Lögberg - 15.03.1945, Page 6

Lögberg - 15.03.1945, Page 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN. 15. MARZ, 1945 “Þarna kemur hann, mamma,” sagði Archie; “eg á honum líf mitt að launa.” Lafði Dysart leit við og sá fyrir framan sig ungan mann, með svo frítt og göfugmannlegt andlit, að hún vissi ekki hvað hún átti að hugsa. “Verner, komdu hingað,” sagði lávarður St. Albans; “eg hefi talað svo oft við þig um móðir mína, og hve vænt henni þykir um mig; hún óskar eftir að fá að þakka þér fyrir að hafa bjargað lífi mínu. Móðir mín, þetta er Verner Elster.” Lafði Dysart rétti báðar hendurnar á móti honum, og augu hennar fylltust af tárum. “Eg veit ekki hvernig eg á að þakka þér fyrir að hafa frelsað líf sonar míns; með því frelsaðir þú einnig mitt líf. Þú verður að fyrirgefa mér að eg ge* ekki sagt meira.” Og lafði Dysart, ein hin tignasta kona á Englandi, grét hástöfum. Verner hneigði sig virðulega fyrir henni. “Kæra lafði Dysart, þú yfirvirðir það sem eg gerði; þegar á allt er litið, var eg bara verk- færi í hendi Guðs, til að bjarga honum.” Nú kom jarlinn og þrýsti hendi hans afar innilega. “Það er fyrir mér eins og lafði Dysart,” sagði hann, “eg á ekki orð til að túlka tilfinningar mínar, en héðan í frá lítur þú á mig eins og þú værir sonur minn ” “Jarlinum og konunni hans, leist báðum svo aðdáanlega vel á þessa ungu hetju. Lafði Dysart sagði við sig sjálfa, að hún hefði aldrei á ævi sinni séð nokkurt andlit, þar sem fegurð, gáfur og göfgi var svo meistaralega sameinað. Fram- koma hans, og látleysi hreif hana engu síður. “Eitt er alveg víst,” sagði hún, “að þó hann kunni að vera fátækur, að þá hefir hann hlotið að vera alla sína ævi meðal mjög siðfágaðs fólks. Eftir útliti sínu og framkomu, gæti hann vel verið prins.” Jarlinn var ekki síður hrifinn af Verner. Hann dáðist að hans ágæta vitnisburði, sem hann hlaut frá Oxford, og auk þess, hans göfuga útliti og einörðu og tilgerðarlausu framkomu. “Mér mundi hafa þótt vænt um að eiga slíkan son,” hugsaði hann, “þá bærist nafn og frægð Dysartanna víðar um.” Þau buðu Verner að koma með sér á herra- garðinn, Hatton Court, og vera þar sem einn af fjölskyldunni, og hann gat ekki neitað því góða tilboði; lávarður St. Albans vildi ekki fara heim til sín, nema Verner kæmi með sér. Jarlinn sagði að það gæti ekki verið um annað að tala, en hann kæmi með þeim, sér væri það óumræðileg ánægja að sjá manninn sem bjarg- aði lífi sonar síns, heima hjá sér. “Eg mundi ekki biðja þig að koma með okkur, Mr. Elster, ef það væri eftir fyrir þig að vinna þér einhvern námsheiður í Oxford, en þú hefur þegar unnið þá alla. Sonur minn segir mér að þú hafir ætlað þér að fara héðan hið bráðasta, og leita þér að stöðu, sem húskennari, einhvers- staðar. Hættu við það áfórm, eg skal sjá um framtíð þína.” Jarlinn sá á andliti hans að hann var í dá- litlum efa um, hvort hann ætti að þyggja boðið. “Segðu mér nú hreinskilnislega,” sagði Jarl- inn, “hvað er það sem veldur efa í huga þín- um? Eg sé að það er eitthvað.” “Mér er ógeðfelt að vera vanþakklátur,” sagði Verner, “og mér þykir óumræðilega vænt um góðvild þína og göfugmensku, gagnvart mér, en —” “Já,” sagði jarlinn, brosandi, “en það er þetta ‘en’, sem mig langar til að vita um.” “Þú fyrirgefur mér að eg tala blátt áfram. Eg er ekki fæddur af hátt settu foreldri; faðir minn var fátækur verkamaður, sem vann á járnbraut, og hann dó af slysi, varð undir járn- brautarvagni. Móðir mín er ómentuð alþýðu- kona; hún lifir af ofurlitlum lífeyri, sem henni er veitt. Heimili mitt er ósköp fátæklegt. Eg er í engu sambandi við neinn, geri mér engar stórar vonir, og mér dettur í hug að eg mundi ekki