Lögberg - 15.03.1945, Síða 8

Lögberg - 15.03.1945, Síða 8
$ LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 15. MARZ, 1945 Messuboð Fyrsta lúterska kirkja Séra Valdimar J. Eylands. Sími 29 017. Guðsþjónustur á sunnudögum. Kl. 11 f. h. á ensku. Kl. 12.15 sunnudagaskóli. Kl. 7 e. h. á íslenzku. Söngæfingar: Yngri söngflokkurinn á fimtu-' dögum kl. 8. Eldri söngflokkurinn á föstu- dögum kl. 8. • Lúterska kirkjan í Selkirk. Sunnudaginn 18. marz. Sunnudagaskóli kl. 11 árd. Ensk messa kl. 7 síðd. Allir boðnir velkomnir. S. Ólafsson. • Gimli prestakall. Sunnudaginn 18. marz. Messa að Betel, kl. 9,30 f. h., Húsavík, kl. 2 e. h., Gimli, kl. 7 e. h., ensk messa. • Messa að Langruth kl. 2 e. h. surinudaginn 18. marz. H. E. Johnson. • Guðsþjónusta í Vancouver. Sunnudaginn 18. marz, kl. 7,30 e. h., fer fram rnessa á ensku í dönsku kirkjunni á E 19th Ave. og Burns St. Allir velkomnir. R. Marteinsson. • Prestakall Norður Nýja íslands. 18. marz — Riverton, ensk messa kl. 8 e. h. B. A. Bjarnason. Úr borg og bygð Samskot í útvarpssjóð Fyrstu lútersku kirkju. Mr. og Mrs. Jón Magnússon, Winnipeg $1.00. Einar Sigvalda- son, Baldur $1.00. Mr. og Mrs. J. Josephson, Gimli $2.00. Torfa- sons bræður, Lundar $3.00. Mrs. H. Magnússon, Geysir, Man. $2.00. Mr. og Mrs. Daniel Peter- son, Gimli, Man. $1.00. Rebekka Bjarnason, Camp Morton $1.00. Kærar þakkir. V. J. E. • Hús til sölu nú þegar. Spyrjist fyrir um skilmála að 622 Victor St., sími 39 971. • Hið árlega spilakvöld,“Bridge” Jóns Sigurðssonar félagsins, verð ur haldið í fundarsal Sambands- kirkjunnar, Sargent og Banning, á þriðjudagskvöldið þann 20. þ. m., kl. 8. Góð verðlaun veitt; samkomur þessar eru jafnan fjölsóttar, og mun svo vafalaust einnig verða að þessu sinni. Jóns Sigurðssonar félagið hefir um langt skeið unnið mikið nytja- verk, og verðskuldar því óskipt- an stuðning íslendinga. • Kvennfélagið “Sólskin” í Van- couver, heldur tombólu og dans í I.O.O.F., 1720 Gravely St., kl. 8, laugardagskvöldið 24. marz. Einnig verður sala á íslenzkum heimatilbúnum mat. Þessi sam- koma er haldin til að afla pen- inga fyrir hið fyrirhugaða elli- heimili í Vancouver. Fólk ætti að fjölmenna. Magnús Elíason. • Heimilisiðnaðarfélagið heldur næsta fund á miðvikudagskvöld- ið, 14. marz, að heimili Mrs. Chas Nielsen, Ste. 19 Acadia Apts., Victor St. Fundurinn byrjar kl. 8. Kominn heim (Frh. á bls. 5) til Seattle, er það skemtileg sigl- ing í gegnum sund og framhjá eyjum, en þó er innsiglingin að borginni sjálfri, sérstaklega að kveldi til, ógleymanleg. Borgin er byggð á hæðum er rísa frá ströndinni, þegar siglt er inn til hennar að kveldi dags, eins og eg gerði, þá er eins og maður sigli inn í sí stígandi ljóshaf. Þegar eg steig á bryggjuna í Seattle, var þar annar vinur og kunningi að mæta mér, það var Friðrik læknir Thorláksson, bróð ir Hálfdáns í Vancouver, og Þor- björns læknis Thorlákssonar í Winnipeg. Tók þessi góði vinur mig að sér, þrátt fyrir mikið annríki og umsvif mikil störf, sem hans biðu og skildi ekki við mig fyr en eg var sestur. inn í járnbrautarvagninn, sem eg fór með frá Seattle til Los Angiles. Á járnbrautarstöðinni í Los Angiles, mætti Jón Sigurðsson mér, var hann kominn alla leið frá Los Vegas í Nevada, í bíl sín- um til þess að mæta mér, 300 mílur vegar og taka mig heim með sér. Ferðin austur yfir Californiu-ríkið var í bíl, með fróðum og skemtilegum manni ógleymanleg. Fram hjá bæjum og bændabýlum, eftir