Lögberg - 23.09.1943, Blaðsíða 1

Lögberg - 23.09.1943, Blaðsíða 1
PHONES 86 311 Seven Lines Aot Vf& rlcft^rS For Better Dry Cleaning and Laundry PHONES 86 311 Seven Lines V* ^ .- *°** A- Vfdefl fliic' .cr« •S5* rers »"' „tfU- a^° Service and Satisfaction 56 ÁRGANGUR LÖGBERG, FIMTUDAGINN 23. SEPTEMBER 1943. NÚMER 38 HELZTU FRÉTTIR Frá Islendingum sunnan landamæra I tilefni fimmtíu ára atmælis Emile Walters listmálara, sem minnst var á sínum tíma hér í blaðinu, birtist gagnorð og eink- ar vinsamleg grein um hann og málverk hans í hausthef'.i hins merka tímarits, "The Amerícan- Scanchnavian Review". F'jallar frásögn þessi aðallega um hm mörgu málverk hans frá íslandi, en þar ferðaðist hann jm og málaði mánuðum saman árið 1934. Vöktu málverk þessi mikla athygli, og er hér vitnað til lof- samlegra ummæla listdómara um þau. Einnig fylgja greininni ágætar myndir af fimm umræddra mál- verka: "The Glacier Blink" (Jökulskin), nú í listasafni Pomona College í Cahforniu; Hekla, í listasafni Newark borg- ar í New Jersey ríki; "Thc Brok en Plain" (Þingvöllum); "Snow- Capped Mountain" (Jökultindur frá Þingvöllum), og Þingvalía- kirkju, í þjóðminjasafirnu í Heisingfors (Helsinki) í Finn- landi. Munu myndir þessar draga athygli margra lesenda að sérkennileik og töfrum íslenzks landslags. Birgir Halldórsson söngvari, sem Islendingum í landi hér er að góðu kunnur fyrir sörg sinn á ýmsum stöðum, hefir i sumar sungið í söngleiknum "The Vaga bond King" (Flakkarakóngur- inn), en frumsýning leiksms var á Broadway í New York þann 29. júní, Ber þátttaka Birgis, í þessum fræga söngleik því fagr- an vott, hve prýðilega honum gengur söngnám sitt austur þar. Fagna landar hans yfir fram- gangi þessa efnilega unga söng- manns og vænta nýrra sigur- vinninga frá harís hálfu í fram- tíðinni. Hjálmar Björnsson, sem verið hefir viðskiptafulltrúi Öanda- ríkjanna á íslandi síðan seint á árinu 1941, er nýlega kominn heim aftur. Eftir því, sem ís- lenzkum blöðum segist ;rá og vænta mátti, hefir hann getið sér hið besta orð í starfi sinu þar. Var honum í þakkar- og kveðju skyni haldið fjölment og virðu legt samsæti áður en hanr. hvarf aftur vestur um haf. Richard Beck. Skarar fram úr I'ann 3. þ. m., útskrifaðist Eric H. Bergman sem Pilot Officer af No. 5 Air Observer School, Stevenson Field, og er hann nú farinn austur til Que- bec til nokkurra vikna framhaldsnáms ; li.uin hefir verið ráðinn til starfs við þá deild flughersins, sem nefnd er Ferry Command og það hlutverk hefir með höndum, að stýra orustu- flugvélum héðan úr landi yfir hafið. BekkjarbræSur Erics voru 18 aS tölu, og hlaut hann langhæsta einkunn þeirra allra, auk þess aS vera sæmdur Starratt verSlaunum, sem fólgin voru í afarvönduSu úlnliSsúri meS við- eigandi áletran. Eric er sonur þeirra H. A. Berg- man, K.C., forseta Manitoba LaW Society, og frú Emelíu Bergman, 221 Ethelbert Street. Annar sonur þeirra Bergmans hjóna, Norman, skipar nú majors-stöSu í canadiska hernum austan við haf. Lögfræðingar fagna Mr. Thorson Eins og áSur hefir verið frá skýrt, kom Hon. J. T. Thorson, dómsforseti hingaö til borgarinnar um síSastliSin mánaSamót; var þetta hans fyrsta heimsókn til Vesturlandsins eftir aS hann var skipaSur í hið nýja og virðu- Jega embætti sitt; kom hann hingaS í embættiserindum á leiS vestur til Van- couver og Victoria. MeSan Mr. Thor- son átti