Lögberg


Lögberg - 17.08.1944, Qupperneq 4

Lögberg - 17.08.1944, Qupperneq 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 17. ÁGÚST, 1944 i ^ Xögfatrg -j Gefið út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS, LIMITED ) 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáskriít ritstjórans: 1 EDITOR LÍKJBERG, 695 Sargent Ave., Winnipeg Man. Editor: EINAR P. JÓNSSON ! Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram The "Lögberg" is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba PHONE 86 327 Glæsileg og tilkomumikil hátíð íslendingadagurinn, sem haldinn var á Gimii þann 7. yfirstandandi mánaðar, bar því fagurt vitni, hve þjóðræknissamtök vor mega sín enn mikils meðal fólks vors, og standa föstum fót- um í gróðurvænlegum jarðvegi; á fjórða þús- und manns fylktu liði um sameiginlegar menn- ingarerfðir í hinum vingjarnlega og fagur- skreytta garði Gimli-bæjar þenna áminsta dag og nutu í einingu hinnar prýðilegu skemtiskrár, sem einn maður, sem ein sál; yfir hátíðinni hvíldi hið yndislegasta samræmi; einmuna veðurblíða ríkti frá morgni til kvölds; og verður því ekki annað sagt, en guð veðurfarsins væri næsta hliðhollur þeim glæsilegu mannfylking- um, er hátíðina sóttu; að kynningargiidi Isiend- inga hefði eigi rýrnað frá því í fyrra, mátti ljóslega marka af þéttum handtökum og kveðj- unni vinmildu: “Þökk fyrir síðast,” Á tiltekn- um tíma, setti forseti nefndarinnar, Hannes Pétursson samkomuna með ávarpi, sem birt var hér í blaðinu í fyrri viku; fórst honum samkomustjórn hið snyrtilegasta úr hendi. Heiðursgestir íslendingadagsins að þessu sinni, voru íslenzku fylkisþingmennirnir þrír, þeir Skúli Sigfússon, G. S. Thorvaldson og Paul Bardal; tveir hinir fyrnefndu fluttu prýðileg ávörp á hátíðinni, en Mr. Bardal fékk eigi komið því við, að sækja þenna virðulega mannfagnað; nokkrum öðrum mannfélagshöfðingjum hafði og boðið verið á hátíðina, er eigi gátu sótt hana vegna anna. Eins og að líkum ræður, beið fólk þess með eftirvæntingu að fá að hlusta á sendi- fulltrúa Vestur-íslendinga, Dr. Richard Beck, nýkominn heim úr sigurför sinni um ísland; það var heldur engin hætta á því að fólk þetta yrði fyrir vonbrigðum. Dr. Beck skilaði hinum fögru kveðjum að heiman eins og sá, sem vald héfir, og fundu þær skjótt viðkvæman hljómgrunn í hjörtum mannfjöldans; að Island væri enn sem fyr hið undrunarverða óskaland, varð eigi um vilst. Það var hressandi að heyra hve vel og fagur- lega Dr. Beck bar stofnþjóð vorri söguna; hve áræðin hún væri og þrungin af björtum sigur- vonum; hve framfarir hennar á öllum sviðum væru risavaxnar, og hve djarfmannleg og sam- stilt hin síðustu átök hennar hefði verið um fullnaðarlausn sjálfstæðismálsins; ræða Dr. Becks á Gimli, verður ekki birt í heild, en megininntak hennar, er að finna í viðtali hans við Benedikt Gröndal blaðamann, því, sem í Lögbergi birtist í vikunni, sem leið. Benedikt Gröndal, er ungur stúdent úr Reykjavík, sem stundar blaðamennskunám við Harvard há- skólann; hann var staddur á íslendingadeginum og flutti þar mergjað ávarp, er í sér fól kveðjur frá íslenzkum