Lögberg - 17.08.1944, Page 7

Lögberg - 17.08.1944, Page 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 17. ÁGÚST, 1944 7 Þoráteinn Ingimundsson frá Draumbæ í Veátmannaeyjum “Til moldar oss vígði hið mikla vald, hvert mannslíf, sem jörðin elur. Sem hafsjór, er rís með fald við fald, þau falla, en guð þau telur; því heiðloftið sjálft er huliðstjald, sem hæðanna dýrð oss felur.” Þorsteinn Ingimundsson, smið- ur, ættaður úr Vestmannaeyjum, andaðist að heimili sínu 2175 Triumph St., Vancouver, B.C., þann 16. des. s. 1., og var jarð- sunginn af hérlendum presti þar í borg, þann 20 sama mánaðar. Hann var fæddur að Draumbæ í Vestmannaeyjum, árið 1874, og voru foreldrar hans hjónin Ingi- mundur Sigurðsson, bóndi í Draumbæ, ættaður úr Mýrdal í Vestur-Skaftafellssýslu og Kat- rín Þorleifsdóttir ættuð frá Tjörn um, undir Vestur-Eyjafjöllum í Rangárvallasýslu, mæt hjón og vönduð. Þorsteinn ólst upp með foreldrum sínum, eignuðust þau 6 sonu: Kristinn, er dó í bernsku, Sigurð, er dó 12 ára, Guðjón tré- smíðameistara, nú til heimilis í Riverton, Man., Sigurð smið, lát- inn hér vestra fyrir nokkrum ár- um, Sæmund, látinn á íslandi, og Þorstein, er hér um ræðir, er mun hafa verið annar að aldri til, í hópi sona þeirra. Þorsteinn stundaði sjó, að hætti Vestmanna eyinga, en fór ungur til Reykja- víkur og nam þar trésmíði, en hann var hagleiksmaður mikill, sem faðir hans og bræður. Um aldamót flutti hann til Canada og settist að í Selkirk, hjá Guð- jóni bróður sínum er þar var búsettur. Árið 1904 kvæntist Þor- steinn, Dómhildi Jónsdóttur Jónssonar, hreppstjóra í Dölum í Vestmannaeyjum, og Jóhönnu konu hans. Þau fluttu vestur á Kyrrahafsströnd, bjuggu fyrst um hríð í Fair-Haven, nú Belling ham, Wash., en fluttu brátt til Vancouver, B.C., og bjuggu þar ávalt þaðan af, um mörg síðari ár að 2175 Triumph St., þar í borg. Þau eignuðust 6 börn, 3 dóu í æsku, en 3 náðu ungþroska og fullorðins aldri: Jóhanna Kristín, gift manni af hérlend- um ættum, búsett í Vancouver; Kristmundur og Skarphéðinn dóu báðir ungþroska; börn þeirra voru mannvænleg og vel gefin, var sár harmur að Þorsteini og Dómhildi kveðinn við marg-ítrek aðann missir barna þeirra fyrr og síðar. Geta fáir, — utan þeir er reyna, gert sér ljóst hve djúp- tæk sú reynsla er. Dómhildur ekkja Þorsteins mun nú eiga heimili með Katrínu dóttur sinni. Guðjón bróðir hans nú einn eft- irskilinn, og ber aldur sinn frá- bærilega vel, líkamsléttur og glaður í anda, sem yngri maður væri. Eins og þegar er að vikið, stund aði Þorsteinn jafnan smíðavinnu hér vestra, og hafði orð á sér hvarvetna sem kappsfullur af- kastamikill og góður smiður og hinn trúverðugasti með afbrigð- um í hverju starfi er hann tókst á hendur. Bezt mun honum hafa látið skipasmíði, hafði hann hana oft með höndum. Hin síðari ár stundaði hann skipasmíðar í stjórnarþarfir í einni af stór- skipastöðvum Vancouver-borgar. Hann var shipwright. Gat hanh sér sérstakan orðstýr og tiltrú þeirra er hlut áttu að máli. Hann var mikill verkmaður í hverju sem hann tók sér fyrir hendur, og krafðist mikils af sjálfum sér og öðrum. Hann var maður á- byggilegur jafnt til orðs og verka °g trygglyndur þar sem hann tók því. Nokkuð var hann einrænn í lund, og að sumu leyti mátti segja að “ekki batt hann bagga sína með sömu handbrögðum og samferðamenn