rennislétt- um akvegum, með fjallasýn í fjarlægð til beggja handa, og Sierrafjallgarðinn framundan, sem við óðum færðumst í áttina til. Bíllinn brunaði áfram, eftir steinsteyptum veginum. Landið hækkaði smátt og smátt, þar til við vorum komnir inn í heim- kynni hárra hálsa og djúpra dala, þar sem við ýmist brunuð- um áfram eftir djúpum dalbotn- um, eða utan í snarbröttum hlíð- um, því aldrei linaði Jón á ferð- inni og aldrei þagði hann lengi í einu, hann var alltaf að fræða mig, segja mér frá örnefnum, sýna mér merkis staði, sem á leið okkar voru og segja mér frá merkisatburðum, sem gerst höfðu á hinum eða þessum staðn- um. Eftir sjö klukkustunda keyrslu komum við heim til Jóns og var þá klukkan orðin tíu að kveldi, þakkarhátíðar dags Bandaríkja- þjóðarinnar, og beið okkar þar á borðum hin ríkmannlegasta þakkarhátíðar máltíð, sem við, eða að minsta kosti eg gerði góð skil. Heimíli Jóns í Los Vegas er ríkmannlegt og prýðilegt í alla staði og svo heilbrigð og höfðing- leg gestrisni ríkir þar, að naum- ast er hægt að hugsa sér, að annarsstaðar geti manni liðið betur, utan síns eigin heimilis. Jón hefir átt heima í Los Vegas í 14 ár og hefir á þeim tíma kynt sig þannig, að hann nýtur trausts og virðingar allra, sem hann þekkja og efnalega rutt sér braut, svo að hann má nú kalla stórefna mann. Eg tók fram áður að þegar Jón kom frá íslandi þá hafi hann verið fullnuma trésmiður. Við þá iðn hefir hann alltaf haldið sig. Þegar hann kom til Los Vegas, keypti hann álitlega landspildu á góðum stað í bæn- um, 200 ferfet af landi, því landi skipti hann sjálfur í bygginga- löðir á mjög smekkvíslegann hátt og byggði á þeim 3 stórhýsi og 18 smærri hús er hann leigði ferðafólki, sem alltaf er mesti urmull af þar í fjalllendinu. Þessar byggingar standa allar saman og mynda dálítið þorp, sem ekki aðeins stendur öðrum pörtum bæjarins jafnfætis, held- ur tekur þeim fram, að smekk- vísi og fegurð, og er Jón vak- inn og sofinn í því, að halda bygg ingum sínum við, og prýða í kringum þær, sem þó er ekkert áhlaupaverk, sökum þess hve jarðvegurinn er grýttur og ófrjór svo sérstaka þekkingu þarf, og nákvæmni mikla til að halda við gróðurfegurð á þeim stöðvum. Vel hefði eg getað unað mér heima hjá Jóni allan típiann, sem eg var gestur hans, en við það var þó ekki komandi. Hann uppástóð, að eg yrði að sjá allt það sem merkilegt þætti og sér- stakrar eftirtektar væri vert þar í fjöllunum og hann lét ekki sitja við orðin tóm, því hann fór með mig í bíl sínum, nálega hvern dag á meðan eg dvaldi hjá hon- um, en það var í tvo mánuði, upp um fjöll, út og ^uður um engi og auðnir. Veðrið var altaf indælt, sólskin á hverjum degi og heiðríkur himinn og var því undurhressandi að ferðast um fjöll og dali í mátulega hlýjum fjallasvalanum og sjá alltaf eitt- hvað nýtt og brevtilegt. Ekki er nokkur kostur á að telja hér upp allt hið einkenni- lega og eftirminnilega er eg sá á þessum ferðum. Hina óendan- lega margbreyttu náttúru og náttúrufegurð. Gistihús uppi í miðjum fjallshlíðum, þar sem fólkið, sem var að skemta sér í bifreiðum sínum á alauðum ak- brautum, kom að neðan og mætti skíðafólkinu sem að ofan kom úr snjónum. Boulder Dam í Colar- ado ánni, þetta geysilega mann- virki, og verkfræðilega meistara- verk, sem engum líður úr minni er séð hefur. Dauðra manna dal- inn (The dead mans Valley), sem er sumstaðar meira en 400 fet fýrir neðan sjávarmál og dregur nafn sitt frá 45 mámu- mönnum, sem í