Lögberg - 30.03.1944, Blaðsíða 4

Lögberg - 30.03.1944, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 30. MARZ, 1944. .....•'tögberg—| Geíið út hverrf fimtudag af 1 THE COLUMBIA PRESS, LIMITED : , 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba ] I Utanáskrift ritstjórans: ] ; EDITOR LOGBERG, ■ • 693 Sargent Ave., *Winnipegt Man. |] Editor: EINAR P. JÓNSSON i Verð $3.00 um árið — Borgist fyriríram ; ! The “Lögberg" is printed and publishea by . ; The Columbia Fress, Limited, 69 5 Sargertt Avenue Winnipeg, Manitona PHONE 86 327 • ~.....A A Bréf ríkisstjórans í Norður Dakota til biskups Íslands / i Bismark, N.-Dak., 29. febr. 1944. Minn kæri biskup Sigurðsson: Vér Norður Dakota búar teljum oss það sér- stakt lán að kringumstæður yðar leyfa yður að heimsækja ríki vort í sambandi við umboðs- ferð yðar á fjórðungsaldar afmælisþing Þjóð- ræknisfélags íslendinga í Vesturheimi, sem full- trúi íslenzku stjórnarinnar og mér er það mikil ánægja að bjóða yður hjartanlega velkominn í ríki vort. Eg bið minn góða vin, Dr. R. Beck, prófessor við háskólann í Norður Dakota að flytja yður mínar eigin hughlýju kveðjur og að afhenda yður þetta stutta bréf, sem vottar yður vináttu og býður yður velkominn. Framfarir Norður Dakota ríkis eru að þakka hvíldarlausu starfi manna og kvenna, sem hing- að hafa flutt frá mörgum ríkjum og mörgum londum. Stærsta einstakt þjóðbrot í Norður Dakota eru afkomendur hinna fornu norrænu þjóðar, og áberandi hluti þeirra átti vöggu sína í Sögulandinu. Þegar þér ávarpið borgarana í Norður Dakota ríki, sem af íslenzku bergi eru brotnir, að Mountain næsta laugardagskvöld, þar sem þér verið í fyrsta skifti staddur í Norður Dakota, þá talið þér á þeim stað sem er miðdepill Is- lendinga í ríki voru. Þér mætið þar amerískum borgurum sem tákna alt hið hæsta og æðsta í amerísku þjóðlífi. Þér mætið þar mönnum og konum, sem hafa tileinkað sér amerískar lýð- ræðishugsjónir eins og vér sjáum þær, en samt ekki tapað eða glatað neinu af hinum dýrmæta þjóðararfi, sem þau fluttu með sér vestur um haf. Þeir Norður Dakota búar, sem ætt sína eiga að rekja til íslendinga hafa lagt til mikið af þeim andlega og verklega auði og öllu því sem að framförum studdi í ríkinu Norður Dakota: sem framtakssamir bændur, sem þrekmiklir og sjálfstæðir hugsjónamenn, sem fésýslu- og em- bættismenn, sem leiðtogar í ríkinu hafa þessir synir og þessar dætur íslands lagt fram meira en sinn hlutfallslega skerf miðað við höfðafjölda, meira en nokkur annar þjóðflokkur ríkisins. Það á ekki við hér að telja upp þá, sem með lífsstarfi sínu hafa helgað sér varanleg virðingar sæti á sögubekkjum þjóðar vorrar, eg skal ekki gera tilraun til þess; eg vil aðeins minnast á það að Vilhjálmur Stefánsson sleit hér bernsku skóm sínum — átti hér heima meðan sál hans var að skapast, einnig verð eg að geta þess að menn eins og Sveinbjörn Johnson, dómsmála- stjóri í Norður Dakota, yfirdómari ríkisins, nú prófessor í lögum við háskólann í Illinois; Guð- mundur Grímsson, atkvæðamikill lögfræðingur og virtur héraðsdómari og margir, margir