hans”. Þorsteinn var trúmaður og var trúarkend hans föst og djúp; og trúmálin heilög mál. Sá er línur þessar ritar á hlýjar endurminningar um Þorstein, konu hans og börn, (E. B.) frá prestsþjónustutíð á Kyrra- hafsströnd, þar á meðal í -Van- couver söfnuði, á árunum 1917— 1921; en nú mun starfsemi safn- aðarins frá þeim árum flestum þar gleymd, langur tími hjá lið- inn, — og fljótt fennir í spor manna. Ingimundarson’s hjónin voru tryggir stuðningsmenn safn aðarins á þeim árum, er eg starfaðli þar; tvö börn þeirra voru meðal ungmenna er eg fermdi inn í söfnuðinn. Sízt grunaði mig það er eg á Þjóðminningarhátíð Kyrrahafs- strandarbúa þann 25. júlí s. 1. ár, sá Þorstein, konu hans og dóttir, öll glöð og létt í lund, að fáum mánuðum síðar yrði hann liðið lík, en svo veikur er þráðurinn sem tengir við þessa tilveru, svo óvíst um framhald jarðneskrar vegferðar vor manna. Þorsteinn stóð enn mitt í stórræðum lífs- ins — og vann að hinzta degi fram, að kalla mátti. Það eru ljúf og ákjósanleg örlög slíkum athafnamanni sem hann var. Ást- vinir hans og kunningjar og sam- ferðamenn minnast hans með söknuði. 25. júlí, 1944 S. Ólafsson. Oskir og afrek Frh. Eg þekkti þennan mann að vísu ekki mikið. Mér var lítt kunnugt, hvernig störf hans voru af höndum innt. En eg gat ekki hugsað mér, að þau væru illa unnin, af því “að manninn skal kenna við verk sín”. Vinnuna má að vísu misnota eins og hverja aðra Guðs gjöf. Hún er stundum ok, þrældómur, fjötur um fót. Enginn er að öllu leyti sjálfum sér nógur, enda þótt hann hafi verkefni við sitt hæfi. Hann þarfnast sam- úðar, skilnings. Það eru margir, sem eru misskildir, og þá eiga þeir erfiðara með að skilja aðra. Skilningsskorturinn særir svo, að undan svíður. Eitt ónærgætið orð getur valdið meiri sársauka en þann hinn sama getur rennt grun í, er hann lætur það sér um munn fara í hugsunarleysi. Sam- úð og skilningur verma og vek- ur bros. Það er sál mannsins því líkt sem vorskúr gróandi jörð. Ef skilninginn vantar og sam- úðin er ekki til, er maðurinn einn og yfirgefinn. Þá er hann útlagi. Þannig hefir æfi sumra afburðamanna orðið öll önnur en vonir stóðu til. Allir þekkja sögu Grettis. Hann varð ógæfumaður vegna þess, að hann skorti sam- úð, skorti samúð með smælingjun um, sem voru undir hans vernd. þegar hann var ungur. Þess vegna kvaldi hann þá. Þangað mátti að miklu leyti rekja orsök hinnar miklu ógæfu hans. En þrátt fyrir það var hann gæfu- maður á vissan hátt. Hann átti að vísu fáa vini. Og hann vann mörg óhappaverk. En eitt var það, sem aldrei brást honum: Móðurástin. Hún vakti yfir honum, bað fyrir honum og grét örlög hans. Hennar minn- ing mun lifa margfallt lengur en afrek hans. Henni hefir ver- ið kveðið lofkvæði, og þar er Ásdís á Bjargi ímynd móður- elskunnar, sem er reiðubúin að fórna öllu fyrir barnið sitt. Það var hamingja hans að njóta henn ar svo lengi sem raun varð á. Og þó var óhamingja hans þyngri en tárum taki. Auðvitað var það þungbært að vera út- skúfaður úr mannfélaginu og eiga hvergi athvarf. En það voru samt smámunir í samanburði við það að vera valdur að vonbrigð- um og harmi hennar, sem svo miklar vonir hafði gert sér um hinn mannvænlega svein. Grettir var afreksmaður. Þess vegna hefir saga hans verið skráð En sú saga hefði aldrei orðið ódauðleg án Ásdísar á Bjargi. — — Mörgum