viSdvöl hér í borginni, sat hann fjölment þing lögfræSinga, sem hér var þá háS. Vinir Mr. Thorsons og stéttarbræSur hans á vettvangi lög- vísinnar, þeir, er óminst þing sátu, fögnuSu komu hans, og fluttu honum hlýjar árnaðaróskir í tilefni af vali hans í hiS virðulega dómsforsetaem- bætti. Mf. H. A. Bergman, K.C., forseti Manitoba Law Society, flutti Mr. Thorson fogur ávarpsorð, en Mr. H. S. Scarth, forseti félags mála- flutningsmanna, sem er tengdabróSir hans, hylti hann fyrir hönd félagsskap- ar sitis. Allmargir aSrir lögfræðingar tóku til máls viS þetta tækifæri, og féllu ummæli þeirra í sama farveg og liinna tveggja áðurgreindu. Mr. Thorson þakkaSi meS vel völdum orS- um þann hlýhug, sem ræðurnar allar báru vott um, og kvSa sér slikt mundu seint úr minni líSa. Bandalag við C.C.F. A lokafundi Canadian Congress of Labor í Montreal þann 18. þ. m., varS þaS aS ráSi, að þessi voldugu og fjöl- Imennu verkamannasamtök pkyldu í pólitískum skilningi sameinast C.C.F. flokknum; niSurstaSa þessi var bygS á því, að vegna reynslu undangenginna ára, og afstöSu gömlu stjórnmála- flokkanna til hagsmunalegra samtaka meSal verkalýðsins, væri þaS sýnt aS nýjar leiSir yrði að finna til úrlausnar atvinnumálum landsins að loknu stríði; ein slík leið væri sú, að koma við pólitísku bolmagni, og þá sýndist ekkert liggja nær, en bandalag við vinstrimanna flokkinn í landinu. LeiStogi C.C.F. flokksins, Mr. J. M. Coldwell, lét þegar í ljósi fögnuð sinn yfir áminstri niSurstöSu Cana- dian Congress of Labor, og tjáSist sannfærSur um þaS, aS þannig mundu britt önnur samtök verkamanna á eftir fara. + ? -t- Liberalar vinna kosn- FREGNIR AF HELJARSLÓÐ. Rússneskar hersveitir halda enn áfram óslitinni sigurför; er nú svo komið, að víst þykir, að innan tiltölulega skamms tíma muni þær endurheimta bæði Smolensk og Kiev. Síðastliðna tvo daga hafa Rússar lagt 8.000 þjóðverja að velli og ltyst ur klóm þeirra 1,150* bæi og bygð- arlög. Dauðadóm Hitlers má nú hvarvetna lesa, og ef alt skeikar að sköpuðu, má vel ætla, að Rúss- ar verði komnir vestur að landa- mærum Póllands áður en fyrir alvöru vetur gengur í gaið. Frá viðureigninni á Italíu er það að segja að vörn Þjoðverja við Salerno hefir farið með öllu út um þúfur, og svipaðri útreið sæta þeir auðsýnlega í barátt- unni um Neapel; nýjustu tregnir láta þess getið, að þeir séu nú önnum kafnir við það, að royna að brenna þessa fornfrægu borg upp til agna. Á hverjum einasta degi, senda sameinuðu þjoðirnar nýjan liðsauka inn á ítalíu, og verður því eigi um það efast, að áður en tiltölulega langt um líður, verði þar látið til skarar skríða, og falla úrslit þá á einn veg. Bandaríkin hafa sett lið á land á Sardiniu, en hinir frjálsu Frakk ar, með tilstyrk ítala, hafa lent liði miklu á Korsíku, þfr sem Napoleon Bonoparte var fæddur. ? ? •?¦ SIR KINGSLEY WOOD LÁTINN. Nýlátinn er í Lundúnum Sir Kingsley Wood, fjármálaraðherra Churchill stjórnarinnar, 64 ára að aldri; hann fylgdi iafnan íhaldsflokknum að málum og haíði át>t l^nga þingseiu. Sir Kingsley var maður óvenju vfir- lætislaus, en var almennt ráð- hollur og vinur vina sinna. ? •?--?