Lögberg - 30.03.1944, Blaðsíða 5

Lögberg - 30.03.1944, Blaðsíða 5
5 þessa landnáms, séra Páls Thor- láksson. Enda er það tilfinning margra að hann hafi lagt lífið í sölurnar fyrir hina rösku og dug- legu en fátæku frumherja, sem hér hófu íslenzka bygð. Kirkjan er og bygð í sveit og með hönd- um þeirra frumherja, sem svo höfðu mikinn áhuga fyrir trúar- lífi síns fólks, að þeir hugðu ekki í það sumir hverjir að leggja aleigu síns í veð til að koma upp kirkjunni guði til dýrðar, og séf sjálfum og börn- um sínum til blessunar. Hér hef- ir nú kirkjan staðið í 60 áf. margir þeirra sem mest lögðu á sig fyrir kirkjuna sofa nú í guðs friði við hlið hennar, og aðrir kannske nokkru fjær. En þeirra er hér minst með þakk- læti. Öll þessi mörgu ár hafa fjölda margir merkismenn og konur gengið inn og út um fordyr kirkjunnar. En að því er eg bezt veit hefir aldrei fyrr en í dag biskup gengið inn um dyr hennar, — það varð á því 60 ára bið. En nú í dag skeði það að herra Sigurgeir Sigurðsson bisk- up yfir íslandi steig inn fvrir dyr hennar, og flytur nú er næsti sálmur hefir verið sung- inn prédikun við þessa hátíðar- guðsþjónustu. Eg má segja þér það herra biskup, að til þessarar stundar hefir hér verið mikið hlakkað. Það verður eins og endurnýjuð vígsla þessa kæra guðshúss. í eigin nafni, í nafni safnaðar- ins og bygðarfólksins býð eg þig hjartanlega velkominn hingað. í nafni hins Evangeliska Lút. Kirkjufélags íslendinga í Vestur- heimi, sem eg nú hefi þann heið- ur og þá ánægju að veita for- stöðu, býð eg þig hjartanlega velkominn hér til okkar. Og um leið vil eg fyrir hönd Dr. F. H. Knubel, forseta The United Lutheran Church in America, sem við stöndum í sambandi við, bjóða þið hjartanlega velkom- inn. Því hann sendi slíkt skeyti til þín og fól mér að framvísa því. Við vitum að þú ert á ferða- lagi þínu hér, sem erindreki og sendiboði íslenzku stjórnarinn- ar, og íslenzku þjóðarinnar. En einnig ert þú erindreki og sendi- boði íslenzku þjóðkirkjunnar. Og við þökkum því íslenzku stjórninni fyrir komu þína hing- að, um leið og við þökkum þér sjálfum fyrir komuna. Við vitum og finnum að þú ert virðulegur sendiboði vinsemdar og bræðraþels, samhugs og sam- starfs. Velkomipn hingað Sigurgeir biskup Sigurðsson. Drottinn blessi þig og varðveiti þig, hann leiði þig á ferðalagi þínu. Hann leiði þig heilann heim -aftur til ástmenna þinna og þjóðar þinn- ar, til þíns mikla og góða starfs. Hann blessi þig, ástvini þína þjóð og kirkju, starf þitt og at- hafnir, af sinni miklu náð. Mrs. Elín Petrea Þiðriksson frá Steinsstöðum “Gakk með Guði, góða móðir, blessuð af mönnum, blessuð af englum ; nú mun þinn lávarður leiða þér á móti hópinn þinn himneska heilan aftur.” Matth. Jochumsson. Með Elínu á Steinsstöðum, eins og hún var venjulega kölluð, er til moldar gengin mikilhæf og glæsileg kona úr hópi frumland- nema, er að sumu leyti á sér- stæða sögu, meðal vor íslendinga í Vesturheimi. Hún var fædd 10. okt. 1851, að Hofi í Svarfaðardal í Eyjafjarð- arsýslu. Foreldrar hennar voru Pétur Guðlaugssen, síðast bóndi á Miklahóli í Skagafirði, dáinn 1893; Guðlaugur faðir hans bjó á Bjarnastöðum í Kalbeinsdal og var sonur Jóns prests Jónssonar að Barði í Fljótum, og konu hans Guðrúnar Jónsdóttur. Kona Guð laugs, en móðir Péturs, hét Sess- elja Einarsdóttir, prests Gríms- sonar á Knappsstöðum í Fljót- um og kona hans Ólöf Steins- dóttir. Móðir Elínar hét Anna Kristjánsdóttir ættuð úr Bárðar- dal í Þingeyjarsýslu. Til tíu ára aldurs var Elín í fóstri hjóna, er hétu Sveinn og Elín, bjuggu þau í grend við Akureyri. Seytján ára að aldri fór Elín til föður síns er bjó á Miklahóli, sem fyrr er getið. 