Lögberg - 17.08.1944, Blaðsíða 6

Lögberg - 17.08.1944, Blaðsíða 6
6 %1‘WWM‘W'mmmwwmwwwwwMWA Dómar mannanna Eftir A. Sergeant I2H 'íliv'íiWémf áV'f Dora varð mest hissa á því, að frú Mendal, hafði miklu meiri áhuga fyrir því sem Hr. Harkort hafði sagt og gert, en peninga missin- um. “Og kom hann til þín, og borgaði fyrir þig?” spurði frú Mendal. “Já, var það ekki fallegt og göfugmannlegt af honum?” spurði Dora. “Jú, vissulega barnið mitt. Og hann lét af- greiðslumennina biðja þig forláts fyrir ókurt- eisina, sem þeir sýndu þér.” “Já, hann var reiður og hótaði þeim að fara til forstjórans, og láta reka þá strax úr búðinni. Þeir urðu býsna hræddir, hann leit svo fallega og fyrirmannlega út, að þeir sáu, að hann var maður sem mundi mega sín mikils.” “Hvort hann er svo fallegur, veit eg ekki,” sagði frú Mendal, “en hann er prúðmenni frá hvirfli til ylja.” “Ekki fallegur,” sagði Dora og lyfti höfðinu frá brjósti vinkonu sinnar. “Mér sýnist hann mjög fallegur. Eg hef aldrei séð mann, sem mér lýst betur á.” “Virkilega ekki? Jú, hann er mjög góðmann- legur á svipinn.” “Mér líður svo illa út af því að missa pen- ingana þína,” sagði Dora hnuggin. “Ef þú vilt vera svo góð við mig, og bíða þangað til í september, þá skaltu taka það af kaupinu mínp.” “Elsku barnið mitt, taktu þér þessa smámuni ekki svona nærri. Það gerir mér ekkert tii að missa fjögur sterlingspund, og þó það væri fjörutíu, fyrir það málefni, sem mér — sem mér — virðist að hafi unnist með því.” Dóra roðnaði, en lést ekki skilia hvað frú Mendal meinti með þessum orðum. Henni fanst að frú Mendal gæti verið stundum ómild í orð- um; en það var bara á yfirborðinu því hjarta hennar var fullt mildi og kærleika. Eftir fyrsta samtal þeirra, féll frú Mendal, ekki eitt einasta orð út úr Doru þessu máli við- víkjandi. Hún sagði ekki frá því að Hr. Har- kort hefði boðið henni peningana, til þess að bæta henni peninga tapið, þessa stórmensku geymdi hún með sjálfri sér. Nokkru síðar varð hún þess vör, að frú Men- dal hafði sagt jómfrú Sandon, alla söguna. “Nú — hvað heldurðu um það?” sagði gamla frúin að síðustu við jómfrú Sandon. “Hef eg ekki altaf sagt a hún mundi fá marga aðdáendur, og verða elskuleg kona?” “En kæra frú Mendal,” svaraði Theresa, stein- hissa. “Finst þér ekki að þetta sé nokkuð fljót- færnisleg ályktun hjá þér? Það er mjög ólík- legt að Hr. Harkort hugsi til að giftast barn- ungri stúlku, sem henni þó hann hafi, af mann- gæsku sinni hjálpað henni út úr vandræðum.” “Það er eg nú ekki alveg viss um,” sagði frú Mendal, og kinkaði kolli. “Hefir hann sagt nokkuð við þig, sem bendir í þá átt?” spurði Theresa. í lágum róm. Hún hafði verið búin, meir en einu sinni að neita bónorði Hr. Harkorts, en þó var langt frá. því að henni væri sama um að hann gæfi annari stúlku ást sína. Þetta var veiklun í hug hennar, sem hún gat ekki yfirstigið. “Nei, að því leyti sem eg veit, hefur hann ekki sagt neitt ákveðið í því máli, en sjáðu bara alla þá alúð og umhyggju sem hann sýndi henni. Hann bauð henni með sér fyrir te og kökur, hann vílaði ekki fyrir sér að neyða af- greiðslumennina að biðja hana fyrirgefningar. Mér virist þetta nægileg sönnun, góða mín, þú munt komast að raun um það, að eg þefi rétt fyrir mér.” “Kæra frú Mendal, minstu ekki á þetta við Doru — komdu ekki þeirri flugu í höfuð hennar, það væri ekki vel gert.” “Það er nokkuð sem eg þarf ekki að gera, það er þar, ef eg fer ekki mjög vilt,” svaraði frú Mendal. Það þarf ekki annað en sjá hvað fljótt hún roðnar, bara ef hann er nefndur á nafn.” Theresa var þessu óviðbúin og gat engu svarað. 