Lögberg - 14.09.1944, Side 6

Lögberg - 14.09.1944, Side 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 14. SEPTEMBER, 1944 Dómar mannanna | Eftir \. Sergeant áV/'ÍV'/íÍWÍÝ'i''iW “Þú lærir með tíð og tíma að elska mig,” sagði Horst, öruggur, um leið og hann þrýsti henni að brjósti sér. “Vil eg — er það áreiðanlegt?” hvíslaði Dora, hálf undrandi, eins og í draumi. “Hvernig veistu það?” En í staðinn fyrir að svara þessari spurningu, kysti hann hana, ástúðlega á munninn. 17. KAFLI. Þannig hafði Horst unnið sigur, og það var almennur fögnuður meðal vina hans yfir því. Dora var ekki nógu kunnug kröfum og dóm- um almennings, til þess að hugsa frekar út.í hvað það gæti meint, að giftast manni, undir uppteknu nafni. Gað var fyrst á síðasta augna- blikinu, þegar hún á ráðhúsinu, átti að sk*ifa nafnið sitt í embættisbókina, og skrifaði sig Dora Morrison, í staðinn fyrir Dora Sittard, skildi hún að hún var ekki að fremja smáræðis yfirsjón, heldur stór glæp, en nú var það of seint að segja sannleikann. Horst sýndi henni hvarvetna góðvild og göf- ugmensku. Hann spurði hana engra óþægilegra spurninga, né forvitnaðist um hagi hennar. Hann elskaði hana af hug og sál, og sýndi henni alla þá virðingu og aðdáun, sem oft á sér stað hjá miðaldra mönnum, og ef bún elskaði hann ekki — þá ætlaði hann að kenna henni að elska sig. Dora hafði ekki heyrt neitt frá Richard, og var fram til þess síðasta, að hún gifti sig, stöð- ugt milli vonar og ótta um, að hann kæmi þegar minst varði, og forbyði sér að giftast, ellegar hann krefðist þess að hún segði Hr. Horst allan sannleikann um faðerni sitt. Hún fann sárt til að hún var að táldraga bróður sinn og elskhuga, með því að segja ekki eins og var. En hún mundi eftir hvað hafði skeð, og það var sú ímyndun hennar, að engin af vinum hennar mundi framar tala orð við hana, ef þeir vissu að hún væri dóttir Júlíusar Sittard, hræðsl an við það hafði fest djúpar rætur í huga hennar. Það var síst að furða, því meðan engin vissi að hún var dóttir Júlíusar Sittard, hafði fólk hindrunarlaust talað við hana um alla þá ó- hamingju sem hann hafði verið valdur að, og hún hafði orðið að hlýða á. Hún hafði einnig fengið að heyra fyrir hve stóru tapi frú Sandon varð. Þær tilfinningar barnslegrar ástar, sem hún átti áður í hjarta sínu voru dauðar, þær höfðu snúist upp í stöðugan kvíða fyrir því, að einhver kynni að komast að því, að hún væri dóttir þess mans, sem dagblöðin kölluðu hinn versta fant, sem nokkru sinni hefði þekkst á Englandi. Af og til bárust sögur um hvar hann væri niður kominn og hvað hann hefðist að, en eng- inn vissi þó neitt um það upp á víst. Það voru bara börnin hans, sem vissu hvar hann var, og að hann lifði þar í alsnægtum, sem sam- svöruðu yfirlætishneigð hans og skrautgirni. Doru skar í hjartað, þegar hún heyrði fólk, hvað eftir annað, vera að ræða um föður sinn og kalla hann öllum illum nöfnum. "‘Því er þessi maður ekki tekinn fastur og settur í varðhald?” spurði frú Sandon, einu sinni, er Hr. Harkort var þar staddur, §em svaraði strax: “Af því enginn veit með vissu hvar hann er.” “Átti hann engin börn?” spurði Theresa. “Þau eru víst ekki á Englandi, annars heyrði maður um þau.” “Eg býst við að þau mun'du gæta sín að segja ekkert, þó maður spyrði þau,” svaraði Horst. “tað er líklegt að þau hafi fylgt honum — þó velt eg auðvitað ekkert um það. Sonur hans vann einu sinni í skrifstofunni minni, indæll ungur maður, en var ekki mjög ástundunar- samur, en að eg held, mjög góður drengur og heiðarlegur. Auðvitað er aldrei gott um það að segja —-” Hann hikaði við að segja