Lögberg - 30.03.1944, Blaðsíða 6

Lögberg - 30.03.1944, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG. FIMTUDAGINN 30. MARZ, 1944. ymmwwwmtmwmmmmmmmmmi IT Abbé Conátantin EFTIR LODOVIC HALÉVY Fransmaðurinn hefir einn munað — byltingar - Stöðuglega og hyggilega býr hann sig undir þær, hann veit vel að þær eru kostnaðarsamar, en á sama tíma gefa þær tækifæri til stórgrööa. Fransmaðurinn segir við sjálfan sig: “Latum okkur safna! Látum okkur safna! Einhvern morguninn brýst út bylting, og þá falla ríkis- skuldabréfin um helming eða meira. Þá kaupi eg. Úr því byltingar eru óhjákvæmilegar, þá látum oss, að minsta kosti, gera þær hugsmuna- legar.” Þeir eru altaf að tala um fólk sem hefur orðið öreigar í byltingum, en tilfellið er, að þeir eru fleiri sem hafa grætt stórfé í hverri byltingu. Ameríkufólkið nýtur í fyllsta mæli alls sem París hefur að bjóða. Það er engin borg í heim- inum, þar sem er auðveldara og þægilegra að eyða miklum peningum, en í París. Margra ástæðna vegna, bæði þjóðernis og uppruna, fanst þeim, Mrs. Scott og Miss Percival að þær ættu heima í París. Flest allir afkomendur frönsku nýlendumann- anna í nýlendum okkar í Canada, sem ekki framar eru okkar, hafa varðveitt í hugum sín- um og hjarta, viðkvæma og hlýja minningu um fyrstu frönsku landnámsmennina, og heimili þeirra í Montreal og víðar. Susie hafði notið franskrar mentunar, og hún hafði alið systur sína upp í sömu ást til Frakklands. Þær skoð- uðu sig sem frnaskar, já, sem Parísar konur. Undir eins og þeim tilféll þessi mikli auður, greip þær báðar sama löngunin, að fara til Frakklands, til Parísar, og vera þar. Þær skoð- uðu Frakkland, eins og það væri þeirra föður- land. Mr. Scott hafði dálítið á móti því að setjast að á Frakklandi. “Ef eg fer héðan,” sagði hann, “er hætt við að hagsmuna ykkar hér, verði ekki eins vel gætt.” “Hvað gerir það til?” svaraði Susie. “Við erum þegar rík — of rík. Þú gefur það eftir. Við verðum svo hamingjusöm, svo sæl.” Hann gaf það að síðustu eftir að þau settust að á Frakklandi, og í byrjún janúarmánaðar, 1880 skrifaði Susie eftirfarandi bréf til vinkonu sinnar, Katie Norton, sem' var búin að vera nokkur ár í París. “Sigur! Það er afráðið! Richard gaf eftir. Eg kem í apríl, og verð aftur frönsk. Þú lofaðir að sjá um allan undirbúning; og hafa allt til- búið fyrir okkur þegar við komum til París. Eg veit eg er að biðja þig mikils. Þegar eg kem til París, vil eg geta notið þess sem best er þar, og þurfa ekki að eyða fyrsta mánuðinum í að útvega mér, húsgagnasmiði, vagnasmiði, eða hestamenn. Eg vil, strax og eg kem á járnbraut- arstöðina, að þar bíði mín, mínir eigin vagnar, mínir keyrslumenn, mínir eigin hestar. Og sama dag vil eg að þú borðir kvöldverð með mér á mínu eigin heimili. Rentaðu, eða keiptu skraut- hýsi, ráddu þjóna, veldu hesta, vagna og öku- menn. Eg reiði mig algjörlega á þig. Vagnarnir og búningur ökumannanna verður að vera blár, Bettina biður um það. Við komum bara með sjö manns með okkur. Richard hefur sinn herbergisþjón, Bettina og eg höfum tvær þjónustustúlkur, svo eru tvsér • kennslukonur fyrir