13. KAFLl. Dora sat hjá bróður sínum upp í þakherbergi hans. Hún hafði fengið leyfi til að heimsækja hann, og þetta var í annað sinn, sem hún hafði heimsótt hann. Þau voru bæði í dálítilli geðs- hræringu. “Það er alveg ómögulegt, Dora,” sagði Rich- ard, ákveðið. “Eg vil ekki mæta Harkort aftur fyrir allt, sem heimurinn hefur að bjóða, og enn síður að hann viti hvar eg er, eða hvað eg geri.” “Eg skil ekki hvers vegna,” hvíslaði Dora. “Heldur þú að hann muni þegja yfir leyndar- LÖGBERG, FIMTUDAGINN 17. ÁGÚST, 1944 máli okkar? Hann mundi strax fara til vinnu- veitanda míns og segja honum hver eg væri, og sömlueiðis mundi hann segja frú Mendal, hver þú ert. Þú mátt vera viss um að staða okkar, og það sem við höfum komist áfram, væri okkur samstundis tapað, svo við mættum byrja á nýjan leik.” “Það er líklega,” svaraði Dora með hægð, en hún leit ekki út fyrir að vera sannfærð^um það sem I^ichard sagi. “Og svo allar þær skammir sem mundu dynja á okkur, fyrir að hafa komist inn hjá ærlegu fólki undir fölsku nafni.” Dora fölnaði í andliti, og varirnar skulfu. “Eg veit ekki hvað yrði sagt um þig,” hélt Richard áfram í bitrum róm, “fólk mundi kann- ske segja: Vesalings stúlkan! bróðir hennar kom henni til að ganga undir fölsku nafni, og svo yrði þér kannske fyrirfefið, en vinnuveit- andi minn mundi líta öðruvísi á það.” “Meinar þú að hann mundi láta þig fara, Richard?” “Já, á sömu stundu og hann yrði þess var, það er alveg áreiðanlegt,” svaraði hann. Eftir stutta þögn sagði hann í mildari róm: “Eg veit að eg er sjálfselskur. Eg ætti ekki að hugsa um sjálfan mig, ef það kemur í veg fyrir að uppfylla einhverja ósk þína eða þrá. En eg hef hugsað — kæra systir mín, — að við strídd- um saman, og sigruðum, eða þá biðum bæði ósigur. En eg sé það nú, að það er óskynsam- leg hugsun.” “Nei, Richard, nei, það er ekki óskynsamlegt að við höldum saman í blíðu og stríðu, það er mín ósk og von að við gerum,” sagði Dora, með tárin í augunum. “Samt sem áður er það óskynsamlegt,” sagði Richard. “Þú ert ung stúlka og getur ekki ein þíns liðs staðist gegn örlögunum. Þú verður að njóta styrks einhvers sem þú getur hallað þér að, sem er þér styrkur og traust. Það get eg ekki verið til þín, en eg er nógu sterkur til að standa á mínum eigin fótum. Það er ekki nauðsynlegt að við stöndum í vegi fyrir því, ef annaðhvort okkar hefur tækifæri fyrir betri framtíð og lífskjör.” Dora var næstum búin að hljóða upp yfir sig, hún varð hrædd, og gat ekki gert sér grein fyrir hvað Richard meinti, annað en að hann vildi slíta allt samband við sig. En Richard hélt áfram rólegur: “Það er mjög eðlilegt að þú eignist vin, sem getur verið þér til meiri styrktar en eg. Eg held Dora, að við séum að komast að því marki, þar sem vegir okkar verða að skilja. Ekki fyrir það að eg elski þig minna en áður, en það verður best fyrir okkur bæði. Það er best fyrir þig að segja vinum þínum, að þú vitir ekkert um mig, og að eg muni fara héðan af landi burt.” “Er þetta satt, Richard?” spurði Dora ótta- slegin. Richard hikaði við að svara, sem snöggvast. “Það hefur verið talað um að senda mig til Hollands,” en hann gat ekki sagt henni hvenær hann færi, “en það verður svo bráðlega, að við sjáumst ekki aftur áður en eg fer. Ef þú hefur tækifæri til að bæta kjör þín, þá notaðu það, og hugsaðu ekki,um mig.” Það lá við að Richard viknaði við það sem hann sagði, og þegar hann sá hversu Dora