meira, því hann veitti því eftirtekt, að sársauka og þjáningar- svip brá fyrir á andliti Doru, og Horst hugsaði hversu viðkvæm réttlætis og sannleiks tilfinn- ing væri í hjarta góðrar konu, sem ekki einu sinni gæti hlustað á fljótfærnisdóma um menn, án þe^s að mótmæla sílku í hjarta sínu. En frú Sandon hélt umtalinu áfram vægðar- laust. “Sjálfsagt fantur eins'og faðirinn,” sagði hún. “Það er gott að þú ert laus við hann Hr. Horst. Eg mundi aldrei treysta nokkri manneskju, sem væri afkvæmi slíks föðurs.” “Það væri ekki kanske í öllum tilfellum rétt,” svaraði Horst brosandi. “En svo getur maður fundist, sem reynir að bæta fyrir það sem fað- irinn gerði órétt.” “Það er ekki ómögulegt,” nöldraði frú San- don. “En það sem sonurinn gæti gert í þá átt, er ómögulegt fyrir dótturina,” sagði hún hryss- ingslega. Hún horfði kannske óafvitandi á Doru, sem undir hennar stranga augnaráði, varð ým- ist bleik eða rauð í andliti. “Stúlka, sem á til slíkra að telja,” hélt frú Sandon áfram, “verður aldrei trygg, maður get- ur aldrei algjörlega upprætt rætur þess illa úr henni, það geturðu verið viss um.” Horst hló að nornaskap frú Sandons. “Það er hræðileg ályktun,” svaraði hann. “Til allrar hamingju er ekkert okkar þannig sett að geta gefið sönnun, né afsönnun fyrir því. En eg ímynda mér að erfða gallar séu nokkuð som má taka til greina, og að afbrot foreldranna, verði til tjóns og óhamingju barn- anna.” Hann sagði þetta í fullri alvöru, eins og hann gæfi orðunum svo sérstaka áherzlu, þar sem hann sjálfur var að taka á sig ábyrgðina, sem eiginmaður og húsfaðir. Dora horfði á hann með angistarfullu og biðjandi augnaráði. Þó engin vissi um leyndar- mál hennar, þá fanst henni, að einhver af þeim sem voru viðstaddir, væri að reyna að komast að því. Horst leit til hennar, og myntist þess hversu lítið hann vissi um fjölskyldu hennar. Hann veitti því eftirtekt hve Doru leið illa, undir þessari samræðu, og ásakaði sig fyrir að hafa hrygt hana. Hann vissi vel að hún leyndi hann einhverju slíku leyndarmáli, en hún leit út, svo saklaus og hreín, að hann hélt að það sem hún leyndi sig, gæti ekki verið neitt vont, heldur að hún í barnslegu sakleysi, hefði tekið eitthvert smá afbrot, einhverra ættingja sinna svo nærri sér. Hann brosti blíðlega til hennar, en varð þá mjög hverft við er hann sá að sársaukasvip- urinn hvarf ekki strax af andliti hennar. Hann notaði fyrsta tækifæri til að tala vin- gjarnlega við hana. “Þú mátt ekki taka neitt mark á því sem frú Sandon sagði, elsku Dora. Hún er mjög hörð í dómum sínum.” “Eg hélt að þú mundir fara að hugsa úm hve lítið að eg hefði sagt þér um ætt mína,” sagði hún og brá lit. “Ástæðan fyrir því að eg hefi ekki gert það, elskan mín, er sú að eg elska þig, en ekki fjöl- skyldu þína.” “Ó, Horst, hvað þú ert góður! Mig langar altaf meir og meir til að eg gæti sagt þér allt, og þyrfti ekki að dylja þig neins, sem áhrærir mig. Bara að eg gæti talað við Richard.” “Eftir því sem mér kemur hann fyrir, elskan mín, er hann fjarska sérkennilegur, og það er betra fyrir þig að hugsa ekkert vm hann — eins og frú Sandon sagði við mig, um veslings Richard Sittard — hvað gengur að þér Dora?” Hann hélt handleggnum um mitti hennar og fann, hvernig hún hrökk við er hann nefndi þetta nafn. “Ekkert”, sagði hún lágt. Mér líkar ékki að heyra mynst á Hr. Sittard.” “Vegna þess að hann hefir valdið svo mörg- um, svo mikillrar óhamingju. Já, það er satt, og eg skil vel, að þú finnur svo sárt til með þeim, sem urðu fyrir óláni hans vegna, En eg var ekki að tala um gamla þorparann í Suður Ameríku, eg meinti son hans, sem