fleiri; voru héðan. Þegar þér kveðjið Norður Dakota, þá veit eg að þér hafið eignast hugljúfa minningu, sem þér hafið öðlast af kynningu þeirra er þér haf- ið mætt svo hundruðum skifti, mönnum og konum, sem geyma eins og hélga dóma þær íslenzku erfðir sem þau enn tileinka sér: hug- sjónir frelsis, lýðræðis og bókmentaleg afreks- verk. Eg vona einnig að þér þá eigið í huga yðar hlýjan blett, þar seni þér geymið mTnningu þess ríkis, sem á því láni að fagna að eiga þetta fólk í tölu borgara sinna — þetta fólk, sem svo mikinn og sterkan þátt hefir átt í því að byggja upp þetta ríki. andlega, efnalega og í öllum skilningi. Eg vona það — vænti þess í allri einlægni að þær viðtökur, sem þér hljótið hér verði slíkar að yður fýsi að endurnýja heimsóknina, efúæki- færi gefst. Vér teljum oss það heiður að þér . ertuð hér staddur á meðal vor; það eina sem hryggir mig, er að mér var ómögulegt að mæta yður og heilsa yður — tala við yður augliti til auglitis. Eg vona að hinn hugrakki vinur minn Dr. Beck mæti yður fyrir mína hönd og efast ekki um að honum farist það myndarlega. Tillag hans til menningar og andlegs þroska Norður Dakota ríkis hefir verið stórvægilegt og verk hans sem forseta Þjóðræknisfélags íslendinga í Vesturheimi hefir borið ríkulegan og varan- legan árangur. Yðar með virðingu, • John Moses. Sig Júl. Jóhannesson, þýddi. Manntjón og skipatjón Islendmga Margt höfum vér Vestur-íslendingar heyrt um þá velsæld og efnalegu velmegun sem nú er á íslandi og sjálfsagt höfum vér allir fagnað því að stofnþjóð vor, þarf ekki í bili, að berjast gegn hinum forna fjanda, fátæktinni. Vér höf- um líka glaðst yfir því, að þeirrar fórnar hefur ekki verið krafist af þjóðinni að ungmenni landsins væru send til vígvallanna í fjarlægum löndum. En ef til vill gerum vér okkur ekki fyllilega grein fyrir því, að þótt ísland, í orði kveðnu, sé ekki þátttakandi í stríðinu, þá hefur þjóðin biðið þung áföll, síðan styrjöldin hófst. Áföll sem eru svo þung, að ef miðað er við fólks- fjölda, þá munu þau ekki minni en annara þjóða, þeirra er í stríðinu standa. Á öðrum stað hér í blaðinu birtist sorgar- fregnin um togarann “Max Pemberton” sem fórst um 16. janúar s. T. með allri áhöfn, 29 manns. Hlutfallslega svarar manntjón 29 manna hjá íslenzku þjóðinni til þess, að Bandaríkja- þjóðin misti rúmlega 32 þúsund manns. Þetta er því tilfinnanlegra sem vitað er að þeir menn sem veljast á skipin, sjómenn íslands, eru vöskustu menn þjóðarinnar og á bezta skeiði. Manntjón og skipatjón Islendinga, síðan styrjöldin hófst er þegar orðið gífurlegt. Yfir 300 manns hafa látið lífið og um tuttugu skip farist. Mörg þessara skipa voru nýustu, stærstu og beztu skip flotans. Sem kunnugt er, er togara- útgerðin stærsti ög þýðingarmesti atvinnuveg- ur þjóðarinnar. Þetta mikla tjón er því stór- hættulegt fyrir efnalega afkomu þjóðarinnar, ekki síst þar sem nú á tímum er erfitt að fylla í skörðin með því að byggja ný skip. Hið efnalega tjón er tilfinnanlegt, en missir þessara mörgu mannvænlegu manna er þyngra en tárum taki. Þessi fámenna þjóð má varla við því. Tilfelli sem þetta hlýtur að snerta hjörtu allra Vestur-íslendinga og vekja hjá þeim djúpa samúð með heimaþjóðinni. • I. J. Avarp flutt í' kveðjusamsœti hr. Sigurgeirs Sigurðs- sonar, biskups frá íslandi fyrir hönd Icelandic Canadian Club, af forseta Hólmfríði Daníelsson. 