tók það nærri sér. “Eg meina það ekki kæra systir mín, að þú skulir gleyma mér,” sagði hann eins og hughreystandi. “Auðvitað hugsar þú til mín — manst eftir mér — þykir vænt um mig, en eg vil ekki vera í*vegi fyrir hamingju þinni. Ef þú vilt segja Harkort hver þú ert, þá gjörðu það; barajninstu ekki á mig, eg verð að vera utan við.” “Nei, Richard, eg vil ekkert gera, sem þú getur ekki tekið þátt í.” Richard leit á hana, þunglyndislega, það mátti sjá, að upp á síðkastið, var kominn sorgarblær á andlit hans. “Það er ómögulegt fyrir þig að binda þig slíkri ákvörðun. Eg þú til dæmis giftir þig —” “Já, hvað um það, en eg er ekki að hugsa um það,” svarðaði Dora, og roðnaði við. “Kannske ekki ennþá, en eg er viss um að það kemur að því. Þú verður að segja mann- inum þínum hver þú ert, en þú þarft ekki að nefna mig.” “Eg vil ekki giftast neinum sem ekki vill vera vinur þinn.” “Þú segir það núna,” svaraði Richard, og brosti, “en ástin blindar augu vor, og vér sjá- um allt frá öðru sjónarmiði.” Hann stundi við, og Dora horfði undrandi á hann. “Ertu ástfanginn í einhverri stúlku, Rich- ard?” “Eg, hvaða fásinna! Eins og það væri til nokkurs,” svaraði hann biturlega. “Nei, Guði sé lof Það ólán hefir ekki ennþá komið yfir mig, og eg vona að eg verði frí frá því.” “Eg vona að við eigum eftir að verða ham- ingjusöm, einhverntíma,” sagði Dora, blíðlega. Richard tók hana í faðm sér og kysti hana. “Þú verður hamingjusöm,” sagði hann, “en það er allt öðru máli að gegna með mig.” “Þú heldur að þú verðir aldrei hamingju- samur — aldrei eins lengi og þú lifir! Ó, segðu það ekki Richard!” “Kæra systir mín, eg verð hammgjusamur, samkvæmt því sem eg verðskulda það,“ svaraði Richard. “Það er alt öðru máli að gegna fyrir þig Dora. Karlmenn hafa aðra hugsun um ham- ingju en kvennfólk. Þeir stunda atvinnu sína, og finna hamingju sína í því, að geta séð sem bezt fyrir konu sinni og börnum.” Richard talaði svo alvarlega, að Dora varð rólegri. Hún gat ekki skilið hvað lá að baki þess, sem Richard sagði, þá áköfu löngun, eftir von og gleði, sem hann reyndi á allan hátt að bæla niður í huga sér. Hann var ungur og hraustur. Honum fanst það stundum býsna hart, að hann var eins og útilokaður frá öðrum, og gat ekki sem aðrir ungir menn hugsað til að koma sér upp heimili, og fá sér konu, og eignast börn, sem honum virtist vera hámark veraldlegrar blessunar og hamingju. Þessar hugsanir í huga sínum, kæfði hann stöðugt niður, þrátt fyrir það, að hann vissi að ef freistingin næði yfirtökunum á sér, að þá mundi hann leggja allt í sölurnar til þess að verða aðnjótandi þessarar ímynduðu ham- ingju. Þau þögðu um stund, og söktu sér niður í hugsanir sínar, og á meðan kom Rosa með teið til þeirra. Rósa var óvenjulega vel búin og snyrt. Hún hafði sett fallega gulleita hárið sitt í fagurlega gerðan krans um höfuðið, sem gaf andlitinu svo unaðslegan sólskinsblæ. Hún hafði blátt band um hálsinn, og framan á sér hafði hún hvíta svuntu. Hennar mjúku kinnar voru rjóðar, og augun tindrandi og skær. Þegar hún var farin út, spurði Dora hvort þessi stúlka væri þjónustustúlka eða skyld hús- móðurinni. “Eg veit ekki mikið um það, eg held hún sé skyld húsmóðurinni,” svaraði Richard. “Hún lítur vel út,” sagði Dora, meinleisislega. “Lítur vel út!” Richard vissi ekki hvernig á því stóð, að þessi dómur um Rósu móðgaði hann. Dora hafði verið mjög eftirtökuiaus, ef hún hefði ekki séð að Rósa var óvenjulega fríð stúlka. Richard hugsaði sem svo að kvenfólkið væri allt sjálfu