Lögberg - 14.09.1944, Síða 1

Lögberg - 14.09.1944, Síða 1
PHONES 86 311 Seven Lines 1^V avioé prU Cot 1 AíiGl For Better Dry Cleaning and Laundry 57. ÁRGANGUR LÖGBERG, FIMTUDAGINN 14. SEPTEMBER, 1944 NÚMER Kærar þakkir, landar góðir! Minneapolis, Minn. Um tveggja mánaða skeið hef eg verið á ferðalagi um byggðir Vestur-lslendinga í Bandaríkj- unum og Canada. Nú líður brátt að því, að eg setzt aftur um sinn BenecLikt Gröndal í helgan stein í skólanum mín- um, Harvard, og helga mig skruddum og skriftum. Þessir tveir mánuðir munu verða mér ógleymanlegir. Ferð- in hefur ekki aðeins verið skemti leg og ánægjuleg, heldur og mjög lærdómsrík. Eg hafði, áð- ur en eg kom vestur í byggðir ykkar, verið meðal Ameríku- manna tæplega árs skeið. Fyrir þær sakir fannst mér eg hafa nokkuð af hinu glögga auga gestsins, er eg kom aftur meðal Islendinga, og eg held að eg hafi kynnzt íslenzku þjóðareðli, kost- um þess og göllum, betur en áð- ur, þótt hér búi það við aðrar aðstæður en heima. Eg hef laus- lega kynnzt baráttu frumbyggj- anna af viðræðum við hina elztu á meðal ykkar. Eg hef séð hina yngri taka við, þar sem hinir gömlu féllu frá, og berjast áfram með þeim vopnum, sem þeir hlutu í vöggugjöf, gáfum, þraut- seigju og heiðarleik. Það er mér mikil ánægja að geta sagt, að báðum hefur vegnað vel, þeim sem heima sátu í garríla landinu, og þeim sem héldu til hinna nýju landa. Ætlun mín var að skrifa eitt- hvað smávegis um líf og hagi Vestur-íslendinga í blöð á ís- landi og fá einhverja ykkar til að tala á hljómplötur til útvarps á íslandi. En efnið reyndist svo þrotlaust, að <eg varð að láta kylfu ráða kasti um það, hverjir þar yrðu með, en hverjir ekki. Er því alls ekki valið svo af minni hendi, að gert sé upp á milli manna eða flokka. Eg sendi þakkir mínar fyrir alla þá gestrisni og þann vinar- hug sem þið Vestur-íslendingar sýnduð mér á ferðum mínum. Eg þakka húsmæðrunum fyrir allt kaffið og skyrið og harð- fiskinn. Eg þakka húsbændunum fyrir allar spurningarnar og greið svör við öllum spurning- um mínum. Eg á þá ósk eina, að eg geti heimsótt ykkur aftur sem fyrst. Benedikt Gröndal. VANTAR KENNARA Mikil ekla er nú á kennurum. Þegar skólarnir opnuðust 4. sept. vantaði 128 kennara fyrir slfóla út í sveitum Manitoba fylkis. Hon. J. C. Dryden sendi út á- skorun til fyrverandi kennara, að taka aftur að sér kenslu, lægsta kaup væri $1.000 á ári. Um 80 kennarar sendu umsóknir en enn eru margir skólar lokaðir. Jónas K. Jónasson látinn Síðastliðinn fimtudag lézt að heimili dóttur sinnar 443 Victor Street hér í borginni. Jónas K. Jónasson, fyrrum óðalsbóndi og kaupmaður að Vogar, Man., 82 ára að aldri, hinn gagnmerkasti maður, er um langt skeið hafði tekið giftudrjúgan þátt í íslenzk- um mannfélagsmálum, beggja vegna landamæranna; hann var ættaður frá Hróarsdal í Skaga- firði. Jónas heitinn kom hingað til lands árið 1883. Hann lætur eftir sig eftirgreind mannvæn- leg börn: Mrs. A. J. Howardson, Clargleigh; Mrs. George Som- merville og Mrs. J. J. Czarkow- ski„ báðar í Winnipeg; Mrs. B. G. Johnson og Mrs. O. Johnson, bú- settar að Vogar, Egil, Guðmund