Lögberg - 30.03.1944, Blaðsíða 3

Lögberg - 30.03.1944, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 30. MARZ, 1944. 3 hafa komizt niður annarsstaðar um hávetur í harðfenni en þarna. Hvíldu þeir sig nú þarna um stund. Sótti þá svefn á þá Björn og Magnús. Sagði Júlíus svo frá, að Björn mundi hafa dáið úr svefni og lítið bært á sér, en Magnús kastast til er hann var að helfrjósa. Það mun hafa bjarg- að Júlíusi, að hann sofnaði ekki, en gekk um gólf og barði sér meðan hinir lágu. Þegar svo var komið, að tveir voru látnir, gat Júlíús ekki lengur haldizt þarna við hjá þeim helfrosnum og held- ur nú í áttina sem Magnús hafði bent til. Gekk svo unz fyrir hon- um varð dalbrún andspænis, klettótt mjög. Fer hann nú að leita sér ofankomu á vestri brún dalsins^ og gekk það ærið seint, því hann kvaðst hafa orðið að fara eins á höndum sem fótum ofan dalshlíðina, sem aðeins var fær þarna fyrir klettum og harð- fenni fyrir framan svonefnda “Þverá”, sem fellur ofan í Djúpa- dal af hálendinu, en þar er dal- brúnin klettalítil, en hvergi apn- ars staðar. Hélt Júlíus nú heim dalinn þó stirður og frosinn væri og var þá veðrið orðið beint á hnakkann, en þangað til hafði það verið á vinstri hlið ofan á dalbrún frá því hann skildi við þá félaga sína helfrosna á vetrarhjarninu. I þenna tíð bjó í Djúpadal Þórður hreppstjóri Þorsteinsson, prests í Gufudal og er sú ætt al- kunn. Þenna dag undir kvöld sást til manns á rölti fram í dalnum. Þótti grunsamlegt að sjá þarna mann á ferli nú í skafhríð að stór- hríð afstaðinni, og þótti sem manninum munaði lítt eða ekki neitt heim á leið. Var farið að forvitnast um hann og hann leiddur hægum fetum heim til bæjar. Kom þá skjótt í ljós, að báðir fætur voru freðnir allt að knjám. Hendur og andlit var líka kalið til stór- skemmda. Var honum hjúkrað sem bezt að hægt var og að ráði læknis, Ólafs Sigvaldasonar í Bæ, þítt kalið með klakavatni. Júlíus skýrði frá afdrifum þeirra félaga og greindi afstöðu og stefnu frá því hann skildi við þá, unz hann náði dalbrúninni. Þegar upp stytti var safnað mönnum um alla byggðina, og hafin leit að þeim félögum, og fundust þeir langt vestur í Rei- bólsfjöllum, Björn strax, en Magnús um vorið, skammt frá, þegar snjóa leysti. Júlíus lifði nær hálfan mán- uð í Djúpadal við verstu líðan, einkum upp á síðkastið, og dó af sárum sínum, eða afleiðing- um þeirra. Voru þeir félagar allir harm- dauði fólksins þarna í byggðar- laginu, því þeir Júlíus og Björn voru einhverjir mestu efnis- menn í Þorskafirði og Magnús mesti vöndunar- og þrekmaður, en nokkuð við aldur, og varð öllum í héraðinu minnisstæður þessi atburður, og villa þéirra hin mikla, svo mjög af leið sem þetta var. Hefir breytt vindstaða sennilega átt sinn þátt í því. Er mjög vafasamt að þeir félagar hefðu nokkurntíma fundizt, ef Júlíus hefði ekki komist lífs af. Jólablað Vísis. 