stúdentum, sem nú dvelja við nám við ýmissar æðstu menntastofnanir þessa mikla meginlands. Karl B. Thorkelsson, skólastjóri frá Morden, flutti ræðu fyrir minni Canada; var ræðan hin gagnmerkasta um margt, og hafði mikinn sögu- legan og stjórnarfarslegan fróðleik til brunns að bera. Hátíðarkór Sigurbjörns Sigurðssonar, sá er gat sér frægðarorð á lýðveldissamkomunni í Fyrstu lútersku kirkju þann 16. júní s. 1., skemti á Gimli með miklum og prýðilega sam- ræmdum söng blandaðra radda. 1 l^ginu “Þú bláfjalla geimur”, aðstoðaði frú Alma Gíslason kórinn með einsöng; rödd hennar er mjúk, og tær; tvær slaghörpur veittu kórnum ágætan stuðning í höndum þeirra fræknanna, Snjó- laugar og Agnesar Sigurðson. Söngflokkurinn setti virðulegan svip á hátíðina, er jók mjög á yndisleik hennar. Eitthvað heyrðum vér stungið saman nefjum um það, að söngurinn hefði eigi verið nægilega sterkur, og að betur myndi hafa farið á því, að flokkurinn hefði gert sér gott af gjallar- hornum, þó ótrúlegt sé, að margir taki hávaða, eða jafnvel öskur, fram yfir ótruflað heildfir- samræmi samstiltra hljóma; og víst er um það, að hinn ágæti söngstjóri kórsins er manna dóm- bærastur um það hvernig syngja skuli, og hvernig ekki eigi að syngja. Einna tilkomumestan svip setti þó vitanlega á þessa glæsilegu hátíð, Fjallkonan, táknræn ímynd Islands, er öndvegi skipaði með prúðar hirðmeyja sitt til hvorrar hliðar. Fjallkonan, frú Sofía Wathne, flutti faguryrt og skáldlegt ávarp, er hún sjálf hafði samið, sem nú hefir að tilstuðlan Benedikts Gröndals, blaðamanns verið talað á hljómplötu og verður sent til íslands til endurútvarps þar. Kvæðin, sem þeir Gísli Jónsson og Vigfús J. Guttormsson fluttu á Gimli, hafa þegar verið birt í íslenzku vikublöðunum, en ræða Karls B. Thorkelsonar verður birt við fyrstu hentug- leika, verði ekki unt að ætla henni rúm í Lög- bergi þessa viku. Rétt þykir, að þess sé getið, að eins og und- anfarin ár, lagði Fjallkonan blómsveig á minnis- varða íslenzkra frumherja á Gimli, að viðstöddu miklu fjölmenni, og var söngflokkurinn þar einnig til taks. Tvær stórhátíðir hafa haldnar verið í Nýja ís- landi á yfirstandandi sumri, báðar fjölsóttar, og frumbyggðum íslendinga við Winnipeg vatn til margháttaðrar sæmdar. Þörf og íhyglisverð uppáátunga Á móttökufagnaði þeim, sem framkvæmdar- nefnd Þjóðræknisfélagsins hélt í fyrri viku vegna heimkomu Dr. Becks, vakti ræðismaður íslands, Grettir L. Jóhannsson máls á því, hver nauðsyn bæri til að Þjóðræknisfélagið kæmi á fót upplýsingaskrifstofu, eða réði fastan skrifara, eins og viðgengst um önnur norræn félög í þess- ari álfu; virk athöfn í þessa átt, gæti vafalaust orðið til góðrar styrktar hinu andlega sambandi milli íslendinga austan hafs og vestan. Margir íslendingar heima láta sér ant um að fregna af ættingjum og vinum vestra, en eiga jafnaðarlegast óhægt um vik, og vita ekki í rauninni hvert á að snúa sér; stundum hafa vestur-íslenzku blöðin greitt eitthvað lítilshátt- ar fyrir í þessu efni, þó ritstjórar þeirra, oft og einatt ofhlaðnir störfum, hafa öðrum hnöppum að hneppa. Hér er um verkefni að ræða, sem