Lögberg - 22.02.1945, Blaðsíða 4

Lögberg - 22.02.1945, Blaðsíða 4
4 ------------ Högtoerg--------------------- Gefíð út hvern fimtudag af THE COLUMBIA BRESS. LIMITED 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG,. 69 5 Sargent Ave., \Vinnipeg; Man. Editor: EINAR P. JÓNSSON i Verð $3.00 um árið — Borgist íyrirfram { The "Lögberg-" is printed and published by IThe Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue "Winnipeg, Manitoba PHONE 21 804 »--—------------------------------------- Löðurmannlegur málaflutningur Mr. Bracken brá sér yfir pollinn í janúar- mánuði síðastliðnum, til þess að kynnast með eigin augum, að því er honum, og afturhalds- klíkunni í Toronto sagðist frá, hag og hugar- fari hermanna vorra á orustuvettvangi Norður- álfunnar; ekki er það enn vitað, í hvers um- boði Mr. Bracken tókst þessa skyndiför á hend- ur um háveturinn, né heldur hve nálægt hann hefir hætt sér víglínunni, því veruleg karl- menska hefir honum ekki að jafnaði verið borin á brýn; að minsta kosti er það ómótmælanlega á almanna vitorði, að hann hefir skort hugrekki til að leita kosningar á sambandsþing, sem hon- um þó bar siðferðisleg skylda til að gera, ef hann á annað borð vildi gera tilkall til þess, að verða talinn ábyrgur leiðtogi þess flokks, er hann allra mildilegast, fyrir nokkrum árum gekk á mála hjá; það er því sýnt, að enn, sem komið er, mælir Mr. Bracken einungis fyrir sjálfs síns munn, svona rétt eins og gengur og gerist um hvern óbreyttan almúgamann; vita- skuld nýtur Mr. Bracken jafnréttis við aðra þegna þessa þjóðfélags, varðandi málfrelsi; en þess verður að krefjast af honum, engu síður en þeim, að réttu máli sé eigi hallað. Mr. Bracken hagar heimkomu sinni úr Norð- urálfunni þannig, að hún hnitmiðast sem allra nákvæmast við aukakosninguna í Grey North, og hann gætir þess vandlega að vera tungu sinni trúr þangað til um elleftu stundu, eða þangað til að víst væri, að eigi ynnist svigrúm til að hrekja nokkuð af þeim alvarlegu staðhæ^- ingum, sem hann hafði einsett sér að bera á borð fyrir háttvirta kjósendur; og þá, en ekki fyr, leysir hann ofan af skjóðunni. Mr. Bracken staðhæfði í áminstri aukakosn- ingu, að canadiski meginherinn austan hafs, stæði á öndinni vegna skorts á styrktarliði að heiman; að hersöfnunar aðferð stjórnarinnar hefði reynst með öllu ófullnægjandi, auk þess sem þau firn hefðu gerst, að hópar úr canadiska styrktarliðinu, hefðu á leið austur um haf, kast- að byssum sínum í sjóinn, og látið sér að öðru leyti ærið óðslega; ef satt hefði verið, var hér vitaskuld um hið mesta alvörumál að ræða, sem hlutaðeigandi hernaðar- og stjórnarvöld hefðu orðið að sæta ábyrgð fyrir; enn að vandlega rannsökuðu máli, kom það brátt í ljós, að stað- hæfingar Mr. Brackens voru, eins og þar stend- ur, reykur, bóla, vindaský! Canadiskir hermenn hafa hlotið víðfrægð fyrir drengskap og hreysti, og þjóðin hefir verið dáð fyrir frábæra stríðssókn sína og þann óviðjafnan lega aðbúnað, sem hún hefir látið hermönnum sínum í té, þar sem aðeins hið bezta var lagt til hinu bezta, eins og sjálfsögð skylda var. í hvorutveggja tilfellinu, er Mr. Bracken á viðsjálum og hálum ís, sem erfitt er að fóta sig á; hvernaðarvöldin í þessu landi, hafa svo afdráttarlaust afsannað staðhæfingar Mr. Brackens varðandi skort á styrktarliði við meg- inher vorn í Norðurálfunni, að þar stendur ekki lengur steinn yfir steini, og þá tekur ekki betra við, er til hinnar Gróusögunnar kemur; strangar og ítarlegar rannsóknir af hálfu hernaðarvald- anna, hafa nú leitt það í ljós, að einn hermaður úr canadiska styrktarliðinu, kastaði byssu sinni í sjóinn, ásamt poka með föggum sínum í; þetta gerðist í canadiskri höfn, en ekki úti á rúmsjó, og hér átti aðeins einn maður í hlut, en ekki heilir hópar, eins og Mr. Bracken lét sér um munn fara. Hermálaráðherrann, General McNaughton, sem Mr. Bracken að minsta kosti fram að auka- kosningunni í Grey North, dáði manna