börnin, og auk þess eru tveir drengir, Troby og Bobby, afbragðs hesta og heiðmenn. Eg býst ekki við að þeirra líkar finnist í París. Allt annað, þjónustufólk og muni skiljum við eftir. Nei, ekki alveg allt; eg hefi gleymt að minnast á fjóra litla hesta, fjóra ofurlitla gim- steina, svarta eins og blek. Við getum ekki skilið þá við okkur; við ætlum að hafa þá fyrir sólvagninum og keyra eins og Phaeton; það er svo yndælt. Bæði Bettina og eg getum vel keyrt með fjórum hestum fyrir. Má ekki kvenn- fólk keyra með fjórum hestum fyrir, snemma á morgnana í Bois? Hér er það vanalegt. Umfram allt, kæra Katie, láttu ekki peninga standa í vegi. Þú mátt eyða eins miklu og þú vilt, mundu það.” Sama daginn og Mrs. Norton fékk bréfið, frétti hún, að maður að nafni Garneville, hefði orðið gjaldþrota. Hann verzlaði með skulda- bréf, og hafði keypt mikið af þeim í von um stórgróða, en þau féllu í verði, rétt þegar hann bjóst við að þau mundu stíga upp. Þessi Garne- ville, hafði nýlega flutt í nýtt hús, sem bar af öllum öðrum húsum, að stærð og skrauti. Mrs. Norton fór á fund hans og fékk húsið til leigu, fyrir 100.000 franka á ári, með réttind- um til að kaupa það, ásamt öllum húsmunum innan árs, fyrir 2 milljónir franka. Svo fékk hún frægustu snillinga, hvern í sinni iðn, til að laga og endurbæta, og auka við, allt það skraut, og óhófs íburð sem þar var. v Þegar því var lokið, var Mrs. Norton svo heppin að ná í tvo fræga listamenn, án hverra að viðhald og umgengni slíkrar hallar er ómögu- leg. Annar, sem hafði verið aðal umsjónarmað- ur, og siðvenju meistari í aðalsmannshúsi í Faubourg St. Germain, en hætt þar, honum til stórrar eftirsjár. Hann leit á sig sem stóran herramann. Hann sagði Mrs. Norton, að hann hefði aldrei farið úr þjónustu Madame la DuChesse, ef hún hefði haldið uppi sömu siðum og virðingu fyrir heimilinu og áður; en Madame la Duchesse átti fjögur börn — tvo sonu, sem voru talsverðir sjarkarar, og tvær dætur, sem bráðum voru komnar á giftingaraldur; þær þurfa víst að fá heimanmund. Þess vegna verður Madame la Duchesse að þrengja að sér, svo það hús er ekki framar við mitt hæfi að þjóna í. Mrs. Norton, þótti nóg um dramb þessa manns, og var í dálitlum vafa hvort hún ætti að ráða hann eða ekki. Hún vissi að hann var mjög áreiðanlegur og skyldurækinn, en hann vildi vita meira um tilvonandi húsbændur sína, og kaupgjald, svo hann beiddi leyfis að síma til New York. Eftir að hafa talað við Mrs. Scott, samþykkti hann ráðninguna. Hinn listamaðurinn var frægur hestatemjari, sem var rétt að hætta starfi sínu, hafði grætt offjár, og var stórríkur. Hann tók samt sem áður að sér, fyrir þrábeiðni Mrs. Norton, að hafa alla yfirsjón og umráð með hestana og hesthúsið. Hann tók það fram í samningunum að hann hefði fullt frelsi og rétt til að kaupa þá hesta sem hann vildi, að hann bæri engan þjóns ^einkennisbúning, að hann skyldi velja ökumennina, hesta snirtarana, og alla sem innu við hestana og hesthúsið; að hann hefði aldrei minna eri fimtán hesta í hesthúsinu, að engin samningur væri gerður við vagnasmiði, eða söðlasmiði án hans