sér líkt, í því, að horfa á allt sem bæri á sér einhvern frábrugðin blæ, eitthvað sem léti vel í augum. Rósa hafði auðvitað sett á sig þessa hvítu svuntu til að þóknast leigjend- um föðursystur sinnar, honum fanst það óþarfi af systur sinni að viðurkenna fríðleik hennar Rósu. Hann ansaði ekki því sem Dora sagði, svo hún misskildi þögnina. “Finst þér það ekki líka?” spurði hún. “Eg man eftir því að þú dæmdir aldrei rétt um kvenlega fegurð þegar við vorum í Clopham kom okkur aldrei samum um það.” “Að minsta kosti ekki oft,” svaraði Richard. “Ferst henni vel úr hendi að gera þjónustu- störf sín?” spurði Dora, án þess að vita hvað Richard voru svona spurningar ógeðfeldar. “Er hún umhyggjusöm? Eg sé að herbergið þitt er miklu hreinlegra, en það var, seinast er eg kom til þín.” “Ó-já, hún gengur mjög vel um herbergið,” svaraði Richard, stutt. “Ef þú ætlar að drekka te-ið, Dora, þá verður þú að flýta þér, annars kemur þú of seint heim.” “Hvað vesalings Richard líður illa,” hugsaði Dora, “en það er ekki undarlegt, hann hefur svo mikið að bera.” Hún settist við borðið, og skenkti te-ið í bollana, án þess að segja meira. Að lítilli stundu liðinni varð Richard glaðari og talaði og spaug- aði við hana, eins og hann var vanur. Dora hugsaði, hvað mennirnir gætu glaðst barnalega yfir ekki betri máltíð, en var á borðinu. Hann hlaut að hafa verið orðinn svang- ur, en hún misskildi hann. Skömmu síðar fór Dora heim til sín, og Rich- ard fylgdi henni þar til þau sáu hús frú Sandon. Þegar þau skildu endurtók Richard það sem hann hafði beðið hana, að minnast ekki á sig. “Mundu það Dora, að það er ekki nauðsyn- legt að segja neinum neitt um skyldleika okkar. Ef frú Mendal, Hr. Harkort eða einhver annar af vinum þínum, spyrja um mig, þá bara segðu þeim að eg skipti mér ekkert af þér, eða hvað þú gerir, og segðu þeim að eg fan til annara landa.” “En þú lætur mig þó altaf vita um þig, og hvar þú verður?” sagði Dora. “Já, auðvitað, þú mátt bara ekki segja öðr- um frá því. Og reyndu aldrei til að njósna um mig, né reyna til að hjálpa mér. Segðu vinum þínum að eg sjái um mig sjálfur, og þurfi engrar hjálpar með.” “Nú veit eg að minsta kosti hvað eg á að segja, þegar fólk spyr mig um þig. Eg vil ó- gjarnan segja ósatt,” sagði Dora. “Nei, það eru engin ósannindi,” sagði Rich- ard og hló kuldahlátur. “Þú getur sagt til um ætt þína, þegar þú vilt, en nefndu mig ekki.” Hann sá að Dora fór að gráta, og sagði í mild- ari málróm. “Fyrirgefðu mér elsku systir mín, eg mei.ia ekki að vera harður við þig, en hugsaðu um að það gæti verið mér til stórs óhags, ef mitt rétta nafn yrði opinberað.” “Já, Richard,” sagði Dora. Hún hafði fengið þá ímyndun af orðum hans, að hann vildi losna við hana með öllu, og hrygðist við þá tilhugs- un. Hún hafði enga hugmynd um þau atvik sem bráðlega mundu beina lífi Richards inn á annað svið. Richard flýtti sér heim til að halda áfram með skrifstofustörf sín, sem hann vann stöð- ugt að á hverju kveldi. Þegar hann kom heim, var ekki búið að taka af borðinu eftir kvöld- verðinn, og allt í óreglu í herberginu, sem hon- um gramdist mjög. Hann hringdi bjöllunni, en enginn kom, svo hann varð að hringja þrisvar, þar til Rósa kom inn. “Viltu ekki gera svo vel og taka bollana af borðinu?” spurði hann, án þess að líta á hana, “eg þarf að fara að skrifa.” Rósa svaraði ekki, og hreifði sig ekki úr stað. Richard sneri sér að henni til að sjá hvað að henni væri. Hann sá að Rosa stóð á milli hurðarinnar og borðsins, hún leit