eg álít að vsra góðan mann.” “Þú álítur hann góðan mann —” sagði Dora, með gleðibragði, og gleymdi því eitt augna- blik að hún þyrði ekki að tala um bróðir sinn. Hann skildi gleðiglampann í ajugum hennar á annan hátt. “Já, mér líkar hann yfirleitt mjög vel. Eg vildi gjarnan hafa hann, þrátt fyrir aðvaranir Freilings gamla, þú getur verið róleg þess vegna, litla elskan mín.” Dora leit niður fyrir sig, og vissi varla hvað hún átti að segja, og fann sárara til þess, en nokkru sinni áður, að þurfa að þeygja um bróðir sinn. Hún stundi við, og leit upp á Horst, og sá hann horfa brosmildum augum á sig. “Hvaða stuna”, sagði hann. “Vonapdi er það meiri gleði fyrir Síttard, en þig.” “Já,” sagði hún og sneri sér frá honum. “Það er stór hamingja fyrir vesalings Sittard.” “Hefur þú þekt þá fjölskyldu?” spurði Horst undrandi. Hún hrökk við, og þagði eitt augnablik áður en hún svaraði. Síðar myntist hann þessa, en nú gaf hann því engan gaum. “Eg hefi lesið um hann í blöðunum. Nei, eg þekki hann ekki,’ svaraði Dora í óstyrkum róm. Hún hélt að hún væri ekki að segja vísvitandi ósatt, með þessum orðum. En í einveru nætur- innar í herbergi sínu, fór hún að hugsa um hvað hún hafði ságt honum, og fékk sárt sam- viskubit af því. Hún yðraðist þess mjög, að hafa sagt elskhuga sínum ósatt, of ef hann skyldi svo síðar verða hifts sanna vís, mundi hann dæma sig hart fyrir ósannsöglina. Horst sagði ekki neitt meira, en hugsaði með sér, hversu óskynsamleg svona viðkvæmm gæti verið, þar sem alókunnugir ættu hlut að máli. Það var meiri ástæða, hugsaði hann, að Dora væri hrygg yfir að vita ekkert um bróðir sinn, sem hann af einlægum hug, vildi reyna að komast að hvar væri niður kominn, eða fá hann til að gleyma honum. ’ Giftingin fór fram eins og til var ætlast, og eins og vanalega getið um það í blöðunum. Richard sá blað í matsöluhúsi, sem gat um giftinguna. “Horst Harkort og Dora Morrison! Er það mögulegt!” sagði hann næstum upphátt. Hann fann að blóðið steig sér til höfuðsins, af undrun og æsingu. “Eg man að hún talaði um hann; henni geðj- aðist að honum. En að þau mundu giftast! Hún hefur sjálfsagt sagt honum allt. Eg er viss um að hún hefur gert það, þrátt fyrir að eg lét hana lofa mér að þegja um mig. Kvennfólk er svo málugt,” sagði hann í bitrum róm, sem gaf til kynna að hann hafði mist hina unglingslegu tilbeiðslu hneigð fyrir kvennfólki. “Maður verður að binda tunguna á þeim eins fast og maður getur. Og þó vona eg að hún hafi ekki verið svo heimsk, að giftast hon- um, án þess að segja honum allt, eins og er. Hann henti blaðinu frá sér, og sat lengi þegj- andi og starði á vegginn andspænis sér, og hugsaði ekki um að drekka kaffið sitt, sem var orðið kalt. Útlit hans bar engin merki gleði né ánægju. Hann var magur í andliti, drættirnir í því voru orðnir harðir og djúpar línur sáust beggja meg- in við munninn; og stórar hrukkur lágu þvers yfir ennið, sem greinilega sögðu sína sögu. Nei, Richard Sittard var ekki orðinn neinn ungling- ur, hann var maður sem hafði fengið að kenna á mótbyr' lífsins, án þess að njóta neinna gæða þess, né gleði. Hann var fátæklega búinn og lotinn í herð- um, eins og oft verður tilfellið með þá menn, sem sitja stöðugt við skriftir. Hin mest áberandi breyting á honum var vöntun áræðis og starfsgleði. Hann leit út sem lamaður og fjörlaus, og sýndist miklu eldri en hann var. Loksins rankaði hann við sér, og drakk sitt kalda kaffi, borgaði fyrir sig og gekk út. Þetta var klukkan sex að kvöldinu. Hann hafði lokið dagsverki sínu, kl. 5, á skrifstofunni. En hann var vanur að borða kvöldverð í litlu