Lögberg - 15.02.1945, Side 4
4
♦—— JLögberg-----------------------------
Gefiö öt hvern fimtudag af
THE COLUMBIA PRESS, LIMITED
695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba
Utanáskrift ritstjórans:
EDITOR LOGBERG,
695 Sargent Ave, Winnipeg, Man.
Editor: EINAR P. JÓNSSON
Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram
The “Lögberg” is printed and published by
The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue
Winnipeg, Manitoba
PHONE 21 804
F ramíærsluáty rkur
barna
Það laganýmæli frá sambandsþinginu í fyrra,
sem lengst gekk í umbótaátt, má vafalaust telja
frumvarpið um framfærslustyrk barna, sem
stjórnin, í samstarfi við þingmeirihluta sinn,
fékk hrundið í framkvæmd; tveir hinna þing-
flokkanna hölluðust á sveif stjórnarinnar í þessu
mikilvæga velferðarmáli, C.C.F. og Social Credit
flokkarnir; um afstöðu Conservativa var það að
segja, að hún var í rauninni hvorki fugl né
fiskur, því sumir þeirra, er vegna ótta við al-
menningsálitið, treystust eigi til að greiða at-
kvæði gegn frumvarpinu, veittu því stuðning
sinn með hangandi hendi, og vildu helzt hvergi
við koma.
Mr. Bracken, sem venjulega hleypur ekki af
sér hornin, hafði í þessu máli verið nokkru
fljótari á sér, en hans var von og vísa; hann
hafði snemma, auðsjáanlega, haft eitthvert veð-
ur af því, að Col. Drew, forsætisráðherra þeirra
Ontario manna, myndi vera frumvarpinu mót-
fallinn, eins og síðar varð raun á, og talið sér
trú um það, að hér væri ef til vill pólitískur
draugur á ferð, er svo mætti magna, að hann
gæti riðið stjórninni að fullu; og eitthvað hlaut
þá vitaskuld að vera á sig leggjandi fyrir annað
eins og það; hin fulrðulega framkoma Mr.
Bracken’s í þessu þjóðþrifamáli, setti Conserva-
tiva í gapastokkinn, og þar dúsa þeir enn.
Eins og þegar er vitað, er svo ráð fyrir gert,
að greiðslur hins áminsta framfærslustyrks
barna, hefjist þann 1. júlí næstkomandi, og
að svo verði, þarf eigi að efa, sitji núverandi
stjórn þá við völd. En komi önnur stjórn fyrir
þann tíma til valda, getur auðveldlega svo
farið, að þessi umfangsmikla menningar- og
mannúðarlöggjöf komi aldrei til framkvæmda;
en slíkan óvinafögnuð geta kjósendur því aðeins
fyrirbyggt, að þeir tryggi núverandi sambands-
stjórn endurkosningu með nægum þingmeiri-
hluta.
Einstöku menn spyrja sig sjálfa um það, hvort
þess sé í raun og veru nokkur þörf, að hlutast
til um greiðslu framfærslustyrk barna í jafn
auðugu landi og Canada vitanlega er; hvort
eigi megi verja þeim tvö hundruð miljónum
dollara, sem ætlaðir eru löggjöf þessari til fram-
kvæmdar, til einhvers, sem meir sé aðkallandi,
til einhvers þarfara. Eru ekki heilbrigðir og vel
uppaldir þegnar hin dýrmætasta eign sérhvers
þjóðfélags? Og gildir þá slíkt ekki jafnt um
canadisku þjóðina sem aðrar þjóðir? Slíkt getur
ekki orkað tvímælis.
Velmegandi fólk á vitaskuld auðvelt með að
sjá börnum sínum farborða, veita þeim aðgang
að lindum æðri menntunar, láta þau ganga vel
til fara, og lifa á mjólk og hunangi; slíkt hefir
hinum vinnandi stéttum oft og einatt orðið
ofurefli; þær stéttir eru löngum fjölmennastar,
og það eru jafnan þær, sem öðrum fremur, bera
hita og þunga dagsins; innan vébanda þeirra
fæðast engu síður gáfuð börn, en í flokki hinna
svonefndu yfirstétta, og til þess að tryggja, að
svo miklu leyti, sem auðið má verða, æsku
landsins, án tillits til stétta, jafnan aðgang að
undirbúningi undir lífið, lagði stjórnin, eftir
langar og ítarlegar rannsóknir, grundvöll að
hinni þörfu, og í raun og veru alveg sjálfsögðu
löggjöf um framfærslustyrk til barna, til þess
að útiloka úr þjóðfélaginu misrétti, sem orðið
var langt of gamalt í hettunni, og nýji tíminn
gat ekki undir neinum kringumstæðum, sætt
sig lengur við.