forstjóra, Ólaf, Snorra og Jónas sem heima eiga í Winnipeg og Skúla, sem býr á föðurleyfð sinni við Vogar. Virðuleg minningarathöfn um þennan mæta landnema. undir forustu séra Valdimars J. Ey- lands, fór fram í Fyrstu lútersku kirkju kl. 10 árdegis á mánu- daginn. Mr. Kerr Wilson söng einsöng, en við hljóðfærið var Miss Snjólaug Sigurðson Jarð- sett var í Lundar grafreit, þar sem séra Valdimar flutti einnig kveðjumál og stjórnaði útfarar- siðum. Fjölmenni mikið var á báðum stöðum. Synir hins látna landnema báru föður sinn til moldar. Víst má telja að þessa látna og merka samferðamanns, verði ýtarlega minst síðar. Á RÁÐSTEFNU í QUEBEC Þeir Roosevelt forseti og Churc hill forsætisráðherra komu til Quebec-borgar um síðustu helgi, og eru nú önnum kafnir við mikilvægar ráðstafanir viðvíkj- andi stríðssókninni, sem og lút- andi að skipulagningu friðarins að stríðinu loknu; í för með þeim Roosevelt og Churchill var margt háttsettra stjórnmálamanna úr hvoru landinu um sig og sérfræð ingar á sviði hermála. Ráðstefna þessi er enn ekki það langt á veg komin, að ná- kvæmar fregnir af henni séu við hendi, þó víst megi telja, að Kyrrahafsstríðið hafi komið til alvarlegrar íhugunar, jafnframt þátttöku brezka veldisins í því eftir að Þjóðverjar hafa verið yfirunnir. UPPGÖTVAR LEYNIVOPN Lieut.-Col. E. Árnason í vikunni sem leið létu fregn- ir frá Londlon þess getið, að Lieut.-Col. Einar Árnason hefði átt mikinn þátt í að uppgötva kastkyndil, sem nú væri í notk- un á Frakklandi í stríðinu við Þjóðverja, og að vopn þetta hefði reynst harla sigursælt. Lieut.-Col. Árnason er út- skrifaður í rafmagnsverkfræði frá Manitoba háskólanum, og hlaut margsinnis námsstyrk; hann er sonur séra Guðmundar heitins Árnasonar og eftirlifandi ekkju hans, frú Sigríðar Ár'na- son, sem nú er búsett hér í borginni. BRETAR OG CANADAMENN TAKA LE HAVRE Samkvæmt tilkynningu frá hernaðarvöldum sameinuðu þjóð anna á þriðjudaginn, höfðu brezk ar og canadiskar hersveitir þá nýlega tekið frönsku hafnarborg- ina Le Havre, sem liggur við Atlantshafið. Þjóðverjar höfðu gert ítrekaðar tilraunir til þess að halda borg þessari í lengstu lög, en hér sem oftar í seinni tíð, brást þeim algerlega boga- listin, og það jafnvel löngu fyr en þá varði. LJÓSIN TENDRUÐ Á BRETLANDI Hinum ströngu myrkvunar- reglum í fimm ár, verður nú loks aflétt 17. sept. Æfingar varðliðs- ins gegn innrás verða og lagðar niður. Nú er það Þýzkaland, sem er að búast til varnar gegn inn- rás. iffliiiiiiiiliiilllilllliillillilllliililiiiiliiiiliililiiiililllilliiiiliillliillllllllliiiiiiiiiiiiiliiiililllliiiiliiiiliii^^ Frú Guðbjörg Ingimundson • p Dóttir íslands gengin grafarveg! Geislar ljóma minning þinni yfir, sem að ávalt ung og ódauðleg inst í brjósti vina þinna lifir, tendrar upp hið mikla morgunveldi, móðir jörð þó duftið sveipi feldi. Vaggan inst í fjallafaðmi stóð, — fegurð Islands brend í vitund þína; trúin varð þitt æðsta lífsins ljóð, lýsigull, sem ávalt náði að skína. Þú varst bljúg og einlæg, kristin kona, krossins merki fylling þinna vona. Kona, móðir, hafðu hjartans þökk, hugir vorir fylgja þér á sæinn; oss þótt skilji