Þjóðræknisfélagið ætti að beita sér fyrir; það er hvergi nærri fullnægjandi. að fé- lagið haldi eitt ársþing og stofni til nokkurra framkvæmdarnefndarfunda; virk starfsemi af hálfu þess allan ársins hring, verður að komast á ef vel á að vera, er beiti sér sýkt og heilagt fyrir um útbreiðslumálin og íslenzkukennsluna, því eigi megum vér við því í þjóðræknislegum skilningi, að sofna svefni hinna andvaralausu. Þjóðræknisfélagið þarfnast Þjóðræknislegs trúboða, er heimsótt fái hverja einustu og einu nýbyggð vora, stóra sem smáa, beggja megin landamæranna, er hvetji fólk vort til athafna og veiti því aðstoð við skipulagningu íslenzku- kennslunnar. Kveðja frá biskupi íslands til Islendinga-. dagsins að Gimli íslendingar í Vesturheimi! Kæru vinir! Fagrar og viðkvæmar hugsanir vakna mér í brjósti, er eg ávarpa yður. Dagarnir, sem eg dvaldi hjá yður eru meðal hinna fegurstu og beztu daga, sem eg hefi lifað. í Vesturheimi á eg sólfögur minningalönd. í Vesturheimi horfi eg í anda á fylkingu góðra og göfugra vina. Eg færi yður öllum mínar hjartanlegustu þakkir fyrir ástúð og sæmd, er þér sýnduð mér við komu mína til yðar á þessu ári. í handtaki yðar fann eg yl og ást til íslands, í orðum yðar, er þér rædduð um landið, heyrði eg hjörtu yðar slá. Þér hinir ágætu borgarar úti í stóra heimin- um, gleymduð Islandi ekki. Hvar, sem eg fór á meðal yðar, sannfærðist eg um það. En vér sem austan hafsins erum, munum yður einnig. Vér minnumst yðar í kærleika og með þakk- læti. Þér, glöddust á þeim degi, er vér endurheimt- um frelsi vors lands, 17. júní heyrðum vér sam- fögnuð yðar í orðum ágæts fulltrúa yðar. “Vér höldum allir hópinn þótt hafið skilji löndin”. Þá drengilegu kveðju létuð þér ristá á fagra og smekklega gjöf yðar til íslenzku þjóðarinnar. Sú kveðja berst aftur með austanblænum til yðar, hún endurómar frá hjörtum þúsundanna heima á Islandi. Vér þráum öll frelsi og frið. Mættu hinir ungu vinir yðar koma heilir heim af vígvöllun- um með sigurgleði í huga, sem sigurvegarar í þjónustu hinna fegurstu hugsjóna, frelsis, rétt- lætis, friðar og bræðralags. Mætti friðarsólin sem fyrst ljóma um Vestur- heim og veröld alla og Guðs friður búa í hjört- um mannanna. Hjartans kveðjur mínar til yðar allra. 7. ágúst — verður fyrst og fremst helgaður yður í huga mínum. Þar búa óskir um bjarta framtíð yður til handa og blessun Guðs. Sigurgeir Sigurðsson. Þú skalt ekki . . . Eftir Pálma. Þarna stóð þá samviska mín yfir mér dauðum. Hún var í hvítum klæðum og alvarleg á svipinn. Líkami minn var fölur og kinnafallinn í rúminu þar sem hún hafði skilið við hann. Hon- um leið vel. Hann var feginn að hafa losnað við allan þennan óróa og aðfinslur, sem hún hafði fyllt hann af, og ausið yfir hann við öll tækifæri. Friðurinn var góður því nú stóð honum á sama um alla hluti. En, þá fór sam- vizkan að brosa, og svo beygði hún sig yfir líkamann og kysti hann viðkvæmislega á ennið: “Þú varst í raun og veru góður félagi”, sagði hún. “það hryggir mig nú í raun og veru, að eg ónáðaði þig margsinnis um of, fyrir syndir sem þú hafðir aldrei ástæður til að drýgja!”