3. marz 1944. Herra forseti, i hattvirti heiðursgestur, og aðrir góðir gestir: Eflaust finst ykkur öllum að nú þegar hafi alt verið sagt sem hægt sé að segja, svo margir hafa boðið velkominn og einnig kvatt biskup íslands með fögrum orðum, snjöllum ræðum, viturlegum ályktunum, með alúð og virðingu. Hvorki hefi eg hæfileika né þekkingu til þess að jafnast á við slíkan ræðuflutning, en eg verð að játa að orð og athafnir síðast liðinna tveggja vikna hafa opnað nýja heima, ný sjónar- svið í huga mínum, svo það er engin hætta á því, að eg hefði ekki nóg til að segja ef eg ætlaði mér að halda ræðu. En það er ekki tii- gangurinn. Mér er ljúft að flytja kveðjur til herra biskupsins og til íslands frá félagi yngri íslendinga hér, Icelandic Canadian Club, og eg vona að eg megi bæta við, frá yngri Vestur- íslendingum yfirleitt. Það vill svo til að flestar kveðjur og ávörp sem flutt hafa verið þessa síðustu daga hafa verið flutt fyrir hönd eldri Vestur-íslendinga, þeirra sem fæddir voru og að nokkru leyti aldir upp á íslandi, eða í ramm-íslenzkri nýlendu hér. Þetta fólk var og er samgróið hinum góða, gamla íslenzka stofni. Það hefði verið erfitt fyrir það að slíta sig upp andlega talað og gróðursetjast á ný í nýjum jarðvegi. En nú ber að gæta þess, að hér er nýgræðingur að vaxa upp af fræinu sem tvístrast hefir um allar álfur. Hann grær og þroskast í menningar jarðvegi þessa mikla lands, Canada. Þrátt fyrir það finnur hann enn skyld- leikann við stofntréð; blómkróna hans breiðist móti austri og væntir frjómagns frá menningar- erfðum hins forna stofns. Og að lokum kom hið andlega frjómagn í persónu hins kæra gests, hins göfuga fqlltrúa frá íslandi. Koma herra Sigurgeirs biskups, og hin stutta viðkynning við hann, hefir svo heillað hugi hinna yngri íslendinga hér, að þeir stara hrifnir og undrandi hver á annan og segja: “Herra biskupinn kom til þess að heimsækja mig, hann kom til þess að flytja mér kveðjur frá íslandi. Eg er íslend- ingur. Eg er því hluti af Islandi.” Herra biskupn- um hefir þannig tekist að kveikja neista af ást á íslandi í hjörtum allra hinna ungu, sem hafa kynst honum. Og sá neisti má ekki kulna út. Það þætti stórvægilegt fyrirbrigði í náttúr- unni að sjá litskrúð norðurljósa og hádegissól á himni í senn. En nú hefir slíkt fyrirbrigði skeð einmitt hér í andlegu lífi vor Vestur-íslendinga. Orð herra Si^Srgeirs biskups hafa leiftrað sem norðurljós með dásamlega fögrum og margbreyti legum litbrigðum, sem hafa stimplast inn í sál- ir vorar; en orð hans hafa um leið verið hlý og ylrík eins og sólarljósið, sem aldrei breytist og sökum þess hafa þau einnig verið gróður- sett í hjörtum vorum. Þau eru oss ógleymanleg; þau verða oss aflgjafi til nýrra og betri fram- taka. Vér erum ekki svo afvegaleidd af