manni finnst hlutskipti sitt illt og óbærilegt, verra en allra annara. Einhvers staðar hefir verið skráð saga af stúlku, sem aldrei var ánægð. Hún getur vel verið skáldsaga eða dæmisaga. En hún er þannig úr garði gerð, að hún hefir þótt þess verð að geymast, en ekki að gleymast. Þessi stúlka var svo óyndisgjörn, að svo mátti segja, að hún liti aldrei glaðan dag. Raulaði hún oft þessa hendingu fyrir munni sér: “Eg vildi, eg væri komin — hvurt, kannske eitthvað langt í burt, vantaði hvorki vott né þurt, væri aldrei til mín spurt”. é Sá, sem óskar sjálfum sér slíks hlutskiptis — að hverfa burt af sjónarsviðinu, gleymast algjör- lega — hann er ekki verður þess að lifa lífinu. Hann er genginn úr leik og hefur gefizt upp á ömurlegan hátt. En ósigri má stundum snúa í sigur. Svo varð og hér. Eitt sinn, sem oftar, var stúlkan að raula fyrir munni sér sömu ljóðlínurn- ar. Þá þótti henni hún hverfa “eitthvað langt í burt”. Þar kom hún í herbergi, þar sem hana “vantaði hvorki vott né þurt”. Þar gat hún hvílt sig eftir vild og þurfti ekki annað en rétta höndina til þess, er hún þurfti sér til viðurværis. Þetta var und- ur þægilegt, og ekki þurfti hún að bera áhyggjur fyrir komandi degi. Hún stóð ekki í neinni bar- áttu, þurfti ekki að stríða við neina erfiðleika vegna hins dag- lega brauðs. Og hún var komin langt frá öðrum mönnum, og þar var “aldrei til hennar spurt”. — En þá lukust augu hennar upp. Hún sá, að líf þetta var auð- virðilegt og óþolandi. Og hún gerði bragarbót: “Eg vildi eg hefði verið um kjurt og væri aldrei horfin burt, vantaði mig gæti vott og þurt, ef væri nú aðeins til mín spurt.” Brá þá svo við, að hún hvarf aftur til síns fyrra heimkynnis og undi nú hag sínum hið bezta. Hún hafði leitað hamingjunnar langt yfir skammt, en þó höndlað hnossið að lokum. Hún hafði nú reynt það, að “Vort lán býr í oss sjálfum, í vorum reit, ef vit er nóg.” % Nú skildi hún loks sjálfa sig og sitt hlutverk. Norska skájdið Knud Hamsun hefur í einni af frægustu sögum sínum lýst lífi landnámsmanns- ins, frumbyggjans. Hann hafði valið sér það verksvið að vinna að gróðri jarðar. Hann hafði val- ið rétt, það, sem var helzt við hæfi hans. Þar var hann allur og óskiptur. Undir æfikvöldið lítur hann yfir farinn veg, sem reyndar er samfelld sigurbraut. Hann er ekki enn farinn að draga sig í hlé, þótt aldur færist óðum yfir hann. Hann vinnur, því að þegar starfsþrekið er þrot- ið og áhugaeldurinn kulnaður, þá er lífinu reyndar lokið. Þar er von í loftinu og jörðin grær óðum. Hann er úti á akri, sem nú er fullbúinn undir sáningu. “Hvað vex þar? Allt nýtur þar vaxtar og þroska, menn, dýr, jurtir. Bóndinn sáir hinu góða sæði. Kornin glóa eins og gull í kvöldsólinni, hrjóta víðsvegar úr hendi hans og leita sér stað- ar, hvert á sínum rétta stað. Inn- an skamms er akurinn algrænn yfir að líta. Fjöllin halda vörð yfir sveitinni, og hlýr andvarinn ber með sér angan gróandi jarð- ar. Kvöldsólin hnígur að viði, og húmið sígur að. Nóttin er í nánd, og hvíldin hennar verður mörgum kær.” Þessi bóndi er að vísu enginn spámaður. Hann er ekki frægur. Hann er ekki listamaður eða- skáld, og hann hefir aldrei verið hylltur af fjöldanum. En hann er konungur í ríki sínu, reitn- um, sem hann mældi sjálfur. Hann öfundar engan. Við hvern mundi hann vilja skipta? Óðum líður að