Lögberg - 22.02.1945, Blaðsíða 7

Lögberg - 22.02.1945, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 22. FEBRÚAR, 1945 7 FLJÓTVIRKIR ^ithöfundar Enginn mælikvarði er til um það, hve fljótir rithöfundar séu yfirleitt að semja bækur sínar. Sumir eru afar lengi og ma'rg- velta hverri setningu fyrir sér, en aðrir hafa ekki við, að festa hugsanir sínar á pappírinn. Lík- lega hefir Alexander Dumas, eldri, hraðamet meðal rithöf- unda, því að hann samdi 52 bæk- ur á einu einasta ári. En að vísu notaði hann þá aðferð að segja aðstoðarmönnum sínum fyrir og láta þá skrifa, en leiðrétti svo sjálfur á eftir. En þetta var vel af sér vikið samt. — Sir Arthur Conan Doyle, hinn frægi höf- undur að Sherlock Holmes-sög- unum, skrifaði einu sinni 12.000 orða sögu í einni lotu, án þess að standa upp frá skrifborðinu á meðan. Og um hann er einnig sagt, að eitt kvöld hafi kunningi hans setið hjá honum og verið að segja honum frá glæp, sem hafði verið drýgður þá um dag- inn. Morguninn eftir sýndi Conan Doyle kunningjanum nýja Sherlock Holmes-sögu, sem hyggðist á þessum glæp. Hann hafði skrifað hana áður en hann fór að hátta. — H. G. Wells hefir oft skrifað um 10.000 orð á dag. NAFNSPJALDIÐ á rót sína að rekja til Kín- verja. Þeir hafa jafnan haft í heiðri ítrustu kurteýsissiði í sam bandi við heimsóknir, og það hefír sannast að meira en tvö þúsund ár eru liðin síðan farið var að nota nafnspjöld við heim- sóknir í Kína. Á síðustu árum oota þeir mjög stór nafnspjöld, hárauð að lit. Kínverjar haía yfirleitt verið langt á undan vest urlandabúum um ýmiskonar sið- uienningu og hugvit. Þeir gerðu fyrsta áttavitann árið 1122 f. Kr. Pappír voru þeir farnir að gera ú fyrstu öld e. Kr. og gler skömmu síðar. Þeir þekktu prent hst árið 932 og höfðu snemma vit á læknalyfjum. Og árið 2852 f- Kr. voru málmpeningar í um- forð í Kína. Og fleira mætti telja því til sönnunar, að Kínverjar voru til forna langt á undan vesturlandabúum. Til dæmis smíðuðu þeir hljóðfæri, sem eng- um hefir tekist að eftirlíkja á síðari öldum. góður SKILDINGUR f ríkisstjórnartíð sinni lét Napoleon slá mynt, 5 franka Pening. Til þess að gera þennan Pening vinsælan og að keppi- hefli tilkynnti stjórnin, að innan 1 einum peningnum væri ofur- lítill seðill með undirskrifl; Napoleons sjálfs, og yrði hand- hafa hans greiddar fimm miljón- lr franka úr ríkissjóði. Þetta þarð fil þess að margir vildu eignast þessa peninga og hjuggu þá í tvent til þess að leita að seðlin- yua, en aldrei fannst hann. Sum- lr telja, að rétti peningurinn hafi lent á einhverju myntsafni. Hann hefir aldrei komið fram °g heldur ekki eftir að þessi ^ynt var innkölluð og tekin úr umferð. En talið er að fanska stjórnin myndi enn standa við §efið loforð ef peningurinn hmmi fram. Einstaklingurinn og heimilið (Frh. af hls. 2) ^ht, sviphreint og ilmandi um- verfi, þar sem hann getur not- skjóls og hvíldar eftir storm- PUnga og áreynslu utanaðkom- Minniát BETEL í erfðaskrám yðar andi umsvifa og anna. Sá mað- ur, sem á ekkert varanlegt heim- ili, verður festulítill og rótlaus og fer margs á mis. Þegar við hyggjum vandlega að því, hvers virði heimilin eru okkur, þá ættum við að reyna að leggja okkur fram um það að gegna trúlega hinni helgu skyldu sem hverjum einstaklingi er á herðar lögð, skyldunni að reyna að vanda þannig dagfar okkar, að það verði heimilum okkar ti! sæmdar og prýði, en ekki hið gagnstæða. Okkur finst, ef til vill, æði oft að heimilum okkar sé í mörgu ábótavant, og okkur hættir til að gera óánægjuna yf- ir því nokkuð áberandi, og við látum hana stundum bitna á þeim, er síst skyldi. En við gæt- um ekki að því, að um leið og við dómfellum annmarkana og fárumst yfir þeim, gerum við heimilislífið enn þungbúnara, þurrara og kaldara en það var áður, í stað þess að bæta það og fegra með því að leita í