Lögberg - 15.03.1945, Síða 4

Lögberg - 15.03.1945, Síða 4
4 t---------- Xögtierg--------------------* Gefið út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS, LIMITED 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjúrans: EDITOR LÖGBERG, 69» Sargent Ave., Winnipeg, Man. Editor: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram The “Lögberg" is printed and publishea by The Columbia Press, I.imitcd, 69 5 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba PHONE 21 804 f—-— ---------------------------— ----- ■ > Siiiii^S^SiSSiSSiiSSSiiliaiSiS Úlfaþytur í herbúðum Sósíaliáta illEiillllllllillEfe Úlfaþyts nokkurs, eða jafnvel pólitísks reimleika, hefir orðið vart í herbúðum C.C.F. flokksins upp á síðkastið, og kom þetta vafa- laust flatt upp á.margan manninn, er í mesta grannleysi hafði ekki látið sér annað til hug- ar koma, en að á þeim vettvangi hagaði jafnan þannig til, að þar færi saman orð og athöfn í einingu andans og bandi friðarins; út af þessu brá þó nokkuð alveg nýverið, er tveir þingmenn flokksins í Manitoba þinginu, þeir Dr. Johnson frá Brandon og Mr. Richards frá Pas, létu í ljósi ýmissar aðfinslur við aðgerðir miðstjórnarinn- ar, eða öldungaráðsins, eins og sú pólitíska broddborgaranefnd hefir stundum verið svo hnyttilega kölluð; þeir báru miðstjórninni það á brýn, að hún væri steinrunnin og einhæf, og að stefnuskrá flokksins í alþjóðarmálum væri orðin á eftir tímanum; þeim fanst þar rasað fyrir ráð fram, er miðstjórn flokksins tók ein upp á sig þá ábyrgð, að láta útnefna þingmannsefni í hverju einasta sambandskjördæmi, án nokk- urrar minstu hliðsjónar af því, hvort verið sé að senda frambjóðendurna út í opinn dauðann eða ekki; hitt fanst þeim langtum skynsamlegra, að rannsaka gaumgæfilega allar aðstæður, og út- nefna aðeins í þeim kjördæmum, sem nokkur von væri um sigursæl úrslit; þá höfðu þeir fóstbræður eitt og annað við þá ákvörðun mið- stjórnarinnar að athuga, að þvertaka fyrir sam- vinnu við aðra flokka að kosningum afstöðnum, hvernig svo sem til hagaði og hvað, sem lægi við, og verða þeir naumast einir um þá skoðun, er öll kurl koma til grafar. Ef svona löguð þjóð- rækni, svona lagaður sjálfbyrgingsháttur, er ekki neðan við hina margumræddu dollars þjóð- rækni, hvað er hún þá? Það væri annars engan veginn ófróðlegt, að fá lítilsháttar vitneskju um það, hvaða erindi öldungaráð þeirra C.C.F.-manna á í heiminn, ef það viíl ekkert samneyti eiga við góða og gilda þegna þessa lands, þó til annara flokka teljist, og jafnvel áfellist sína eigin flokks- bræður fyrir það, að þeir vilji eigi skilyrðis- laust kyssa á vöndinn. “Miklir menn erum við Hrólfur minn”, stendur þar! Eigi höfðu þeir Dr. Johnsonog Mr. Richards fyr lokið máli sínu í þingsalnum um áminst efni, en þingforingja þeirra, Mr. Farmer, sem um eitt skeið hafði gengið á mála hjá Mr. Bracken, hljóp kapp í kinn; fyr mátti nú rota en dauðrota! Að hugsa sér annað eins og það, að óbrotnir sveinstaular, viðvaningar í meðferð opinberra mála, skyldu leyfa sér aðra eins ó- hæfu og þá, að fetta fingur út í óskeikular og ófrávíkjanlegar ákvárðanir yfirboðara sinna, sem einir manna