---- Eg vaknaði við það, að gust- ur leið yfir andlit mitt frá glugg- anum sem hafði staðið opinn við höfðalagið á rúminu mínu, sem hafði sveiflað gluggatjöldunum til og frá, sem birtust mér nú, hálfsofandi, sem dansleikur draumkendrar vofu. En nú fór eg að hugsa um þennan draum, og í sambandi við hann, um konu eins vinar míns, hana Alice José. Hún hafði altaf verið mér mikið áhyggju- efni og því lengur sem eg þekti hana, því ljósara varð mér, að mótspyrna hafði enga þýðingu, því eg var farinn að fljóta fyrir straumi og vindum atvikanna eins og þau komu fyrir frá degi til dags, hvað hana snerti. Eftir skemtiferðina um Ohio- fljótið, hafði hún verið, svo að segja, daglegur gestur á við- skiftastofunni minni. Hún var vön ^að líta inn til mín þegar degi hallaði; hún hjálpaði mér stundum við vinnu mína, og lag- færði alt sem henni þótti í ólagi í herbergjum mínum. Hún gaf jafnvel skipanir til afgreiðslu- stúlkunnar, sem vann þar fyrir mig. Þetta virtist verða af- greiðslustúlkunni til mikillar skapraunar, og lét hún það í ljós við míg, með orðum og látbragði. “Þessar félagslífs stúlkur, sem hafa ekkert að gera, þreyta sig á því, að reka nefið inn í við- skiptahring annara kvenna, var hún vön að segja við mig, í laumi, um leið og hún reyndi til að breyta um allar lagfærslurn- ar sem Mrs. José hafði gert og láta alt líta út eins og það hefði áður verið. En þegar Mrs. José varð vör við þessar endurlagfærslur, breytti hún öllu aftur, með þegj- andi yfirlætissvip um leið og hún hvíslaði að mér: “Þessar þjónustustúlkur eru allar eins — svo hræðilega smekklausar.” Þessar daglegu heimsóknir af Mrs. José, á viðskiptastofuna mína, leiddu til þess, að eg svo að segja yfirgaf klúbbinn, en í þess stað, eyddi eg kvöldstund- um mínum í félagsskap með henni. Þrátt fyrir sjálfsávítanir mínar, um það, að vera svona handgenginn konu vinar míns, leyndist mér það ekki, að mér leið ekki vel, ef einhver dagur leið svo hjá, að Mrs. José liti ekki inn til mín. Alskonar hug- myndir um það, hvar hún væri og í hvaða félagsskap, þyrptust að huga mínum og leiddu til getgátu sem oftast var algerlega í lausu lofti bygð. Þetta ósjálf- ræði og óvissa, leiddi svo beint til þess, að eg ásetti mér, að láta til skarar skríða, svo að eg gæti skapað sjálfum mér áætlanir sem eitthvað væri á að byggja. En dagarnir liðu eins og draumur og urðu að vikum og vikur að mán- uðum. Svo var það einu sinni að hún kom til afgreiðslustofunnar minnar eftir lokunartíma. Eg hafði búist við því, að hún mundi líta inn til mín það kvöld, og þess vegna hafði eg ekki lokað stofunni en sat þar við lestur dagblaðanna. Eg hafði ekki þurft lengi að bíða, því bráðlega kom Mrs. José inn á stofuna og lit- aðist um. Eg sá fljótt, að fram- koma hennar lýsti ákafa og jafn- vel hræðslu. Þegar hún kom auga á mig þar sem eg sat á legu- bekknum, sagði hún hikandi: “Eg gat ekki að því gert, — eg varð að líta inn til þín í kvöld. Eg hafði ásett mér að gera það ekki — en hér er eg þrátt fyrir það.” Hún leit í kringum sig og spurði svo í lágum rómi: “Ertu einn — eg verð að tala við þig.” Svo snéri hún sér að dyrun- um