fyrndinni lögðu út á hann til að reyna að ná til mannabyggða, en létu lífið. Allt þetta sýndi Jón mér og sagði mér ótal margt um aðra söguríka staði, sem Nevada ríkið er svo auðugt af og sem hann auðsjáanlega er svo kunnugur. Jón Sigurðsson er 62 ára að aldri og er ekkjumaður. Kona hans hét Sigurborg ólafsdóttir Thorlacíusar, sem flestir Mani- toba íslendingar kannast við, ágætis kona, eins og hún átti ætt til. Þeim hjónum var ekki barna auðið. Eg fór frá Los Vegas 10. jan. s. 1. og fór Jón með mig í bíl sínum alla leið til Los Angeles, svona eins og til áherzlu og upp- bóta á allt annað, sem hann hafði fyrir mig gjört. Þegar til Los Angeles kom, þessa sælunnar reits, sem eg er sannfærður um að Guð hafi skap að til þess að vera paradís á jörðu, en mennirnir hafa gjört að ræningjabæli tók góðkunn- ingi minn, Skúli Bjarnason og frú hans á móti mér og báru mig á örmum sér, eru þau hjón bæði gestrisin og góð heim að sækja. og búa við glaðhug og góð efni, þar suður í landi sólarinnar og sumarsins. Annan kunningja frá fyrri tíð hitti eg í Californiu, Guðjón Jónsson, á hann heima nálægt Long Beach, og er ekki aðeins gott að heimsækja Guðjón og konu hans, sem er systir konu Jóhannesar Sigurðssonar og þeirra systkina, heldur er það líka stór merkilegt. Guðjón hefir plantað fjölda sjaldgæfra og sjaldséðra trjáa á bak við hús sitt og hefur aflað sér mikilla upplýsinga um hvað af útlend- um og nýjum aldinum og ávaxta trjám geti vaxið í skógarreit hans. Þar áfast við lundinn litla en fagra hefir ungur sonur þeirra hjóna verkstæði sitt, þar sem hann hnoðar alla hugsanlega hluti úr leir, sumt prýðilega af hendi leyst. Frá Los Angeles hélt eg aftur norður með ströndinni á heim- leið. Kom eg við aftur í Seattle, var þá vinur minn, Friðrik lækn- ir ekki heima, en í hans stað tók á móti mér séra Haraldur Sigmar, hinn ungi og efnilegi prestur Islendinga í Seattle og frú hans og naut eg hjá þeim mikillar alúðar og gestrisni. I Blaine stansaði eg lítið, en hitti þó þá Jóhann Straumfjörð og Andrew Danielsson, sem báðir sýndu mér mikla alúð og vildu allt fyrir mig gjöra. Ferðin frá Blaine og hingað til Winnipeg gekk vel og tíðinda- laust og á eg því ekki eftir ann- að, en að þakka Jóni Sigurðssyni fyrir hans rausnarlegu ógleym- anlegu viðtökur og vinsemd — þakka vinum mínum er eg hitti, fyrir tryggð þeirra rausn og vel- vild og öllum öðrum er eg mætti fyrir hlý handtök og vingjarn- legt viðmót. Guðjón Ingimundsson. frá Draumbæ í Vestmannaeyjum Wartime Prices and Trade Board Spurningar og svör. Spurt. Hvaða toll verðum við að borga í Canada á landbúnaðar vélum og varastykkjum frá Bandaríkj unum ? Svar. Vélar, sem aðeins má nota til landbúnaðar, svo sem akuryrkju eða til heyskapar eru tollfríar, varastykkin líka. En þær vélar, sem hægt er að nota við byggingavinnu eða vegagerð eins og “traktors”, eru allar háð- ar tollheimtulögunum. Spurt. Eg á von á gestum frá Bandaríkjunum, sem ætla að vera hjá mér fram yfir Páskana. Get eg fengið aukaskamt handa þeim? Svar. Eg gestir eru hér fimm daga eða lengur, geta þeir fengið bráðabirgða skömmtunarspjöld á næstu skrifstofu Local Ration Board. Spurt. Þegar hermenn, sem hafa fengið úrlausn, sækja um skömmtunarbækur, hvernig er skamturinn reiknaður út. Er hann talinn frá dagsetningunni á úrlausnarskjalinu, eða frá um- sóknardeginum? Svar. Hann er talinn frá um- sóknardeginum. Það er álitið að umsækjandi hafi ekki þarfnast seðlanna fyr en beðið