Lögberg - 23.09.1943, Blaðsíða 8

Lögberg - 23.09.1943, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG. FIMTUDAGINN 23. SEPTEMBER 1943. Úr borg og bygð MATREIÐSLUBÓK Kvenfélags Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg. Pantanir sendist til: Mrs. E. W. Perry, 723 Warsaw Ave.; Mrs. E. S. Feldsted, 525 Dominion Street. Verð $1.00. Burðargjald 5c. ♦ ♦ ♦ Dr. Richard Beck, forseti ÞjóS- raeknisfélagsins, kom til borgarinnar á laugardagsmorguninn var, og sat fund í framkvæmdarnefndinni þá um dag- inn; hann hélt heimleiSis á sunnu- daginn. •f ♦ Mr. og Mrs. Sig. Björnson frá Fargo, N. Dak., voru stödd í borginni i lok fyrri viku, ásamt Pred syni sín- úm. ♦ ♦ Mr. H. A. Bergman, K.C., forseti Manitoba Law Society, lagöi af staS vestur til Vancouver síSastliSinn þriSjudag í málaflutningserindum; hann bjóst viS aS verSa aS heiman fram í lok mánaSarins. + > -f Dr. Tweed verSur í Árborg þann 30. þ. m. + -f -f Sögubækur, Ljóðmæli, Tíma- ril, Almanök og Pésar, sem gef- ið er úl hér veslan hafs, ósk- ast keypi. Sömuleiðis "Tíund" eftir Gunnsí. Eyjólfsson, "Út á víðavangi" eftir St. G. Stefáns- son, Herlæknisögurnar allar, sex bindin. Björnssons Book Store. 702 Sargent Ave, Winnipeg. -f ♦ ♦ Þær systur F.lva og Alda, dætur Mr. og Mrs. Jónas Pálsson í New Westminster, B.C., voru staddar í borginni nokkrar klukkustundir á laugardaginn var. ♦ ♦ ♦ Laugardaginn 18. þ. m. voru gefin saman í hjónaband í Sambandskirkj- unni í Winnipeg, Thorarinn Ingvar .Gíslason og June Doraine McKnight. Brúðguminn er sonur þeirra Ingvars Gíslasonar og Thóru Gi^Smundson, konu hans, sem búa á Reykjavík P.O., Manitoba. BrúSurin er af írskum Æettum frá Homewood, Man. Þau voru aSstoðuð af Capt. T. A. Arna- son og Miss Jean Butler. Séra Philip M. Petursson framkvæmdi athöfnina. ♦ ♦ ♦ Roskin hjón óska aS fá leigt eitt stórt herbergi, eða tvö lítil herbergi nú þegar; þau þurfa að fá keypta á staðnum eina máltið á dag. Hringið upp 205 481. BUSINESS EDUCATION DAY OR EVENING CLASSES To reserve your desk, write us, call at our office, or telephone us. Ask for a copy of our 40-page illustrated Prospectus, with which we will mail you a registration form. Educational Admittance Standard To our Day Classes we admit only students of Grade XI, Grade XII, and University standing, a policy to which we strictly adhere. For Evening Classes we have no edu- cational admi'ttance standard. AIR-COOLED, AIR-CONDITIONED » CLASSROOMS The “SUCCESS” is the only air- conditioned, air-cooled private Commercial College in Winnipeg. TELEPHONE 25 843 SUCCESS BUSINESS COLLEGE Portage Ave. at Edmonton St. WINNIPEG Gefin voru saman í hjónaband s.l. laugardag 18. þ. m. Kristinn Krist- jánsson og Irene Mable Crawford. Foreldrar brúðgumans eru Friðrik /Lúðvík Kristjánsson og Gestný Gest- son kona hans, en brúðurin er af ensk- um ættum. Athöfnin fór fram að heimili séra Philip M. Petursson. Brúðhjónin voru aðstoðuð af F. J. Crawford, bróður brúðarinnar og Mrs. T. Blondal, systur brúðgumans. Framtíðarheimili þeirra verður