misturmóða dökk, minning þín er fléttuð inn í blæinn; blæinn þann, er burtu svefninn hrekur og blundað fræ til starfs að nýju vekur. Einar P. Jónsson. TAPA 326 ORUSTUFLUGVÉL- UM Á 48 KLUKKUSTUNDUM Fregnir frá London á miðviku- dagsmorguninn herma, að á tveimur sólarhringum seinnipart vikunnar sem leið, hafi Þjóðverj- ar tapað 326 fyrsta flokks or- ustuflugvélum í viðureign við brezkar og amerískar flugvélar yfir helztu iðnborgum Þýzka- lands. RÚSSAR KOMNIR INN í UNGVERJALAND Það er engu líkara en alt verði undan hinum harðsnúnu her- skörum Rússa að láta, sem nú eru komnir inn yfir landamæri Ungverjalands, og eru farnir að leggja undir sig ungversku slétt- urnar með slíkum leifturhraða, að ekkert stenzt fyrir. • BÚNAÐARBANKINN UNDIR- BÝR BYGGINGU STÓRHÝSIS VIÐ AUSTURSTRÆTI Búnaðarjélag Islands verður væntanlega einnig til húsa á sama stað. Búnaðarbanki íslands hefir fyrirhugað að reisa stórbyggingu fyrir starfsemi sína, þar sem jafnframt yrði ætlað húsnæði fyrir Búnaðarfélag íslands, bún- aðarþing og ef til vill fleiri stofn- anir. Hefir bankinn í því skyni fest kaup á lóðunum Austur- stræti 5 ög Hafnarstræti 6. Farið er að vinna að teikningu á húsi því, sem Búnaðarbankinn hefir fyrirhugað að reisá. Verður það vegleg fjögurra hæða bygg- ing, og er gert ráð fyrir, að verkið verði hafið á komandi vori. Búnaðarbankinn hefir ekki hingað til búið við húsakost, er væri til frambúðar. Hefir bank- inn orðið að hafast við í leigu- húsnæði, sem honum er að ýmsu leyti óhentugt. Forráðamenn bankans hafa því lengi haft í huga að hann gæti eignazt sitt eigið hús. / Á síðastliðnum vetri tókst að ná samkomulagi við Háskóla ís- lands um kaup á lóðunum Aust- urstræti 5 og Hafnarstræti 6, en þar hafði háskólinn eitt sinn áformað að reisa kvikmyndahús. Er þessi staður einkar vel settur fyrir starfsemi bankans. Hefir bankinn áformað að reisa þarna fjögurra hæða stórhýsi og er fyr- ir nokkru síðan byrjað á teikn- ingu af því. Er búist við, að hægt verði að hefjast handa um byggingarframkvæmdir á næsta vori. Ætlast er til, að Búnaðar- félag íslands fái nægilegt hús- rými í þessari byggingu, en það býr nú við algerlega ófullnægj- andi húsakynni. Alþbl. 14. júlí. SEGJA RÚSSAR JAPÖNUM STRÍÐ Á HENDUR? Tíðræddara verður mönnum nú um það en nokkru sinni fyr, eftir því sem nær dregur loka- þættinum í Norðurálfu styrjöld- inni, hvaða afstöðu Rússar muni taka til stríðssóknarinnar við Japani, en fram að þessu hefir nafnfriður haldist með þeim þjóðum. Fleiri sýnast hallast á þá sveif, að Rússar muni telja það skynsamlegast, að segja Japön- um stríð á hendur til þess að flýta fyrir stríðslokum að fullu og öllu með því að eigi verði unt að skipuleggja Norðurálfu frið fyr en bundinn hafi verið endi á stríðið við Japani líka. GETUR SÉR FRAMA F.O. J. Guttormson Frá því var skýrt nýlega, að R.C.A.F. strandgæzluliðið við ísland hefði í 10 daga harðri sókn komið fyrir kattarnef þrem ur þýzkum kafbátum, en 6 i alt á ótilteknu tímabili. í sól«i þess- ari tók þátt J. Guttormson, son- ur þeirra Mr. og Mrs. B. Gutt- ormson, 986 Minto St., hér i borg inni, ungur maður og