var um þá. Það er því best að biðja um bók, sem allra fyrst, því lengur sem það dregst, því meiru tapar maður. Spurt. Hvaða sannana er kraf- ist þegar beðið er um bók handa nýfæddu barni? Svar. Það má sýna fæðingar- skírteini, læknisvottorð eða spítala reikninginn, sem fæðing- arsönnun. Values in New PERMANENTS New Feather Bob Perm. $4* .50 ■z Includes Shampoo and Set Genuine $5.00 Cream Oil Perm. $4.50 3 Includes Shamfoo and Set OUR NEW PHONE 97 703 NU FASHION SERVICES er ðviðjafnanleg að prýði, gæðum og þægindum. Tuttugu ttskusérfræðingar veita skjðta af- greiðslu. Engin bið, engin fyrirfram ráðstöfun nauðsynleg. Aðeins úrvals efni notað við snyrt- íngu. — Tvær tslenzkar stúlkur, Margrét Einars- son og Villa Anderson, með* langa æfingu í snyrtingu. Winnijieg Leading Pcrmanent Wavers NU - FASHION 20 sérfræðingar, 327 Portage, gegnt Eaton’s Spurt. Eg leigi herbergi þar sem húsráðandi leggur til rúm- fatnað, þurkur og þvott. Á eg heimtingu á Landlords Rental Statement þar sem leigan er á- kveðin af W. P. T. B? Svar. Nei. Þar sem húsráðandi leggur alt til sjálfur er svona skjal ekki nauðsynlegt. Spurt. Húsið, sem við búum í hefir verið selt og nýji eigand- inn vill flytja inn fyrsta maí. Verðum við að flytja út fyrir þann tíma? Svar. Nei. Þið eigið tilkall til sex mánaða flutningsfrests. Og uppsögnin verður að vera á prentuðu eyðublaði* frá W. P. T. B. Spurt. Hve marga sætmetis- seðla verður maður að láta af hepdi til þess að fá að kaupa eitt gallón af Maple sírópi? Svar. Miði fyrir eitt gallón af Maple sírópi fæst hjá Local Ration Board fyrir fjóra sæt- metisseðla. Spurt. Hvað er verðið á Maple sírópi í gallóns ílátum þegar keypt er af framleiðanda? Svar. $2.90 fyrir Medium Grade, 3.15 fyrir High Grade. Við þetta bætist svo flutnings- gjaldið. Sykurseðlar 54, 55. Smjörseðl- ar 99. Sætmetisseðlar 41, 42, 43 og 44 ganga allir í gildi 15. marz. Spurningum svarað á íslenzku af Mrs. Albert Wathne, 700 Banning St., Winnipeg. Ambassador Beauty Salon Ní/tízku snyrtistofa Allar tegundir af Permanents. íslenzka töluð 4 staðnum. 257 KENNEDT STREET, fyrir sunnan Portagp Sími 92 716 S. H. Johnson, eigandi. “CELLOTONE” CLEANING SPECIALS SlIITS - - - 59c (Mens 2 or 3 piece) DRESSES - - 69c (Plain 1 piece) CASH AND CARRY Other Cleaning Reduced PHONE 37 261 PERTH’S The Swan Manufatturmg Co. Manufacturers of SWAN WEATHER-8TRIP Winnipeg. Halldór Methusalems 8wan Eigandi 281 James Street Phona 22 #41 Minniát BCTCL í erfðaskrám yðar NÝ BÓK “Björninn úr Bjarmalandi” EFTIR ÞORSTEIN Þ. ÞORSTEINSSON Útgefendur: J. Th. Beck, Ásg. Guðjohnsen Yfirlit yfir þroskasögu Rússlands og helstu heimsviðburði í síðastliðin 25 ár. Verð: saumuð í góðri kápu $2.50 — í bandi $3.25. Burðargjald 10 cent Pantanir sendist til THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVE. WINNIPEG MANITOBA \/erum samtaka um stuðning við allar líknarstofnanir hverju nafni, sem þær nefnast, og látum ekki undir höfuð leggjast, að kaupa stríðssparnaðar skírteini. HOUSEHOLDERS ATTENTION -- We have most of the popular brands of coal in stock at present, but we cannot guarantee that we will have them for the whole season. We would advise that you order your fuel at once, giving us as long a time as possible for delivery. This will enable us to serve you better. MCfURDY CUPPLY fO. LTD. V^BUILDERS'VJ SUPPLIES V/ and COAL Phone 23 811—23 812 1034 Arlington St.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.