ofmetnaði og sjálfsblekkingu, að vér sjáum ekki að mörgu er ábótavant í lífi voru, sem ein- staklingar, sem félagslimir og sem kristnir menn. En þegar vér verðum þess aðnjótandi, þó ekki sé nema um stundarsakir, að um- gangast göfuglynt fólk, — fólk sem býr yfir hinni sönnu andans tign, þá kallar það fram þá beztu eiginleika sem búa í vorri eigin sál. Fyrir heimsókn herra biskups ins, fyrir viðkynninguna við hann verðum vér betri menn, samvinnuþýðari, umburðarlynd- ari, auðmjúkari en jafnframt þróttmeiri í baráttunni fyrir hinu góða. Eg minnist þess að herra bisk- upinn, í ummælum sínum um Jón Sigurðsson, sagði eitthvað á þá leið að bezti og fegursti minn- isvarðinn sem vér gætum reist göfugum leiðtogum vxæri sá, að vér störfuðum af einlægni og ó- hlutdrægni í þeim anda, og hlyntum að þeim hugsjónum sem yrðu þjóðinni til heilla. Eg vildi að eg mætti segja fyrir Skoðanakönnun um viðhorf al- mennings til lýðveldisstofnunar- innar og forsetakjörs. Skoðanakönnunin í Reykjavík hefir nýlega lokið við skoðana- könnun um land allt um viðhorf almennings til lýðveldistofnunar forstakjörs og forsetavald, og er þetta önnur skoðanakönnun hennar; hin fyrsta sem einnig var sumpart um lýðveldisstofnunina, fór fram í janúar síðastliðinn vetur. I bráðabirgðaskýrslunni um skoðanakönnunina, er skýrt þann ig frá niðurstöðum hennar utan Reykjavíkur: “Skoðanakönnunin í Reykjavík hefir nýlega lokið við skoðana- könnun um land allt um viðhorf almennings til lýðveldisstofnun- ar, forsetakjörs og forsetavalds. Bráðabirgðaskýrsla frá Skoðana- könnuninni um niðurstöður utan Reykjavíkur liggur nú fyrir og birtist hér. Úrslit utan Reykjavíkurs 1. Stofnun lýðveldis. Af h. u. b. 400 kjósendum, sem spurðir voru vildu: 58% að stofnað verði lýðveldi á íslandi eigi síðar en 17. júní 1944. 33% að frestað verði lýðveldis- stofnun, að óbreyttum aðstæð- um. 9% létu ekki í ljós ákveðna skoðun. 2. Kosning forseta. Af h. u. b. 400 kjösendum vildu: 24% að Alþingi kysi forsetann. 67 % að forsetinn verði kosinn með alþjóðaratkvæði. 8% höfðu ekki myndað sér ákveðna skoðun. 1% létu í ljós aðrar skoðanir. 3. Valdsvið forseta. Af h. u. b. 400 kjósendum vildu: 45% að framkvæmdarvaldið verði í höndum Alþingis og ráðherra beri ábyrgð gagnvart Alþingi (svo sem verið hefir). 24 % að framkvæmdavaldið verði í höndum forseta og ráðherra beri ábyrgð gagnvart honum (en ekki Alþingi). 31% höfðu ekki myndað sér á- kveðna skoðun um þetta atriði. Gengið var ríkt eftir því, að hinir aðspurðu kjósendur skipt- ust sem réttast eftir atkvæða- magni stjórnmálaflokkanna í hverju kjördæmi fyrir sig. Þar sem upplýsingar vantar úr all- mörgum kjördæmum (a. m. 1. vegna þess að könnunargögn bár- ust þangað of seint, sökum ó- greiðra póstsamgangna er við var búist), er þess að vænta, að hönd yngri íslendinga, já, fyrir hönd allra íslendinga í Vestur- heimi, að slíkann minnisvarða hefðum vér ástee oss að reisa í minningu um komu herra Sigur- geirs Sigurðssonar biskups. Eg vildi að vér gætum sagt, að vér hefðum vér ásett oss að reisa í alt, “að kveikja ljós kærleikans með