leikslokum. Spurningarnar þyrpast í hugann. Hvað hefi eg öðlazt? Hvar er árangurinn af öllu mínu erfiði? Er hann ekki aðeins hnýttar hendur, grá hár, bogið bak? Þetta flýgur honum í huga, er hann gerir upp sinn eigin reikn- ing. Mundi hann ekki helzt vilja slá striki yfir það allt, ef það gæti þá horfið í djúp gleymsku og þagnar? Nei, hann gerir það ekki, því að hann gafst aldrei upp. Hann stuðlaði að því að láta tvö strá vaxa þar, sem áður óx eitt. “Og manninn skal kenna við verk hans”. — Það er morgunn, fagur morg- unn. Bóndinn hefur risið árla úr rekkju. Hann þarf svo margt að vinna. Hann á stóran akur. Hann lítur yfir hann, er hann fer til vinnu sinnar og blótar illgresinu, sem fær að vaxa þar óáreitt. Hann þarf öðrum hnöpp- um að hneppa, finnst honum, og hefur gefizt upp við þann skæða óvin, sem ásækir akurinn hans. Þetta er ljótur blettur, og helzt vildi hann ekki þurfa að koma þar nærri. Bóndanum verð- ur að sönnu ekki borið það á brýn, að hann sé iðjulaus. Hann vinnur og verður að gera það. Svo kemur hann heim að kveldi, óánægður við allt og alla. Hann hreytir ónotum í börnin og er önugur við konuna. Hann á ekki nóga samúð með börnunum og skortir skilning á starfi hennar, sem heima vinnur alla daga. Þau hafa að vísu nóg að bíta og brenna, en það vantar samt mik- ið í heimlið. Það er þar kalt andrúmsloft og óhollt. Heimili granna hans hefur ann an blæ. Vinnan hrífur hann Morgunstundin er fögur, og hon- upi er ljúft að starfa stutta stund í garðinum sínum. Hver einasta arfakló er eyðilögð. Það þarf að hlúa að plöntunum, sem hafa nýlega vaknað til lífsins, og eru nú í örum vexti. Þetta var líka gert í gær. Þessvegna er hann líka fljótur að ljúka þessu starfi. Önnur viðfangsefni bíða. Dagurinn er langur, en þó er hann liðinn fyr en varir. Hann líður eins og ljúfur draumur. Að kveldi kemur bóndinn heim, létt- ur í lund. Þar er allt í röð og reglu, af því að þar voru líka hendur, sem unnu, og hugur, sem kunni að stjórna. Öll störf dagsins eru úti, og heimkoman er ánægjuleg. Heima heyrist ekk ert nöldur eða ónotaorð. Úlfúð og ósamlyndi hefir aldrei átt þar heima. Þeir, sem ráða þessu litla ríki, hafa átt sinn óska- hring — og kunnað að varðveita hann. 1 upphafi var sögð saga bónd- ans, sem varðveitti hringinn af mikilli trúmennsku alla æfi, af því að hann trúði því, að hann væri óskahringur. Af því að hann trúði því. Þessvegna var hann honum dýrgripur, helgur dómur. Og þessvegna varð hann gæfumaður. Hvað var það í raun og veru, sem gaf lífinu aðal- gildi sitt? Hann vissi það ekki, þegar hann eignaðist hringinn. Þessvegna notaði hann ekki ósk- ina. Síðar mundi hann ef til vill sjá það betur. Æfiskeiðið verður ekki runnið í einum áfanga. Tíminn líður með sinni miskun- arlausu ró. Við hvern dag eru bundnar óskir og vonir. Hver dagur er óráðin gáta, sem þó verður að ráðast. Vonirnar ræt- ast að vísu ekki allar, en er nokkur ástæða til að gefast upp fyrir það? Þau eru mörg verð- mætin, sem verður að vernda, enn er tækifæri til að vinna eitt- hvert afrek, fá einhverja ósk — og eiga samt eftir óskahringinn. “Manninn skal kenna við verk sín”, segir Snorri. Enn teygum vér af nægtabrunni orða hans og andríkis. Hann átti svo mikið og gaf svo mikið. Það var ham- ingja hans. Það er líka markið, sem sér- hver eygir við efstu brún, þetta að eiga