Lögberg - 30.12.1943, Qupperneq 8
8
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 30. DESEMBER 1943
Ur borg og bygð
MATREIÐSLUBÓK
Kvenfélags Fyrsta lúterska
safnaðar í Winnipeg. Pantanir
sendist til: Mrs. E. W. Perry,
723 Warsaw Ave.; Mrs. E. S.
Feldsted, 525 Dominion Street.
Verð $1.00. Burðargjald 5c.
•
Mr. og Mrs. Magnús Eyjólfs-
son frá Riverton, voru stödd í
borginni í byrjun vikunnar.
♦ ♦ ♦
Lieut. Leonard Jóhannson,
sonur þeirra Mr. og Mrs. Jóhann
G. Jóhannson, dvaldi hjá for-
eldrum sínum um hátíðirnar.
-f ♦
Þær ungfrúrnnar Guðrún
Bjerring, Ruth Benson og Rann-
veig Bardal frá Ottawa, komu
að austan rétt fyrir jólin í heim-
sókn til foreldra og annara ætt-
menna.
♦ ♦ ♦
Dr. A. Blondal, frú hans og
dóttir, fóru austur til Halifax
síðastliðinn mánudag, til þess að
vera við giftingu Doris dóttur
þeirra, sem fram fer þar á ný-
ársdaginn; verður hún þá gefin
saman í hjónaband við George
Johnson, Alverstone Street hér
í borg, sem nú er í sjóhernum.
♦ ♦ ♦
Allan Finnbogason, sem er í
canadiska flughernum, kom í
jólaheimsókn til foreldra sinna,
þeirra Mr. og Mrs. G. Finnboga-
son hér í borginni.
♦ ♦ ♦
Mrs. G. Thorleifson frá Lang-
ruth var stödd í borginni á mið-
vikudaginn.
♦ ♦ ♦
Þann 16. þ. m., lézt að heimili
sínu í Vancouver, Þorsteinn Ingi-
mundsson, fæddur í Draumbæ í
Vestmannaeyjum árið 1873, val-
inkunnur sæmdarmaður eins og
hann átti kyn til; útförin fór
fram þann 20. þ. m. Hann lætur
eftir sig ekkju og eina dóttur;
einnig einn bróður, Guðjón Ingi-
mundsson, sem búsettur er að
812 Jessey Avenue hér í borg-
inni.
♦ ♦ ♦
Samskot í Útvarpssjóð
Fyrstu lútersku kirkju:
Mr. og Mrs. K. J. Abrahams-
son, Sinclair, Manitoba, $2.00;
Björn G. Nupdal, Mountain N.
Dakota, $1.00; Mrs. Hilda
J. Johnson, Minnewaken, $2.00;
Mrs. Halldóra Pétursson, Baldur,
$1.00; Mr. og Mrs. Ben. Krist-
jánsson, Winnipegosis, $3.00;
Mrs. Emil Torno, Towner, N.D.,
$1.00; Mrs. Ingibjörg Goodman,
Upham, N.D., $1.00; Jón og
Thuríður Johnson, Upham, N.D.,
$1.50; Jón Magnússon, 1856 Wil-
liam Ave., $1.00; Mr. og Mrs. B.
E. Hinrickson, Churchbridge,
$1.00; Mr. og Mrs. Joe Peterson,
Arborg, Man., $2.00; Einar Breið-
fjörð, Upham, N.D., $1.00; Mrs.
Guðrún Sveinson, Víðir, Man.
$1.00. — Kærar þakkir,
Til sölu!
Kven-“Fur Coat”, á sanngjörnu
verði. Upplýsingar veitir Mr. Th.
Goodman, 664 Langside St.
Gaman og alvara
Fangavörður (við mann, sem
hann er að láta lausan): “Eg'sé
það nú, að eg hef haldið yður
einni viku of lengi hér inni og
verð eg að biðja yður að fyrir-
gefa það.”
Fanginn: “Já, það er nú ósköp
hægt. Við drögum þessa viku frá,
þegar eg verð hérna næst.”
•
A: “Konan mín hefir ákaflega
erfitt hlutverk í leiknum, sem nú
er verið að léika hérna”.
B: “Erfitt? Eg heyrði hana ekki
segja eitt einasta orð.”
A: “Það er nú einmitt það erfið
asta fyrir hana.”
•
Móðir: “Þú ættir ekki að vera
að hugsa um að ganga menta-
veginn, dóttir mín. Þú skalt bara
gifta þig eins og þú ert, því að
karlmennirnir vilja helzt óment-
aðar og heimskar konur”.