hefðu ávalt björgunarbátinn til taks, ef þjóðin lenti í pólitískum sjóhrakn- ingum; og það var svo sem ekki heldur í annað hús að venda; nei, ónei! í stað þess að leita véfrétta hjá öldungaráðinu, voru þeir Dr. John- son og Mr. Richards þegar á eitt sáttir um það, að leita álits kjósenda sinna, þeirra manna og þeirra kvenna, er veitt höfðu þeim í almennum kosningum umboð til fulltingis mála sinna á þingi; og þeim var báðum, er heim kom, fagnað forkunnar vel; og nú hafa þeir báðir lýst yfir því, að verði þeir gerðir flokksrækir, muni þeir framvegis skipa sæti sín á þingi án flokkslegra tengsla. í ræðu, sem Mr. Richards flutti nýverið utan þings, benti hann á fleiri veilur í stefnuskrá C.C.F. flokksins, og forustu hans en þær, sem þegar hefir verið vikið að, svo sem barlóminn, bölsýnið og úrræðaleysissónarsönginn, er átakan lega mintu á mannsköpuðu kreppuna síðustu í þessu landi, í stað þess að brynjast til átaka í tæka tíð til varnar gegn því, að slíkur óvina- fagnaður endurtæki sig í nokkurri mynd; þetta er karlmannlega hugsað og drengilega mælt, og vel takandi til fylztu eftirbreytni; með öðrum orðum, þá er Mr. Richards, og fóstbróðir hans Dr. Johnson á þeirri skoðun, að nú sé kominn meira en tími til, að taka að minsta kosti ofan af einhverjum glugganum á herbúðum yfirboðara sinna, þannig, að lítilsháttar skíma fengi, þó ekki væri nema að örlitlu leyti, hreinsað and- rúmsloftið og birt upp bæinn. í millitíðinni verður öldungaráðið að sætta sig við það, hvort sem því fellur betur'eða ver, að deila örlögum við marga Liberala, Bracken jlOGBERG, FIMTUDAGINN, 15. MARZ, 1945 og Drew, Tim Buck, og Blackmore, því enn verður þess langt að bíða, að það ráði ríkjum á Parliament Hill í Ottawa. Og nú hefir teningnum verið kastað, því síðastliðinn laugardag voru þeir Dr. Johnson og Mr. Richard, reknir með harðri hendi úr C.C.F. flokknum, sem vegnir og léttvægir fundnir, fyrir þá einu sök, að því er bezt verður séð, að þeir samvizku sinnar vegna, sættu sig ekki við að vera bundnir á klafa. Hvernig geðjast háttvirtum kjósendum, að þeim stjórnmálaflokki, sem sekur gerist opin- berlega um tilraun í þá átt, að múlbinda félags- bræður sína, segi þeir ekki auðsveipir já og amen við hverri firru frá hinum hærri stöðum, eða kyssi með lotningu á vöndinn? illllllllllllllllllllllllliriil::!llllllllllllllllllllllllllllllllllllll!llllllllllllllllllllllllilllllllllllllllllllllllllllllllll!IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII Bókmenntir Þorsteinn Þ. Þorsteinsson: Björninn úr Bjarmalandi, 183 bls., útgefendur: J. Th. Beck og Ásgeir Guðjohnsen, prentuð hjá Columbia Press, Ltd., Winnipeg, 1945. Bók þessi fjallar að mestu leyti um tuttugu og fimm ára þróunarsögu rússnesku ráðstjórnar- ríkjanna frá tíð Lenins og fram til þessa dags, þótt hún á hinn bóginn grípi inn í margt fleira varðandi heimsmálin yfirleitt; höfundurinn vill- ir ekki á sér heimildir; hann er hreinræktaður aðdáandi Stalins, og hatursmaður auðvaldsins í hvaða mynd, sem það kemur til dyra; hann kemur til dyranna eins og hann er klæddur, og verður slíkt aldrei nógsamlega þakkað á þeirri yfirklórs og