samþykkis, og að hann skyldi aldrei þurfa að fara upp í vagn, til að gefa systrunum og börnunum tilsögn í keyrslu, nema snemma á morgnana, og í óbreittum bún- ingi. Matreiðslumaðurinn, gerðist einvaldur yfir eldhúsinu, og hestamaðurinn yfir hesthúsinu. Allt annað var bara peningaspursfnál, og í sam- bandi við það, notaði Mrs. Norton sitt ótakmark- að vald. Hún hagaði gjörðum sínum samkvæmt þeim fyrirskipunum sem henni voru gefnar. Hún afkastaði undra verki á aðeins tveimur m^nuðum, og hafði allt tilbúið eins og henni var falið á hendur, 15. apríl 1880, daginn, sem Mr. Scott, Susie og Bettina stigu út úr járn- brautarlestinni sem kom frá Havre, klukkan hálf fimm síðdegis. Mrs. Norton beið þeirra á St. Lazare járnbrautarstöðinni. Eftir að hafa fagn- að Mrs. Scott, sagði hún: Vagninn þinn, tjaldaður yfir með ljósbláu silki, stendur hérna inn í girðingunni; næst honum stendur skrautvagn, fyrir börnin, og þarnæst vagn fyrir þjónustufólkið. Á öllum vögnunum er fangamark þitt í gullnu letri, þín- ir eigin hestar fyrri hverjum vagni, og þínir keyrslumenn, sem eru bæði æfðir og aðgætnir. Húsnúmerið þitt er 24 Rue Murillo, og hér er listinn yfir réttina sem þú hefir til kvöldverðar í kvöld. Þú bauðst mér til þessa kvöldverðar fyrir tveimur mánuðum, sem eg nú þygg með þakklæti og stærstu ánægju, og vil jafnvel nota mér til að bjóða svo sem 10 eða 12 vinum mínum með mér. Eg skal leggja allt til, og gestina líka. Láttu þér ekki bregða við; þú þekkir þá alla, þeir eru allir sameiginlegir vinir okkar, og í kvöld getum við dæmt um hæfi- leika matreiðslumannsins þíns.” Fyrsti Parísarmaðurinn, sem veittist sá heið- ur og ánægja að sýna Mrs. Scott og Miss Perci- val lotningu, var fimtán ára gamall drengur, sem stóð við hliðið, í hvítum búningi, þegar vagn Mrs. Scott lagði á stað frá járnbrautar- stöðinni. Drengurinn blíndi hugfanginn á syst- urnar, eins og hann hefði séð eitthvert nýtt furðuverk, og hrópaði: “Mazette!” Þegar Madame Récamier, sá fyrst votta fyrir hrukkum í andlitinu á sér, og varð vör við fyrsta hvíta hárið á höfðinu á sér, sagði hún við vinkonu sína: “Æ, góða mín, það lýst engum framar á mig! Síðan eg varð þess vör, að litli sótarinn, var hættur að snúa við á strætinu til líta á mig, - skildi eg að það væri allt búið meö mig.” Það var allt öðru máli að gegna með þær, Mrs. Scott og Miss Percival, það var ekki allt búið með þær, þvert á móti, það var allt aðeins að byrja. Eftir fimm mínútur var vagn Mrs. Scott kominn upp á Boulevard Haussmann; tveir valdir gæðingar brokkuðu hægt, og með ná- kvæmlega jöfnum fótaburði, fyrir vagninum hennar. Orðrómurinn um fegurð og auð Mrs. Scott og Miss Percival, flaug út um borgina með vind- blænum. Fríðleiks konur í París auglýstu sig ekki eins og í London; þær láta ekki setja myndir af sér í myndablöðin, eða leyfa að hafa myndir af sér til sölu á hverju strætishorni. En í París eru altaf valdar nokkrar konur, sem eru sem sýnismynd, yndisleiks og fegurðar Parísar kvenna. Eftir tíu ár, sem slíkar, verða þær að draga sig í hlé, fyrir öðrum yngri, eins og gamlir herforingjar. Susie og Bettina urðu strax sjálfkjörnar í hóp þessa fríðleiks kvenna. Þær urðu að gefa fólkinu tækifæri að sjá sig, og vinna aðdáun þess, sem jókst með hverjum degi. Þær urðu að skifta tímanum, eins og í leiksýningu, í sett atriði: • 1. Útreiðar á morgnana í Bois, með tveimur æfðum amerískum reiðmönnum. 