öllu okkar lífi”, eins og hinn ljúfmannlegi leiðtogi íslenzku kirkjunnar vildi hafa boðið oss að gera. Æruverðugi herra Sigurgeir Sigurðsson, biskup yfir Islandi, fyrir hönd Icelandic Canadian Club, vil eg afhenda yður þetta skjal, sem er skírteini þess efnis, að þér hafið verið kjörin lífstíð- ar heiðursfélagi þess. Vér biðjum yður að meðtaka það, sem lítinn vott um ást vora og virðingu. Vér þökkum yður fyrir komuna, vér finnum nú þegar að áhrif hennar verða ómetanleg meðal ungmenna vorra. Vér óskum yð- ur farsællar ferðar, heillrar heim komu, og blessunar drottins í starfi yðar. Guð blessi Island! skipting eftir stjórnmálaskoðun- um 'sé í fullu samræmi við. at- kvæðatölur flokkanna (utan Reykjavíkur) við síðustu kosn- ingar. — Einnig var trúnaðar- mönnum falið að hafa hlutföil- um í úrtaki sínu eftir kynferði tekjum og aldursflokkum og menntun, samkvæmt ákveðnum reglum. I þessari bráðabirgða- skýrslu eru þrjú hin síðast töldu einkenni látin ótilgreind, en koma að sjálfsögðu fram í fulln- aðarskýrslunni. Eins og þegar hafði sýnt sig við könnunina í janúar s. 1., reyndust konur all- miklu tregari til svara en karl- menn, svo að mjög skorti á. að þar fengizt tilætlað hlutfall.” íslenzk handrit í Þjóðbókasafni Skota. I þjóðbókasafni Skota í Edin- borg er allstórt safn íslenzkra handrita, eða rúmlega eitt hundr- að númer. Handrit. þessi eru flest öll þangað komin úr eigu Finns próf. Magnússonar og Gríms skjalavarðar Thorkelíns. Handrit þessi hafa fæst mikið gildi um fornar bókmenntir ís- lenzkar, en aftur á móti er þar eitthvað, er varðar hinar síð- ari aldir, þar á meðal nokkur handrit, er stafa frá þeim Svefn- eyjafeðgum, Ólafi bónda Gunn- laugssyni og Eggert Ólafssyni. mest eiginhandarrit. En Finnur Magnússon var sem kunnugt er bróðursonur Eggerts Ólafssonar. Ræðismaður Islendinga í Edin- borg Sigursteinn Magnússon. hafði fyrir tilmæli héðan að heiman grenslast um það, hvort þess myndi kostur að fá keypt úr safni þessu Drykkjarbók (Pólologiu) Eggerts Ólafssonar. eiginhandarrit hans, og snéri sér til Landsbókasafnsins að milli- göngu utanríkisráðuneytisins um það, hvað það vildi til þessara mála leggja, en stuðningur frá þess hálfu eða bein tilmæli kynnu að hafa þýðingu er til Kæru vinir: Við höfum með okkur hér í kirkjunni í dag, ýmsa góða og mikilsmetna gesti, sem okkur er mikil ánægja að hafa hjá okkur á svona hátíðlegri stund, þegar við sameinum hugi okkar og hjörtu í bæn og guðsdýrkun. Að minsta kosti einn í tölu gestanna hefir aldrei verið með okkur hér fyr. Við fögnum nærveru hans sérstaklega mikið, svo tígin þess kæmi að leita kaupa á hand- ritinu við stjórn bókasafnsins í Edinborg. Taldi hann samt held- ur ólíklegt að bókásafnsstjórnin myndi vilja láta handritið af hendi. Þessu svaraði landsbóka- vörður á þann veg, að það væri í sjálfu sér vel þess vert að freista þess að fá handrit þetta keypt handa Landsbókasafninu og svo önnur íslenzk handrit í brezkum söfnum, er fæst hafa mikið gildi fyrir fornar íslenzkar bókmenntir, en varða meira bók- mentir, vorar og sögu á síðari öldum og