Lögberg - 15.02.1945, Page 2
2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 15. FEBRÚAR, 1945
Ólajur Lárusson:
Gróandi þjóðlíf
Fyrsti dagur desembermánað-
ar hefir verið haldinn hátíðlegur
um nokkurt árabil, bæði hér á
landi og meðal íslendinga er-
lendis, til minningar um það, aö
sambandslögin gengu í gíldi
þann dag árjð 1918. Nú hefir ver-
ið ákveðið að annar dagur, 17.
júní, skuli framvegis vera þjóð-
hátíðardagur vor, og flestir ís-
lendingar munu vera á einu máli
um það, að sá dagur sé sjálf-
kjörinn til þess að vera aðal-
hátíðisdagur þjóðarinnar, því að
við þann dag á hún dýrmætari
minningar tengdar en við nokk-
urn annan af öllum dögum árs-
ins. Minningin um það, sem gerð-
ist 1. des. 1918, er þó þess verð,
að hún sé varðveitt, og því hefir
verið mælt svo fyrir, að sá dag-
ur skuli eftirleiðis vera einn af
fánadögum þjóðarinnar qg stúd-
entar hafa ákveðið, að efna fram-
vegis til hátíðahalda þann dag
eins og þeir hafa gert að undan-
förnu.
Orðið “þjóðhátíð” vekur ósjálf-
rátt í huga vorum hugsunina um
sól og sumar, um mannfundi
undir beru lofti og fána blakt-
andi ,í sólskini og sumarblæ.
Fyrsti desember er skammdegis-
dagur. Þá er allra veðra von og
það má heita heppni, ef sér til
sólar einhverntíma á þeim fáu
klukkustundum, sem hana bér
yfir sjóndeildarhringinn. Land
vort er þá annaðhvort þakið ísi
og snævi eða það liggur bert og
lífvana, sumarfuglar allir á
brottu og gróður jarðarinnar
fallinn eða sölnaður. Sá árstími
virðist ekki vera vel fallinn tii
þjóðhátíðarhalda hér í norður-
byggðum jarðarinnar.
Samt hafa menn hér í Norður-
heimi haldið eina af aðalhátíð-
um sínum einmitt í svartasta
skammdeginu. Þann sið höfðn
þeir tekið upp öldum eða afnvel
tugum alda áður en hinar elstu
sögur hefjast og þeim sið er
haldið enn í dag. Jólahátíðin,
aðal kirkjuhátíð ársins, er haldin
í skammdeginu. Hin kristnu jó!
eru að vísu — og hafa ávallt
verið — hátíð heimilanna 'frem-
ur en hátíð þjóðarinnar, en áður
en farið var að halda kristin jól,
höfðu norrænir menn haldið
heiðin jól um langan aldur. Það
voru miðsvetrarblóú þeirra, þau
voru ein af þremur aðalhátíðum
þeirra ár hvert.
Miðsvetrarblótin fornu voru
haldin um þær mundir, er dagur-
inn var stytztur og sólargangur
lægstur. Þá var vetrarmagnið
voldugast, máttur myrkursins
mestur og geigvænlegur. Mönn-
unum stóð uggur og ótti af ofur-
efli þess. Sá geigur settist að
þeim, að myrkrið og kuldinn
kynnu að vinna fullnaðarsigur í
baráttu sinni við ljós og yl, að
svo kynni að fara að aldrei vor-
aði framar en eilífur vetur sett-
ist að völdum, Fimbulveturinn,
er þeir nefndu svo. Vegna þessa
kvíða streymdi fólkið í skamm-
degismyrkri og vetrarveðrum til
hinna æðstu helgidóma sinna,
höfuðhofanna, til þess að freista
þess að tryggja sér liðsinni goð-
magnanna. Líf þjóðarinnar og
allra barna hennar var í veði.
Þess vegna voru miðsvetrarblót-
in þjóðarsamkomur, þjóðhátíðir
þeirra tíma manna, þótt alvara
hafi staðið að baki þeirra hátíða,
meðan hin forna trú hafði enn
full tök á hugum manna.