Ýmsir gefa áminstri nytjalöggjöf hornauga,
vegna þess, að því er þeim skilst, að hún sverji
sig um of í ætt við jafnaðarmennskuna. En hefir
þá ekki mannkynið á hinn bóginn, fengið sig
fyrir nokkru fullsatt af misréttinu, og ójafn-
aðarmennskunni ?
Aðrir horfa í kostnaðinn; þeim hrýs hugur
við þessum tvö hundruð dollara útgjöldum, sem
framkvæmd áminstrar löggjafar óhjákvæmi-
lega hlýtur að hafa í för með sér; hvorug mót-
báran styðst við veruleg rök, því það liggur í
augum uppi, að engin stjórn fái betur varið því
fé, sem almenningur fær henni umráð yfir, en
með því að ávaxta það í heilsu og manndóms-
aukning þegnanna.
Frá því í byrun yfirstandandi aldar, hafa
kröfurnar um félagslegt öryggi þjóðanna, farið
jafnt og þétt í vöxt, þótt vitanlega hefði mátt
LOGBERG, FIMTUDAGINN, 15. FEBRÚAR, 1945
betur vera, því við slíkum kröfum mega þjóðirn-
ar ekki undir neinum kringumstæðum dauf-
heyrast; raddir mannúðarinnar verða aldrei að
eilífu þaggaðar niður, og þessvegna er það
fávizka, að spyrna á móti broddunum. Miðalda
þröngsýni og miðalda nánasarskapur, eiga ekk-
ert erindi inn í þjóðfélagsskipun nútímans, sem
það markmið hefir, að leysa fjötrana, í stað
þess að herða á þeim.
Þó félagslegu örygyi í þessu landi, sé vita-
skuld enn í ýmsum efnum ábótavant, hefir þó
þegar allmikið unnist á; má þar meðal annars
minnast á lágmarkslauna löggjöfina, lögin um
sættir í ágreiningsmálum varðandi iðnrekstur-
inn, lögin gegn einokunarsamtökum, skaðabóta-
lög verkamanna, svo og lögin um mæðra styrk,
atvinnuleysistryggingarnar, ásamt margvísleg-
um umbótum á vettvangi heilbrigðismálanna;
en langróttækasta löggjöfin, er þó vitaskuld sú,
um ríkisstyrk til barnaframfærslu, sem vikið
hefir verið að hér að framan, og um þá löggjöf
ber oss öllum, að standa dyggilega vörð.
Raunverulegt mannúðargildi hins félagslega
öryggis, hefir Mr. King jafnan verið manna
ljósast, eins og sjá má af ræðu, sem hann flutti
í Toronto þann 9. október 1942, þar sem hann
meðal annaTs lét þannig um mælt:
“Hinu langþráða takmarki varanlegs frelsis,
verður einungis náð með því, að þjóðirnar láti
sér skiljast, að velferð þegnanna, allra jafnt,
sé fyrsta og æðsta boðorðið.”
Lífið er oft erfitt og þungskilið.
“Sól og skuggi skiftast á
skilja lífið enginn má
fyr en eftir frost og hel
fegra birtist himinhvel.”
Og því er vorkunn, þótt vinir
gráti hér á kaldri strönd. Þeir,
sem hermdarverkið unnu mega
vita það, að þótt vér séum langt
í burtu, Islendingar, frá stóra
heiminum, fáir og smáir, þá vak-
ir einnig ástin við hin ystu höf
— og að hér býr þjóð. sem getur
fundið til.
* * *
Hinir látnu, er voru með Goða-
fossi, hafa fundið nýja höfn og
nýjan heim.
“Eilífðin breiðir út faðminn
sinn djúpa.”
Og Guð mun koma í náð til
allra sorgarbarnanna. Hann mun
rétta þeim hönd sína, máttuga
og kærleiksríka hönd, strjúka
þeim tárin af kinn og gefa þeim
líkn, huggun og frið.