mest, gerði yfirlýsingu í Ottawá þann 15. yfirstandandi mánaðar, varðandi áminstar staðhæfingar Mr. Brackens, sem almenningi er holt að glöggva sig á; fórust honum meðal annars þannig orð: “Yfirlýsingar John Brackens, forustumanns Progressive Conservative flokksins, varðand’' styrktarlið það, sem sent var í síðastliðnum mánuði austur um haf, eru djöfulleg ósannindi, “diabolical untruth”, sem Mr. Bracken, eftir að sannað var að hann fór með rangt mál, hafði hvorki í sér háttprýði né manndóm til að draga til baka”. LöGBERG, FIMTUDAGINN, 22. FEBRÚAR, 1945 Flokkur sá, sem Mr. Bracken styðst við, vann að nafni til, með einsdæma blekkingamoldviðri, áminsta aukakosningu í Grey North. en heldur ekki meira. Mr. Garfield Case, er þingmaður minnihlutans í kjördæmi sínu; samanlögð at- kvæði beggja gagnsækjenda hans, voru nokkuð á þriðja þúsund, umfram það atkvæðamagn, er honum féll í skaut; sigurinn í Grey North', er því hvergi nándar nærri eins innviðatraustur og Mr. Bracken lætur í veðri vaka, og hann getur, eftir því sem málin skýrast, og nær líður kosningum, orðið tvíeggjað sverð. “Alt er hey í harðindum”, segir hið forn- kveðna, og þá er auðsjáanlega farið að þrengj- ast í röksemdabúi hjá Mr. Bracken, er hann grípur til þess örþrifaráðs, að gera viðkvæm- hsta mál þjóðarinnar, stríðssóknina sjálfa, með öllu því, sem henni er samfara, að pólitískum fótbolta. Þinghald í nafni vorrar tignu tungu og annara dýr- mætra menningarerfða, heldur Þjóðræknis- félag íslendinga í Vesturheimi ársþing sitt hér í borginni, þrjá síðustu dagana af yfirstandandi mánuði, hið tuttugasta og sjötta í röð; það voru ekki alt saman samhljóða hollspár, er fylgdu félaginu úr hlaði, er það fyrst hóf göngu sína, og enn standa margir, langt of margir, utan yébanda þess, sem átt hefðu fyrir löngu að vera virkir starfsbræður og unnendur þess; þó verður ekki annað réttilega sagt, en félagið standi styrkum fótum í jarðvegi vors vestur- íslenzka mannfélags, og hafi á liðnum árum mörgu því til vegar komið, er jók á sæmd þjóðarbrots vots í hinni miklu Vesturálfu; félagið hefir frá öndverðu, yfir höfuð að tala, notið forustu ósérhlífinna og ágætra manna, er hvers konar ómök hafa með glöðu geði á sig lagt, viðgangi þess til þróunar, og enn nýtur það forustu ágætra manna, er ganga fram fyrir fylkingar, og hlífa sér lítt; en hins ber jafn- framt að gæta, að Þjóðræknisfélag vort lýtur nákvæmlega gama lögmáli og aðrar stofnanir mannanna; það verður að vera samstiga við samtíðina, með glöggri hliðsjón af fortíð'og framtíð, til þess að steinrenna ekki eða verða að nátttrölli. Markmið félagsins í samtíð, þarf ávalt að vera: “Gjör dyrnar breiðar, hliðið hátt”. Aukin áherzla á íslenzkukennsluna, verður jafnan að vera fyrsta og æðsta hlutverk Þjóð- ræknisfélagsins; ekkert minna en það, geta félagar þess sætt sig við. Laugardagafræðsla Þjóðræknisfélagsins í ís- lenzkri tungu, bæði í Winnipeg( og víða út um byggðir, er virðingarverð, og hefir komið að allmiklum notum; þó verður að leggja marg- falt meiri áherzlu á slíka kennslu, eða fjölga laugardögunum í árinu, eins og einn vinur vor komst svo hnyttilega að orði um daginn, og er hið sama að segja um fræðslustarfsemina, sem Icelandic Canadian Club hefir haldið uppi í vetur; í hvortveggja tilfellinu, verður það að koma í ljós í virkri staðreynd að hugur fylg: máli, og að eitthvað raunhæft sé á sig leggjandi fyrir þau verðmæti, sem íslenzkir frumherja” fluttu með sér til hins nýja heims, unnu hug- ástum, og fólu oss að ávaxta; hér er um ósegj- anlega fagurt hlutverk að ræða, sem óhjákvæmi- lega hlýtur að auka á manngildi fólks vors, sé að því unnið af einlægni hjartans. Dagskrá næstkomandi Þjóðræknisþings hefir þegar verið birt í vikublöðum vorum, svo og skemtiskrá “Fróns”, ásamt skemtiskrá samkom- unnar, sem Icelandic Canadian Club stendur að; ætlum vér að fólk verði nokkurnveginn á eitt sátt um það, að svo sé til undirbúnings vandað, að