kattarþvottsöld í ritmennsku, sem vér nú búum við. Á Islandi hefir mikið verið ritað og rætt um rússnesku málin, og útgáfufyrirtæki Máls og Menningar ekki látið sinn hlut eftir liggja í því atriði; tiltölulega lítið hefir verið ritað um rússnesku nýsköpunina meðal íslendinga vest- an hafs, að undanskildum nokkrum ágætum greinum, þýddum af Jónbirni Gíslasyni, sem birst hafa í Lögbergi; en með þessari nýju bók Þorsteins skálds, fær íslenzkur almenningur vestan hafs, aðgang að ljósu heildaryfirliti yfir þá strauma, er öðrum fremur svipmerkja hina risavöxnu þróun ráðstjórnarríkjanna, jafnt í friði sem stríði, sem sett hefir met í frelsis- baráttu kynslóðanna frá þeim tíma, er sagna- ritun fyrst hófst. Allmikið af heimildum sínum sækir höfundur í Emil Ludwig, og munu þær yfir höfuð standast próf hinnar ströngustu gagnrýni. Persónulýsingin á Stalin, bls. 31, er með þess- um hætti: “Stalin, segir Ludwig, að sé mjög hverdags- legur maður og blátt áfram, óskrafhreifinn að upplagi og jafnvel fár við ókunnuga, og horfi sjaldan í augu þess, sem hann talar við. Hann er góður meðalmaður á hæð. Fötin óbrotin en snotur. Hárið mikið, hrafnsvart, mjög lítið hæru- skotið, rís yfir lágu enni. Röddin er hæg og dul. Svörin róleg, glögg, bera vott um óbilandi sjálfstraust. Hann er þéttur fyrir og rökréttur í samræðum, en ófáanlegur til þess að víkja um þumlung frá skoðunum sínum. Stalin er maður fálátur og dulur, einmana- legur og þungbúinn, en ákveðinn mjög og ein- beittur. Hann gerir alt hægt og bítandi og varlega, og þannig er málfærið, hreyfingarnar, göngulagið.” Það liggur í augum uppi, að jafnan sé nokkur gróði í því, að kynnast helztu skapgerðarsér- kennum þjóðhöfðingja og mikilla valdamanna, því við það verða athafnir þeirra langtum auð- skildari, en ella myndi verið hafa. Það væri synd að segja, að höfundurinn kæmi ekki víða við í þessari nýjustu bók sinni; hann lýsir Karli Marz og byltingarkerfi hans; hann lítur Grænland augum með Sigurði Breiðbjörð; hann víkur að þeim “nýríku” á Islandi, og sem- ur bráðskemmtilegan kafla um lífið í Ameríku; alt er þetta gott aflestrar, því höfundi lætur prýðilega að segja frá, og málfarið er yfirleitt blæfagurt og kjarnyrt; það skiptir minstu máli hvort lesandinn er höfundi samdóma eða ekki; bókin er jafn skemmtileg aflestrar fyrir því. Tilgangi bókarinnar er mæta vel lýst með eftirgreindum orðum í níðurlagskaflanum: “Björninn úr Bjarmalandi, er búinn að sýna heiminum mátt samvinnu alþjóðar: Kraftaverk nútímans. En hann hefir einnig sýnt misfellurn- ar, sem fylgja breyzkum mönnum í bölvísum heimi, og að andi þjóðanna þarf að komast á hærra þroskastig góðmenskunnar, ef fullur jöfn- uður og bræðralag á að ríkja í mannheimum. Er þar alger heimsfriður fyrsta stigið, því hvert stórstríð færir mannkynið marga tugi ára aftur á bak og niður á við, í öllu góðu. Hver sem örlög Rússlands verða í framtíð- ínni, þá er heimurinn sælli fyrir það, að hafa eignast hina ungu og miklu sögu sameinaðra þjóða þess, sem ekki voru útvaldar né kallaðar, en sköpuðu sér forlög sjálfar. Þangað sækja ókomnar kynslóðir um öll lönd, ekki síður en nútíðin, von og trú á