hér í Winnipeg. ♦ ♦ ♦ Mrs. Sidney Larson frá Rochester, New York, dóttir þeirra Mr. og Mrs. John Ólafsson, 23 Lindal Apts., hefir dvalið hjá foreldrum sínum í rúma viku, en lagði af stað heimleiðis í gær; hún ætlaði að koma til fundar við mann sinn, Dr. Sidney Larson og börn þeirra í Toronto, þar sem fjöl- skyldan mun dveljast í' nokkra daga sér til skemtunar. ♦ ♦ ♦ Dr. Thorbergur Thorvaldson, pró- fessor við háskólann í Saskatchewan, og forseti canadis.ka vísindafélagsins, kom austan frá Móntreal og Toronto um síðustu helgi. Margrét kona hans kom til fundar við hann hér í borg- inni. ♦ ♦ ♦ Spilafundur (Brídge) verður hald- inn í fundarsal jSambandskirkju föstudaginn 1. október. Ágóðanum verður varið til að senda jólaglaðn- ing til íslenzkra hermanna erlendis. Kvenfélagið vonast til að fólk sæki þennan spilafund og þar með styrki gott málefni. ♦ ♦ ♦ Messuboð Fyrsta lúterska kirkja, Winnipeg Séra Valdimar J. Eylands, prestur 776 Victor St.—Phone 29 017 Guðþjónustur á hverjum sunnudegi. Á ensku kl. 11 f. h. Sunnudagaskóli kl. 12.15. Á íslenzku kl. 7 e. h. Allir æfinlega velkomnir. ♦ ♦ ♦ Messur við Churchbridge cg víðar í seplember mánuði: Þann 5 í Concordia; þ. 12. í Hóla skóla kl. 2. eftir miðdag. í Concrdia þ. 19. og þ. 26. kl. 11 f. m. á Red Deer Point og kl. 3. e. h. í Winniegosis sama dag. Menn eru beðnir að gæta þess, að messutíminn í Hóla skóla er ákveðinn klukkan 2. e. h. s. s. c. ♦ ♦ ♦ Lúterska kirkjan í Selkirk: Sunnudagaskóli kl. 11 árd. Ensk messa, kl. 7 síðd. Allir boðnir velkomnir. S. Ólafsson. ♦ ♦ ♦ Sunnudaginn 26. sept. Messað í Viðinessöfnuði kl. 2 síðdegis S. Ólafsson ♦ ♦ ♦ tSLBNSK GUÐSÞJÓNUSTA í dönsku kirkjunni í Vancouver, E. 19th Ave. og Burns St., sunnudaginn 3. okt., kl. 7.30 að kvöldiu. Allir vel- komnir. R. Marteinsson. ♦ ♦ •♦■ Sunnudaginn 26. sept. messar séra H. Sigmar í Fjallakirkju kl. 11 f. h. í Eyford kl. 2.30 og í Mountain kl. 8 e. h. Allar messurnar á íslenzku. Offur til líknarsjóðs lúterskra sam- banda í Iandinu—The Lutheran World Action.—Allir velkomnir. ♦ ♦ ♦ MESSUR 1 UPHAM Sunudaginrt 26. september, íslenzk- ensk guðsþjónusta kl. 2 e. h.; sunnu- dagaskóli á undan messu. Egill H. Fáfnis. -»•♦-*■ PRESTAKALL NORÐUF NÝJA ÍSLANDS 26. sept.—Hnausa, messa kl. 11 f.h.; Árborg, íslenzk messa kl. 2 e. h.; Riverton, íslenzk messa kl. 8 e. h. 3. okt.—Víðir, messa kl. 2 e. h.; Geysir, messa kl. 8.30 e. h. B. A. Bjarnason. MINNIST BETEL I ERFÐASKRAM YÐAR Mrs. Margrét Bjarnason, kona Hall- dórs Bjarnason, fyrrum kaupmanns hér í borginni, lézt að heimili stnu 704 Victor Street, á sunnudaginn var, 19. þ. m. Hún var fædd á Hofsós, en alin upp á Sauðárkróki hjá foreldrum sínum, Árna Árnasyni og Sigríði Eggertsdóttur. Vestur um haf kom hún árið 1892, og starfaði fyrstu ár- in hér í borginni við saumaskap o. fl. Halldóri Bjarnasyni giftist hún árið 1898; áttu þau heimili í Glenboro, fyrstu tíu árin, en síðan í Winnipeg. Hún lætur eftir sig þrjú börn; Láru Guðrúnu, Mrs. John A. Vopni, David- son, Sask., Önnu Mþrgréti, hjúkrunar- konu í