mat- söluhúsi áður en hann færi heim, til síns gleði- snauða heimilis. Giftingin hafði auðvitað farið fram, eins og Horst hafði til ætlast. Það var komið haust, og dagarnir voru farnir að styttast, og kvöld- in voru orðin köld og dimm. Það var orðið skuggsýnt er Richard fór heim. Hann fór eftir hliðargötu, þar sem fátækt fólk bjó. í stöku glugga sá hann' fölnaða geraníum, á bak við gluggatjöld, sem einu sinni höfðu verið hvít, en voru nú til lítillar prýði. Illa útlítandi börn, og hungraðir kettir, léku sér saman, og veltust hvert yfir annað í einni bendu, og nutu ánægjunnar af því, eins og börnum og dýrum er svo eiginlegt, að beita ofbeldi hvert við annað. Upplag Richards var að sjá bjartari hliðina á þvi sem fyrir .augu hans bar; en nú var hann svo yfirþyrmdur, af þunglyndi að allt varð svart fyrir augum íans. Hann nam staðar við lágar dyr, hurðin var brotin og hékk varla á hjörunum. Hann opnaði hurðina og gekk inn í dimman og daunillan gang, honum lá við köfnun, aldrei hafði lyktin verið svona kveljandi vond þar áður, að hon- um fanst. En það sem kvaldi hann þó enn meira, voru endurminningar frá liðinni tí'ð. sem brutust fram í huga hans. Fréttin utti giftingu systur hans, hafði sett hann út af öllu hugsanlegu jafnvægi. Þeir hamingjusömu dagar þegar hann var með henni í blómgarði föður þeirra, á meðal alslags skraut- blóma og yndislega gosbrunna! — Og nú þetta hrörlega hús, og þessi óendanlegu vandræði að útvega jafnvel hina lélegustu húsmuni. Og í staðinn fyrir sína mildu og elskulegu systir, hafði hann nú bundist konu, sem bæði fyrir skort á góðu uppeldi og vöntun hæfi- leika, var honum engin stoð í stríðinu fyrir tilverunni, auk þess var hún afar óstilt og fúllynd — kona sem hann elskaði ekki. í þessum þrönga gangi í gegnum húsið, mætti hann húsmóðurinni, sem fyllti ganginn milli veggja. Hún stóð þar í vegi fyrir honum, með sína feitu og óhreinu handleggi baðandi út í loftið. “Mig langar að vita, hvenær að þú ætlar að borga mér húsaleiguna,” sagði hún í háum og skrækum róm, sem fór eins og stingandi sárs- auki í gegnum allar taugar hans. “Eg get ekki beðið lengur, þú verður að borga strax.” “Þú þarft ekki að bíða lengur,” svaraði hann rólega. “Eg skal borga þér á morgun.” “Á morgun — altaf á morgun. Eg þekki þetta fólk, sem segir svo, og þykist betra en við hin. En eg skal segja þér, að eg vil ekkert hafa með þig né konuna þína að gera. Hún læst vera eins og einhver —” “Láttu frú Morrison í friði, þú átt ekkert við hana að skifta,” svaraði Richard einarð- lega. Konan þagði eitt augnablik, eins og hún yrði hissa á einurð hans. Svo hélt hún áfram í dá- lítið lægri, en lítið mildari róm: “Ef þú borgar mér ekki á morgun, svo verð- ur þú að fara strax burt úr húsinu. herra minn. Eg get ekki beðið lengur eftir leigunni, eg er búin að bíða allt of lengi.” “Þú getur verið alveg róleg, eg borga þér á morgun, það sem eg skulda þér,” endurtók Richard, er hann gekk að stiganum sem lá upp að herbergjum hans. Húsmóðirin rausaði áfram um lögin og fá- tækar eyðslusamar konur, sem vildu láta mikið á sér bera, og lifa yfir efni fram. Richard heyrði óglögt síðustu orðin sem hún sagði, en skildi þau, og fann þeim mun sárara til þeirra, sem hann vissi hve mikill sann- leikur var í þeim. Hann hafði gifst Rósu, án þess hann elskaði hana, og honum var full kunnugt um að hún mundi ekki reynast sem góð kona Hún var fríð, og að sumu leyti aðlaðandi, hún var vel greind og kunni góða siði, en hún var langt frá því að vera hentug kona fyrir Richard, sem hafði bæði fínna og göfugra upp- lag, en hún reyndi ekki til að laga