Snorri Sturluson segir, að for-
feður vorir hafi blótað til gróðr-
ar, við miðsvetrarblótin. Þegar
jörðin lá drepin í dróma, gadd-
freðin í heljargreipum vetrarins,
hvarf hugur þeirra til vorsins.
Þeir þráðu að sjá
jörð gróandi
í goðs faðmi
eins og komizt er að orði í
gamalli engilsaxneskri þulu. Þeir
báðu hin huldu mögn um að
láta vorið koma, láta vorsólina
vekja gróðurinn til nýs lífs.
Þegar vér Islendingar höldum
1. desember hátíðlegann, hinn
þjóðlega minningadag, sem vér
eigum í svartasta skammdeginu,
þá er það e. t. v. ekki svo mjög
úr vegi að minnast hinnar fornu
skammdegishátíðar forfeðra
vorra og þess í hvaða skyni hún
vár haldin. I lífi þóðanna eru
árstíðaskipti með áþekkum hættí
og í náttúrunni. Þar er ýmist
vor eða sumar eða haust eða
vetur, og yfir sumar þjóðir hefur
sjálfur Fimbulveturinn runnið og
þær hafa aldrei séð vorið fram-
ar. Vér getum greint árstíðaskipti
í lífi vorrar eigin þjóðar. Húr,
átti sér vor og hún átti sér sum-
ar, svo kom haust og vetur og
því næst nýtt vor. Sá er munur-
inn um árstíðirnar í lífi þjóðanna
og árstíðirnar í náttúrunni, að
hinar síðarnefndu lúta lögmál-
um, sem mennirnir eru magn-
þrota gegn. Tækni mannanna,
svo máttug, sem hún er, getur
hvorki lengt eða stytt sólar-
ganginn um eitt hænufet. En
þjóðirnar ráða sjálfar árstíða-
skiptum sínum að nokkru. Þær
eru eins og einstaklingarnir smið
ir sinnar eigin gæfu. Þær geta
haft nokkra stjórn á- sólargangi
sínum.
Oss Islendingum þykir flestum
eða öllum vænna um vorið en
aðrar árstíðir. Vorið er árstíð
gróandans og gróandinn er hin
fullkomnasta opinberun lífsins.
Sæla reynast sönn á storð
sú mun ein að gróa,
sagði Stephan G. Stephansson.
Gróandinn er merki vorsins. Sé
gróandi í þjóðlífinu þá er vor í
lífi þjóðarinnar. Þá er hún á
framtíðarvegi. Þess ^egna getur
engin þjóð átt sér betri bæn en
þá, sem niðurlagsorð þjóðsöngs
vors hafa að geyma. \
ísland þúsund ár,
verði gróandi þjóðlíf með þverr-
andi tár,
sem þroskast á guðsríkis braut.
Betra hlutskipti getur engin
þjóð óskað sér.
Eins og forfeður vorir hugs-
uðu til gróandans, er þeir héldu
miðsvetrarblót sín, eins skulum
vér hugsa til gróandans í þjóð-
lífi voru, er vér höldum skamm-
degisdaginn, 1. desember, hátíð-
legan.
Menn hafa veitt því eftirtekt
á síðari árum, að sumstaðar hér
á landi hafa smávaxnir og lág-
vaxnir angar af skógarviði leynzt
í óræktarmóum. Þeir hafa látið
lítið yfir sér, falið sig í grass-
verðinum, svo að enginn hefur
tekið eftir því, að þar væri neinn
skógargróður. Þannig hafa þeir
leynzt um langar stundir. Lífs-
kjör þeirra hafa verið svo örð-
ug, að þeir hafa ekki getað fylgt
köllun sinni og eðli, að vaxa og
verða að trjám'eða runnum. Þeg-
ar móarnir svo seint ,og síðar-
meir hafa veríð friðaðir, haf.a
þeir farið að teygja sig upp úr
grassverðihum og á sumum þess-
um , stöðum hefir þroskamikill
skógur vaxið upp á nokkrum ár-
um.