Kærleiksríki faðir.
“Vertu oss fáum, fátækum,
smáum líkn í lífsstríði alda.”
Sigurgeir Sigurösson.
Kirkjubl. 27. nóv.
Harmfregn
Goðafoss-slysið, stendur oss, mönnum og kon-
um af íslenzkum stofni í þessu landi, vitanlega
enn í fersku minni; við það er tengdar sárar
minningar, sem seint fyrnist yfir. Grein sú, sem
hér fer á eftir, samin af höfuðsmanni íslenzku
þjóðkirkjunnar, herra Sigurgeir biskup Sigurðs-
syni, mælir á göfugan og drengilegan hátt, hugg-
unarorð til þeirra allra, sem syrgja, og hún á
engu síður erindi til sorgarheimilanna mörgu
hér, en heima á íslandi. Ritstj.
Gyðja sorgarinnar fer um landið. Öll hin
íslenzka þjóð er harmi lostin. í landi bíður
fjöldi manna eftir því, að vinir þeirra úr fjar-
lægð komi heim, stigi á land. ,
Þjóðin beið öll eftir Goðafossi úr Ameríku-
förinni. Árum saman hafði hann flotið fyrir
landi og fært “varninginn heim”. Árum sam-
an hafði hann farsællega flutt farþega milli
landa — milli hafna. — Enn var hann á heim-
leið. Island var fyrir stafni. Vinirnir voru í
þann veginn að rétta út heilsandi hendur. —
En Goðafoss kom ekki að landi. Tuttugu og
fjórir þeirra, sem með honum voru, hurfu
skyndilega fyrir hafsbrún dauða. Það var ekki
hin mikla brimalda, sem reið Goðafossi að fullu.
Það var gnýr þeirrar heiftar og þeirra elda,
sem nú brjóta niður borgir, gróðurlönd og dýrar
vonir í brjóstum manna víðsvegar um heim.
Vinirnir standa grátandi á ströndinni. Eitt
hið þyngsta áfall hefir hent þjóð vora. Hver
má hugga og binda um þessi sár?
Syrgjandinn á athvarf. Hann fer þá leið, er
skáldið talar um, er það segir:
“Nú til þín faðir flý eg
á föðurhjartað kný eg,
um aðstoð eg bið þig.
Æ, vert með mér í verki,
eg veit þinn armur sterki
í stríði lífsins styður mig.”
Eg veit að við þitt hjarta,
er vonarlindin bjarta,
sem svalar særðri önd ...”.
Valdine Nordal
Condé
Valdine Nordal Condé
Þann 14. desember s. 1. hafði
eg þá ánægju að vera gestur
ungfrú Valdine Nordal Condé,
þar sem hún lék á píanó í
Waldorf Astoria. Það var í hinu
svo nefnda Starlight Roof á 18.
gólfi. Sá salur er skreyttur á
mjög listrænan hátt með tindr-
andi stjörnum á blárri hvelfingu.
Valdine lék af svo mikilli
snild, að allir stóðu á öndinni,
og er hljóðfærið þagnaði, ætlaði
lófaklappi aldrei að linna.
Valdine leynir því ekki að
hún er íslendingur, bæði lætur
hún þess jafnan getið, hvar sem
hún kemur fram, enda er kyn-
bragðið norrænt. Hún er há
vexti og tignarleg. þótt enn sé
hún barn að aldri. Bláeyg og
ljóshærð er hún og framkoman
öll mjög látlaus og eðlileg og
hin prýðilegasta.
Mér var svo mikil forvitni að
fá að vita meira um þennan
íslenzka tónsnilling, að eg bað
kennara hennar, Sigríði Nordal
Helgason um upplýsingar. Sagði
hún mér, að Valdine hefði leikið
fyrir marga heimsfræga lista-
menn í New York, sem allir væru
á einu máli um, að hún væri
færasti kvenn píanóleikari, sem
nú væri uppi. Af þeim er þenna
dóm höfðu kveðið upp, nefndi
hún Isadore Phillip, frá París,
Pólverjann Artur Rubenstein,
sem nú er talinn frægastur allra
píanóleikara, fiðlusnillinginn
Fritz Kreisler, Rudolf Ganz, sem
stjórnar Philharmonic Symph-
ony.