eiga heima á hinum fína herragarði Hatton Court. Eg verð að nota tímann vel og vinna fyrir mér, en eg verð kannske dáðlausari til þess, ef eg vendist alsnægta hóglífi.” “Er þetta eina mótbáran, sem þú hefur?” spurði jarlinn. “Já, boð þitt er svo göfugt og gott, og vinátta þín er mér svo dýrmæt, en það er svo mikil fjarlægð milli okkar, svo fjarska mikil.” Jarlinn rétti honum hendina. “Veistu,” sagði jarlinn, “að þú ert sá göfug- asti og fallegasti maður, sem eg hefi nokkurn- tíma séð, þó eg sé búinn að lifa nokkuð lengi. Eg hefi nú meiri virðingu fyrir þér en áður, og margfalt meira traust. Þú ert einarður og sann- orður — þú ert prúðmenni frá náttúrunnar hendi, og það er mér heiður að eignast slíkan mann að vin. Mér þykir sárast að faðir þinn er dáinn, svo eg get ekki sagt honum hvaða álit eg hefi á syni hans.” Frá þessari stundu átti Verner engan ein- lægari vin, en Jarlinn Dysart af Hatton Court. Þegar hann sagði konunni sinni af samtali sínu við Verner, sagði hún: “Fáir mundu hafa verið svona hreinskilnir. Flest allir, sem eg hefi kynnst, bæði menn og konur, hafa ætíð reynt að gera sig stærri en þeir voru. Presturinn okkar, til dæmis, hann mundi hafa sagt: Faðir minn hafði Stöðu hjá járnbrautarfélagi, svo maður mætti þá eins vel ímynda sér að hann hefði verið forstjóri félags- ins, eða í einhverri annari hárri stöðu. Það var éitthvað óvanalega mikið í þessari einörðu og hreinskilnislegu frásögn: “Faðir minn var fá- tækur maður, hann var verkamaður á járn- braut”. Það var þetta. sem vakti umfram allt annað aðdáun mína á honum.”, “Maður gæti hugsað að faðir hans hefði verið prins,” sagði lafði Dysart. Það var nú afráðið að Verner færi með þeim til Hatton Court. “Þú mátt ekki hugsa til að fara aftur frá okkur fyr en Archie er orðinn vel frískur, og alveg búinn að ná sér,” sagði lafði Dysart, “þá erum við að hugsa um að ferðast til útlanda. Það er gott fyrir Archie að koma yfir á megin- landið og sjá sig um þar, og þú verður að koma með okkur. Síðar getum við yfirvegað hvað heppilegast verður að gera fyrir þína fram- tíð.” Hvað gat hann sagt við þessu? Þau höfðu tekið hann að sér, sem hann væri þeirra eigið barn. Þau litu ekki á fátækt hans né lága stöðu foreldra hans, og fátæklegs heimilis; allt slíkt var þessu óviðkomandi. Verner, ungur og lífsglaður naut hamingj- unnar, og kveið ekkert fyrir framtíðinni. Lafði Dysart sýndi ennfremur einlægni sína og góð- vild með því, að senda margar verðmætar gjafir til Mrs. Elster, og bauð henni að gera eitthvað fyrir Robert, af því hann væri bróðir Verners. En hann var ekki upp á það kominn, að þyggja neitt slíkt. “Það besta, sem eg get hugsað mér að gera,” sagði Robert, við móður sína, “er að leita eftir tækifæri til að bjarga jarlssyni; það er sjálf- sagt auðveldasti vegurinn til að komast áfram í heiminum.” “Kannske þú hefðir ekki verið eins viljugur og fljótur til að kafa ofan í hyldjúpt vatnið,” sagði móðir hans. “Nei,” svaraði Robert, með stærilæti, “eg hefði reynt eitthvað, sem var auðveldara en það. Þú getur sagt lafðinni, að það geti beðið til síðari tíma.” Jarlinn fór nú frá London heim til sín, með konu sína, son og Verner. Það var langt frá því að Archie væri orðinn jafn góður. Læknir- inn var hræddur um að það gæti ef til vill verið hætta á ferðum með hann. Hvert sinn er hann sofnaði, hrökk hann upp með hljóðum — hann dreymdi að hann væri að drukkna, væri að sökkva dýpra ofan í kalt vatnið. Verner var sá eini sem gat gert hann rólegan; nærvera hans og upplífgandi samtal og glaðværð, var ómetanleg hjálp fyrir Archie, til að komast til heilsu aftur. “Æ,” sagði lávarður St. Albans, er vagninum var ekið heim að hinum volduga kastala Hatton Court, “hér er mitt kæra gamla heimili, og hefði það ekki verið fyrir þig, Verner, hefði eg aldrei séð það aftur.” 