kyrþey að meinsemdinni og reyna að lækna hana. Það væri auðvitað hin eina rétta leið, en hún er stundum talsvert torsótt, eins og flestar þær leiðir, sem réttastar eru og hamingjudrýgstar. Mér finst, að það muni vera gott fyrir okkur öll að festa okk- ur í minni þessar gullfögru ljóð- línur skáldsins vestur-íslenzka: Hvert sem leiðin þín liggur, þá líttu æ hýr, þar sem sárdöpur sorgin í sinninu býr — sérhvert hugtak og handtak sé hlýlegt og þýtt, sérhvert orðtak og andtak sé ástlegt og blítt. Sérhvert vinarorð vermir sem vorsólarljós, sérhver greiði og góðvild er gæfunnar rós. — Hvort sem leiðin þín liggur um lönd eða höf gefðu sérhverjum sumar og sólskin að gjöf.” Þetta er holl og fögur lífs- regla, sem allir myndu hafa gott af að hugleiða og reyna að breyta eftir. Hver einstaklingur á mein þátt í því en hann heldur, að skapa sinn heimilisbrag og sína heimilishamingju. — Önuglyndi og eigingirni — já, ein óþýðleg hugsun, eitt kuldalegt, ógætið orð veldur þunga og kulda í and- rúmsloftinu, en “sérhvert vinarorð vermir sem vorsólarljós, séhhver greiði og góðvild er gæfunnar rós.” Eftir því sem við sjálf erum hlýrri og prúðari í umgengni á heimilum okkar, eftir því hljót- um við þar líka meira af “sumri og sól”, og eignumst þannig auð, sem aldrei að eilífu verður frá okkur tekinn. — Göfgi einstakl- inganna eykur unað og öryggi heimilanna, og góð heimili skapa fegurð og gróanda þjóðlífsins í heild, og eru því einskonar fjör- egg þjóðfélagsins. Einstaklingurinn á yfir mikl- um og margvíslegum rétti áð ráða, og ef hann notar þann rétt vel og viturlega, eignast hann sterkan og virkan þátt í því að skapa “gróandi þjóðlíf með þverr andi tár, sem þroskast á guðs- ríkisbraut”. Jórunn ólafsdóttir, Sörlastöðum í Fnjóskadal. Hlín. GUNDRY-PYMORE LIMITED 300 Years Experience As Net and Line Makers Agent: T. R. THORVALDSON — Phone 98 211 Your Patronage Will Be Appreciated 60 VICTORIA ST., WINNIPEG, MANITOBA Notið HAPPY GIRL HVEITI í alla yðar bökun SOO LINE MILLS LIMITED HIGGINS OG SUTHERLAND, WINNIPEG itiulií|»li* taxe$ II your estate contains foreign assets, they may be subject to foreign taxation as well as to Dominion and Provincial Succession Duties. Similarly, some of your Canadian assets may be liable to taxation in more than one of our own Provinces. An agrecment has just been completed between Canada and the United States, to avoid this overlapping taxation between thé two countries. Other reciprocal agreements are pending or under consideration. Why not consult our Officers on these multiple taxes; they will be glad to give you the benefit of their information and experience, looking towards a well-considered plan for your estate. A consultation will place you under no obligation. T0R0NT0 liENERAl TKUSTS CORPORATION WINNIPEG: PORTAGE AVE. AT SMITH ST. VELKOMNIR íslenzku vinir / Samvinnustefnan á enga hollari stuðningsmenn og vini, en horgara af íslenzkum stofni, sem hér húa meðal vor; forfeður þeirra lœrðu snemma að meta gildi samstarfsins, og með því lögðu þeir grundvöll að þjóðfélagi, sm vakið hefir athygli vítt um heim, vegna menntunar- og menningar- legs þroska; landi voru varð mikill gróði að innflutningi fólks frá Islandi. Nú hefir verið ráðist á samvinnustefnuna í þessu landi, og vér vitum, að fáir komi henni til traustari varnar en Islendingar. CANADIAN CO - OPERATIVE WHEAT PRODUCERS WINNIPEG . \ MINITOBA POOL ELEVATORS, WINNIPEG, MAN. SASKATCHEWAN CO-OPERATIVE PRODUCERS, REGINA, SASK. ALBERTA WHEAT POOL, CALGARY, ALBERTA Hugheilar árnaðaróskir s til íslenzka mannfélagsins í tilefni af Hinu tuttugasta og sjötta ársþingi Þjóðrœknisfélags ísl. í Vesturheimi Keystone Fisheries LIMITED SCOTT BLOCK - - - WINNIPEG i — S í M I 95 227 — G. F. JÓNASSON, forátjóri J

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.