22 ára gömul giftist hún Albert Þiðrikssyni frá Sviðningi í Kol- beinsdal í Skagafirði, fór gift- ingin fram að Hólum í Hjaltadal, 18. júní 1874. Þau bjuggu um tvö ár að Sviðningi, er var eignar jörð Alberts, en fluttu til Vestur- heims 1876 og settust að í Víði- nesbygð, sunnan við Gimli. Fyrsta veturinn dvöldu þau á Kjarna þar í bygð hjá Kristjáni Kjernested er þar bjó. Vorið 1877 nam Albert land, og nefndi það Sviðning, eftir eign- arjörð sinni heima á íslandi. þar bjuggu þau á fjórða ár. Eitt ár voru þau að Laufási, og annað að Hólmi, þar í byggðinni, en Myndin sýnir nokkrar “Tarpon” sprengjuflugvélar- LÖGBERG. FIMTUDAGINN 30. MARZ. 1944. þá nam Albert- land á ný, og nefndi Steinsstaði, flutti hann þangað um vorið 1882, og bjó þar til dauðadags, 14. febr. 1916. Börn Steinsstaða hjónanna eru hér talin: Halldóra Guðrún, gift Þor- valdi Sveinssyni, bónda að Hvarfi í Víðinesbygð. „ Anna Sigríður, dó á fyrsta ári. Helga Victoria, gift Andrési ís- feld, Winnipeg Beach, dáin 1920. Carl Pétur, bóndi á Steinsstöð- um, kvæntur Margréti Jósefs- dóttur, Jónssonar, Carl dó 1935. Lárus Tryggvi, dáinn 1919. Stefán Alexander, bóndi í Víðinesbygð, kv. Guðmundu Jósefsdóttur, Jónssonar. Þórdís Emilia, gift Eyjólfi Ei- ríkssyni, Selkirk, d. 1923. Þorsteinn Hillmann, d. 1917, 21. árs. Fósturdóttir þeirra Steinsstaða hjónanna var Ásmundína Eliza- bet Jóhannsson, er dó ungþroska. Barnabörnin eru 25 á lífi, en fjögur eru látin. Barnabarna- börnin er 21. Elín andaðist þann 15. jan. síðdegis, hafði hún fótavist og sæmilega heilsu fram í andlátið. en hafði oft legið og liðið van- heilsu, einkum síðari æviárin. Þingbæra reynslu varð hún að líða í löngu heilsuleysi sumra barna sinna og mörg ítrekuðum missi þeirra. En í allri þessari reynslu þjálfaðist hún og styrkt- ist. Trúarstyrkur hennar var óvenjumikill, mótaður í djúpum hörmum. Staðreynd trúar henn- ar var sú, að hin þunga reynsla lífsins stefndi til heilla, öllum þeim er Guði treystu. Hún var gædd góðum gáfum hafði mikið yndi af öllum fróð- leik. Skapgerðin traust, var hún að jafnaði glöð og örugg, og lét lítt í ljósi harma sína; kunni listina þá, er íslenzki hagyrðing- urinn lýsir: “Getur undir glaðri kinn, grátið sundur hjarta.” Elín var kona félagslynd og hafði ánægju af félagslegu starfi, og varði miklum kröftum í þarf- ir þeirra, — og varð þar mjög affarasæl. Um tuttugu ár var hún í stjórn Víðinessafnaðar, lengst af þeim tíma forseti safn- aðarins; unni hún andlegu mál- unum af heilum og óskiftum hug og átti ágæta samvinnu við safnaðarfólkið um þau mál. Mun það einstætt tilfelli um forstöðu- konu í safnaðarstjórn — það eg bezt tilveit, í sögu kirkjunnar hér vestra — og þess vert, að um sé getið. Áhrif hennar voru djúp- tæk í andlegum efnum, naut hún trausts og virðingar skyldra og vandalausra. Hún lagði öðrum gott til, bæði á bak og brjóst, en særði engan, þótt lífið hefði sært hana sárum er hvorki lækn- ar né tími fengu grætt. Bar hún merki djúprar reynslu í rúnum þeim er ritaðar voru á hennar björtu og glaðlegu brá. Fyrir tæpum tveimur árum gaf Elín söfnuði sínum altari — minningargjöf um ástvinina mörgu sem heim voru komnir á undan henni; er listasmíði á altarinu gr hagleiksmaðudnn Eiríkur Sigurðsson í Winnipeg hafði af hendi leyst með snilld. Altarismyndin er eftirlíking af hinni fögru mynd Hoffmans málara, Kristur í