11-C.M.C. I0O u. Tvœr bækur eftir i. . Refskák auðvalcLsins Ekki man eg eftir, að eg hafi heýrt þessarar bókar getið, hvorki í blöðum okkar hér, eða þeim fréttum sem hingað berast þó enn á skötspónum, heiman að. Bókin fjallar um tildrög yfir- standandi stríðs, eða það, sem gerðist að tjaldabaki í heimspóli- tíkinni, síðustu árin fyrir stríð- ið. Þó nú sé liðin meir en þrjú ár síðan bókin var skrifuð finnst mér hún muni enn eiga erindi til manna, sérstaklega þeirra, sem ekki hafa átt kost á að lesa, um þessi mál, annað en hin almennu blaðaskrif. Eins og allir vita, sem nokkuð þekkja til Þor- bergs, er hann socialisti í húð og hár, og bókin er skrifuð af þeim eldlega áhuga og mælsku, sem einkennir höfundinn þegar hanrf skrifar um þau mál, sem honum liggja á hjarta. Eg býs\ við að sumum muni þykja hann draga um of taum Rússa en halla heldur á Frakka og Breta. En þá er þess að gæta að rás viðburðanna hefur nú varpað nýju ljósi á þessi mál, og sannað það að höf. hafði meiri þekkingu og gleggri skiln- ing en þeir, sem hann átti í höggi við. Annars er það eitt af höfuð kraftaverkum stórblaða mennskunnar hve vel henni hef- ur tekist að koma í veg fyrir það, að fólk gæti hugsað um þessi mál af skynsemi eða heilbrigðu viti. Bændur hinna kapitalistisku landa halda enn að frelsi sitt sé undir því komið að þeir fái að bölsótast, og slíta kröftum sín- um fyrir aldur fram, inni á ein- hverjum landbletti, sem þeir fá að kalla sína eign. En reynslan hefur sýnt að landblettirnir eru á hraðri ferð úr höndum bænd- anna, inn til braskara og okur- félaga, þrátt fyrir alt stritið, og hinn dýrmæta eignarrétt. En börn bændanna streyma inn til bæjanna, og slást í hóp ve^rka- manna, sem halda að þeir geti tryggt frelsi sitt, með því að eignast lögtryggðann rétt til að prútta við iðjuhölda, um verð vinnunnar. Þrátt fyrir það að reynslan er sú að þeir verða að veðsetja afkomendur sína í þús- undliðu til tryggingar síþækk- andi ríkisskuldum, og fá svo oft ekki nema hálfa kviðfylli að launum. Rússar hafa reynt að ráða fram úr þessum vandamálum á þann hátt, að taka fyrir kverkarnar á landsölu braskinu og sjá bænd- unum fyrir innanlands markaði fyrir varning sinn; en fela verka- fólkinu stjórn iðnaðarins,.og síð- ast en ekki síst með því að setja á stofn ríkisfésýslu óháða út- lendu bankavaldi. Þó það megi nú kalla fullsann- að að hin svonefnda friðkaupa- stefna (appeasement policy) þeirra, sem fóru með málin fyrir hönd Frakka og Englendinga fyr- ir stríðið væri ekkert annað en dulklæddur fasismi, með heims- yfirráð á bak við eyrað, þá er ekki rétt að eigna þessum þjóð- um í heild slíkt hugarfar. Það mætti t. d. benda á það að hæg- fara sócialismi hefur ef til vill hvergi slegið dýpri rótum en í ensku þjóðlífi. Og sú dreifing ríkisvaldsins, sem hefur orðið innan hins brezka veldis, er engu síður merkileg þó hún hafi feng- ist með frjálsum samningum en ekki stríði. Ekki er mikið vandað til um frágang þessarar bókar, hvað pappír og prentun snertir. Og málið er ekki eins gott eins og á sumu öðru, sem eg hef lesið eftir Þorberg, en hún er skemtilega aflestrar og fróðleg um þá hlið þessara mála, sem lítt hefur verið á lofti haldið. Þorbergur Þórðar- son á þökk skilið fyrir þetta rit, og þeir, sem hafa gaman af að kynnast þessum málum geta tæp lega fengið gleggra yfirlit í jafn stuttu máli. Þorberg Þórðarson ii. Edda Þorbergs Þórðarsonar. Höfundurinn ritar all-langann formála fyrir bókinni, og er þetta upphafið: “Koll-leki Snorra Sturlusonar