- FYLKISÞINGMAÐUR DEYR. Síðastliðinn sunnudag lézt að heimili sínu í Brandon, George Dinsdale, fylkisþingamaður fyrir Brandon-kjördæmið, 56 ara að aldri; hann var tvisvar borgar- stjóri í Brandon, en var fyrst kos inn á fylkisþingið í Manitoba 1932 sem stuðningsmaður íhalds flokksins. ? -f ? VINNUR NAMSVERÐLAUN Kornung og bráðgáfuð íslenzk stúlka, Kristín Cecelia Anderson frá Baldur, hefir hlotið hin svo nefndu Cora Hind námsverðlaun, er nema $325.00 á ári og njóta má í fjögur ár; verðlaur þessi eru veitt til náms við hússtiórn- ardeild Manitobaháskólans, ganga einungis til háskólastú- denta utan vébanda Winnipeg- borgar. Miss Anderson er dóttir þeirra Mr. og Mrs. Sigurður Anderson við Baldur, Man. mgar 1 P.E.L Þann 15. þ. m., fóru fram almennar kosningar til fylkisþingsins á Prince Edward Island, og lauk þeim þannig, að Liberalflokkurinn, undir forustu J. Walter Jones forsætisráSherra vann endurkosningu meS yfirgnæfandi imeirihluta. Tala þingmanna á fylkis- þingi nemur 30. Liberalar hlutu 20 þingsæti, en íhaldsmenn 10. Foringi þeirra er J. P. MacMillan, sem um eitt skeiS hafði stjórnarforustu meS hönd- um. C.C.F. flokkurinn hafSi 9 fram- bjóðendur í kjöri, og töpuðu þeir allir tryggingafé sinu. Rabbað við bónda og rithöfund Eyjólfur Guðmundsson bóndi og rithöfundujr á Hvoli í Mýrdal var hér á snöggri ferð, og átti ritsjtórn blaðs- ins tal við hann og spurði almennra tíðinda ag austan. Fénaðarhöld urðu yfirleitt góö í Mýrdal, sagði Eyjólfur, enda þótt vorið vaeri kalt. Varð að gefa sauðíé inni fram á sauðburð. Fóru því upp miklar heybirgöir, en alt bjargaðist vel, með fóCurbætisgjöfum. Hey- fyrningar eru því litlar nú í sveit- inni, sem víða annarsstaðar. Mýrdælingar fara nú orðið yfirleitt vel með fénað sinn, enda mikill mun- ur á, hvað afurðirnar eru meiri og betri. Mikið er af tvílembum. Kyn- bætur sauðfjár hafa og sumsstaðar komið að góðt* gagni, t. d. hjá Jóni Halldórssyni í Suður-Vík. Hefir hanu komið upp ágætu fjárkyni og margir notið góðs af. MK'rdælingar byrjuSu í vor aS senda mjólk í Mjólkurbú Flóamanna; fyrst í smáum stíl, en hefir stöðugt farið vaxandi. Flutningur mjólkurinnar er langur, tekur 5 tima, en alt hefir þetta hepnast það sem af er. Hefir mjólkin úr Mýrdal yfirleitt þótt góS. Fólkseklan. Þar er sömu söguna aS segja úr öllum sveitum. Vantar vinnu- fólk og kaupafólk, og þaS fæst ekki, hvaS sem í boSi er. En hvaS er aS segja um ritstörf þín? Hvenær má vænta næstu bókar frá þér — Pabba og mömmu? —-Eg heyri, að þú ert búinn að skíra liókiua —• það er meira en eg hefi gert. En hvaS sem nafniS verður á i>i kinni, vona eg a5 hún konii úl nýár: fyr getur þaS ekki orSiS. Rétt er þaS, að þar verða skráðar endur- minningar um pabba og mömmu — sumpart minningar sjálfs mín um þau, og svo þaS, sem eg hefi grafiS upp. —Og nú færS þú ekki meira upp úr mér, sagSi Eyjólfur og kvaddi. En næsta bók Eyjólfs verður mörg- um kærkomin. — Mbl. 10. júlí. í herþjónustu Jón Edward Breckman, 19 ára að aldri, innritaðist í canadiska herinn þann 19. ágúst síðastlið- inn, og er nú kominn til Tor- onto háskólans til véifræði- náms. Bróðir hans, Lieut. Gordon Douglas, er nú í herþjónustu Royal Canadian Corps of Signals. Piltar þessir eru synir þeirra Mr. og Mrs. E. Breckman, 646 Beverley St. hér í borginni, og teljast þeir til þriðju kynslóðar innar, sem tekið hefir þátt í canadiskri herþjónustu. Faðir þeirra tók þátt í fyrri heims- styrjöldinni, en afi þeirra, Thor- arinn Breckman, var þáttfakardi í uppreisninni 1885. íslenzkir stúdentar nýkomnir til háskólans í Wisconsin. EKKI LANGT UNDAN LANDI. Flotamálaráðuneytið