Getsemane. Var hún einkar þakklát smiðn- um fyrir samræmið er á sér stað, og umönnun hans og ósérplægni í þágu þeirrar hugsjónar er hún vildi að gjöfin táknaði. Gjöfin mun jafnan verða tengd við minningu hennar, og ljómar upp ljúfar minningar um líf og störf liðins dags. Það var bjart um hana á efri órum hennar, báru ástvinir og afkomendur hennar hana á hönd- um sér. Síðustu níu æviárin átti hún heima hjá Elínu dótturdótt- ur sinni og Kristjáni Sigurðs- syni manni hennar, naut hún mikils af ástúð og umönnun þeirra, til hinztu ævistundar. Mynd þessi sýnir brezka flugmenn, sem slegið hafa upp tjaldi hjá leyfum af J. U. flutn- ingaflugvél, sem fórst yfir flugvelli á Suður ítalíu. Útförin fór fram frá heimili Sigurðsson’s hjónanna í Sandy- Hóok og frá kirkju Víðinessafn- aðar að miklum mannfjölda við- stöddum. Við útförina söng Mrs. Jóhanna Sveinsson frá Selkirk fagran einsöng. Sá er þetta ritar flutti kveðjumál, óg lánar nú í lok þessara minningarorða brot úr. ljóði eftir séra Matthías Jochumsson skáld: “Því beztu móður blíðu ei bítur ís né stál, því eins og Kristur kunni hún kærleikans mál.” S. Ólafsson. Dánarfregn Þórður Bjarnason andaðist að heimili sínu í Selkirk, þann 26. febr. síðdegis, eftir veikindi er varað höfðu árum saman. Hann var fæddur að Vörum í Garði, í Gullbringusýslu, 18. júní 1868. Foreldrar hans voru Bjarni Hannesson, ættaður úr Rangáþingi, og Helga kona hans Þórðardóttir. Ólst Þórður upp með foreldrum sínum, og stund- aði sjó frá barnæsku, við Faxa- flóa, en síðar á Austfjörðum. Margt af skyldfólki hans er til heimilis í Reykjavík, fór hann heim til Islands 1930, og fór all víða um land, og naut mikillar ánægju af. Þórður giftist á Islandi, var fyrri kona hans Rakel Pálsdótt- ir Kristjánssonar. danibrogs- manns frá Eiði, í Austurey í Færeyjum. Þau fluttu vestur um haf aldamótaárið og settust að í Selkirk. Þau eignuðust 4 börn, Jens, Pál Bjarna og Helga, er dó barn að aldri. Þórður misti konu sína frá börnum þeirra í bernsku, árið 1901. Árið 1903 kvæntist Þórður Vígdísi Eiríksdóttir, frá Græna- gerði í Leiru, í Gullbringusýslu, er hún dóttir hjónanna Eiríks Austmannssonar og konu hans Margrétar Magnúsdóttir. Af fyrra hjónabandi hans eru á lífi tveir synir, er báðir þjónuðu í fyrra heimsstríðinu. Páll, engineer, búsettur í Sel- kirk, kvæntur Elizabeth Phelps. Bjarni, nýlega fluttur til New Westminster, B.C., kvæntur Mildred Sutherland. Börn Vígdísar og Þórðar eru: Guðmundur, féll í fyrri heims- styrjöldinni, vopnahlésdaginn 1918. Ragnar, kv. Halldóru, dóttur Mr. og Mrs. S. Maxon, Selkirk, búsettur í New Westminester B.C. Eiríkur, kv. Grace Perry, d. 1937; ekkja hans býr í Selkirk. Louise, gift H. J. Larsen, Winnipeg, Man. Carl, kv. Jean Martin, Selkirk. Margrét, dó í bernsku. Tíu barnabörn eru á lífi. Þórður Bjarnason var maður félagslyndur og tók þátt í íslenzk um félagsskap umhverfis síns. Sérstaklega var hann starfandi í íslenzka söfnuðinum í Selkirk; unni hann þeim félagsskap af óskiftum hug, var oft í safnaðar- stjórn; árum saman starfaði hann í djáknanefnd safnaðar- síns, og innti þar af hendi, að dómi mér kunnugri manna fá- gætt starf af mikilli umhyggju- semi í þarfir þeirra eru sátu i skuggum fátæktar eða veikinda. Jafnan bar hann máiefni safn- aðar síns mjög fyrir brjósti, og studdi þau að óbrigðulli trú- festi og kærleika, var kona hans í því efni, sem og hvarvetna, einlægur samverkamaður hans. Árum saman naut hann sín miður en skyldi, sökum heilsu- lasleika, mun hann aldrei