2. Skemtiganga, klukkan sex að kvöldinu í Állée des Acacias. 3. I sönghöllinni klukkan tíu að kvöldinu, í stúku Mrs. Norton. Þeim var brátt veitt eftirtekt, og dáðar eins og þær áttu skilið, af þrjátíu eða fjörutíu mönn- um, sem settu sig upp sem dularfulla fegurðar- dómara, og úrskurður þeirra var tekinn sem fullnaðardómur í öllu samkvæmislífinu í París. Þessir fegurðardómarar hafa hvað eftir annað úrskurðað, sumar konur fríðar, sem blátt áfram voru ljótar, ef þær voru af háum stigum og ríkar. Fríðleiki systranna, var ómótmælanlegur. Á morgnana var það yndisleiki þeirra, skraut og sérkenni, sem vakti almenna aðdáun; að kvöld- inu þegar þær fóru út fyrir skemtigöngu, vöktu þær sérstaka aðdáun; fólkið sagði að þær gengju svo fallega og léttilega, eins og gyðjur; í söng- höllinni var bara ein ofsakæti yfir því, hversu alfagrar og fullkomnar herðar þeirra væru. Samkvæmis salurinn í húsi Mrs. Scott, varð brátt að almennum samkomustað allra úr amer- íska hverfinu. Fyrsta miðvikudaginn sem hún var þar, hafði hún þrjú hundruð gesti; og margir bættust við síðar; það var flest ameríku fólk, en auk þess voru: Spánverjar, Italir, Ungverj- ar, Rússar og jafnvel Persar. Þegar Mrs. Scott hafði sagt Abbé Constantin sögu sína, hafði hún ekki sagt allt — maður segir aldrei allt. Sannleikurinn var sá, að hún var hneigð til daðurs. Mr. Scott hafði hið full- komnasta traust á henni, og lét hana alveg sjálfráða. Hann lét lítið bera á sér, hann var mjög heiðarlegur og siðfágaður maður, hann var dálítið hissa á sér, að hafa gifst slíkri konu, að hafa gifst slíkum óhemju auðæfum. Hann var hneigður til starfsemi, honum var því stór ánægja í að gefa sig allan við, stjórn og með- höndlun þessara miklu auðæfa, sem voru að öllu leyti undir hans umsjón, og sem stöðugt jukust; og geta sagt á hverju ári við konu sína og mágkonu: “Þið eruð ríkari en þið voruð í fyrra.” Honum var ekki nóg, að gæta og vaka yfir með mestu aðgætni og dugnaði, hagsmunum sín- um í Ameríku, heldur gaf hann sig og við stór- feldri kaupsýslu á Frakklandi, og var engu síður heppinn í París en hann hafði verið í Ameríku. Fyrsta skilyrðið til að græða peninga, er að þurfa þeirra ekki með. Þeir voru margir, sem tjáðu Mrs. Scott að- dáun sína, á frönsku, ítölsku, ensku og spönsku; því hún kunni öll þessi fjögur tungumál, þar í liggur hægðarauki sem þessir útlendingar hafa fram yfir Parísar búa, sem vanalega kunna ekki nema sitt móðurmál. Auðvitað hrakti Mrs. Scott ekki þessa aðdá- endur sína frá sér. Hún hafði tíu, tuttugu, þrjátíu slíka aðdáendur í senn, en enginn þeirra gat stært sig af því að vera tekinn öðrum frem- ur; hún sýndi þeim öllum sama ástúðlega, glað- væra wiðmótið, en hélt þeim öllum í hæfilegri fjarlægð frá sér. Það var sjáanlegt að hún hafði gaman af þessu, en hún tók það ekki