færði í letur kennslu bók handa skáldum órum.” Og síðar í formálanum: “Bók sú, er hér liggur í handriti — lið- ugum sjö öldum síðar, er einnig kennslubók, rituð handa skáld- um órum.” Og ennfremur: “Þessi bók kennir skáldum óruc, hvern- ig tengja má við staði, hús og herbergi merkilegar hugsanir, einnig það, hvernig gera má til- raun til að örva skynjun lesand- ans á slíka bletti með því að græða þá við hina lífrænu at- burði í heimi andans. Þannig lærist að skynja dýpt lífsins, að heyra nið aldanna á hverjum þeim stað, 1 hverjum þeim krók og kima, þar sem vitað er, að mannlegur heili hefur hugsað merkilegar hugsanir, ort ljóð, sagt sögu, málað mynd, samið lag eða lyft huganum til háleit- ari viðfangsefna. Slík skynjun eftir auðlegð lífsins, fegrar lyrik daganna. eykur fjarvíddir hins sýnilega. Þetta ber þó ekki að misskilja á þann veg, að eg telji kvæði mín heyra yfirleitt til þeirra hugsana, sem merkilegar geti heitið.” Þessari síðustu staðhæfingu trúi eg ekki. Mér hefir fundist drýldni og mikillæti höfundar- ins, yfir þessari ljóða framleiðslu sinni, stara framan í mig alla leið frá nafni bókarinnar til graf- skriftarinnar á síðustu blaðsíðu. Þarf ekki annað en benda á upp- hafsorð formálans, þar sem hann tekur sér óboðið sæti við hlið Snorra Sturlusonar. Og lýsir því yfir að hann kalli “bók þessa Eddu”. Hér er oflátungsháttur og smekkleysi í dásamlegu jafnvægi. Eg býst við að dýrkendum Þor- bergs sjái þarna eina dásamlega opinberun, markvissrar fyndni sannleiksástar og hugrekkis, þar sem hann nú slaungvar þessu “upp í jórtrandi ginið á borgara- legri hræsni”. Þeir um það, en mér þykir ilt til þess að vita jafn ágætt ljóðskáld og Jóhannes úr Kötlum er, skuli eiga þátt í þess- ari höfuð smekkleysu. Eg hef lengi haft mætur á Þor- bergi Þórðarsyni fyrir margar bráðskemtilegar ritgerðir, sem eg hef lesið eftir hann, og eins fyrir hve vel hann hefur staðið fyrir máli jafnaðarmennskunnar, því eg trúi því að hugsjónir jafnaðar- manna muni bjarga heiminum úr því aungþveiti, sem hann er k*ominn í, ef honum verður bjarg- að. En ljóðagerð hef eg ekki þekt fyr en nú að mér barst þessi bók í hendur. Eg sá að vísu “Hvíta Hrafna” fyrir löngu síð-. an, en var ekki mikið hrifinn af ljóðunum. Þó eg sé ekki öllu samþykkur, sem Dr. Stefán Einarsson segir í bók sinni um Þorberg, þá finnst mér hann hafi hitt naglann á höfuðið, með því að láta skáldið reka lestina í hinum þríeina titli (fræðimað- ur, spámaður, skáld) er hann sæmir Þorberg á fimtugsafmæli hans. Þetta ber þó ekki að skilja svo, að eg álíti að Þorbergur hafi enga hæfileika 1 þá átt. Þó allmikið sé af leirburði í bókinni, er þó fleira, sem bendir til þess að höfundurinn mundi hafa getað orðið gott skáld ef hann hefði lagt rækt við hæfileika sína til ljóðagerðar. Hann er afburða vel hagmæltur, þó ekki yrki hann mikið undir dýrum bragháttum, hefur skáldlegt málfar og ríkt ímyndunarafl og er tilfinninga- maður þrátt fyrir allan sinn galsa og glannaskap. En það virðist hlaupa einhverskonar öfugsnúð- ur á skapferli hans og tilfinn- ingar ef hann minnist á ljóð- rænan kveðskap. Hann kveðst ekki geta lesið eða hugsað til slíks kveðskapar, jafnvel hinna bestu