Dóttirin: “Þetta hefir máske
verið svo í þínu ungdæmi, en nú
er það þvert á móti”.
MINNIST BETEL
I ERFÐASKRAM YÐAR
Messuboð
Fyrsta lúterska kirkja, Winnipeg
Séra Valdimar J. Eylands,
prestur
776 Victor St.—Phone 29 017
Guðþjónustur á hverjum
sunnudegi.
Á ensku kl. 11 f. h.
Sunnudagaskóli kl. 12.15.
Á íslenzku kl. 7 e. h.
Allir æfinlega velkomnir.
•r ♦
Lúterska kirkjan í Selkirk:
Suonudaginn 2. janúar—
Ensk messa kl. 7 síðd.
Allir boðnir velkomnir.
S. Ólafsson.
♦ ♦ ♦
•
Ársfundur Selkirk safnaðar
verður haldinn miðvikudagínn
12. jan., kl. 8 síðd. í samkomu-
húsi safnaðarins. Fólk beðið að
fjölmenna.
S. Ólafsson.
♦ ♦ ♦
Prestakall Norður Nýja íslands
1. jan.—Mikley, messa kl. 2 e.h.
9. jan.—Árborg, íslenzk messa
kl. 2 e. h.
B. A. Bjarnason.
♦ ♦ ♦
íslenzk guðsþjónusta í Van-
couver er hér með boðuð kl. 3
e. h. sunnudaginn 9. jan., í
dönsku kirkjunni á E. 19th Ave.
og Burns St. Allir velkomnir.
R. Marteinsson.
Jón Sigurðson félagið, I.O.D.E.
hcldur sinn næsta fund að heim-
ili Mrs. J. B. Skaptason, 378
Maryland St., á þriðjudaginn 4.
jan., kl. 8 e. h.
Wartime Prices and
Trade Board
Spurningar og svör.
Spurt. Eru nokkrar líkur á að
meira fáist af niðursoðnum garð-
ávöxtum en fengist hefir í haust?
Svar. Já. Eftir janúarlok, eða
þegar skortur er orðinn á nýjum
garðávöxtum þá er ætlast til að
verzlanir fái auknar birgðir af
niðursoðnu grænmeti.
Spurt. Geta kaupmenn neitað
að selja manni meira en eina
dós af niðursoðnum garðávöxt-
um?
Svar. Þessum mat er skift á
milli verzlana hlutfallslega og
það sem hver fær er svo lítið að
kaupmenn verða að reyna að siá
til þess að sem flestir fái eitt-
hvað og dreyfing verði sem jöfn-
ust.
Spurt. Eg fann skömtunarseðla
bók á götunni um daginn, en
utanáskriftin er svo óskýr að það
er ekki hægt að skila henni til
eigandans. Hvað á eg að gera við
hana?
Svar. Þú átt að skila henni á
næstu skrifstofu “Ration Ad-
ministration”.
Spurt. Dóttir mín varð tóif ára
17. des. Hvernig get eg fengið
henni te skamt?
Svar. Unglingar sem verða 12
ára fá ekki te eða kaffi skamt
fyr en yfirstandandi skömtunar-
tímabil er útrunnið og nýju bók-
unum verður útbýtt í vor.
Spurt. Er hámarksverð á
“Carnation” dósamjólk?
Svar. Já. Engin verðhækkun
hefir verið leyfð. Ef þú veizt af
verzlun sem hefir hækkað verð-
ið, þá ert þú beðinn að tilkynna
W. P. T. B. og veita þeim allar
nausynlegar upplýsingar.
Spurt. Við erum að flytja og
mig langar til að selja notaðan
rafmagns kæliskáp en mér er
sagt að þeir séu háðir hámarks-
reglugerðunum. Hvar get eg feng
ið að vita um verðið?
Svar. Hjá W. P. T. B. Þú verð-
ur að leggja til allar nauðsyn-
legar upplýsingar viðvíkjandi
skápnum og segja hve lengi hann
hafi verið notaður. Þér verður
þá tilkynnt um hámarksverðið.
Spurt. Hvert á að fara til þess
að fá skömtunarseðla fyrir gulu
spjöldin sem sýna hve margar
máltíðir hafi verið framreiddar
hermönnum á prívat heimilum?