efnilegur. BLAÐAFULLTRÚI UTANRÍKISRÁÐUNEYTIS ÍSLANDS Lögberg vill vekja athygli les- enda sinna á hinni ágætu um- sögn hr. Bjarna Guðmundssonar blaðafulltrúa utanríkisráðuneyt- is íslands um móttöku hr. Sveins Björnssonar forseta í New York; er Bjarni víðmenntur ágætis- maður, með brennandi áhuga á velferðarmálum Islands. Bjarni Guðmundsson er ættað- ur úr Dölum, fæddur 1908; hann lauk stúdentsprófi 1927, lagði stund á norrænu um hríð, en tók brátt að gefa sig við blaða- mennsku og starfaði við Morgun blaðið og Vísir. Árið 1941—’42 var hann starfsmaður B.B.C. í London, en í síðastliðnum maí- mánuði var hann skipaður blaða- fulltrúi utanríkisráðuneytisins. Bjarni er ljúfmenni í fram- göngu og hinn mesti vinnuvík- ingur. FALLINN í HERÞJÓNUSTU Rurik William Thorsteinsson Þeim hjónunum, Mr. og Mrs. A. Thorsteinson, 621 Maryland St., hér í borginni, hafa borist þau sorgartíðindi að sonur þeirra Rurik William, hefði fallið í or- ustu þann 8. ágúst s. 1.; hann var í Fort Garry Horse herdeild- inni. Rurik, sem var hinn mesti efnismaður, var fæddur í Winni- jpeg 13. september, 1922 og starf- aði hjá Pioneer Grain félaginu áður en hann gekk í herþjón- ustu; þrír bræður þessa unga manns, eru í herþjónustu hand- an við höf. Lögberg vottar Mr. og Mrs. Thorsteinson innilega samúð í þeirra þunga harmi. JOHN BRAKEN John Bracken forustumaður Progressive Cönservatives flokks ins, hefur tilkynnt að hann muni gefa kost á sér til útnefningar í Neepawa kjördæminu í Mani- toba fylki. Síðan hann var kos- inn foringi flokksins í desember 1S)42, hefur hann ekki átt sæti á þingi. Núverandi þingmaður í Neepawa er F. Donald Mac- Kenzie, Liberal. Hann var kos- inn 1935, og enduikosinn 1940 með 1,859 atkvæðum fram yfir hina tvo gagnsækjendur sína IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIII Guðmundur Ingi: Bróðir minn Bróðir minn var svikinn í sínum eigin bæ, saklaus þegn á vald hins illa manns. Osló heitir borgin við hinn bláa, kyrra sæ, borgin réttarins og sannleikans. Það er borgin, — það var borgin hans. Farast vildi hann heldur en þola þrældómshnút, því að hann var lýðræðinu trúr. Svo var land hans fjötrað og frelsið rekið út. Fastur er hann bak við þursamúr. Hungurstofa er nú hans nægtabúr. Bróðir minn er luktur bak við hræðilega hurð, hann, sem treysti mannsins góðu þrá. Harðstjórnarnir felldu þennan dimma dómsúrskurð: Dagur frjálsra manna er liðinn hjá. NÝRRI SKIPAN er nú komið á. Hugsaðu ekki, bróðir minn, að hjarta mitt sé rótt. horfi á kúgun þína dauft og sljótt. Ekki skaltu halda eg hvílist vel í nótt, hvíli og sofi þessa aprílnótt, þína dauðadöpru kvalanótt. Bráðum sigrast hamingjan á heimi elds og stáls, hamingjan, sem leysir mannsins rétt. Bráðum kemur stundin, þegar bróðir minn er frjáls, Bodöy rís og Gulaþing er sett. — Yfir hafið höndin mín er rétt. I (Kveðið 9. apríl). Samvinnan. iiiiiiiiiiiiiiiiiimMiiBaiiiyiiiiiiiiiiiaiiiiiiiiiMiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiipiHiiiiiiiiiiiiiiiHiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiHiiiiiiiiwiiiiihiiiiiiiiiiiiiHM

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.