og lokaði hurðinni með ör- yggislokunni og fullvissaði sig um það, að alt væri í lagi, og að hurðin væri í raun og veru tví- læst. Svo hallaði hún sér, alvar- lega, að hurðinni um leið og hún spurði. “Hvar er skammbyssan sem þú tókst af Joe á skemtibátnum? Hefur þú hana í fórum þínum?” Eg hafði lagt dagblöðin frá mér og staðið upp. Svo gekk eg til hennar og leiddi hana þegj- andi til sætis á legubekknum, þar sem eg hafði verið og svo settist eg niður hjá henni. Og nú byrjaði hún á því, að skýra mér frá öllum málavöxtum í sam bandi við komu hennar til mín þetta kvöld. Nokkrum dögum áður en við höfðum verið á skemtibáts- ferðinni um fljótið, höfðu blöð- in verið iull af fréttum um morð, sem framið hafði verið þar í borginni. Tvær kúlur höfðu ver- ið dregnar út úr hinum myrta manni. Við rannsókn kom í ljós, að þessar kúlur voru af sams- konar gerð og kúlur, sem höfðu fundist í líkama af öðrum manni sem hafði fundist dauður utan- vert við borgina, nokkrum mán- uðum áður. Lögreglan hafði því fullar sannanir fyrir því, að bæði þessi morð höfðu verið framin með þeirri sömu bvssu. Það voru því líkur til þess, að sá sem hefði þessa skammbyssu undir höndum, væri að einhverju leyti riðinn við þessi morð. Auð- vitað voru þeir Kohne’s félagar undir grunsemd. Eg hafði einmitt verið að lesa um það, að einn af félögum hans, hefð; verið tek- inn fastur, en að lögreglan hefði í raun og vera engar sannanir, sem ábyggilegar væru til þess að styðjast við. En þarna sat nú Mrs. José við hliðina á mér, og var að útleggja það fyrir mér, að ef að skamm- byssan sem eg tók af Joe, félaga Kohne’s á skemtisiglingunni um fljótið, væri í mínum höndum, að eg væri í hræðilegri hættu, því að sannanir sem studdust við líkur, gætu oft leitt til sakaáfellis jafnvel við saklausa menn. Hún benti á það, að allar líkur væru til þess, að Joe væri morðing- inn og að hann hefði notað þessa byssu við bæði morðin. “En hvernig getur þú látið þér detta til hugar, að byssan sé í mínum höndum. Þú veist, að þeg- ar eg var tekinn fastur, eftir skemtibátsferðina, að þetta morð vopn var ekki fundið á mér,” sagði eg. “Eg veit það”, sagði hún. “og eg veit það líka, að vinur þinn Dunn, hefir haft þessa byssu undir höndum. Hann hefir marg sinnis sýnt hana í klúbbnum, og margsinnis hefir hann sagt sög- una um það, þegar þú barðir Joe í hausinn með stólnum. Mað- urinn minn sagði mér í morgun, að Dunn hefði fyrir löngu síðan, látið þessa byssu af hendi við þig, og að þú hafir tekið hana heim með þér. Vinir þínir í klúbbn- um voru að tala um það, þegar það kom upp að Joe hefði verið tekinn fastur, að*þessi byssa gæti haft mikla þýðingu honum til áfellis, sérstaklega ef það kæmi í ljós, að kúlunum sem fundust í líkama hins myrta manns hefði verið skotið úr þessari byssu.” Eg fór að hlægja, eg gat séð það, að lögmaðurinn Harris, vinur minn, hefði að öllum lík- indum átt einhvern þátt í því, að útbreiða álit af þessu tagi í klúbbnum. Eg vissi að það var satt, að eg hefði tekið byssuna heim með mér eitt kvöld. Eg hafði farið á viðskiptastofuna mína með hana og eg hafði lagt hana á