óræktarmóinn með bælda
skógargróðrinum getur verið
táknmynd þjóðlífs vors eins og
það var á niðurlægingartímum
þjóðarinnar. Þá bar lítið á gróand
anum og fáir höfðu trú á honum.
Þá bjó hér “hnipin þjóð í vanda”,
sem vantreysti sjálfri sér eins
og aðrir vantreystu henni. Vorið
virtist eiga langt í land, og
flestir töldu það tvísýnt, að það
cæmi nokkurn tíma. Lífsskilyrði
gróðursins í þjóðlífinu vor>i
örðug og vextinum skorinn
þröngur stakkur. Frjóangar, sem
ella hefðu getað orðið að háum
meið, urðu að bæla sig niðri í
grassverðinum og láta sér lynda
að fá aldrei vaxið smágróðrinum
yfir höfuð. Gáfur og atgerfi, sem
mikið hefði métt úr verða, fengu
ekki notið sín og urðu vanþroska
í fábreytni og fátækt þjóðlífsins.
Það var margt sem tálmaði
vorinu og tafði fyrir gróandan-
um, en þyngst á metunum hefir
þar e. t. v. verið sú nepja, sem
stóð af vantrú þjóðarinnar á
sjálfa sig og land sitt. af vonleysi
hennar um framtíðina, af sinnu-
leysi hennar og skilningsleysi á
því að hún væri þjóð, sem ætti
áér það þjóðlega hlutverk að
vaxa að mætti og menningu.
Hún hafði margt þessari vintrú
sinni til málsbóta, en þó hefði
hún mátt sjá, að ekki er örvænt
um gróðurinn. Jafnvel þegar
verst gegndi höfðu vaxið teinar
í órækt hennar, sem voru svo
sterkir, að þeir létu ekki bæla
sig en hófu sig upp yfir eymd
og kúgun, upp úr fábreytni og
einangrun, og náðu miklum vexti
og þroska. Þeir voru sönnun
þess, að gróðrarmagnið var enn
eigi kulnað út hjá þjóðinni, og
þeir voru fyrirheit þess, að það
kynni síðar meir að brjótast
fram með óstöðvandi afli, til
vaxtar og sigurs.
Það er sagt, að trúin flytpi
fjöll, og það var trúin á þjóð og
land, sem flutti vorið inn í þjóð-
líf íslendinga. Jónas Hallgríms-
son lagði þessa spurningu fyrir
þjóð sína:
Veit þá engi að eyjan hvíta
á sér enn vor ef fólkið þorir
guði að treysta, hlekki að hrista,
hlýða réttu, góðs að bíða?
Hann svarar spurningunni
sjálfur.
Fagur er dalur og fyllist skógi
og frjálsir menn þegar aldir
renna.
Skáldið hnígur og margir í moldu
með honum búa en þessu trúið.
Hann vissi, að margir trúðu
því ekki, að þjóðin ætti sér vor
í vændum. En hann trúði því og
þeir félagar hans, Fjölnismenn.
Þeir trúðu því að þar myndi
spretta blómlegur gróður, dal-
urinn myndi fyllast skógi. Ýms-
ir fleiri trúðu þessu með þeim
og þessir trúuðu menn boðuðu
þjóð sinni trú sína og unnu sí-
fellt' fleiri og fleiri til fylgis við
hana. Þá kom vorið og gróand-
inn. Þá sýndi það sig, að fræ-
korn og frjóangar höfðu beðið
í jarðveginum og að þau hlýddu
kalli vorsins, lyftu sér mót sól og
degi þegar þýðvindi trúarinnar
á framtíðina lék í lofti yfir þeim.
Enginn getur neitað því með
nokkrum sanni, að síðan þjóð
vor hóf viðreisnarbaráttu sína
fyrir rúmri öld, hefir verið gró-
andi þjóðlíf hér á landi og enn
er þar gróandi, margháttaður
vöxtur.
