaðist að
lteimili sínu á Gimli, Man., Mrs. Mar-
grét Elíasson, eftir all-langvarandi
iasleika, en aðeins þriggja daga rúm-
legu. Hún var fædd að Fosshól í
Víðidal í Húnavatnssýslu 24. nóv.
1867. Forldrar hennar voru Sveinn
Þbrsteinsson Þorsteinssonar, ættaður
úr Eyjafirði, kona Þorsteins, móðir
'Sveins hét Ingibjörg, og Margrét Sig-
urðardóttir Jónssonar Oddssonar, var
Jón bróðir séra Gunnlaugs Odssonar
dómkirkjuprests t Rvík, — kona Sig-
urðar, en móðir Margrétar var Kristín
Jónsdóttir, en systir Kötlustaða Sig-
urðar, föður Margrétar, er lézt á
iBetel i ágústmánuði árið 1942.
. i i i.i------—-
j'iróðir hinnar látnu er Þorsteinn
Sveinsson listamaður á Svalbakka,
norðan við Morton; frændkona henn-
ar var Margrét Sigurðardóttir, er dó
á Betel, s.l. sumar. Margrét ólst upp
hjá foreldrum sínum í Fosshól, þar
til um fermingaraldur, að hún fór að
vinna hjá vandalausu fólki, eins og
þá var títt á íslandi. Hún giftist
ung að aldri Sveini Benóntssyni frá
Kamphóli í Víðidal, árið 1896. Þau
eignuðust tvö börn: Kristínu, fyrri
ikonu Hrólfs kaupmanns Sigurðsson-
ar og Svein Þorstein, til heimilis á
Laufhóii. Hún misti hann eftir fá
ár. Árið 1900 kom Margrét sáluga
til Canada, og settist að í Winnipeg,
var hún þá með börnin sín tvö, á
bernskuskeiði. Naut liún þá hjálpar
Þorsteins bróður síns á Svalbakka í
Árnesbygð og Gúðbjargar konu hans.
Árið 1903 giftist hún eftirlifandi eig-
inmanni, Guðmundi Elíassyni frá
Cavalier, N. Dak., af breiðfirzkum
ættum og úr Snæfellssýslu. Þau
bjuggu t Cavalier næstu 5 ár, en fluttu
til Nýja íslands og settust að á Lauf-
hóli í Árnesbygð, árið 1908, bjuggu
þau þar góðu búi, til ársins 1926; —i
síðastliðin 5 ár áttu þau heima á
Gimli, og þar dó hún, sem þegar er
frá sagt, að heimili sínu ofangreind-
an dag; fékk hún rólegt og fagi,rt
andlát.
Þeim varð 5 sona auðið, á lífi etu:
Ágúst, bóndi á Laufhóli, kv. Jónínu
Guðmundsdóttur Jónssonar og Her-
dísar konu hans, Jónasdóttur Þor-
steinssonar — úr Framnesbygð við
Árborg, Man.
Helgi, Dawson Creek, Alta.
Franklin, Vancouver, B.C.
Magnús, búsettur í Vancóuver, kv.
Helen Scrimbitt. —
•
Barnabörn hinnar látnu eru á lífi
6 að tölu, auk þess 1 barnabarnabarn,
og 1 barnbarna-fósturbarn. Mrs.
Ragnhildur Stevens, Gintli, Man. var
hálfsystir fyrri manns Margrétar,
fóstraðist hún um hríð upp með Mar-
gréti á íslandi, og naut æfilangrar
vináttu hennar. Márgrét var kona
glaðlynd og örugg í lund og mikil
starfskona æfiiangt. Heimili þeirra
Margrétar og Guðmundar var eink-
ar íslenzkt í anda, stóð í djúpurn jarð-
vegi sérkennilegt og trygt; er Guð-
mundur maður ágætlega gefinn að
gáfum og vel hagorður, og hefir æfi-
langt haft sérstakt yndi af íslenzkum
ljóðum og bókmentasnild. Unnu þatt
mikinn sameiginlegan sigur í lífs-
baráttunni. Margrét var ástrík eigin-
kona og mikil stoð eiginmanni sínum
á björtum og Tlimmum dögum. Börn-
u msínum var hún með afbrigðum ást-
rik móðir, og vildi alt í sölur leggja
fyrir þau og framtíðarheill þeirra.
Hún var ein í hópi þeirra góðkvenna
er helzt mátti ekkert aumt sjá, án þess
að gera tilraun til að bæta úr því. Var
hún jafnan vinamörg hvar sem að
leiðir hennar lágu. Er hér góð kona
gengin grafarveg. Útför hennar fór
fram frá heimili þeirra á Gimli þann
14. sept. og frá lútersku kirkjunni t
Arnesi, að fjölmenni viðstöddu á báð-
um stöðum. Var hennar minst með
kærleika og söknuði. Séra Sigurður
/Ólafsson jarðsöng. Þrír sona henn-
ar voru viðstaddir útförinj^þeir Þor-
steinn, Ágúst og Magnúsjsá síðast-
nefndi kom frá VaVncouver til þess
að fylgja móður inni þessa hinztu
för. Helgi og Franklin gátu ekki
verið viðstkddir. Þungur harmur er
kveðinn að eiginmanni hennar, er
fyrir stuttu varð fyrir þungu áfalli,
meiðsli, er hann leið síðastliðið sum-
ar. Meðfyigjandi eru ljóðkveðjuorð
lians, fyrir eigin hönd og sona þeirra,
við lát elskaðrar eiginkonu og móður:
Komdu vor og hvíldu mig,
klaka leystu hlekki.
Eg œtla bara’ aS biðja þig
aff bregðast mér nú ekki.
Eftir liðiff leiðarmót
laugast daggvot bráin.
Sú mér réði rammbót,
að ráði guðs, cr dáin.
Gegnum hélu’ og gróðrar-ár,
guðvefs földuð línum,
hennar gcynti’ eg höfug tár
í hjartasjóði mínum.
Hér á Leifs hins heþna grund,
háður lögum nauða,
sit eg einn í svölum lund
og syrgi’ ’hana fram t dauða.