Lögberg - 28.10.1943, Blaðsíða 2

Lögberg - 28.10.1943, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG. FIMTÚDAGINN 28. OKTÓBER 1943. Útdráttur úr fréttaskýrslu uppiýsinga ráðuneytisins á Íslandi Eláturfélag Suðurlands. Á aðalfundi félagsins, sem mánaðarmótin júní—iúlí gaf for- stjóri félagsins skýrslu um starf- semina á síðastliðnu ári, og eru eftirfarandi upplýsingar teknar úr skýrslu hans: Slátrað var hjá félaginu á ár- inu 76.032 kindum. Af slátur- fénu voru 7.479 kindur fullorðn- ar og 68.553 lömb. Sumarslátrun sauðfjár var engin á því ári. Slátrað var og hjá félaginu 1697 nautgripum, 285 svínum og 22 hrossum. Til samanburðar má geta þess, að slátrað var hjá félaginu á árinu 1941 68.912 kindum ails og nemur því aukningin 7.129 kindum. Á árinu bættust við 141 félagsmaður og var tala félags- manna í árslok 1942, 2240, og er það hæsta félgaatala, sem verið hefir. Á árinu var bygt slátur- og frystihús á Kirkjubæjar- klaustri. •— Er hægt að slátra þar 450 fjár á dag og frysta jafnóðum. Alls tekur frystihús- ið um 8000 kroppa. Auk þess voru gerðar nokkrar umbætur á sláturhúsum í Rangárvallasýslu. Þá gerði forstjóri og grein fyrir rekstri ullarverksmiðjunn- ar Framtíðin, sem er eign félags- ins. Á árinu hafði verið keypt ný kembivélasamstæða, sem eykur afköst verksmiðjunnar á því sviði mjög mikið. Voru hin- ar nýju kembivélar tilbúnar til notkunar á s. 1. hausti og hafa þær reynzt mjög vel. Hafa þess- ar nýju véilar komið í góðar þarfir, því að eftirspurn eftir kembingu er mikil. Þessar tillögur voru samþykt- ar á fundinum: 1. Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands haldinn 29. júní 1943 lítur svo á, að verð á sláturfjár- afurðum hafi verið ákveðið sízt of hátt á s. 1. hausti, o§ þyrfti því að hækka á komandi hausti í samræmi við aukinn tilkostnað við framleiðsluna. 2. Ennfremur lýsir fundurinn sig eindregið mótfallinn þeirri ráðstöfun ríkisvaldsins að draga úr dýrtíðinni nær eingöngu með lækkuðu verði á landbúnaðaraf- urðum, og eins þótt bætur komi fyrir úr ríkissjóði, en telur eðli- legast, að lækkun landbúnaðar- vara og lækkun kaupgjalds hald- ist í hendur. Meðan sú leið er farin að lækka verð framleiðsl- vara bænda með framlagi úr ríkissjóði teldur fundurinn sjálf sagt, að nefna það réttu nafni, neytendastyrk, sem það raun- verulega er. Nýr veðdeildarflokkur í BúnaSarbankanum. Búnaðarbankinn hefir með samþykki landbúnaðarráðherra opnað nýjan flokk 2. flokk, í veðdeild bankans. Þessi nýi flokk ur veitir mun hagstæðári lán en veðdeildin hefir gert til þessa. Lánstíminn er langur og útláns- vextir 4 l/z%. Bankavaxtabréf nýja flokksins bera aftur á móti 4%. Veðdeild Búnaðarbankans er einungis heimilt að lána gegn 1. veðrétti í jörðum og varan- legum mannvirkjum á þeim. Þó er heimilt, ef sérstaklega stendur á, að lána til sveita- eða sýslu- félaga og gegn ábyrgð þeirra. 1 þessari ferð var e.s. Brúar- foss í skipalest og varð skipa- lestin fyrir endurteknum árásum kafbáta í 5 sólarhringa samfleytt, og var skipum sökt. Brúarfoss bjargaði 40—50 manna áhöfn af síðasta skipinu, sem sökkt var, og stóð síðasta björgunin yfir í um 2 klukku- stundir. 10 menn af skipshöfn Brúarfoss og farþegi þóttu hafa sýnt svo frábæran dugnað og fórnfýsi við þetta björgunar- starf, að Eimskipafélaginu þótti hlýða að sýna þeim viðurkenn- ingarvott fyrir það. Mennirnir, sem Eimskipafel- agið hefir þannig heiðrað, eru: Kristján Aðalsteinsson, 2. stýri- maður. / Sigurður Jóhannsson, 3. stýri- maður. Jörundur Gíslason, 4. vélstjóri. Guðmundur Sigmundsson, loft- skeytamaður. Svavar Sigurðsson, háseti. Geir Jónsson, háseti. Einar Þórarinsson, háseti. Kristján Einarsson, farþegi. Þórarinn Sigurjónsson, háseti. Sigurbjörn Þórðarson, háseti. Gunnar Einarsson, kyndari. Heiðursskjalið