naumast verði á betra kosið; að skemtun og fræðsla haldist þar svo í hendur, að fult jafn- vægi skapist. Deildin Frón hefir hlutast til um það, að fá hingað sem ræðumann á íslendingamót sitt, er fram fer í Fyrstu lútersku kirkju, Dr. Helga P Briem, aðalræðismann íslenzku ríkisstjórnar- innar í New York, gáfaðan og víðmenntaðan áhugamann, sem öllum þorra fólks vors vafa- laust leikur hugur á að kynnast; vér minnumst persónulega með ógleymanlegu þakklæti hinu virðulega heimboði til New York, að áliðnu síðasta sumri, til fundar við fyrsta lýðveldis- forseta íslands, og þökkum jafnframt þá ástúð, er hann lét oss í té dvalartímann syðra; vér bjóðum Dr. Briem hjartanlega velkominn á Þjóðræknisþingið, um leið og vér treystum því, að heimsókn hans verði öllum aðiljum til gagn- kvæmrar ánægju og uppbyggingar. Vér vonum, að Þjóðræknisþingið verði sem allra fjölsóttast; það sakar ekki lifandis vitund þó stöku sinnum kunni að slá í brýnu; slíkt skerpir aðeins vinskapinn, og getur jafnvel kveikt líf í steini; þögn og dauðamerki haldast iðulega í hendur. GAMAN 0G ALVARA Prófessorinn: — Það hefir ein- hver stolið tóbaksdósunum úr vasa mínum. Konan hans: — Tókstu eftir að nokkur færi með hendina ofan í vasa þinn? Prófessorinn — Já, víst gerði ef það. En eg hélt að það væri eg sjálfur. Prófessor kom heim til sín 15. maí og hringdi dyrabiöllunni, því að vitanlega hafði hann gleymt lyklinum heima. Nýja vinnukon- an kom til dyra, og horfði á hann rannsóknaraugum, því að þau höfðu aldrei sést áður. — Um-eh-mjá. Á prófessor Thompson heima hér? spurði hann. — Já. — Ætli hann sé heima núna? v — Nei, en hann er væntanleg- ur heim á hverri stundu. Prófessor Thompson snéri frá og stúlkan skellti í lás. Og svo settist vesalings maðurinn á- tröppurnar, til þess að bíða eftir sjálfum sér. Lærdómsmaður einn í veður- fræði hafði fundið upp nýja tegund af fallhlífum. Svo var farið með hann í flugvél, eitt- hvað upp á móts við kollinn á Vífilsfelli, til þess að hann reynd’ áhaldið, og þar var honum varp- að úr vélinni. Þegar hann hafði sigið um 400 fet í fallhlífinni, í besta gengi, sagði hann ákaflega raunamæddur: — Æ, hvaða vand ræði. Nú gleymdi eg alveg regn- hlífinni minni þarna uppi í flug- vélinni. • Próf. viðutan: — Heyrið þér, fröken. Hvað eruð þér að gera þarna í rúminu mínu? Sú í rúminu: — Af því að þetta er gott rúm, og eg kall vel við umhverfið og húsið, og svefn- herbergið okkar líka. Manstu ekki eftir því að eg er konan þín. Borgið . LÖGBERG VELKOMNIR! Winnipeg býður velkomna hina mörgu erindreka, er sitja híð 26. ársþing Þjóðrœknisfélagsins, er haldið verður dagana 26., 27. og 28. febr. Fylgi það, sem City Hydro hefir notið af hálfu borgaranna, svo sem Islendinga, hefir átt sinn drjúga þátt í viðgangi fyrirtækisins. Eins og almennt er vitað, er þetta fyrirtæki, sem borgararnir eiga sjálfir, jafnt og þétt að færa út kvíar; það veitir almenningi aðgang að óvið- jafnanlegu ódýrri raforku, og hefir á takteinum ótal áhöld á þessari rafmagnsöld, sem spara vinnu og fé; stuðlar þetta mjög að aukinni velferð meðal borgaranna í heild. CITY HYDRO “Your Utility - Serving You” Hagsýnt fólk situr jafnan við þann eldinn, sem bezt brennur Af þessum ástœðum er það, að viðskiptavinum vorum fjölgar óðfluga dag frá degi. Það kaupir , enginn köttinn í sekknum, sem gerir sér það að reglu, að verzla í Shop-Easy búðunum Búð Nr. 3 er að 611 Sargent Ave. Búð Nr. 4 er að 894 Sargent Ave. Innilegar kveðjur til Islendinga hvarvetna Þér hafið rækilega stutt að viðgangi vqrum. alt frá upphafi vorra vega 1914, er vér höfðum aðeins tvo menn í þjónustu vorri, og,fram til þessa dags, 1945, er vér höfum nú tvær prýðilegar verzlanir og 26 innanbúðar þjóna er allir eru reiðubúnir og fúsir að veita yður þjónustu. Prescription specialists K. G. HARMAN R. L. HARMAN THE SARGENT PEIARnACY LTD. SARGENT OG TORONTO ST. WINNIPEG, MANITOBA

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.