Þegar gróandinn kemur á vor-
in kennir þar ýmsra grasa. Það
eru elki lífgrösin ein, sem þá
spretta úr moldinni, illgresið vill
líka fá að lifa og vaxa. Vorsólin
vekur eigi aðeins hið prúða
blómstóð til lífsins, heldur líka
þyrna og þistla. I gróanda þjóð-
lífsins getur líka margvíslegur
gróður sprottið, en þar skiptir
næsta miklu hvert gróðurfarið
,rerður. Þjóðin verður þar siálf
til að koma og rækta reitinr.
sinn, verja hann fyrir illgresinu
og reyna að hæna að honum
þann gróður, sem er hollastur
og lífvænlegastur. Það er sagt
um konu eins landnámsmanns-:
ins, að hún réði því, að þau hjón-
in yfirgáfu bústaðinn, sem þau
höfðu valið sér, vegna þess að
henni þótti þar illa ilmað úr
jörðu. Þau settust að á öðrum
stað. Þar þótti henni hunangs-
ilmur úr grasi. Svo ólíkur getur
gróðurinn verið.
Ræktun þjóðlífsins er ærið
vandaverk. Menn greinir á um
það hvaða aðferðir skuli hafa
við ræktunina og hvað einkum
skuli ræktað, hvað skuli gróður-
sett og hverju skuli útrýmt.
Sumir vilja hugsa mest um nyt-
semi gróðursins. Þeir vilja rækta
matjurtir og fóðurgrös. Eg verð
að segja, að mér þykir lyngmó-
inn, með öllum þeim fjölbreyttá
gróðri, sem í honum vex, feg-
urri en sáðsléttan, þar sem öll
stráin eru eins, þótt gagnsem-
inni sé ólíkt farið. Til allrar ham-
ingju lifir maðurinn ekki af einu
saman brauði og þjóðirnar ekki
heldur. Á hinn bóginn verður
eigi komist framhjá þeirri stað-
reynd, að maðurinn þarfnast
brauðs til þess að geta lifað. Þarf-
irnar eru margar og vandinn er
sá, að taka hæfilegt og nægilegt
Ullit til þeirra allra, að ræktí
reitinn svo, að aliur sá marg-
breytti gróður fái vaxið í hon-
um, sem þarf að vaxa þar til
þess að um'fullkomið þjóðlíf'sé
að ræða. Til þess þarf miklu
nærgætni, hvort heldur er við
val þess, er rækta skal, eða þess,
sem út skal rýmt. Það getur
þurft mikla glöggsskyggni til
þess að géta greint illgresið frá
hveitinu. Náttúra lands vors, lífs-
kjör þjóðarinnar fyrr og síðar og
eðli hennar eru með þeim hætti,
að engan þarf að undra, þótt
kynlegir kvistir komi hér úr
jörðu. Enginn veit hvað úr slík-
um kvistum kann að verða, og
það er bezt að sýna fu(la var-
kárni áður en þeir eru slitnir
upp með rótum og fleygt í burtu
með illgresinu. Vér íslendingar
megum gjarnan vera minnugir
á það, sem fornsögurnar segja
öss frá kolbítunum, er lágu 'í
öskustónni í æsku en urðu að
lokum hinir mestu afreksmenn.
Þjóð vor hefur átt slíka menn og
getur eignast þá fleiri.
Gróðurinn, sem hér hefir vax-
ið upp, er sumur af innlendum
stofni, stendur á þjóðlegri rót.
En hér hefir Ijka ýmiskonar er-
lendur gróður verið gróðursett-
ur. Það er eitt vandamálið, að
skipta rétt með hinum innlenda
og hinum erlenda .gróðri. Sum-
um mönnum virðist erlendi gróð-
urinn vera álitlegri — hann er
e. t. v. skrautlegri og glæsilegri
en hinn innlendi, — og þeir vilja
rækta sem mest af honum. Öðr-
um þykir tryggilegra að leggja
fyrst og fremst rækt við hinn
innlenda gróður. Þeim fer eins
og skáldinu, sem hafði séð
skrautleg, suðræn blóm
’ sólvermd í hlýjum garði
en
var þó löngum meir í hug
melgrasskúfurinn harði,
runninn upp þar sem Kalda-
kvísl
kemur úr Vonarskarði.