New York, og Otto Herold vélfræðing í Geraldton, Ont. — Jarð- arförin fór fram frá Fyrstu Lútersku kirkju á miðvikudaginn og var mjög f jölmenn. ♦ ♦ ♦ Jón Arnórsson lézt að hemiili sínu í (Piney, föstudgainn 18. september. Hann var fæddur á Vorsabæ í Ölfusi 30. april 1874. Kom vestur uni* haf árið 1911, settist að í Piney og átti þar heimili ávalt síðan. Jarðarförin fór fram í samkomuhúsi Piney bæjar a mánudaginn að viðstöddu fjölmenni. ;Séra Valdimar J. Eylands jarðsöng. ♦ ♦ ♦ Mr. Magnús Paulson frá Toronto, Ont., dvelur í borginni þessa dagana. Dánarfregn Fimtudaginn 26. ágúst dó Margrét Eyólfsdóttir Scheving á heimili sonar síns og tengdadóttur, þeirra Mr. og Mrs. Stefán Scheving í Seattle, Wash. Hafði hún um undanfarna marga mánuði verið mjög heilsutæp. Margrét sál. fæddist á Islandi 19. október 1860. Foreldrar hennar voru Eyólfur Kristjánsson og Lukka Gísla- dóttir Hin látna kom til Ameríku 18 ára að aldri. Var hún fyrst um hríð í Nýja Islandi. Það voru um 62 ár síðan hún giftist Árna Schev- ing, sem dó árið 1900. Þau hjón eignuðust 7 syni og eina dóttur, auk þess ól Margrét sál. upp frænku sína Mrs. (Mamie) Creighton. Nú lifa hana 3 synir og fósturdóttirin. Fyrstu 16 ár búskaparins bjuggu Schevings hjónin í Cavalier héraði norðaustar- lega í Pembina-sveit og höfðu þeir þá félagsbú bræðurnir Árni og Einar Scheving. Þá skiftu þeir með sér og fluttust báðir til Hensel-bygðarinnar. Þar bjó Margrét sál. þar til hún flutt- ist til sonar síns í Seattle, Wash., í júnímánuði 1942. Margrét sál. var vel gefin, vönduð ■kona og félagslynt. Vann hún mikið að málum safnaðar sins (Vídalíns- safnaðar) og kvenfélagsmálum bygð- ar sinnar, þó hún ætti annrikt heima fyrir, þar sem maður hennar dó frá henni og börnunum á svo ungum aldri. Ýmsum fleiri sorgum varð hún að mæta á æfiferlinum en bar það alt með kristilgeri hugprýði. Var hún vel látin og mikilsvirt í sveit sinni. Útfararathöfn var höfð i Seattle miðvikudaginn 1. sept. er séra H. S. ,Sigmar stýrði. Var líkið síðan flutt til N. Dak., og voru útfararathafnir í Cavalier og í Vídalínskirkju. Hún var lögð til hvíldar við hlið eiginmanns og annara ústvina í grafreit Vídalíns safnaðar. Séra H. Sigmar jarðsöng. Elín Jónína Jónsdóttir Thordarson andaðist á sjúkrahúsinu í Grafton laugardaginn 4. september Heimili hennar undanfarin mörg ár var i Miles City, Montana. En í sumar hafði hún dvalið um æði langt skeið hjá bróður sínum Joseph J. Myres og konu lians og einnig hjá dóttur sinni og tengdasyni Mr. og Mrs. Stefán Thordarson í grend við Garð- ar. Veiktist hún hastarlega þar og varð að flytja hana á sjúkrahúsið í Grafton, þar sem hún dó eins og áð- ur er sagt. Elín sál. fæddist á Einfætisgili í Hrútafirði í Strandasýslu 5. júlí 1876. Foreldrar hennar voru Jón Jónsson frá Mæri og eiginkona hans Ragn- hildur Josephsdóttir. Elín sál. giftist 31. desember 1901 Guðmundi J. Thórdarson, bónda í grend við Garð- ar. Þau hjón eignuðust eina dóttur, Guðrúnu (Mrs. Stefán Thórdarson). Hún hafði eignast 7 systkini — fimm bræður dóu