Valdine hefur leikið í mörgum
hinum allra stærstu sönghöllum
Ameríku. Tíu ára gömúl var
hún sólóisti í Carnegie Hall með
New York Philharmonic Symph-
ony og lék þar Grieg Piano
Concerto í A minor. Níu ára
gömul var hún sólóisti í Massey
Hall í Toronto með Toronto
Symphony Orchestra, þar sem
Þegar örlagaríkustu atburðirnir mæta oss, er
Kristur oss næstur.
Hann sagði við sorgbitinn föður, er lítil
dóttir hans var látin: “Vertu ekki hræddur,
trúðu aðeins.”
Eg hef séð hjá þeim, sem nú ganga stigu
sorgarinnar, undursamleg áhrif nálægðar Guðs
og máttar hans, hvernig hann hefir hjálpað
og gefið kraft til að bera hina þyngstu harma. —
Það er margt sárt og tilfinnanlegt, þegar
hugsað er um þenna sorgaratburð. Lítil saklaus
börn, verða að sæta þessum grimmu örlögum.
Eg veit að margir, jafnvel þeir, sem ella eru
sterkir, gráta í hljóði er um þetta er hugsað.
En einnig hér kemur Kristur til hjálpar. Vér
getum verið örugg barnanna vegna. — Þótt
vér ekki skiljum þessi rök lífsins, þá hljómar
til vor fögur rödd: “Og hann tók þau sér í fang,
lagði hendur yfir þau og blessaði þau.” —
Vér sjáum marga þunga skugga yfir þess-um
atburði. — En líka ógleymanlegar myndir, sein
benda hærra en allir skuggar ná.
Mynd læknisins, með litla barnið sitt á öðr-
um handlegg sér, og þar sem hann með hinni
hendinni, er að gera að sári sjúks manns. Lækn-
irinn hafði sett bjarghring á barnið sitt, en um
sjálfan sig gaf hann sér ekki tíma til að hugsa.
Sú mynd er fögur og getur aldrei gleymst.
Sir Ernest MacMillan stjórnaði.
Þar lék hún í hinu mikla Liszts
Concerto í E flat majoyr.
Átta ára gömul var hún sólóisti
með New York Civic Symphony,
sem Joseph Littau stjórnaði. Lék
hún Concerto í G minor eftir
Saint-Saens. Vakti leikur henn-
ar mjög mikla eftirtekt. Til
dæmis sagði New York Times
að þessi afburða snillingur hefði
leikið svo dásamlega að á eftir
hefði lófatakið dunið í tíu mín-
útur. Þessi sama hljómsveit lék
við heimssýninguna miklu í
New York.
Níu ára gömul lék Valdine
Concerto í B flat minor eftir
Tschaikowsky með Nassau Phil-
harmonic Symphony.
Tólf ára var hún sólóisti með
Ohicago Symphony Orohestra í
Grant Park, þar sem sjötíu þús-
undir manna hlýddu á leik
hennar. .
Tíu ára gömul var Valdine
sólóisti með Hartford Symph-
ony Orchestra undir stjórn hins
unga, fræga Leon Barzin.
Valdine er talin eini íslending-
urinn, sem hefur verið sólóisti
í þessum frægu sönghöllum.
Þegar hér var komið upptaln-
ingu, þótti mér nóg komið fyrir
blaðagrein. Kvað frú Sigríður þá
enn fjölmargt ótalið svo sem
þátttöku í hljómleik með Em-
manuel Liszt, Tito Sohipa, John
Gurney og mörgum fleiri, einnig
leikur hennar í fj ölmörgum sam-
sætum og á heimilum. T. d. hef-
ur Valdine leikið fyrir Mrs.
Roosevelt og ekkju Tómasar
Edisons svo að eitthvað sé nefnt.
Félag nefnir sig “Professional
Men’s Club”. Forseti þess er
hinn frægi höfundur Clarence
Buddington Kelland. Valdine
var heiðursgestur þessa félags og
var sæmd heiðursmerki fyrir
framúrskarandi afrek í heimi
hlj,ómlistarinnar. Fór þetta fram
í Park Lane Hotel við Park Ave.
í New York.
Þegar eg horfði á leifturhraðar
hreyfingar fingranna og hlustaði
á töfratónana komu mér í hug
orð Matthíasar: “ógurleg er and-
ans leið upp í sigurhæðir”.