Melgrasskúfurinn uppi á öræf-
unum er í^slenzkur gróður, sem
lifað hefir í landinu í þúsundir
ára og lifað af ótal harðindaár
og heljarvetur. Hann hefir tek-
ið sér bólfestu langt inni í öræf-
um, þar sem annar gróður
áræddi ekki að setjast að. Hann
gengur þar í berhögg við hinn
versta óvin alls gróðurs, rok-
sandinn, reynir að hefta hann og
halda honum í skefjum og skapa
með því skjól og hlé fyrir annan
gróður.
Melgrasskúfurinn í roksand-
inum á öræfunum mætti verða
oss umhugsunarefni. Hann getur
minnt oss á það, að lífsskilyrði
gróðursins geta verið örðug,
í þjóðlífi voru og geta orðið það
aftur. Fimbulvetur getur runn-
ið yfir hvaða þjóð sem er, ef
hún þekkir eigi vitjunartíma
sinn, gleymir sjálfri sér og læt-
ur gróandann í þjóðlífi sínu
krókna út. Gróandanum eru
margar hættuf búnar. Þegar ís-
þokur sinnuleysis og vantrausts
á landí og þjbð læðast yfir land-
ið, þá er hætt við að margan
frjóknappinn kali til dauðs. Þeg-
ar sandbyljir sundrungar og
flokksofstækis geysa, má svo
fara, að þeir kaffæri gróðurinn
í svörtum sandi, og breyti blóm-
legu gróðurlendi í ófrjóa eyði-
mörk, þar sem ekki sézt sting-
andi strá. Þegar þessar hættur
steðja að varðar miklu að gróð-
urinn, sem á að mæta þeim, sé
sem sterkastur, og. þá er líklegt
að hinn innlendi gróður, sem
(Frh. á bls. 5)
“Ein umferð og alt búið”
COCKSHUTT TILLER COMBINE
Spyrjist jyrir hjá viðurkendum
Cockshutt umboðsmanni um
Cockshutt Tiller Combines
nú þegar.
Hann kemur yöur að mestu liCi, með
því að þér kynnið honum þarfir yðar
f tæka tfð. Skrifið nwsta útlbúl eftir
bæklingum með myndum, varðandi
sftningu, heyskap, uppskeru, og hin
og þessi verkfæri, er þér helzt þarfnist.
Fleiri og fleiri bændur sannfærast um yfirburði
COCKSHUTT TILLER COMBINES ...
Þeir meta þann mikla peninga og tímasparnað, sem
einkennir þessi 4-DUTY BÚÁHÖLD. Já, margtí
bændur staðhæfa, að Cocks'hutt Tiller Combines
skari fram úr öllum hliðstæðum áhöldum, sem
seljast við samkeppnisverði. Þessir “Once over-
all over” sérkostir Cockshutt Tiller Combine, inni-
binda ristu ... fræsáningu, rakajöfnuð, hæfilega
djúpt og skjóta frjógvun ... flýtir sáningu, dregur
úr jarðvegstruflun, hamlar illgresi, og lækkar
sáningarkostnað um því nær 50%.
Hér nefnast nokkrir sérkostir hinnar
vinsælu Nr. 33 fyrirmyndar sem
veldur bættum búnaði
• Innilokað olíusmurt grip. Lengri ending, mýkri ferð.
® óviðjafnanlegar róluvöltur um allan diskinn, sem valda
léttleik í meðförum.
• Stærri og breiðari skiptihjól,, er orsaka minni þunga á
hvern ferþumlung.
® Hið fræga sáningar fylgiáhald fyrir “once over—all over"
jarðyrkju, flýtir fyrir sáningu ... og tryggir meiri
uppskeru.
• Stærðir við allra hæfi.
“Aukin uppskera af hverjum akri’
COCKSHUTT
PLOW COMPANY LIMITED
MONTREALMITHS FAllS TRURO BRANTFORD
WINNIPEG REGINA CALGARY
SASKATOON EDMONTON