í æsku og systir hennar (Mrs. Elías Vatnsdal) fyrir nokkr- um árum. Einn bróðir, Joseph J. Myres í grend við Mountain, N.D. lifir hina látnu. Eiginmann sinn misti Elín árið 1912, og fluttist þá til Miles City, Montana og hefir búið þar síðan. Elín sál. var velgefin kona, trygg og vinföst. Var hún trúhnegið kona og hafði tekið mikinn þátt í kristi- legri starfsemi þar sem hún átti heima. Er feigðin sveif að henni fól hún sig 'Drotni sínum í auðmýkt og trausti. Elín var jarðsungin frá kirkju Garðarsafnaðar fimtudaginn 9. sept- ember, og lögð til hvíldar við hlið eiginmanns síns í grafreit Garðar- bygðar. Séra H. Sigmar jarðsöng. Ragnheiður Skafta- dóttir Bergmann Fæddur 21. janúar 1870 Dáin 19. maí 1943 Ragnheiður var fædd í Litlutungu' í Miðfirði, í Húnvatnssýslu, ár og dag sem að ofan er greint Foreldrar hennar voru Skafti Helga- son, bóndi, og Margrét Bjarnadóttir kona hans. Föður sinn misti Ragn- heiður þegar hún var á sjönnda árinu. Síðan var hún á ýmsum stöðum í Mið- firði, og kom sér ætíð og alstaðar vel. Systkini Ragnheiðar voru ekki mörg. Alsystir hennar hét Helga, og var Mrs. Dalman; dó hún vestur á Kyrrahafsströnd fyrir fáum árum. Tvær hálfsystur þeirra, Margrét og Guðrún, fóru aldrei frá Islandi. Ragnheiður gifti sig árið 1896. Maður hennar var Björn Jónasson Bergmann, ættaður úr Miðfirði. Hann er dáinn 9. nóv. 1932. Faðir Björns, Jónas Bergmann, lézt í Víðinesi í Nýja íslandi fyrir tuttugu árum síð- an. Albræður Björns eru Jónas Bergmann í Winnipeg og Guðmund- ur Bergmann i Gimli. Hálfsystkini þeirra eru Sigfús Bergmann, bóndi í (Víðinesbygð; Lilja, ekkja eftir Guð- mund Hansson, í Geysisbygð, og Ásta, kona Kristinns Lárussonar, bónda í Víðinesbygð. Fyrstu búskaparár sín bjuggu Björn og Ragnheiður á Torfastöðum og síð- ar á Valdarási í Víðidal,, en fluttu þaðan vestur um haf árið 1903. Ár- langt dvöldu þau í Winnipeg, en fluttu síðan norður i Nýja ísland og settust að í Geysisbygð. Börn þeirra hjóna, Björns og Ragn- heiðar Bergmann, urðu níu alls. Þrjá drengi mistu þau á unga aldri; en elzta barn þeirra, Anna, andaðist 10. april 1924 rétt innan við þrítugt. Einnig dáin er Jóhanna Thorbjörg; hennar maður var Sigurður P. Sig- urdson, prentari í Winnipeg. Jó- hanna dó 1940, en Sigurður fyrir ári síðan. Skilja þau eftir sjö börn mun- aðarlaus. Af börnum Björns og Ragnheiðar eru nú á lífi: Láll Leví, Skafti Marinó og Jóhannes Karl, allir búsettir á föð- urleifð sinni; og Jóhanneseína Salóme, kona Clarence Jakobson, bónda i Ár- dalsbygðinni. Foreldrar Clarence eru Guðmundur og Una Jakobson á Sval- barði i Framnesbygð; en Una er dótt- ir Gests sál. og Þóreyjar Oddleifson í Haga fyrir austan Árborg. Jóhannes Karl Bergmanri er nýlega giftur, og á fyrir konu Helen Sesselju dóttur Ár- manns Magnússonar bónda í Víðir- bygð. Sella, eins og hún er kölluð, hjúkraði Ragnheiði i banalegunni og sinti hússtörfum. Nft er hún komin í húsmóðurstað. Opinberuðu þau Jó- hannes og Sella trúlofun sína við lík- börur Ragnheiðar, en giftu sig 14. júní s.l. Hygg eg að augu