Svar. Seðlarnir fást hjá Local
Ration Board. Það er best að
koma einu sinni á mánuði með
spjaldið eða öll spjöldin fyrir
máltíðirnar sem framreiddar hafa
verið til hermannanna. Maður
fær tveggja vikna aukaskamt af
einhverri einni matartegund fyr-
ir hverjar níu máltíðir sem tald
ar eru á gulu spjöldunum.
Spurt. Um daginn neitaði verzl
un að selja mér ullar peysu nema
að eg keypti pils með. Er þetta
leyfilegt?
Svar. Nei. Ekki nema búðin
hafi fylgt þessum sið á hámarks
tímabilinu. Þú ert beðin að til-
kynna W. P. T. B. og veita þeim
allar nauðsynlegar upplýsingar.
Kjötseðlar 26, 27, 28, 29. Smjör-
seðlar 38, 39, 40, 41. Allir sykur
te eða kaffiseðlar í skömtunar-
bók númer 2, og allir niðursuðu-
sykurseðlar falla úr gildi 31. des.
Spurningum á íslenzku svarað
á íslenzku af Mrs. Aibert
Wathne, 700 Banning St. Wpg.
The Swan Manufacturing Co.
Manufacturers of
SWAN WEATHER-STRIP
Winnipeg.
Halldór Methusalems Svvan
Eigandi
281 James Street Phone 22 641
Til sólarinnar
Ó, dagsins guð, þú geislum ríka sól,
þú gefur öllu líf frá þínu hjarta.
Þinn faðmur vermir alt að ysta pól,
þín elska streymir gegnum ljósið bjarta.
Öll veröld skín með blædýrð sinna blóma,
þú blíða sól, í þínum himin ljóma.
Þú dagsins ljós, þinn ljómi himinn skær,
er lífsins straumur æðstu friðar kynna.
Hve fagnar sál/og söngfugl hörpu slær,
við sólbros eitt frá himni geisla þinna.
Sú dýrð sem eilífð elsku þinnar geymir, ,
er alt sem bezt og fegurst hjarta dreymir.
Er rís þú sól, alt ljómar lífs og söng,
þig lofar sérhvert brjóst og jarðartunga.
Þú bræðir hjarn og skín um skógargöng,
þú skapar líf, þig blessar rósin unga.
Þú kyssir næturtár af björk og blómi,
Ó, blíða sól, hve fagur er þinn ljómi.
Hve kólnar alt og frýs, ef þú ert fjær,
þú fagra ljós sem skín á himni og jörðu.
Þitt ástarbros til allra heima nær,
þín elska kveikir líf í bergi hörðu.
Hver stjarna þiggur ljós frá þínum lindum,
ó, ljúfa sól, með geislans töframyndum.
Ó, bjarta sól, þú dagsins ljúfa ljós,
mitt líf eg drekk af þínum geislastraumum,
þú glæðir hugans vor og vizku rós,
þú vermir minni sál og hjartans draumum.
Ó, hverf þú aldrei lífs míns ljómi fagur,
ó, lýs mér sól, um eilífð skín þinn dagur.
Kjartan Ólafsson.
Heimilisblaðið.
Þessi mynd er af hinum svonefndu “Horsa Glider”
/
KAUPIÐ, LESIÐ, BORGIÐ LÖGBERG
Howdy Folks.
Your new pal REDDY KILO-
WATT. That's me. Just dropp-
ing in to say "Here's to ye, and
the best of everylhing, includ-
ing VICTORY for 1944, All my
Winnipeg Eleciric buddies and
buddiettes are always on the
job ready and willing to pro-
vide you with economical and
efficient
Gas-Electricity-Transportation”
Winnipeg Electric Company is a self supporting, tax-
paying inslitulion in every community in which it
operates.
WIHHIPEG ELECTRIC
COHPANY
1
§
ÍNNILEGAR NYARSOSKIR
til vorra mörgu íslenzku vina
WINDATT COAL
Company Limited
JÓN ÓLAFSSON, umboðsmaður
Ste. 23 Lindal Apts Sími 37 340
|
|
i
1
i
1
i
|
8
I
I
i
I
i
6
HOUSEHOLDERS ATTEHTION
Certain brands of coal have been in short supply
for some time and it may not be always possible
to give you the kind you prefer, but we expect
to be able to continue to supply you with fuel
that will keep your home a place of comfort.
Due to the difficult situation in both fuel and
labor, we ask you to anticipate your require-
ments as much in advance as possible. This
* will enable us to serve you better.
IVfCpURDY CUPPLY pO. Ltd.
BUILDERS’ O SUPPLIES V^f and COAL
PHONE 23 811 — 23 812 1034 ARLINGTON ST.