upprisumátt sinn til betra sambýlis og sælla lífs á þessari jörð.” Áminst bók er höfundi og útgefendum til mikils sóma, og eftir því verði, sem nú er algengt á íslenzkum bókum er hún sérlega ódýr; selzt í góðri kápu á aðeins $2,50, í lag- legu bandi á $3,25, að viðbættu tíu centa burðargjaldi. Pantanir ásamt andvirði, send- ist til Columbia Press Ltd., 695 Sargent Ave., eða Björnsson’s Book Store, 702 Sargent Ave., Winnipeg. Grikklandsmálin Eftir A. C. CUMMINGS Lauslega þýtt af Jónbirni Gíslasyni LONDON — Friður Hkir í Grikklandi — í bili. Bráðabyrgð- arstjórnin og hin hrakyrta frelsis hreyfing hafa jafnað sakir og sættst á deilumál. I ráðagerð er: uppgjöf saka, afvopnun, frjálsar kosningar, lýðveldisstjórn með eða án Georgs konungs, alt eftir ósk og viljaVþjóðarinnar. Fáar pólitískar deilur slíks kot- ríkis, hafa orsakað aðra eins há- reysti um víða veröld. í Bret- landi og sambandsríkjum þess, Bandaríkjunum, Frakklandi og sérstaklega í endurleystum ríkj- um meginlandsins, hafa atburð- irnir í Grikklandi vakið eldheita fullyrðingu og afneitanir á víxl; stórfeldar deilur án mikils kunn- leika; ákærur gegn vissum máls- aðila er nefndur var “morðingjar og þrælmenni”; endalausar blaða deilur fréttaskýrara er ekki vissu glögg skil á þeim hugsjónum er E.L.A.S gjörði að sínum málstað. Nú þegar dimmasta gjörninga- hríðin er liðin hjá, er fróðlegt að litast um og leita sannleikans í þessum málum; hér er hann eins og næst verður komist: Þegar Bretar komu inn í Grikk land, ríkti þar algjör pólitísk upp lausn og stjórnleysi. Borgara- styrjöld hafði geysað milli kon- ungssinna og lýðveldismanna; fangelsanir frelsissinna höfðu farið fram í gríska sjóhernum í Egyptalandi; nasista sinnuð stjórn sat í Aþenuborg; grískir herforingjar drukku “dús” með þýzkum innrásarmönnum; gjör- spilt lögregla gjörði málstað ó- vinanna að sínum og hinn svo- kallaði þjóðarher hlaut mála sinn úr pyngju nasista og sviku og drápu sína eigin þjóðbræður. Hungursneyð, tortryggni og dauð ans ótti bygði öndvegið. Þýzkir njósnarar og æsingamenn marg- földuðu ógæfuna. Fangelsin voru yfirfull. Foringjar hinnar leynilegu frelsishreyfingar söfnuðu undir merki sitt gegn nasistum og kon- ungssinnum, öllum frjálslyndum mönnum: bændum, sósíalistum og kommúnistum. Þeim voru gefin ensk vopn til baráttu gegn nasistum. Þúsundir þessara manna höfðu sætt alskonar of- sóknum undir einræðisstjórn Metaxas og margir höfðu ógoldna blóðreikninga að borga. Þar var vitanlega eins og annarsstaðar, misjafn sauður í mörgu fé, og því ýmsir með glæpsamlegum hneigðum. Til andstöðu gegn frjálslyndu flokkunum stóðu auðvitað íhalds menn, er óttuðust kommúnism- ann framar öllu öðru, þeir hlust- uðu glöggt til þess áróðurs Goebbels, að í kjölfar sigurvinn- inga Rússa mundi fylgja upp- sigling þeirrar stefnu um gjörv- alt meginland Evrópu. Þeir ósk- uðu að enski herinn berðist fyrir þá og tæki þeirra pólitísku and- stæðinga úr umferð fyrir fullt og allt. 1 Grikklandi var í stuttu máli, nægilegt sprengiefni samansafn- að til hálfrar tylftar borgara- styrjalda, þegar Bretar gengu þar á land og tóku Aþenu. Með fullri vissu um allar