Lögberg - 22.02.1945, Blaðsíða 2

Lögberg - 22.02.1945, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 22. FEBRÚAR, 1945 Einátaklingurinn og heimilið Þegar eg hugsa um það gildi, sem hver einstakur maður hefur fyrir heimili sitt, og þau áhrif, sem hann kann að hafa á um- hverfið, þá kemur mér í hug hinn gamli málsháttur: “Dregur hver dám af sínum sessunaut”, og sú falslausa fullyrðing raun- veruleikans, að ekki þurfi nema “einn gikk í hverri veiðistöð” Hvorutveggja virðist vera jafn táknrænt fyrir þessi mál. Þó að ein mannssál sé tiltölu- lega veik og vanmáttug í hinni hörðu lífsbaráttu, þá er henni þó gefinn furðulega mikill mátt- ur til að hafa áhrif á umhverf: sitt, bæði til góðs og ills. Auðvitað eru einstaklingarnir misjafnlega máttugir til að móta þá menn, sem þeir umgangast, og setja sinn svip á þá staði, sem þeir dveljast á, en flestum, ef ekki öllum, mun þó vera gefinn einhver möguleiki til slíks. Ein- stöku manni er gefinn sá eigin- leiki, að geta náð valdi yfir hin- um ólíkustu persónuleikum, að geta mótað þá eftir eigin geð- þótta, svo að þeir fái á hugarfar sitt, orð og athafnir þann blæ, sem hvílir yfir honum sjálfum. Sé þessi maður búinn glæsileg- um kostum, þá verður heimili hans, og alt hið nánasta um- hverfi, eins og fagur skrúðgarð- ur, þar sem hinar sundurleitustu jurtir vaxa hlið við hlið, við sama geislablikið og sama dögg- svalann, og sérhver þeirra send- ir frá sér allan þann ilm, sem hún á yfir að ráða, svo að and- rúmsloftið verður höfugt af ang- an. Á slíkum stað er unaðslegt að dvelja, þar verður öllum rótt í geði og hlýtt um hjarta, mest fyrir áhrif eins manns, sem hlaut mikla verðleika í vöggugjöf og eignaðist vilja, þrek og hæfi- leika til að gera þá að sterku, skapandi afli, um leið og hann tók sér stöðu á leikvelli hins starfandi lífs. — Þetta er fagurt vitni um gildi hinna góðu áhrifa einstaklingsins fyrir heimih hans. En því miður mætir oft aug- um okkar önnur mynd, sem hvorki er fögur né göfgandi, en eftirtektarverð eigi að síður. — Það er mynd af manni, sem hef- ur sömu hæfileika til að vinna menn, en sem neytir þeirra á þveröfugan há,tt, vegna þess að hugarfar hans og stefnumið er bein andstæða hins fyrnefnda manns. Þessi maður notar sér undirgefni og tiltrú fólksins, sem lýtur honum, aðeins sér í hag, til þess að eins að upphefja sjálf- an sig og auka sína dýrð. Verið getur, að þessi náungi komi sér vel í fyrstu, en brátt kemur það í ljós, að áhrif hans hafa verið á þann veg, að þau hafa rótnag- að marga af þeim stofnum, er í umhverfi hans standa, og vald- ið því, að þær jurtir, sem áður voru góðar og gagnlegar, eða í það minsta meinlausar, eru alt í einu orðnar að einskonar illgresi, er smeygir rótum sínum inn í hvern krók og kima, þar sem því verður við komið. Þetta er hin skýra og raunverulega mynd áf “gikknum í veiðistöðinni” — manninum, sem kom óþektur og framandi inn í lýtalítið umhverfi, og bar með sér áhrif, sem ollu því, að þar varð von bráðar ó- holt andrúmsloft. Sem betur fer, er margt bæði, karla og kvenna, sem breytir samkvæmt hinni betri mynd, en andstæðan, “gikkurinn í veiði- stöðinni”, skýtur hinsvegar ónota" lega oft og óþarflega víða upp kollinum og veldur breytingun- um til hins verra. Oft er það svo, að þeir menn, sem mest völd hafa á heimilinu, svo sem húsbændur og húsfreyjur, era máttugri til áhrifa en hinir, sem lægra eru settir, vegna þess að oftast er tekið meira mark á orðum og gjörðum þeirra, er of- ar standa. Engu að síður er það staðreynd, að tæplega mun txl sá maður, sem ekki hefur ein- hver áhrif, annaðhvort góð eða ill, á þá, sem með honum starfa og stríða að staðaldri. Ekki þarf hann ætíð að hafa svo mikil og mótandi áhrif á samstarfsmenn sína, að þeir breyti fyrir það raunverulega störfum sínum og stefnum, en hann kemur þó að minsta kosti inn hjá þeim ein- hverjum hugblæ, sem er ein- kennandi fyrir hann og sem ræð- ur miklu um það, hvernig þær minningar verða, sem við hann eru bundnar. — Við finnum það öll, að við erum ekki nokkurrx manneskju samtíða, sem nokkru nemur, svo, að við gerum okkur ekki einhverjar hugmyndir um hana, annaðhvort góðar eða ill- ar. Annaðhvort fer okkur, með vaxandi viðkynningu, að þykja vænt um hana, eða þá, að okk- ur fellur hún