Spurði eg þá hvort ekki væri
löng og erfið þroskabraut bak
við þessa undralist. Var mér
sagt að Valdine hefði helgað líf
sitt alt að kalla þessari list frá
þriggja ára aldri. Var hún svo
heppin að eiga góða móður, sem
skildi undrabarnið og vakti yfir
andlegum þörfum þess. Þá var
það og hepni, að hún átti móður-
systur, semv sjálf hafði tilbeðið
tónlistina frá því hún mundi eftir
sér. Taldi hún ekki eftir tím-
ana til kenslunnar dag eftir dag,
ár eftir ár, enda varð þar ekki
unnið fyrir gýg, því að fjögurra
ára lék hún fyrir útvarp í Win-
nipeg, var það á vopnahlésdag-
inn árið 1934. Þá var Valdine
svo lítil, að kennari hennar og
móðursystir, Sigríður Nordal
Helgason, varð að lyfta henni
upp í sætið.
Tvö næstu árin lék Valdine
reglulega tvisvar í viku fyrir
útvarp í Winnipeg, sem S. N.
Helgason stjórnaði.
Sjö ára gömul var Valdine
sólóisti við Concert Orchestra í
Winnipeg. Lék hún þá tónverk
eftir Mozart. Voru það sjötíu
blaðsíður er hún lék utanbókar.
Þegar Valdine var fimm ára
elskaði hún Back mest allra tón-
skálda. Lék hún tónverk hans
öllum stundum.
Sex ára fluttist Valdine til
New York ásamt móður sinni
og móðursystur. Lék hún þá
þegar fyrir National Broadcast-
ing Company. Árið eftir lék hún
einnig fyrir útvarpstöðina N.B.C.
Einhver kann nú að spyrja,
hvort þetta barn hafi ekki orðið
af æskugleði, mentun og líkams-
þroska annara barna. Þeirri
spurningu er óhætt að neita. Á
síðastliðnu ári tók hún gagn-
fræðapróf (High Scihool Gradu-
ation). Hin frjálslega framkoma
hennar og líkamslþroski, sem er
mjög mikill eftir aldri, sýna að
hún hefur ekki farið á mis við
íþróttir og leiki og félagsskap
jafnaldranna. Frá því hún komst
á legg hefur hún verið öflug í
leik sem starfi. Stundar hún
ýmsar íþróttir, einkum tennis,
skautahlaup og útreiðar.
Steingrímur Arason.
Hinn heimsfrægi, þýzki leik-
stjóri Max Reinihardt, sem nú er
nýlátinn 1 útlegð í Bandaríkjun-
um, var ekki vanur að lesa sjálf -
ur handrit að leikritum þeim, er
honum voru send. Slíkt fól hann
leikritalesendum sínum. Hins
vegar las Reinhardt sjálfur leik-
rit eftir allmarga gersamlega ó-
þekkta höfunda. Hánn var van-
ur því að sitja frá miðnætti og
fram undir morgun í uppáhalds-
veitingahúsi sínu í Berlín og
ræddi þá leikhúsmál við kunn-
ingja sína. Ungir og óþektir leik-
ritahöfundar vissu um þetta.
Voru þeir vanir að læðast inn i
fatageymslu veitingahússins og
spyrjast fyrir um það, hvar yfir-
höfn Reinhardts héngi. Að fengn
um upplýsingum um það, laum-
uðu þeir leikritahandritum sín-
um í frakkavasa Reinhardt’s. Á
hverri nóttu fann hann alla vasa
sína úttroðna af leikritum. “Þetta
eru einu leikritin, sem eg les,”
sagði Reinhardt.
•
Sagt er, að menn hafi ekki
gaman af að reykja í myrkri, af
því að þá sjá þeir ekki reykinn,
sem þeir spúa út- úr sér. Þessi
rótgróna skoðun virðist ekki
rétt, því að fjölmargir blindir
menn eru sólgnir í reykingar.
Nýgerðaf SPORTJÖKKUM
í þessu úrvali er
að finna sport-
jakka fyrir unga
menn, miðaldra
menn, og þá, sem
þarfnast víðra'
fata. Búnir til úr
ull og baðmull.
VERÐ:
$13.95
!2Í!50
Men’s Clothing Section, The Hargrave Shops for Men,
Main Floor.
*
T.EATON C?
WINNIPEG
LIMITED
CANADA