út, sem eitt- hvað hræðilegt hefði komið fyrir hana, andlit hennar bar merki sársauka og vonleysis. Það var auðséð að hún hafði grátið, því tárin stóðu enn í augum hennar. “Hvað hefir komið fyrir þig?” spurði Rich- ard. Rósa ansaði honum ekki, og hreifði sig ekki. “Hefur frú Seton skammað þig núna? Þú mátt ekki taka það svona nærri þér, hún gleymir því strax aftur,” sagði Richard hug- hreystandi. “Vertu nú bara góð stúlka og taktu þetta af borðinu, svo eg geti farið að skrifa.” Nú skall ofviðrið á. “Þú sérð engan nema systur þína. Eg hélt að þú mundir taka eitthvert tillit til vesalings stúlkunnar — sem altaf hefur gert sitt ýtrasta til að gera herbergið þitt eins vistlegt og hægt er — án, þess að eg fái eitt einasta vingjarnlegt viðurkenningarorð fyrir það. En úr því að þér er alveg sama um það, þá get eg láúð mér sama um það líka.” Hún brast í sáran grát. “Hér eftir geri eg ekki neitt fyrir þig — mér er sama hvað um mig verður, eg treysti aldrei framar nokkri mann- eskju!” Það sem hún vildi segja meira, kafn- aði í táraflóði. “Rósa”, sagði Richard, sem vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. “Eg skil ekki hvað þú mein- ar.” Hann kendi í brjósti um hana, og fann sárt til með einstæðingsskap hennar, en hann var sér þess meðvitandi að hann hafði ekki gjört neitt sem valdið gæti þessari takmarkalausu hugaræsingu. “Komdu hingað, og segðu mér hvað þetta á að þýða. Eg hefi oft þakkað þér fyrir hirðing- una á herberginu, og talað vingjarnlega til þín.” “Já, sagði Rósa, og saup hvelpur. “En þú skammaðist þín fyrir að gera það, þegar systir þín var hérna.” Richard hló að þessari skýringu. “Hvað svo sem hefði eg átt að gera?” spurði hann glaðlega, og lagði hendina á öxl hennar. “Eg hafði vonast til,” sagði hún og vildi ýta hendi hans af sér, “að þú mundir segja systur þinni — að eg — að eg — gerði mér auka fyrir- höfn — til að gera allt svo þægilegt í herberg- inu þínu, svo þér gæti liðið sem best —” “Eg hef viðurkent það,” svaraði Richard. “Hún spurði mig um þig, og veitti því eftirtekt að þú ert falleg stúlka.” Við þessi orð brá sem snöggvast fyrir ofur- litlum gleðibjarma í augum hennar sem hvarf jafnfljótt aftur. “Eg hugsaði að hún mundi kannske taia til mín. Eg veit það var barnaleg hugsun, en þú skilur ekki hvað það er að vinna dag eftir dag, og heyra aldrei eitt einasta vingjarnlegt orð frá nokkurri manneskju.” “Þú heldur að eg viti það hreint ekki?” sagði hann eins og utan við sig. Það var einmitt það sem hann hafði sjálfur liðið mest fyrir. “Fólk kærir sig ekki mikið um það,” hélt hún áfram í ásakandi róm. “Eg hélt hún mundi kannske segja eitthvað við mig, — og að þú hefðir sagt henni — en það stendur kannske á sama. Það er öllum sama um mig.” Tárin runnu í straum ofan eftir kinnunum á henni, og Richard gat ekki annað en sýnt henni samúð, og talað hughreystandi til henn- ar. “Jú, það er áreiðanlega einhver sem lætur sér ekki vera sama um þig,” sagði hann vin- gjarnlega. “Eg — tildæmis.” “Þú”, og gleði brá fyrir í augum hennar, en hún leit á hann. “Já, auðvitað eg. Það er einungis þín vegna, sem eg hefi verið hér, annars væri eg fyrxr löngu farinn úr þessu herbergi. Þú hefur haldið öllu svo hreinu og þrifalegu hér, og mér hefur liðið svo vel þess vegna.” “Það er ekki það, sem eg meinti,” sagði Rósa vonsvikin. “Hvað þá?” Hún þagði og fór að gráta, en hún lyfti ekki hendinni til að þurka tárin af andliti sér. Hún stóð þar orðlaus og ráðalaus.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.