kröfur sín- ar samkvæmt því sem efnahagur þeirra krafði. Honum var oft þungt í skapi, þegar hann hugsaði um það, að v«ra alla æfina bundinn konu, sem var honum svo fjarska ólík. Með þessar tilfinningar í huga, sem særðu hjarta hans, eins og ormstunga, opnaði hann hurðina að verelsinu, þar sem Rósa sat inni með handavinnu sína. 18. KAFLI. Hún leit upp, þegar hann kom inn, en hreyfði sig ekki. Hún leit út fríðari en nokkru sinni áður. Hún bar öll merki hreysti og góðrar heilsu, langt fram yfir aðrar konur. Hún var í hvítum kjól, sem skar svo yndislega af við henn- ar silkimjúka gull-leita hár, sem var greitt og snirtað eftir nýjustu tízku, hún hafði breiða kniplinga um háls og handleggi. Mesta breyting- in sem orðin var á henni, var í andliti hennar. Það hafði verið sakleysislegt og dreymandi, nú var afmáluð: óánægja, kuldi og þrákelkni í því. Hennar barnslega gleði og yndi, sem hafði haft svo mikil áhrif á Richard, var nú horfið. Þegar hann kom inn leit hann á hana með þunglyndis- legum örvæntingarsvip, eins og svo oft kemur fyrir, er vér stöndum frammi fyrir manneskju er vér finnum til, að eiga enga andlega samleið með. Hann leit áhyggjufullur yfir herbergin og á Rósu. Herbergin voru lítil dagstofa, 'og enn minna svefnherbergi. Það var lágt undir loft í báðum herbergjunum, og þungt loft inni. Fyrir þessi litlu herbergi varð hann að borga fimm krónur á viku. Hann fékk í kaup 30 krónur á viku, og áleit að með því kaupi hefði hann nóg fyrir sig og konuna sína, en hann hafði ekki gert sér í hugarlund, hversu mörg aukaútgjöld að konan hans taldi bráðnauðsyn- leg. Auk dýrindis búninga, gat hún ekki verið án skarts og skemtana, sem hún taldi nauðsyn- lega, svo kaupið hans hrökk hvergi nærri til- Þessi eyðsla, sem Richard áleit óþarfa, gerði hann ergilegan og þunglyndan. Hann gat ekki sett sig inn í hennar hugsunarhátt, sem kannske var sprottinn af hennar innri nauðsyn; hann var ungur, óþolinmóður, og oft fljótfær. Sem afleiðing af augnabliks geðshræringu, hafði hann svo að segja hlaupið inn í þetta hjónaband, og varð nú að bera afleiðingarnar fyrir fljótfærni sína og hugsunarleysi. Hann fann sárt til vonbrigðanna, sem hann varð fyrir í hjónabandinu. Það var ein hugsun öðru fremur, sem hafði hvatt hann til að gift- ast Rósu, sem honum lá þá þungt á hjarta — vonin að geta smám saman borgað eitthvað af skuldum föður síns, þeim sem áttu um sárast að binda. Rósa, sem var af fátækum komin, og hafði orðið að vinna fyrir sér, og aldrei vanist neinni eyðslusemi, hélt hann að væri hentug kona fyrir sig, í sinni stöðu. Hún kunni vel til matreiðslu, vön þrifnaði og húshaldi, og lagin til sauma, og allra innan- hús verka. Hann hélt að hún mundi verða sér hjálpleg með að draga saman þá peninga, sem hann hafði seti allan hug sinn á, til skulda- lúkningarinnar. En til allrar óhamingju skoðaði Rósa ekki giftingu sína, frá því sjónarmiði. Hún hafði gifst tignum manni, manni sem tilheyrði tignari stétt en hún, svo hún hélt að hún ætti nú fullan rétt til að hegða sér eins og tigin frú, af hærri stétt. Hún trúði því dkki að hann hefði engar aðrar inntektir en 30 krónur á viku. Hún hafði gert sér þá glæsi ímyndun að hann hlyti að vera ríkur, eftir að hún hafði séð systir hans v svo tignarlega og ríkmannlega búna. Hún ímyndaði sér að hann hefði komist í óeiningu við fjölskyldu sína, og rpundi þá og þegar sættast við skyldmenni sín, og fara til þeirra aftur. Því æ{ti hún að hjálpa honum til að vinna fyrir nauðsynjum þeirra, og safna peningum? Henni fanst það hlægileg vitleysa.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.