hafa þess vegna minna gildi í augum erlendra manna. En það er nú kunnugt, að safna- menn eru yfirleitt fastheldnir á alt, sem söfn þeirra geyma, þótt vandséð megi kalla hver not sé að því, og á þetta ekki síst við um gömul handrit. Var það því varatillaga landsbókavarðar, ef ekki gæti af kaupum orðið, að ræðismaðurinn, hr. Sigursteinn Magnússon yrði beðinn að grenns last eftir möguleikum á því að fá handritið tekið á smáfilmu —. mikrofilm — eða fotostatiska eftirmynd af því og svo öðrum íslenzkum handritum, fyrst og fremst þeim, sem eru í Advocates Library í Edinborg. Ritaði utan- ríkismálaráðuneytið ræðismann- inum þetta með bréfi 7. okt. Með bréfi, dags. 3. nóv. tilkynnti Sigursteinn Magnússon ráðuneyt inu að fullreynt væri, að engin líkindi væru til þes, að íslenzku handritin fengist keypt. En hins- vegar hefði bókavörðurinn dr. H. W. Neikle heitið samvinnu og aðstoð um það, að handritin, en þau eru 105 að tölu, yrðu mynduð fyrir okkur með annari hvorri þeirra aðferð, sem fyr var nefnd, eins fljótt og unnt væri. Má raunar vel una þeim málalokum, því að slíkar eftir- myndir, vel gerðar, geta komið að fullum notum, og er það mjög mikilsverð viðbót við hand- ritasafn okkar að fá eftirmyndir þessar. I sambandi við eftirgrenslanir þessar datt ræðismanninum Sig- ursteini Magnússyni, í hug, að viðeigandi vaeri, að Islendingar í Edinborg tæki sig saman um að koma þessu í kring. Var hug- mynd þessari vel tekið af þeim íslendingum, er í Edinborg dvelja um þessar mundir. Hefir nefnd verið kosin í því skyni að sjá um fjársöfnun til greiðslu kostn- aðarins og annast um fram- kvæmd verksins. I nefnd þessari eiga sæti hr. Sigursteinn Magnús son ræðismaður, og er hann for- maður nefndarinnar, frú Ingi- björg Magnússon, Valgarð Ólafs- son verzlunarfulltrúi, Hjörtur Eldjárn stúdent og Ottó Jónsson stúdent. Gert er ráð fyrir að mestur hluti þessa verks verði að bíða friðartíma vegna skorts á efni, en loforð er fengið um, að Drykkjarbókin verði mynduð fótostatiskt nú þegar, og er von á að hún verði send hingað í bókarformi mjög bráðlega. Hef- ir nefndin hug á að vinna að því, þegar lokið er að mynda íslenzku handritin í Edinborgarsafninu, að farið verði eins að um önnur íslenzk handrit í brezkum söfn- um. Þéssi ákvörðun nefndarinn- ar er tengd við minningu þess að nú eru liðin 25 ár síðan sjálf- stæði vort var viðurkenn^ 1. des. 1918. og mikilsmetinn gestur sem hann er. — Eg á hér auðvitað við herra Sigurgeir Sigurðsson, biskup yfir íslandi. Þessi staður, þar sem við nú erum sameinuð, er okkur i bygð- inni og ýmsum öðrum, helgur* staður, •— elsta íslenzka kirkjan á meginlandi Ameríku. Hún var bygð á landareign og að nokkru úr efnivið af landi þess manns, sem hefir verið nefndur faðir Dtdráttur úr fréttaskýrslu utanríkis- ráðaneytis Islands DESEMBER 1943. ÁVARP til herra Sigurgeirs Sigurðssonar biskups yfir íslandi, flutt við guðsþjónustu í kirkju Víkursafnaðar á Mountain, sunnudaginn 5. marz. Við guðsþjónustuna prédikaði herra biskupinn. Eftir H. SIGMAR

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.