al- varlega. Mr. Scott, hafði aldrei neina áhyggju út af því, og hann þurfti þess heldur ekki, hon- um þótti vænt um að sjá alla þá aðdáun sem hún naut, hann elskaði hana innilega, — ef til vill meir en hún elskaði hann. Hún unni honum mikið á sína vísu. I kringum Bettinu var heill hópur af ungum mönnum, sem smjöðruðu fyrir henni á allan hátt. Slíkur auður! Þvílík fegurð! Miss Perci- val kom til Parísar 15. apríl, og það var ekki liðin hálfur mánuður áður en að biðlarnir fóru að sækja að henni. Fyrsta árið sem hún var í París, hefði hún getað, ef hún hefði viljað, gift sig þrjátíu sinnum, og hvílíkt úrval af biðlum! Ungir útlendir prinsar, sem voru í útlegð, en bjuggust við að ná ríki forfeðranna og verða konungar. Ungir franskir greifar, sem stóðu til að verða í miklum metum á Frakklandi. Ungur franskur prins, sem treysti því að konungs- valdið yrði endurreist á Frakklandi, og hann stæði þá næstur að erfa tignina. Einn af áhrifa- mestu lýðræðisleiðtogum frakka, sem hafði unn- ið sér stórt nafn, sem þingskörungur og mælsku- maður. Spánskur aðalsmaður, sem tilheyrði konungs- fjölskyldunni, og sém stóð til að erfa stóreignir á Spáni. Enskir og Austurrískir aðalsmenn báðu hennar, sónur bankaeiganda í París, og sonur Rússneska sendiherrans, báðu hennar, ítalskir prinsar, og ýmsir ungir menn aðrir, sem voru ekkert og áttu ekkert, hvorki tignarnafn, né annað. En engin þeirra hafði snortið hjarta hennar hið minsta, og svarið var það sama til þeirra allra — “Nei! nei! og aftur nei! ávalt nei!” Eftir eina dansskemtunina í húsi Mrs. Scott áttu systurnar langt samtal, um þetta eilífa giftinga spursmál. Mrs. Scott hafði minst á vissan mann, sem Miss Percival hafði hvað ákveðnast neitað, Susie sagði, hiæjandi við systur sína: “En Bettina, .þú getur ekki haldið þessu áfram, þú verður að giftast.” “Já auðvitað, en eg get ekki hugsað til að giftast, neinum, nema sem eg elska. Eg held, áður en eg geri það, að eg verði komin hættu- lega nærri því að verða piparmey, en eg er ekkert nærri því ennþá.” “Nei, ekki ennþá.” “Við skulum bíða við. En á meðal allra þess- ara ástsjúku manna, sem hafa sótt að þér eins og flugur, síðast lðiið ár. Það eru margir þeirra mjög efnilegir menn, mjög ástúðlegir, og það er undarlegt ef enginn þeirra —” “Enginn, Susie mín, enginn, algjörlega eng- inn. Því ætti eg ekki að segja þér hreinskilnis- lega eins og er. Er það þeim að kenna? Hafa þeir verið klaufalegir, í framkomu? Mundi þeim hafa verið nokkur greiðari vegur að hjarta mínu, þó þeir hefðu reynt einhverjar aðrar leið- ir? Eða er það mér að kenna? Það er kannske vegna þess, að leiðin að hjarta mínu er, brött og ógreiðfær, sem engin vill nokkurntíma leggja á sig að komast? Er eg svo hræðilega þyrkings- leg og köld, að eg þurfi að eyða æfinni, án þess að njóta þess, að elska, og vera elskuð? Eg vona ekki.” “Eg vona það líka, en hingað til er það til- fellið.” “Nei, eg hef aldrei orðið snortin af neinu, sem heitir ást. Þú ert að hlæja, og eg get gizkað á af hverju þú ert að hlæja, þú ert að hugsa sem svo: Ung stúlka eins og eg ímyndar sér að hún viti hvað er