Lögberg


Lögberg - 22.02.1945, Qupperneq 1

Lögberg - 22.02.1945, Qupperneq 1
PIIONE 21374 4 vA » i -»»i“l 1' ^Vuvvv^ i)ry cu.01 lM^CrC A Complete Cleaning Institution 58. ÁRGANGUR LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 22. FEBRÚAR, 1945 NÚMER 8 Aðalræðumaður á Islendingamóti deildarinnar <Trón,, Dr. Helgi P. Briem Eins og frá er skýrt á öðrum stað í blaðinu, flytur Helgi P. aðalræðismaður íslenzku rikisstjórnarinnar í New York. r*ðu á íslendingamóti Þjóð- r*knisdeildarinnar “Frón”, sem ífam fer í Fyrstu lútersku kirkju á þriðjudagskvöldið þann 27. Þ- m.; verður þar einnig margt annað til skemtunar og fróðleiks. Pr- Helgi er fæddur á Akureyri, f8- júní 1902, og er sonur þeirra Eáls Briem amtmans og Álfheið- ar Helgadóttur, Hálfdánarsonar iektors; hann lauk stúdentsprófi 1 júní 1921, en embættisprófi í hagfræði og stjórnlagafræði við Kaupmannahafnar háskóla í janúarmánuði 1928. Hann hefir fengist all-mikið við ritstörf, og arið 1938, sæmdi Háskóli íslands hann doktorsnafnbót fyrir bók hans Sjálfstœði íslands 1809 i&yltingin 1809), sem Þjóðvina- f^agið gaf út. . £*r- Helgi er kvæntur enskri agaetiskonu, Doris Mildred Park- er, og eiga þau eina dóttur barna., Áð,Dr. Helga standa göfugar ^ttir; enda kippir honum auð- sJaanlega í kyn; hann er lærður ^naður vel, og eldlegur áhuga- naaður á vettvangi mannfélags- ^alanna, eljumaður hinn mesti, °§ spriklandi af lífsfjöri. Lögberg býður Dr. Helga hjart anlega velkominn til borgarinn- ar. leikhús LOKUÐ Vegna VERKFALLS k Una miðja fyrri viku, lokuðus: i8 kvikmyndahús hér í borginni, Vegna ágreinings um samtaka- rett þess fólks, sem í þjónustu eikhúsanna er; féll borgarbú- Um það illa að geta ekki' farið 5 bíó. HEIMSÆKIR aþenu Áð lokinni þríveldastefnunni í alta, brá Churchill forsætis- raðherra sér til Aþenu, og flutti par ræðu á megintorgi borgar- lnnar fyrir miklum mannfjölda, Vr auðsjáanlega fagnaði komu nans. Vér gerum allir mistök,” sagði r- Churchill, “en af þeim höf- ^ vér jafnframt margt og mik- laert; nú roðar fyrir nýjum egi, eigi aðeins á framtíðar- lrnni grísku þjóðarinnar, heldur °§ allra annara þjóða, er frelsi 8 lýðræði unna. SKIPULAGNING FRIÐARÞINGS Fregnir frá Washington á fimtudaginn, telja það nokkurn- veginn víst, að á hinum nýaf- staðna fundi milli þeirra Churc- hill, Stalins og- Roosevelt, sem haldinn var í bænum Yalta á Krímskaganum, hafi verið lagð- ur grundvöllur að allsherjar friðarþingi, að lokinni yfirstand- andi heimsstyrjöld; það er jafn- framt staðhæft að fullnaðarsig- ur yfir Þjóðverjum flýti að engu fyrir kvaðning slíks þings; því verður ekki stefnt til funda, fyr en Japönum hafi einnig ver- ið komið á kné; en í millitíðinni er ráðgert, að föst nefnd úr flokki sameinuðu þjóðanna, vinni að sátta- og viðreisnar málum, þar sem brýnust sé þörf slíkrar starfsemi, og stuðli með því bæði beint og óbeint, að undirbúningi friðarþingsins sjálfs. Þess er getið til, að væntan- legt friðariþing verði haldið í Versölum, þó það sýnist í raun- inni nokkuð ólíklegt, vegna þess hve margar dapurlegar endur- minningar eru tengdar við friðar þingið, sem þar var háð 1919. Telja margir það fýsilegra, að London, París eða WaShington, verði fyrir valinu. AUÐUGASTA TEKJULINDIN Mr. W. R. Clubb, fyrrum ráð- herra opinberra verka, og nú- verandi forstjóri Áfengisverzlun- ar Manitoba fylkis, skilaði rekstr arskýrslu sinni