máls- ástæður, höfðu yfirmenn Breta gjört tilraun til að sameina þessi ólíku öfl á samtalsfundi í Leban- on, til þess að lögleg stjórn yrði mynduð. Niðurstaðan varð sú að allir þessir flokkar mynduðu aandalag og Papandreou varð forsætisráðherra. Þegar þessi nýskipaða stjórn kom til Aþenu, voru skæruflokk- arnir sammála herforingja Breta um að draga sig til baka úr höf- uðborginni. En þá kom í ljós að stjórnin flutti með sér frá ítalíu herstyrk konungsinna og aðra flokka með sama marki; það sannaði skæruhernum að hann var svikinn í trygðum og einnig hitt, að ef þeir afvopnuðust, mundu þeir sjálfir verða skotnir eða fangelsaðir af þeirra póli- tísku óvinum. Papandrou upplýsti þá um að Bretar hefðu hindrað það áform hans að afvopna “the Mountain Brigade”. Þá gaf hershöfðingi Breta út þá úrslitaskipun, að E.L.A.S. yrði að afvopnast skil- málalaust. í þessum umsvifum gleymdi grísk lögregla svo skyldu sinni og köllun, að hún skaut til bana óvopnaða kröfu- göngumenn á götum höfuðborg- arinnar. Samtímis þessum atburð um óð fasistasinnaður þorpara- lýður uppi og gjörði ýms skemd- arverk. Þegar skæruherinn varð þess var að hann átti að verða fórnar- dýrið, galt hann líku líkt. Það kom í ljós að aðeins örfáum af samverkamönnum nasista hafði verið refsað og lýðveldismenn grunuðu konungssinna um þá fyrirætlun að flytja hinn afdank- aða konung heim aftur, í skjóli jafn falsaðra almennra kosninga og þær síðustu höfðu verið. Þeir trúðu því fastlega að Mr. Churc- hill væri trygðavinur konungs- ins, s^m þeir fyrirlitu svo inni- lega. Þeir uppgötvuðu að nafna- skrá yfir liðsforingja fyrir þjóð- arherinn, er voru fjandsamlegir fram^óknarstefnunni, var fjrrir- fram útbúin og jafnvel fölsuð. 1 þessu eitraða andrúmslofti, haturs, ótta og undirhyggju, neitaði E.L.A.S. að afvopnast, þar til trygt væri að íhaldsflokk- urinn mundi ekki eyðileggja þá. Það tilfelli að kommúnistar sam- þykktu að hafa fulltrúa í stjórn- inni, en var hafnað, staðfesti hinn versta grun E.L.A.S. Samkvæmt því og þess vegna, tóku þeir tafarlaust gisla. Þeir börðust við og drápu, jafnt Breta sem Grikki. Þeir hótuðu borgarastríði um þvert og endilangt landið og ýmsir glæpamenn myrtu í stór- um stíl og gjörðu mörg spell- virki. Þegar ensku hermennirnir sáu hverju fram fór, vaknaði hjá þeim hatur til E.L.A.S. og allra þeirra málefna, meðal annars af því að þeir töldu þá ekki berjast drengilega. En þegar þess er gætt að bardagaaðferð skæruherjanna hafði árum saman verið sú, að koma að óvinum sínum óvörum og drepa þá leynilega hvar sem var, er síst að undra þá þeir áttuðu sig ekki í svipinn á, hvað Bretar meintu með því að berjast “drengilega”. ’ i Grimdarverk eins eða tveggja hópa af E.L.A.S. hafa vafalaust verið voðaleg, ekkert getur rétt- lætt þau, en sum þeirra voru vafalaust dómar og refsing á njósnurum og þýzk sinnuðum ein staklingum, einnig í sumum til- fellum persónulegur fjandskap- ur frá einræðistímabilinu. Gaml- ar blóðhefndir hafa efalaust sett sinn stimpil á baráttuna og ein- hver illvirki framin, aðeins fyrir ánægjuna af þeirri athöfn. Samtímis þessu voru hendur lögreglunnar ekki hreinar, hún fylti fangelsin