21. KAFLI. Það var ómögulegt annað en Verner væri ánægður og findist hann eiga heima á Hatton Court. Jarlinn og lafðin, hefðu ekki getað verið honum elskulegri en þau voru, þó hann hefði verið sonur þeirra. Hatton Court var fagur staður; margar kyn- slóðir hafði hann tilheyrt fjölskyldunni Dysart; allslags' verðmæti frá fyrri kynslóðum voru varðveitt og viðhaldið — skjöl, málverk, silfur og allslags dýrgripir. Það var elsta aðals fjöl- skyldan á þéim slóðum, og naut almennings hylli og vinsælda. Byggingin sjálf var afar stór og skrautlegur kastali frá löngu liðinni tíð. Verner hafði aldrei séð slíkt skraut, það var allt svo óvanalegt og nýtt fyrir hann. Þó var eins og honum fyndist hann eiga svo vel heima í öllu þessu skrauti, og lafði Dysart undraðist hvernig á því stæði. Það leit strax svo út, eins og hann hefði aldrei í öðrum húsakynnum verið. “Þú reynir að telja mér trú um að hann sé sonur járnbrautar verkamanns,” sagði lafði Dysart við mann sinn. “Má eg spyrja, lítur hann ekki út eins og hann væri prins?” “Jú, eg viðúrkenni það,” svaraði jarlinn. Hefði hann ekki verið búinn að segja þeim um foreldra sína, hefði undrun þeirra ekki verið eins mikil. Archie hrestist fljótt, það að vera kominn heim, gerði hann rólegan, og hræðslan hvarf úr huga hans. Hve unaðslegur tími þetta var fyrir Verner! Hvert sem hann leit mætti augum hans einhver fegurð, sem vakti undrun og aðdáun í huga hans, náttúran, eða listaverk, frá eldri og yngri tímum. Hve ólíkt var ekki þetta líf því sem hann hafði vanist á heimili Mrs. Elster; hér voru listaverk og fáséðir náttúrugripir saman- safnaðir frá fjarlægustu stöðum á jörðinni. Og allt þetta var í svo aðdáanlegu samræmi hvað við annað. Hið mikla bókasafn, var eitt af því sem vakti mesta aðdáun hans. Það var fullkomið safn af öllum bókmenntum þjóðarinnar, frá elstu til nýjustu tíma. Við hvern bogaglugga í lestrarsalnum stóð hægindastóll og lítið borð, þar sem maður gat setið og lesið, og útsýnið frá gluggunum yfir hið aðdáanlega fagra lands- lag, æfagömul stór tré, sem stóðu til og frá. I þessum indæla lestrarsal var nú Verner mest af tímanum. Hann fann þar bækur, sem hann hafði lesið um, og altaf langað til að sjá. Hann fór snemma á fætur á morgnana, og meðan allir sváfu, naut hann hinna bestu rólegheita til að lesa, og þar orkti hann kvæði, sem gerðu hann nafnfrægan um allt landið. Verner bað jarlinn um, að hann gæfi sér eitthvað ákveðið starf. “Kennslustarf við skólann, mér mundi líka það vel,” sagði Verner. “Svo þér geðjast ekki þetta indæla letilíf,” sagði jarlinn, brosandi. '‘Jú, eg get gefið þér nokkuð að gera, sem eg er viss um að þér mundi líka. Eg hefi nú upp á síðkastið verið að óska mér að eg hefði skrifara, þvi eg er nú að verða gamall og latur. Eg vildi fá mér skrifara, sem gæti litið eftir allri minni umsýslu, svarað öllum viðskipta bréfum, hald- ið alla reikninga fyrir mig, og gert glöggt yfirlit yfir þá, fyrir mig. Vilt þú taka þá stöðu hér á hemili mínu?” “Já, með mestu ánægju.” “Þá geturðu byrjað strax. Eg borga þér 200 pund í kaup um árið, og eg ætlast til að þú vinnir fimm klukkutíma á dag.” “Hann verður langtum rólegri og hamingju- samari,” sagði jarlinn við lafði Dysart, “en hann hefur verið. Hann hefur viðkvæma sjálfstil- finningu, og nú finnur hann ekki eins til þess að hann sé eins og í skjóli velgjörða manna sinna.” Eftir þetta var Verner þekktur í nágrenninu, sem skrifari jarlsins, og eins hamingjusamur og nokkur maður gat verið. Hann fór snemma á fætur á hverjum morgni, og vann