skrifborðið mitt og svo hafði eg lagt mig til svefns á legubekknum mínum og þar hafði eg svo sofið alla nóttina. Morguninn eftir, gat eg ekki fund ið byssuna á skrifborðinu og þar sem eg hafði drukkið talsvert mikið um kvöldið áður, var minni mitt ekki vel skýrt í sambandi við þetta efni. Eg hafði svo með sjálfum mér sætt mig við það, að eg hefði tapað byssunni á leið til herbergja minna. Það, að eg hafði sofið þarna á legubekkn- um alla nóttina var mér nægi- leg sönnun um það, að eg hefði verið um of drukkinn til þess að leggja af stað til svefnher- bergja minna sem voru á öðrum stað í borginni og að eg, þess vegna, hefði gert mér legubekk- inn að góðu. En nú fór eg að útskýra það fyrir Mrs. José, að í raun og veru væri engin líkindi til þess, að eg mundi verða fyrir óþægindum, jafnvel þó að þessi byssa fyndist í mínum fórum, því að eg hefði allgóðar sannanir um það, hvernig eg hefði tekið hana af Joe, en á hinn bóginn væri enginn efi á því, að eins og sakir stæðu, gæti þessi byssa orðið þeim Kohne’s félögum hættuleg sönnun um sakir þeirra, og því væri eg hryggur yfir því, að eg hafði týnt þessu ágæta sönnunargagni. En Mrs. José var mjög alvarleg og hugsandi. Hún tók dálítinn pennahníf sem var á skrifborðinu mínu, og fór að kasta honum upp og í hvert skifti sem hann kom niður við hæð hennar, þar sem hún sat á legubekknum, greip hún skaft hans mjög fimlega og kastaði honum svo aftur upp og greip hann svo aftur á sama hátt og áður. Eg dáðist mjög mikið að þessu, því hreyfing fingra henn- ar og úlnliða virtust vera mjög töfrandi. En svo hætti hún þess- um leik skyndilega og leit á mig áhyggjufull. “En ef að þú hefðir þessa byssu, eða ef að þú fyndir hana aftur þá mundir þú gefa lögregl- unni hana sem sönnunargagn, er það rétt?” “Auðvitað”, sagði eg blátt á- fram. “Eg mundi glaðlega að- stoða. lögregluna í því að hengja alla þessa Kohne’s félaga og sér- staklega hann sjálfan.” En nú fór hún aftur að leika sér að pennahnífnum, um leið og hún sagði eins og við sjálfa sig; hvað eftir annað: “Og hann sjálf- an, og hann sjálfan.” Alt látbragð hennar var mjög óútreiknanlegt. Sjálfur var eg í einkennilegu skapi. Eg hafði hugsað mér að tala við hana um sambúð okkar og þá framtíð sem gæti verið væntanleg fyrir okkur bæði. Eg hafði haft fulla ástæðu til þess að hugsa að það væri efst í huga hennar, en þarna var hún sjáan- lega við hugsanir, sem voru langt frá því efni. Ep hún hafði altaf verið eins dularfull og nóttin. “En ef að byssan kæmist nú í hendur lögreglunnar, þá mundir þú og Dunn verða að bera um það sem vitni, að þetta sé byssan sem þið tókuð af Joe á skipinu. Það gæti haft illar afleiðingar fyrir Kohne sjálfan”. Svo það var þá þetta sem vakti fyrir henni. Mr. Kohne sjálfur var í hættu ef byssan kæmist sem sönnunargagn í hendur lög- reglunnar. “En ef að þú hefðir þessa byssu í þínum höndum, — hvað mund- ir þú gera við hana?” spurði eg hikandi. “Eg mundi gefa Kohne byss- una.” “Hvað þá — gefa morðvopnið til morðingjans,” hrópaði eg. Hún hló og hélt áfram að leika sér að hnífnum.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.