ekki betur í geð en það, að við sneiðum heldur hjá henni, þegar okkur er það unt. Þeir persónuleikar eru aðvitað til, sem eru svo óákveðnir og sviplitlir að varla er hægt að myncja sér um þá nokkra á- kveðna skoðun, eða eignast um þá nokkra varanlega minningu. En eigi getur þó hjá því farið, að þeir eigi sín séreinkenni, sem við tökum eftir við nána kynn- ingu og sem valda því, að við minnumst þeirra, þegar við mæt- um skyldum manntegundum seinna á lífsleiðinni. — Öll rök virðast því hníga að því að gefa málsháttunum, sem eg nefndi í upphafi, sannleiksgildi, sem ekki verður véfengt. — Tökum eitt dæmi: Ef maður, sem er mjög spaugsamur og hæðinn kemur Hugheilar árnaðaróskir flytjum vér hér með öllum vorum mörgu, íslenzku viðskiptavinum, í tilefni af Frónsmótinu og ársþingi Þjóðræknisfélagsins. Vér höfum, enn sem fyr við hendi byrgðir af ágætasta byggingarefni, og getum því ávalt fullnægt þörfum íslendinga í þeirri grein. u.Wjnnhrcgpjijnt &GIass cíu. inn á ókunnugt heimili og dvel- ur þar lengi, fer oft svo að lok- um, að flestir, ef ekki allir, á heimilinu fylgja honum í því að glotta að því, sem broslegt ér í fari náungans og draga dár að því, sem aflaga fer í umhverf- inu, enda þótt þetta fólk hafi ekki áður verið hæðnara en al- ment gerist. — Einkum verður þetta áberandi, ef maðurinn er í mjög miklu dálæti á heimili sínu, þá verða áhrif hans eðli- lega tvöfalt sterkari. Tökum annað dæmi: Maður sem er mjög bölsýnn, haldlyndur og eigingjarn, hefur von bráðar áhrif á þá, sem hann er dag- lega samvístum við, þeir verða vantrúaðir á gæfuna og göfgina og sjóndaprir á fegurðina í hvaða mynd, sem hún birtist. Þéir verða óþýðir í viðmóti og kaldir fyrir tilfinningum annara, en þungt hugsandi yfir krónum sínum og aurum og öllu því, er snertir tímanlega velgengni hinnar líð- andi stundar. Afleiðingin er sú, að þessu fólki hættir til að vera haustsálir í myrkvastofu óá- nægju og úlfúðar í stað þess að ’vera vorsálir í ríki friðar og kær.- leika. Heimili! Það er hljóðlátur un- aður, friður og hlýja í því orði, og hugtakinu, sem það túlkar. Heimilið er vermireitur einstakl- ingsins, eins og gróðrarstöð eðlis- þátta hans. Það er mesta gæfan, sem nokkrum manni getur hlotn- ast, að eiga gott heimili, sóx- (Frh. á bls. 7) Kveðjur til fulltrúa þjóðræknisþingsins! UNITED GRAIN GROWERS LIMITED ' Hamilton Bldg., Winnipeg /Zoo&taod fylcHueSi SluÞp. Roses, Orchids, Floral designs and Decorations Choice flowers and plants 253 Notre Dame Ave., Winnipeg Shop Phone 27 989 Res. Phone 36 151 C-I-L SVARAR SUMUM SPURNINGUM YÐAR VARÐANDI \ 1. HVAÐ ER IÐNAÐAR EFNA- FRÆÐI? Iðnaðar efnafræði táknar það. að tiltölulega fá grunnefni eru tekin I notkun, og þeim breytt með töfrum efnavísindanna, að þau taka á sig nýjan blæ, og hafa djúp áhrif á iðju og heimilishald. 3. 1IVAÐA' NOT GERA PESSIR HLIJTIR? Úr sodium fæst snarpt soda, sem notað er í sápu, viss sprengiefni, smurningsar og “Cel- lophane”. Chloraine er vnotað við dúka- og pappírsiðnað, við þurhreins un fata, málmiðju og eins til að hreinsa neyzluvatn. 5. IIVAÐA ÁHRIF HEFIR pETTA Á EINSTAKLINGINN? pað þýðir, að með tilstyrk vísindanna eru búin til hráefni, sem verksmiðjur vinna úr f stórum stíl, en við það skapast atvinna fyrir mörg hundruð manns. Nær, sem vera vill geta ný fyrirtæki risið upp í Canada vegna efnavfs- indanna. 2. GETIÐ pÉR SÝNT DÆMI UPP Á PETTA? Já. Tökum til dæmis salt; þvf er dælt upp úr jörð í lagarformi; sumt af þvf er þurkað, hreinsað, og notað með mat, en nokkuð leysiSt upp í sodium og chlorine. 4. HVAÐ ER UM SKYLDLEIKA VlSINDALEGRA .......VÖRUTEG- UNDA? I mörgum tilfellum, þar sem um iðnaðarefnagerð ræðir, koma fram hliðstæðar tegundir, sem reyn- ast vel. pær má nota í sprengiefni, og f þeim felst brennisteinssýra, sem hotuð er f áburð. Efnavísindin hata ðhðf. 6. HVAÐ ER CANADIAN INDUST- RIES LIMITED? C-I-L er iðnaðar efnavfsindafðlag. Starf þess er að framleiða hvað, sem unt er, úr cana- diskum hráefnum þær efnategundir sem nauðsynlegar eru iðnaðarlífinu í Canada. C-I-L hefir átt frumkvæði að mörgum nýjum iðngreinum f Canada, svo sem framleiðslu “Cel- iophane” og nylon. ' t y CANADIAN INDUSTRIES LIMITED Þjóna Canada með efnavísindum

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.