í Ottawa gerði það Iýðum "Ijóst á briðju- daginn, að Þjóðverjar hefðu í síðastliðnum júní mánuði komið fyrir á allstóru svæði tiltölulega skamt fyrir utan höfnina í Hali- fax, neti miklu af tundurduflum, sem átti að koma í veg .fyrir flutning hergagna frá áminstri borg, eða þá að draga úr hon- um til muna. Canadisk hernaðar völd komust að þessum óvina fagnaði í tæka tíð, og hreinsuðu siglingaleiðina, án þess hið minsta tjón hlytist af. Ur borg og bygð Gjafir sendar í byggingarsjóð Bandalags lúterskra kvenna: Djáknanefnd lút. safn., Gimli, Man., $15.00; Magnús Josephson, Blaine, W'ash., $5.00 (í minningu um elskaða eiginkonu, Steinunni Ólafsdóttur Jo- sephson, d. 20. okt. 1940) ; Ragnhildur iStevens, Gimli, Man., $5.00, í þakk- látri minningu um Mrs. Margréti íElíasson frá Laufhóli i Árnesbygð, dáin 10. sept. 1943; Mrs. Kirstín Ólafson, Garðar, N.D., $5.00. MeStekið meS þakklæti, Hólmfríður Daníelsson. Mr. Jóhannes Pétursson frá Árborg, sem skorinn var upp á Almenna sjúkrahúsinu hér í borgirmi fyrif nokkru, ðr nú kominn þaðan á ágætum bata- vegi. Þeir sem standa frá vinstri til hægri eru: Sigurður Sigurðs son og Þórhallur Halldórsson, en sitjandi frá vinstri til hægri: Unnsteinn Stefánsson og Júlíus Guðundsson. Stú- dentar þessir eru nýkomnir heiman frá íslandi. VEITID ATHYGLI! ASstandendur hermanna erlendis, senf tilheyra Sambandssöfnuði eru visamlega beðnir að senda núverandi utanáskrift sem allra fyrst til Mrs. B. Hallson, 638 Alverstone Street. 34 707 eða Mrs. K. Arnason, 676 Agnes St, 87 842 — Winnipeg. ¦*¦ + ? LAUGARDAGSSKÓLIW TEKUR TIL STARFA Akveðið hefir verið, að Laugar- dagsskóli Þjóðræknisfélagsins taki til starfa í fundarsal Fyrstu lútersku kirkju á laugardaginn þann 2. októ- ber næstkomandi, kl. ]() aö morgni, og veroa nú í fyrsta sinn teknar til afnota hinar nýju og ágætu kenslu- baekur frá fslandi. I>eir, sem aS skól- anum standa, vænta þess aS aSsókn fari vaxadi, og skorar á foreldra, að láta börnin ekki fara á mis viS þá dýrmætu fræSslu í íslenzkri tungu, sem skólinn hefir upp á að bjóöa. Forstöðunefnd Skólans. ? ? ? AFMÆ.USV1SA 16. SEPTEMBBR, 1943 Hvítu hárin el eg enn eins og hý á gjögur, tvítug árin tel eg þrenn tíu, níu, fjögur. F. H. Til Mr. og Mrs. Ottenson í samsæti á heimili þeirra. A þessum stað er ljúft að verma lund og lesa sögu okkar fornu vina, sem hafa fylgt oss farna langa stund og fágað geislum alla sambúðina. Það er svo gott þá geysa élin köld að geta fundið hjartans samúð þíða, og því er okkur koman hér á kvöld svo kær og hlý við endurminng blíða. Að geyma andans eld frá bernsku tið er æðsta markmið vorra hröðu daga, þá verður létt og ljúft vort æfi stríð og ljóssins rúnum fáguð okkar saga. Þó skyggi leið, og lánið sýnist valt má létta stríðið bróður hönd og vilja, á tímans vegi verður aldrei kalt hjá vinum sem að takmark lífsins skilja. • Þið hjón sem með oss mættuð sæld og þraut og merktuð daginn rausn og kærleiks vilja. Vér óskum gæfan greiði ykkar braut unz gengur sól til hafs og leiðir skilja. Til N. Ottenson Fyrir marga mæta veizlu, magál, svið og riklinginn, hangiketið, skyr og skötu, skálaflóð og hákarlinn. Hljóttu þökk og lifðu lengi, lífsins stríði öllu f jær, meðan Bakkus ylar andann allur vegur þér er fær. M. Markusson. ^NÍNrf^S^SJS/N/srfs^^VS^V^Vs^A^-^S/N^Nrs/^/S/V^^

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.