skálda í þeirri grein, svo sem Huldu og Guðm. Guðmunds- sonar, án þess að fyllast viðbjóði klígju og alskonar óværu, sem svo svo snýst upp í “króniskan nábít”. Þó er ljóðrænan svo rík í honum sjálfum að hún brýst út hvort sem hann vill eða ekki. Hér eru nokkur dæmi: Eg sat í kvöld við sæinn, er síðasti geislinn dó, og hlustaði, er haíaldan hörpuna sló. Eg sat í kvöld við sæinn, og svipir birtust mér, Bleikir undir bárum þeir byltu sér. Held eg að Hóseas heitinn hafi með vegagerð sinni reist sér þann minnisvarða, sem lengi mun end- ast. Hverri kynslóð ber skylda til þess, að minnast með þakklæti hvers verks, sem vel er unnið af þeim sem farnir eru. Það er viturlegt að hagnýta sér trúlega uppfræðslu af við- burðum ævinnar, og fara vel með minningu þeirra manna, sem maður hefir umgengist; þannig veitast manni þau hyggindi, sem í hag koma. Þetta er bók reynslunnar, sem skráð er atburðum ævinnar, og sem geymir myndir þeirra, sem menn hafa átt samleið með. “Það verður á bók þessa svo var- lega að skrifa, sem veikur er fæddur og skamt á að lifa.” S. S. C. Borgið Lögberg! Þegar látið liggur lík þitt í moldu döggva skal eg tárum hin deyjandi strá. Sjást munum við sælli svanni, á efsta degi .hinumegin við höfin blá. í nesjunum grænar grundir gróa við lygnan straum, og ljósálfar bjartir leiðast um landið í sólardraum. Þar svanasaungvar óma sætt um dal og ver. Þú heillast í dýrðardraumi og dagarnir gleymast þér. Og sorgar hélan svala er sífelt amar mér, kælir ei yl þeirrar æsku sem elskar og dreymir hér. Síðustu 3 vísurnar eru upphaf á kvæði, sem heitir: “Nesin og Siglufjörður.” Frh. Minningarorð Hlýleg eru þau orð og mak- leg, sem séra Egill Fáfms ritar um Hóseas heitinn Jósephson, en vegna þess að séra Egill mun ekki hafa kynst honum fyrr en um seinni hluta ævi hans, lang- ar mig sem gagnkunnugum til að minnast á eitt atriði; bið alla hlutaðeigendur að taka það ekki sem móðgunar atriði af minni hálfu, því það er ekki til- gangurinn. Hóseas heitinn má heita braut- ryðjandi; vann hann mikið að vegagerð í suðvestur hluta Argylebygðar, ef til vill víðar; var eg með honum löngum. Lagði hann svo mikla ástund- un á að leysa verkið vel af hendi, að hann lét það sitja fyr- ir eigin hag; mun það fremur fátítt. Oft var erfitt að leggja beina braut eftir vegastæðum, þar sem voru skógar og foræði, á einum stað ruddi hann breiða braut gegn um þykkan skóg. Á öðrum stað mældi hann veg svo nálægt heimili bónda nokkurs, að bóndi þóttist búa við skerðan hlut; alt reyndist þetta þó rétt. Hann gerði tröð yfir foræði vestah við Baldurbæ, er var ófært með öllu; er það hið mesta mann- virki, um tvær til þrjár mann- hæðir. Á þeim árum þótti það hyggi- legra að leggja vegi í bugðum kringum hæðir, heldur en að leggja þær beinlínis yfir bratt- ann. Um þetta voru deildar skoð- anir. Hóseas vildi engar króka- leiðir. Nú er svo komið, að menn sjá ekki eftir bifreiðum sínum að klifa upp hallann, vilja það miklu heldur en að vera að þræða eftir krókastigum; veldur það enda slysum ósjaldan. Menn vilja reisa sér minnis- varða á ýmsan hátt; háreistar hallir hrynja til grunna með ár- unum; bautasteinar mást fyrir tímans tönn, sannast líka: > Legsteina las eg einatt á, las eg að lægju menn þar góðir, lesi það allar heimsins þjóðir, enginn maður þekkir þá.” En velgerðir vegir haldast við um aldur og ævi; þeir mega heita lífþræðir bygðra bóla, og verðuf því að halda þeim við. Business and Prc ifessional Cards Drummondvifie CottonCo. LTD. 55 Arthur St., Winnipeg Phone 21020 Manufacturers of BLUENOSE Fish Nets and Sein Twines H. L. HANNESSON, Branch Mgr. MANITOBA FISHERIES WINNIPEG, MAN. T. Bercovitch, framkv.stj. Verzla í heildsölu með nýjan og frosinn fisk. 303 OWENA ST. Skrifstofusími 25 355 Heimasími 55 463 (ltlei/ecs StuLctios £%d. (arftti Phofoycwihic OiffanifaiwnVi Canada •224 Notre Dame- Blóm slundvíslega afgreidd THE ROSERY ltd. StofnaO 1905 427 Portage Ave. Winnipeg. fHONE gMP m 96 647 * G. F, Jonasson, Pres. & Man. Dir. S. M. Backman, Sec. Keystone Fisheries Limited 404 Scott Block Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH CANADIAN FISH PRODUCERS. LTD. J. H. Page, Manapinp Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish. 311 Chambers St. Office Phone 86 651. Res Phone 73 917. • H. A. BERGMAN, K.C. Islenzkur lögfrœðingur 0 Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 1658 Phones 95 052 og 39 043 Office Phone Res. Phone 88 033 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 166 MEDICAL ARTS BLDG. Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appointment EYOLFSON’S DRUG PARK RIVER, N.D. tslenzkur lyfsali Fðlk getur pantaC metSul og annað með pósti. Fljðt afgreiösla. ANDREWS. ANDREWS THORVALDSON AND EGGERTSON LögfrœOingar 209 Bank of Nova Scotia Bldg. Portage og Garry St. Simi 98 291 J. J. SWANSON & CO. limitED 308 AVENUE BLDG., AVPa. • Fasteignasalar. Leigja hús. TJt- vega penlngalán og eldsábyrgC. bifreiðaábyrgð, o. s. frv. Phone 26 821 DR. A. V. JOHNSON Dentist 0 506 SOMERSET BLÐG. Telephone 88 124 Home Telephone 202 398 DR. B. J. BRANDSON 308 Medical Arts Bldg Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office tlmar 3-4.30 • Heimili: 214 WAVERLET ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba DRS. H. R. and H. W. TWEED Tannlœknar 0 406 TORONTO OEN. TRCSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 546 WINNIPEO Legsieinar sem skara framúr Úrvals blágrýti og Manitoba marmari SkrifiO eftir verOskri GILLIS QUARRIES. LTD. 1400 SPRUCE ST. Winnlpeg, Man. A. S. BARDAL 848 SHERBROOK ST. Selur llkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá bezU. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talsími 86 607 Heimills talstmi 601 562 DR. A. BLONDAL Physician & Surgeort 602 MEDICAL ARTS BLDO. ' Slmi 22 296 Heimili: 108 Chataway Sími 61 023 DR. ROBERT BLACK Sérfræðingur I eyrna, augna, nef og hálssjúkdðmum H 416 Medical Arts Bldg. Cor. Graham & Kennedy Viðtalstlmi — 11 til 1 og 2 tll 5 Skrifstofusimi 22 251 Heimilissími 401 991 Frá vini ♦ Dr. S. J. Johannesson 215 RUBT STREET (Beint suður af Banning) Talslmi 30 877 • Viðtalstimi 3—6 e. h. GUNDRY & PYMORE LTD. British Quality — Fish Netting 60 VICTORIA STREET Phone 98 211 Wlnnipeg Manager, T. R. THORVALDSON Your patronage will be appreeiated <$S <£> V

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.