hinnar öldruðu, deyjandi húsmóður hafi með ánægju og velþóknun séð þá ráðstöf- un í aðsigi. Með frábærunt dugnaði og atorku unnu Björn og Ragnheiður land þaðr sem þau'; tóku til heimilisréttar sunn- arlega í Geysisbygð, þar sem kallað er í “flóanum.” Eins og nafnið gefur til kynna, var þar votlendi, skógur mikill með köflum, og vegir illfærir. En óbilandi viljakraftur hjónanna, sem bæði voru þétt á velli og þétt í lund, og samhent í öllu, vann sigur á erfiðleikunum. Þeini farnaðist vel. Og þegar börnin komust upp, óx vinnukrafturinn stórum. Virtist þeim þá eitt land fremur lítið og létt viður- eignar fyrir slíka vinnuvíkinga, og bættu við sig Iöndum. En tímarnir breytast og mennirnir með. Björn og Ragnheiður eru nú bæði héðan farin “meira að starfa Guðs um geim.” Og verk þeirra fylgja þeim, í þakklátri minningu ;........... geymd til blessunar og uppörfunar eftirlifandi afkomendum þeirra og vinum. Búskapurinn er í góðum höndum sona þeirra. Leiðirnar skiljast að sinni; en fagr- ar endurminningar lifa og varðveitas sem helgur dómur í hugum og hjört- um eftirskilinni góðvina, unz sam- leið er hafin á ný. Minningin lifir um þróttmiklu starfskonuna, Ragnheiði Skaftadóttur Bergmann, sem mætti bæði blíðu og stríðu sífelt með sigri hrósandi djörfung og kristilegri still- ingu, bjargföst og sæl í þeirri sann- færingu að lífið sé sigur og guðleg náð. Já, minningin lifir um glaðlyndi og þolgæði, sem hún auðsýndi endra- nær, og ekki þá sízt er hún að lokum varð að standa í þungu stríði við ill- kynjaðan sjúkdóm í þrjú ár, sem hélt henni svo að segja rúmfastri síðastp árið, unz hún fékk lausn og eilífan frið. Fjölmenni var við jarðarför Ragn- heiðar, sem fram fór þ. 21. maí s.I. frá heimilinu. Dagurinn var sólbjart- ur og fagur, eins og liðinn æfidagur hinnar mætu konu. Kveðjuorðin ■flutti sóknarpresturinn, séra Bjarni A. Bjarnason, og jós hina látnu mold- um í hinum fagra grafreit, sem er í nánd við Haga í vesturjaðri Geysis- bygðar. Fögur er foldin, heiffur er Guffs himinn, indœl pílagríms wfigöng. B. A. Bjarnason. Wartime Prices and Trade Board Spurningar og svör. Spurt. Fyrir nokkru reyndi eg að fá peningunum skilað aftur fyrir vörur sem eg hafði keypt en var svo ekki ánægður með, en mér var sagt í búðinni að þetta væri bannað. Er það rétt? Svar. Verzlunum er ekk: bann að að endurskila verði eða skifta vörum, ef farið er með vörurn- ar innan tólf daga frá bví að þær voru keyptar. Ekki heldur ef vörurnar eru skemaar eða gallaðar að einhverju leyti. Spurt. Eg leigi út tvö herbergi, en er als ekki ánægð með fólkið sem er í þeim. Það er hávært og vill láta hafa mikið fyiir sér. Herbergin eru leigð m.