til þessarra manna, sem var undirritað af stjórn Eimskipafélagsins, er svo- hljóðandi: “Stjórn og framkvæmdarstjóri h.f. Eimskipafélags Islands vilja hér með tjá yður virðingu sína og þakklæti fyrir djarflega fram göngu við björgun skipshafnar- innar af e. s. um borð í skip vort e. s. “Brúarfoss” á leið til Ameríku. Með hluttöku vðar í umræddu björgunjrrstarfi, þar sem þér af frjálsum vilja lögðuð líf yðar í hættu, hafið þér varpað ljóma yfir sjómanna- stétt íslands.” Samninganefnd uianríkisviðskipta. Fyrir nokkru hefir hluti af störfum viðskiptanefndar verið falinn viðskiptaráði. Því hefir þótt rétt að gera eftirfarandi breytingar á þeirri nefnd, og samkvæmt því er hér með ákveð- ið: 1. Nendin skal hér eftir heúa Samninganefnd utanríkisvið- skipta. 2. 1 nefnclinrti etga sæti 7 menn. 3. Til þess að eiga sæti f*nefnd- inni, þar til öðruvísi verður á- kveðið, eru skipaðir: Magnús Sigurðsson, banka- stjóri, formaður. Arent Claessen, stórkaupmað- ur, aðalræðismaður. Ásgeir Ásgeirsson, banka- stjóri, fyrrverandi ráðherra. Haraldur Guðmundsson, al- þingismaður, fyrrverandi ráð- herra. Jón Árnason, framkvæmdar- stjóri. Richard Thors, framkvæmdar- stjóri. Stefán Þorvarðarson, skrif- stofustjóri utanríkisráðuneytis- ins. Störf nefndarinnar skulu vera, að hafa með höndum samninga um verzlunar- og viðskiptamál við fulltrúa erlendra ríkja eftir nánari fyrirmælum ráðuneyt?s- ins, og í samráði við það og önnur ráðuneyti, sem máleíni heyra undir. Síldveiði við Norðurland 1943. Síldveiðin hófst að þessu sinni í byrjun júlímánaðar. Þátttaka í veiðinni er nokkru meiri nú en í fyrra. 1943: 134 skip 117 nætur 1930 menn. 1942: 113 skip 100 nætur 1694 menn. Veiði hefur verið fremur treg til þessa og var komið á land laugardaginn 24. þ. m. 453.658 hektólítrar, á sama tíma í fyrra var veiðin 674.999 hektol., allt í bræðslu. 2381 tn. hefur verið söltuð við Faxaflóa fyrir enskan markað. Siggi þótti ekki stíga í vitið. Einu sinni var hann sendur með korn til mararans. Sagði þá mal- arinn við hann: “Þeir eru að segja að þú sért nokkuð heimsk- ur, Siggi. Segðu mér nú hvað þú veizt og hvað þú veizt ekki.” “Það skal eg gera”, sagði Siggi- “Svínin þín eru feit, það veit eg, en af hverra korni þau fitna, veit eg ekki.” • A. (við vin sinn B., sem kon- an hefir strokið frá): Eg skil svo vel harm þinn, og þykir leitt, að þú skulir hafa orðið fyrir hon- um. B. :Nú, þú ert búinn að frétta, að hún er komin heim aftur? BUY B0NDS and SPEED THE VICT0RY With Victory in the making, this is no time to haggle or hold back. The enemy is cracking on every front. The heat of the United Nations’ all-out offensive is on him. Hot up the fire and keep it hot by buying 5th Victory Loan Bonds. Furnish the tools that our men may finish the job without working overtime. They’re doing their part by fighting. Let’s do ours by lending. That’s all we’re asked to do — lend to speed Victory. Money talks — and fights — when you invest it in 5th Victory Loan Bonds. ÍSLENSKIR SJÓMENN HEIÐRAÐIR FYRIR FRÆKILEGA BJÓRGUN. 10 skipsmenn og einn farþegi af e.s. Brúarfossi. Björguðu 40—50 mönnum af sökkvandi skipi í skipalesl. Eimskipafélag íslands hefur sæmt 10 skipsmenn á e.s. Brúar- fossi og einn farþega á skipinu heiðursskjali fyrir hugrekki og frækilega björgun skipbrots- manna í einni ferð skipsins á siglingu þess frá Ameríku til ís- lands síðastliðinn vetur. This Aduertisement sp< nsored by GUNDRY & PYMORE LTD., (Briíish Qualily — Fish Netting) 60 Vicloria Street. NORTHERN LAKE FISHERIES LTD., 400 Lombard Bldg. BOOTH FISHERIES CANADIAN CO. LTD., 804 Trust & Loan Bldg. CANADIAN FISH PRODUCERS LTD.. 301 Chambers Street KEYSTONE FISHERIES LTD., 325 Main Street

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.