af kappi, og leit aldrei í bók, eða gerði neitt sem honum sjálfum viðkom, fyr en hann hafði aflokið öllu því sem hann átti að gera fyrir jarlinn. Eftir hann hafði aflokið skyldustörfum sínum, hafði hann nægan tíma til lestrar og námsiðkana. Eftir klukkan 5 var hann æfinlega með fjöl- skyldunni; hann gekk út með lafði Dysrat og Archie, til að njóta hins fagra útsýnis, og er þau komu heim var kvöldverðartími, og eftir máltíðina naut hann ánægjulegra stunda í sam- félagi við jarlinn og fjölskylduna í samkvæmis salnum. Eitt kvöld ræddu hjónin um það, að þau þyrftu að endurgjalda öll þau heimboð sem þeim voru gerð á árinu. “Við eigum svo marga góðvini og nágranna,” sagði lafði Dysart, og sneri sér að Verner. “Ökkar bestu vinir eru Damers fjölskyldan á Awonvold. Hefurðu nokkurntíma heyrt þeirra getið.” Nei, hann hafði aldrei heyrt það nafn. “Allt, sem er fagurt hrífur þig, þú verður hrifinn af að sjá lafði Damer. Hún er, undan- tekningarlaust, sú elskulegasta kona, sem eg hefi nokkru sinni séð, er hún ekki, Algeron?” “Jú,” svaraði jarlinn, “hún er ekki einungis elskuleg, en hún er svo viðfeldin og alúðleg, að manni finst maður vera í sólskini í nærveru hennar.” “Við verðum strax að bjóða þeim,” sagði lafði Lysart. “Lafði Damer var svo nærgætin og hugsaði svo mikið um þig, Archie, meðan þú varst veikur, hún skrifaði okkur nokkrum sinn- um.” “Hve langt í burtu héðan er herragarðurinn, Avonwold?” spurði Verner. “Hér um bil 60 mílur. Algeron, hefurðu heyrt hvort Miss Charteris er komin heim?” Archie greip hér fram í, og spurði: “Hvar hefur Miss Charteris verið?” Lafði Dysart hló, og sagði: “Eg er ekki sú eina heimska móðir í heiminum, að vilja ekki láta barnið mitt fara frá mér, Archie. Eftir langa yfirvegun gaf lafði Damer loksins eftir að senda Rose dóttur sína á nafnfrægan skóla í París, en hún mátti ekki hugsa til að hún væri þar ein síns liðs, svo Miss Charteris fór með henni til að sjá um hana og líta eftir henni. Já, þú hlærð að þessu, Archie, en eg skal segja þér, að eg var alveg eins hrædd um þig, þegar þú fórst til Oxford.” “Rose var litla konan mín, þegar við vorum lítil,” sagði Archie; hún var indæl lítil stúlká. Sé hún eins falleg nú, þegar hún er fullvaxin, hefi eg ekkert á móti því að hún verði konan mín.” “Þú hefur nógan tíma til að hugsa um það,” sagði móðir hans. “Nú skulum við ákveða það að Damers borði hér miðdegisverð í næstu viku, ef ekki er búið að bjóða þeim annað.” Verner var ekki lítið forviða að fá að sjá, þessa svo mjög dáðu lafði Damer á Avonwold, og það svo fljótt. Boð9bréfið var sent samstundis, og boðið þegið. Lengi mintist Verner dagsins, er Damers frá Avonwold komu til Hatton Court. Það var í september mánuði og tréin voru búin að taka á sig sína margbreytilegu og fögru haustliti, blómagarðurinn alþakinn skrautleg- um haustblómum. Mörgum öðrum var boðið til þessarar veizlu, og á tilteknum degi kom hver skrautvagninn eftir annan, með hina tignu gesti. “Elskulegasta konan á Englandi,” sagði Verner við sjálfan sig; “eg er forvitinn að sjá hvernig hún lítur út.” Hann hafði aldrei kynnst neinni afburða fríðri konu, bara lesið um slíkar, og nú átti hann að fá að sjá slíka konu. Lafði Dysart, var lágleg, og myndarleg kona, en hún var ekki fríð, svo Verner hlakkaði til að fá að sjá þetta umrædda fríðleiks fyrirbrigði, sem lafði Dysart lét svo mikið af. Það stóð svo á, að hann hafði störfum að gegna fyrir lávarðinn er gestirnir komu, svo hann sá þá ekki fyr en hann kom inn í sam- kvæmissalinn, en þá voru allir gestirnir sest- ir. Lafði Dysart kom á móti honum, og sagði: “Verner, nú skal eg kynna þér lafði Damer.” Hann fylgdi henni þar til hún nam