grunsömu fólki og enskir fréttaritarar fundu það þar, hálfdautt úr hungri og fros- ið á steingólfunum, handtökur námu iðulega 150 á dag. Vegna þess að stjórnin hafði umráð og eftirlit með öllum fréttaskeytum, vissi umheimur- inn ekkert um stjórnsemi og hegðun lögreglunnar, heldur að- eins margfaldaða tölu yfir ill- virki E.L.A.S. Þegar kommúnista leiðtoginn Siantos — sá er undirritaði sam- komulagssamninga fyrir hönd meirihluta skæruherjanna — var krafinn sagna af erlendum frétta riturum, hvers vegna öll þessi barátta og allar þessar skelfing- ar hefðu átt sér stað, svaraði hann því, að E.L.A.S. hefði fast- ráðið að hafa fulla samvinnu með stjórninni, þar til þeir sáu að samverkamönnum nasista og nasistum sjálfum var í engu refs- að, að fascistar héldu stöðum sínum og atvinnu hjá stjórninni eins og ekkert hefði í skorist, og íhaldshernum var leift að halda vopnum sínum, samtímis því er hinum var skipað að afvopnast. “Við ætluðum aldrei að gjöra stjórnarbyltingu með valdi”, full yrti hann, “við óskuðum aðeins eftir stofnun reglulegs þjóðar- hers og afvopnunar skæruherj- anna samtímis, en stjórnin var ófáanleg til að afvopna sína menn.” Úr Winnipeg Tribune. Vinsamleg tilmæli Svo hefir ráðist, að eg undir- ritaður hefi tekið að mér að búa undir prentun heildarútgáfu af kviðlingum og kvæðum K. N. Júlíusar skálds, sem ætlast er til að gefin verði út á íslandi seinni part þessa árs. Er það Bókfells- útgáfan í Reykjavík, sem gefur bókina út, og er öllum, sem að henni standa, annt um það, að hún verði sem best úr garði gerð hvað innihald snertir eigi síður en hæfandi frágang. Vil eg því fyrir hönd útgef- enda og í eigin nafni biðja alla þá, sem kunna að eiga í fórum sínum vísur eða kvæði eftir K. N. skáld, að gera svo vel og senda mér afrit af þeim til notk- unar í umræddri heildarútgáfu. Sömuleiðis vil eg mælast til þess, að þeir, sem kunna skil á frá- sögnum, sem skýra uppruna vísn anna og kvæðanna, eða eru þeim til skýringar að öðru leyti, geri einnig svo vel og láta mér slíkar upplýsingar í té. Verður viðurkenning veitt fyrir alla slíka aðstoð í formála útgáfunn- ar; einnig verður umbeðið efni endursent, ef þess er óskað, þeg- ar það hefir verið athugað eða notað, eftir því sem á stendur. Með fyrirfram þökk. Richard Beck, University Station, Grand Forks, North Dakota. SKILJIÐ VÖXT YÐAR Áður en þér pantið kjóla, næríöt, yfir- hafnir eða alklæðnaði, skuluð þér at- huga vextarlag yðar. Kynnið yður myndirnar þessu viðvíkjandi á bls. 336 I EATON verðskrá. Til hvers af þeim sex flokkum teljist þér? Hér fylgja skýringar til stuðnings: (a) Telpur—krakkalegar 5’ 3” og lægri. (b) Stúlkur — unglingslegar 5’ 4” til 5’ 8” á hæð. (c) Smáar konur—vel þroskaðar 5' 3’’ eða lægri. (d) McOal konur—algengt vaxtarlag 5' 3” til 5’ 8” á hæð. (e) preknar konur lágvaxnar—Full- þroska í vexti 5’ 3” eða lægri. (g) Full stœrS—hin stóra teinrétta fyr- irmynd, 5’ 4” til 6' á hæð. Vegna fegurra útlits, sem vel sniðnum fötum er samfara, skuluð þér gæta vandlega vaxtar yðar áður en þér send- ið pöntun. ^T. EATON C?.,. WINNIPEG CANADA EATON’S

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.