eitthvað varanlegt til þess að geta gefið, svo að aðrir fái notið þess. Hver sá, sem veit sjálfan sig hafa orkað einhverju í þá átt, getur sársaukalaust horft gegn þeirri staðreynd, “að ekki er hægt að endur- skrifa æfi sinnar blöð”. Þorgnýr Guðmundsson. Kirkjuritið. Æfiminning Jón Ingvar Armann. Þann 7. september s. 1. and- aðist snögglega af hjartaslagi Jón Ingvar Ármann frá Bismarck N. Dak., þá hann var á ferð í sam- bandi við stöðu sína, sem um- ferðarsali fyrir Bismarck Groc- ery Co. Jón Ingvar Ármann var fædd- ur í Grafton Norður Dakota, 13. maí 1895. Foreldrar hans eru Guðjón Jónsson Ármann frá Iðu í Biskupstungum í Árnes- sýslu, og Sigríður Jónsdóttir frá Kóreksstaðagerði í Hjaltastaða- þinghá. Jón Ingvar ólst upp í Grafton og stundaði þar skólanám, út- skrifaðist af háskólanum þar. Seinna fór hann á verzlunarskóla í Grand Forks og stundaði nám þar, var svo um tíma við verzlun í Grafton. Á unga aldri gekk hann í “Company C North Dakota Nati- onal Guard”, og gengdi herþjón- ustu með þeim á landamærum Mexico. Aðeins fáum mánuðum seinna, 15. júní 1917, innritaðist hann í herinn og tók þátt í stríð- inu mikla. Sigldi hann til Frakk- lands í nóvember sama ár, þjón- aði þar í verkfræðadeild alt til stríðsloka. Á meðan hann var á Frakklandi var hann einnig með- limur í fræga hornleikaflokknum “Million Dollar Band”, sem kall- að var, og ferðaðist þar um með því, þar sem það tók þátt í ýms- um eftirminnilegum athöfnum. 18. september 1922 giftist hann Miss Beulah Jacobson í Grafton, þau eignuðust einn son, John Richard að nafni. Árið 1925 fluttust þau til Bismarck og tók hann þar stöðu hjá áðurnefndu félagi, og starf- aði í þjónustu þess til dauðadags. Ingvar, eins og hann var vana- lega kallaður af vinum og kunn- ingjum var mjög vel gefinn, mesta lipurmenni, kom sér vel og var í miklu áliti meðal allra sem hann þektu eða kynntust honum. Er sárt, sérstaklega fyrir ástvinina að sjá honum svift burt svo snögglega og á besta aldri. Mun hans vera sárt saknað af eiginkonu og barni, öldruðum foreldrum og systkinum, auk öll- um nánum kunningjum. Ingvar sál. var meðlimur Ame- rican Legion og einn af stofn- endum þess félagsskapar í Graf- ton. Einnig tilheyrði hann Frí- múrara reglunni. * Útförin var haldin fyrst frá Bismarck, N. D., þar sem ekkjan og sonurinn eiga heima, svo var líkið flutt til Grafton og útfarar athöfn haldin frá Lútersku kirkj- unni þar, að viðstöddu ákaflegu fjölmenni, sem sýndi hvað vina- hópurinn var stór og hversu sárt hans var saknað. Hann var lagð- ur til hvíldar í grafreit Frímúr- ara í Grafton. Eftirlifandi systkini hans eru: W. S. Ármann, Bismarck. Magn- ús, nú í Bandaríkjahernum en til heimilis í Bismarck, N. D., John Ármann Jr., Fargo, N. D., og ein systir, Mrs. Lyman Bjerk- en, Grafton, N. D. \ Forvitinn maður hitti dreng með reiðhest í taumi. — Hvert ætlar þú að fara með þennan hest? — Til dýralæknisins. — Æ, lofaðu mér að skoða hann. Eg hefi vit á hestum. — Gerðu svo vel. Forvitni maðurinn skoðaði hestinn í krók og kring, mjög vandlega. — Eg fæ ekki séð að neitt gangi að þessum hesti, sagði hann loks. — Nei, hversvegna ætti eitt- hvað að ganga að honum? — Þú sagðist vera á leið til dýralæknisins með hann. — Já, það er satt, þetta er reiðhesturinn hans.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.