staðar, þá blasti við sjónum hans svo undurfrítt og góðlegt konuandlit, sú mynd hvarf honum aldrei úr minni eftir það. “Elskulegasta konan á Englandi! — fegurri en Venus, og tignarlegri en drotting,” hugsaði hann. Þar sat lafði Damer, klædd í himinbláann guðvefjarkjól með öllu því skrauti sem tilheyrði slíkum samkvæmisbúningi. En þrátt fyrir hennar skrautlega búnað, var það ekki búningurinn, sem hreif huga hans, og vakti aðdáun hans, það var hennar fríða og góðmannlega andlit, og göfugi svipur og höfuð- lag. Hann hafði aldrei hugsað sér slíka mynd. Þykkt gulbrúna hár, snjóhvítt hátt enni, dökk fjólulit augu dreymandi og djúp. “Lafði Damer,” sagði lafði Dysart, “þú hefur heyrt mig tala um ungu hetjuna, sem bjargaði lífi sonar míns, viltu nú leyfa mér að kynna þér hann. Lafði Damer, Mr. Verner Elster.” Lafði Damer leit sínum skæru augum á hann. Hann vissi ekki hverslags tilfinning greip sig á þessu augnabliki — einhver óljós kend —^ eins og einhver barnsleg löngun til að falla fram að fótum hennar og kyssa hendur hennar. Tillit hennar virtist eins og rugla allt hans vitsmunalega afl — í stuttu máli sagt, hann skildi ekki sjálfan sig. “Það er mér sönn ánægja að sjá þig Mr. Elster.” sagði hún í mildum málróm, sem hjálp- aði honum ekki til að ná valdi yfir hinni undar- legu hrifningu, sem hafði gripið hann. Eins og allt kvennfólkið, var hún hrifin af hans óvanalega andlitsfríðleik, og gáfulegu út- liti. Hún horfði eins og utan við sig á hann. Hún dró hinn íburðarmikla guðvefjarkjól sinn ofurlítið að sér, og þauð honum að setjast hjá sér; eftir það hafði hún augun ekkki af honum. Þau sátu þar, sem alókunnug hvort öðru. Hugs- um oss bara, ef hún hefði vitað, að fyrir tuttugu árum lá hann við brjóst hennar örfá augnablik, að hann væri barnið, sem hún ennþá, af og til hugsaði til með söknuði. Það ^ar eins og ein- hver móðurleg tilfinning vaknaði í hjarta henn- ar fyrir honum. Og þegar jarlinn kom til að leiða hana til borðs, sagði hún: “Eg vona, að Mr. Elster fái sæti við borðið nálægt okkur; mér geðjast hann svo vel.” Og jarlinn, sem vildi gera allt sem hann gat til að geðjast lafði Damer, sem best, skipaði fyrir um sæti fyrir Verner, eins og hún ósk- aði. 22. KAFLI. Borðhaldið fór fram eftir öllum viðhafnar- venjum. Lafði Damer bar af öllum öðrum við- stöddum hefðarkonum; auk síns fríða andlits, bar hún ekki síður af öðrumtað andríki og vitsmunum. Hún var alveg snillingur í að halda uppi fjörugum og aðlaðandi samræðum. Lá- varður Damer var líka meir en lítið upp með sér af henni. Hún hafði krýnt líf hans með ást, fegurð og heiðri. Þó leitað væri langt til baka í ættarsögu Damers fjölskyldunnar, var engan að finna sem hafði varpað meiri heiðri og að- dáun á fjölskylduna en hún. Verner Elster var alveg hrifinn af henni. Nei, slíka konu hafði hann aldrei getað hugsað sér. Hún var algjörlega ný opinberun fyrir hann- Hann hafði ekki kynnst öðru kvennfólki en sem var á borð við Mrs. Elster, úttauguðu af þrælkun, og vöntun allra lífsþæginda, án ment- unar og siðfágunar. Nú skildi hann hvernig á því stóð, af hverju svo mörg skáld höfðu sungið konum svo mikið lof í ljóðum sínum; hann horfði óaflátanlega á lafði Damer, og virti • hana fyrir sér, það var tilbeiðslukend í huga hans, sem yfirskygði allar aðrar hugsanir. En hvernig slík tilfinning hafði náð svo miklu valdi yfir sál hans, það skildi hann ekki; hann var eins og í draumi. Hann kastaði þessari and- legu lömun af sér, og kom fyllilega til sjálfs sín, og nú kom hans skáldlega hugarflug í ljós 1 samræðunum við gestina, svo allir hlustuðu a hann og dáðu málsnild hans og siðprýði.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.