heilsu- hraustur verið hafa; um nokkur síðari ár var hann rúmliggjandi; áður á árum lá hann stórlegur oftar en einu sinni.. Þórður var að upplagi til fjör- maður og glaðlyndur, var jafn- vel furðulega létt yfir honum í hinni löngu síðustú legu hans. Hann var guðrækinn og andlega sinna’ður maður; var trúin bless að athvarf á ævileið hans. Mikið yndi hafði hann af draumum, mun hafa verið ber- dreyminn %lla ævi, og hafði yndi af umhugsunum um dulræn efni. Lífróðurinn var honum oft ær- ið þungur, en hann stóð ekki einn, því Vígdís kona hans reyndist honum fágætur föru- nautur, stóð hún við hlið háns styrk og örugg í öllu stríði lífs- ins og stormum þess — og langri vanheilsu er hann mátti líða. Með snild, og þolinmóðum kær- leika annaðist hún um hann í hinzta sjúkdómsstríði, lagði þá, sem jafnan aíla krafta sína fram til þjónustu, með gleði og léttri lund, hversu nærri henni sem lífsbyrðin gekk. Oft lagði sorgin þungstíg og leyndardómsfull leið sína inn á heimili Þórðar og Vigdísar, og nam á brott mannvænleg ung- menni, en þá reynslu báru þau með jafnaðargeði þeirra sem Guði treysta. Börnin er lifa, eru mannvænleg og gott fólk og voru foreldrum sínum til gleði. Sem vott óvenjulegrar trygðar má geta þess, að tveir synir hins látna manns komu alla leið vest- an af Kyrrahafsströnd, til þess að vera við útförina. Bjarnason’s hjónin voru gestrisin og gott að koma á heimili þeirra. Höfðu þau ánægju af komu gesta og vildu alt fyrir þá gera. Þau áttu trygga vini er fyrr og síðar reyndust þeim sannir vinir, einn- ig nágranna, er léttu þeim marga byrði, í hinu langa sjúkdóms- stríði, sem nú er á enda kliáð, þakkar hún, sem nú er eftirskil- in, alla trygð sem hún og maður hennar og börn hafa orðið að- njótandi og biður Guð að launa. Útförin fór fram þann 3. marz, að mörgu fólki viðstöddu. Sókn- aTprestur flutti kveðjuorð, á út- fararstofu bæjarins og í kirkju safnaðarins. Það eru tilmæli aðstandenda, að þessi dánarfregn verði birt í Vísi og Morgunblaðinu í Reykja- vík, sökum hinna mörgu skyld- menna hins látna, er þar eiga heima. S. Ólafsson. Innköilunarmenn LÖGBERGS Amaranth, Man. ........ Akra, N. Dak. Árborg, Man Árnes, Man............ Baldur, Man. Bantry, N. Dak. Bellingham, Wash. Blaine, Wash. Brown, Man. Cavalier, N. Dak. Cypress River, Man. Dafoe, Sask. Edinburg, N. Dak Elfros, Sask. Foam Lake, Sask. Garðar, N. Dak. Gerald, Sask. Geysir, Man. Gimli, Man. Glenboro, Man Hallson, N. Dak. Hnausa, Man. Husavick, Man. Ivanhoe, Minn. Langruth, Man. Leslie, Sask. Kandahar, Sask. Lundar, Man. Minneota, Minn........ Mountain, N. Dak. Otto, Man. Point Roberts, Wash. Reykjavík, Man. ....... Riverton, Man. Seattle, Wash. Selkirk, Man. Tantallon, Sask. Upham, N. Dak. Víðir, Man. Westbourne, Man.. Winnipeg Beach, Man. Wynyard, Sask. B. G. Kjartanson B. S. Thorvarðson K. N. S. Fridfinnson M. Einarsson O. Anderson Einar J. Breiðfjörð Árni Símonarson Árni Símonarson J. S. Gillis B. S. Thorvarðson O. Anderson S. S. Anderson Páll B. Olafson Mrs. J. H. Goodman S. S. Anderson Páll B. Olafson C. Paulson K. N. S. Friðfinnson O. N. Kárdal O. Anderson Páll B. Olafson K. N. S. Fridfinnson O. N. Kárdal Miss Pálína Bárdal John Valdimarson Jón Ólafsson S. S. Anderson Dan. Lindal Miss Pálina Bardal Páll B. Olafson Dan. Lindal S. J. Mýrdal ’Árni Paulson K. N. S. Friðíinnson J. J. Middal S. W. Nordal J. Kr. Johnson Einar J. Breiðfjörð K. N. S. Friðfinnson Jón Valdimarson O. N. Kárdal S. S. Anderson

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.