stjórninni í hend- ur í lok fyrri viku, og kom það þá í ljós, að hreinn ágóði Áfengis- verzlunarinnar á síðastliðnu fjár- hagsári, nam fjórum miljónum dollara; þegar áminst skýrsla kom til umræðu í þinginu, kvaðst Mr. Stubbs, sem er einn af þing- mönnum Winnipegborgar, furða sig á, að stjórnin skyldi ekki verja einhverjum hluta þessara feikna fjárhæðar til þess að hækka vitund ellistyrkinn, því nú væri síður en svo, að tóma- hljóð væri í skuffunni; að þessu loknu fór Mr. Stubb nokkrum orðum um kosninguna í North Grey, og úthúðaði Conservativ- um fyrir smánarlega framkomu á þeim orustuvettvangi, og tjáð- ist þeirrar skoðunar, að þar hefði verið um innantóman sigur fyrir Mr. Bracken að. ræða. ROOSEVELT FER TIL RÓM Frá því var skýrt seinni parr fyrri viku, að Roosevelt forseti hefði ákveðið, að afloknum þrí- veldafundinum á Krímskaga, að heimsækja Róm, heilsa upp-á páfann, og leita véfrétta hjá sendiherra sínum við páfahirð- ina, Mr. Taylor. Eins og vitað er, var Mr. Roosevelt mótfallinn íhlutun brezkra stjórnarvalda um stjórn- arfarið á ítalíu, og taldi það ríða að einhverju leyti í bága við grundvallarstefnu Atlantshafs- sáttmálans, varðandi sjálfs- ákvörðunarrétt þjóða; hefir hann því komist að þeirri niðurstöðu með sjálfum sér, að hyggilegast væri, að kynnast með eigin aug- um, stefnum og straumum í þjóð- lífi Itala eins og nú hagar til, og geta með því síðar meir veitt þjóðþingi Bandaríkjanna óvil- hallar upplýsingar viðvíkjandi ítölsku málunum, ef svo byði við að horfa. Þá er það og fúllyrt, að Mr. Roosevelt heimsæki einnig Frakk land, ’og þá einkum og sér í lagi með hliðsjón af því, að byrgja frönsku þjóðina upp með iþær lífsnauðsynjar, er hana, eins og sakir stánda, mest vanhagar um. Væntanlegur á þjóðrœknisþing ÞÝZKIR NJÓSNARAR DÆMDIR TIL DAUÐA Samkvæmt fregnum frú New York þann 15. þ. m., hafa tveir njósnarar fyrir Þjóðverja, William Curtis Colenaugh, 26 ára, og Erich Gimpel, 35 ára að aldri, verið fundnir sekir' um andstyggilega njósnarstarfsemi fyrir þýzku stjórnina víðsvegar í Bandaríkjunum, og dæmdir til lífláts; hinn fyrnefndi er fæddur í Ameríku en sá síðarnefndi er þýzkur þegn; höfðu þeir báðir dvalið um hríð á Þýzkalandi, en verið skotið á land í Bandaríkj- unum af þýzkum kafbát. Herra Árni G. Eylands Samkvæmt símskeyti frá Dr Richard Beck til séra Valdimars J. Eylands, er væntanlegur hing- að á næsta Þjóðræknisþing, herra Árni G. Eylands, forseti Þjóðræknisfélagsins á íslandi, ritstjóri, ráðunautur og skáld; hann kom hingað 1939, ásamt frú sinni og á hér margt vina frá þeirri heimsókn; herra Ey- lands hefir á margan og mikil- vægan hátt sýnt í verki velvild þá, er hann ber í huga til Is- lendinga vestan hafs, svo sem með útbreiðslu Tímarits Þjóð- ræknisfélagsins á Islandi, og stuðningi við vestur-íslenzku vikublöðin; fyrir þetta, meðal annars, stendur íslenzka mann- félagió í'þessán álfu við'hann i djúpri þakkarskuld. Lögberg býður herra Eylands innilega velkominn á Þjóðræknis þing. LEITAR KOSNINGA I SASKATCHEWAN frá HÖGGVA SKARÐ í SKIPASTÖL JAPANA Amerískir kafbátar hafa ný- lega höggvið eitt skarðið enn í skipastól Japana, og sökkt þrjá tíu og tveimur skipum af ýmiss ;um stærðum, þar á meðal all stóru beitiskipi. Samkvæmt nýjustu skýrslum frá flotamálaráðuneyti Banda ríkjanna, hafa amerískir kafbát- ar sökt í alt freklega þúsund Japönskum skipum, síðan stríðið braust út