að elska. Það er satt; eg veit það ekki, en eg hefi býsna góða hugmynd um það. Að elska — er það ekki að taka einn mann í heiminum fram yfir alla aðra?” * “Já, það er einmitt það.” “Er það ekki að verða aldrei þreitt á að sjá eða heyra þann mann? Er það ekki sama sem að hætta að lifa, þegar hann er í burtu, en undir eins að endurlifna, þegar hann kemur?” “O, þetta er hugsjónaleg ást.” “Jæja, það er sú ást sem mig dreymir um, hugsa mér — og það er sú ást sem eg hefi aldrei orðið vör við fyr — aldrei fyr en nú; og maður- inn sem eg mundi kjósa mér fram yfir alla aðra cr til.” “Veistu hver það er?” “Nei, eg veit það ekki, en eg hefi óljósa hug- mynd um það.” “Já, elsku systir mín, og það er ei til vill, þú, sem gerir mig svo tilfinningarlausa og fráhrind- andi í þeim málum. Eg elska þig of mikið; það er ekki rúm fyrir ást til annara í hjarta mínu. Tek engan fram yfir þig. Elska engan meir en þig. Það er ómögulegt.” “Ó jú, það kemur.” “Nei, nei. Elska ef til vill á annan hátt, en meir — hreint ekki. Hann þarf ekki að vona það maðurinn, sem eg hefi í huga, og sem ekki kemur.” “Vertu ekki hrædd, Bettina mín, það er nóg rúm í hjarta þínu, fyrir alla, sem þú vilt elska — fyrir manninn þinn, fyrir börnin þín, og það án þess að eldri systir þín missi neitt af ást þinni. Hjartað er lítið, en það er líka stórt.” Bettina hljóp upp í fangið á systur sinni og faðmaði hana að sér, svo hallaði hún höfðinu upp að brjósti hennar, og sagði: “Ef þú ert orðin þreytt á að hafa mig með þér, ef þú valt flýta fyrir því að losna við mig, veistu þá hvað eg ætla að gera? Eg skrifa nöfn tveggja biðlanna minna á miða, og læt þá í kassa, og dreg svo annan miðann blind- andi. Það eru tveir af þeim, eins og síðasta úr- ræði, sem gætu komið til greina.” “Hverjir eru það?” “Gettu.” “Prinse Romanelli.” “Annar, en hinn?” “Monsieur de Montesson?” “Já, það eru þeir! Það eru einmitt þeir. Þessir menn, hvor um sig, gætu komið til greina, en svo er það ekki meira, það er ekki nóg.” Það var vegna þessa, sem Bettina beið með óþolinmæði þess dags, er þær gætu farið frá París, og sest að í Longueval. Hún var orðin þreytt á þessum uppihaldslausu skemtunum, þessari endalausu aðdáun, og öllum þessum biðlafjölda. Þegar hún kom til Parísar, lenti hún strax inn í hringiðu skemtanalífsins, en hún gat ekki losað sig aftur út úr því svo auð- veldlega, hún hafði enga frístund, ekki einu sinni svo mikið sem einn klukkutíma. Hún fann til þarfarinnar til að hvíla sig, og njóta ofur- lítils rnæðis, til að hugsa um og ráða fram úr áhugamálum sínum í kyrð og rólegheitum — í stuttu máli, að koma til sjálfrar sín aftur. Bettina var glöð, og lék við hvern sinn fing- ur af kæti 14. júní, þegar þær lögðu á stað með járnbrautarlestinni til Longueval. Þegar þær voru orðnar einar sér í járnbrautarvagnin- um, sagði Bettina: “Oh! hvað eg er sæl! Við skulum anda að okkur fersku lofti í kyrð og rólegheitum sveita- sælunnar, í nokkra daga. Nortons og Turners koma ekki út hingað fyr en þann 25.. Eða býstu við þeim fyr?” “Nei, ekki fyr en 25.”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.