ánaðar lega. Er nauðsyýilegt að gefa þeim þriggja mánaða fyrirvara til þess að flytja út? Svar. Á, og eftir fyrsta október 1943, samkvæmt nýjustu leigu- lögum, geta húsráðendur sem búa sjálfir í húsum sínum, en leigja út herbergi eða smá íbúðir íólki sem notar sama inngang í hús- ið og hefir einnig not af annað- hvort baðherbergi eða öðrum þægindum, sagt leigjendum upp húsplássi með eins mánaðar fyr- irvara, og án þess að nokkur ástæða sé tekin fram. Spurt. Eg sé í blöðunum að það sé ólöglegt að kaupa skamtaðar vörur til þess að gefa öðrum. Þýðir þetta að mér sé t.annað að senda te til sonar míns sem er í herþjónustu og handan hafs Svar. Nei. Það má senda þeim hvað sem maður getur látið af hendi. Það má einnig senda til skyldfólks sem býr utan Canada. Spurt. Er aldinsafi skamtaður? Svar. Nei. Aldinsafi í dósum (canned fruit juce) er undan- þeginn skömtunarlögunum sem viðvíkja niðursoðnum ávcxtum. Spurt. Er leyfilegt að leggja til skamtaðar vörur fyrir kirkju samkomur? Svar. Já. Það er leyfilegt ef gefið er af eigin skamti. Þegar verið er að taka til máltíðir fyrir kirkju samkomur er fólk vana- lega beðið að leggja til a:t sem þaxf. Skömtiuðu vörurnar eru vanalega skift niður þannig, að hver leggur til það sem hann getur best af hendi látið. Ekki má samt biðja um meira en álitið er alveg bráð nauðsynlegt. Spurt. Er leyfilegt að selja heimatilbúið Jam eða Jelly á sölum sem haldjnar eru fyrir góðgj örðastof nanir ? Svar. Nei. Alt Jam og Jelly, hvort sem það er heimatilbúið eða keypt í búðum, er háð skömt unarlögunum og ekkert má selja eða láta af hendi án þess að innheimta D seðla fyrir. £n fólk má borða ált sem það getur búið til á heimilum sínum, eða með öðrum úti frá. Spurt. Mega bændur selja ná- grönnum sínum afurðir eins og egg t. d., fyrir lægra en últekið hámarksverð? Svar. Já, sjálfsagt! Hámarks- verð er haesta fáanlegt verð. Spurt. Geta þeir sem fram- leiða hunang, fengið að nota eins mikið og þeir vilja ti! heim- ilis neyzlu? Svar. Já. Það má nota til heimilisþarfa eins mik'ið og maður vill, af því sem maður framleiðir sjálfur. Spurt. Eg er bóndi og slátra stundum skepnum til heimilis- neyzlu. Nú var sagt að eg ætti að fá slátrunarleyfi. Er þetta rétt? Svar. Slátrunarleyfi er ekki nauðsynlegt þegar aðeins er slátr að til heimilisþarfa, og ekkert er selt nema á önnur bænda heimili. En það á að tilkynna næstu skrifstofu Local Ration Board skriflega um nafn og heimilisfang, hve margir búi á jörðinni, og hvort nokkuð verði selt til annara bænda. Spurningum á íslenzku svarað á íslenzku af Mrs. Albert Wathne,,700 Banning St. Wpg- Oskast til kaups NÚ ÞEGAR Ullarvetlingar handa fiskimönnum SETJIÐ YÐUR í SAMBAND VIÐ KARASICKS Ltd 275 McDermol Ave. Sími 21371 KONUR óskaát í vinnu Stúlkur eða giftar konur óskast í vinnu að parti til við þvotta og fatahreinsun, ekki yfir 24 klukkustundir á viku. Æfing á- kjósanleg, en ekki alveg nauð- synleg. Umsækjendur verða að vera við því búnir, að takast á hendur fsta atvinnu. Finnið að máli PERTH’S 484 Poriage Avenue 1 Sitjið við þann eldin sem best brennur Nú er sá tími komitin, er fólk fer a?5 búa sig undir vetur, að því er loSfatnaS áhrærir, og þá vill þaS vita- skuld sitja viS þann eldinn, sem bezt brennur. í sambandi viS kaup og aS gerSir á loSkápum, ættuS þér aS snúa ySur til — M. KIM, FURRIER 608 TIME BUILDING Sími 86 947

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.