milli þessara tveggja þjóða. ÞRENGT AÐ BLAÐAÚTGÁFU Svo hefir þrengt að blaðaút- gáfu á Þýzkalandi upp á síð- kastið, vegna manneklu, að ein- ungis eitt kvöldblað kemur reglu bundið út. í Berlín; einkablað Goebbels, upplýsingaráðherra, varð að hætta útkomu. Samkvæmt áskorun Liberal samtökunum í Qu-Ap- pelle kjördæminu í Sask., má telja víst, að hermálaráðheria inn sambandsstjórnarinnar Gen#-ai McNaughton, bjóði sig þar fram við næstu sambandskosningar; hann er innfæddur sonur þess kjördæmis, og nýtur þar, sem annars staðar, mikilla vinsælda; kosningamoldviðrið ný afstaðna í Grey North, varpaði að engu leyti skugga á nafn hans; hið sama verður naumast sagt um ýmissa þá aðra, er að þeirri al- ræmdu aukakosningu stóðu; þess er vænst, að útnefningarfundur Liberala í Qu-Appelle, verði ■haldinn í Grenfell þann 15. marz næstkomandi. ÁKAFAR ÁRÁSIR ÁTOKYO Seinni part vikunnar, sem leið, gerði Bandaríkjaherinn eina ár- ásina annari meiri á Tokyo, bæði úr lofti og af legi, er orsökuðu gífurlegt tjón; í viðureign þess- ari mistu Japanir 32 skip og 528 flugvélar. RAUÐI KROSSINN íslendingadagurinn Ýmsir hafa orð látið falla við mig, um það, að þeir hefðu löng- un til að vita, hverjir eiga sæti í Islendingadags nefndinni í ár, og óskuðu eftir að eg segði eitt- hvað um það í blöðunum. Hér með verð eg við þeirri ósk og hér fara á eftir þeir, sem kosnir voru í nefndina á síðasta árs- fundi, ásamt þeim, sem ár áttu eftir að starfa í nefndinni. Þessir eiga sæti í nefndinni þetta ár. Sigurbjörn Sigurðson. Jochum Ásgeirsson. Albert Wathne. Snorri Jónasson. Skúli Backman. Hannes J. Pétursson. G. F. Jónassoru Mrs. S. E. Sigurðsson. Steindór Jakobsson E. A. ísfeld. Davíð Björnsson. E. P. Jópsson. Stefán Einarsson. W. J. Árnason, Gimli. Th. Thordarson, Gimli. Síðastliðið mánudagskvöld hélt nefndin fund, og skipti með séc verkum, þannig: Forseti, G. F. Jónasson. Vara-forseti, Hannes J. Péturs- son. Ritari, Davíð Björnsson. Vara-ritari, Albert Wathne. Féhirðir, Jochum Ásgeirsson. Vara-féhirðir, Skúli Backman. Eignavörður, W J. Árnason, Gimli. I einstakar nefndir, til undir búnings hátíðahaldinu, var skip- að, sem hér segir: Programsnefnd. Sigurbjörn Sigurðsson. Steindór Jakobsson. Albert Wathne. Snorri Jónasson. Upplýsinganefnd. Einar P. Jónsson. Stefán Einarsson. Davíð Björnsson. Auglýsinganefnd. Snorri Jónsson. Jochum Ásgeirsson. Hannes J. Pétursson. Medical Research Council of Canada Meðan eldur haturs og heiftar brennir til agna vingjarnleg þorp og fagrar borgir, eru ávalt einhverjir á ferð með blys hugg- unar og líknar í hendi; má þar fremst í flokki telja Rauða Kross- sem hefir bækistöðvar út um allan heim, og er sýknt og heilagt þar í nálægð, sem þörfin er mest. Með byrjun næsta mánaðar hefst almenn fjársöfnun fyrir Rauða Krossinn í þessu landi, og þótt þörfin hafi oft verið harla aðkallandi, hefir hún aldrei verið brýnni en nú. Fólkinu í Manitoba, er ætlað að leggja fram $600,000 í þetta, sinn, og það lætur vafalaust ekk: sinn hlut eftir liggja, er til söfn- unarinnar kemur; það hefir ávalt brugðist vel við, og mun svo enn gera. ÞÚSUND ATVINNULEYSINGJAR SENDIR AUSTUR Samkvæmt tilkynningu frá aðstoðarverkamálaráðherra sam- bandsstjórnarinnar, Mr. Mc- Namara, verða 1,000 atvinnu- leysingjar í Winnipeg, sendir til Toronto og annar stórborga eystra, þar, sem atvinna er nægileg. FYRRUM BORGARSTJÓRI LÁTINN Nýlátinn er hér í borginni Mr. Frank O. Fowler, sá, er kjörinn var borgarstjóri í Winnipeg árið 1922, hinn mesti atorku og sæmd- armaður. Mr. Fowler var lengi við kornkaup í þessari borg, og gengdi, auk borgarstjóra- embættisins, ýmsum öðrum trún- aðarstörfum í þágu bæjarfélags- ins; hann var 83 ára að aldri; hjartabilun varð honum að bana. íþróttanefnd. E. A. ísfeld. Skúli Backman. Hannes J. Pétursson. Snorri Jónasson. Garðs- og flutningsnefnd. Jochum Ásgeirsson. Mrs. S. E. Sigurðsson. Steindór Jakobsson. Davíð Björnsson. W. J. Árnason. Þessar nefndir taka til starfa strax, sumar af þeim. Má búast við að vel og hyggilega verði starfað að. til undirbúnings hátíðahaldi íslendingadagsins sem fram fer að Gimli næst komandi 6. ágúst, sem er Civic Holiday, og 56. þjóðhátíðardagur íslendinga í Vesturheimi. Davíð Björnsson. TUTTUGU MILJÓN DOLLARA FJÁRLÖG Mr. Garson forsætisráðherra Manitoba-fylkis, sem jafnframt er fylkis féhirðir, hefir lagt fram í þinginu frumvarp sitt til fjárlaga fyrir næsta fjárhagsár, og eru útgjöldin áætluð nálega tuttugu miljónir dala; er þetta nokkru hærri upphæð, en fjár- lög síðasta árs. Dr. P. H. T. Thorlákson Fyrir nokkrum árum síðan, var að tilhlutun leiðandi lækna í Canada, og með aðstoð lands- stjórnarinnar rannsóknarnefnd í læknisfræði sett á stofn með rannsóknarstofur að aðal aðsetri í Ottawa. I þessa nefnd voru valdir menn fengnir. Flestir nafnkunn- ir læknar úr Austurfylkjum landsins. Einn héðan úr Vestur- fylkjunum, landi vor Dr. P. H. T. ThQrláksson og hefir hann starfað í nefnd þessari nú í sjö ár-og hefir það þýðingarmikla starf verið ýmsum erviðleikum bundið. Fyrst er fjarlægðin mikii því fundir allir, sem oft hafa ver- ið tíðir, verið haldnir í Austur- fylkjunum, vanalegast í Ottawa og hefir hann orðið að sækja þá fu^di þegar kallið kom, og vera í burtu frá hinu umfangs- mikla starfi sínu í Winnipeg svo dögum, og í sumum tilfellum vik- um skipti. Á fundi aðalnefndar- innar í nóvember í haust, benti hann nefndinni á erviðleikana og kostnaðinn, sem þessar ferðir sín- ar hefðu í för með sér, og líka það, að Vesturfylkin væru í svo mikilli fjarlægð frá rannsóknar- stofunni og rannsóknar nefnd- inni í Ottawa að þau nytu naum- ast áhrifa stofnunarinnar til fulls, og gjörði tillögu úm að sérstök rannsóknardeild, sem stæði í sambandi við aðal Medi- cal Research Council of Canada yrði sett á stofn í Vesturfylkj- unum. Nú rétt nýlega fékk Dr. Thor- láksson tilkynningu frá aðal rannsóknarnefndinni um að nefndin í Ottawa hefði aðhyllst uppástungu hans um að mynda Medical Research deild í Vestur- fylkjum Canada og að hann hefði verið kjörinn til að skipu- leggja og mynda hana með að- stoð tveggja manna. Prófessor J. B. Collip, forseta Medical Research nefndarinnar í Ottawa, fyrrum samverkamanns Sir. Frederick Banting, sem nú er Prófessor við McGill háskólann í Montreal og Professor G. H. Etting, frá Queens háskólanum i lingston, Ont., sem er og'ritari aðal rannsóknar nefndarinnar. Dr. Thorlákson og þessir fél- agar hans lögðu upp í þessa embættisferð á laugardaginn var frá Winnipeg. Var ferðinni fyrst heitið til Regina í Saskatchewan þar sem fyrsti fundur þeirra verður haldinn, ánnan fund halda þeir í Edmonton og þann þriðja í Vancouver. Dr. Thorlákson bjóst við að þeir yrðu að minsta kosti viku í ferðinni. J. J. B.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.